Tíminn - 20.04.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.04.1929, Blaðsíða 3
TÍMINN 91 I c ik e 1 i dekk og slöngur, er mjög vel þekt liér á landi fyrir gæði. Hefi þessi ágætu dekk fyrirliggjandi í öllum stærðum, með mjög góðu vmði. T. d. kosta 30X5 Extra Heavy Duty að eins kr. 124.00, SQXS'U (eða 31X4) Extra Heavy Duty kr. 50.00. Slöngur 30X5 kr. lö.oO, 30X3'/2 kr. 9.00 og alt eftir þessu. — — Sendi út um alt land gegn póskröfu —. Egill Vilhjálmsson B. S. R. Reykjavík kr., til innfl. sauðnauta 20 þús. kr. Mjólkurfél. „Mjöll“: fyrir 4000 kemur 6000 kr. Af brtt. einstakra þingm., sem sain- þyktar voru, má nefna þessar: Til Öxnadalsvegar 10 þús. kr., til Vopna- fjarðarvegar 10 þús. kr. Fjórir sjúkra- styrkir: Til Ólafs Stefánss. ísafirði 3000 kr.,- Jóns Jónssonar klæðskera i Vestm.eyjum 1000 kr., Unnar Vil- hjálmsdóttur kenslukonu 1200 kf., þorgils þorgilssonar Í Vestm.eyjum 3500 kr., til Iðnaðarm.fél. á ísafirð' 1200 kr., til Gagnfræðaskóla Rvíkur 2000 kr,, til Páls ísólfssonar til kensli; í orgelleik 2500 kr., til þorbergs þórð arsonar 2400 kr. (i stað 1200 áður), til Magnúsar Ásgeirssonar til ljóða- þýðinga úr erl. málum 1500 kr., til Samúels Eggertssonar til að gefa úi hlutfallauppdrátt af sögu ísl. 2000 kr., til áveitu- og sandgræðslu í Meðal landi 5000 kr., til sandgræðslugirðing- ar um Helluvaðs- og Grafarsand A Rangárvölium 12000 kr., til Magnúsar Jónssonar Torfastöðum til eflingar sil ungaklaki 1200 kr., til vamar spjöll um af jökulánni Skálm í Álftaveri GG00 kr., til minningarsjóðs frú Maríu Össurardóttur Flateyri ti 1 berkla- varnastarfsemi 2000 kr. Róður mentaskólanemenda í ræðu, sem forseti Alþingis, M. T., iiélt í Mentaskólanum fyrir nokkru, komst ræðumaður þannig að orði, að lítil væri framförin í iþróttaiðkunum í skólanum, því að ekki væru enn nema 2 stundir á viku til leikfimi eins og fyrir 40 árum. Eggjaði hann stjórn skólans, að láta nú ske nokkra umbót á því sviði. Stjórnin hefir nú i samráði við rektor og leikfimiskenn- ara skólans f.engið leigða tvo kapp- róðrarbáta handa piltum, og æfa þeiv sig nú, dagiega þegar veður leyfir á höfninni. Um 150 piltar tóku þátt í þessum æfingum með hinum mesta óhuga. Má vænta þess að skólinn hafi eignast sína eigin báta fyrir haustið, og að róður verði brátt vinsæl íþrót: í mörgum skólum á íslandi. Mjöa ólilct var tekið í málið af hálfu íhalds- meirilílutans i bæjarstjórn Reykja- vikur, þvi að fyrir fáum dögum neit- aði bæjarstjórnin að gefa skólanum blett við Skerjafjörð undir skúr fyrir báta Mentaskólans. A. —---O..— virtist áhugi vera þar mikill fyrir allskonar framförum 1 búskap og jafnvel ekki síst hvað garðrækt snertir. Eitt var sérkennilegt fyr- ir námsskeiðið á Blönduósi og sem eg hefi ekki vanist áður á bænda- námsskeiðum. Þar voru haldin þrjú erindi um trúmál — að til- hlutun „Framfarafélags Austur- Húnvetninga“. Séra Bjöm Stef- ánsson á Auðkúlu flutti erindi um kirkjumál, en séra Gunnar Áma- son á Æsustöðum annað er hann nefndi „Trú og vísindi“ og lét þau faðmast. En. þriðja lesturinn hélt Klemens Guðmundsson bóndi í Bólstaðarhlíð, um trúarbrögð kvekara. Mun Klemens vera fyrsti og einasti kvekari á Islandi. Er- indið var skipulega samið og flutl af hógværð og stillingu. Nokkrar umræður urðu út af erindum klerkanna, en enginn andmælti skoðunum þeirra, svo lítið fjör varð á fundinum. Ungt fólk á Blönduósi hafði æft leiksýningu og var hin bráð- skemtilega og víðkunna endileysa „Föðursystir Charleys" sýnd tvö kvöld í röð. Menn