Tíminn - 16.02.1929, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.02.1929, Blaðsíða 1
(Sjaíbferi ©g, afgrei&sluma&ur tEimans er Xqnnpeig J?orsteins6ótíir, Sombonösíjúsinu, Seiffjapif. ^fgrciftsía tElman s er í Sarribanbsíjúsinu. ®pin öaglega 9—(2 f. I). £>tmi <©«. XHI. ár. Stjórn Eimskipafélagsins Forlíð þess og framtíð Inngangur. Nýlegir atburðir í Eimskipa- félagi Islands hafa slegið miklum óhug á þjóðina. Fyrir íhlutun rík- isstjórnarinnar tókst að afstýra því, að siglingar félagsins yrðu stöðvaðar um lengri eða skemri tíma með óbætanlegu tjóni þess og þjóðarinnar í för með sér. Jafnvel mátti óhætt telja, að langt verkfall myndi verða félag- inu að fullum fjörlesti. Allir Islendingar vita að frá hálfu meirihluta félagsstjórnar- innar stóð deilan ekki um þær 11 þús. kr., sem á milli bar að lok- um. Félagið hefir verið í upp- gangi hin síðustu ár. Reksturs- ágóði þess síðastl. ár nam 400 þús. krónum. Félagið hefir og fært út starfsemi sína og flutn- ingasambönd á síðastl. tveimur ár- um. Félag með slíka aðstöðu og framtíðarhorfur gat ekki vitandi vits, valið, eins og meiri hluti stjórnar þess hugðist að gera, á milli 11 þús. kr. kaupgjaldsupp- bótar og hins að binda skipin í höfn og láta skeika að sköpuðu um hag þess og framtíð. Hitt er ljóst, að óhamingja fé- lagsins og þjóðarinnar í þessu máli er í því fólgin, að félagið hefir borist inn í straumhvii’fingu skipulagsbaráttunnar í útgerðai'- málum landsmanna. Atvinnustyrj- öldin er deila um skipulag fremur en dægurágreining. Verkalýðurinn leitast við að fá hrundið ríkjandi skipulagi og krefst þjóðnýtingar. Stóratvinnurekendur standa fast á móti og verja af alefli aðstöðu sína til þess að ráða óskorað yfir veltufé o g atvinnutækjum. — Ihaldsflokkurinn íslenski heldur uppi harðsnúinni baráttu, til þess að halda í hagsmunaaðstöðu og vald sinna manna. Jón Þorl., Ólaf- ur Thors, Garðar Gíslason og fleiri samherjar þeirra vita það ofurvel, að ef einstaklingsumráð yfir veltufé og stóratvinnurekstri tapar alment viðurkenningu, þá verða þeir ekki, vegna mannkosta þeirra, taldir sjálfkjörnir í farar- brodd. Nú háttar svo til, að þrír af stjórnendum Eimskipafélags Is- lands, þeir Eggert Claessen, Jón Þorl. og Garðar Gíslason, eru með- al æstustu forvígismanna Ihalds- flokksins, sem standa trúlega við hlið samherja sinna, stórútgerðar- manna, í baráttunni gegn umróts- mönnum nútímans. Og með þess- um hætti hefir félagið borist inn í straum þessarar uggvænlegu baráttu. Framangreindir atburðir gefa ærna ástæðu til huglelðinga um örlög félagsins á liðnum ánam og ókomnum. Tíminn vill sérstaklega, í sambandi við framkomu félags- stjórnarinnar nú og fyrri, vekja hluthafa félagsins til athygli um það, hversu þeim hefir farist, að sjá félagi sínu fyrir sæmilegri og grandvarri stjóm. „Fáfnir“. Eimskipafélag Islands var stofn- ið á öndverðu ári 1914 með ein- huga samtökum allra Islendinga austan hafs og vestan. Jafnframt því sem félagið var hið stærsta viðreisnarátak, var það einskonar sáttmáli milli allra stétta og flokka. Um það var enginn á- greiningur. Það varð að ljósri vit- und nálega allra landsmanna, að félagið væri til orðið vegna þjóð- arnauðsynjar til þess að leysa vandræði hennar og til varnar því. að hún yrði framvegis eins og áður fyrri, ánauðug í siglingamál- um. — Níðingur skyldi sá heita, sem brigðist eða leitaðist við að hnekkja þessari grundvallarhug- sjón, sem lá að baki félagsstofn- uninni. Haustið 1917, á fjórða