Tíminn - 25.05.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.05.1929, Blaðsíða 2
124 TlMINN ins. — Væri það hollvænlegra og viturlegra þeim, sem þykjast bera svo mjög fyrir brjósti van- hirt götubörn, að beitast fyrir því, að upp yrði komið, utanbæj- ar, víðum leikvöllum, þar sem börnunum væri veitt aðstaða til leika sér og dvelja daglega yfir sumartímann undir eftirliti og handleiðslu valinna kennara. „Reykjavíkurstúlkan“. Erindi Guðm. Kambans um þetta efni var mjög fjölsótt, enda skemtilegt á að hlýða og ýmislegt skáldlega sagt og réttilega at- hugað. En um meginefni fyrir- lestursins munu verða allmjög skiftar skoðanir. Höfuðniður- staða Kambans virtist vera þessi: Reykjavíkurstúlkan hefir með skjótum hætti stigið stórt menn- ingarspor, með því að semja sig að stórborgasiðum um ytri hátt- semi í klæðaburði, hárskurði, andlitsfegrun og fasi. Um þetta er hún karlmönnunum fremri. Þó skortir það á, til samræmis við ýtri fágun, að stúlkurnai- hafi lært kurteisi í tali til móts við stúlkur í erlendum stórborgum. Og er orsökin sú að hæversku- brestur er þjóðareinkenni, en stúlkurnar hafa ekki getað lært að tala af kvikmyndunum, sem hafa verið uppeldisskóli þeirra í ytri fágun. Þessi siðfágun í fram- komu allri, er skilyrði fyrir því að við hljótum viðurkenningu stórþjóðanna og að okkar eigin- lega þjóðmenning fái notið sín. — Ekki verður því neitað, að ytri fágun og háttprýði fegrar lífið og horfir til samræmis, en varla mun þó verða sagt, að slíkt sé órækur vottur um innra manngildi, sem þó mun skifta mestu máli. Og þótt full nauðsyn sé á því, að ávinna sér viðurkenningu annara þjóða, þá er þó viðurkenning, bygð á ytri háttsemi, ekki sama og menningin sjálf. Og því aðeins •er viðurkenning annara þjóða eftirsóknarverð, að þær séu á framfaraskeiði um sanna menn- ingu. Guðm. Kamban mun vera heimsborgari og meta flest á mælikvarða stórborgamenningar. En mjög eru skiftar skoðanir um það, hversu mikið keppikefli hin skrautfágaða, yfirlætisfulla stór- borgamenning er mannkyninu. Rithöfundar, engu ómerkari en Guðm. Kamban, halda því fram, að í stórborgunum sé að farast hin vestræna menniðg, að þær sjúgi blóð og merg úr þjóðunum og að hin ytri fágun og hófleysi sé ekki annað en umbúðir um visnandi kjama. Þykir reynsla mannkynsins styðja þær ágiskan- ir. — Fyi’irlestur Kambans var því nokkuð grunnfæmislegur og lítt rökstuddur um þessi megin- atriði. — Mætti og segja, að hann á óbeinan Kátt vitnaði á móti sjálfum sér, þar sem hann, jafn- framt því, að stórhrósa framför- unum í ytri svip, deildi allmjög á rnentamenn og stúdenta bæjarins fyrir andleysi og deyfð. — Þá gat Kamban þess að hvergi í víðri veröld væri slíkur „tónn“ blaða- mensku sem hér á landi. Mætti ætla, að hann léti sig ekki henda að fara með fleipur og að slík umsögn sé bygð á kunnleik. En margir munu þó leyfa sér að ef- ast um, að Kamban sé gagnkunn- ugur blaðamensku um alla jörð. Og auk þess er þetta sleggjudóm- ur og hefir ekki við sannindi að styðjast, jafnvel um blaðamensku, þar sem ætla má, að Kamban sé kunnugur. — Að ýmsu leyti bar erindið blæ þess, að vera gert til þess að kitla eyru manna og afla áheyrenda. Væri og vel farið, að það hlyti góða aðsókn, því að Guðmundur Kamban er, vegna frábærrar