Tíminn - 12.01.1929, Qupperneq 3

Tíminn - 12.01.1929, Qupperneq 3
TlMINN 11 Síldarmjöl Treystið ekki um of á heyin, þótt þau séu ^óð. Gefið síldarmjöl með beitinni. Sambatid ísl. samvinnufélaga. GERPÚLVER með þessu merki tryggir yöar fyrsta flokks vöru. Kaupið aðeins það besta. H.f. Efnagerð Reykjavfknr. til þess að geta lagt fram þetta fé! Um þetta er ástæðulaust að fjölyrða. Nægir að benda á fjar- stæðuna. Mun slík framhleypni sem þessi og heimska einsdæmi í íslenskum stjórnmálaumræðum. Munu vitsmunir húsbóndans á Ósi vera í samræmi við góðvilj- ann og trúareinlægnina! Tilbeiðslan. I áramótagrein sinni fór Jón Þorláksson á knén frammi fyrir forsætisráðherra landsins og kvaðst setja alt sitt traust til hans, af því að hann væri sonur Þórhalls biskups, hins ágætasta manns og kvaðst ekki mundu trúa, fyr en hann tæki á, að ráð- herrann brigðist trausti sínu! Spegillinn, nýútkominn, sýnir að- stöðuna í fullu ljósi, þar sem Jón Þorláksson krýpui- frammi fyrir ráðherranum og færir brennifóm sína á altari vonarinnar! — En ekki er nema hálfsögð sagan um tilbeiðsluna úr þeirri átt. Morg- unblaðið í dag fer einnig á knén frammi fyrir ráðherranum og leitar þess mjög einlæglega, að forsætisráðherrann styðji það í þess langstæða og þreytandi stríði, að hnekkja Jónasi Jónssyni innar eftirminnilegan hinn glæsi- lega sigur, sem grundvallaði heimsveldi Englendinga. Skólapiltar í flestum hinum fornu skólum hafa sérkennileg höfuðföt. I Eton hafa allir silki- hatta, og er skrítið að sjá barn- unga drengi með það höfuðfat. I Harrow er mjög einkennilegur, grunnur og barðastór stráhattur, en í Rogby röndótt skygnishúfa, mjúk og aðskorin. Kennir í þessu meiri einfaldlcika en í íslenskum einkennishúfum skólanemenda, sem helst virðast vera eftirstæl- ingar af fremur ósmekklegum höfuðbúnaði lögreglumanna. Fyr á öldum voru fommálin gríska og latína meginkenslu- greinar í þessum mentaskólum, og lögð svo mikil áhersla á nám- ið, að flestir efnilegir námsmenn lásu sér til gagns hið besta úr gullaldarbókmentum Grikkja og Rómverja. Um Pitt hinn yngri, sem að vísu hafði lesið í heima- skóla, en nam þó hhðstætt því sem við þótti eiga > seinast á 18. öldinni, er sagt, að hann las fyr- irstöðulaust hina þyngstu grísku höfunda og greindi ítarlega ræð- ur hinna fomu mælskumanna til að nema af þeim formfegurð og rökfimi. En smátt og smátt hefir andi nútímans þrengt sér inn í þessar fornu stofnanir. Nýju málin, náttúrufræði, bókmentir og saga hafa þokað fommálunum af Notuð islensk frímerki kaupi ég ætíð tæðsta verði. Biðjið um verðlista, Bjarnl Guðmundsson Túni, Árnessýslu, Hrg. ráðherra, sem stjórnmálamanni. — Fara íhaldsmenn nú knéfall- andi, með bænum og andvörpum. — Væri óskandi að þessi þunga reynsla hafi sáluhjálplegar verk- anir á innræti þessai'a hrjáðu manna. Mbl. og sáttasemjarinn. Af greininni „Lögþvinguð sam- vinna“ í Mbl. 9. þ. m. er svo að sjá, sem blaðið telji að sáttasemj- arínn, Bjöm Þórðarson lögmaður, hafi litla eða enga vinnu lagt í miðlunartillögur sínar, af því að hann hafi ekki rannsakað hag og rekstur allra félaganna. Tillög- urnar bera sjálfar með sér hversu þetta er ómakleg ásökun. En rannsókn á rekstri togaranna mun ekki vera áhlaupaverk