Tíminn - 18.05.1929, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.05.1929, Blaðsíða 1
©faíbferi o$ ofer«t5s{uma6ar Címans er H,a n n d e i g Jjorstetnsöóttir, Scötibanósíjúsinu, HsYfjaDÍt. ^fgcefböía Cimans er i Sambanbsljústnu. ©pín öacjlega 9—{2 f. 4* Sínti ^90. XILL ár. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga. Klulíkan rúmlega 10. f. h. mið- vikudaginn 8. maí 1929 var aðal- fundur Sambands ísl. samvinnu- félaga settur í Sambandshúsinu í Reykjavík af formanni félagsins alþm. Ingólfi Bjamarsyni í Rjósa- tungu. Rannsókn kjörbréfa. Þegar formaður hafði boðið fundarmenn velkomna nefndi hann þá Jón Ivarsson, kaupfélagsstjóra, Jón Gauta Pétursson og Jón ölafsson, kaupfélagsstjóra í kjörbréfanefnd og voni þeir samþyktir í einu hljóði. Þegar kjörbréfanefnd hafði at- hugað kjörbréfin, lagði hún til að kosning eftirfarandi fulltrúa væri metin gild og var það sam- þykt: 1. Frá Kf. Stykkishólms Sigurð- ur Steinþórsson, kaupfélagsstjóri, Stykkishólmi. 2. Frá Kf. Hvammsfj arðar Jón Þorleifsson, kaupfél.stj., Búðardal. 3. Frá Kf. Saurbæinga Guðm. Theodors, kaupfél.stj., Stórholti. 4. Frá Kf. Króksfjarðar Jón Ólafsson, kaupfélagsstjóri, Króks- fjarðamesi. 5. Frá Kf. Nauteyrarhrepps Sigurður Þórðai’son, kaupfél.stj., Laugabóli. 6. Frá Vf. Steingrímsfjarðar Sigurjón Sigurðsson, kaupfél.stj., Hólmavík. 7. Frá Vf. Hrútfirðinga Gunn> ar Þórðarson, bóndi, Grænumýr- artungu. 8. Frá Kf. Vestur-Húnvetninga Hannes Jónsson, kaupfélagsstjórí, Hvammstanga. 9. Frá Kf. Skagfirðinga Björn Guðmundsson, bóndi, Kolgröf. 10. Frá Kf. Skagfirðinga Sig. Þórðarson, bóndi, Nautabúi (vara- maður). 11. Frá Kf. Fellsmúla Tómas Jónsson, kaupfélagsstj., Hofsós. 12. Ffá Kf. Eyfirðinga Ingi- mundur Ámason, verslunarmað- ur, Akureyri. 13. Frá Kf. Eyfirðinga Valdi- mar Pálsson, bóndi, Möðruvöllum. 14. Frá Kf. Eyfirðinga Ágúst Jónsson, bóndi, Sílastöðum. 15. Frá Kf. Eyfirðinga Bergst. Kolbeinsson, bóndi, Leifsstöðum (varamaður). 16. Frá Kf. Verkamanna Erling- ur Friðjónsson, alþm., Akureyri. 17. Frá Kf. Svalbarðseyrar Sig- urður Sigurðsson, hreppstj., Hall- dórsstöðum. 18. Frá Kf. Þingeyinga Sigurð- ur Jónsson, bóndi, Arnai’vatni. 19. Frá Kf. Þingeyinga Jón Gauti Pétursson, bóndi, Gautlönd- um. 20. Frá Kf. Þingeyinga Pétur Sigurðsson, vershn., Húsavík. 21. Frá Kf. N.-Þingeyinga Bjöm Kristjánsson, kaupfélags- stjóri, Kópaskeri. 22. Frá Kf. Langnesinga Jó- hannes Árnason, bóndi, Gunnars- stöðum (varam.). 23. Frá Kf. Vopnfirðinga ölaf- ur Metúsalemsson, kaupfél.stj., Vopnafirði. 24. Frá Kf. Austfjarða Guðm. Bjamason, kaupfélagsstj., Seyðis- firði. 25. Frá Kf. Eskifjarðar, Hall- dór Jónsson, bóndi, Svínaskála- stekk. 26. Frá Kf. Héraðsbúa Tryggvi Ólafsson, bóndi Víðivöllum. 27. Frá Kf. Breiðdæla Einar Björnsson, kaupfélagsstj., Breið- dalsvík. 28. Frá Kf. Berufjarðar Þór- hallur Sigti’yggsson, kaupfélags- stjóri, Djúpavogi. 29. Frá Kf. A.-Skaftfellinga Jón ívarsson, kaupfélagsstjóri, Horna- firði. 30. Frá Kf. Skaftfellinga Þórð- ur Pálmason, kaupfélagsstj., Vík. 31. Frá Kf. Hallgeirseyjar síra Jakob Ó. Lárusson, Holti. 