skemtu sér hið besta við leikinn — enda allvel leikið á pörtum. Bar þó nokkuð á því að viðvaningum hættir oft við að fara út í öfgar og er það síst að furða, því æfðir leikarar stranda við og við á því sama skeri. Ekki kann eg að nefna nöfn, enda þótt sumir leikendur ættu það skilið, ekki síst ungu stúlkurnar sem hörkuðu af sér „flensuna" og fóru í leikinn með talsverðum sótthita. En aðgöngu- miðar allir að fyrstu leiksýning- Svar til Ottós B.Arnar O. B. A. ritar grein í Morgunblaðið 19. þ. m. um drátt ríkisstjórnarinnar á byggingu hinnar fyrirhuguðu út- varpsstöðvar og bendir þar meða! annara á, að þingið ætti að kjósa nefnd til að hrinda málinu í fram kvæmd „og velja menn í hana eftir hæfileikum en ekki kunningsskap eða stjórnmálaskoðmium". í annan stað bendir hann é, að það muni vera skemtiferð fyrir G. Brlem að fara ti! Prag, í þriðja lagi að hann (O. B. A.) standi í sambandi við nefnd þá seni íjalla á um bylgjulengdir í Evrópu, og form. þeirrar nefndar hafi snúið sér til sín út af drætti sttjórnarinnar um svar við bréfi um þetta efni. það sem O. B. A. segir um afskifti stjórnarinnar í þessu máli, verður skiljanlegt, þegar afstaða hans til h.f. Útvarps er athuguð og ritgjörðir úr sömu átt, þar sem heimtað var að ríkisstjórnin tæki þegar að sér sjúklinginn h.f. Útvarp, eftir að fé- lagið varð að hætta sökum skipulags- vanheilsu og skort á ráðunautum. sem væru starfinu vaxnir. Um sam band O. B. A. við nefnd þá, sem hann segir að hafi með úthlutun „bylgjulengda" að gera má sennilega líta á þá staðhæfingu eins og aðrar smáskrítlur, sem birst hafa eftir sama höfund. Eins og allir sjá, þarf mikinn tlma til undirbúnings þessa máls og svo er nú ekki nema ca. eitt ár síðan h.f. Útvarp hætti að starfa. Annars mundi fara best á því, að nefndur O. B. A. kæmi sem minst við útvarpsmálið í heild sinni, því bæði er það, að hann er enginn sérfræðingur í þessum efn- um og hitt, að hann er búinn að slá svo mörg vindhögg, að það verð- ur ekki tekið lengur mark á skrifum hans um útvarpsmálið. Út af ummælum hans um skemti ferð Gunnl. Briems til Prag, er því að svara, að nú er bylgjulengd feng- in, eftir því sem eg veit best, sem er einmitt mjög heppileg fyrir ísland. Annars geri eg ráð fyrir, að ríkis- stjómin muni vera einfær . um að hrinda þessu máli i framkvæmd án aðstoðar O. B. A. Ego. ----O----- Áfelli hefir gert um land alt undan- farna daga með allmiklu frosti, stór- viðri og nokkurri fannkomu í norð- urlandi. Hefir frostið þegar valdið miklum skemdum á blómagróðri og trjám í görðum og stendur voði fyrir dyrum, um að gróður biði mikinn hnekki, ef kuldar haldast. í dag er aftur hlýrra. unni voru uppseldir, svo ilt hefði verið að fresta henni. — I miðri vikuimi hélt Ungmennafél. Torfa- lækjarhrepps skemtun og vorum við félagar fengnir til að segja frá og lesa upp. En síðan var sungið og dansað og ekki stóðu Húnvetningar Skagfirðingum að baki í þeirri list. Laugardaginn 2. mars kvöddum við góðkunningja þá er við höfð- um eignast á Blönduósi og héldum á stað til Hvammstanga. En áðui en farið var á stað skrapp eg yf- ir á kvennaskólann að kveðja stúlkurnar og las þá yfir þeim um leið um blómarækt. Mér fanst eg yfirleitt taka eftir þyí í ferðinni að áhugi væri meiri og almennari fyrir blómarækt norðanlands held- ur en sunnan. Og að misráðið hafi verið hjá mér að gera hana ekki að umræðuefni á námsskeiðunum. Við urðum síðbúnii' frá Blöndu- ósi, en færð var ill. Við Sigurður á Arnarvatni höfðum aldrei séð Vatnsdal, en