Tíminn - 12.01.1929, Síða 4

Tíminn - 12.01.1929, Síða 4
8 TIMINN Fimta blaðamannanámskeið „Norrœna félagsins". Fimta blaðamannanámsskeiðið, sem „Norræna félagið" hefir stofnað til, hófst í Stokkhólmi sunnudaginn þann 13. maí 1928. Norræna félagið hefir efnt til slíkra némsskeiða fjórum sinnum áður, til skiftis í Noregi, Danmörku, Finn- landi og Svíþjóð. Markmið félagsins með námsskeiðum þessum, er að frændþjóðimar kynnist hver annari og löndum þeirra, að blaðamennimir hittist og kynnist hver öðrum og merkustu mentamönnum nágranna- þjóðanna, skoðunum þeirra og stefn- um. þegar námsskeiðið byrjaði höfðu engir íslenskir blaðamenn sótt um þátttöku í því. þótti stjóm Norræna félagsins það miklu miður, og vildi bæta úr þessu á einhvern hátt, því að þeim þótti óviðkunnanlegt að ekkert heyrðist frá íslandi á þessari árlegu samkomu norrænna blaða- manna. Jeg hefi undanfarin ár stund- að nám í Svíþjóð og komist í kynm við Norræna félagið, og bauð stjóm þess mér að taka þátt í námsskeið- inu þótt jeg væri ekki blaðamaður. Tiu þátttakendur voru frá hverju af löndunum Danmörku, Noregi og Finnlandi og 4 frá Svíþjóð. Eins og venja er til þegar útlend- ingur kemur til Stokkhólms byrjuðu Stokkhólmsbúarnir á því að sýna gestum sínum byggingu þá, sem þeir em hreyknastir yfir, nefnilega „Stadshuset" (bæ j arstj ómarhúsið) undir leiðsögn byggingameistara hússins, Ragnara östbergs prófessors við listahúskólann í Stokkhólmi. Hús þetta er mikil bygging og fögur, bygð i gömlúm kirkju- og hallarstíl með 50 m. háum turni og stendur það á mjög fögrum stað á nyrðri strönd Lagarins. Húsið að innan er hið mesta listaverk og eru málverk- in, veggtjöldin og húsgögnin verk sænskra listamanna. Kostaði öll byggingin um 25 millj. kr. það er líka, eftir dómi helstu byggingameist- ara útlendra og innlendra, talin ein merkilegasta bygging, sem reist hefir verið i Evrópu á seinni árum. „Stadshúsið" hefir og haft mikil áhrif á byggingarlistina í Svíþjóð og jafn- vel Noregi. Síðan vorum við boðnir á móttöku veislu af „Norræna félaginu". Var eiginlega ekkert hlé á veisluhöldun- um meðan á námskeiðinu stóð, þvi eins og þeim er kunnugt, sem vel þekkja Svía, eru þeir allra manna gefnastir fyrir veisluhöld, enda hafa þeir sjerstaklega gott lag á að gera veislur sínar skemtilegar. Sérstaklega vil eg geta forstöðumanns náms- skeiðsins Valdemara Langlet, ritara í Norræna félaginu í Stokkhólmi, sem gerði alt, sem hann gat til þess að gera okkur dvöiina í Stokkhólmi sem ánægjulegasta og nytsamasta. For- maður Norræna félagsins i Svíþjóð, K. A. Fauxell, setti námsskeiðið og bauð okkur velkomna, og þakkaði siðan einn fulltrúi frá hverri þjóð með stuttri ræðu. Eg þakkaði að sjálfsögðu fyrir íslands hönd, ,en tók það sérstaklega fram, að eg væri þar ekki, sem fulltrúi íslenskra blaðamanna, heldur aðeins, sem gest- ur frá „sögueyjunni" (eins og Svíar kalla ísland). Var gerður að þvi góð- ur rómur og þótti sýnilega nokkurs vert að íslendingur tæki þátt í náms- skeiðinu. Á mánudaginn byrjuðu fyrirlestr- arnir. Voru þeir mjög fjölbreyttir og skemtilegir og fluttir af ágætum fyrirlesurum. 