Tíminn - 02.02.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.02.1929, Blaðsíða 2
24 TlMINN veríð að láta 3 menn síga niður á ísinn, en sökum þess, að veður var ókyrt, var hætt við það áform. Því næst var snúið suður á bóg-- inn aftur, heim á leið. Eru fullar líkur til, að för sú hefði gengið slysalaust, ef flogið hefði verið beint til Spitsbergen. En svo var eigi. Klukkutímum saman sveim- aði loftskipið yfir íshafinu í leit nýrra landa. Engan árangur bar sú leit. En töfin, sem af henni hlaust, er eitt af því, sem Nobile hefir verið legið þyngst á hálsi fyrir. Þrátt fyrir þessa miklu töf, munaði litlu að „Ítalía" kæmist heil í höfn. Slysið varð fáum kíló- metrum norðan við Spitsbergen. Þessvegna héldu Malmgren og fé- i lagar hans, að þeir myndu kom- ! ast til lands fótgangandi. Fyrstu dagana sem skipbrots- mennimir voru á ísnum náðist eigi loftskeytasamband við ur.i- heiminn. Þá var það, að þeir Malmgren ákváðu að reyna að ná til lands. Háskólakennarinn tékkneski segir, að sú tilraun hafi verið gerð með góðu sam- komulagi allra hlutaðeigenda. Lindberg flugmaður fór tvær ferðir norður á ísinn. I fyrri för- inni hafði hann Nobile með sér ti! baka. 1 þeirri síðari strandaði hann á ísnum. Flugvélin ónýttist og Lindberg teptist á ísnum í hálfan mánuð. I bókinni lýsir hann dvöl sinni meðal skipbrots- mannanna og lífi þeirra á ísnum. Ber hann þeim öllum vel sögu og rómar karlmensku þeirra og þrautseigju. Vill hann engum ásökunum trúa í þeirra garð. Nobile hefir verið ámælt fyrir það, að honum var bjargað fyrst- um skipbrotsmanna. Lindberg ber af honum ámælið. Segist sjálfur hafa ráðið, hver fyrstur var tekinn, en Nobile hafi ætlað sér að verða síðastur. Lýsing hans af Nobile er yfirleitt vin- gjamleg. Eftir að Nobile bjargaðist af ísnum, og þangað til menn hans voru frelsaðir, hafðist hann við á ítölsku herskipi, sem lá við norð- urströnd Noregs. Þar hafði Stubbendorf tal af honum. Eftir frásögn hans að dæma hefir No- bile verið nokkurskonar fangi á þessu skipi og foringja þess boð- ið af ítölsku stjóminni að hafa gætur á, að hann segði óviðkom- andi mönnum sem fæst um ferð- ina. Stubbendorf lýsir Nobile sem framagjömu en ístöðulitlu góð- menni. Það voru Rússar, sem drýgstir reyndust í björgunarstarfinu. Rússneski ísbrjóturinn Krassin bjargaði öllum þeim, sem af komust nema Nobile einum. Þeg- ar þess er gætt hverju ógrynni fjár og liðsafla var varið til að bjarga lífi þessara fáu manna, verður eigi varist þeirri hugsun, að hér hafi verið um éinskonar sýningu að ræða. Opinber stjórn- arvöld áttu víðast hlut að máli um að gera út hj álparleiðangr- ana. Um það virðast hafa verið átök milli eigi allfárra ríkja, hvert þeirra gæti leyst af hendi mest þrekvirki. Átakanlegasta dæmið um þetta er það, er ítalska stjómin bannaði Norð- mönnum að hefja leitina, fyr en hún sjálf væri tilbúin- til þess. Auðvitað höfðu Norðmenn bann þetta að engu. Og þyngsta fórn- ina færðu þeir að lyktum, er þeir létu sjálfan Amundsen. En kapp- ið um frægðina, sem því miður vý'ðist mestu ráða um hinar sannnefndu forsendingar til heimsskautalandanna, varpar tóm- leika yfir hreystiverkin, sem þar hafa verið unnin. X. Yfiriýsing JJt af ummælum í „Morgun- blaðinu" 27. f. m. staðfesti eg hér- með ummæli