skáldgáfu sinnar og orðsnilli, þess verður, að erindi hans séu vel sótt. Ójafnaðarmenska. Alþ.bl. 21. maí. skýrir svo frá, að á fundi Jafnaðarmanna hér í bænurn hafi nýlega komið fram „háværar raddir um að taka upp fulla andstöðu gegn Framsókn út af færslu kjördagsins“ frá fyrsta degi vetrar til miðs sumars. Val á kjördegi, við hæfi allra kjós- enda í landinu, hefir ekki reynst auðieyst mál. Haustdægrin eru talin verkalýð kaupstaðanna hentust. En fyrsti vetrardagur reyndist ófær sveitamönnum árið 1926. Þá var stórhríð og fann- fergja um alt Norður- og Aust- urland og urðu kjósendur margir að hverfa frá því að sækja kjör- stað, en aðrir hröktust í illviðr- um og ófærð. Er það bersýnilegt að kjördagur á veturnóttum er algerlega óviðunandi og gæti jafnvel svo til borið að fjöldi manna yrðu úti um alt land i áhlaupabyljum. Færsla kjördags- ins var því sjálfsögð. Nú lætur Alþýðublaðið svo, sem þetta hafi verið gert, til þess eins, að hindra verkamenn í að njóta at- kvæðisréttar. Mvm Alþ.bl. ljóst að það mælir hér móti betri vit- und, enda ræður frekja og óbil- girni afstöðu þess til málsins, er það krefst þess, að skipun þess- ara mála sé hagað eftir hentug- leikum verkamanna einna, eins og verið hefir, án þess að hirða neitt um, þó miklum þorra sveita- kjósenda sé bægt frá kosningu eða jafnvel stofnað í bersýnilega lífshættu. — Er slíkt eigi jafn- aðarmenska, heldur hið gagn- stæða. — Hitt er annað mál, að eigi mun fullleyst þetta vanda- mál og ber full skylda til þess að haga kosningum þannig, að jafnt sé litið á aðstöðu allra maima í landinu, til þess að neyta kosn- ingaréttar. Hótanir Jafnaðarmanna, um að taka upp fulia andstöðu gegn Fram- sókn, munu liggja flestum í léttu rúmi, meðan þær koma ekki frá forvígismönnum þeirra og meðan þær eru ekki studdar af hald- bærum ástæðum. Alþ.bl. gerist að vísu mjög ádeilusamt og stóryrt í garð Framsóknar út af af- greiðslu mála, en fylgir reglu sinni um offors og ofuryrði, með því að líta alls ekki á þá stað- reynd, að nálega reynist ófært að koma fram málum fyrir töf- um og málþófi Ihaldsmanna. Skiftir allmjög í tvo horn um á- deilur nábúaflokka Framsóknar. íhaldsmenn halda því fram, að Jafnaðarmenn fáði einir ölld um afgreiðslu mála. Jafnaðarmenn halda aftur á móti æi'slafundi út af því, að þeir fái engu ráðið og vilja krefjast sér *til handa meiri ráða, en sanngimi mælir með um fimm manna flokk í þinginu. — Hótanir Jafnaðar- manna verða blátt áfram brosleg- ar, þegar á það er litið, að þing- flokkur þeirra á þann einn úr- kost að hverfa í faðm þeirra Jóns Þorl., Jóns Ólafssonar og ólafs Thors. Framsókn mun aldrei vinna það til fylgis Jafn- aðarmanna, að hverfa af braut eðlilegrar og hófsamlegrar mál- efnaþróunar. Og ef Jafnaðar- menn kjósa vistaskifti, mun I Framsókn, með því að nú er fram komið ýmsum mikilsverð- ustu málum flokksins, láta sér all- vel lynda þau bráðabirgðaúrslit, en jafnframt óska Jafnaðarmönnum til hamingju undir pólitískum yfirráðum Ihaldsmanna. Undanbrögð kaupsýslumanna. Þegar núverandi lögreglustjóri í Reykjavík, Hermann Jónasson tók við embætti, komst hann þrátt á snoðir um það, að allmargir kaupsýslumenn ráku verslun hér í bænum, án þess að hafa öðlast verslunarleyfi lögum samkvæmt. Birti hann þá