Tíminn - 02.02.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.02.1929, Blaðsíða 3
TlMINN 25 sambýlingar skiftast á um að ræsta sín herbergi, skó o. fl. — prifnaður er á háu stigi og alt gengur eins og í sögu. þetta var sem sagt alt eftir mínu höfði. =— Útivið sá eg hlaða af steyptum steinum eftir piltana og fleiri myndarleg verksummerki. Hér er fyrsti verulegi gagnfræSaskóli lands vors og eg er viss um að hver sem kynnir sér slcólahaldið á Laug- um dáist að því og sér þar fyrir mynd þess sem á víðar að koma .... “ -------- Akureyrarskólinn Árið 1930 er og á að verða eitt hið merkilegasta ár í sögu lands vors, því þá er þúsund ára af- mæli Alþingis, en það eru fleiri stofnanir, sem eiga afmæli á því ári, en merkust þeirra allra er skólinn á Akureyri, sem það ár á fimmtíu ára afmæli. Skólinn var upphaflega stofnaður á Möðru- völlum í Ilörgárdal. ‘ Síðan var hann fluttur til Akureyrar og aukinn og nú er hann orðinn að mentaskóla og útskrifar stúdenta. En það er ekki þetta sem merki- legast er, heldur hitt, að Möðru- vallaskólinn hefir orðið hin merk- asta alþýðumentastofnun sem verið hefir á landi hér, og hann hefir meir en nokkur annar skóli mótað skoðanir þjóðarinnar og mannað land og lýð. Þegar Möðruvallaskólinn var tvítugur var haldin vegleg sam- koma og gefið út minningarrit. Nú þegar skólinn er fimtugur ætti hann, það er að segja nem- endur hans að fomu og nýju, að vera færir um að gefa út vandað minningarrit og að sjálfsögðu ættu gamlir nemendur að hafa með sér mót á Akureyri. Sú há- tíð ætti að vera 31. maí, því þá var Möðruvallaskólanum og gagn- fræðaskóla Akureyrar sagt upp, og sú hátíð fellur fyr en hin mikla alþingishátíð verður hald- in, svo sami maðurinn getur verið á báðum stöðum. Nú vil eg skora á nemendur Akureyrarskólans að þeir kjósi nefnd til þess að standa fyrir framkvæmdum og eins ættu gamlir nemendur skól- verið fáorður. J. Kj. hefir orðið að láta þar í minni pokann, sem annarsstaðar, — það mun hver óvilhallur maður finna, sem les það sem við höfum skrifað í blöð- in undanfarið. Það helsta sem J. Kj. snýr sér að enn, er að reyna að draga föðurbróður sinn, Pál á Heiði, ofan í fenið með sér. Eg þóttist leiða rök að því í svari mínu, að ekki gat verið eftirsókn- arvert fyrir mig að komast í sæti P. Ó. í Vík, en fyrst J. Kj. viil fá þetta skýrara fram, er hægur- inn nær að fá um þetta umsögn þáverandi framkvæmdarstjóra Sf. Sl. og annara fleiri manna, sem fóru með þessi máL Þar sem mennirnir eru í fjarlægð verður þetta að taka sinn tíma. Um það hvaða aðferð eg hafi notað til að koma P. Ó. frá sem stjórnar- manni — fulltrúa fyrir Skafta- fellssýslu — ætti J. Kj. að geta fengið upplýsingar hjá deildar- stjórum Sf. Sl. í Skaftafellssýslu, því það voru þeir sem skiftu um mennina — það er eingöngu þeirra verk —. Þeir ættu að' geta gefið J. Kj. þær upplýsingar er hann spyr mig um í þessu efni, sumir þeirra eru líka náfrændur hans og ætti það ekki að spilla að J. Kj. fengi áreiðanlegar heim- ildir. 