aldursári félagsins, var stofnað í Reykja- vík leynifélag nokkurt, sem hafði það markmið, að ná undir sig hlutum Eimskipafélags Islands. Var þeirri viðleitni beint fyrst og fremst til frænda okkar vestan hafs. I félagið gengu ýmsir fjár- gróðamenn í Reykjavík og víðar. Um 300 þús. krónur voru tiltæki- legar til hlutabréfakaupa. Sendi- menn voru gerðir út vestur um haf. Vörðust þeir allra frétta um sannan tilgang, en höfðu með til- styrk manna þar úti klær sínar til þess að lokka hlutabréfin út úr mönnum. — Vestur-Islendingar höfðu af einskærri fómfýsi og ættrækni lagt fram 200 þús. kr. til Eimskipafélagsins. Þeim þótti, sem von var, drengskapurinn illa launaður og illir gestir vera komnir að baki sér. Tveir af for- vígismönnum þeirra, þeir Ámi Eggertsson og Jón Bíldfell birtu í Lögbergi 14. febr. 1918 aðvör- un til landa sinna um að láta ekki flekast af flugumönnum þessum. Á aðalfundi félagsins í Reykja- vík sumarið eftir, sem haldinn var 22. júní, urðu umræður um málið, Víttu þeir Ben. Sveinsson alþm., Magnús Sigurðsson bankastjóri, Sig. Eggerz alþm. og Sig. Jónsson skólastjóri framferði þetta gagn- vart íslendingum vestan hafs. Urðu síðan allmiklar umræður um málið í blöðum hér í Reykjavík*). Við þær umræður komu í ljós eftirtalin atriði: 1. Að félagið hafði verið látið heita eftir eiturorminum Fáfni, sem drap föður sinn sofandi vegna gullsins, lagðist á dyngj- una og unni engum eyris af. 2. Að meðal þeirra, sem stóðu að þessum launráðum, bakferh við Islendinga vestan hafs og svikum við grundvallarhugsjón félagsins voru tveir af þáverandi og núver- andi stjómendum félagsins, þeir Eggert Claessen og Jón Þorláks- son. I 26. tbl. Fróns 1918 játar E. Claessen þetta og segir: „---------, en við höfum báðir, ásamt mörgum öðrum, lagt fram dálítið fé til kaupa á hlutabréfum, sem Vestur-Islendingar kynnu að vilja selja“. Nafnið á félaginu var tilvalið og í fullu samræmi við tilgang þess og starfsaðferð. Þeir, sem að samtökunum stóðu, urðu berir að því að sitja á svikráðum við þá víðtæku, alþjóðlegu bróðurlags- *) Meðal þess, er um málið var skrifað, eru ritgerðir í Timanum 30.. 40. og 41. tbl. þ. á. Fréttum 14. og 16. tbl. og Fróni 25. og 26. tbl. Reykjavík, 16. febrúar 1929. 10. blað. hugsjón, sem félagið var í önd- verðu reist á. Að vísu hlutu þeir hneisu af málinu og viðleitni þeirra féll niður, er hún mætti mótstöðu og andstygð íslendinga. Eigi að síður liafa hluthafar í Eimskipafélagi íslands verið svo tómlátir og hirðulausir um hag og heiður félagsins, að þeir Egg- ert Claessen og Jón Þorl. hafa ávalt síðan verið kosnir í stjórn f élagsins! Stjórnendiir — Keppendur. Þrír af stjórnendum Eimskipa- félags Islands, þeir Garðar Gísla- son, Hallgr. Benediktsson og Jón Þorl. eru meðal stærstu og um- svifamestu kaupsýslumanna lands- ins, og flytja tveir hinir síðast- töldu mikið til landsins af bygg- ingarefnum. Þessir þrír menn hafa á síðastliðnum 4 árum flutt inn ; með leiguskipum vörur sem hér |j segir: 1925 9 farma 7300 d.w. tons 1926 5 — 6140 — — 1927 12 — 11055 — — 1928 17 — 18221 — — Alls 43 42716 — — I aprílmánuði 1928 bar svo til að leiguskip þeirra Hallgr. og J. Þorl., „Ulv“ að nafni, var að hlaða í Hamborg. Skip Eimskipafélags- ins, Goðafoss, var þar og samtímis að hlaða. — Fannurinn í skip þeirra félaga Iiallgr. og Jóns reyndist of lítill. Og hvað skeður? Þeir félagar gerðu sér hægt urn hönd og hlupu í kapp við f élagið, sem þeim er falið að stjórna. Þeir auglýstu lægra