Tíminn - 27.04.1929, Blaðsíða 1
(S)aíbferi
og, afgrei&sluma&ur Címans er
Kannueig }? o r s I e t n s&ó II i r,
Sambanös^ústnu. &eyfjacif.
J2^.fgreit>sía
limans er i Samban&sfjúsinu.
©pin öaglega 9—\2 f. I}.
5>ími ^90»
XHI. ár.
Reykjavík, 27. apríl 1929.
29. fclað.
„Kynþáttastrídid“
í Leikfélagi Reykjavíkur.
I.
Leikfélag Reykjavíkur var stofn-
að laust fyrir aldamótin síðustu,
sama árið og iðnaðarmenn reistu
hús sitt við Tjörnina. Miðað við
stærð Reykjavíkur mun Iðno hafa
í öndverðu mátt teljast allmyndar-
legt leikhús. Nú er það fyrir
löngu hætt að svai'a slíkum þörf-
um og mun að tiltölu við stærð
bæjarins og aðrar ástæður vera
ófullkomnasta leikliús á landinu.
Húsið er nú langtum of lítið, leik-
svið þröngt og loftræsla í slæmu
lagi. Mestri furðu sætir þó, að
Reykjavíkurbúar skuli með jafnri
þolinmæði hafa látið bjóða sér
slík sæti, sem þar er til að dreifa.
Þvílíkt rimlatimbur og vanefna-
smíð myndi tæplega í nokkru sið-
uöu landi verða talin boðleg öðr-
urn en óbótamönnum.
Stofnendur leikfélagsins voni
upphaflega tólf. Af þeim eru þess-
ir enn á lífi: Þorvarður Þorvarðs-
son prentsmiðjustjóri, sem var
fyrsti formaður félagsins og
stýrði því um langt skeið, Frið-
finnur Guðjónsson, Gunnþórunn
Halldórsdóttir og Stefán Runólfs-
son. Frú Guðrún Indriðadóttir má
og teljast meðal elstu félags-
manna, þó eigi væri hún meðal
stofnendaima.
Um Leikfélag Reykjavíkur mun
hafa verið líkt háttað og ýmsar
svipaðar hreyfingar, sem þannig
eru vaxnar frá grunni, að upp-
vaxtarárin hafa verið blómaskeið
þess. Félagið var risið af ríkri
þörf og átti alt að vinna. Meðan
það var í gróindum, við að safna
saman og temja unga ki’afta, mun
áhuginn hafa verið ríkastur og
samheldnin góð lengi framan af.
Eins og ljóst má vera, hefir starf
þess frá öndverðu verið einskonar
frumherjastarf, unnið fyrir litla
og enga borgun, eigi síst framan
af. Meginhvötin hefir verið ást á
hstinni og mannlegri viðleitni. —
Ef til vill elst hér upp, við lélegar
og eftirlitslausar kvikmyndasýn-
ar, grunnúðugri kynslóð þeirri,
sem nú er uppi og kröfusmærri um
hstgildi leiksýninga. Eigi að síð-
ui' mun því seint verða gleymt, að
þeir, sem starfað hafa að leiklist
í Leikfélagi Reykjavíkur og ann-
arsstaðar á landinu, hafa, við erf-
iðar frumbýlingsástæðui', haldið
uppi, eftir því sem efni stóðu
íramast til, og þjóðinni til and-
legrar fremdar, einum af mikils-
verðustu þáttum almennra lista.
Frá þessu blómaskeiði félagsins
rísa yfir hið almenna nöfn nokk-
urra leikenda, sem geta sér orð og
landsfrægð. Þegar litið er á til-
tölulega ríkar listgáfur íslendinga,
má efalaust telja, að meðal þess-
ara leikenda hafi verið nokkrir,
sem við rýmri skilyrði og fyllra
uppeldi meðal stærri þjóða hefðu
getið sér víðfrægð. Og þótt víð-
frægðin sé jafnan háð ytri skil-
yrðum, eigi síður en hæfileikum,
má ætla, að betur hefðu notið sín
kraftar sumra þeiri'a leikenda, ef
ókreptir hefðu verið af íslenskum
vanefnum. En frá þessu tímabili
berast um landið nöfn margra
leikendanna og má þar nefna Guð-
rúnu Indriðadóttur, Gunnþórunni
llalldórsdóttur, Stefaníu Guð-
mundsdóttur, Áma Eiríksson,
Friðíinn Guðjónsson, Jens Waage
og Kristján Þorgrímsson og eru
þó eigi taldii' allir þeir, sem
fremstir hafa verið.
