Tíminn - 12.01.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.01.1929, Blaðsíða 3
TIMINN 7 markið, í sömu andránni, sem hann ræður bændum til þess að nota meira eigin reynslu og ná- granna sinna. Að þessu athuguðu mun góð- gjörnum mönnum ljóst, að eg hefi ekki ástæðu til þess að hvetja menn til þess að kaupa frekar aðrar sláttuvélar en Herkúles, fyrst svo vel hefir tekist til, að S. I. S. fær þær beint frá verk- smiðju með góðum kjörum. Ekki eru mér heldur ljósar skynsam- legar ástæður fyrir því, að álasa mér fyrir, að eg hefi valdið þar mestu um. Ekki er vert að svara því mörg- um orðum, þótt hr. G. J. telji leið- beiningai’ þær, er eg gef bænd- um, of einhliða. Eg mun fram- vegis sem hingað til gera það sem eg £et til þess að leiðbeina þeim, er þiggja vilja, um sem besta notkun þeirra tækja — bæði verk færa og annara tækja — sem völ er á til þess að þoka ræktun og umbótum sem best og mest áleið- is. Það breytir engu og veldur hvergi straumhvörfum, þótt hr. G. J. telji það köllun sína sem bændakennara og trúnaðarmanns Búnaðarfélags Islands að sveipa að bændum værðarvoðum við- burðaleysisins, og vekja hjá þeim ótrú á þeim umbótatækjum, sem völ er á og verið er að útvega á sem hagkvæmastan hátt. Það er ekkert alvörumál, þótt hr. G. J. sem framgjam ungling- ur vilji láta sem mest á sér bera, og framgimi hans snúist í frum- hlaup á hendur góðum málum og verðmætri viðleitni. Veldur þar vafalaust meiru um fljótfæmi en illur vilji. En það er fullkomið alvörumál, að búnaðarmálablaðið Freyr skuli hvað eftir annað leyfa honum rúm fyrir staðlausar frumhlaups- greinai’. Meðal útgefenda Freys eru menn, er gegna svo ábyrgðar- miklum störfum fyrir íslenskan bændalýð, að ælta mætti, að þeir gerðust ekki meðstofnendur fyrir- bærisins G. J. & Co. eins og það birtist í dálkum Freys og víðar. Á gamlársdag 1928. Ámi G. Eylands. -----o---- Á Siglnfirði fer fram bæjarstjórnar- kosning í dag. Hafa Framsóknar- menn þar mann í kjöri i fyrsta skifti. Efstui' á lista þeirra er þor- móður Eyjólfsson skrifstofustj. Sild- areinkasölunnar. urkenna tilverurétt fleiri tegunda en túngrasanna. En víst er um það, að öðmvísi væri ástand lands og þjóðar nú á tímum, ef ætíð hefði verið sáð til uppskerunnar og ræktað það, sem aflað var úr skauti landsins. Syndir fyrri kyn- slóða gagnvart landinu koma niður á hinum seinni. Nægir í því sambandi að benda á eyðingu skóganna. Nú stendur yfir eitt- hveil hið mesta hlunnindarán, sem nokkru sinni hefir játt sér stað á íslandi, þar sem fiskiveið- amar eru. Með þeim er verið að framkvæma hliðstætt starf, sem fyrri kynslóðir unnu gagnvart skóginum og öðrum gróðri. Af- leiðingarnar koma í ljós á næstn kynslóð, hverjar sem þær verða. Mikið af þessum uppgripa ráns- afla úr sjónum er svo breytt í vínföng, tóbak, glingur og alls- konar munaðarvöiru, að ógleymd- um pappír, sem notaður er til að flytja hrópyrði um þá, er eink- um beita sér fyrir ræktun lýðs og lands. Aldrei hefir verið gefið hér út eins mikið af blöðum og nú á tímum, og aldrei háðm- snarpari bardagi milli pólitísku flokkanna. Auðnuleysið, sem virðist skapast vegna rányrkjunnar, kemur einna áþreifanlegast í ljós í