32. Frá Kf. Drífandi Guðlaugur Hansson, Vestmannaeyjum. Auk framantalinna fulltrúa og formanns, sem áður er nefndur, sóttu fundinn: Stj órnarnef ndannaður Einar Árnason, fjánnálaráðh.; stjórnar- nefndannaðui' Jón Jónsson, alþm.; stjórnarnefndannaður Sig. Bjark- lind, kaupfél.stj.; stjómarnefnd- armaður Þorsteinn Jónsson; for- stjóri Sigurður Kristinsson; fram- kvæmdastjóri Jón Árnason; fram- kvæmdastjóri Aðalsteinn Kristins son; endurskoðari Jón Guðmunds- son. Ennfremur mættu á fundinum nokkrir fleiri af starfsmönnum Sambandsins og ýmsir gestir. Frá 13. Sambandsfélögum voru engir fulltrúar mættir. Var nú gengið til dagskrár og tekið fyrir: 1. Kosning fundai-stjóra: Fundarstjóri var kosinn í einu hljóði: ’ Sigurðar Bjarklind og til vara Þorsteinn Jónsson. 2. Kosning- fundarritara: Samkvæmt tillögu fundarstjóra voru kosnir fundarritarar: Þórðui' Pálmason, kaupfélagsstjóri og Björn Guðmundsson. 3. Kosning reikninganefndar: Samkvæmt tillogu fundarstjóra voru eins og undanfarin ár kosn- ir 7 menn í réikninganefnd, til þess að athuga fjárhagsmál Sam- bandsins og deilda þess. Kosning var óburidin og hlutu þessir kosningu: Sigurður Jóns- son, Arnarvatni með 23 atkv., Bjöm Krístjánsson, Kópaskeri með 19 atkv., Jón Gauti Péturs- son, Gautlöndum með 16 atkv., Jón ívarsson, Hornafirði með 15 atkv., Ólafur Methúsalemsson, Vopnafirði með 13 atkv., Sigurð- ur Steinþórsson, Stykkishólmi með 12 atkv., Jón Ólafsson, Króks- íjarðarnesi með 11 atkv., sr. Jak- ob Ó. Lárusson, Ilolti og Sig- urður Þórðarson, Nautabúi, fengu hvor 12 atkv., en skoruðust undan kosningu. 4. Kosning ferðakostnaðarnefndar. Samkvæmt tillögu fundai-stjóra voru eftirtaldir menn kosnir í ferðakostnaðarnefnd: Sigurður Sigurðsson, Ilalldórsst., Tryggvi Ólafsson og Jón Þorleifsson, Búð- ardal. Fundi frestað til næsta dags. Fimtudaginn 9. maí kl. 4. e. h. var fundi haldið áfram á sama stað. Þessir fullti*úar höfðu bæst við á fundinn. ' Reykjavík, 18. maí 1929. 33. Frá Kf. önfirðinga Magnús Guðmundsson, kaupfél.stj., Flat- eyri. 34. Frá Slf. A.-Húnvetninga, sr. Björn Stefánss'on, Auðkúlu. 35. Frá Slf. Skagfirðinga sr. Arnór Árnason, Hvammi. Auk þess hafði verið tekinn gildur sem fulltrúi 36. fyrir Kf. Húnvetninga, Jón Jónsson, alþm., Stóradal. Því næst var tekið fyrir: 5. Skýrsla forstjóra: Forstjóri Sigurður Kristinsson gat þess að Sambandinu hefði á árinu borist svar frá alþjóðasam- bandi samvinnufélaganna um það, að Sambandinu hefði verið veitt upptaka í alþjóðasambandið. Síð- an gerði hann mjög ítarlega grein fyrir störfum Sambandsins 1928 og rakti hag þess við árslok lið fyrir lið og bar hann saman við undanfarin ár. Sambandið hafði á árinu útvegað erlendar vörur íyrir kr. 5.642.000,00, en selt inn- lendar vörur fyrir kr. 8.300.000,00 svo að samanlögð vöruvelta Sam- bandsins nam á árinu kr. 13.942,- 000,00. Er það all-veruleg hækk- un frá síðastliðnu ári. Stendur Sambandið nú fastari fótum en nokkru sinni fyr. Ræða forstjóra var þökkuð með lófataki. Að ræðunni lokinni voni nokkr- ar fyrirspurnir gerðar til for- stjóra og gaf hann fljót og skýr svör við þeim. 6. Álit reikninganefndar: Þessu næst tók til máls fram- sögumaður reikninganefndar, Sig- urður Jónsson á Arnarvatni. Hvatti hann Sambandsdeildirnar til að leggja ríka áherslu á að auka sjóðeignir sínar, las haim síðan upp svohljóðandi Nefndarálit: Samkvæmt. kosningu aðalfundar S. 1. S. höfum, við athugað — á sama hátt og venja er til — rekstursreikn- ing Sambandsins fyrir árið 1928 og jafnframt hagskýrslur einstakra