Tíminn - 18.05.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.05.1929, Blaðsíða 2
116 TÍMINN Því næst var haldið áfram um- ræðum um skýrslu framkvæmdar- stjóra innflutningsdeildar. Var ýmsum fyrirspumum beint til framkvæmdarstjórans o g var þeim öllum greiðlega svarað. — Nokkrar umræður urðu um það, hvort Sambandið skyldi gangast fyrir kornmölun fyrir Sambands- deildimar. Svohljóðandi tillaga var borin upp og samþykt í einu hljóði: | kalli með 20:1 atkv. 9 greiddu ekki atkvæði. 15. Skýi-sla ferðakostnaðar- nefndar: Ferðakostnaðarnefnd lagði fram skrá yfir fei'ðakostnað og dag- peninga fulltrúa. Var hún lesin upp og samþykt í einu hljóði. Að síðustu var borin upp svo- hljóðandi tillaga og samþykt með dynjandi lófataki: Bestu Hlufafél. fimburkaupin gera menn ábyggilega hjá ,Yölundur‘ Reykjavík „Fundurinn ályktar að skora á Sambandsstjórnina, að gera ítarlega rannsókn úm hvort ekki sé tiltæki- iegt að flytja rúg ómalaðan inn í heilum skipsförmum, til mölunar i einni stórri kornmyllu, eða fleirum smærri, sem Sambandsdeildimar reistu". 14. önnur mál: Fulltrúi Sláturfélags Skagfirð- inga, sr. Amór Ámason, bar fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn leggur til, að stjórn S. í. S. mœli með því við liið háa stjómarráð, að Sláturfélag Skagfirð- inga fái lán úr ríkissjóði til írysti- hússbyggingar með sömu kjörum og kaupfélögin haía notið, þau er reist iiaia frystihús". All-miklar umræður urðu um tiliöguna. Tvær rökstuddar dag- skrár bárust fundarstjóra. Var fyrst borin upp svohljóðandi dagskrá: „Meö því að líaupfélag Skagiirð- inga er að reisa frystihús, sem mun verða nægilega stórt til að frysta kjöt fyrir samvinnuféiögin á Sauðár- króki, og með þvi að það hefir boðið Sláturfélagi Skagíirðinga að frysta fyrir það kjöt gegn sannvirði kostn- aðar, sér fundurinn ekki ástæðu til að stuðla að því að fleiri frystihús verði reist á Sauðárkróki og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá". Feld að viðhöfðu nafnakaili með 17:5 atkv. 8 greiddu ekki atkv. Þá var hin dagskrártillagan, sem hljóðar þannig, borin upp: „þar sem leitað hefir verið álits Sambandsins um mál það, er iyrir liggur og framkvæmdarstjórn í sam- ráði við stjórn þess, ákvað pð leiða iijá sér að gera tillögur um málið, sér fundurinn ekki ástæðu tii anri- arskonar afgreiðslu á tillögu þeiiri, er fyrir liggur og tekur fyrir næsta mál á dagskrá“. Samþykt að viðhöfðu nafna- „Fundurinn þakkar stjórn, forstjóra, íramkvæmdarstjórum og öðrum starfsmönnum Sambandsins vel unn- in störf á síöastliðnu reikningsári og lýsir fullu riausti sínu á þeim“. Nokkur fleiri mál voru rædd, en engin ályktun gerð um þau og því óþarft að geta þeirra. Fundargerð lesin upp og sam- þykt. Sagði þá fundarstjóri fundi slitið og óskaði mörinum góðrar heimferðar eftir ánægjulegt sam- starf. Fundarmenn þökkuðu íundar- stjói-a röggsamlega fundarstjórn með lófataki. Sigurður S. Bjarklind. Þ. Pálmason. Björn Guðmundsson. Þar eru timburgæðin mest. Þar er timburverðið best. Timburfarmur nýkominn Vai’asjóður . . Fyrningarsj... Menningarsj... Tryggingarsj.. Verksmiðjusj. Sjótryggingasj. .. — Reksturssj. gama- stöðvarinnar . . — Reksturssj. gæru- ' verksmiðjunnar — 184.149.45 I 53.915.46 1 39.997.35 237.313.15 21.770.46 | 76.502.18 24.205.87 3.056.57 A víðavangi Áðalfmidur Sambandsins hinn síðasti var mjög ánægju- legur. Bar það tii meðal annars, að rekstur Sambandsins og saxn- vimiuféiagaima yíirleitt hefir gengið með langbesta móti á ár- inu. Hefir Sambandið bætt hag simi út á