blaða- mensku íhaldsmanna. Má segja um marga lhaldsritstjórana, að þeir séu „ekki þeim munheimsk- ari en aðrir menn, sem þeir haga sér ver í rithætt en flestir aðrir“. Þeir skípa sér jafnan í þana H.F. EIM8KIPAFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 22. júní 1929, og hefst kl. 1 e. h. D a g s k r á: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstrar- reikninga til 31 desember 1928 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda i stað þess er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumið- ar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 19. og 20. júní næstkom- andi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir uraboð til þess að sækja fund- inn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 4. janúar 1929. Stjórnin. ZE^írmjLx* Dánardægur. Guðrún (Magnúsdóttir) Eyjólfsson. þann 18. okt. síðastl. andaðist á heimili Árna Björnssonar frá Galta- læk í Biskupstungum, nú til heimil- is að Beykjavik i Manitoba í Kan ada, ekkjan Guðrún Magnúsdóttir Eyjólfsson frá Laugarvatni i Laugar- dal, dóttir Magnúsar bónda Magnús- sonar á Laugarvatni og Amheiðar Böðvarsdóttur frá Beyðarvatni. Hún lést af slysförum með þeim hætti, að hestur er beitt var fyrir vagn henn- ar, fældist, en hún féll úr vagninum og hiaut höfuðhögg sem leiddi hana til bana eftir 16 klst. Guðrún sáluga var 54 ára að aldri. Árið 1905 giftist hún uppeldis- og stjúpbróður sínum Eyjólfi Eyjólfssyni frá Laugarvatni og árið 1910 fluttust þau hjón til Ameríku. Fædchst þeim barn á skipsfjöl á fjórða degi eftir að þau létu frá landi. Var orð á því gert hversu yfirmenn á Botníu reyndust þeim hjónum vel á allan hátt. En þremur vikum eftir að þau komu vestur, andaðist Evjólfur. Stóð þá Guðrún uppi með 4 börn, hið elsta 5 ára, en hið yngsta nokkurra vikna. Urðu þá ýmsir menn til þess að rétta henni hjálparhönd. Ágúst Eyjólfsson mágur hennar og uppeld- isbróðir tók í fóstur eitt barn hennar, Ingimundur Erlendsson frændi þeirra bræðra tók annað, en Margrét Er- lendsdóttir, systir Ingimundar tók Guðrúnu með tveimur börnunum. þar dvaldist hún um nokkur ár, uns hún gerðist ráðskona hjá fyrnefndum Árna Bjömesyni, sem reyndist henni mjög vel alt til dauðadags hennar. Eru börn hennar 4 til heimilis hjá lionum: Ragnar, Magnús, Ágúst og Botnía. En hið 5., Aðalheiður, er alin upp hér á landi. Guðrún var kona fríð sýnum svo að af bar, greind kona, bókhneigð og starfsgefin. Hún var stilt vel, vinsæl og vinföst. Hafði hún mikinn hug á að koma hingað heim 1930, til þess að sjá fornar æskustöðvar og vini. En dauðinn hefir bundið snöggan endir á þá ráðagerð. Benedikt Svelnsson. 25. sept. síðastl. lést eftir stutta. legu að Fjarðarkoti í Mjóafirði Bene- dikt Sveinsson, á 78. aldursári, fædd- ur á Kirkjubóli í Norðfirði 15. júlf 1850, sonur Sveins hreppstjóra þar, Jónssonar Ögmundssonar í Seyðis- firði, Hjörleifssonar, Eiríkssonar. — Benedikt var þannig af Seyðfirð- ingaætt hinni fomu, 8. maður frá Árna presti Jónssyni og Ingibjörgu Jónsdóttur (Galdra-Imbu), en móður- bróðir Sveins í Firði og þeirra syst- kina. Benedikt dvaldi í foreldrahús- um til 16 ára aldurs, er faðir hans lést, en fluttist þá