Tíminn - 18.05.1929, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.05.1929, Blaðsíða 4
118 TlMINN H5fn.ni til beztu tegund af norskum grœnfóður sáðhölrum Samband ísl. samvinnnfél. Bændaskólinn á Hvanneyrí starfar frá 15. okt til 30. apríl. Auk bóknámsins eru kendar þessar greinar: Land- og hallamælingar, bókband, mjaltir, fitumælingar, bólu- setning sauðfjár, aktýgjagerð, járning, skósólun, steinsteypa. — Enn fremur kennir sórstakur kennari verklegt jarðræktarnám vor og haust. Skólinn er ódýrasti skóli landsins og veitir bændaefnum hagnýta og nauðsynlega sérmentun í búnaði. Allar frekari upplýsingar gefur Skólastjórínn Þessa ágætu mjólk seljum við mjðg ódýra cif. á allar hafnír landsins. Kaupmenn og kaupfélög hafið Mjallarmjólkína ávalt til í verslun yðar. Eggert Kristjánsson & Co. Símar 1317 og 1400 þær. Eg hefi spurt ýmsa bestu lögfræðinga vora, hvort þetta væri ekki lögleg aðferð og hvort eigi hefði verið óhætt að vitna í bækumar, þótt þær væru ekki „lagðar fram“ í reglulegum skilningi þeira orða, og fullyrtu þeir allir, að svo væri. Eg vildi samt tryggja mér að ekkert væri hægt við þessu að segja og gerði því ráðstafanir, til þess að láta taka umrædda útdrætti, sem sanna það, að tilvitnanir mínar í forsendum dómsins eru réttar. IJtdrættina hefði eg látið taka undir rannsókn málsins, ef tími hefði unnist til þess, en eg flýtti svo mikið rannsókninni, beinlínis vegna bæjarfógetans sjálfs, að ekki vanst tími til þess, og þegar dómur var kominn, lá mér svo mikið á úr bænum, að eg hafði ekki tíma til þess að bíða eftir að útdráttunum væri lokið oð bað því dómsmálaráðherra að sjá um, að þeir væra látnir fylgja málinu til hæstaréttar og kæmust í hæsta- réttarútdráttinn. Hinni órök- studdu yfirlýsingu Lárusar um það að útdrættimir séu hlutdræg- ir, er ekki svaravert, enda er það sama og að segja, að bækur bæj- arfógeta sjálfs hafi verið hlut- drægar í hans garð. Stjómarráðsherbergið. Þar sem eg er eigi lengur heim- ilisfastur maður í Reykjavík, hafði eg þar ekkert herbergi, þar sem eg gæti unnið í næði að dómnum. Jeg tók því feginshendi tilboði ríkisstjómarinnar um að fá til afnota herbergi það í stjóm- arráðshúsinu, sem fjármálaráð- herra er ætlað. Að vísu var það aðeins boðið fram til þess að vinna þar að vaxtaútreikningum, en eg tók mér „Bessaleyfi“ til þess að starfa þar áfram, eftir að eg fór að vinna að samningi dómsins. Við það starf þurfti eg að hafa við hendina margar stór- ar og þungar bækur (höfuðbækur og skiftabækur embættisins) og þurfti að geta unnið í næði, hvem tíma dags, sem væri. Ef eg hefði ekki notað þetta herbergi, átti eg ekki annars úrkosta en að vinna á söfnunum, en það hefði veriö sérstakiega ólientugt, bæði vegna bókanna, sem eg hefði altaf þurft að ilytja með mér og vegna þess, aö söfnin eru aðeins opin nokkra tíma dags. Auk þess heiði þar ekkert næði verið tii starfsins. Að herbergi því, sem eg fékk, var „smekklás“, svo eg gat læst herberginu, hvenær sem eg fór í burtu og verið þar algerlega út af fyrir mig. Lárus notar þetta til þess að gefa í skyn, að dómsmálaráðherra hafi átt þátt í samningu dómsins með mér. Auðvitað eru þetta tii- hæfulaus ósannindi. Hvorki hann né nokkur amiar, átti hinn minsta þátt í samningu dómsins með mér, enda veit eg, að Lárus hefir ekki neitt augnablik trúað þess- um dylgjum sínum sjálfur. Hann veit að mér falla þær illa og finst þær því svala hinni vanmáttugu gremju sinni, yfir því að geta ekki með rökum hnekt dómnum. Ilann nær þó tilgangi sínum með því, að eg get ekki afsannað hina lognu ásökun. Að vísu veit eg, að þeir sem þekja mig, trúa mér ekki til þess að vera það lítil- menni að skrifa