við á árinu, sem hér segir: Lækkaðar skuldir um kr. 300.000 Hækkaðar innieignir ., — 218.000 Samtals kr. 1.014.989.93 Samtals kr. 618.000 Þessi í>ætti hagur stafaði að sumu af því að deildir Sam- bandsins hafa greitt af skuldum sínum við það, en að nokkru leyti af bættum hag Sambands- ins sjálfs. Tekjuafgangur síðast- liðins árs nam kr. 142.774.04. — Sjóðir Sambandsins eru nú orðn- ir sem hér segir: Stofnsjóður .. .. kr. 374.079.44 ; Ilafa sjóðirnir þrefaldast síð- an í árslok 1923. — Tryggingai- !i sjóðurinn 237.313 kr. er ætlaður til að mæta áföllum af skulda- töpum o. fl. Hingað til hafa þau töp, sem orðið hafa á skuldum einstakra Sambandsdeilda ekki verið greidd af þessum sjóði held- ur af eðlilegum reksturshagnaði Sambandsins frá ári til árs. Gat forstjórinn þess í skýrslu sinni, að full ástæða væri til að ætla, að eigi þurfti heldur að grípa til sjóðsins í framtíðinni til greiðslu á þeim töpum, sem kynnu að verða. Mun þá fara um úrslit þessara skuldamála mjög á aðra lund en féndur samvinnufélag- anna hafa vonað, er eigi þarf að grípa til þeirra sjóða, sem eru sérstaklega ætlaðir til þess að rnæta áföllunum, hvað þá að beita þurfi ákvæðum samábyrgð- arinnar um greiðslu slíkra skulda. Fjaiðarheiði. Ihaldsmenn munu, vegna þingm. Seyðfirðinga, hafa gert að flokks- máli fjárveitingu til akvegar yfir Fjarðarheiði. Var þar um 27 þús. kr. byrjunarfjárveitingu að ræða. En talið er að akvegur yfir þennan fjallveg muni kosta eigi minna en Vá miljón króna. Framsóknannenn í Ed. leituðu á- lits vegamálastjóra um málið og að fenginni umsögn hans þótti einsætt, að hér væri um hina mestu fjarstæðu að ræða. Fjall- vegurinn er einn af hinum ill- kleifustu og liggur undir snjó mestan hluta ársins. Fljótsdals- hérað hefir þegar fengið akveg til hafnar á Reyðarfirði um Fagradal og eru leiðir þær ekki sambærilegai’ á neinn hátt. Næsta verkefnið í vegamálum Héraðs- búa er að korna hinum ýmsu hér- aðshlutum í akfært samband við aðalbrautina. — Vegur yfir Fjarðarheiði er því engin nauð- syn héraðinu, enda er það mál sótt fastast af Seyðfirðingum sjálfum af skiljanlegum og eðli- legum ástæðum, enda þótt þær réttlæti ekki að svo stöddu svo vafasama og dýrkeypta ráð- stöfun, sem hér væii um að ræða. Ritháttur kvenna. Á. 2. landsfundi kvenna á Akur- eyri fyrir nokkrum árum sam- þyktu konur harðorða ádeilu í garð blaðamanna fyrir það, sem þær kölluðu ósæmilegan rithátt. Ekki var sú ályktun rökstudd og mátti því, út af fyrir sig, teljast lítt sæmileg í garð blaðamanna. Eigi að síður verður að telja, að á bak við hafi búið umbótalöng- un í þessu efni. — Nú mætti ætla, að þar sem konur eru einráðar um rithátt og blaðamensku bæri ekki út af um prúðmensku og sannleiksást. — Þó hefír nú nokk- uð á annan veg til tekist um blað það, er konur halda úti hér í bæn- um undir ritstjóm Sigurbjargar Þorláksdóttur og Mörtu Einars- dóttur. Auk þess sem máli og stíl blaðsins er allmjög áfátt, hef- ir það á stuttum tíma komist nið- ur á borð við lélegasta sorpblað bæjarins um ruddalegan rithátt og ósannsögli. — Hefir því tekist að sameina það tvent, sem hing- að til hefir verið einsdæmi í ís- lenskri blaðamensku: „Salernis- stíl“ Kristj. Albertsonar og ósann- indaástríðu Magnúsar Storms- ritstjóra. — Hefir Magnús verið langt fyrir neðan „kritik“ og ekki talinn meðal siðaðra manna, en fer nú að koma til álita á sorp- haugnum hjá Sigurbjörgu Þor- láksdótturl — Nýlega birtist grein í blaði þessu eftir Sigur- björgu, þar sem rædd eru kaup- gjaldsmál kvenna. Á það að