6. Þá er J. Kj. gleiðgosalegur yfir því að eg taki af sér ómakið með að sanna að ruglað hafi verið saman reitum K. S. og Sf. Sl. eft- ir að eg tók við forstöðu slátur- félagsins í Vík. Hann segir mig sanna þetta með þeim hætti að okkur Svafari Guðmundssyni beri ekki saman um gjaldið, sem menn hafa greitt af kindunum, sem slátrað hefir verið í sláturhúsinu ans að gera. Að sjálfsögðu verður núverandi skólameistari formaður nefndarinnar og aðal-framkvæmd- arstjóri. Gagnfræðingar góðir! Látum oss mætast á Akureyri 30. maí 1930 og halda þar tveggja daga gildi. Við skulum fara gangandi eða akandi til Möðruvalla, fæðingarstaðar skól- ans, og vér skulum reyna eftir okkar efnum að hlynna að menta- skóla Norðurlands. Til dæmis ætt- um við, gamlir nemendur skól- ans, að vera færir um að gefa honum gott bókasafn. Svo vona eg að þessi orð mín hafi þann árangur, að bráðlega verði kosin framkvæmdamefnd, sem sé hlutverki sínu vaxin og að minningarhátíðin megi vera til sóma fyrir land og lýð. H. H. ----o--- - Fréttir. Kensla .í útvarpi. Svo sem áður er um getið hefir Gísli Johnson rœðis- maður gefið Laugarvatnsskólanum ágætt útvarpstæki. Á laugardaginn var hófst á Laugarvatni einkennilegt fyrirlestrarhald. það var miðsvetrar- hátíð skólans. Voru aðkomandi yfir 200 manns víðsvegar úr Árnessýslu, og höfðu komið þangað langan veg svo sem af Stokkseyri og úr Flóanum í bifreiðum. þar kom Sig. Greipsson íþróttakennari frá Haukadal með 18 manna flokk og sýndi íþróttir. Skemt- unin stóð lengi nætur með ræðuhöld- um, söng og dansi. Einn þáttur í þessum ræðuhöldum var það, að þeir Gísli Johnson ræðismaður og J. J. ráð- h.erra töluðu í hálfan tíma í herbergi loftskeytastjórans í Reykjavík, í út- varpið og beindu máli sínu aðallega til Laugarvatnsmanna. Heyrðist hvert orð gegnum hátalarann á Laugar- vatni, eins og mælt væri þar í stof- unni. Ræða Gísla Johnsen mun síð- ar birt hér í blaðinu, en ráðherrann lýsti þeirri kenslu, er hann hugði að hefjast myndi gegnum útvarpið, þeg- ar sæmileg stöð væri komin í Reykja- vík. Gerði hann þá ráð fyrir að sér- stakir fyrirlestrar fyrir skóla víðs- vegar um landið yrðu haldnir í höf- uðstaðnum, og fluttir þaðan á augna- bliki til fjarlægra héraða. Skólinn á í Vík. J. Kj. hangir hér á hálm- strái, og skal það sýnt með fáum orðum. Hin síðari ár hefir gjald þetta af kind hverri verið lækkað svo, að það er ekki nema til að greiða K. S. leigu af húsinu, og meira að segja tæplega nóg. Við það hefir Svafar sennilega átt, og ef til vill sem aðkomandi ókunn- ugur þessu haidið (eða mint) þá hann reit svar sitt, að svona hafi þetta verið frá byrjun. Þetta var mér hinsvegar vel kunnugt um og skýrði frá í mínu svari, sem sé því, að stofnfé í K. S. var um nokkur ár safnað á þann hátt, að félagsmenn lögðu til vissa upphæð af hverri kind, sem slátrað var í sláturhúsinu, til að vega á móti fé því, sem K. S. hafði orðið að taka að láni, til að koma sláturhúsinu upp. Vitanlega hefði verið rétt- mætt af K. S. að taka strax frá byrjun það, sem þurfti af þessu fé í vexti af kostnaðarverði húss- ins, svo það slyppi skaðlaust, en það var ekki gert, nema eitt ár voru menn látnir greiða sérstakt gjald sem leigu, til jafnaðar á móti vöxtum, sem menn fengu af stofnfé því, sem myndaðist við K. S. vegna tillags þess er safnaðist af sláturfénu. Þrátt fyrir þetta þyrluðu andstæðingar K. S. öllu því moldviðri, sem kunnugt er, út af því sem K. S. hljóp svo greini- lega undir bagga með því að koma sláturhúsinu upp á sinn kostnað. Fé það, sem Loftur Jónsson er í máli um, við K. S. var alt til orðið áður en hann sagði sig úr félaginu, svo þarna játa eg ekk- ert „eftirtektarvert" þessu máli viðkomandi. 