Tíminn - 02.02.1929, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.02.1929, Blaðsíða 1
©jaíbfcri afer€i&stuma&ur Cimans er Sjj n n d c i g J^orstcinsöóttir, Sambaniistjúsinu, íteyfjaril. Xm. ár. ■ -------------- ■■ . ----------- ■ . 1 Reykjavík, 2. febrúar 1929. iZ^fgcclbsía tE i m a n s er i Sambart&sfjúðlnu. ©pin öaglega 9—12 f. 4* Simi <©6. 7. blaS. Eimskipafélaginu bjargað Meirihluti félagsstjórnarinnar lætur undan síga. I. 1 síðasta blaði Tímans var ítar- lega greint frá málavöxtum í Eimskipafélagsdeilunni. Skulu hér rifjaðir upp helstu drættir: Eftir nokkurra daga þref og samninga- tilraunir var svo komið, að úr^ slitakröfur kyndara og háseta á skipunum námu sem svaraði 21 þús. kr. hækkun á kaupgjalds- fúlgunni. Stjórn Eimskipafélags- ins hafði undir umræðum málsins, látið í veðri vaka, að hún myndi ef til vildi, ekki ófáanleg til þess að ganga inn á einhverskonar kaupgjaldsuppbót, sem svaraði í allra hæsta lagi 10 þús. kr. Virt- ust þá samningar, og þar með siglingar Eimskipafél., stranda á ágreiningi um 11 þús. kr. Eimskipafélag Islands var stofnað fyrir 15 árum síðan með einhuga samtökum allra Islend- inga. Um það hefir og eigi verið neinn ágreiningur, að félagið sé ein megin líftaug sjálfstæðis þjóð- arinnar. Félagið er, nú sem stend- ur, statt í mjög harðri samkepni. Það hefir og á síðustu árum ver- ið að vinna ný siglingasambönd. Stöðvun skipanna um lengri eða skemmri tíma hlaut því að or- saka, ekki einungis stórkostlegan beinan skaða, heldur og alveg ó- metanlegt óbeint tjón, er við- skiftasambönd þess tækju að rofna. Var jafnvel rík ástæða til að ætla, að langvarandi verkfall myndi ríða félaginu að fullu. Þegar hér var komið málinu skarst atvinnumálaráðherrann í leikinn. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, hefir ríkissjóður lagt fram til félagsins, auk hluta- fjár, mikið á aðra miljón kr. frá því er það var stofnað. Á síðast- liðnu ári hefir ríkissjóður lagt fram til félagsins 145 þús. kr. og er gert ráð fyrir jafnháu framlagi á yfirstandandi ári. — Atvinnu- málaráðherrann skildi eigi ein- ungis nauðsyn þjóðarinnar í þessu máli, heldur má óhætt telja, að hann hafi breytt í samræmi við vilja hennar, er hann, upp á yænt- anlegt samþykki næsta þings, bauð fram viðbótarstyrk til Eim- skipafélagsins að upphæð 11 þús. kr., sem svaraði því er á milli bar og Eimskipafélagið tjáði sig ó- fúst og ómegnugt að greiða. Sáttasemjari ríkisins bar síðan fram miðlunartillögu bygða á þessum grundvelli. Eftir allmikl- ar umræður og athugun sýndist meiri hluta félagsstjómarixmar rétt að hafna tillögunni og þar með málamiðlun og tilboði ríkis- stjórnarinnar. Var nú ekki ann- að sýnt, en að þeir menn, er hér réðu úrslitum, væru alráðnir í því, að taka hverju sem að hönd- um bæri, jafnvel algerðu hruni félagsins, heldur en að slaka til í neinu!*) Við þessi úrslit sló miklum ó- hug á alla. Má óhætt telja, að andúðaralda sú, sem reis gegn þessum ráðum, hafi skotið meiri *) Sbr. og ummæli sjálfrar félags- stjómarinnar: „þá sé alt annað betra, en að láta félagið smáveslast upp“. hluta félagsstjómarinnar skelk í bringu. Enda fóru svo leikar, að eftir fjögurra daga bið sáu þeir, er fyrir þessu réðu, sig um hönd og gengu að miðlunartillögu sátta- semjara nálega óbreyttri. Vaið það að samkomulagi, að auk framlagsins úr ríkissjóði, legði Eimskipafélagið fram til kaup- uppbótar sem svaraði 9000 kr. Hinsvegar lagði meiri hluti fé- lagsstjómarinnar áherslu á það, að ríkissjóðsframlagið væri