nafn mit& opin- berlega undir það, sem annar maður hefir samið. Um trú hinna verður kylfa að ráða kasti. Þó vil eg benda á eina sálfræði- lega villu í röksemdaleiðslu Lár- usar, sem ætti að geta sannfært alla þá, sem eru sæmilega viti bomir. Af grunnfærni heldur Lárus, að „Stjórnarráðsherbergið" muni reynast líkur fyrir því, að dóms- málaráðherra hafi aðstoðað mig við samningu dómsins. En það sannar alveg öfugt. Ef eg hefði ætlað að leita aðstoðar eða dottið í hug að mér yrði borið slíkt á brýn, hefði eg samkvæmt öllum skynsemisreglum forðast að vinna í námunda við hann og helst læðst til hans í næturmyrkrinu. Að eg þáði herbergið í stjómarráðinu hlýtur einmitt að vera besta sönn- unin, í augum heilskygnra manna, fyrir * því, að eg hafi enigu haft Veitið athygli Vór leyfum oss hérmeð að tilkynna öllum, sem á timbri þurfa að halda, að vér höfum fengið og fáum nú um helgina miklar birgðir af völdu HÚSATIMBRl, sem vér munum selja lægsta fáanlegu verði. Ennfremur höfum vér fengið stærstu birgðir af allskonar málningarvörum og pensl- um, saum og öðru, sem að byggingum lýtur. Þá mega ekki gleymast hinar miklu birgðir af eikartimbri, sem hvergi er ódýrara né betra. Semjið við okkur um kaup yðar, og skulum vér fullvissa yður, að þér verðið ánægður og viljið ekki við aðra skifta en Slíppfélagið í Reykjavík. Símar 9 og 2309 Pantanir út um land afgreiddar nákvæmlega og samstundis. Islenska ölið hefir hlotið einróma lof allra neytenda Fæst í öllum verslun- um og veitingahúsum ölgerðin Egill Skallagrimsson Reykjavík Sími 249 Niðursuðuvörur vorar: Kjöt.......í 1 kg. og V2 kg. dósum Ktofa . .... 1 — - 1/2 — - Bayjarabjógu 1 - - ’/2 - Fiskabollnr - 1 — - ’/2 — Lax........- 1 - - 1/2 - hljóta almenningtlof Ef þér hafið ekki reynt vörur þessar, þá gjörið það nú. Notið innlendar vörur fremuren erlendar, með þvi stuðlið þór að þvi, að íslendingar verði sjálfura sér nógir. Pantanir afgreiddar fljótt og vel hvert á land sem er. að leyna um samband við dóms- málaráðherra eða aðra menn, sem vinna í stjómarráðinu. Læt eg svo útrætt um þetta atriði og legg það undir dómgreind og góðgimi manna, hvorum okkar verður bet- ur trúað. - v "T-LSsí-i Niðurlag'. Láxus viðurkennir í grein sinni, að eg hafi komið fram í meðferð málsins sem „gentleman“ sæmdi „í byrjun“. Eg1 sé enga ástæðu til þess að binda þá viðurkenningu við byrjunina, því jeg þykist hafa hagað mér eins frá upphafi til ejida. Eg var staðráðinn í því, að gera ákærðum sem minsta skap- raun að unt væri, og hagaði mér ávalt með.það í huga. Hvort Lár- us viðurkennir það eða eigi, ligg- ur mér í léttu rúmi. Af þeim ódreng vænti eg einskis góðs. En þegar athuguð er heiptin og hefni- gimin, sem alstaðar kemur fram í orðum Lárusar, má mönnum skiljast, að ekki hafi hann óneyddur látið mig njóta sann- mælis í neinu. Lárus lætur svo, sem það hafi verið í einskonar þakklætisskyni við mig, að hann og faðir hans hafi stutt að því að flýta fyrir rannsókninni. öllu óvandaðri og lítilmannlegri umsnúning á sann- leikanum, en hér kemur fram, hefi eg sjaldan kynst. Sannleik- urinn er sá, að eg gei’ði alt sem í mínu valdi stóð, til þess að hraða málinu, beinlínis eftir ósk bæjarfógetans. Fyrir sjálfan mig var miklu hagfeldara að byrja að- eins rannsóknina og fara síðan heim, til þess að gegna embætti mínu, á mesta annatíma ársins, en fresta málinu til vorsins. Að eg ekki gerði það, var eingöngu af því, að þeir feðgar voru sí- felt að klifa á því, að málið þyrfti að fá skjótan endir. Þó þeir ekki jafnframt reyndu að tefja fyrir málinu, er síst þakkarvert. Nú launar Lárus mér eins og hann er maður til. Eg get að minsta kosti huggað mig við að vita