Tíminn - 18.05.1929, Page 2

Tíminn - 18.05.1929, Page 2
120 TIMINN Bændur, athugíð vel hvort jþér getíð komist af án vélavinnu við heyskapinn. Kaupið heyvinnuvéiar þær svíkja engan. Fjöldi meðmæla frá ánægðum notendum víðs- vegar um land alt, er til sýnis á skrifstoíu vorri Sambaud isL sa.mviitsiiaféla.ga. S. B. sjálfum um þær mundir. Ræð eg það af því, að hann var sárreiður yfir því, að á aðalfundi K. S. skömmu áður fékk hann fæst atkvæði þeirra þriggja manna, sem kosnir voru 1 stjórn félagsins, og neitaði hann þá að taka móti endurkosningu. Hefir sennilega talið móðgun við sig að fá ekki öll atkvæði fulltrúanna; en til þess að mýkja og milda stórlæti hans voru fulltrúamir svo góðir að kjósa hann fulltrúa félagsins á aðalfund Sambandsins, og tel eg það engu minna trún- aðarstaif en stjómarstörfin. En við þann bita, eða þrátt fyrir þá vegtyllu, fór andinn í hann, sem síðan hefir knúð hann til að vinna á móti K. S. og leitast við að hnekkja hag þess, meðal ann- ars með því, að reyna að telja menn á að svíkja félagið um við- skifti, segja sig út því og gerast liðhlaupar eins og hann sjálfur. En sem betur fer hafa flestir lítt sint fortölum hans. Samvinnuhug S. B. um frysti- húsið marka eg og á þeim gusti, sem á honum var þegar hann kom heim til mín meðan á Sláturfé- lagsfundinum stóð, og þeim orð- um, sem hann að ástæðulausu lét þá falla í garð landsstjórnarinnar. Frá því, sem okkur fer á milli, í það sinn, -hefi eg áður skýrt í bréfi mínu hér að framan, og skal því ekki endurtaka' það hér, en vísa til þess er eg hefi þar um mælt. Aðeins skal eg bæta því við, að þegar S. B. fór frá mér, grunaði eg hann um græsku í máli þessu, og mér flaug í hug: Skyldi hann nú ætla að reyna að nota getsakir sínar í garð landsstjórnarinnar til þess að sprengja alt samkomulag? En eg varpaði þeirri hugsun jafn- skjótt frá mér. En hvað skeður? Það er best að láta S. B. svara sjálfan með þessari eíndæma ógeðslegu ósannindaklausu hans í Varðargreininni: „Þegar svo máhð er að verða afgreitt í þessu formi, þá skeður þetta eindæma stjómarfarslega hneyksli, að við fáum þau boð inn á fundinn frá Jónasi ráðherra í gegnum séra Sigfús, að lánið til Kaupfélagsins væri bundið" því skilyrði að Sláturfélagið yrði ekki meðeigandi í frystihúsinu“. Sigurður! Eg hefi stundum ekki getað varist því að gruna þig um græsku, en aldrei hefir mér dott- ið í hug að innræti þitt væri eins og það lýsir sér í þessum til- greindu orðum þínum hér að framan, og sannleikans vegna get eg ekki hlífst við að lýsa þessi orð þín tilhæfulaus ósannindi. Jónas ráðhena hefir alls engin boð sent inn á þennan umrædda Sláturfél.-fund gegn um mig.Hann hefir ekkert sagt í þá átt að lánið til Kaupfélagsins væri bundið því skilyrði, að Sláturfélagið yrði ekki meðeigandi I húsinu. Þessi boð, sem þú hefir flutt fundinum eru heimildarlaus upp- spuni sjálfs þín, afkvæmi getið og alið í sjálfs þíns höfði og sjúkum heila. Jónas ráðhen-a hefir í mín eyru ekkert um þetta frystihús- mál sagt, annars efnis en það, sem stendur í símskeytinu, sem eg sýndi þér, og við deildum um hvemig skilja bæri. Þar er minn skilningur réttur, en þinn rang- ur, þú vildir snúa öllu öfugt, til verri vegar, og þér hefir tekist það með þínum eigin boðskap, sem þú fluttir fundinum. Þú einn átt heiðurinn af því, að slegið var á framrétta hönd Kaupfélagsins um samvinnu og samkomulag um frystihúsið, og eg öfunda þig ekki af þeim heiðri. Alt, sem Tíminn hefir sagt um þetta frystihúsmál er rjett. Alt, sem Morgunblaðið og Vörður hafa um það sagt er rangt, og senni- lega hafa þau ausið úr sömu upp- sprettunni. Um það leyti sem Sambandsfundurinn stóð yfir, næstliðið vor, fluttu þessi blöð greinar um málið, þar sem þau gerðu mikið hróp að landsstjórn- inni, og báru hana brigslum fyrir hlutdrægni og kúgun. Alt voru þetta ósannindi og rangfærslur, samskonar og hjá þér. Var það aðalerindi þitt á Sambandsfund- inn að spýta þessum óþverra í blöðin? Varst þú óhreina lindin, sem þau ötuðu sig úr? Væri svo, hefði þér verið sæmra að sitja heima, því eftir því sem nú er augijóst orðið hefir það naumast verið áhugi fyrir hagsmunum og velfarnaði umbjóðanda þíns (K. S.), sem knúði þig til fararinnar. Eitt af mörgum ranghermum S. B. í Varðargrein hans er það, að landsstjórnin hafi í heimildar- leysi þágildandi laga veitt K. S. viðlagasjóðslán til frystihússins. 