7. Um Kötlugosið er áður búið að skrifa allmikið og enn er öllum Akureyri -hefir góð" móttökutæki og átti tilraun þessi að ná þangað, en það mishepnaðist í það skiftið. Aftur heyrðust ræðumar vel í Dalasýslu. Og fundargestir á Laugarvatni munu hafa séð af tilraun þessari, að ~út- varpið hlýtur að eiga mikið erindi í skóla landsins. Nemendur í Laugaskóla steyptu siðari hluta vetrar steina sem nægja munu að þriðjungi í útveggi leik- fimishúss, og í vetur steypa þeir það, sem á vantar. Er steypt í skýli, sem er upphitað með hveravatni. Á Laug- arvatni var hinn sami siður upp tek- inn. Kom Jóhann byggingarfræðing- ur þeirri kenslu af stað. Ganga nem- endurnir og kennararnir sr. Jakob Ó. Lárusson og Guðm. Ólafsson með elju landnemans að þessu verki. Steypa þeir að jafnaði 30 steina á dag, og er hver þeirra um 50 kg. að þyngd. Hitaleiðsla er í steypuskúrnum og heitt vatn s.ett í steypuna. þorna steinamir fyr og betur en þar sem kalt vatn er. Eftir hálfan annan sól- arhring má flytja þá hvert sem vill. Með þessum hætti ætla þeir Laugar- vatnsmenn að byggja upp skóla sinn, og verður þess varla langt að bíða, að fulllokið verði aðalbyggingunni. Auk þess mun nemendum æfilangt gagn að þessari vinnukenslu. Ágæt tíð um land alt. Uppgripaafli á Vestfjörðum. Mentamálaráðið hefir á fundi 21. f. m. úthlutað styrk til skálda og listamanna á þessa leið: Til Stefáns frá Hvítadal kr. 1500, Jakobs Thorar- ensen kr. 1500, Friðriks Ásmundsson- ar Brekkans kr. 500, Helga Hjörvars kr. 500, Önnu Péturss kr. 1500, Jóns Leifs kr. 1000, Kristins Péturssonar kr. 1000. Fyrirlestur hélt Jón þorbergsson bóndi á Laxamýri nýlega á Akureyri um stofnun nýbýla í Eyjafjarðar- og þingeyjarsýslum. Umræður voru á eftir fyrirlestrinum og kosin 5 manna nefnd til að gangast fyrir stofnun nýbýlafélags. Inflúensa breiðist út hér í bænum. Mislingar víða um land. Skjaidarglima glímufélagsins „Ár- mann“ fór fram í gærkvöldi. þar keptu 12 Svo fóru leikar að Jörgen þorbergsson frá Litlulaugum í þing- eyjarsýslu bar sigur af hólmi og feldi alla keppinautana, 11 að tölu. Næstur honum gekk Ottó Marteinsson með 10 vinninga, þá Sigurður Thorarensen frá Kirkjubæ með 9 vinninga. En Sig- urður var skjaldarhafinn. — Verð- laun fyrir fegurðarglímu fengu þeir almenningi sýslunnar ljóst, hvem- ig eitt og annað gekk til hér í sýslu um þær mundir. í hinu fyrra svari mínu til J. Kj. í Tím- anum 24. nóv. f. á. tók eg fram, að sýslumaður G. Sv. hefði viljað eftir megni hjálpa þeim sem fyr- ir mestum erfiðleikunum urðu, og að hann hafi gert það á ýmsan hátt. Þó segir J. Kj. mig ekki þola að neinum öðrum en mér sé hrósað fyrir að hafa hjálpað Skaftfellingum um þessar mund- ir. Allir sem lesa svar mitt sjá að J. Kj. fer þama með vísvit- andi ósannindi. Eg, að sjálfsögðu, leiðrétti þar, það sem J. Kj. eign- aði G. Sv., sem hann ekki átti t. d. upplýsir J. Kj. nú, að G. Sv. hafi verið spurður frá lands- stjórninni í síma, hvort hann væri samþykkur því, að „Geir“ væri sendur austur með söndunum (til Skaftáróss) með tunnur og salt, og hafi hann gefið sitt samþykki til þess Það er annað en J. Kj. segir um þetta í sinni fyrri rit- smíð. Að gefnu tilefni skal eg geta þess hér, að í svari mínu hinu í fyrra gat eg þess, að mér hafi tekist vorið 1918 að fá leigt hús hjá kaupmanni í Vík til þess að