flutningsgjald á smávöruflutningi, heldur en Eim- skipafélagið, til þess að ná í vör- urnar frá Goðafossi! Framkvæmdástj óri félagsins fór þá á fund þeirra og bað þá hverfa frá svo opinberri svívirð- ingu. Er eigi talið að þeim hafi verið það ljúft. Þetta einstaka, stórfurðulega dæmi um framkomu félagsstjórnenda gagnvart sínu eigin félagi bregður sterku ljósi yfir afstöðu þessara mála og hversu það er vítavert af hluthöf- um, að fela stjóm á félagi sínu í hendur þeim mönnum sem aðstöðu sinnar vegna hljóta að verða skæð- ir keppinautar þess í siglingum, og sem eigi hafa meiri óþægindi af samviskuseminni en það, að þeir skirrast ekki við að efna til opinberrar flutningasamkeppni við félagið. Megn orðrómur hvílir á um það að stjórnendur félagsins hafi neytt aðstöðu sinnar til þess að tryggja sér og jafnvel öðrum vildiskjör um flutningsgjöld og njóti þar jafnrar eða jafnvel betri aðstöðu en sá aðili er langmest hefir skift við félagið frá öndverðu og að lík- indum meira en allir fyrnefndir stjórnendur þess til samans. Strætisvirki íhaldsflokksins. Þegar þjóðirnar taka að berjast innbyrðis og borgarastyrjaldir herja löndin, hefir það verið tíður háttur hinna stríðandi flokka sem berjast á götum borganna, að grípa til flutninga- og samgöngu- tækja eins og vagna og annars þess háttar, til þess að byggja úr strætisvirki (barricades) gegn óvinunum. I frakknesku stjórnarbylting- unni voru strætisvirki hlaðin úr flutningatækjum Parísarborgar, til þess að vama framrás hinna stríðandi flokka. Jón Þorl., Claes- sen, Garðar og Hallgr. skutu Eim- skipafélagi íslands fyrir sig eins og vígstöð í atvinnustyrjöldinni, sem nú geysar hér á landi, þar sem Ihaldsflokkurinn stendur til vam- ar gegn framrás umrótsmanna þessara tíma. Háskanum var að vísu afstýrt fyrir skjóta íhlutun ríkisstjómar- innar. Hinir pólitísku oddborgar- ar, sem hafa á samviskunni fyri'- nefndar stórsyndir gegn hag og heiðri félagsins, freistuðu að beita mótþróa, en gáfust upp eftir fjóra daga og létu undan síga háværri andúð þjóðarinnar, manna af öll- um flokkum, sem þótti félag sitt of dýrmætt til þess að verða öfgum og atvinnustyrjöld lands- manna að bráð. Háskanum varð afstýrt. En að- eins til bráðabirgðar. Næsta ár berst félaginu sama viðfangsefni í fang. Og nú verður það hluthaf- anna að úrskurða, hvort félagið skuli hrifið úr núverandi ástandi, eða hvort það eigi framvegis að verða handbendi þéirra manna, sem hafa brugðist hugsjón þess, gerst keppendur þess og loks sýnt sig í að leggja það á höggstokk- inn í pólitískum tilgangi! Hluthafamir, dreifðir um land alt, bera ábyrgð á núverandi ástandi. Þeir, og engir aðrir, ráða um framtíðarörlög félagsins! IJtan nr heimi. Yerkfallið og bankarnir Rödd úr sveit. Á þingmálafundi sem haldinn var á Hlöðutúni í Borgarfirði 28. jan. síðastl. var meðal annars borin upp eftirfarandi tillaga frá Guðm. Ólafssyni bónda á Lund- um í Mýrarsýslu: „Verkföll. Fundurinn skorar á Alþingi að leita einhverra úrræða til að fyrirbyggja verkföll fram- vegis. — Sem bendingu vill fund- urinn geta þess, að því er sjávar- útveginn snertir, hvort ekki myndi tiltækilegt, að banna bönk- unum héreftir, að lána fé til sjáv- arútgerðar annarar en þeirrar, sem rekin sé á samvinnugrund- velli, því þar og hvergi annars- staðar virðist lausn kaupdeilunn- ar vera fólgin. — En frekari „lög- þvingaða samvinnu“ telur fund- urinn ekki færa. Og þjóðnýtingu sem lausn málsins alveg fráleita". Um málið urðu miklar