fé- laginu óviðkomandi að öðra en því, að félagið tæki að sér að t:t- borga kaupuppbótina eftir þar til fengnum tillögum. Þessi varnagli meiri hluta fé- lagsstjómarinnar er vitanlega sleginn í þágu togaraútgerðar- manna. I orði kveðnu er svo látið heita, að félagið gangi ekki inn á kaupgjaldshækkun, sem nemur þessum 11 þúsund kr. En í aug- um alls þorra manna, er hér að- eins um að ræða formsatriði og ekki veigamikið. Ríkisstjórnin hefir, í raun réttri, lagt fram við- bótarfjárveitingu til tryggingar því, að Eimskipafélag Islands geti haldið áfram að starfa af fullum mætti. Skiftir eigi miklu, fyrir sjónum almennings, eftir hvaða reglum slíku fé er varið til styrktar félaginu eða til trygg- ingar óhindraðri starfsemi þess. Án alls efa mun allur þorri landsmanna, af öllum flokkum, kunna atvinnumálaráðherranum miklar þakkir fyrir það, að hon- um hefir, með íhlutun um þetta mál, tekist að bægja frá um stundarsakir einhverri hinni al- varlegustu þjóðarógæfu sem hugsast gæti: Stórkostlegri löm-, un eða jafnvel algerðu þroti Eim- skipafélags íslands. Að vísu er hér um bráðabirgðarúrræði að ræða og sannkallað neyðarúrræði, sem ekki getur orðið að fordæmi. En með því er svigrúm gefið þingi og þjóð, til þess að taka þetta velferðarmál allrar þjóðar- innar til rækilegrar meðferðar og úrlausnar. II. í Út af aðfinslum Tímans í garð meirihluta félagsstjórnariimar birti Mbl. 27. þ. m. svohljóðandi feitletraða fyrirsögn: ,,„Tíminn“ ræðst á Eimskipafélagið“. Þessi fyrirsögn er mjög táknandi um afstöðu félagsstjómarinnar gagn- vart félaginu og öllum almenn- ingi. 1 meðvitund þeirra Claes- sens, Garðars, Hallgríms og Jóns Þorl. eru þeir sjálfir Eimskipafé- lagið! Með einhuga samtökum og í skjóh samtaka- og andvaraleys- is hluthafa um alt land,.hafa þeir skorðað sig fasta í félagsstjórn- inni frá ári til árs og trygt sér þar algert einræði. En nú er það mjög fjarri marki skotið, að telja aðfinslur í garð þessara stjórn- enda félagsins árás á félagið sjálft. Hefir þessum mönnum orðið margt og mikið á, sem ranglátt væri að telja félaginu sjálfu til vanvirðu. Sumir þessara manna eru uppvísir að því, að hafa reynt að svíkjast að baki Is- lendinga í Vesturheimi og kaupa upp hluti þeirra. Var sú flugu- menska til svívirðingar þeim, er fyrir stóðu. Islendingar vestan hafs lögðu fram stórfé til stofn- unar Eimskipafélaginu af ein- skærri ættjarðarást og fómfýsi. Voru þeir og annars fremur mak- legir, en að við þá væri setið á svikráðum. — Þeir Garðar, Hall- Sundhöllin í Reytjayík Hér birtist teikning sú, sem Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins hefir gert af væntan- legri sundhöll í Reykjavík. Sundhöllin á að standa í iSkólavörðuholtinu norðanverðu, þar sem mætast Barónsstígur og Bergþórugata. Hún verður um 50 metrar að lengd og 22 m. á breidd, en með álmunni, sem sjólaugin verður í, er breiddin 39 metrar. Laugamar verða þrjár eins og sést á myndinni, sjór í einni en volgt vatn í tveim. Volgu laugarnar eru til samans 33 m. á lengd og er hægt að gera úr þeim eina laug, ef á þarf að halda. Er önnur þeirra, sú minni, ætluð til sundkenslu, en hin er handa þeim, sem syndir eru. Kenslulaugin verður 1—li/2 m. djúp en sund- laugin alt að 3y2 m. Sjólaugin er ætluð bæði syndu og ósyndu fólki og því misdjúp, 1,30—3,10 m. I húsinu verða 48 fataklefar handa fullorðnu fólki og 15 handa bömum. Sólböð verða sunn- an á þaki hússins. — Heita vatnið verður tekið úr laugunum innan við bæinn og notað til að hita upp nokkur