fyrir einn mann, enda óséð hversu greiður aðgangur yrði að slíkri rannsókn. Má vera að það komi í ljós og að jafnframt fáist hald- betri vitneskja um þetta efni en fullyrðingar sjálfra útgerðar- manna. Nú er biðlað til bænda. Frá báðum hliðum í vinnudeil- unni koma fram broslegar til- raunir að öðlast samúð bænda. Mbl. segir: Ef kaupið hækkar á togurunum hækkar jafnframt annað kaup og bændum verður ókleift að halda kaupafólk. Al- þýðubl. segir: Ef hásetar á tog- urum fá ekki kauphækkun, verð- ur þeim ókleift að kaupa kjöt og smjör og skyr frá bændunum! Sérstaklega ættu síðamefnd rök að reynast haldgóð! Verður nú úr vöndu að ráða fyrir bændur í nágrenni Reykj avíkur, hvom kostinn þeir vilja taka. stalli. Grískan hefir svo sem ann- arsstaðar orðið harðar úti, og latínan á meir og meir í vök að verjast. Fyrir útlendinga, sem kynnast þessum sérkennilegu mentaskól- um, er ekki mikið framúrskar- andi að því er snertir kensluna, nema ef vera skyldi hve bekkir eru oft litlir og kennarar margii'. Þannig voru 1 Rogby fimm söng- og spilakennarar, og heilt hús með einstökum smáherbei'gjum, þar sem eitt hljóðfæri var í liverju fyrir nemendur er fá vildu æfingu í einhverri vissri grein hljóðfærasláttar. Það sem er eftirtektarverðast. í skólum þessum er heimihslífið og heim- ilisbragurínn, fyrst og fremst það hve nemendum þykir vænt um skólann. Má sjá þess fjölmörg dæmi. Gamlir nemendur gefa oft stórfé til skóla þess er þeir hafa verið í. Þannig höfðu gamlir Hai-row-sveinar keypt landflæmi mikið, sem lá í átt að London, og sem víst var að myndi byggjast upp að skólanum, ef ekki var að gert. Fjölmargar einstakar bygg- ingar í skólum þessum voru bygð- ar fyrir gjafir frá gömlum nem- endum, eða af foreldrum, sem átt höfðu þar sonu, er dáið höfðu ungir. Voru byggingamar þá reistar til minningar um þá dánu. Þá er það gamall siður í skólum þessum, að nemendur hafa rist nafn sitt í eikarþiljur í Fréttir. Tryggvi pórhallsson forsætisráð- lierra hefir gerst æfifélagi i íþrótta- sambandi íslands. Er hann só 67 í röðinni. Björg Sigurðardóttir matreiðslu- kona efnir um þessar mundir til matreiðslunámsskeiðs ó Njálsgötu 82 hér í bænum og heíst það næst- komandi mánudag. Verður þar kend tilreíðsla og framreiðsla margskonar síldarrétta. Hefir Björg dvalið erlend- is 5 ár og lært vel til sinnar mentar. En síðan í fyrrahaust hefir hún haldið námsskeið á ýmsum stöðum sunnan lands, vestan lands og norð- an. Mestur hefir verið áhuginn á ísa- firði. þar sóttu yfir 100 konur náms- skeið Bjargar. Víða annarsstaðar hef- ir og áhugi verið mikill. Nýtur kenslukonan nokkurs styrks frá Fiskifélaginu og Búnaðarfélaginu tii ferðalaga sinna. Ennfremur hefir bæjarsjóður Rvíkur veitt henni lítils- háttar styrk. — Að loknu námsskeið- inu hér i lok þ. m. mun hún fara landveg norður á Hvammstanga og halda námsskeið á ýmsum stöðum norðan laríds. Hefir hún og í hyggju að gefa konum í sveitum þeim, er hún fer um, kost á stuttum náms- skeiðum. — Á fimtudagskvöldið bauð Björg nokkrum mönnum til borðs með sér. Voru þar framreiddir 10 réttir síldar; 5 heitir og 5 kaldir. Luku allir upp einum munni um það, að réttirnir væru allir góðir en sumir ágætir og mjög við hæfi