aðvörun til allra slíkra kaupsýslumanna um að kaupa leyfið og hafa lokið því innan ákveðins tíma, ella yrðu þeir látnir sæta sektum, eins og lög stæðu til. Árangurinn varð sá, að hátt á 7. tug manna gáfu sig fram og greiddu tilskilið gjald fyrir verslunarleyfi og hafa þann- \: ig komið í ríkissjóð um 28 þús. jj kr. — En þeir menn, sem kunna Iað hafa þverskallast við þessari aðvörun, vei'ða tafarlaust sekt- aðir. Bændaskólinn á Hvanneyri. Um síðastl. mánaðamót útskrif- uðust 17 nemendur úr Hvann- eyrarskóla; þar af 1 kona, Anna Gunnarsdóttir sú, er getið hefir sér orðstír fyrir frækilegt sund. — Skólavistin varð nemendum afaródýr að vanda. Fæði, mat- reiðsla og þjónusta aðeins 272 kr. yfir allan tímann, eða 1.36 á dag. Allur skólakostnaður mun þvi * ekki þurfa að fara fram úr 350 kr. á vetri. —• Samkvæmt þvi, sem frá er skýrt í' nýkominní skýrslu skólans hefir verklega námið verið lengt úr 6 í 9 vikur og stendur það vor og haust. Sér- stakur kennari leiðbeinir nem- endum við vinnuna. Auk þess heldur hann nokkra fyrirlestra þeim til skýringar. Verkfæra- kostur er mikill og góður. 1 ráði er að halda að vetri námskeið í meðferð dráttarvéla, Er mikill þörf á slíku með því að notkun slíkra véla tekur nú mjög að aukast. Merkur bóndi skrifar: „Vikuvinna íhaldsins í eldhús- inu mælist illa fyrir. Þykir okkur sveitakörlum illa varið dýrmæt- um tíma þingsins og stórfé úr ríkissjóði til svo ófrjórra athafna, enda virðist okkur ekki íhaldið hafa sótt gull í greipar ráðherr- anna. Mátti sjá það fyrir, að til einskis var að vinna annars, en að kynda ófriðarbálið og furðu- djarft af stjóniai’andstæðingum, að hefja slíka sókn og búa sjálfir í brothættu og eldfimu hreysi. — Enda kemur makleiga í koll. — Þá er ekki lítið brosað að skímar- vandræðum flokksins. Hafa jafn- vel einlægir Ihaldsmenn látið í ljósi undrun sína yfir nafnbreyt- ingar-áfergjunni og andleysinu!“ „Langt þing, en miður skilríkt“. Mbl. 24. maí birtir úr deildar- slitaræðu Benedikts Sveinssonar foiseta Neðrideiidar eftirfarandi urnmæli: „lir ekki trútt um, að mér komi í liug orO þuu, er höiðingi nokkur, þor- varður þórarinsson, sagði síðla á Sturiungaöld, ,er hann skriiaði bréi Magnúsi konungi lagabæti, og mælti á þessa leið: „Höiðu þeir þing skamt, ok at meðallttgi skiiríkt". ;Nú inunu láir menn segja, að þetta þing iiaii verið skamt um oi, en á þvi myndi meiri tvimæii leika, hve skilnkt það lieiði verið að sumu leyti". Leggur blaðið út af þessum um- mælum eftir sinu lagi. En kvart- anir Mbl. yfir tafsamlegri af- greiðslu mála á síðasta þingi, koma ur höröustu átt. Þaö er ai- kunnugi, aö þingmemt lhalds- flokksins hafa, í því nær hverju máli, beitt þrálátum töfum í störf- um nefnda og látlausu málþófi á fundum. — Er og varlegra fyrir forseta á Alþingi, að kveða upp grandskoðaðan dóm um störf þingsins, með því að svo mun verða iitið á, að þeir beri ekki litla ábyrgð á vinnubrögðunum. -----i>--- Fiskimatið. Sveinn Árnason yfir- fiskimatsmaður, sem hefir nýlega verið á ferð um Spán og víðar, til þess að kynna sér ástæður á fiski- markaði okkar, vöruvöndunina, kröf- ur neytenda og aðstöðu keppenda okkar í þessari grein, flutti á annan í livitasunnu fróðlegt erindi, í Kaup- þingssalnum i Reykjavík, um för sína og það-sem hann hafði orðið áskynja. Kvað hann fisk oklcar að visu njóta góðs áiits, enn sem komið væri, en hinsvegar stæðu keppinautar okkar vel að vígi íjárhagslega og á annan hátt, til þess að verða ofjarlar íslendinga á þessu sviði. Er þar mikið í húfi. ..