opinber stórhýsi, áður en það rennur í sundhöllina. Verður jarðhitinn þannig notaður til hins ítrasta. — Jónas Jónsson núv. dómsmálaráðherra flutti tyrst frv. um sundhöllina á Al- þirigi árið 1923. Átti hugmyndin þá erfitt uppdráttar. En nú hugsar æskulýður höfuðstaðarins og sá fjöldi námsfólks, sem hingað sækir skóla á vetram til hennar með fögnuði. Þegar sundhöllin er komin upp, eigum við Islendingar einhvem ágætasta baðstað í heimi og höfum stigið stórt spor til að efla hina hollu sundíþrótt og líkamlega hreysti í landinu. .---------í—------------- grímur og Jón Þorl. hafa gengið mjög fram hjá Eimskipafélaginu um vöruflutninga og urðu þeir Hallgr. og Jón uppvísir að því síð- astliðið vor, að halda uppi beinni samkepni við félagið um vöru- flutninga frá Hamborg. — Þá hvílir og á herðum þessara manna þung sök í sambandi við byggingu Eimskipafélagshússins. Yfirlæti það og óframsýni, sem stjómaði þeirri ráðstöfun, batt starfsfé félagsins og lamaði láns- traust þess til stórra muna. Mun það hafa kipt mjög úr vexti þess þegar í bamdómi. — Enn má benda á það, að þessir menn virt- ust þess albúnir að láta kylfu ráða kasti um örlög félagsins í nýlegri deilu, til þess að geta staðið við hlið pólitískra sam- herja í atvinnudeilu á togurunum. — Verður að þessu sinni látið nægja að benda lauslega á allar þessar ávirðingar meiri hluta fé- lagsstjómarinnar. En rök þessara mála liggja fyrir ljós og tiltæki- leg, þegar framtíðarskipun í siglingamálum Islendinga verður tekin til rækilegri og viturlegri meðferðar, heldur en enn hefir gert verið. Utan úr heimi. Um ítölsku pólförina. Tíminn hefir áður skýrt laus- lega frá ferð ítalska lóftskipsins „Italía“ til norðurheimskautsins síðastl. sumar og slysum þeim, sem af henni hlutust. Nýlega er komin út bók, sem gefur nokkuð glögga hugmynd um þessa raunalegu atburði. Meg- inhluti bókarinnar er ritaður af tveim sænskum mönnum: Lind- berg flugmanni, sem fyrstum tókst að lenda á ísnum og bjarg- aði Nobile, og blaðamanni er Stubbendorf heitir. Stubbendorf ferðaðist norður til Spitsbergen, meðan á björgunartilraununum . stóð og veit því vel, hversu þeim var hagað. I för með Nobile var háskóla- kennari nokkur frá Tékko- Slovakíu. Hann var einn þeirra, sem af komu$t. Átti Stubbendorf tal við hann, og fjekk hjá hon- um all nákvæma skýrslu um ferð- ina og með hverjum hætti loft- skipið hefði farist. Er sú frásögn eitt hið merkasta í bókinni. Af frásögninni sést, að ferðin norður yfir Evrópu til Spitsbergen hefir ekki gengið skrykkjalaust. Loftskipið þoldi illa storma og bilaði hvað eftir annað. Á leiðinni frá Stokkhólmi norður eftir hrepti það náttmyrkur og hrakt- ist þá út yfir Helsingjabotn og alla leið austur yfir Finnland. Það virðist koma berlega fram, að Nobile hafi hraðað för sinni frá Spitsbergen alt of mikið. Loft- skipið hafði orðið fyrir ýmsum skráveifum á leiðinni þangað. Þurfti það því mikilla aðgerða, en þeim var hraðað áf í mesta flaustri. Ástæðan til þess, að Nobile vildi hafa svo hraðan á, var sú, að hann hafði ásett sér, líklega samkvæmt skipun ítölsku stjórnarinnar, að komast á heim- skautið sama mánaðardag sem Italir gengu inn í heimsstyrjöld- ina. Er sá dagur mjög hátíðlegur með Fascistum. Ferðin norður til heimskauts- ins gekk slysalítið. Þegar þangað kom var staðnæmst og varpað niður ítalska fánanum. Gramó- fónn var látinn kyrja þjóðsöng Fascista. Láta margir sér fátt um finnast þá athöfn. I ráði hafði V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.