telj- £st árás á dómsmálaráðherra landsins og fleiri menn. Eru and- taros nr töDnr sinn I. 18. tölubl. landsmálablaðsins „Vörður“, sem út kom 13. þ. m., birtir Lárus Jóhannesson hrm. niðurlag kjallaragreinarflokks, er hann kallar „Ákæruvaldið“. Þessi niðurlagsgrein er svo full af ósannindum og svívirðilegum árásum á mig, að eg sé mig neyddan til að gjöra við hana nokkrar athugasemdir: Lárus segir í grein sinni, að í dómi mínum í máli föður hans, sé ekkert minst í höfuðröksemdir föður hans en „smá útkjálka at- hugasemdir teknar með, gerðar að aðalatriðum og gerð tilraun til að hnekkja þeim“. Ummæli þessi eru auðvitað alröng, sem og auð- velt væri að sýna, með saman- burði dómsforsendanna og fram- burðai- bæjarfógetans í málinu, en þau eiga vel við annarsstaðai' — um aðferð Lárusar sjálfs „þegar hann ver föður sinn“ — þar er enginn tilraun gerð til þess að ræða höfuðröksemdir málsins c: eðli verknaðsins, sem mál var höfðað út af, hvort leiða hefði átt til sektar eða sýknu. Hinsveg- ar beinist öll „vömin“ að „út- kjálkaathugasemdum“, auðsjáan- lega beinlínis í þeim tilgangi að hylja kjama málsins og beina at- hygli lesandans að „útkjálkunum" — svo sem því, hversvegna eg hafi verið valinn til þess að fara með málið, í hvaða húsi dómur- inn hafi verið saminn, hvaða dag hann var kveðinn upp, hveraig mér hafí liðíð víð uppiegturinn og hvernig menn hafi tekið dómnum. Önnur eins málfærsla og þessi, getur haft tilætluð áhrif á hvat- vísa menn, sem „oísóknaræði og vankunnátta leggja saman hendur um“ eins og Lárus orðar það, en fyrir sjónum heilskygnra manna er hún greinilegur vottur um van- mátt og illan málstað. Mun eg þá taka til athugunar nokkur einstök atriði greinarinn- ar: Lögfræðingaveislan og dómaravalið. í veislu, sem haldin var af all- mörgum iögfræðingum haustið 1927 í Reykjavík, segir Láms að eg hafi sagt við föður sinn: „Þú ert þjófur, Jóhannes, þú stelur úr dánarbúum“. Síðan á dómsmála- ráðherra Jónas Jónsson að hafa heyrt þessi tilfærðu orð og flýtt sér að komast í kunningsskap við þennan „orðprúða“ manna og þeg- ar ákveðin var saksókn á hendur Jóhannesi Jóhannessyni vegna „vaxtatöku úr dánarbúum", var eg svo sem sjálfsagður, þar var ekki að efa niðurstöðuna. Þetta er nú stærsta byggingin hans Lárusar litla. Hún er álitleg og reisuleg, en einn er þó smíðar galli á henni: Grundvöllurinn er lygi og stoðimar rógm- og smiðs- höndin hefndarþorsti lítilsigldrar sálai-. Hin tilfærðu orð hefi eg aldrei talað, að því þyrði eg að vinna hinn dýrasta eið. Og Lárus veit að hann fer með lygi. Skömmu áður en eg kvað upp dóminn í bæjarfógetamálinu, símaði Lárus til mín. Var honum mikið niðri fyrir og kvaðst hafa heyrt nokkuð ,4njög leéðhdegt", sem hann yrði að spyrja mig um. Jeg fór að hitta hann. Spurði hann mig þá, hvort jeg hefði haft umgetin orð við föður sinn í lögfræðingaveislunni. Jeg neit- aði því algerlega. Sagði hann mér þá að faðir sinn segðist heldur ekki muna eftir því, en Magnús Stormsritstjóri hefði sagt sér þetta, þegar Lárus var búinn að fylla hann. „Það segir mév enginn . neitt“, sagði Láras, „en svo helti eg Magnús fullan og þá sagði hann mér þetta“. Eg spurði Lárus, hvort Magnús segðist hafa heyrt mig segja þetta. Nei, ekki var það, hann hafði heyrt það sagt. Þá spurði eg hann um fleiri heimildarmenn. Hann nefndi þá Sigurð Sigurz, heildsala (sem ekki er lögfræðingur og var því auðvitað ekki í veislunni), Vig- fús Einarsson, skrifstofustjóra, Magnús Guðmundsson, fyrv. ráð- herra og Gísla Bjamason, stjóm- arráðsfulltrúa. En