Tíminn - 25.05.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.05.1929, Blaðsíða 3
TÍMINN 125 Vöi-uhús ljósmyndara, Reykjavík. Amatörar Látið mig- framkalla, kopiera og stækka filmur ykkar. Til þeirrar vinnu eru notuð öll fullkomnustu verkfæri sem,',völ er á, 20 ára reynsla og sífelt vaxandi viðskifti mæla með verkinu. Alt fyrir „Amatöra" svo aem: Myndavélar, filmur, pappír og m, m, fl. ávalt á boðstólum fyrir lægsta verð. Notið eingöngu hinar heimsfrægu „APEM“-fílmur. Vörur sendar gegn póstkröfu út um land, — Ábyggileg af- greiðsia. Carl Ólafsson Vönihús ljósmjmdara. Reykjavík. Sími 2152. Laus staða. Rösk stúlka getur fengið atvinnu í vefnaðarvörubúð frá 1. júlí næstkomandi. Góð rithönd æskileg. Eiginhandar umsóknir á- samt meðmælum og kaupkröfu sendist fyrir lok júnímánaðar næst- komandi til undirrítaðs, sem gefur allai' nánaii upplýsingar. V Sig-urdur Steinþórsson kaupfélagsstjóri. Stykkishólmi. Ámi Pálsson hefir talað um hinn flekkaða skjöld íhaldsflokks- ins. Ihaldsmenn vita yfirleitt, að þeir eru mjög brennimerktir af fortíð sinni og framkomu í lands- málum. Kölluðu þeir saman lands- fund til þess eins að umskírast, og reyna að villa á sér heimildir með nafnbreytingu, eins og þjóf- ur á flótta, sem grafa vill fortíð sína með því að taka falskt nafn. Nú í þinglokin hélt þingflokkur- inn marga fundi um málið, og mun nú afráðið að kasta íhalds- nafninu, og kalla afturhaldslið landsins Sjálfstæðisflokk. Að lík- indum mundi Birni Jónssyni og Skúla Thoroddsen þykja það mik- il býsn, ef þeir gætu risið upp úr gröf sinni, og sæju verstu innlim- unarþræla sinnar samtíðar, fjend- ur íslensks fána, og flötustu sleikjur alls, sem dankst var, stela flokks nafni þeirra og kalla sig „Sjálfstæðismenn“. En sú mun raunin verða að nafnskifti þessi villa fáum sýn. „Sjálfstæði“ M. Guðm. gagnvart útlendu fjármálavaldi er sönnun þess, hverskonar sjálfstæðis er að vænta af flokki, þar sem hann er einn leiðtoginn. * ---o---- Fréttir. Forsætisráðherrann er nú aftui' tekinn að liafa fótavist og mun að öllu áfallalausu hefja störf eftir helgina. Alþingi. þinglausnir fóru fram á laugai-daginn fyrir hvítasunnu, 18. þ. m. Vegna þrengsla hiður næsta blaðs frásögn um afgreiðslu hélstu mála og lokastörf þingsins. Hans Nielseu hefir tekið sœti i. ís- lensk-dönsku réðgjafarnefndinni í stað Borgbjergs, sem gerst hefir ráð- herra. Hnndavtnnusýning. Að tilhlutun kvenna er þessa dagana haldin sýn- ing á handavinnu í Reykjavík og er sýningin í barnaskólanum. Samkv. þvi, sem Ilalldóra Bjarnadóttir skýrir frá er hún haldin, til þess „að fá vissu fyrir, hvað til er af sýningar hæfum munum í bænum nú sem stendur". En sýningin er -einskonar undirbúningur undir sýningu þá á heimilisiðnaði og handavinnu, sein fyrirhuguð er sumarið 1930. eni snögghærðir og randir á milli með lengri hárum, sem hringa sig þétt og ætíð þannig, -að hár- broddurinn snýr að skinninu. Þetta er að ytra útliti og áþreif- ingu líkt og upphleyptur rósa- saumur. Fjárkyn þetta þrífst best í þurviðrasömu fjalllendi. Á Marey hjá Stafangrí skoðaði eg tvo flokka, sem stóðu þar L sóttkví, og voru 7 ær og 1 hrút- ur í hvorum flokk. Dýralæknir Holmbu sagði mér, að eigendur væru búnir að selja fyrirfram hvert lamb sem fæddist fyrir kr. 1800.00. Sama fé sá eg bæði