Tíminn - 16.02.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1929, Blaðsíða 2
86 TlMINN Gummístígvél hafa hlotið lof allra, sem'reynt hafa. Rúmgóð,' þægileg og' fram- úrskarandi endingargóð, en'samt ekki dýrari' en'jlakarijtegundir. Jafnan fyrirliggjandi í öllum venjulegum stærðum og gerðum fyrir karla, konur og börn ennfremur Gúmmískór með hvítum/gráum og brúnum botnum. Sterkur og’ odýr slitskófatna ður Vörur sendar gegn eftirkröfu. Greið og ábyggileg viðskifti. HYannbergsbræður Skóverslun Reykjavik Akureyri þetta nefndist „Einvaldsklæmar í Homafirði" og er höfundur þess talinn vera Einar bóndi Eiríksson á Hvalnesi í Lóni. Ritið var borið með leynd um bæinn og laumað á dyraþrep í húsum manna. Höf- undurinn er alment álitinn vera meðal minst gefnu maxma þeirra, sem þó eru taldir með öllum mjalla. Til marks um gáfnafarið má geta þessa: í ritinu kveðst hann oft hafa verið í Reykjavík og hafa verið handgenginn jafn- vel málsmetandi mönnum. Þann 1. des. síðastliðinn stóð hann í mannþrönginni gegnt dymm AI- þingishússins þegar forsætisráð- herra flutti ræðu sína af svölun- um. Veik þá Einar þessi sér að manni nokkrum og spurði hann hvaða hús þetta væri! — Mbl. 15. þ. m. telur það vott um sann- leiksgildi níðritsins, að samvinnu- blöðin hafa ekki virt þennan maxm svars. Til þess var jafnvel enn minixi ástæða þegar það var kunnugt, að þessi ólánssami mað- ur var á vegum Bjöms Kristjáns- sonar, hatursmanns samvinnufé- laganna og að líkindum eggjaður af honum til fólskuverksins. Þurfti þá eigi í grafgötur að leita um sannleiksgildið og samvisku- semina. Enda mæla kunnugir menn eysti'a, að eigi fæxri en hundrað stórlygar séu saman komnar í ritinu. Er það og kunnugt, að Jón ívarsson er með- al hinna íremstu kaupfélags- stjóra í landinu og félag þeirra Austur-Skaftfellinga í uppgangi. — Þ'að eitt virðist skorta á að Mbl. hefir eklii birt mynd þá af Eixíari, sem er framan við níðrit hans, eins og það birti mynd af „þjóðhetjunni“ í Bolungavík. — Hefði það þó getað sparað mörg- um þá fyrirhöfn að lesa ritið. Auk þess er sá „Hornafjarðar- máni“ engu ómerkara fyrirbæri en „Skatan í Þverá“ og „undra- flugvéhn“! Dómur í málinu: Réttvísin gegn Jó- hannesi Jóhannessyni fyi'verandi bæjailógeta var kveðinn upp 14. þ. m. af setudómaranum Bergi Jónssyni sýslumaxmi. Er Jóhann- es dæmdur skilorðsbundnum dómi í 15 daga einfalt fangelsi. Sakarefnið er: Vaxtataka af fé dánar- og þrotabúa; sérstaklega að hafa tekið fé, sem verið hafi á vöxtum í sparisjóðsbókum og á innlánsskíi’teínum og flytja það yfir á eigin bankareikning. Vaxtataka þessi mun, samkvæmt rannsóknum, nema um 60 þús. kr. á því tíu ára skeiði, sem hann hefir gegnt embætti hér í Reyk- javík, en rannsóknin nær aðeins yfir þann hluta af embættistíð hans. — Til marks um það hversu skapstillingarlega Mbl. tekur úr- skurði réttvísinnar um þetta mál, birtist hér orðrétt frásögn blaðs- ins: „í gœr kvað Bergur Jónsson setu- dómari upp dóm í máli því, er „rjettvísin" (Jónas frá Hriflu) hefir höfðað gegn Jóhannesi Jóhannessyni fyrv. bæjarfógeta. Kunnar eru ástæðurnar fyrir því, að þessi ungi lögfræðingur var'sóttur vestur á Patreksfjörð, og að dóms- málaráðherrann treysti honum betur í þessu máli, en hinum 70 lögfræð- ingum, sem lijer eru búsettir. Urslit málsins fyrir þessum rjetti urðu þau, að dómurinn, sem saminn var uppi í stjórnarráði,*) hljóðaði upp á 15 daga einfalt fangelsi, og | var dómurinn skilorðsbundinn. Dómur þessi er að því leyti sann- kallaður Stóri-dómur, að með honum eru allir bæjarfógetar landsins og sennilega flestir sýslumenn sjálf- dæmdir til refsingar, og meðal þeirra forseti Sameinaðs þings, Magnús Torfason. Bæjarfógeti hefir þegar krafist þess, að dóminum verði