Tíminn - 23.03.1929, Page 2
62
TlMINN
Á víðavanéi.
Hornaf jarðarmáni íhaldsins.
Oft hefir mönnum þótt, sem í
fornum þjóðsögum væri fólgin
spásögn um þá hluti, er síðar koma
fi-am. Þetta kom og á daginn, er
fhaldið eignaðist sinn Homafjarð-
armána, sem um skeið var einna
bjai'tast ljós á festingunni! En af
Verði 16. mars síðastl. má ráða
að „þeini stærstu“ hefir brugðið
í brún, þegar Einar á Hvalnesi
var sjálfur leiddur sem vitni í
Tímanum og mánaglætan lýsti inn
í hugskot og innræti forráðamanna
flokksins. Af bréfi Einars var
ljóst, að „þeir stærstu“ höfðu unn-
ið það fáheyrða óhæfuverk, að
nota sér fákænsku Einars, hégóma
girni og fjárhagsvandræði, boðið
honum fé til flugumenskunnar,
talið honum trú um að ræður hans
væru, fyrir sakir ágætis þeirra,
símaðar um alt land og þar fram
eftir götunum! En er bert verður
um svívirðinguna, láta þeir Áma
frá Múla afgreiða málið í síðasta
blaði Varðar. Þar er gefið í skyn,
að Einar ljúgi þessu öllu saman
upp á íhaldsflokkinn! Bregður þar
til þess, sem jafnan vill sýna sig
um innræti fhaldsmanna.Þótti það
hámark ódrengskapar til forna, að
vega að sínum eigin flugumanni.
— Árni telur, að brugðið hafi ver-
ið út af „drengskaparreglu“ með
því að birta í Tímanum kafla úr
bréfi Einars og ásakar mjög Sig-
urð bónda á Stafafelli. Er svo að
skilja að Sigurður og aðrir þeir
menn, sem í bæklingi Einars eru
yfirausnir níði og rógi, eigi að láta
leiðast eins og sauðir til slátrun-
ar, þegar „þeir stærstu“ efna til
bókagerðar, þar sem Einar frá
Hvalnesi er hinn yfirlýsti rithöf-
undur, Bjöm Kristjánsson inn-
blástursandinn og Magnús í vind-
inum prófarkalesari! Þá á Sigurð-
ur á Stafafelli að beygja sig í auð-
mýkt og gæta „drengskaparins“!
„Ýmsir eiga högg------“
í Verði 16. mars síðastl. segir
Árni frá Múla um ritstjóra Tím-
ans, að hann hafi „komist hærra
í lííinu en rök stóðu til“. Ilafi hann
í æsku „verið hverjum manni hvim
leiður“ og þótt sýnt, „að hann
mundi verða vandræðamaður". —
Það er reyndar satt, að ritstjöri
Verðfesting'
kr ónunnar.
Frumvarp
til myntlaga.
Flutningsm.: Ásgeir Ásgeirsson.
1. gr. Gull er sá verðmælir, sem
íslenskur gjaldeyrir miðast við.
Eining gjaldeyrisins nefnist króna.
Krónan skiftist í hundrað aura.
2. gr. Eitt kílógramm af skíru,
ómyntuðu gulli skal jafng'ilda 3037
krónum.
3. gr. Landsbankanum og fs-
landsbanka er skylt að innleysa
seðla þá, er bankarnir hvor um sig
hafa gefið út, með gulli, ef þess
er krafist, þegar fjármálaráðu-
neytið ákveður, að fegnum tillög-
um bankaráðs Landsbankans.
4. gr. Landsbankanum er skylt
að kaupa gull með því verði, sem
ákveðið er í 2. gr., að frádregnum
y~2%, frá þeim tíma, er gullinn-
lausn gengur í gildi samkvæmt
3. gr.
5. gr. Innflutningur og útflutn-
ingur gulls er öllum frjáls.