Nú hefði mátt ætla, að af svo
vænlegum stofni risi öflugt félag
og þróttmikið, þegar stóraukin
fólksfjölgun í bænum færði því
betri skilyrði um leikendaval og
aðsókn að leiksýningum. En þetta
hefir snúist mjög á annan veg, en
æskilegt hefði verið. Félaginu
virðist hafa hnignað mjög á síð-
ustu árum. Undantekningarlítið
hefir það sætt megnum aðfinnsl-
um og jafnvel árásum fyrir hverja
viðleitni. Val viðfangsefna hefir
þótt bera vott um þverrandi getu.
Eins og nú er háttað hefir leik-
félagið ekki á að skipa neinum
föstum leiðbeinanda og má því
teljast höfuðlaus her. Hitt er þó
lakast, að til allmikils sundurlynd-
is hefir dregið innan félagsins.
Fylking’ sú, sem áður var samfeld
og stórhuga er nú greind í ósam-
huga og jafnvel fyllilega andstæð-
ar sveitir, svo að við sjálft ligg-
ur, að góðfrægð sú, er félagið eitt
sinn gat sér, snúist í fulla ósæmd.
II.
Þessu næst skal litið á orsakir
hnignunarinnar. Áður hefir verið
getið um húsnæðisvandræði fé-
lagsins, Þau eru að vísu mikil og
tilfinnanleg. Segja má, að óbreytt
kjör um húsnæði hafi átt þátt í
að standa félaginu fyrir auknum
þrifum, en tæplega valdið hnign-
un þess. Önnur og veigameiri or-
sök á rætur sínar í næstum al-
gildu lögmáli um örlög þvílíkra
hreyfinga sem Leikfélags Reykja-
víkur, þar sem sjálfboðavinna og
fórnfýsi veitir næstum allan lífs-
mátt í öndverðu. Frumherjarnir
eru í fararbroddi og bera uppi hit-
ann og þungann meðan þeir eru
til þess hæfir og ef til vill dálítið
lengur. En jafnframt brestur eðli-
legan gróður neðan frá, svo að
jafnan verði kostur liðsauka, þeg-
ar skarð verður fyrir skildi og
frumherjarnir falla í valinn, eða
hyerfa frá störfum af öðrum á-
stæðum. Reynslan sýnir, að því-
líkur nýgróður á sér næstum vís-
an afturkipp, af því að eigi er
gætt nægilegrar fyrirhyggju um
aðhlynningu nýgróðurs og hinir
eldi'i og ríkari kraftar standa
þeim yngri um of í ljósi.
Þó er nú ótalin veigamesta á-
stæðan til hnignunar félagsins. En
hún er það, sem vel má kalla
„kynþáttastríðið“ í félaginu. Til-
drög þess eru þau, er nú skal
greina: Leikfélagið og leikstarf-
semin hér í bænum hefir, alt frá
htofnun félagsins, verið borin uppi
einkum af tveimur ættum. Eru
J>ar annarsvegar afkomendur og
vandamenn Indriða Einarssonar.
Hinsvegar fjölskylda Borgþórs
Jósefssonar og konu hans Stef-
aniu sálugu Guðmundsdóttur. Um
það mun tæplega verða deilt, að
þær Guðrún Indriðadóttir og Stef-
anía Guðmundsdóttir hafi verið
fremstar og glæsilegastar leikkon-
ur á 1 andi hér. Meðan þær voru
báðar í blóma lífs síns, mun þær
hafa borið einna hæst meðal leik-
endanna og orðið þar mikils ráð-
andi. Var þá og enginn, er við þær
þyrfti að metast um þau hlutverk,
er báðar léku, meðan þær voru á
Strandvarnarskipið »ÆO I R«
Strandvarnarskipið íslenska, sem nú er í smíðum hjá Burmeister & Wain hljóp af stokk-
unum á sumardaginn fyrsta. Kona Jóns Sveinbjörnssonar konungsritara skýrði skipið og hefir því
verið gefið nafnið „Ægir“. Mælti hún jafnframt til þess, að skipið mætti verða landi og lýð til
blessunar. Bondegaard forstjóri mælti fyrir minni íslands, en Jón Krabbe skrifstofustj. fyrir minni
skipasmíðastöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið til reynslufarar í lok júnímánaðar.