3 fyrirlestrar voru fluttir á hverjum morgni meðan á námsskeiðinu stóð. Til þess að sýna um hvaða efni fyrirlestrarnir fjöll- uðu, set eg hér á eftir efni þeirra og nöfn fyrirlesaranna. Stjómarskipun Svíþjóðar flutt af próf. Herlitz. Náttúruauðæfi Svíþjóð- ar flutt af próf. Andersson. Utfluttar iðnaðarvörur í Svíþjóð flutt af Ljung- berger foratjóra. Verslunarfloti Svía flutt af Zander forstjóra. Launabar- áttan flutt af Ekblom sáttasemjara ríkisins. Fjármál og gengi flutt af próf. Heckscher. Bankamál flutt af próf. Brisman. Nútímabókmentir Svía flutt af doc. Holmberg. Leikhús og leiklist flutt af dr. Södermann. Sænsk nútímalist flutt af dr. Strömbom. Sænsk byggingarlist á 20. öld flutt af próf. Östberg. Stjómmálaflokkarnir í Svíþjóð, einn fyrirlestari frá hverj- um flokki, fluttir af próf. Wohlin, próf. Feher og dr. Vanner. Saga Stokkhólms flutt af próf. Olsson. Stjórnskipulag Stokkhólms flutt af dr. Larson. Blöðin og stjómmálin flutt af dr. Kihlberg. Sænska (fyrir Dani og Norðmenn) doc. Ljunggun. Danska (fyrir Svía og Finnlendinga) döc. Friis. Norska (fyrir Svía og Finnlendinga) doc. Knudsen. Kenslan í málunum var aðallega í framburði og sögu málanna. Einn af þeim fyrirlestrunum, sem vakti einna mesta eftirtekt var fyrir- lestur prófessors Heckschers um fjár- mál og gengi. Heckscher er einna mest þektur fyrir afskifti sín af fjár- málum Finnlendinga, sem fengu hann til þess að hjálpa sér úr gengis- vandræðunum, og leysti hann verk þetta prýðilega af hendi. — Talaði Heckseher fyrst um hversvegna Sví- þjóð hefði staðið sig betur fjárhags- lega en hin Norðurlöndin, sem aðal- lega hefði verið af því, að Svíþjóð hefði flutt miklar vömr út, en aftur á móti lítið inn i landið. Eftirapum- in eftir sænskum peningum varð mikil og sænska krónar hækkaði. 1920 byrjaði verðlækkunin. Af verð- lækkuninni leiddi mikið atvinnuleysi í landinu og tala atvinnulausra verkamanna varð mörgum sinnum hærri en hún hafði nokkumtíma verið áður. En smám saman tókst að lækka tölu atvinnulausra, svo að hún var aðeins helmingi hærri en fyrir striðið og hefir það haldist í sama horfinu síðan 1923. Einnig tal- aði Heckscher um gengismálið i Finnlandi. Finska markið féll úr 60 au. niður i 10 aura, og þar var það fest eftir ráði hans, „og festing marks- ins fekk mjög happasælar afleiðingar í Finnlandi", segir prófessorinn. Að lokum lýsti hann yfir, að hann væri mjög hlyntur samstarfi Norðurlana- anna, en hann tryði eigi á, að það væri svo nauðsynlegt, sem margir höfðu haldið fram, að peningar eins landsins væru gjaldgengir í hinu manna á milli, eða að þeir hefðu sama verð, þó þeir hefðu sama nafn. Ferðamenn munaði ekki mikið um að fá penigunum skift, þegar þeir færu á milli landanna. Seinnililuta daganna vörðum við mest til þess að skoða söfn og aðrar merkil.egar stofnanir. Einn daginn bauð „Norræna félag- ið“ okkur í skemtiferð til Uppsala. Uppsalir er eins og mörgum mun kunnugt háskólabær, og hefir verið það í 450 ár, og lesa þar nú um 3000 stúdentar. Hver landshluti í Svíþjóð hefir þar sinn stúdentagarð. Eru það miklar byggingar með samkomusöl- um, lestrarstofum og svefnherbergj- um, 3 syðstu héruðin í Svíþjóð hafa þó engan, því að þaðan sækja nem- endur mest til háskólans í Lundi. það er vafalaust meira áberandi í Svíþjóð en hinum Norðurlöndunum, hvað námsfólk frá einstökum lands- hlutum heldur sjer mikið út af fyrir sig. Landið er margbreytilegt að náttúrufari, það hefir allskonar landslag frá Miðevrópulandslagi til heiða og fjalla. Eins fjölbreytilegt og landslagið er líka lundarfar Svíanna, og sést það best á bókmentum þeirra. það er t. d. mikill munur á skánsk- um, stokkhólmskum, vermlenskum eða norðlenskum bókmentum. í Upp- sölum heimsóttum við einnig iandshöfðingjann, er tók á móti okkur í landsþingssalnum, sem er stór salur og skrautlegur