að Firði og dvald- ist þar og í grendinni alla æfi síð- an, oftast í vinnumensku. Kyrlátlega flokk, sem hefir mestan hluta af afrakstri rányrkjunnar í hendi sér. Þingvallaland er sönnun þess, hvemig mexm áður fyr bjuggu við hlunnindi landsins. Það hefir þó ekki orðið vei’ úti en land- spildui' í öðrum héruðum. Alstað- ar er sama sagan: Býli hafa lagst í eyði, skógar eyðst, beitilönd rýrnað, veiðiskapur minkað, dýra- lífi hnignað o. s. frv. Afleiðingav rányrkjunnar em bersýnilegar, hvert sem litið er. En samt eru til svokallaðir mentamenn, sem skirrast ekki við að reyna að fala sér pólitísks fylgis hjá þjóðinni, með því að telja henni trú um, hvað það sé vitlaust að friða og rækta nokkum hluta af landi Þingvallakh'kju, umhverfis „hjartastað landsins“ sem svo er kallaður. Gera má þó ráð fyrir, að menn þessir skilji, að farið er að rofa fyrir degi, sem flytur þann boðskap, að þjóðin eigi fyrir höndum að hætta við að herja á náttúruauð landsins, hverrar tegundar sem hann er, en lifa eingöngu á því að yrkja hann og verja. HI. Eins og áður er vikið að, kenn- ir þjóðtrúin, að auðnuleysi sumra manna og margt böl sem þeim mætir í lífinu, stafi af því, að þeir hafi rænt jurtagróðrinum og dýralífinu á einhverjum ein- stökum blettum á landinu. En hina gerir hún að gæfunnar börn- Mér var í haust dregin hvít lambgimbur með mínu marki: stýft hægra heilrifað vinstra. Bið ég eigandann að gefa sig fram og semja við mig. Andrés Sig’urðsson V etleifsholti Rangárvallasýslu leið löng æfi Benedikta og án hrít- andi viðburða. Hann kvæntist aldrei, safnaði aldrei í komhlöður, lifði aldrei í sukki eða svalli, en varði aflafé sínu og arfi í hóflátlegar nautnir og meatu þó til að gleðja börn og munaðarleysingja eða til liðsinnis - þeim, sem miður máttu. Um margt var Benedikt ólíkur samfylgdannönnunum, en ýmislegt var honum vel gefið. Hann var fjall- göngumaður með afbrigðum, vegvís og öruggur. Mun enginn samtíðar- manna hans jafnvíða hafa ratað um fjallabálk Austfjarða og ætíð famað- ist honum vel, þótt á tvær hættur tefldi við torfærur og vetrarbylji, leysti hann líka vandræði margra við torsótt ferðalög. — Benedikt var að eðlisfari listhneigður, einkum til dráttlistar; var skrifari góður og dróg leturtegundir margar með mik- illi leikni og flýti. — Hann var grandvar nmður, kyrlátur maður og vinsæll og kunni flestum fremur þá list, að lifa i sátt og friði við alla samtíðarmenn sína. Stallbróðir. ----------------o---- Kleppsspítalinn nýi ----- (F. B.) Nýi spítalinn á Kleppi mun vænt- anlega geta tekið á móti fyrstu sjúkl- ingum í mars 1929. Umsóknir um upptöku sendist lækninum, Helga Tómassyni, fyrir 15. febr. 1929. Umsóknunum verður að fylgja: 1. Læknlsupplýsingar um hvern sjúkling. 