blómaskeiði. En nú er því svo
háttað um r.auðsyn lífsins sjálfs,
að hversu vel sem er um atgerfi
manna, verður þeim fyrr eða síð-
ar þokað um set og aðrir yngri
taka við. Þessum úrskurði lífsins
veitist mörgum örðugt að taka og
eigi síst þeim, er verið hafa í far-
arbroddi og átt lýðhylli að fagna.
Þykist margur eiga um sárt að
binda á slíkum tímamótum. Er
hér um að ræða eitt hið djúptæk-
asta lögmál mannlegra annmarka,
sem varlega skyldi meta til ámæl-
is, því að fáum er gefinn sá þroski
til sjálfsmats og ást á málefnum,
að þeir gangi allshugar fúsir úr
leik, áður um seinan sé.
Eigi verður þess freistað, að
skera úr því hér, hverjir eigi
mesta sök á sveitardrætti þeim,
sem um alllangt skeið hefir ríkt í
Leikfélaginu og unnið því hið
mesta tjón. Nægir að þessu.sinni
að benda á það, að fyrrnefndar
ættir standa eigi lengur saman um
félagið og heill þess, eins og fyrr
á dögum, heldur fremur á önd-
verðum meiði. Verður þetta ótví-
ræðlega markað af anda eigi síður
en efni þeirrar gagnrýni, sem
Leikfélagið, undir stjórn Indriða
Waage, dóttursonar Indriða Ein-
arssonar, átti að sæta frá Óskari
Borg, syni Borgþórs og Stefaníu.
Glæsileg byrjun og mikil viðleitni
tii leikforustu og leikmentar hér í
bænum, virðist ætla að leiða til
dapurlegra úrslita. Þrátt fyrir
mikla ást á listinni, hefir hinni
eldii sveit eigi tekist að arfleiða
lramtíðina, að efnilegum stofni
ungra leikenda. Eru að vísu í hinni
yngri sveit margir góðir kraftar
og það jafnvel svo, að stórum ber
af og má þar einkum nefna Soffíu
Kvarani En eigi að síðui' er Leik-
félagið í rústum. Ættarmetnaður
og persónulegur sársauki hefir
orðið fórnfýsi, stórhug og fram-
sýn yfirsterkara.
III.
Ef einhverjir skyldu, þrátt fyr-
ir það yfirlit, sem hér hefir verið
gefið, efast um það, að óvænlegar
hvatir og ættarmetnaður ráði
þeirri gagnrýni, sem haldið er
uppi í Morgunblaðinu gagnvart
Leikfélagi Reykjavíkur, væri ráð-
legt fyrir þann hinn sama, að at-
huga leikdóminn, sem blaðið flyt-
ui' síðastl. sunnudag, eftir óskar
Borg, um leikinn „Dauði Natans
Ketilssonar“. Ber reyndar að líta á
það til skilningsauka, að það er að-
komumaður, sem stendur fyrir
þeirri leiksýningu, á vegum leik-
félagsins. Ileimaviðleitnin á að
vísu ekki upp á pallborðið í þeirri
átt. En út yfir tekur þó, ef að
komumenn ber að garði þeirra er-
inda, að byggja eitthvað úr rúst-
unum. Er skamt að minnast þeirra
viðtakna, sem Guðmundur Kamb-
an hlaut, er hann að fenginni mik-
illi mentun í þessari grein, bauð
aðstoð sína, þeim er hér kunna
of lítið. Stóð skothríðin þá
frá hinum fylkingararminum. En
að sama brunni hefir borið fyrir
þeim Kamban og Haraldi, að báðir
hafa átt á móti óvild að ganga.
Er þá svo komið, að þeir, sem
ýmist hefir skort getu til þess að
halda félaginu til fulls starfs og
fyrri sæmdar ellegar beinlínis unn-
ið að því, að leggja það í rústir,
gerast svo heimaríkir á rústun-
um, að varla er aðkomumönnum
þar nærri komandi, án þess að
þeir stofni mannorði sínu í hættu.