þau, sem höfð eru eftir mér í síðasta tölublaði „Tím- ans“, að eg skoði mig sem full- trúa í stjórn Eimskipafélags Is- lands fyrir hlutafjáreign ríkis- sjóðs aðeins, en ekki sem fulltrúa ríkisstjórnarinnar að öðru leyti. Reykjavík, 1. febr. 1929. Jón Árnason. Á víðavangi. Bæjarfógetamálið og Mbl. Út af grein Mbl. 27. jan. síð- astliðinn um réttarrannsóknina á embættisfærslu Jóh. Jóh. fyrver- andi bæjarfógeta, skal þetta tekið fram: 1. Mbl. fullyrðir að með- ferð bæjarfógetans á fé dánar- og þrotabúa hafi verið „alveg sú sama og viðhöfð hefir verið í öll- um öðrum kaupstöðum landsins". Þar með staðhæfir blaðið, að all- ir bæjarfógetar landsins hafi dregið sér vexti af fé erfingja og skuldheimtumanna! Ekki þykist Tíminn hafa aðstöðu til þess að taka upp hanskann fyrir alla þá menn, sem hér eru sökum bornir. Hinsvegar telur blaðið líklegt, að hér sé um ofurmæli að ræða, enda fylgja engin rök af blaðsins hálfu. 2. Mbl. telur Tímann skýra rangt frá, þar sem hann sagði, að engin embættisskoðun hefði farið fram í embættistíð Jóh. Jóh. Mun þó verða talið rétt frá skýrt um þetta atriði. Tíminn gat að vísu um kákrannsókn þá, er fram fór síðustu mánuði árs- ins 1926, en sem varð algerlega ófullnægjandi, vegna þess, að mennimir, sem höfðu rannsókn- ina með höndum, voru stöðvaðir í verki í miðju kafi. Liggja og ekki fyrir í stjómarráðinu nein- ar skýrslur eða greinargerðir um þessa embættisskoðun. — Telur Tíminn ástæðulaust og óviðeig- andi að ganga nánar inn á atriði málsins, meðan það er undir rétt- arrannsókn. Mun og þeim, er hér eiga hlut að máli, hollast að Mbl. ræði sem fæst um það. — Verða gögn málsins væntanlega birt al- menningi síðar, eins og gögn ann- ara þeirra mála, sem valdið hafa ágreiningi og umræðum. Vatnamál Rangæinga. Eins og lesendum blaðsins mun kunnugt var á síðastliðnu hausti haldinn fundur að Grjótá í Fljóts-. hlíð, til þess að ræða um vamir gegn ágangi vatnanna í Rangár- vallasýslu og hugsanlegar leiðir til þess að fella vötnin í fjötra. Var síðan stofnað félag til þess að beitast fyrir framkvæmdum í þessa átt. Standa þar fyrir nokkr- ir af helstu áhugamönnum í hér- aðinu. — Nú hefir Geir Zoega vegamálastjóri landsins verið sendur að tilhlutun ríkisstjórnar, til Þýskalands, til þess að athuga rensli jökulvatna úr Alpafjöllum og kynnast þeim aðferðum, sem þar kann að vera beitt, til þess að hefta spellvirki af völdum þeirra. Ennfremur hefir verið ákveðið, að senda verkfræðing austur í Rangárvallasýslu jafn- skjótt og ísa kann að leggja á vötnin að meira eða minna leyti til þess að gera nauðsynlegar at- huganir. „Utandyra þægindi“. í lýsingunni á sæluhúsi Ihalds- manna á hafnarbakkanum getur Morgunblaðið þess, að húsinu fylgi m. a. nokkur „utandyra þæg- indi“. Ekki eru menn á eitt sáttir um, hvað Valtýr muni eiga við með þessu, og hefir ekki borist nein skýring á því frá blaðinu eða forráðamönnum Ihaldsflokksins. Nú hefir sumum komið til hugar, að þessi orð gæti verið hentug til að tákna aðstöðu Mbl. sjálfs til 1 sæluhússins og aðstandenda þess. Eins og kunnugt er, hefir Mbl., þrátt fyrir dygga þjónustu, verið lítils metið af samherjum sínum og tæplega þótt húshæft, við. hlið- ina á blaði því, sem miðstjóm I- | haldsmanna gefur út. Kemur lítil ■ mannúð fram