blandað og' óblandað hjá Jóni Sæ- land fjárræktarráðunaut Norð- manna. Hann hafði um 200 fjár og mörg fjái'kyn og gerir ýmsar tilraunir í fjárrækt. Hann vinnur ötullega að því, að fjölga sauðfé í landinu. Norðmenn hafa nú seinustu árin komist að þeirri niðurstöðu, að sú ræktun borgi sig best, að bera tilbúinn áburð á vallgróin beitilönd. Lyng, einir og finnungstoppar er brent, sum- staðar herfað eitthvað og sáð í grasfræi og borið á. Sellöndin í fjalldölunum er nú farið að rækta aðallega á þann hátt, að bera til- búinn áburð á landið eins og það kemur fyrir. Bygðin færist nú þangað út, þar er heyið og beit- in best fyrir sauðfé. Síðan 1918 hefir sauðfé fjölgað í Noregi um 18% og er fjártal- an nú nokkuð á aðra miljón. Að því er stefnt að þjóðin, auk þess að kjötfæða sig sjálf, geti flutt Hefðarfrúr og meyjaj? nota altaf hið ekta austur- W&i e landa MjkF ilmvatn Furlana. Útbreitt um allan ^7p|\v heiin. Þúsundir vvl M |M- / „kvenna < fUKIáNA ,, nota það Fæst í smáglösum með skrúftappa. Verð aðeins 1 kr. í heildsölu hjá H.f. Efnagerð Reykjavíkur. pjóðvinaiélagsbækurnar eru nú komnar út. Andvari flytur að þessu sinni grein um Ilallgrím Kristinssou forstjóra eftir Jónas þorbergsson, um „þjóðabandalagið og ísland" eftir Björn þórðarson, mjög langa gre.in um „Fiskirannsóknir 1927—1928“ eft- ir Bjarna Sæmundsson og „þætti úr menningarsögu Vestmannaeyja" eftir Sigfús M. .Tolmsen. — Almanakið er fjölskrúðugt og gott. það flytur rit- gerðir um fjóra frakkneska menn, sem sint hafa íslenskum efuum, þá Paul Grimard, Havier Marmier, Maurice Cahen og Paul Verrier, ásamt myndum af þeim öllum. Ritar Sig- urður Nordal um þrjá fyrstnefna menn, en Guðm. Finnbogason um hinn síðastnefnda. — Gunnl. Briem ritar um útvarp, Jón Eyþórsson urn þoku og Samúel Eggertsson um Norðurheimskautsbauginn. Loks ritar Theodóra Thoroddsen „Brot úr bernskuminningum" um ýmsa sér- kennilega karla við Breiðafjörð. Auk þessara föstu rita gefur félagið út að þessu sinni upphaf að miklu rit- verki um Jón Sigurðsson eftir Pál Eggert Ólason prófessor. Verður það 5 hindi alls og er þetta fyrsta bindi 476 hls. prentað á úrvalspappír. Á bls. 45, í aðfaraorðum ritsins, gerir höfundurinn grein þess, hversu saga Jóns og saga þjóðarinnar í stjórnar- farsbaráttunni greinist í þætti og verður ritið gagnger söguleg rann- sókn á þessu tímabili. Mun margan fýsa að kynnast þeim athurðum, er svo merkir hgfa verið og örlagaríkir um hagi okkar og viðreisn og sem telja má að gripi hvarvetna inn í líf þjóðarinnar enn í dag og sögu merkra maniia jafnvel sumra þeirra, sem enn eru á lifi. Mun svo fara, að Púll Eggert prófessor verði ágætur af þessu verki, en þjóðin fróðari og rikari af ræktarsemi. -----o---- út kjöt til Bretlands. Kjöttolls- pólitík Norðmanna flýtir mjög fyrir því, að þétta takist fyr en seinna. Jón Sæland segir í ársskýrslu sinni 1928 til búnaðærráðuneytis Norðmanna, að sauðfé hafi fjölg- að minna tvö síðustu árin vegna verðfalls á kjöti. í sambandi við þetta segir Sæland: „En íslenska sauðakjötið veldur nú liarðvitugri samkepiii á innlendum marlcaði. Sauðfjáreigendur kvarta mjög yfir þessu og þykir ósann- gjarnt, að fjafða- og fjallabygðir ir landsins (fjárræktarbygðirnar) skuli njóta minni tollverndar en önn- iii' héruð (hin írjósamari), — Toll- urinn