2. ítarlegar upplýsingar um allan kostnað, sem veiki hvers sjúklings hefir haft í för með sér. Eyðublöð fyrir þessar upplýsingar hvoratveggja hafa verið send út um land til lækna. þegar eftir 15. febrúar verður á- kveðið hvaða sjúklingum unt verður að veita móttöku, og hvenær og þeim eða nánustu aðstandendum tilkynt það bréflega eða símleiðis. Áður en sjúklingum verður veitt móttaka á spítalann, verður að leggja fram ábyrgð hreppsnefndar eða tveggja valinkunnra manna á skil- vísri greiðslu alls kostnaðar, er af sjúklingnum kann að hljótast. Hvert meðlag verður með sjúklingnum, verður ákveðið síðar af dómsmála- ráðuneytinu. Spítalinn áskilur sér rétt til þess að: krefjast fyrirfram- greiðslu á meðlaginu fyrir ársfjórð- ung i senn. um, sem helga krafta sína vemd- un og- ræktun náttúrugæðanna. Það er svo að skilja, að rán hefir bölvun í för með sér, en ræktun blessun. Kirkjan hefir aldrei lát- ið sig sérstaklega vai'ða um þetta atriði hér á landi. Gróðumíðslan og landsgæðaránið hefir því get- að þróast og dafnað afskifta- laust frá hennar hálfu. Líklega er orsökin sú, að prestastéttin legg- ur meira upp úr því að útmála guðsorð fyrir fólkinu, en sýna því fram á, hvemig varðveita skuli handaverk skaparans í náttúr- unni. Hún rennir ekki grun í, að brot á lögum náttúrunnar geti jafnframt skoðast sem brot á boðorðum skaparans. Uppblástur, sem stafað hefir af gróðurráni, hefir sumstaðar komist alla leið heim að kirkjudyrum eins og að dyrum annara húsa. Hvað Þing- velli snertir, þá er gert ráð fyrir að friðunarlögin komi þar fram- vegis í veg fyrir frekari gróðui’- spell kringum kirkjuna og fyrir- byggi, að landið breytist í eyði- mörk eins og kringum Strandar- kirkju, þar sem svo mörgum andlegum leiðtogum er meinilla við að endurreistur sé gróður, sem beri vott um dýrð guðs í náttúrunni. Guðm. Davíðsson. Foreldrar. Innrætið bömum yðar sannsögli. Kaupið Mæðrabókina eftir prófewor Monrad. Kostar 4.75. Úr bréfum Úr þingeyjarsýslu er skrifað: „Mér þykir íhaldið teygja lopann um Tervani-málið. Ekki hræðist eg, að það mál verði dómsmálaráðherran- um að fótakefli. Hann hefir reynst djarfur og stjómvítur í því máli og afstýrt þeirri þjóðarsmán, að senda frumgagn málsins: borðstokkiim á Trausta, í breskan rannsóknarrétt". -------„Búnaðarsamband var stofn- að hér i sýslunni síðastliðið haust. Gengu í þaö 8 búnaðarfélög sveit- anna og 10 æfifélagar. Ætlun félags- ins er að vekja aukinn búnaðará- huga i sýslunni og styðja félögin til meiri framkvæmda. Aðalhvatamaður búnaðarsambandsstofnunarinnar var Jón H. þorbergsson bóndi á Laxár- mýri og er hann formaðurinn. Með- stjómendur hans eru Hallgrímur þor- bergsson bóndi á Halldórsstöðum og Baldvin Friðlaugsson bóndi á Hvera- völlum". Merkur Norðlendingur skrifar: „íhaldsfélagið í Skagafirði hefir nú gert samband við Pálma kaupmann Pétursson, leigt af honum geymslu- hús fyrir vömr og svo ætla þeir að hafa eitthvað af innanbúðarvamingi, en kaupmaðurinn notar búð sína líka fyrir sig. Eysteinn sonur Bjama frá Vogi, en uppeldissonur Pálma, er ráðinn framkvæmdastjóri. — Sextán stofnnðu félagið á Reynistað á vetur- nóttum, en t/16 vildi ekki skrifa undir félagslögin (Tryggvi prestur Kvaran). Sex þarf í hverjum hreppi til þess að stofna deild. Jón á Stað getur, trúi eg, ekki stofnað deild f sínum hreppit Sigurður á Veðramóti píndi á deild í sinum hreppi; mun hafa tekist með þvi að fleka menn frá kaupfélaginul Má þettá teljast all- sögulegt, en ekki að sama skapi frægilegt fyrir þá fyrverandi stjómar- nefndarmenn kaupfélagsins". Skagfirðingur skrifar: „Nú veit eg hvað nýja félagið heitir: „Verslunar- félag Skagfirðinga". — Konan mín sagði sér fyndist það ætti að heita „Verslunarólag" SkagfirSinga og vertu viss, að það nafn festist við það“. Annar Skagfirðingur: „Allmiklar æsingar em í héraðinu vegna hins nýja kaupfélags Jóns og Sigurðar, þótt það sé misþyrming ú kaupfélagsnafninu að gefa það slík- um félagsskap. Mælist tiltæki þeirra félaga illa fyrir hjá mörgum, einnig íhaldsmönnum. — — þetta er ógeðs- legasta tilraun, sem gerð hefir verið til þess að sprengja samvinnufélags- skapinn". Af Austfjörðum er skrifað: ,JHænir“ (öðm nafni hænsnið) er tæringarveikur. Tólf kaupmenn hjúkra honum — — —“. -----o---- Um fimm alda skeið var rímna- kveðskapur einhvem helsta dægra- stytting í fásinni íslenskra sveita, og hefir engin grein íslenskra bókmenta haldist jafn lengi í svipuðu horfi og eigi heldur hlotið almennari vin- sældir. Má af þessu einu ráða, að rímur muni vera eigi ómerkilegt rannsóknarefui, enda em þær tví- mælalaust miklu merkari þáttur í bókmentastarfsemi íslendinga en al- ment hefir verið álitið, og verður margvislegt gildi þeirra vafalaust viðurkent þegar lengra kemur rann- sóknum á bókmenta- og menningar- sögu þjóðarinnar. En könnun rímn- anna er ekkert áhlaupaverk, þvi þó að talsvert hafi verið prentað, er það ekki nema lítill hluti þess, sem ort hefir verið og geymst hefir í hand- ritum. Meginhluti rímnanna liggur óprentaður og litt kannaður á víð og dreif í handritasöfnum, bæði hér og erlendis, og eru þar á meðal rímur eftir eigi allfáa merka menn og þjóð- kunna frá fyrri öldum, svo sem Hall- grim Pétursson, Björn á Skarðsá, Magnús prúða og marga fleiri. Er skaði um sumar þessar rimur, aö þær hafa eigi verið gefnar út, og er sjálfsagt, að gera það svo fljótt sem unt er. — Erfitt er að afla sér yíir- lits um, hvað til er af rímum, því enn hefir eigi verið samin nein full- komin rímnaskrá. Væri það mikið verk og torsótt, .en eigi að síður þarf- legt íslenskum fræðum. Á siðustu ár- um hefi eg lagt nokkra stund á að kynna mér hvað til er af óprentuð- um rímum hér í Landsbókasafninu, og leikur mér hugur á að halda þeirri könnun áfram, ef ástæður leyía, í þvi skyni að gera nákvæmt yfirlit um, hvað ort hefir verið af þessu tæi fyrr eða síðar. En þar sem gera má ráð fyrir, að enn sé eitthvað til í eigu einstakra manna af óprent- uðum rímum, sem ekki hafa komist í opinber söfn, eru það vinsamleg til- mæli min til allra, er þessar línur sjá, og hafa kynnu slík handrit í fór- um sinum, eða vita um þau hjá öðr- um, að þeir ljái mér aðstoð sína til þess að þetta yfirlit mitt geti orðið sem fylst og réttast. Mér nægir i bráðina að fá nöfn rímnanna og upp- hafserindi þeirra, ásamt nafni höf- undar, ef kunnugt er. Ennfremur óska eg að ná bréfasambandi við roskna menn eða konur, sem eiga kærar minningar um rímnakveðskap frá æskuárum sínum, og aðra, sem fróðir eru um þessa þjóðlegustu grein íslenskrar ljóðagerðar. Vænti eg, að rímnavinir bregðist vel við þessum tilmælum mínum, og allir þeir, sem styðja vilja að rannsóknum þjóðlegra fræða. — Utanáskrift mín er: Póst- hólf 715, Reykjavik. Finnur Sigmnndsson mag. art

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.