--O----- Eftir Hallgrím Þorbergsson. Eg fór frá Reykjavík 7. mars kl. 18 með e/s. Lyra. Næsta morgun komum við til Vestm.- eyja, eftir 12 tíma ferð. Þar er oft ókyrr sjór, og ilt að taka land. Eyjarskeggjar sækja sjóinn fast á vertíðinni og eru hinir mestu fullhugar. Þaðan ganga um 100 vélbátar til veiða. Varð- skipið Þór fylgir þeim á miðin og gætir þeirra líkt og fjármaður hjarðar á beit, verndar þá gegn yfirgangi togara, og bjargar þeim oft úr sjávaxháska. Um þessar mundir notuðu Eyjamenn beitusíld flutta frá Noregi og keypta þar dýru verði. Virðist slíkt á annan veg, en vera ætti, í jafnmiklu síldveiðilandi, sem Island er. — Milli Vestmannaeyja og Þórs- hafnar fór skipið á 84 klt. Kom- um þangað um miðja nótt í kola- myrkri og fengiyn fljóta af- greiðslu. Stönsuðum í Klaksvík í 8 tíma. Sá eg þar reknar mjólk- urkýr á beit til fjalls kl. 9 um morguninn. Að vísu var frostlaust og auð jörð, en meðiöllu gróður- laus. Mundi okkur ekki heima á Fróni þykja slík útbeit bú- hnykkur. Færeyjar eru allar hálendar, sundurskornir, kedlumyndaðir bergstabbar, víðast girtir smá- um hamrabeltum hverju upp af öðru. Þar er lítið um ár og læki, en smágerðir grafningar skera gróðurtorfuna víða eftir vorleysingai'vatn. Gróðurtorfan er þunn og teygir sig upp undir hnjúkana, og þar sem slakkar eru mestir, alveg yfir um. Vall- lendisgras er aðalgróðurinn, lyng á stökum stöðum. Fjalldrapi eða annar viðargróður hvergi í beiti- landinu. Sauðfé gengur úti í fjallahlíðunum alla vetra, enda engin hús til yfir það, og fellur það í öllum hörðum vetrum meira og minna. Færeyingar erú frændur okkar og næstu nágrannar í hafinu. Þeir heyja nú svipaða sjálf- stjómarbaráttu gagnvart Dönum, sem við háðum í 70 ár, en standa heldur ver að vígi, eru fáliðaðri (nú 26 þús. manns) og ekki jafn samtaka um réttarki’öfurnar. Eyjarnar eru taldar amt í Dan- mörku. En mjög er einkennilegt að sjá að í meirihluta laga sem gefin eru út í Danmörku á seinni árum, er ein gr. sameigin- leg og hljóðar svo: „Þessi lög gilda ekki í Færeyjum“. Sunnan og austan við Færeyj- ar var logn og sjórinn spegil- sléttur. Ut við sjóndeildarhring í norðaustri sáust boðaföll. Hugði eg að þar mundu vera grynn- ingar og brotsjóar. En boðaföll þessi færðust nær og nær, sá eg þá brátt að þetta var hvalavaða, er stefndi beint á skipið. Smá- hvalir í tugatali, þeystust áfram beina leið, og stukku hátt upp úr sjónum, 2 álnir eða meira, með miklum gusugangi. Eg hefi ekki séð stökkhveli fyrri. Það eru rennilegar skepnur, léttvígar og vigta ca. 100 kg. Það er tóm- legt fyrir augað að horfa lengi yfir hafsauðnina og hver lífs- hræring þar verður til hátíðar- brigðis. 