slátra sauðfé í, þá um haustið, og að það hafi orðið til ómetan- legs gagns, og gerði þá ráð fyrir, að koma nánar að þvi seinna í svari mínu, en sem mér gleymd- ist þá. Skal nú vikið að því hér. Sumarið 1918 heyjaðist nær hálfu minna hér í sýslu en venjulega, vegna grasleysis, var því fyrir- sjáanlegt að miklu meira varð að farga af fénaði en venjulega. Ráð- stafanir vora því gerðar, fyrir sláturtíð, að miklu meira væri Jörgen og Vagn Jóhannsson. það óhapp vildi til að tveir glímumenn- irnir, þeir Björgvin Jónsson og Sí- mon Sigmundsson meiddust nokkuð. Rotaðist Björgvin en Símon gekk úr liði um öxl. ----o-- Frá útlöndm — Norðmaðurinn Oscar Mathiesen hefir sett heimsmet í 500 metra skautahlaupi. Hljóp hann vegalengd þessa á 43 sekúndum. Hlaupagarpur þessi er nú af æskuskeiði, 45 ára gamall, og þykir afrek hans því meira. Enskt tímarit hefir nýlega birt skýrslu, sem hermálaráðherrann í þýskalandi hafði gefið stjóminni um ástand og tilgang þýska herskipaflot- ant. Telur ráðherrann þjóðverjum nauðsynlegt að eiga herskip m. a. til að hægt sé að flytja her til Austur- Prússlands, ef til ófriðar kæmi við Pólverja. Austur-Prússland var sam- kv. Versalasamningunum einangrað frá öðrum þýskum löndum, en Vest- ur-Prússland lagt undir Pólverja. Tel- ur ráðherrann Pólverja hafa hug á Austur-Prússlandi og sé þeim illa trúandi. Skýrsla þessi hefir að von- um vakið mikla athygli, og þó eink- um fyrir það, að hún var eigi opin- bert skjal eða ætluð til birtingar. Er þýska stjórnin nú að láta rannsaka, með hverjum hætti hún hafi borist óviðkomandi mönnum í hendur. — Öldungadeild Bandaríkjaþingsins samþykti Kelloggssamninginn með öllum atkvæðum gegn einu. — í franska þinginu er rætt um að hefja á þessu ári smíði 18 her- skipa, sem verða til samans 50 þús. smál. þar á meðal á að verða eitt 10 þús. smál. beitiskip og 7 kafbátar. Síðustu 7 árin hafa Frakkar smíðað herskip, sem eru til samans um 200 þús. smál., þ. e. 100 skip á stærð við „Goðafoss". Laglega að verið! — Englendingar og Frakkar hafa lengi haft á prjónunum áform um að grafa göng undir Ermarsund og koma á járnbrautarsambandi milli Englands og meginlands Norðurálf- unnar. Nokkur uggur er þó í báðum þjóðunum við að framkvæma þetta og óttast þær enkum að göngin yrðu notuð til herflutninga í ófriði. Er Englendingum um og ó að veikja þá víggirðingu, sem hafið hefir verið sent til Víkur af salti og tunnum, en venja hafi verið áður. Það þurfti því að slátra miklu fleiru fé daglega en áður, svo unt væri að koma öllu undan í tíma, enda tókst að slátra 700—900 kindum daglega, en undanfarin ár varð ekki komið frá nema 200—300 kindum á degi hverjum. Af þess- um ástæðum var búið að reka fjölda fjár vestur yfir Mýrdals- sand 12. okt. þegar Katla lokaði leiðinni, umfram það sem verið hefði, ef ekki hefði verið breytt til með hús og aðra aðstöðu. Vegna þess að slátrun fjársins gekk svo ört, sá eg fram á, að tunnur mundu þrjóta fyrri en vissa væri fyrir að nýjar birgðir kæmu frá Reykjavík. Gerði eg því ráðstafanir á tvennan hátt, fyrst að tunnur kæmu frá Rvík með Skaftfelling, sem þá var þar, og í annan stað gerði eg strengi- leg orð austur yfir Mýrdalssand, að enginn mætti koma með fjár- rekstra fyrri en eg væri búinn að senda orð austur um, að tunnur væru komnar í land í Vík. Þetta einkennilega atvik gerði það