tafarlaust skotið til Hæstaréttar". í fyrsta lagi er því dróttað hér j óbeixit að Bergi sýslumanni, að ; hann hafi kveðið upp pólitískan dóm. í öðru lagi er því dróttað að öllum bæjarfógetum landsins og flestum sýslumönnum, að' þeir hafi haft slíka meðferð búafjár. Sennilegt má telja, að blaðið verði látið sæta ábyrgð fyrir slík umnxæii. — I þriðja lagi er það talin pólitísk ofsókn af hendi dómsmálaráðherrans, að hann í hefir látið fara fram rannsókn á embættisfærslu bæjarfógetans í Reykjavík, eins og bæjai’fógetans á Akureyri og í Hafnarfirði. Og jafnframt er það talin sök ráð- herrans, að skoðunai’mennirnir fundu umræddar misfellur á em- bættisrekstrinum. Með afstöðu sinni gagnvart Hnífsdalsmálinu, þessu umrædda máli og fleiri málum, vekur blaðið almenna *) Bergur sýslumaður rnun hafa fengið til afnota lrerbergi í Stjórnar- ráðshúsinu, meðan irann vann að réttarrannsókninni. En Mbl. mun ætl- ast til að frásögn þess verði skilin á annan veg. Ritstj. undrun landsmanna með óskamm- feilni sinni og siðleysi. Frammi fyrir hinni almennu réttai’meðvit- und, sem er raunar æðsti dómur í hverju landi, verður aðstaða blaðsins því svívirðilegri, sem það lætur fleira um mælt í slíkum málum. „Hressingarhæli að Reykjum“. Á síðastliðnum vetri gat Tím- inn þess, að skynsamlegra hefði verið að reisa hressingarhæli fyr- ir berklaveikt fólk að Reykjum í Ölíusi heldur en á beru og áveði*a grjótholtinu við Kópavog. Að ‘ undanfömu hafa staðið yfir samningar milli heilbrigðisstjórn- arinnar og eiganda Reykja um kaup á jörðinni tii handa ríkis- sjóði, með fyrmefnd not fyrir augum. Þegar svo er háttað mál- um, setur kvermaútgáfa Mbl. upp spekingssvip og „stingur upp á“ því, að heilbrigðisstjórnin „láti rannsaka hvort ekki væri mögu- legt að láta reisa hressingarskála fyrir berklaveikt fólk að Reykj- mn í Ölfusi“, alveg eins og eng- inn hafi látið sér hugkvæmast slíkt fyrr. Má það reyndar teljast afsakanleg viðleitni hjá blaðinu, að það hnuplar hug-myndum ann- ara, þegar þess eigin hugmyndir verða að athlægi um alt land. „Máttarstoðirnar“ R í grein í Verði 15. des. s. 1., sem nefnist „Skagfirðingar og stjómin". eru þeir taldir verið hafa aðalmáttar- stoðir Kaupfélags Skagfirðinga Jón á Reynistað og Sigurður á Veðramóti. þar er talið að auðvitað taki það þessar aðalmáttarstoðir sárt að þurfa að fara úr því félagi, sem þeir höfðu bundið heilan hug við og stutt og styrkt á allan hátt o, s. frv. þessu mun þeim einum ætlað að trúa, serrt ekki þekkja málavexti. þeir, sem hafa haft tækifæri til þess að kynn- ast • þessum „aðalmáttarstoðum" munu ekki geta fallist á umsögn Varðar í áminstri grein. Óhætt mun að fullyrða það, að enginn maður, sem sæti hefir átt á síðustu aðal- fundum K. S. hefir verið eins skiln- ingslaus á samvinnumál, sem Sig- urður á Veðramóti og enginn eins vantrúaður á gagnsemi samvinnu- hreyfingarinnar í héraðinu og land- inu i heild sinni, sem hann. Enginn eins hræddur við samábyrgð, sem hann, því óaflátanlega hefir hann kveinað um samábyrgðarhættuna og samábyrgðarokið, sem hann svo hef- ir nefnt, á sérhverjum aðalfundi K. S. frá því að Verslunarólagið hans B. K. barst honum í hendur og þar til nú að bann ásamt hinni „máttar- stoðinni" settist á fúlegg sitt V. S. — Á sérhverjum kaupfélagsfundi hefir Fylgismenn málsins segja, að fólksflutningar muni verða mjög miklir eftir göngunum. Sjóveikt fólk muni fremur kjósa jámbraut- ina en skipin. Andstæðingamir halda aftur á móti, að þeir verði fleiri, sem þyki ófýsilegt að ferð- ast neðansjávar og eiga hafið yf- ir höfði sér. Þá halda andstæðingarnir því fram, að vöruflutningar eftir göngunum muni verða altof dýrir til þess að jámbrautir geti kept við skipin. Frá Norður-Englandi eru flutt kol