al- þýðu. Dylst Tímanum eigi, hvílík framför það væru, ef Íslendingar tækju upp til verulegra drátta neytslu jafnódýrrar og góðrar fæðu, sem síldin er. Er allmiklu kostandi til þess að koma slíku til leiðar. Skólamál Austanfjalls. Fyrir jól hélt sýslunefnd Rangæinga fund um skólamálið. Feld var með 4:2 atkv. tillaga um að styrkja Laugarvatns- skólann, en með 5:2 atkv. að styðjd Árbæjarskóla. En samþykt var að safna 5 þús. í skólasjóð. Björgvin sýslumaður vill stofna skóla á Stór- ólfshvoli og samþykti sýslunefnd að biðja þingið að gera heimildarlög um þegnskaparvinnu í þessu sam- bandi. Með þessum fundi virðist Ár- bæjarskólinn vera úr sögunni, þar sem Rangæingar vilja enn síður styrkja hann en skóla í Árnessýslu. — Nokkru síðar héldu ungmennafé- lögin Austanfjalls fund um skóia- málið við þjórsárbrú. Sjóður félag- anna í þvi skyni var um 1200 kr. og dálitið í öðrum eignum. Samþykt var að láta Laugarvatnsskólann fá 1000 kr. en fresta frekari aðgerðum þar til sæist hversu sýslumanni Rangæinga reiðir af með sína hug- mynd. borðsölum eða kenslustofum. I Harrow mátti sjá nafn Byrons, í Eton nöfnin Wellington, Glad- stone, Chatham, Shelley, Gray og- marga fleiri er heimsfrægð hafa hlotið, en verið nemendur í skólum þessum. I Rogby var sam- komusalur einn fagur, og fékk hver nemandi, um leið og hann útskrífaðist, leyfi til að gefa þangað stól, með nafni sínu ristu á stólbakið. I öllum þessum þrem skólum voru minningarkapellur nýreistar til minningar um náms- menn er fallið höfðu í stríðinu mikla. Höfðu foreldrar og frænd- ar lagt fram fé í þessar bygg- ingar. Eru nöfn hinna dánu rituð með gullnum stöfum á marmara- töflur. Svo mjög var kveðinn hannur að mörgum, að jafn- margir höfðu fallið úr hverjum þessum skóla og þangað komu margir nýsveinar á 7 árum. I bogagöngum og steinhvelfingum Etonskóla voi*u auk þess víða minningarspjöld um gamla nem- endur, oftast þá sem fallið höfðu landvinningastyrjöldum Breta. I borðsölum þessara heimavist- arskóla hanga venjulega málverk af gömlum, frægum lærisveinum. fbúðir námssveina eru margs- /conar. Stundum sofa margir í einskonar langa lofti, en hafa hver um sig lítið og smekklegt lestrarherbergi, búið þægilegum húsgögnum. Oftast er einn maður í herbergi, en stundum fleiri. Gjaflr til Laugarvatnsskóla. Ólafur Lárusson læknir í Vestm.eyjum hefir gefið skólanum vandaðan smásjá, en Gísli Johnson ræðismaður Breta i Vestmannaeyjum einkar vandað út- varpsmóttökutæki. Friðbjöm Aðal- steinsson lofssk'eytastjóri setti „radio" þetta niður nú í vikunni og heyrðu nemendur þegar fyrsta daginn ræð- ur og hljóðfæraslátt frá Danmörku, Englandi, Frakklandi, þýskalandi, Póllandi, Svíþjóð og Noregi. Kennar- ar skólans munu hafa fullan hug á að nota tæki þetta við tungumála- kensluna, og mun síðar skýrt frá árangri í þeim efnum hér 1 blaðinu. Jón Árnason framkvæmdarstj. hefir verið settur formaður í bankaráði Landsbankans i stað Sigurðar Briem. Átti Jón áður sæti í bankaráðinu og tekur þar við varamaður hans Metú- salem Stefánsson búnaðarmálastjóri. Hrastaréttarritarl hefir verið valinn Sigfús M. Johnsen fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu í stað Björns þórð- arsonar, sem nú er tékinn við