kunnum því illa að fara framhjá honum án þess að sjá hann. Varð því úr að við þáð- um heimboð hjá Magnúsi bónda • Stefánssyni á Flögu og gistum þai um nóttina. Gott þótti okkur þar að vera. Dimt var er við ókum fram eft- ir dalnum um kvöldið, en morg- uninn eftir var bjart og hlýtt sem á vori. Ljómaði Vatnsdalur þá í dýrð sinni og ekki er ofsög- um sagt frá honum. Enda segja menn hann einna fríðastan dala á Norðurlandi. Vatnsdalsfjall er tignarlegt og hátt, sumstaðar gró- ið grasi hátt uppeftir hlíðum, en Fréttir. Hvanneyrarskóli. Tímanum hefir borist skýrsla skólans fyrir skólaárin 1926—1928. Kennir þar margra grasa og er skýrslan mjög fróðleg.Auk nem- endatals og frásagna um kenslu, nám- skeið og skólalíf eru margvíslegar yfirlitsskýrslur um störf skólans og viðgang á liðnum árum. Er þar fyrst að telja „Yfirlit um jarða- og húsa- bœtur, er skólastjóri hefir framkvæmt og kostað á árunum 1908—1928“. Eru þar taldar margvíslegar sléttur, fram ræsluskurðir, lokræsi, ílóðgarðar. heimavegir, votheys- og safngryfjur samtals 7950 dagsverk. þar við bætast siðan miklar bætur útihúsa. — Ríkis- sjóður hefir á árunum 1910—1928 lát- ið reisa: skólahús, leikfimishús, íbúð arhús í stað þess, sem brann 1917, rafstöð og fjós yfir 80 nautgripi. — Tún og engjar á Hvanneyri eru nú, sem hér segir: Heimatún, að mestu vélfært 25,3 ha., Staðarhóll 2.3 ha, áveituegni, um 2/3 vélfært 60,8 ha. og flæðiengi, utan áveitu 11.6 ha., sam- tals 100.0 ha. Hefir verið lögð mikil áhersla á að þurka, slétta og bæta ' engjarnar, sem mjög var ábótavant Er mjög látið af því, hversu vel hafi gefist vetraráveitan og fylgir mynd, sem sýnir mittisháa gulstör. — Næst er ítarlega gert grein fyrir uppsker- unni á árunum 1907 til 1928. Var hún síðasta árið: 1000 liestar taða, 2600 útliey, 25 tunnur kartöflur og 309 rófur. þá er áhaldaskýrsla og eru áhöld skólans margvísleg og fullkom- in. Meðal þeirra er dráttarvélin. Hefir Páll Stefánsson frá þverá sýnt þá rausn að gefa skólastjóranum dráttar- vél, enda vélin vel sett þar sem aug- lýsing og tæki til kenslu í meðferð þessarar stórþörfu vélar. Telur sltóla- stjórinn að vélin hafi reynst sér prýðilega, kveður hana að vísu hafa mátt vera aflmeiri, en hún sé olíu- spör. Mest hefir hún verið notuð til herfingar. Halldór skólastjóri gerlr ágiskun um hvað kosta muni að vinna eina dagsláttu með Fordson og nauðsynlegum áhöldum og er hún á þessa leið, þó miðað við lágmarks- kostnað, þegar alt gangi vel: Stofn- kostnaður vélar og verkfæra um 6000 kr. Gert ráð fyrir 3000 kr. láni úr Vélasjóði með 5% vöxtum verður kr. 150.00. Af afganginum reiknast 7—8% uin kr. 250.00. Afföll og viðhald vélar 25%, um kr. 1600.00. Samtals kr. 2000.00. Nú gerir hann ráð fyrir, að saman vinni 2 dugandi menn er geti unnið 150 dagsl. frosta á milli, en telur þó aðeins 100 dagsl. vinnu, þó alt gangi slysalaust og verður þá annarstaðar agalegar skriður. Og allur er dalurinn ein óslitin gras- breiða. Snjórinn sem lá eftir í lautum og skorum teiknaði hið yndislegasta línuskraut á fjallið ofanvert. Álftir flugu í hópum út eftir dalnum og söfnuðust saman og sungu á flúðunum fyrir neðan Hjallaland, sem er þriðji bær í d.alnum utanverðum — yndislegt býli — en af þeim eru mörg í Vatnsdal. En skamt fyrir neðan Hjallaland eru hinar einkennilegu endurminningar ísaldarinnar, hin- ir frægu og fjölmörgu Vatnsdals- hólar; — eitt af því þrenna sem sagt er að óteljandi sé á Islandi, eins og vötn á Tvídægru og eyjai á Breiðafirði. Mánudaginn