umi’æð- ur og var tillaga Guðmundar samþykt með 10 atkv. gegn 3. Flutningsmaður þessarar til- lögu er einn af helstu samvinnu- bændum héraðsins. Tillaga hans ber vott um glöggan skilning hans á mætti samvinnunnar til þess að leysa, ekki einungis versl- unarmálefni heldur og atvinnu- málin, sem um þessar mundir krefjast bráðrar og viturlegrar úrlausnar. — I annan stað er hér gripið á mjög verulegu atriði, þai' sem stungið er upp á að ríkið, sem hefir í raun réttri orðið að sjá bönkunum fyrir rekstursfé, neyti þeirrar aðstöðu, til þess að knýja fram friðvænlegt skipulag. — Þessi rödd úr sveit er ómur af því almenningsáliti sem nú er að skapast í landinu um að samvinn- an ein muni fá leyst þetta vand- ji ræði. Göngin undir Ermarsund. Göngin undir Ermarsund og jánibrautin væntanlega milli Eng- lands og Frakklands valda nú miklum deilum í Englandi. Hug- myndin er ekki ný. Hún hefir komið fram, og unnið fylgi eigi allfárra maima einkum á friðar- tímum. En í hvert sinn, sem til ófriðar hefir dregið í Norðurálf- unni hafa Englendingar fylst ugg um afleiðinganiar, sem þessi vegabót gæti haft. Nábúamir við Ermarsund hafa löngum eldað grátt silfur. Þess eru fá dæmi, að þeir hafi barist hlið við hlið í ófriði. Heimsstyrjöldin síðasta er þar svo að segja eina undantekn- ingin. Landher Englendinga hefir ávalt verið tiltölulega fámennur. Þeir hafa treyst því, að hafið og hinn mikli herskipafloti væri sér mest og best vöm. Aftur á móti eiga Frakkar einn hinn fjölmenn- asta og öflugasta landher í heimi. Fyrir rúmlega 100 áram unnu Frakkar, undir forustu Napóleons keisara, mestan hluta Norðurálf- unnar og kúguðu til hlýðni. Hefði Napóleon, eins og Móses forðum, getað klofið hafið, mundi England hafa átt sömu kjör fyrir höndum. Keisarinn bjó flota simi og ætlaði að veita Englendingum heimsókn. Ur henni varð þó eigi. Og um síðir reyndust ensku stjórnmálamennimir honum efri að í'áðum. En óttinn við Frakka hefir jafnan verið ein af aðalástæðum andstæðinga jámbrautarinnar í Englandi. Aldrei, aldrei má það koma fyrir, hafa þeir sagt, að frakkneskur her geti gengið þurr- um fótum yfir á England. En nú um stund hefir málið fengið byr undir báða vængi. Fé- lag er stofnað til að hrinda því í framkvæmd. Fjársöfnun er hafin báðu megin sundsins. Enska stjómin hefir heitið að skipa nefnd til að rannsaka möguleika til framkvæmda. Eitt af blöðum frjálslynda flokksins hefir kraf- ist þess, að flokkurinn tæki málið upp á stefnuskrá sína við kosn- ingamar á sumri komanda. Mjög eru áætlanir á reiki um það, hvað þetta óhemju stórvirki muni kosta. Sumir halda að það sé framkvæmanlegt fyrir 1300 miljónir króna. Aðrir telja að það mundi kosta nærri þrisvar sinn- um meira. Þeir sem bjartsýnastir eru telja væntanlegum hluthöfum í fyrirtækinu trú um, að þeir muni fá 10% ársarð af framlög- um sínum. En í ensku blöðunum sumum kveður við í alt öðrum tón. Þar er hugmyndin um göng undir Ermarsund talin hreinasta fá- sinna. Hemaðarhættan vex and- stæðingum málsins eigi svo mjög í augum nú. Með nýtísku tækjum yrði hægt að eyðileggja þau í skjótri svipan, ef líkindi þætti á að nota ætti þau til herflutninga. Auk þess væri hægt að hindra alla umferð um þau með því að láta loftskip halda vörð við opin báðu megin og varpa niður sprengikúlum. En hitt fullyrða andstæðingar málsins, að göngin muni hafa til- tölulega litla þýðingu fyrir sam- göngur milli Englands og megin- landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.