lög- mannsembættinu i Rvík. Skattstjóri í stað Einars Arnórsson- ar, sem sagði starfinu lausu, er nú settur Helgi P. Briem hagfræðingur. Binmunatíð er nú um alt land. Rakin sunnan og suðaustanátt og frostleysur viku eftir viku, enda al- auð jörð. Finnur Sigmundsson frá Ytra-Hóli í Eyjafírði, sá er ritað hefir greinina Rímur í 2. tbl. Tímans, lauk meist- araprófi í íslenskum fræðum hér við háskólann í desember síðastl. Var aðalprófritgerð hans „Um rímnakveð- skap á 17. öld". Eldur varð laus í bænum á Laug- arvatni í Laugardal fyrir skömmu síðan. Varð það með þeim hætti að. uppi á lofti i framhýsi á bænum kviknaði í súð frá lampa. — En f sambandi við vatnsleiðslu í skóian- um hafði og verið leitt vatn í bæinn. Með því að kostur var nógu margra manna, en kyrt veður var á og vatn við hendina, tókst að slökkva eldinn áður en hann hafði gert mikinn usla. Influensa og mislingar hafa gengið víða um land siðastl. haust og það sem af er vetri. Er influensan nú rokin af að mestu. Var hún tiltölu- lega væg, en þó til skaða þeim, er veikir voru fyrir. — Mislingamir hafa verið allvíða hér i Reykjavík og grendinni. Munu þeir flakka viða um land. Kveður talsvert að þeim i Húnavatnssýslu. þorlelfur Jónsson póstmeistari í Reykjavík hefir iátið af starfinu nú um áramótin. Hefir hann gegnt póst- störfum hér í bænum óslitið síðan árið 1900 og rækt starf sitt af ár- vekni og trúmensku. — Guðm. Bergs- son póstfulltrúi hefir verið settur til að gegna póstmeistaraembættinu. í Pianosjóð Kristneshœlis: Frá Norðlendingi kr. 10.00. Rúmin falla inn í skáp í veggn- um eða við vegginn, þannig, að herbergin geta verið einkar vist- leg á dagixm, þótt rúmstæði séu þar sýnileg um nætur. Það sem einkennir skóla þessa er ást og virðing nemenda fyrir stofnuninni og fórnfýsi gamalla nemenda fyrir sinn skóla. En þetta stendur aftur í sambandi við það sem skólinn gerir fyrir nemendurna, hið fasta og fjöl- breytta heimilislíf, hinar marg- háttuðu íþróttaiðkanir, hið fagra og göfgandi umhverfi. i Rúm blaðsins leyfir ekki að ! segja frá öðrum skólum, ixmi í ! stórborgunum, með leikvelli utan- ! bæjar og margháttuðum nútíma- | þægindum heimafyrir. Islenslcum kennurum rennur til rifja fá- breytnin og vanrækslan, sem verið hefir erfðafylgja flestra ís- lenskra skóla fram að þessu. Nú í vetur mun verða rætt nokkuð á Alþingi um skipulag héraðsskólanna og mentaskólanna íslensku. Þar mun verða freistað að efna til nokkurra umbóta í því skyni að tengja íslenskan æsku- lýð sterkari andlegum böndum við mentasetur landsins heldur en verið hefir. Ef til vill ber sú tilraun árangur, ef til vill mis- hepnast hún. Og því verður ekki neitað, að örðugleikamir eru býsna miklir í þessu efni hér á Islandi. J. J. i Tréskurðarnámsskeið Tréskurðarnámsskeið var haldið á Eyrarbakka 12.