6. gr. Um gullmynt, er ríkis-
stjórnin lætur slá, skal ákveða í
reglugerð, er fjármálaráðuneytið
setur, að fengnum tillögum banka-
ráðs Landsbankans. Þar skal
ákveða í reglugerð, er fjármála-
ráðuneytið setur, að fengnum til-
lögum bankaráðs Landsbankans.
Þar skal ákveða um stærð gull-
U r v a 1 s
skáldsögur.
Ættarskömm, eftiv Ch. Garvice, ein
allra besta og skemtílegasta sagan
sein út hefir komið eftir þénnan vin-
sœla höfund, 514 bls. og kostar 6 kr.
Heiöahúi, ú gæt saga eftir E. P.
Oppenheim, kostar aðeins 5 kr.
Herbergi nr. 18, verulega spenn-
andi leynilög-reg-lusaga efti.r E. Wal-
lace, kostar aðeins 4 kr.
Maðnrinn sem týndi sjálfnm aér,
-eftir H. de Vere Stacpoole; svo spenn-
andi og’ skemtileg- að sá sem byrjar
að lesa hana getur ekki hætt fyr en
liann er búinn. Kostár aðeins 3 kr.
Violautu, skemtileg og spennandi
saga eftir Ch. Garvice. Kostar einar
2 krónur.
Þessar sögubækur fást sendar hvert
á land sem er gegn póstkröfu. Þeir
sem panta allar bækurnar, fá þær
sendar burðargjaldsfritt, og 10°/o ódýr-
ari. Skrifið strax og pantið þessar
ágætu sögur. Fást hjá undirrituðum.
f
Asgeir (ruðnmiulssou
Pósthólf 944, Reykjavik
tír bréfum
Tímans ólst upp umkomulítill, á
hrakningi í vistum, við vanheilsu
og lítinn þroska. Var sjaldan góðu
spáð um framtíð hans, eins og títt
er um þá menn, er seinþroska
verða. — Öðru máli var að gegna
um Árna frá Múla. Hann er sonur
hins alkunna gáfumanns og sam-
vinnufrömuðs, Jóns í Múla. Átti
hann gott heimili í æsku, þroskað-
ist snemma og áfallalaust, eins og
kroppurinn sýnir! Naut hann leið-
sagnar foreldra og styrktar tll
mentunar. Þótti hann snemma
mannvænlegur og líklegur til stór-
ræða. Jafnvel var hann eitt sinn
álitinn hæfur til sendifarar, fyrir
hönd þjóðarinnar, vestur í „Hvíta
húsið“! Því er svo háttað um von-
irnar eins og annað, að „enginn
grætur það gull, sem hann átti
ekki“. Samtíðaimönnum ritstjóra
Tímans, í æsku hans í Þingeyjar-
sýslu, munu ekki hafa brugðist
neinar vonir um hann. En sagan
um það, hvernig vonir manna um
Árna frá Múla hafa brugðist, hef -
ir þegar verið skráð og verður ekki
endurtekin hér. Nægir að taka það
fram, að hann hefir reynst jafn
hneykslanlega óhæfur til allra
sæmilegra starfa. Má það teljast
raunalegt, er svo bregðast vonir
um menn, sem í æsku þykja væn-
legir til liðsemdar góðum málum.
Ibúðarhús á prestssetrum.
Samkvæmt fyrirlagi kirkjumála
ráðherrans hefir eitt af fyrstu
verkefnum kirkj umálanefndarinn-
ar verið að gera athuganir og til-
lögur um húsagerð á prestssetrum
landsins. Á mjög möi'gum af
prestssetrunum eru húsin óviðun-
anleg og sumstaðar er þörf bráðra
aðgerða. Hafa framkvæmdir í
þeim efnum ekki að þessu verið
með neinni fastri skipun og hafa
fyrir þá sök orðið ríkinu kostn-
aðarmeiri sumstaðar, en góðu hófr
gegni. Tilraunir nefndarinnai
munu beinast í þá átt, að stilla
í hóf tilkostnaði ríkissjóðs og að
leysa þetta vandkvæði í eitt skifti
fvrir öll á hverju prestsetri. —
Hefir nefndin farið þess á leit við
landbúnaðarnefnd Nd., sem hefir
til meðferðar frumv. til laga um
landbúnaðarbanka, að kirkjujarða-
sjóðnum, eða nokkrum hluta hans
verði haldið sem sérstakri deild
með það verkefni fram undan, að
veita hagkvæm lán til húsagerða
á prestsetrum landsins, uns þeim
málum er komið í viðunandi horf.