sjóleiðis til London og þó enginn skortur jámbrauta þá leið. En flutningurinn með skipum er ódýrari. Því telja and- stæðingar málsins það beina fjar- stæðu að ætla,sér að flytja vömr frá Frakklandi eða jafnvel Suður- Evrópu og Þýskalandi landleiðina. Eigi er unt að segja fyrir enda- lyktir þess máls ,að svo stöddu, en víst er það, að göngin undir Erra- arsund mundu verða eitt af mestu og dýmstu mannvirkjum heims- ins. X. ----o--- Á víðavangi. Rannsókn á útgerðinni. Þrátt fyrir gífurlegar og gleið- letraðár umræður blaðanna í verkfallsmálinu, er öllum mönn- um ljóst, að þau deila í raun réttri um „keisarans skegg“, þar sem útgerðarmenn hafa hvöt ti! að dyljast hins sanna um raun- verulegan hag útgerðarinnar og verkamenn verða að byggja að miklu leyti á getgátum. Þess vegna heyrast nú frá sumum út- gerðarmöxmum, hvað þá öðrum, raddir um að rannsaka beri hag og reksturhætti . togaraútgerðar- innar, svo fundin verði sannindi þessara mála. Virðist einsætt, að þingið eigi að láta til sín taka um þetta mál, ef til slíkrar ráð- stöfunar finst heimild í lögum. Er og ærin ástæða fyrir ríkið, sem ber að miklu ábyrgð á skuld- bindingum bankanna og þar með lánsfé þeirra til útgerðarinnai*, að skygnast um í þessa átt. „Hornafjarðarmáni“. Fyrir nokkru síðan kom út hér í bænum níðrit um Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, kaupfélags- stjórann, Jón Ivarsson, og ýmsa helstu forgöngumenn samvinnu- mála Austur-Skaftfellinga. Níðrit SuDdliioar i sveilm Úr för vestan lands. I. Sund er ein hin fegursta og nytsamasta íþrótt. Nytsemin er ekki einungis innifalin í sjálfs- björgunarkunnáttunni, sem allir þekkja hversu gagnleg getur ver- ið þegar á hana rejoiir, heldur einnig í því, að sundiðkun er holl. Hollustan er margþætt. Hún er innifalin í hreyfingunum, í baðinu sjálfu og ekki síst í því, ef jafnframt eru tekin loft- eða sólböð, sem út af fyrir sig eru talin heilsulind. Af öllum þessum ástæðum ber að iðka og styrkja sund fremur aðrar íþróttir. Sund hefir um of verið vanrækt hér á landi. Má þar um kenna áhugaleysi almenn- ings og of litlum fjárstyrk til þess að byggja góðar sundlaugar. Til skamms tíma hafa aðrir sxmd- staðir ekki verið til en jarðholur með fyrirhleðslu úr torfi á einn veg og botni eins og náttúran hefir gefið hann. Mörg þessi sundstæði eru til orðin fyrir framtakssemi einstakra manna, en þegar þeirra hefir ekki notið lengur, eða skarð komið í garð- hleðsluna, er oft úti um sundnám um fleiri ára skeið. Einkum hefir þetta viljað brenna við um köldu staðina, en þar sem jarðhita hef- ir notið, hefir sund þróast jafn- ara, þrátt fyrir léiegan útbúnað á sundkenslustöðum. Vér Islendingar erum svo lán- samir að eiga heitai' uppsprettur vítt og dreift urn landið, nema fáar í Austfirðingafjórðungi og enga í Skaftafellssýslum sem kunnugt er um. Séu uppsprettur þessai’ skynsamlega notfærðar í þágu sundsins, má mikils vænta. Munurinn á að læra sund í volgu móts við i köldu vatni, er svo mikill, að gei’a má ráð fyrir, að eins mikið lærist á degi í volgu vatni og á viku í köldu. Fyrsta sporið sem stigið hefir verið til verulegra framfara fyrir sundíþróttina er með byggingu sundlaugarinnar í Reykjavík árið 1907. Stærð hennar er 18,8X18,8 m. (30X30 ál.), en vegghæð 1,10 m. í grynnri enda og 2,30 m. í dýpri enda. Veggimir eru hlaðnir úr grásteini límdum í sement og fylt upp að þeim alt í kring, en botninn steinsteyptur. Síðan hef- ir verið auðvelt að skifta um vatn vikulega og hreinsa þróna. Skjól- garður er á alla vegu í kringum laugina úr bárujámi og innan veggja hans eru 20 afklæðnings- klefar fyrir 40 manns. Síðar hefir verið bætt við tveimur sólbaðs- skýlum, þ. e. umgirtum palli af háum veggjum, til þess að taka megi