nú betur, við hvemig menn eg átti. Lárus gleiðletrar orðin, að dómur hafi verið uppkveðinn „daginn áð- ur en alþingi kom saman“. Sýnir hann í því níðingsskap sem öðru. Eg vann eins ötullega að dómnum og mér var unt, í greiðaskyni við bæjarfógetann, og var það með naumindum að eg gat komið hon- um af áður þing kæmi saman, en þess hafði bæjarfógetinn sér- statklega óskað. Bagurinn er því bein afleiðing af hinni heimsku- legu greiðasemi minni. Eg gat al- veg eins kveðið upp dóminn á sjálfan þingsetningai’dagimi, það hefði þá orðið enn áhrifameira. Lárus segir að eg hafi sagt, að óþarfi væri að faðir hans væri viðstaddur dómsuppkvaðningu, en ekki fengið því ráðið. Auðvitað var mér nákvæmlega sama, þótt hann væri viðstaddur, en Láms gleymir hér að geta um tilefnið til þess að eg benti honum á að faðir hans þyrfti ekki að mæta, íremur en honum sýndist, því auðvitað mætti birta honum dóm- inn. Tilefnið var það, að Láms var svo frekur að fara fram á, að eg kvæði upp dóminn heima hjá honum. Eg neitaði því og kvaðst vilja kveða hann upp á bæjarþingsstofunni, en skildi frekju Lánisai- á þann veg, að föður hans væri skapraun að’því að mæta þar og benti því á, að hann þyrfti ekki að mæta. „Alt skal í neyðinni nota“. Sú kurteisi Páls Árnasonar, lögreglu- þjóns að rétta mér vatnsgias þegar eg var að lesa upp dóminn, er lögð út á þann veg, að mér hafi legið við yfirliði. Lárus má gjarnan skemta sjálfum sér og andlegum skyldmennum sínum, með þeirri tilgátu sinni, en raun- ar er mér ekkert yfirliðagjarnt. En ef athöfnin hefði verið kvik- mynduð, myndi áhorfendur vafa- laust óttast meira um Lárus, sem drap höfði náfölur, meðan á lestrinum stóð. Að eg hafi ekki verið „upp með mér“, er ekkert tiltökumál. Að mínu áliti hefii spjátrungsskapur aldrei verið áberandi á meðal ókosta minna. Lárus gefur ekkert tilefnd til þess í grein sinni, að ræða efnis- hlið málsins, enda mun eg hlífast við því að svo komnu, föður. hans vegna. En um þær umræður gild- ir það sama, sem eg hefi sagt við Lárus áður, þegar hann var að reyna að hafa áhrif á mig um dóminn með hótunum. „Því meira sem málið verður rætt, því ver fyrir föður þinn“. Ætti Lárus að láta sér það að kenningu verða. Lárus gortar af því, að alls enginn hafi tekið mark á dómn- um yfir föður hans. Hvort Lárus trúir þessari heimskulegu stað- hæfingu sinni eða ekki, skal eg ósagt láta, en þá er hann rrjeiva en meðalheimskur. Það atferli bæjarfógetans, sem um var dæmt, var fordæmt af öllum sem um það heyrðu, iöngu áður en mál var höfðað. Að menn hafi okki gert það í eyru Lámsar eða föð- ur hans, má vel vera. Eg hefi aldrei heyrt nokkurn mann mæla því bót. Jafnvel svæsnustu Ihalds- menn hafa fordæmt það fullum hálsi í einkaumræðum, þótt þeir væru þau flokksþý að láta. annað í veðri vaka opinberlega. Þar á meðal eru sumir af íhaldsþing- mönnum þeim, sem létu floklts- agaiin kúga sig til þess að greiða bæjarfógetaimm atkvæði sem for- seta sameinaðs Alþingis, áður en þeir höfðu minstu hugmynd um forsendur dómsins, því þá hafði enginn séð dóminn nema eg og skrifarinn. Er ofur skiljanlegt að suma Ihaldsmenn langi til að losa sig við flokksnafn, sem búið er að fá á sig annan eins smánar- blett og sú atkvæðagreiðsla var. „Það er ófyrirgefanleigt af Jó- hannesi bæjarfógeta að gefa ann- an eins höggstað á sér, eins og vaxtatakan er“. Þessi og þvílík orð hafa Ihaldsmenn oft heyrst segja á þessum vetri. En sið- ferðisstig flokksins virðist í fullu samræmi við einurðina. Patreksfirði, 2. apríl 1929. Bergui- Jónsson. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Ásvallagötu 11. Sími 2219. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.