Síðan mun prestsetrunum ætlað
að yngja sig sjálf upp að húsum.
Virðist vel viðeigandi að kirkju-
jarðasjóður annist þetta verkefni,
sem að öðrum kosti myndi hljóta
að verða leyst á annan engu hag-
kvæmari hátt.
Fréttir.
Áríerðið. Tiðarfarið hefir i allan
vetur verið miklu betra um alt land,
en nokkur dæmi sé til í minnum
elstu manna. Sífeldar þýður og blíð-
viðri hafa staðið \il<u eftir viku. A
þorra tók að vott.a fyrir gróðri og i
iniðgóu voru túu orðin græn hér sunn-
au lands og mun svo verið liafa víð-
ar um land. — Aflabrögð hafa og ver-
ið alveg dæmalaus. Má það marka aí
því, að 15. þessa mánaðar voru kom-
iu á land 75.008 skippund fiskjar.
Er það rúmum 20.000 skippundum
meira en á sama tíma í fyrra, þrátl
fyrir togaravcrkfallið! Má af þvi
nokkuð marka, hvílíkt. tjón hefir orð-
ið að stöðvun flotans, er sjór allui-
var fullur af fiski. En nú er afli tog-
ara talinn í tregara lagi.
„Sá sterkasti". Leikur þessi á mjög
miklum vinsældum að fagna hér i
Reykjavík. Er hvorttveggja, að hanu
cr vel gerður frá liendi höfundarins
og að mjög er tii sýningarinnar vand-
að a allan liátt bæði um meðferð hlut-
verka og leiksvið. Meðferð aðalhlut
verka ága'l og eigi síst. Haraidav’
Björnssonar, sem leikur höfuðpersón-
una og ber uppi leikinn allan. Fru
Soffía K\aran og Friðfinnur Guðjóns-
son leika hin stærstu hlutverkin.
Smærri hlutverk leiká þau Hjörleifur
Iljörleifsson og nngfrú límelia Ind-
riðadóttir og ferst það vel.
„Árbók Slysavarnafélags íslands
1928“ er nýkomin út. í árslolc voru fé-
lagar orðnir 1350,, þar af 758 skrá-
settir i Reykjavík. Síðan um áramót
hafa verið stofnaðar tvær sveitir, önn-
ur á Bíldudal með 71 félaga, en hin
á ísafirði með 24. Auk þess hefir fé-
lögum fjöigað, hæði hér í Reykjavík
og annarsstaðar, svo að láta mun
nærri, að um 1500 mcnn liafi verið
í Slysavarnafélaginu í lok ianúar-
mánaðar s. I. Væntir stjórn fé
lagsins þess, að fólagar verði orðnir
3000 að minsta kosti um næstu ára
mót. Eignir félagsins voru í árslok
kr. 12175.75. — Árbókin er öll hin fróð-
legasta og sogir nieðal annars greini-
lega frá stofnun félagsins og starf-
semi þess á liðnu ári. þá er og skýrsla
um sjóslys hér við land árið sem leið.
drukhanir og skipströnd.