að verkum, að fjöldi maima og fén- aðar var ekki á Mýrdalssandi á austur- og vesturleið, eftir fastri fyrirfram gerðri ráðstöfun, þegar Katla hljóp. Síðustu mennirnir, sem rekstrum höfðu fylgt, voru nýsloppnir austur yfir sandinn þegar hlaupið kom. Þetta er ekki sagt hér í þeim tilgangi, að eg telji að eg eigi lof skilið, þó svona giftusamlega tækist til. En hitt er það, að fæst- um Skaftfellingum mun finnast að ástæða hafi verið fyrir Jón Kjartansson, að fjargviðrast yfir oflofi sem Jónas Þorbergsson hafi Islenskar plfltar Dana gramur. Sverrir konungur. Blómstursöngurinn úr Carmen. Stjömur ljómuðu á lofti. Gralsöngur Lohengrin. Sigurljóð Walthers. Signuð skín réttlætis sólin. Af himnum ofan boðskap ber. Áfram. Kirkjuhvoll. ó, guð vors lands. Bjarta blessað land. Errndi úr Troubadoren. Morgunkveð j a. Aðeins fyrir þig. Vorþrá. Sigling. Systkinin. Sólskríkjan. Plötuskráin er komin út. Send ókeypis. Plötur sendar út um alt land gegn eftirkröfu. Katrín Viðar H1 j óðf æraverslun. Lækjargötu 2. Sími 1815. þeim hingað til. Er enska þjóðin þess enn minnug, að Ermarsund hlífði Englandi á dögum Napóleons, þegar svo að segja allar Evrópuþjóðir lutu í lægra haldi fyrir her hans. Nú er þó að komast skriður á máíið að nýju og hefir enska stjórnin ákveðið að skipa nefnd til að rannsaka það. — Kosningabarátta er hafin í Eng- laiidi. Flutti Baldwin ræðu í New- castle fyrir hönd íhaldsflokksins. Lausn iðnaðarmálanna verður vafa- laust aðal deiluefnið. Vilja íhalds- menn koma á verndartollum, en stjórnarandstæðingar hallast að skipulagsbundnum rekstri með meiri eða minni i hlutun af hálfu ríkis- valdsins. — Ramsey MácDonald fyrv. for- sætisráðherra Englendinga hefir ný- lega ritað um sambúð Breta og Bandaríkjamanna. þykir honum illa horfa um samkomulag og vill láta skipa nefnd verslunarfróðra manna til að ræða helstu ágreiningsatriði milli þjóðanna. -----O----- hlaðið á mig í sambandi við Kötlugosið, í sinni „Pólitísku ferðasögu“, og að eitt er víst, að hversu mikið sem J. Kj. skrifar í blöð sín, til að sannfæra almenn- ing í Skaftafellssýslu um, að eg hafi á flestum eða öllum sviðum orðið þeim að óliði, þá vinnur hann þar vissulega fyrir gíg. 8. Um skuldainnheimtu K. S. hefir J. Kj. verið svarað svo rækilega, að óþarfi er að bæta neinu við hér. 9. J. Kj. er margsinnis búinn að lýsa ástandinu í Skaftafells- sýslu að því er ætla mætti frá sínu sjónarmiði. Þeim sleggju- dómum er búið að svara nægilega, en geta má þess hér, að engan mann hefi eg hitt fyrir, sem ferð- ast hefir um sýsluna síðastliðin ár og sem litið hefir hana líkum augum og J. Kj. lýsir henni. Gam- alt spakmæli segir: „Glögt er gests augað“, og mun það satt. Þar sem „eymd á eymd ofan“ hefir tekið sér bólfestu leynir hún sér ekki til lengdar. J. Kj. býst líklega við, að hann vaxi í augum almennings af þessum skrifum sínum. Eg er samt ekki trúaður á það. Jafnvel þó honum hefði ekki verið svarað einu orði, hefðu allir skynbærir og óvilhallir menn fundið af hvaða toga þau era spunnin. Kirkjubæjarklaustri, 6. jan. 1929. Lárus Helgason. ----o----- SigurSur Guðmundsson skólameist- ari á Akureyri er staddur hér í bæn- um, nýkominn úr utanför. Hefir hann dvalið erlendis síðan í haust og kynt sér skólamál, en hverfur nú heim á leið, innan fárra daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.