Sam- bandsdeilda. Telur nefndin .eigi ástæðu til að leggja íram ítarlegt álit, nó gera sérstakar tillögur um rekst- ur S. í. S., eða afskifti þess af hög- um Sambandsdeildanna, þar sem reksturinn hefir yfirleitt gengið með allra besta móti á þessu ári. Nefndin lýsir því yfir, að hún tel- ur rekstur S. 1. S. hafa gengið mjög ánægjulega þetta liðna ár, en mun nð öðru leyti við umræðurnar benda fundinum á nokkur atriði viðvíkjandi hag og rekstri Sambandsdeildanna, sem hún telur ástæðu til að athuguð séu og lagfærð. Á aðalfundi S. í. S. í Reykjavík 9. maí 1929. Sigurðar Jónsson. B. Kristjánsson. Jón Ólafsson. Jón ívarsson. Jón Gauti Pétursson. Ó. Methusalemsson. Sigurður Steinþórsson. Á eftir ræðu framsögumanns og til frekari skýringar gaf Jón Guðmundss. endurskoðandi nokkr- ar upplýsingar um rekstursaf- komu Sambandsdeildanna alment síðastliðið ár. 7. Úrskurður um reikninga S. í. S. 1928. Þá voru reikningar Sambands- ins fyrir áiið 1928 bomir upp og samþyktir í einu hljóði. Að þessu loknu ui’ðu all-miklar umræður um, hvort leggja ætti fram á fundinum skýrslur yfir skuldir einstakra Sambandsdeilda. við S. I. S. Var aS lökum borin upp svohljóðandi dagskrá og sam- þykt með öllum greiddum atkvæð- um: „Með því að fulltrúar á aðalfundi Sambandsins geta fengið upplýsingar um hag einstakra Sambandsdeilda hjá forstjóranum, þykir fundinum ekki ástæða til að leggja fram skýrsl- ur um skuldir einstakra deilda, og tekur því fyrir næsta mál á.dagskrá". Fundi frestað til næsta dags. Föstudaginn 10. maí kl. 9. f. h. var fundi haldið áfram á sama stað. Á fundinn hafði bæst við nýr fulltrúi. 37. Frá Kf. Dýrfirðinga Krist- inn Guðlaugsson, Núpi. Var þá tekið fyrir: 8. Skifting tekjuafgangs 1928. Stjórnin bar fram svohljóðandi tillögu um skiftingu tekjuafgangs- ins árið 1928 og viar hún sam- þykt í einu hljóði: „Fundurinn ákveður að skifta tekjuafgangi þannig: a. fil Sjótryggingarsjóðs .... 20.911,32 b. — Garnahreinsunarstöðvar- innar................. 7.377,20 c — Gæruverksmiðjunnar .. 852,75 d. — Stofnstjóðs, 1 y2% af á- góðaskyldum erlendum vörum, er félögin hafa keypt með milligöngu Sambandsins..62.716,83 e. — Varasjóðs.... 22.000,00 f. — Menningarsjóðs .. .. 11.660,00 g. — næsta árs færist .. ►. 17.255,94 Kr. 142.774,04 9. Skýrsla fi-amkvæmdai’stjóra útf lutningsnef ndar: Framkvæmdastjóri Jón Áma- son skýrði ítarlega frá sölu inn- lendra vara árið 1928. Rakti hann söluna á hverri vörutegund fyrir sig og gat um söluhorfur á kom- andi kauptíð. Að lokum benti hann á verkefni, sem nú á næst- unni bíða samvinnumanna í með- ferð og sölu innlendra afurða. Ræða framkvæmdastjórans stóð yfir fast að tveimur klukkustund- um og var þökkuð með lófataki. Ummæðum um ræðu fram- kvæmdarstjóra var frestað til kl. 8 að kvöldi. Tillaga þess efnis, að senda starfsmönnum Sambandsins er- lendis þakkarskeyti fyrir vel unnið starf á liðnu ári var borin upp og samþykt í einu hljóði. Fundi frestað til kl. 4 e. h. Kl. 4 var fundi haldið áfram á sama stað og tekið fyrir: 10. Upptaka nýrra félaga: Upptökubeiðni í Sambandið hafði stjóminni borist frá Kf. Siglfirðinga og lagði hún til, að því væri veitt upptaka. Var það samþykt í einu hljóði. 