Koma fram í þessu heimaríki og
þessari illvígu mótstöðu gegn ut-
an að komandi viðleitni gleggstu
einkenni mannlegrar skammsýni
og vanþroskunar: að unna engum
viðleitninnai', þar sem eigin getu
skorti.
Fyrnefnd ritgerð hr. óskars
Borg á lítið skylt við eiginlegan
leikdóm. Til þess er óvildin til
leikfélagsins alt of bersýnileg.
Hann talar um „leikfélagsmykju-
hauginn" um „hina stóru „kunstn-
ara“ “ þess, í skopi. Dómur hans
um leikritið sjálf er að efni til
ekki fjarri lagi, en alt of rudda-
fenginn og öfgakendur. Þó er dóm-
ur hans um meðferð hlutverkanna
enn fjær því, að geta orðið tekinn
til greina vegna ruddaskapar,
cfga og strákslegra útúrdúra.
Hann stingur upp á því, að þau
Natan og Rósa kveðist á í Bár-
unni heldur en í leiknum. Hann
segir um einn leikandann, sem
hann telur þó „ótvírætt leikara-
efni“, að augnatillit hans „séu svo
snögg og hreyfingamar svo kraft-
miklar að nægt hefði til að drepa
þrjá menn“ — 0g að hann hafi
haft „minst 5 olnboga á hvorum
handlegg, sem allir hafi staðið út
í loftið“! Allir sjá að hér ræður
strákskapur meiru en umhyggja
fyrir sannleikanum.
[ Vandalaust má telja að segja
álit sitt um slíkt efni sem fyr-
nefnt leikrit, val þess til leiksýn-
ingar og um meðferðina, án þess
að brjóta svo herfilega í bág við
venjulegar kurteisisreglur, eigi
síst gagnvart gestunum, sem hér
áttu hlut að máli. Mun óskar
Borg sjálfur hafa átt öðru að
mæta, þegar hann lét sitt ljós
skína á Akureyri fyrir allmörgum
árum. Og sérstaklega verður að
telja illa íarið, að hinn góðkunni
höfundur leikritsins, frú Eline
Hoffmann hefir mætt slíkri óhæ-
versku, sem fram kemur í ritgerð
Óskars Borg. Er slíkt höfundinum
sjálfum og blaðinu til vansæmdar.
IV.
Morgunblaðið hefir valið sér
leikdómara, sem hefir unnið að því
með mikilli kostgæfni undanfarið,
að rífa niður og ófrægja næstum
hyerja tilraun leikfélagsins, að
halda uppi leiksýningum í bænum
og sporna við algerðu niðurbroti
félagsins. Virðist leikdómaranum
og' blaðinu hafa orðið allvel
ágengt. Hvöt leikdómarans verður
skilin réttilega í Ijósi þeirra skýr-
inga, sem hér hefir verið gefin á
örlögum leikfélagsins. Aftur á
rnóti mun Mbl. ganga til illvilji í
garð þjóðleikhússmálsins, vegna
þess að J. J. ráðherra hefir átt
mikinn þátt í því máli. Þjóðin
hefir fallist á, að verja nokkrum
skerf af aðgangseyri hverskonar
opinberra skemtana, til þess að
bæta úr þeirri vansæmd, sem
landið hefir átt við að búa um
skort á viðunandi leikhúsi í
Reykjavík og er sú úrlausn nú á
! góðri leið. Verður það nu komið
! undið framsýni og þroska, þeirra
j er að leikment standa hér í bæn-
j um hvort húsið, er sigur fæst í því
íramtíðarmáli, rís af grunni yfir
ömurlegar rústir leikfélagsins, eða
hvort hér verður í bænum flokk-
ur efnilegra leikenda tilbúinn að
ganga fram á leiksviðið.
----0-----
Ahrenberg heitir Svíi sem inn-
an skamms ætlar að reyna a.ð
fljúga frá Evrópu til Ameríku og
aftur til baka. Hann kemur við í
Reykjavík. Gerir hann ráð fyrir
því, að verða 18 stundir frá
Stokkhólmi og hingað en 10 stund-
ir hjeðan til Grænlands og svo 14
st. þaðan til New York.
----0-----
STAKA.
Fákinn þandi fjörugan
frægur kossasmali —:
„Skjaldbakan“ á skeiði rann
um Skagafjarðardali.
Korpus.