á islensku sauðakjöti er helm- ingi miiini en tollur á nautakjöti og fleski frá öðrum löndum. Á hverju ári er i'lutt hingað frá íslandi um 2 miijónir kg. af sauðakjöti, sem svar- ai' lil að vera 130.000 kroppar. í heild sinni stendur ríkissamningur- inn við ísland eklci lítið í vegi fyrir öllum, sem vinna að því, að fjölga sauðíé í lundinu“. Eg átti tal við héraðsdómara og stórþingsmann G. Griei, Gvarv á Þelamörk, sem verið hef- ir formaður vinstri manna í þinginu. Hann bjóst við að eigi yrði til lengdar komist hjá að endurskoða samninginn við Is- land, því talsverðar urgur út af honum væru meðal sjómanna og sauðfjáreigenda, en ástæðu til óánægjunnar taldi hann minni en af væri látið. Margt bendir til þess að ekki sé hyggilegt að treysta mikið á Litla bílstöðin hefir áætlunarferðir á hverjuro degi milli Reykjavíkur - Stokkseyrar og Eyrarbakka. Mánud. kl. 11 f.h. kl. 5 e.h. Þriðjud. — 11 f.h. — 5 e.h. Miðvikud. — 11 f.h. — 5 e.h. Fimtud. — 11 f.h. — 5 e.h. Föstud. — 11 í.h. — 5 e.h. Laugard. — 4 e.h. — 8 e.h. Sunnud. — 6 e.h. - 9l/2e.h. I Reykjavík: Lækjartorgi, Símar 668 og 2368. Á Selfossi: S. Ó. Ólafsson & Co. Sími 3. Á Stokkseyri: Einar Eyjólfsson. Sími 5. Á Eyrarbakka: ólafur Helgason. Sími 22. Fyrsta flokks lokaðir bílar NASH oj BUIGK TASAÚB ljómandi falleg, nikkeleruð 8.50, g.vlt á röndum 9.75, Skamm- byssur 3 kr., 4.50 og 5 kr., Marg- hleypur 12.50, Rakvélar 1 kr., Rakvélablöð 15 aura, Silfujfplett- borðbúnaður afaródýr, t. d. te- skeiðar 46 aura, Matskeiðar og gaflar 1.95, margt fleira þessu líkt. Sendi burðargjaldsfrítt gegn fviirframborgun. Hefi flestar teg- undir af búsáhöldum, leikföngum, smávörum, matvörum, nýlendu- vörum. — Biðjið um verðskrá. Útvega kaupmönnum margar vörur með góðu verði og löngum gjaldfresti beint frá útlöndum. Hefi sýnishom hér. Tek íslenskar vörur til sölu hér. Greið skil og lág ómakslaun. VERSLUNIN MERKÚR, Grettisgötu 1. Sími 2098. Reykjavík. markað framvegis í Noregi fyrir íslenskt kindakjöt. Er hin mesta nauðsyn að ti'yggja íslenskum bændum aiman og betri markað fyrir dilkakjötið í Bretlandi, Belg- íu eða annarsstaðar. Fyrir 15 árum keyptu Norð- menn tvo silfurrefi í Ameríku fyrir 60 þús. kr. pai-ið, eða 30 þús. kr. hvort dýr. Það var byrj- un til hinnar miklu refaræktar, sem nú er í Noregi. Talið er að þar séu nú um 400 refabú eða refagirðingar og um 15 þús. ref- ir; aðallega amerískir silfurrefir. Síðastliðið ár voru seld til lífs 400 dýr, parið á 4500 kr. til jafn- aðar, seldir refir og skinn fyrir samt. 9 miljónir. Refabændur liafa með sér félagsskap, gera kynbætur, blanda saman ólíkum kynjum, færa ættartölubækur, veita verðlaun á sýningum o. s. frv. I hagskýrslum Norðmanna eru nú refirnir metnir á 30 milj- ónir en alt sauðfé landsins á 40 miljónir kr. Aðalhagsmunir refa- búanna liggja í því, að selja líf- dýr fyrir uppsprengt verð. Eftir- spurnin í Noregi er nú farin að þverra en þá færa refabændur sig yfir landamæi'in til Svíþjóðar og Finnlands og selja lífdýr þar. Norðmenn slægjast nú eftir mórauðum refum frá íslandi, sem þeir kalla blárefi. Þeir þykja þó hafa þann galla að vera treg- ir til að timgast, en eiga aftur á móti fleiri hvolpa en silfurrefir. Lakast þykir Norðmönnum, að S v e i t a b æ n d u r Eg sel: Hveiti 63 kg..........kr. 25,65 Haíramjöl 50 kg.......