í öðrum tumi hallarinnar. Við skiftum okkur eftir þjóðemi er inn kom. Norðmönn- unum þótti eg víst vera einmana (jeg stóð einn, þar sem eg var eini íslendingurinn) og sendu mann út af örkinni, sem átti að sækja mig og koma með mig í þeirra hóp, minti hann mig á að íslendingar og Norð- menn væru upphaflega sama þjóð, og ætti lika svo að vera framvegis og þessvegna vildi hann að eg kæmi í þeirra flokk. Eg þakkaði boðið, en kvaðst þó ekki geta tekið því. Eg gæti elcki talið mig Nórðmann og hingað hefði eg einmitt komið til þess að koma fram sem íslendingur. þegar Danir vissu, hvað um var að vera sendu þeir einn úr sínum flokki til þess að bjóða mér að koma í þeirra flokk og sögðu, að íslendingar og Danir ættu að sjálfsögðu að koma fram sem ein þjóð, þar sem ísland og Danmörk væru sambandsríki. Eg svaraðí boðum þéssum fáu, en sagði þó, að eg hvorki Vildi eða gæti verið annað en íslendingur og mundi þvi ekki ganga í flokk með þeim. í þess- um svifum kom landshöfðinginn, tek- ur brosandi í hendina á mér, býður mig velkaminn og segir: „J>etta var PÁLKA- KAFFIBÆTnUNN heflr & rúmu ári áoangl sér «vo ftlmenna hylli, sO salan & honum mt oifHa */« hluti af allri k&fflbætiaeölu þessa lands. Kaupfélagutjórar, BmdlS pantanir yðar gegnum Sam- bandiðl Fsreysklr fiskibátar af upprunalegu, færeysku gerð- inni, með hinum þekta, sænska, bálamótor „Solo“, eru þeir ákjós- anlegustu til fiskiveiða við Islands- strendur. Snúið yður til Carl Johan Bech. Thorshavn Færöerne rétt hjá yður, ísland verður aldrei annað en fsland og íslendingar aldrei annað en íslendingar, þó að Danir eða Norðmenn hefðu á þeim stjómar- taumana1'. Eg segi frá þessu atviki, af því að mér finst það vera gott sýnishorn af baráttu Dana og Norð- manna um ísland. Háskólabókasafnið 1 Uppsölum á. hina kunnu silfurbiblíu (Codex Argenteus) og að sjálfsögðu litum við á hana. Á síðastliðnu hausti á 450 ára afmæli háskólans í Uppsölum var ný útgáfa gefin út af biblíunni, og er það talin sú besta og nákvæm- asta útgáfa, sem út hefir komið af nokkuru fornu handriti. Bókin öll er Ijósmynduð og sést enginn munur á sýju útgáfunni og handritinu. Sýnir útgáfa þessarar bókar hve góðum kröftum háskólinn í Uppsölum ræður yfir, því að um útgáfuna hafa alger- lega séð prófessorar við háskólann þar. í safni þessu er einnig handrit af Snorra-Eddu, og mörg fleiri is- lensk handrit. Síðasta deginum vörðum við til þess að skoða elsta hluta Stokkhólms. Eru þar flest húsin frá 16. og 17. öld. Var kveðjusamsætið haldið í veit- ingakjallara, í einu af þessum gömlu húsum, lágum og fomlegum. Kjallari þessi ,er kendur við skáldið Carl Mikael Bellmann og kallast oft Bell- mannskjallarinn, því að þar var hann vanur að drekka skál með vinum sínum og kunningjum og syngja og leika tónsmíðar sínar. í þessum þjóð- lega og gamla kjallara kvöddumst við, sem vinir eftir þessa skemtilegu hálfsmánaðaraamveru. Einn af gest- unum frá hverju landi þakkaði Sví- um með stuttri ræðu fyrir þá sér- stöku gestrisni, sem þeir höfðu sýnt okkur. Áttu þeir og þakkir fyllilega skilið. þeir létu sér ekki nægja að bjóða okkur í veislur, leikhús, til skemtiferða í bílum, bátum og jafn- vel flugvélum, heldur leystu þeir okk- ur líka út með gjöfum, sem stórhöfð- ingjar til foma. ísland hefir ennþá ekki haft nein slík námskeið. En margir af þátttak- endunum í þessu námsskeiði óskuðu eftir, að það gæti bráðlega orðið, svo að þeir fengju tækifæri til þess að koma hingað og kynnast landi