þann 4. mars byrj- uðum við á fyrirlestrum á Hvammstanga og voru þar um og yfir hundrað manns á námsskeið- inu, úr kaupstaðnum og nærhggj- andi sveitum. Hvammstangi er heldur óskipulega bygður, en bæj- arstæðið er í sjálfu sér gott. Fá- eina smáa blómgarða sá eg þar, en aðeins einn lítinn kartöflugarð. En eigandi hans sagði mér að hann hefði fengið 5 tunnur af kar- töflum upp úr honum í haust. Sýnir það að kartöflur má rækta þar ekki síður en annarsstaðar, enda virðist lega landsins sérlega góð. En mér var sagt að hæns þeirra Tangabúa hefðu útrýmt garðræktinni þar, en ekki veit eg þó hvort það er satt. Hvamms- tangi stendur ekki á eigin lóð, heldur verða menn að leigja þær og sennilega stendur það ræktun- inni eitthvað fyrir þrifum og ger- kostnaðurinn á dagsláttu hverja: Stofnkostnaður, afföll og viðhald um kr. 20.00. Oliukostnaður um kr. 12.00 Kaup og fæði 2 manna kr. 20.00. Sam- tals um kr. 52.00. Margt fleira er fróðlegt í skýrslu þessari, sem oflangt yrði upp að telja. Fæðiskostnaður nemenda varð veturinn 1927—28 alls um 284 kr. eða kr. 1.40 á dag. Furðuleg málaferli. Eins og lesend- ur minnast, höfðaði Einar Jónasson fyrverandi sýslumaður mál gegn rík- isstjórninni út af frávikningu sinni Krafðist iiann þess, að ógiid yrði dæmd frávikning sín, að hann yrði að nýju settur inn í embættið og að rikisstjórnin yrði dæmd til að greiða sér 200 þús. kr. í skaðabætur fyrir alitsspjöll. Var ríkisstjórnin sýknuð af kærum og kröfum sækjandans i undirrétti og staðfesti Hæstiréttur nýlega þann dóm. Dauði Natans Ketilssonar, leikritið, eftir frú Eline Hoffmann, var sýnt hér í fyrsta sinni á fimtudaginn við gríðarlega aðsókn. Meginhlutverkin leika: Tómas Hallgrímsson Natan, frú Ingibjörg Steinsdóttir frá ísafirði Agnesi og frú Svava Jónsdóttir frá Akureyri Skáld-Rósu. Smærri hlut- verk léku Haraldur Björnsson, Frið- íinnur Guðjónsson og Gunnþórunn Halldórsdóttir. Langmest mun hafa þótt kveða að leik Ingibjargar Steins- dóttur og er hún hér ný á leiksviði Yfirleitt mun leikurinn hafa þótt ve! sýndur. Að loknum leik voru leik endur kallaðir fram og að síðustu skáldkonan, höfundur leiksins, sem er stödd hér i bænum, og öllum klapp- að lof í lófa. Magnús Olsen prófessor í norrænum vísindum við Oslóar-háskóla, er um þessar mundir gestur háskóla ís- lands, samkvæmt boði háskólans sjálfs og flytur hér erindi á vegum háskólans um fræði sín. Veitti A1 þingi í fyrra dálitla fjárupphæð með því augnamiði að háskólinn byði hingað einum fræðimanni árlega, tii þess að flytja vísindaleg erindi á ir menn athafnaminni. En nú eiga Tangamenn kost á að fá jörðina kejipta og er líklegt að þeir láti ekki það tækifæri úr greipum ganga svo að hið marglofaða framtak einstaklingsins fái að njóta sín. Á Hvammstanganámsskeiðið kom einn Húnvetningurinn enn með trúmálaerindi og flutti það eitt kvöldið. Var hann þröngsýnni en flestir aðrir sem eg hefi hlust- að á. Enga viðurkendi fyrirlesar- inn sem bræður sína eða systur, nema þá sem trúa á meygetnað- arkenninguna, og hverju orði bib- líunnar bókstaflega. Svo vel var hann lesinn í ritningunni, að hann virtist kunna hana spjaldanna á milli, en hinn þröngsýni skilning- ur hans virtist gjörsamlega ósam- boðinn þeirri þekkingu. Stakk hann mjög í stúf við hina frjáls- lyndu kennimenn austursýslunnar. Frá Hvammstanga fórum við á smábát til Borðeyrar og vorum í 5 kl.stundir á leiðinni. Hefi eg aldrei fyr séð sjóinn jafn spegil- sléttan. Æðarfuglinn synti í stórhópum við Bjálkastaðanesið og í kringum