— 21,00 Melís 50 kg. . . , . . . — 29,75 Strausykur 100 kg. .. — 51.00 Kartöflur 50 kg.......— 9,76 Kaffi óbrent kg. .. — 1,65 Verslunin MERKJASTEINN Síini 2088. Vesturgötu 12. Sveitalólki sem kemur til Reykjavíkur og þarf að kaupa einhverskonar f a t n a ð eða álnavöru til heimilisþarfa er bent á að líta á þessháttarvörur hjá S. Jóhannesdóttur Vefnaðarvöru- og fataversluninni í Austurstræti (beint á móti Landsbankanum. ekki er hægt að timga saman ís- lenska blárefi og silfurrefi, þau afbrigði hata iivort annað og ganga fyr hvort af öðru dauðu, en að eiga vingott saman. Ef Islendingar vildu leggja meiri stund á refaeldi, gætu þeir mikið lært af Norðmönnum í því efni: byggingu grenisins, girð- inga og meðferð alla. Reynslan sýnir að gæta verður hins mesta hreinlætis og þrifnaðar á refabú- unum, annars er yrðlingum dauð- inn vís skömmu eftir fæðingu, af völdum innýflaoima. ísienskum ferðamanni verður stai'sýnt á skógana í Noregi. Þeii' breiða sig' yfir hálsa og hnjúka og snarbráttar fjallshlíðai', nærri að segja hvar sem komið er, að undanteknum Jaðri, en þó sjást þar nú víða væn skógarbelti af plöntuðum skógi. Þótt skógurinn sé svona mikill, sem vex viltur, þykir Norðmönnum það ekki nóg. Þeir planta árlega svo skiftir miljónum trjáa. öll skólaböm læra að planta skóg. Enda eru tekjur af skógunum í Noregi geysimiklar. Það er komið í ljós, að ekki er árangurslaust að planta .skóg heima, það sýnir skógplöntun Sig. Sigurðssonar búnaðarmálastjóra sunnan undir Akureyrarkirkju, sem nú er 27 ára göhiul og skógplöntun 1 Gróðrarstöðinni á Akureyri eftir sama mann. Við þyrftum að eignast Norð- mann, sem stjómaði skógrælrtar- Plöturnar sem mest eru spilaðar: Tvær rauðar rósir, Sólarupprás, Haine, Serenade, It goes like this, Forthy seven, Camilla. Flest iögin fást líka á nótum. Biðjið um plötuskrá. Vörur sendar gegn eftirkröfu út um alt land. Katrín Yiðar Hljóðfæraverslun, Lækjargötu 2, Reykjavík. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson, Ásvallagötu 11. Sfmi 2219. Prentsmiðjan Acta. málum okkar jaínvel, sem O. Forberg stjórnaði símamálum Is- lendinga. Svo stór asktré sá eg í Nor- egi að þau voru meira en tveir feðmingar að ummáli neðantil. Skilríkur maður (Sæland) sagði méi', að grenitré góður feðming- ur að ummáli væri 30 kr. virði. Þeir eru ekki févana, sem eiga slík tré svo þúsundum skiftir í norsku skógunum. ösp er sjald- gæfari en fura, greni og björk, éh heimingi verðmem, af því sá viður er sá eini sem notaður er til eldspýtnagerðar í hinum stóra svenska einokunarhring. Við stórþingsmaður G. Griei, sem fyrrí er nefndur, áttum tal saman um jámbrautarmálið heima. Áleit liann mésta óráð fyrir okkur að byggja jámbraut í jafn fámennu landi. Miklu far- sælla að verja fénu til bílvega- gerðar. Kvað hann jámbrautar- mál Norðmanna með erfiðustu fjárhagsmálum ríkisins. Nú væri ríkið búið að leggja til jám- brautabygginga í Noregi um 700 miljónir króna. Ái*svextir af þess- ari upphæð næmi 30 miljónum kr. Rekstur brautanna hefði aldrei svarað neinum vöxtum, og sum árin hefði tap á rekstri þeirra numið 10 miljónum króna, og væri nú komið í ljós, að marg- ar brautir hefðu verið bygðar, sem aldrei skyldi verið hafa. Frh. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.