Frá pjóðvinafélaginu. A8 undirlagi
Alþingis, sem hefir yfirstjórn þjóð-
vinafélagsins, hefir stjórn þess afráðið
að láta sögu .Tóns Sigurðssonar koma
út á veguin félagsins, fyrsta hindi
þegar i vor, enda eru i ár 50 ár Jið-
in frá láti hans. Er þetta mikið rit,
enda svo til stofnað, að það hafi aö
geyma sögu þjóðarinnar og þjóðmáhi
samt.ímis, þar með og mjög mark
verða þáttu í íslenskri bókmentasögu.
Mun láta nærri, að alt verkið taki
5 ár, 28—30 arkir á Ari. Fá félags-
menn með ársbókunum, og verður árs-
tillag aðeins 10 kr., meðan þetta rit
er að koma út, ef ekkert óvænt kem-
ur fyrir, og er það þó gjafverð, með
því að liækur félagsins verða 42—45
arkir á ári þann tíma, en ritið prent-
að á úrvalspappír. I lausasölu er ráð
gert að hvert bindi kosti aðeins 7
kr. þeir félagsmenn, sem ekki vilj-i
þekkjast þetta lcostaboð, munu verða
strikaðir út úr félagatölu, ef þeir til
kynna þá ó.sk sína, Rcykvíkingar
stjórn félagsins, aðrir landsmenn
þeim umboðsmanni félagsins, er þeir
hafa skiít við hingað til.
Frá Málaflutningsm.fél. íslands.
1 15. tbl. Tímans, sem út kom
16. þ. m„ beinið þér, herra rit-
stjóri, þeirri fyrirspurn til for-
manns Málaflutningsmannafélags
Islands, hvort félagið hafi, með
samsæti, er haldið vai' fyrir Jó-
hannes bæjarfógeta Jóhannessor,
hinn 28. f. m., viljað taka afstöðu
til máls þess, er höfðað hefir ver-
ið gegn honum af ríkisvaldinu.
Fyrir félagsins hönd skal jeg
lýsa yfir því, að nefnt mál hefir
aldrei verið rætt í Málaflutnings-
mannafélaginu og félagið því að
sjálfsögðu enga afstöðu tekið til
þess.
Virðingarfylst,
Pétur Magnússon,
p. t. formaður.
ATHS.
Tíminn spurði ekki um það,
hvort félag málaflutningsmanna
hefði haft umrætt mál til umræðu
eða ályktunar á félagsfundi, held-
ur um það, hvort málaflutnings-
mennirnir hafi með samsætinu
viljað taka afstöðu til málsins eins
og látið er í veðri vaka í blaðinu
Ilæni á Seyðisfirði. Tíminn telur
því spurningu sinni ósvarað.
Ritstj.
myntar, blöndunarhlutföll og um
slitna mynt og skaddaða. Gull-
mynt sú, sem ríkisstjórnin lætur
slá, skal vera löglegur gjaldeyrir
með íullu ákvæðisverði.
Lög þessi öðlast þegar gildi, og
eru þá jafnframt úr gildi numin
peningalög frá 23. maí 1873 og lög
nr. 9, 27. maí 1925, um framleng-
ing á gildi laga nr. 48, 4. júní
1924, um gengisskráning og gjald-
eyrisverslun og breyting á þeim
og þau önnur ákvæði, sem fara í
bága við þessi lög.
Greinargerð.
Frumvarpi þessu fylgir svo iát-
andi greinargerð frá tveim gengis-
nefndarmönnum, þeim Tryggva
Þórhallssyni og Ásgeiri Ásgeirs-
syni:
Við leggjum til, að íslenska
krónan verði verðfest með lögum
í því gildi, sem hún nú hefir. Það
er nú svo langt um liðið frá því
hinar miklu verðbreytingar gjald-
eyrisins gagnvart vörum og vinnu
hófust, að mestalt núverandi
sparifé landsmanna hefir safnast
á tímum með hærra verðlagi og
minni kaupmætti krónunnai'. Sama
er um mestallar núgildandi skuld-
bindingar að segja. Þá hefir og
gengi krónunnar verið óbreytt á
fjórða ár fyrir tilhlutun Alþingis.