loft- og sólarböð, eftir sund- ið, án þess að næði um menn. Þykir að þeim hinn mesti kostur og notast þau líka til afklæðn- ingar. Laugar þessar hafa orðið sund- íþróttinni til hins mesta gagns um land alt. Þar hafa lært og æft sund flestir okkar bestu sund- menn og hugmyndin um það, að suhdlaugar eigi að vera steyptar einnig í sveitum, er sennilega þaðan komin. Ungmennafélög víðs vegar á landinu hafa haft í hyggju að steypa sundlaugar, en lítið orðið um framkvæmdir sök- um fjárskorts og dýrtíðar. Það er fyrst nú, eftir að ríkið hefir heitið svo ríflegum styrk, sem svarar hálfum kostnaði, að skrið- ur hefir komist á máhð. Að vísu hafa verið steyptar nokkrar vel- gerðar laugar áður, sem notið hafa styrks. Má nefna Reykja- laug á Reykjabraut, gerð '1925, stærð 10X20 m., dýpt 1,10—2,20 m. Reykjaneslaugina við Isafjörð gerð 1926. Stærð 12X18 m., dýpt nálægt 1,20—2,60 m. og laug á Steinstöðum í Skagafirði, gerð 1927, að hkri stærð og Reykja- laugin. Ennfremur er steypt laug að Seljavöllum undir Eyjafjöll- um, gerð 1925—26 og laug í Hveravík í Strandasókn, gerð um líkt leyti, stærð 9X15 m. Allar þessai’ laugar eru opnar og án skjólgarðs, og sumar án skýlis, en allar njóta þær jarðhita. Merkust er sundlaugin við Laugaskóla. Hún er fyrsta yfir- bygða laugin hér á landi, gerð 1925. Það er engu líkara en að nýtt fjör hafi færst í sundíþrótt- ina með þeirri laug. Þaðan út- skrifast árlega, ef svo mætti segja, tugir manna, karlar og konur, á ýmsum aldri. Og það besta er það, að hér er ekki spilt dýrmætum tíma né neinu til kost- að vegna sundsins, heldur er hér iðkuð nytsöm íþrótt til hressing- ar og hvíldar í frístundunum við bóklegt nám. í þessa átt eiga allar sundlaug- ar að gerast á heitum stöðvum. Það er ekki nóg þó til séu opnar laugar sem aðeins eru til þess fallnar að kenna í sund um vor- tímann, heldur þarf fólk að eiga aðgang að upphituðum sundskýl- um allan ársins hring, einkum þó þann tíma ársins, sem minstar eru annir. Hingað til hefir það gengið svo, að þeir fáu unglingar, sem lært hafa sund, hafa fæstir haft tækifæri til þess að halda í- þróttinni við, hvað þá meira. Og þetta er vegna þess, að sundstaði vantar, þann tíma ársins, / sem menn mega sjá af tíma frá dag- legu striti til sundæfinga. Eg lít svo á, að yfirbygðar laugar eigi ekki að vera mjög stórar. Ekki stærri en svo, að auðvelt sé að kenna í þeim sund. Þó koma hér til greina hitaskilyrðin og eink- um þó fólksfjöldi á því svæði sem lauginni er ætlað að ná til. Al- mennasta stæi’ðin á sundþró hygg eg að verði 7X15 m. en dýptin aðeins 1,00—1,50 m. Ung- lingarnir eru ragari í djúpum laugum og auk þess eru þær hættulegar. Svo hefir það reynst í Reykjavík. Við hhðina á yfir- bygðri laug, ætti að koma opin laug stærri og dýpri fyrir sund- garpa, þegar ástæður leyfa. Að yfirbyggja sundlaug getur fjárhagslega séð borgað sig. Hag- urinn liggur í því, að kensla get- ur farið fram á lengri og ódýrari tíma. Með því móti geta marg- falt fleiri lært í sömu lauginni og námið verður ódýrara, með því að ekki þarf að eyða til þess eins dýi*mætum tíma og einskorðuðum. og á sér stað í opnum laugum. Komið hefir það líka fyrir, að sundkensla hefir fallið niður í opnum laugum, vegna kaldrar vortíðart en annan tíma ársins hefir ekki verið kent, að undan- skildu í Reykjavík. Einn hhm mesti kostur yfirbygðu sund- lauganna er enn ótalinn og það er baðhúsið. Hugsum okkur því- líka framför, að baðhús væri komið í allar sveitir landsins, með heitu og köldu steypibaði og volgri sundlaug í upphituðum sal, en hitinn ókeypis. ( II. Hvernig eiga yfirbygðar sund- laugar að vera? Sjálfsagt verður fyrirkomulag þeirra dálítið breytilegt, eftir því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.