11. Kosningar: a. ) Tveir stjómamefndarmenn til 3 ára. — Kosningu hlutu: Einar Árnason, fjánnálaráðh. með 26 atkv., Jón Jónsson, alþm., Stóradal mcð 24 atkv., báðir end- urkosnir. b. ) Varaformaður til 1 árs. — Kosningu hlaut sr. Þprst. Briem með 26 atkv., endurkosinn. c. ) Tveir varastjómarnefndar- menn til 1 árs. — Kosningu hlutu Sigurður Jónsson með 27 atkv., Tryggvi Þórhallsson, forsætis- ráðh. með 25 atkv., báðir endur- kosnir. d. ) Endurskoðanda til 2 ára. — Kosningu hlaut Jón Guð- mundsson, endurskoðandi, endur- kosinn með lófataki. 33. blaS. e.) Varaendurskoðandi til 1 árs. — Kosningu hlaut Guðbrandur Magnússon með 11 atkv. Fundi frestað til kl. 8 e. h.. Kl. 8 var fundi haldið áfram á sama stað. Eins og gei’t var ráð fyrir hófust umræður um skýrslu framkvæmdarstjóra út- flutningsdeildar. Vom ýmsar fyrirspumir gerðar til hans og svaraði hann þeim öllum greið- lega. Urðu miklar umræður um kjötsöluna, meðferð á frosnu kjöti til útflutnings, tilraunir til fitun- ar á sláturfé og einblendings- ræktunar á sauðfé með innflutn- ingi erlendra hrúta. Nokkuð 'var og rætt um fisksöluna og hvað bæri að gera, til þess að sjávar- bændur nytu betui’ samvinnufé- lagsskaparins, en nú er. — Að umræðum loknum voru eftirfar- andi tillögur bornar undir atkvæði fundarins: 1. „Fundurinn ályktar að fela stjórn S. í. S. að taka til athugunar og rannsóknar, livort ekki sé mögu- legt að liækka verð á kjöti af full- orðnu fé með pylsugerð og niður- suðu og ef líklegt þætti, að svo mundi reynast, þa felur t'undurinn stjórninm að liefja undirbúnirig til þess að koma á fót slíkri kjötvinslu, þar á Sambandssvæðinu, sem hún teldi best htnta og í þeim stil, sem hún eftir atvikum áliti að arðvæn- legast væri, enda yiói hagnaði af silikri kjötvinslu varið til uppbótar á alt það roskið kjöt er Sambandið liefir til sölu”. Samþykt í einu hljóði. 2. „Fundurinn heimilar stjórninni nægilegt fé á yfirstandandi ári til nð kaupa kembivélar og setja þær upp til liráðagirgða í gæruverk- smiðjuhúsinu á Akureyri, og sé hús- ið notað á þennan hátt þangað til ráðlegt þyjtir að byrja gæruvinslu á ný. þess skal þó gætt, að kembivél- arnar verði af svo fullkominni gerð, að þær komi að fullum notum, þeg- ar Sambandið síðar kemur upp full- kominni ullarverksmiðju”. Samþykt í einu hljóði. Fundi frestað til næsta dags. Laugardaginn 11. maí kl. 10 f. h. var fundi haldið áfram á sama stað og tekið fyrir: 12. Skýrsla framkvæmdarstjóra innf lut ningsdeildar: Framkvæmdarstjóri Aðalsteinn Kristinsson gaf ljósa og ítarlega skýrslu um innkaup erlendra vara og rakti nokkuð verðsveifl- ur á helstu vörutegundum 1928. Hafði sala aukist að verulegum mun og fullar horfur til að hún haldi áfram að aukast á kom- andi árum. Stóð ræða fram- kvæmdarstjórans yfir nær 2 tíma og var þökkuð með lófataki. Síðan hófust umræður um ræðu framkvæmdarstjórans. Varð þeim eigi lokið um hádegi, en fundi frestað. Kl. 2 e. h. var fundi haldið á- fram á sama stað og tekið fyrir: 13. Samvinnuskólinn og Samvinnan: Skólastjóri Þorkell Jóhannesson gaf stutta skýrslu um rekstur Samvinnuskólans á -síðastliðnum vetri. Þvínæst ræddi hann allítar- lega um tímaritið, efnisskipun þess, útgáfu og útbreiðslu. Ræða hans vai’ þökkuð með lófataki. Á eftir ræðu skólastjórans urðu nokkrar umi*æður um tímaritið og hver i*áð væru best til að auka útbmðslu . þess. Engin • ákvörðun var tekin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.