Við erum því þeirrar skoðunar, að
mestu réttlæti meðal þegna þjÓ3-
félagsins verði til leiðar komið
með því að láta núverandi gildi
krónunnar verða varanlegt auk
þess sem það er nauðsynlegur
grundvöllur fyrir viðskifta- og at-
vinnulíf framtíðarinnar og á eng-
an hátt hættulegt fyrir álit þjóð-
arinnar hjá erlendum viðskifta-
þjóðum.
V erðbreytingar gj aldeyrisins
gagnvart vöru og vinnu er það
höfuðatriði, sem almenning varð-
ar í þessum efnum. Við þann til-
gang að halda kaupmæti gjaldeyr-
isins sem stöðugustum ber þjóðfé-
laginu að miða sín viðskifti. Aðal-
ráðið, sem þjóðirnar hafa haft til
að halda kaupmætti gjaldeyrisins
föstum, er að miða gjakieyrinn
við gullið. Gullið hefir í því efni
ýmsa kosti fram yfir aðrar vörur.
En gullið er þó aðeins milliliður,
meðal, sem notað er í öðrum til-
gangi er þeim, að tryggja fjái-
eigendum gull í stað seðla. Um
langt skeið fyrir ófriðinn mikla
hafði gullið þjónað allvel í þess-
um tilgangi, að halda stöðugum
kaupmætti gjaldauranna. En í
ófriðnum fór þetta út um þúfur,
sumpart vegna hafta, sem sett
voru á gullflutninga milli landa, og
sumpart vegna þess, að gullinn-
lausn seðla var upphafin í flestum
löndum og seðlaútgáfan varð óhóf-
leg. Svo fór og hjá oss. 4. ágúst
1914 var Islandsbanka veitt und-
anþága frá gullinnlausn, og hefir
verðgildi gjaldeyrts vors síðan
verið tiltölulega óháð verðbreyt-
ingum gullsins, og verður ekki um
það sakast, að svo miklu leyti sem
gullið um tíma misti eiginleika
sinn til að hafa stöðvandi áhrif
á kaupmátt gjaldaura yfirleit. En
nú hafa flestar þjóðir aftur tekið
upp gullfót, svo það geti aftur
veitt kaupmætti pappírspeninga þá
festu, sem til er ætlast. Það er því
nú orðið hin öruggasta leið til að
skapa seðlum fast verð, að miða
gildi þeirra við gull. Um það mun
ekki vera ágreiningur, að við Is-
lendingar sem aðrir eigum að
taka aftur upp gullgildán gjald-
eyri, en um hitt er deilt, hvort
staðar skuli numið þar, sem nú
er komið, eða kept að hinu gamla
gullgildi, sem krónan hafði fyrir
ófriðinn.
Ef hækka skal krónuna upp í
hið gamla gullgildi, þá þarf um
leið að auka kaupmátt hennar, eða
með öðrum orðum lækka verðlag
á vörum og vinnu að sama skapi.
En hvorttveggja stritar á móti,
einkum þó verðlag á vinnu og inn-
lendri vöru. örðugleikarnir á því
að lækka verðlagið alment sjást
skýrast á því að eftir að gengið
hefir nú staðið fast á fjórða ár,
er hinn innlendi kaupmáttur krón-
unnar ekki enn komin upp á móts
við hinn erlenda kaupmátt, eða
hið skráða gengi. Eftir genginu
ætti verðlagsvísitalan að vera um
eða undir 200, en var.um síðustu
áramót 217. Það er því enn eftir
að framkvæma nokkurn hluta
þeirrar hækkunar, sem gerð var
með gengisskráningunni haustið
1925. Örðugleikarnir á því að
hækka raunverulega gjaldeyrinu
eru tilfinnanlegir í mörg ár. Verð-
lagið lætur ekki undan nema fyrir
skorti á kaupgetu, atvinnuleysi og
almennri kreppu. Lækkandi verð-
lagi fylgir deyfð í atvinnulífinu,
kyrstaða, sem gerir þjóðina fá-
Frá merkum lögíræðingi utan Rvíkur:
„Nú hefi eg þá séð dóm Bergs .Tóns-
sonar i málinn gegn Jóhannesi bæi-
arfógeta .Tóhannessyni, og verð eg að
líta svo á, að hann sé alveg réttur.