og þjóð. Eg er sannfærður um að slíkt námsskeið yki mikið þekkinguna um ísland hjá hinum Norðurlandaþjóð- unum. Eftir því, sem eg hefi orðið áskynja á ferðalögum mínum um Norðurlönd er þekking fólks á ís- landi mjög af skornum skamti, það er t. d. ekki nýtt að fólk geri engan greinarmun á íslandi og Grænlandi. í Svíþjóð hefi eg í nokkrum blaða- greinum leiðrétt ýmsar upplýsingar um ísland í sænskum landafræðis- kenslubókum, og hefi eg fengið lof- orð um bót og betrun hjá höfundi bókarinnar. Viðskiftin milli íslands og Svíþjóð- ar eru ennþá mjög lítil. Engin skip halda uppi föstum ferðum, mjög fá- ir íslendingar dvelja í Svíþjóð og ennþá færri Svíar á íslandi. Fáir ís- lendingar lesa bækur á sænsku, og eru bækur eftir Strindberg og Selmu Lagerlöf jafnvel lesnar í danskri þýð- ingu. Er þó sænskan skyldara mál íslenskunni en danskan. Óskandi væri að eitthvað yrði gert til þess að auka viðkynninguna milli Svía og íslendinga. Sú viðkynning gæti áreiðanlega borið góðan árangur. Guðlaugur Rúsinjkranwon. -• /% ,, ,- xxxxxx 1 heildsöla bjá: Tóbafesversl. Islands h.f. Fóðursíld til sölu Leó Eyjóifssyiti Isafirði Liambskinn Lambskinn eru í litlu verði, og heyrt hefi eg sagt, að sumir hirði þau varla, þyki það ekki svara kostn- aði. petta er slæmt, því þó vi8 viljum engin loðskinn nota, nema dýrindis skrautskinn, þá hafa aðrar þjóðir gaman af litlu, hrokkinhærðu lamb skinnunum og mundu kaupa þau, vel verkuð, fyrir þó dálítið verð. pað hefir komið fram sú tillaga, að 1930 verði á boðstólum, sérstaklega handa útlendingum, nokkuð af ís- lenskum smámunum, ódýrum en smekklegum. þess er vænst, að kven- félög og ungmennaíélög safni þess- um smáhlutum, a. m. k. 25 hlutum hvert og geymi til þessa tíma, því engin einstakur maður eða stofnun hefir ástæður til að liggja með hluti, þó smámunir sjeu í hundraða eða jafnve) þúsundatali, og ekki verður alt gert síðasta árið. það eru þvi vinsamleg tilmæli mín, að menn at- hugi þetta með lambskinnin meðal annars. Til þess er ekki miklu kost- að þó þau séu geymd, en það þarf að þvo þau mjög rækilega og álún- era þau, svo þau verði mjúk og gull- hrein. Aðferðinni við að álúnera skinn er lýst í Hlín 9. árg. (færeysk aðferð), og eflaust víðar. Skinnin eru söltuð vel strax, vafin saman, látin liggja svo nokkra daga, þá hrist upp og nuddað inn í þau álúni, látin liggja með því nokkuð, þá skafin, þvegin í ullarþvæli, síðan í sápu og sóda, skoluð vel og hengd til þerris. Á meðan þau eru að þorna, þarf oft að teygja þau og laga til. (Álúnið ætti að mega fá ódýrara í almennum verslunum en í lyfjabúðum). Á sýningu í Stykkishólmi nýverið var ljómandi fallegt lambskinn verk- að með þessari aðferð og gæra líka. Ekki eru þær í minni metum hjá út- lendingum. Árlega fara frá súturun- um fjöldi af gærum til útlanda, en hægðarleikur er að álúnera þær heima, ef vel er vandað til um þvott og hirðingu alla. GEBPÚLVER með þesau merki trygrgír yöar fyrsta flokks vöru. Kaupið aðeins þaö besta. H.f. Efnagerö Reykjavíkur. Jón SigmundBSon, gullsmiöur Sími 888 — Laugaveg 8. En lambskinnin eru ódýr, byrjið á þeim og geymið þau til 1930, þau munu seljast, aðeins að þau sóu, hrein, mjúk og laus við ólykt. Skinnin mega vera með hvaða lit sem er. Sendið þau ásanit öðrum út- sölusmámunum er þið safnið, með sýningarmununum úr sýslunni ykkar. Halldóra Bjamadóttir. ----O---- Ritstjóri: Jónas Þorbergsson Laugaveg 44. Sími 2219. Presntsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.