í slíkri aðbúð af hálfu miðstj órnarinnar, og ætti i Mbl. eitthvað betra skilið af henni. Þykir rétt að skjóta því til Ólafs Thors og Jóns Þorláksson- ar, hvort þeir mundu hafa nokk- uð á móti því, að Morgunblaðið yrði eftirleiðis talið til „utandyra þæginda“ í Ihaldsflokknum. X. Sæluhússvígslan. Sæluhússvígslan síðastliðinn sunnudag fór mjög hátíðlega fram, eftir því sem Mbl. segir. ' Fyrst var sungið: Ó, guð vors i lands. Þá talaði Ólafur Thors og í sagði, að framtíð Ihaldsflokksins væri undir því komin, hvort J. J. ráðherra kæmist á þing við næstu kosningar. Ef ekki tækist að fella Andsvar til Jóns Kjartanssonar. I 66. tbl. ísafoldar birtist löng ritsmíð eftir Jón Kjartansson rit- stjóra. Þar reynir hann enn að „klóra í bakkann“ með sínum al- kunna rithætti. Þó eg hafi margt annað þarf- ara að vinna en svara þessum þvættingi J. Kj., þá ætla eg samt að gera honum ofurlítil skil að þessu sinni. J.Kj. telur að eg hafi vandlega sneitt fram hjá rökum í svari mínu til hans í Tímanum 24. nóv. f. á. Dómur hans um það er met- inn og léttvægur fundinn. Um það dæma aðrir en J. Kj. hvorum megin rökin vanta. 1. Nú verður J. Kj. mjög tíð- rætt um Ásvatnsbrú, en gengur framhjá Ásakvíslum, sem þó eru aðallinn af því sem um er deilt á þessum vegarkafla. Hann segir í sinni fyrri ritsmíð: „Ef L. H. hefði ekki haft þau völd sem hann nú hefir, þar sem hann er þing- maður kjördæmisins, mundi nú vera fengnar fullkomnar brýr á Ásavatn og Ásakvíslar“.*) I svari mínu í Tímanum mælt- ist eg til þess, að J. Kj. færði rök að þessum fullyrðingum. Rökin verða þau, að Ásakvíslar detta úr sögunni og svo skýrir hann frá, að á fjárlögunum 1928 séu 190 þús. kr. ætlaðar til brúargerða í öllu landinu og vitnar svo í fram- söguræðu Þ. J. framsögum. fjár- veitinganefndar n. d., en þar er ekkert að finna nema það að gert *) Leturbreytingin mín. L. H. er ráð fyrir brú á Ásavatn, sem áætluð er 20 þús. kr. Brýr á Ása- kvíslar eru þar hvergi ráðgerðar en sem J. Kj. dirfist þó að segja að hefðu komið og væru nú komn- ar ef eg hefði ekki spilt því. Rök- in vanta enn, sem von er til, þvi J. Kj. skrifar þetta vísvitandi á móti betri vitund. Brú yfir Ásavatn hefir nú stað- ið allmörg ár, en er nú orðin svo hrörleg að nauðsynlegt er að end- urbyggja hana hið fyrsta og hefir það altaf verið talið sjálfsagt að endurbyggja þá brú. J. Kj. veit að það er sitthvað þessi eina litla brú yfir Ásavatn, eða brýr yfir allar Ásakvíslar, á núverandi þjóðvegi. En hann skrifar svo sem hann viti ekki deili á þessu. Stífl- ur þær sem einu sinni voru ráð- gerðar hefði lítið eða máske ekk- ert dregið úr kostnaðinum að brúa allar Ásakvíslar á syðri leið- inni, því þó vatnið hefði máske minkað eitthvað í sumum kvíslun- um, þá hefði það orðið til þess að þær hefðu spilst fyr af frost- um en ella og oft ekki minna en áður, svo eg býst við að brýrn- ar hefðu þurft að verða nokkuð langar og öflugar, ef þær hefðu átt að verða fullnægjandi. Nú vill svo vel til að nokkru fyrir ofan núverandi þjóðveg renna því sem næst allar Ásakvísl, ar og Ásavatn í einu lagi. Þar er ágætt brúarstæði yfir vatnsfall þetta. (Vegamálastjóri áætlar að brúin muni kosta kr. 17000.00). Eg og margir aðrir kunnugir menn álítum sjálfsagt að flytja þjóðveginn þama ofurlítið