eyjarnar á Hrúta- firði. Blikarnir og kollurnar hófu sig þunglamalega til flugs þegar báturinn nálgaðist, en gátu varla lyft sér; stungu sér svo á bólandi kaf er þeim fanst þeir vera komn- ir nógu langt frá okkur. Fagurt var að horfa til fpall- anna á Ströndum. Við stóðum við stundarkom á bæ einum — Kollsá — á Strönd- um og þáðum þar kaffi. Yfirleitt voru sjaldan margir kilometrar vegum skólans og er prófessor Olsen fyrsti slíkur gestur. Hann varð, þrí tugur að aldri, kennari í norrænum fræðum við háskólann í Osló, eftir- maður Soplius Bugge, er skörungur var talinn í þeirri vísindagrein. þyk- ir prófessor Olsen og mjög skara fram úr og vera meðal fremstu for- ustumanna í norrænum vísindum. íslaudsmyndin. Loftur Guðmunds- son kgl. liirðljósmyndari sýndi nýlega íslandskvikmynd sína og bauð til nokkrum gestum. Hefir myndin ver- ið endurbætt og nokkuð aukin. Bjarni Sæinundsson verður, samkv. tilkynningu frá danska sendiherran- um, gerður heiðursdoktor við Hafn- arháskóla á 450 ára afmæli skólans, sem fer í hönd. Slysfarir. þann 4. apríl síðastl. varð það hörmulega slvs í Skaftártungu að tveir efnismenn druknuðu við veiði- skap í Eldvatninu. Voru þeir: Sveinn sonur hjónanna í Flögu, Vigfúsar Gunnarssonar og Sigriðar Sveins- dóttur og Páll Sigurðsson systursonur húsfreyjunnar í Flögu. Eru slíkir at- burðir stórum dapurlegir. GvendarsjóSur. Norska skáldkonan Sigrid Undset liefir nýlega stofnað 60 þús. kr. sjóð og á að verja vöxtum lians til greiðslu skólagjalds fyrir fa- tæk kaþólsk norsk börn. Vöxtunum á að úthluta árlega á dánardegi Guð- mundar góða Hólabiskups og hans nafn ber sjóðurinn. Tilbúinn áburSur. Norsk Hydro hef ir undanfarið verið að stækka verk- smiðjur sínar við Rjúkan, svo að framleiðsla tilbúins úburðar eykst þar mjög. Nú eru framleiddar þar 180 þúsund smálestir árlega, en eftir stækkunina verður hægt að framleiða þar 450 þús. smál. á sama tíma. Ný- byggingar félagsins við Rjúkan hafa kostað rúmlega 70 miljónir króna. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson, Ásvallagötu 11. Sími 2219, Prentsmiðjan Acta. milli kaffibollanna á þessu ferða- lagi okkar um Norðurland. Skemtilegt var að sigla inn Hrútafjörð í kvöldkyrðinni og tii Borðeyrar komum við að kvöldi þess 8. Þar stóð síðasta náms- skeiðið yfir í 4 daga og var það ágætlega sótt þrátt fyrir strjál- bygð sveitanna þar. Gleðibragur var yfir Strandamönnum — fáni dreginn við hún á degi hverjum og sungið mikið og vel. Kominn var þar og hinn þjóðkunni kvæða- maður Sigvaldi Indriðason úr Döl- um og aldrei er. dapurt þar sem hann er. Samankomnir voru þarna Laxdælir, Hrútfirðingar, Miðfirðingar og Strandamenn alla leið utan úr Bitru. Á Borðeyri búa milli 50—60 manns og er rúmlega helmingur- inn börn. Þorpið er lítið en þrifa- legt og ekki óskipulega bygt. Tíð- in var hin besta þessa daga og varð Strandamönnum tíðrætt um hana. Enda hafa þeir oft átt við annað að búa en blessað blíðviðr- ið. Mannmargt var á Borðeyri þessa dagana og glaumur og gleði ríkjandi. Annan dag námsskeiðs- ins, sem var sunnudagur, kom þangað meygetnaðarpostulinn frá Hvammstanga og lét ljós sitt skína á milli kl. 12 og 1. En tala „frelsaðra“ sálna eftir þann lestur er mér ókumi. Enda leist mér svo á Strandamenn, að þeir myndu ekki þurfa slíkrar „frelsun • ar“ við. — Miðvikudagsmorgun kvöddum við Borðeyringa og þökkuðum þeim ágætar viðtökur og fórum suður að Hvanneyri um kvöldið. Snjólaust var algjörlega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.