1 Hið sanna er, að 14. apríl f. árs lofaði atvinnumálai’áðherrann K. S. láninu „á þessu eða næsta ári“, en lánið er óveitt enn, því K. S. hefir ekki ennþá tekið einn eyri af viðlagasjóðsláninu, en efast ekki um að ráðherrann muni efna loforð sitt, og veita því lánið á þessu ári í fullri heimild gildandi laga. Alt sem S. B. segir í greininni um gerðir landsstjórnarinnar er á einn og sama veg, alt eintómir ósannindavefir. Og þetta er mað- ur, sem alla aðstöðu hafði til þess að vera málinu kunnugur, og er að hampa kunnugleika sín- um framan í lesendur greinar sinnar í því skyríi, að orð hans verði þá fremur tekin trúanleg. En hann gætir þess ekki, að það er ekki nóg að vera kunnugur, ef „kunnugur“ vill ekki fara rétt með, og einmitt í því hefir S. B. gert sig sekan. Ætli að mönnum mætti ekki ofbjóða það „blygð- unarleysið". öll þau atriði, sem S. B. vill láta teljast kjarnaatriðin í grein hans eru ósönn. 1. Það er ósatt, að Frystifé- lagið hafi átt að vera, eða verið eitt og hið sama og S. S. og K. S. („í einu lagi undir nafninu Frystifélag Skagfirðinga"). Eins og áður er sagt, átti það að vera sérstakt og sjálfstætt félag, opið öllum, sem í það vildu ganga, samkvæmt inngönguskil- yrðum samþykta þess. Á stofnfundi félagsins voru 32 menn; 31 þeirra tjáðu sig viljá ganga í félagið og skrifuðu undir skuldbindingu um að halda sam- þyktir þess. Aðeins einn, sjálfur S. B., fór af fundinum án þess að skrifa undir, og má af því ráða hug hans og heilindi í garð þessa margnefnda Frystifélags, sem hann þá hafði látist vilja stofna og styðja. — Af stofnendunum urðu það þó aðeins fjórir, sem fullnægðu að öllu leyti settum inngönguskjlyrðum, og gátu tal- ist löglegir félagsmenn. 2. Það er ósatt að S. S. hafi sótt um viðlagasjóðslán, og að landstjórnin hafi veitt K. S. lán- Tímburhlöður okkai’ við Hverfisg-otu 54 og Laugaveg1 39, hafa nægar timburbirgðir á boðstólum. — Þar kemur enginn að tómum kofunum fyrst um sinn — því tímburf armur # er nýkominn. — Allar stærðir. — Allar lengdir. — Viðar- gæðin alkunrt — Verðið lækkað, svo að hagkvæmust tímburkaup munu menn, nú sem fyr, gera hjá Timburverslun Árna Jónssonar Reykjavik Sveitamenn! Verslið við sveitamanninn, það er happadrýgst. Höfum allskonar skófatnað. Sérstaklega vandaða vinnuskó. Verðið afar lágt. Skóbúð Yesturbæjar Vesturgötu 16 ið í því 3kyni að „útiloka“ og „drepa“ S. S. 3. Það er ósatt að landsstjórn- in hafi veitt K. S. lánið í heim- ildarleysi gildandi laga. 4. Það ^er ósatt að Jónas ráð- herra hafi sent Sláturfélags- fundinum nokkur skilaboð gegn- um mig. Allar ásakanir í garð lands- stjói-narinnar í máli þessu eru því algjörlega ósannar og ómali- legar. Mér hefir ætíð verið óljúft að eiga í deilum, og hlífst við því í lengstu lög, en „svo lengi má bi’ýna deigt járn að bíti um síð- ir“. ósannindum, blekkingum og brigslum hefir svo oft og lengi verið þyrlað upp í máli þessu, að eg gat ekki lengur látið það hlutlaust, heldur taldi mér skylt að andmæla ósómanum. Sigfús Jónsson. Ný fegurð fyrir bros yðar. Náið burtu húðinni, sem gerir tennurnar dökkar. 'FANNHIRÐINGAR hafa teklð stórum * framförum. Tannlaeknavísindin rekja nú fjölda tann- icvilla til húðar (lags), sem myndast á iönnunum. Rennið tungunni yflr tenn- urnar; þá flnnið þér slímkent lag. Nö hafa visindin gert tannpastað Pep- sodent og þar með fundið ráð til aö eyða að fullu þessari húð. Það losar húðina og nær henni af. Það inniheldur hvorki kísil né vikur. Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernig tenn- urnar hvítna jafnóðum og húðlagið hverf- ttr. Fárra daga notkun færir yður heim sanninn um mátt þess. Skriflð eftir ókeypis 10 daga sýnishorni til: A. H. Riise, Afd. 261*80' Bredgsde 25, EX, Kaupmannahöfn, K. FÁIÐ TÚPU I DAG! aasmmammBBBKMnmMá Skrásett « Vðrumerki T íl rnmnTmuiHTTirP'HIHIWI—fM— Afburða-tannpasta nútímans. Hefur meðmæll helztu lannlækna ( ðllum helral. 2613 Ritstjóri: Jónas Þorbergsson, Ásvallagötu 11. Sími 2219. Prentsmiðjan Acta. I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.