1 reykingasal skipsins var víðboðshátalari. Sunnudaginn 10. mars heyrðum við í tæki þessu messugerð í norskri kirkju. Form messugerðarinnar þar í landi er iíkt og heimá. Tónlag prestsins var ömurlega leiðinlegt, að öðru leyti var messugei’ðin áheyrileg. Prestunum fatast mörgum í því, að velja sér failegt tónlag. Þeir, sem eru raddmenn og tóna vel hafa mjög inikil hátíðleg áhrif á tilheyrendur, einkum börn og unglinga. Þeim, sem er nýjung að iieyra í víðboðstækjum það sem skilst, verða hrifnæmir fyrir slíkri tilbreytni út á reginhafi. Og víst er það merkilegt hve mannkyninu lærist að sigrast á fjarlægðum á einn og annan hátt, og manni dettur jafnvel í hug, að þeir tímar séu ekki ýkja fjarri, að menn komist „á aðrar stjörn- ur“ með húð og hári. I Björgvin hitti eg A. Skás- heim gjaldkera Vesturlandsbank- ans. Hann skilur vel islensku. Greiddi hann för mína til Háls- eyjarklausturs á Hörðalandi. Þar standa tveir skóiar næstum hlið við hlið. Annar er lýðháskóli, sá fyrsti er stofnaður var á Vestur- landinu 1868. Hitt er smábænda- skóli, sem stofnaður var nýlega. Kynti eg mér þar fyrirkomulag og rekstur smábændaskólans. Á skemtisamkomu, sem haldin var í sameiginlegum samkomusal skólanna flutti eg fyrirlestur um ísland (land og þjóð), eftir þrá- beiðni skólastjóranna. Var mér þakkað erindið á ýmsan hátt. Norðmenn eru sólgnir í að heyra sagt frá Islandi og íslendingum. Smábændaskólinn leggur eink- um áherslu á allskonar garðyrkju, alifuglarækt og kanínurækt. Kan- ínur eru mismunandi að stærð, lit og verðmæti. Viltar kanínur eru verðgildislitlar. En ýms hin rækt- uðu kyn nafa verðmæt skinn. Á skóla þessum voru blágráar kan- ínur (enskt kyn). Þær eiga grisl- inga 5—6 sinnum á ári, 8—14 tals í einu. Þeir eru fullvaxta 6 mánaða gamlir, og skinnin þá 5—6 kr. virði og stundum meira. Þær fóðrast á heyi, einir, rófum og korni. Frá Hálseyri fór eg til Staf- angurs. Þar var sýning á fullfit- uðum sláturfénaði af öllum teg- undum húsdýra, sú þriðja í röð- inni, sem haldin hefir verið á þeim fénaði. Norðmenn sækja fast að því marki, að kjötfæða sig sjálfir. Skortir nú mjög lítið á að þeir geri það. Það er því lítið eða jafnvel ekkert útlit fyrir ’ að markaður fyrir íslenskt kjöt haldist lengi úr þessu í Noregi. Á bændasamkomu í Stafangri hlustaði eg á fyilrlestui’ um ull- ai’framleiðslu og meðferð ullai’- innar, sem haldinn var af Simon Hauge bústjóra fjárræktarbúsins á Hodne. Urðu nokkrar umræðui' um málið, er hnigu í þá átt, að nauðsyn bæri til, að koma til leiðar mati og flokkun á ull á Rogalandi, sem er mesta sauð- fjárræktarhérað í Noregi. Sauðfjárræktarráðunautur Norð- manna, J. Sæland, flutti einnig fyrirlestur um hið svonefnda Karakúl-fé. Fjárkyn þetta er upprunalega ai-abiskt, en er nú einkum ræktað í Túrkestan, Pers- íu og Búkaríu. Var flutt til Bandaiíkjanna 1909 og hefir þrifist vel þar. Nn hafa Norð- menn byrjað að flytja fjárkyn þetta þaðan til Noregs. Var ný- búið að sleppa úr sóttkví í Staf- angri nokkrum kindum af þessu kyni, þegar eg kom þar. Fé þetta er í meðallagi stórt, svart að lit og skiftist í nokkur afbrigði. Það er einkum haft til framleiðslu á skinnavöru, og verðmætið langmest í skinnum af karilömbum og þó einkum af lömbum, sem ekki eru fullburða. Er því stundum beitt brögðum til þess að fá æmar til að láta fóstri mánuði fyrir tímann. Bestu lambskihnin eru mjög verðmæt, 100—150 kr. virði, en tíðast þó ekki meira en 20—80 kr. virði. Fallegustu lambskinnin eru ein- kennilega blæfalleg og háralagið þannig, að smáfletir á skinnimi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.