að því er til sakarinnar kemur, en
lielst til vægur, og mjer hefði ekki
komið fil liugar að hafa hann skil-
yrðisbundinn þegar um vísvitandi
emhættisalglöp er að ræða. Mér er það
mjög á móti skapi, að þurfa að lítu
svona á, en hjá því verður ekki kom-
ist, og sárgrætilegt er, að svona skuli
iara fyrir einum af þeim elstu og að
mörgu leyti bestu embættismönnum
okkar. Ilvernig, sem á þetta er litið,
þú er þetta mjög leiðinlegt mál, og
þvl þykir mér dómurinn of vægur,
að hetur má nota hann til árása á
stjórnina en ella; dómurinn hefði ált
að taka hetur af skarið um það, að
hér var um mjög vítavert athæfi að
ræða; almenningi hefði þá gengið
betur að skilja kjarna málsins, en
hann er sá, að skiftaráðandi hefir oft,
að ástæðulausu, rýrt hag þeirra húa,
sem liann hafði tii skifta, með því að
taka fé þeirra úr sparisjóðsbókum
þeirra og ávaxta það í eigin liagnað.
þó menn ef til vill greini á um, hvort
skiftaráðanda beri skylda til að sjá
um, uð það fó húánna, sem er ekki
á vöxtum þegar til skiftaráðanda
kemur, ávaxtist, þá mun enginn, þó
ástæður séu eins og til þessa hafa
verið á íslandi, efast um, að skifta
ráðandi má ekki rýra ástæður eðd
liag húanna, ekki einu sinni af skeyt-
tækari en hún hefði getað orðið,
ef hún hefði átt við að búa verð-
fastan gjaldeyri, og þar af leið-
andi fjör í framleiðslu.
Afleiðingarnar af lækkandi
verðlagi, sem fylgir hækkun krón-
unnar, hverfa raunar á löngum
tíma, þó þungbærar sjeu meðan
yfir stendur. En krónuhækkunin
skilur þó eftir sig óafmáanlegt
ranglæti, þar sem skuldabyrði alls
atvinnulífsins. Atvinnurekendur
hafa beðið mikinn hnekki af þeirri
hækkun, sem orðin er. Sumir hafa
gefist upp. Af því stafa að miklu
leyti töp bankanna. Aðrir berjast
í bökkum með þungar skuldabyrð-
ir, þyngri miklu en þegar lánin
voru tekin. Ef enn ætti að hækka
krónuna um rúmlega 2OV2 frá því,
sem nú er, mundu skuldatöp bank-
anna aukast stórlega. Og þeir,
sem stæðust hækkunina, yrðu að
bera fimtungs álag á skuldir sín-
ar. Meginið af núgildandi skuld-
bindingum er frá þeim tímum,
þegar krónan hefir haft líkan eða
minni kaupmátt en núna. Skuldu-
nautum yrði því íþyngt óhæfilega
og mjög ranglátlega með aukinni
krónuhækkun. Það væri því meiri
óhæfa, þar sem ríkisvaldið hefir á
síðari árum og mun, eftir því, sem
á horfist, enn gera ráðstafanir til
að hvetja menn til framtakssemi
með því að skapa lánsmöguleika
til langs tíma, einkum fyrir land-
búnaðinn. Allar slíkar ráðstafanir
skylda ríkisvaldið til að láta sitja
við það verðgildi, sem gjaldeyi'ir-
inn nú hefir. Ef ríkisvaldið ætlar
sér ekki að sjá um, að almenn-