—27. nóvember s. !. og stóð þannig tvær vikur og tveim dögum betur. Námsskeiðið hélt U. M. F. Eyrarbakka, en Ríkarður Jóns- son listamaður stýrðí þvi. Kendi Marteinn Guðmundsson, nemandi hans, íyrri hluta timans, en RíkarÖ- ur síðari hluta. Nemendur vöru 15, 10 aí Eyrarbakka, 1 úr Grímsne^i, 2 úr Hraungerðishreppi, 1 úr Sand- víkurhreppi og 1 af Skeiðum. Var kent 6 stundir daglega, en flestir nemendur unnu mun lengur. Gerðir voru margir hlutir og myndarlegir, allir í íslenskum stíl, svo sem ramm- ar, pappírshnifar, reglustikur, kass- ar, hillufjalir, veggskildir til minn- ingar um þrastaskóg o. fl. Notaðir voru uppdrættir þeir, er heimilisiðn- aðarnefnd U. M. F. í. gaf út í fyrra. það sem þeir ná. Kensla var í alla staði hin besta, og ástundun nem- enda í ágætu lagi. Mun því árangur námsskeiðsins ákjósanlegur, og imií telja það gott spor í áttina til endur- vakningar þjóðlegrar, alþýðlegrar tréskurðarlistar. Skeratun var haldin hér, 24. nóv- ember til ágóða fyrir námsskeiðið. Ríkarður listamaður flutti þar snjalt og ágætt erindi um þjóðlega tré- skurðarlist, skýrði jafnframt hluti þá, er unnir voru á námsskeiðinu, og þarna voru til sýnis. Einnig sagði liann brot úr ferðasögu sinni til Ítalíu. þá skemtu þeir Ríkarður og Sigvaldi Indriðason, er hér var stadd- ur, fólki með kveðskap og söng, mikið og vel. Samkomu þessa sóttu um 200 manns, og sýnir það góðan hug þorpsbúa til námsskeiðsins. í lok námsskeiðsins, þriðjudags- kvöld 27. nóv., bauð U. M. F. E. námsskeiðsfólki ðllu, Ríkarði lista- manni og Sigvalda kvæðamanni á „kvöldvöku" hjá sér. „Kvöldvökur" eru fundir, er U. M. F. E. tíðkar, með sérkennilegu sniði. þykir hlýða að geta þeirra nokkru ger. Félags- menn koma saman í fundahúsinu og verða allir að hafa verkefni nokkurt. Sitja menn svo við vinnu sína alt i kring i húsinu. Iíonur prjóna, sauma, hekla o. fl. Karlar hnýta net, tvinna á snældur, skera í tré o. s. frv. Siðan les einn fyrir alla, sögur, kvæði eða annað, er hlýða þykir. Á miðri vöku er gefið kaffi. Efni í það og brauð með því leggur hver til heiman frá sér, en öllu er steypt saman og nefnd sér um framreiðslu. í vökulok er lesinn húslestur og sálmar sungnir, fyrir og eftir. Spilti það ekki kvöld- vökunni 27. nóv., að hafa þar jafn- góða gesti og þjóðlega og Ríkarð og Sigvalda. Skemtu báðir heimafólki, svo að lengi mun í minnum haft. — Geta má þess, að gestir luku lofsorði á kvöldvökusið U. M. F. E. og töldu hann æskilegan til útbreiðslu. Vil eg svo að lokum, fyrir U. M. F. E., þakka Ríkarði, Marteini og Sigvalda fyrir hingaðkomu þeirra og gagn það og gleði, sem af henni hef- ir leitt, Eyrarbakka, 1. des. 1928. Aðalsteinn Sigmundsson. Árásir á sýslnmann Árnesinga Mbl. hefir hvað eftir annað ráð- ist með staðlausum dylgjum á sýslumann Ámesinga, Það er ómaklegt. Magnús Torfason er al- þektur sem fyrirmyndarsýslumað- ur. Bókhald hands er viðurkent fullkomnast af öllu sýslumanna- og bæjarfógetabókhaldi í landinu. Fjármálaregla hans er einstök, og á vart sinn líka. Dugnaði hans að afgreiða öll erindi fljótt og vel er og hefir verið viðbrugðið. Hann tók fjárhald og bókhald Ámes- inga í mestu niðurlægingu eftir vanhirðingu 10 sýslumanna sem J. M. hafði þar haft, og rétti alt við á stuttum tíma. Þennan mann ofsækir Mbl., af því hann stend- ur vel í stöðu sinni og er sómi stéttar sinnar. Vill Mbl. leggja út í samanburð á embættisfærslu M. T. og Jóh. Jóhannessonar, áður bæjarfógeta í Rvík? Austanvéri. Dánardægur. Nýlega er látinn Bjarni Benediktsson bóndi á Leifs- stöðum í Eyjafirði. Bjarni var mað- ur greindur vel og vinsæil.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.