til, svo hægt verði að notfæra sér þetta ákjósanlega brúarstæði. Vegamálastjórinn hefir komist á þessa sömu skoðun eftir að hafa athugað þetta nýja vegar- og I brúarstæði og lagt til að færa I þjóðveginn á þessum kafla J. Kj. | og fleiri hans líkar hamast mjög ! gegn því, að þjóðvegurinn verði I færður, þrátt fyrir það, þó áætl- ! anir vegamálastjóra sýni, að efri : leiðin verði 30 þús kr. ódýrari fyrir ríkissjóðinn, þó endurbygg- ing Ásavatnsbrúar hjá Ásum sé tekin með og auk þess verður efri leiðin tryggari og betri að dómi allra óvilhallra manná. J. Kj. seg- ir að eg heimti „að þjóðvegurinn verði fluttur iangt úr leið“*). All- ir kunnugir menn vita hve þetta eru mikil ósannindi, en gagnvart ókunnugum er nauðsynlegt að skýra frá hinu rétta. Vegalengdin á núvarandi þjóðvegarkafla vest- ast úr Skafáreldahrauni og vestur fyrir Tungufljót er altaf talin tveggja klukkustunda lestagang- ur — 10 km. Til samanburðar skal skýrt hér frá hve efri leiðin verð- ur löng samkv. mælingu vega- málastjóra. Hann segir í bréfi til atvinnumálaráðuneytisins dags. 28. mars 1928, að vegalengdin úr hraunbrúninni frá núverandi þjóð- vegi, að hinu nýja brúarstæði í Stórahvammi sé 4 km. og vega- lengdin þaðan að tilvonandi brú á Tungufljóti sé 4,3 km., svo sam- tals er þessi vegarkafli 8,3 km. Auk þessa ber að athuga, að brú- arstæðið á Tungufljóti, sem verð- ur brúað á næstunni, er töluvert fyrir ofan núverandi þjóðveg, svo ekki myndi syðri leiðin styttas' við þann krókinn. Að þessu at- huguðu er augljóst, að efri leiðin verður síst lengri. Þetta kallar J. *) Leturbreytingin mín. L. H. Kj. samt, að flytja þjóðveginn langt úr leið. Allir sjá að mis- munurinn á vegalengdum þessum er smávægilegt aukaatriði, en sem nauðsynlegt var að minnast hér á, til að hnekkja hinni röngu frá- sögn J. Kj. Aðalatriðið er að fá Ásakvíslar brúaðar á sem örugg- astan og bestan hátt, og sem vissulega fæst með þessari litlu, sjálfsögðu tilfærslu á þjóðvegin- um. Ef J. Kj. er umhugað að vita hversvegna Ásavatnsbrúin var ekki endurbygð s. 1. sumar, þá ætti honum að vera innan handar að spyrja vegamálastjóra um það. Ekki trúi eg því að óreyndu, að hann beri það, að eg hafi staðið í vegi fyrir því, að þessi brú yrði endurbygð s. 1. sumar. Það gæti hann ekki. 2. Eg get vel trúað að J. Kj. séu viðskifti okkar á fundunum fyrir síðustu kosningar í fersku minni viðvíkjandi símalínunni hér sunnan lands, og að' hann láti vera að rifja þau upp. Það er hon- um vorkunnarmál. 3. Enn er J. Kj. að klifa á, að ferðum Skaftfellings sé e'kki hag- að serrl vera ætti, vegna „almenn- ings“. Hvaða menn skyldu hafa tjáð J. Kj. að vamingur hafi leg- ið á afgreiðslunni í Vík frá því í ágúst þar til í október? Þetta gæti vel átt sér stað ef svo viðr- aði að leiði gæfist ekki, en s. 1. sumar man eg að Skaftfellingur fór seint í sept. frá Vík til Reykjavíkur, og veit eg ekki til að nokkuð hafi þá oi'ðið eftir af því sem fyrir var á afgr. Auk þess voru þéttar ferðir frá Vík til Vestmannaeyja framan af slátur- tíðinni. Þessari lokaleysu er óþarft hann frá kosningu, væri Ihalds- flokkurinn „búinn að vera“. Er sagt, að íhaldsmenn séu nú mjög smeykir við J. J. og þori þeir helst ekkert að hafa um hönd nema sálma og annað gott orð á fundum sínum í