það fylgdi, að enginn þessara manna hefði heyrt mig mæla þessi orð, nema Gísli Bjamason. Eg spurði Gísla um þetta þegar næsta dag, en hann þverneitaði að vita nokkuð um það, því hann hefði ekki verið í veislunni, og veit eg nú, að það er satt. Síðar komst eg að því, að Lárus hafði verið að reyna að safna vitnum að þessum „upp- lognu ummælum“, og vildi fá kunningja mína, sem heyrðu á viðræður okkar Jóhannesar, til að kannast við að hafa heyrt þau, en þeir sogðust vitanlega ekki hafa heyrt þau, eins og skiljan- legt er. Og hver einasti maður, sem eg spurði um þetta, neitaði að hafa heyrt það. En eg hetfci heldur enga ritstjóra fulla, til þess að safna sögum. Láras hlýt- ur að standa sem opinber lygari að sögu þessari. En eg skora á hann að birta vottorð frá einum einasta manni, sem heyrt hafi mig hafa þessi ummæli við föð- ur hans, svo eg fái tækifæri til að láta- „sögumanninn“ staðfesta oi’ð sín fyrir í-étti. En hversvegna treysti Lárus ekki sannsögli og réttminni föður síns? — Það hefði honum þó verið ssemra, heldur en að hlaupa eftir ölæðis- sögum „Stormsritstjórans” og birta svívirðileg orð um föður sinn, sem hann þó þykist vera að verja. Ef heimskan og hatrið hefði ekki hlaupið með Lárus í gönur, hefði hann hlotið að at- huga það, áður en hann birti um- mælin, að það er engin skýring til á því, að faðir hans man ekki svo meiðandi ummæli og hin til- færðu, ef þau hefðu verið töluð, önnur en sú, að hann hafi verið orðinn svo sljór af vínnautn, að hann hafi ekki skilið merkingu orðanna. Lárus ætti því, föður síns vegna, að kyngja sögunni sem fyrst. Áður en eg skilst við þetta at- riði, vil eg geta þess, hvernig eg sá þegar í stað, að eg hefði ekki getað sagt hin tilfærðu orð við Jóhannes bæjarfógeta. Strax og Láras hafði vakið máls á þessu, rifjaðist það upp fyrir mér, hve- næi- eg fyrst hafði heyrt getið um vaxtatöku bæjarfógetans úr dánar- og þrotabúum. Það var eftir áramót 1928 og man eg ná- kvæmlega hver fyrst sagði mér frá því. Tilefnið var mótmæli eins umboðsmamts örfingja í dá»- arbúi Jóns Setberg, á lokaskifta- fundi búsins, sem haldinn var í árslok 1927. Eg hafði því ekki hugmynd um meðferð bæjarfó- getans á búafé, þegar lögfræð- ingaveislan var haldin, og vissi ekki að neitt væri athugavert við meðferð hans á því. Og sagt get eg Lárusi það, þótt hann eflaust ekki þykist trúa mér, að eftir að orðasveimurinn var kominn, eftir fundinn í Setbergsbúinu, og fjöldamargir lögfræðingar ámæltu bæjarfógeta harðlega á bak fyrir vaxtatökuna og lögfræðingur sá, sem á fundinum hafði mætt, fékk ámæli manna fyrir að mótmæla ekki aðferð bæjarfógetans, tók eg engan þátt í þeirri illmælgi, enda var mér hlýtt til bæjarfógetans og hafði enga löngun til þess að hnjóða í hann. En á Lárusi sann- ast hið fomkveðna: „ósnotr maðr hyggr sér alla vesa viðhlæjendr vini“. Honum er óhætt að ti*úa því, að margir þeirra lögfræðinga, sem sátu nýlega heiðui’ssamsæti fyrir föður hans og enn brosa framan í hann, gengu ótrauðir fram í því að ámæla honum fy-ir vaxtatökuna og álíta dóminn hafa síst of langt gengið, þótt enginn hafi líklega reynst honum sá drengur, að segja honum sann- leikann. Aftan við þjófskenninguna um Jóhannes bæjarfógeta, hnýtir Lárus niðrandi ummælum, sem eg á að hafa haft um Jón Her- mannsson, fyrv. lögreglustjóra. Um það gildir hið sama og að framan gi’einir, það era tilhæfu- laus ósannindi. Eg er sannfærður um, að eg hefi aldrei dróttað nearru íllu að þeim toauoi, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.