sæluhúsinu. X. Valtýr talar við sjálfan sig. Morgunblaðið 27. jan. 1929: „I dag koma félagsmenn Varðar í fyrsta sinni saman í hinu nýja húsi við Kalkofnsveg. Má vænta þess, að þar verði hvert sæti skipað og í dag hefjist nýtt tíma- bil í sögu Varðarfélagsins. Að með tímanum, þegar litið verður yfir sögu félagsins og starfsemi íhaldsflokksins hér, þá heyrist oft sagt á þessa leið: En eftir þ. 27. jan. 1929 breyttist alt til batnaðar. Þá var komið upp Varðarhúsið, og upp frá því rann upp nýtt og blóm- legt tímabil fyrir Varðarfélagið". Ó, þú heilaga einfeldni! X. Frá Laugaskóla. Steingrímur læknir Matthíasson á Akureyri lætur sér jafnan mjög umhugað um allar þjóðframfarir. Héit hann nýlega fyrirlestur við alþýðuskólann á Laugum nyrðra og skrifaði úr því ferðalagi ein- um af kunningjum sínum hér svo- látandi ummæli um skólann: „.... Eg liafði einstaklega gaman af að sjá Laugaskóla. petta er orðin mesti myndarlýðskóli, tráust og lag- lega bygging, kennaraliðið gott og alt með prýði, en ekki sist hitunin með laugarvatninu og sundlaugin i kjall- aranum. Mjög þótti mór geðfelt að sjá, að nemendurnir læra þarna margskonar hannyrðir, föndur og smíðar. Allir innanhússmunir eru meira og minna þeirra handaverk undir handleiðslu góðs smiðakenn- ara, þórhails Björnssonar — rúmin, skáparnir, stólarnir, borðin og margt annað ,i herbergjunum hafa' þeir smíðað. Alt snoturlega gert eins ög æfðir smiðir hefðu verið að verki. Mörg herbergi eru þiljuð og máluð og dúklögð af piltunum og margs- konar myndir á veggjunum, útskornir munir og myndir teiknaðar og mál- aðar af piltum og stúlkum. Ábreiður, gluggatjöld, dúkar og fatnaður er stúlknanna handaverk, og piltar hjálpa stúlkunum við alla þvotta, og að svara hér meira, eg visa þar tii míns fyrra svars, sem alt er óhrakið af J. Kj. Hann stendur hér sem annarsstaðar berskjald- aður með ósannindavaðal sinn. 4. Eg hika ekki við að endur- taka hér að ekkert nýmæli gerðist þegar Eimskipafélagið var látið taka við Suðurlands-skipsferðinni. Það var Skaftfellingur, sem fyrst- ur var látinn sigla á hafnleysis- staðina eins og eg sýndi réttilega fram á í fyrra svari minu og síð- an lét S. I. S. skip sigla á þessa sömu staði í 2 eða 3 ár og alt gekk vel. Sambandið fekk engan styrk úr ríkissjóði og voru farm- gjöldin þó ekki hærri en gerðist þá á betri hafnir í landinu. Reynslan sem fékst þessi árin bendir jafnvel á, að hér hafi ver- ið um óþarfan útgjaldalið að ræða,. af opinberu fé. — Góð byrjun, sem braut á bak aftur margra alda venju, var komin. I fyrra svari mínu í Tímanum fullyrði eg ekki neitt um, hvað satt eða ósatt sé hjá J. Kj. í því er hann hafði skrifað um tillögu Hannesar Jóns- sonar um Hvalsíki, sem viðkomu- stað skipsins, eða ekki. Hitt lýsti eg ósannindi, að mér hafi veríð kunnugt um hana. Annars skal það upplýst hér — að gefnu til- . efni — að eg hefi frá því fyrsta að skip komu hér að söndunum, gert alt sem mér hefir verið mögulegt til þess að hjálpa til að vörur næðust í land á umræddum stað — lánað skip og fengið menn til hjálpar —. Þetta er öllum kunnugum vitanlegt. Dylgjur J. Kj. til mín um þetta hljóta því að verka lítið í þá átt er hann ætlast til. 5. Um slátrunina í Vík get eg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.