Tíminn - 29.06.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.06.1929, Blaðsíða 2
148 TlMINN Aðalfundur Eimskipafélags íslands. Laug-ardaginn 22. þ. m. var aðalfundur Eimskipafélags Islands haldinn. Eggert Claessen banka- stjóri formaður félagsins setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Jóh. Jóh. fyrv. bæjarfógeta. Fundarskrifari var Lárus Jó- hannesson. Formaður skýrði frá hag fé- lags og rekstri undanfarið ár. Hafði félagið í hagnað á árinu um 528 þús. kr. Rúmum, 300 þús. var varið til niðurfræslu á eign- um og afskrifta á skuldum, en til ráðstöfunar aðalfundar vóru rúm- ar 220 þús. kr. Emil Nielsen framkvæmdar- stjóri lætur af núverandi störfum í þjónustu félagsins um næstu áramót. Ávarpaði hann fundinn nokkrum orðum og þakkaði stjóminni fyrir góða samvinnu og ennfremur skipstjórum og skipshöfnum á skipum félagsins. Mintist hlýjum orðum hins vin- sæla, nýlátna skipstjóra Þórólfs Beck og vottuðu fundarmenn samúð sína með því að standa upp. Þá dvaldi framkvæmdarstjórinn við hinn mikla stuðning, sem al- menningur hefði veitt félaginu og árnaði því allra heilla í framtíð- inni. Fundarstjóri, formaður félags- ins og margir fundarmenn mæltu hlýlegum orðum í garð fram- kvæmdarstjórans og þökkuðu mikið og vandasamt starf í þjón- ustu félagsins. Gat formaður þess, að þar sem hr. Nielsen ekki léti af starfi sínu fyrr en á næstu ára- mótum, hefði stjómin talið ótímabært að minnast starfa hans í kveðjuskyni á þessum fundi. Stjórn E. ís. gefur árlega út skýrslu um rekstur félagsins, sem er látin fylgja ársreikningunum. iSvo var og nú. Skýrslu þessari fylgdi „Framhaldsskýrsla" um verkfaJlsdeiluna í vetur sem leið, frá meirihluta félagsstjórnarinnar og „Skýring“ frá minnihlutanum. Eftir að formaður (E. C.) og ritari (J. Þorl.) höfðu lagt fram skýrslur og reikninga, hófust um- ræður. Deildu þeir Jón Baldvinsson og Sigurjón Ólafsson alþingismenn mjög harðlega á stjóm E. 1. fyrir framkomu hennar í verkfallsdeil- unni. Lét J. B. svo um mælt, að stjómin hefði misboðið hags- munum félagsins með því að taka ekki strax tilboði ríkisstjómar- innar um málamiðlun, tilboði, sem hún svo síðar gekk að. Til and- svara af hálfu félagsstjórnarinn- ar urðu þeir E. Cl. og J. Þorl. Að loknum þessum deilum voru reikningamir bomir upp til at- kvæða og samþyktir. Þá var tekin fyrir tillaga stjóm- arinnar um skiftingu ársarðsins. Hafði meiri hluti stjómarinnar lagt til að lagt yrði í endur- nýjunar og varasjóð kr. 148. 025,16, en 4%, eða 67,280 kr., yrðu greiddar hluthöfum. Minni hlutinn (Jón Árnason) lagði til að enginn arður yrði útborgaður, heldur alt lagt í varasjóð. J. Á. færði sem rök fyrir til- lögu sinni fyrst og fremst það, að félagið, þrátt fyrir eitt sæmi- lega gott ár, stæði ekki svo vel að vígi, að það ekiki þyrfti bein- línis að njóta verndar og fjár- stuðnings frá ríkisvaldinu. Félag- ið nyti skattfrelsis, ívilnunar um útsvarsgreiðslu og 85 þús. kr. „fátækrastyrks“ á ári, og mætti því segja að hluthafaarðurinn væri beinlínis borgaður með ríkis- styrknum. Jón Þorl. mótmælti því, að umræddur styrkur væri fá- tækrastyrkur, en J. Á. benti þá á, að hann hefði sjálfur nefnt styrkinn þessu nafni í vetur í skýrslu um vinnudeiluna. Exm- fremur taldi J. Á. það mæla á móti úthlutun arðs að E. I. ætti framundan ótal óleyst verkefni, sem krefðust mikils fjár, en fé- lagið félítið og með öllu óvíst að hægt yrði að ná inn hlutafé þó 'reynt væri. Meðal aðkallandi verk- efna værí að koma upp vöru- geymsluhúsi í Reykjavík, og auka skipastól félagsins að miklum mun með vöruflutningaskipum, bæði á núverandi siglingaleiðum og síðar milli Islands og Suður- Evrópu. ' Jón Baldvinsson, alþm. tók mjög eindregið í sama strenginn, en á móti töluðu Eggert Claessen, Jón Þorláksson, Hjalti Jónsson, Brynjólfur H. Bjarnason og síra Magnús Bl. Jónsson. Stóðu um- ræður lengi og vóru talsvert hvassar öðru hvoru. Fór svo að lokum, að breytimgartill. minnihl. stjórnarinnar var feld með rúm- um 15 þús. gegn tæpum 9 þús. atkv. 1 stjóm félagsins áttu sæti til aðalfundar: Formaður E. Claes- sen, ritari Jón Þorláksson, gjald- keri P. A. Ólafsson, varaform. Hallgr. Benediktsson, vararitari Garðar Gíslason, Halldór Kr. Þor- steinsson og Jón Ámason, sá síð- astnefndi skipaður af ríkisstjóm- inni. Fyrir Vestur-Islendinga eru í stjórn Ásm. P. Jóhanrtsson og Árni Eggertsson. Úr stjóminni áttu að ganga H. Ben., Halld. Þorst. og P. Á. Ólafsson, sem er fluttur til Atkureyrar og því getur ekki mætt á stjórnarfundum.End- urkosnir voru H. Ben. og Halld. Þorst., en í stað P. A. ó. var kosinn Jón Ásbjörnsson mála- flutningsmaður. Ben. Sveinsson alþm. fékk næst hæsta atkvæða- tölu. Einn endurskoðandi félagsins, Ólafur kaupmaður Eyjólfsson, kom með þau skilaboð á fundinn frá hluthöfum utan af landi, að þeir óskuðu þess eindregið „að ekki kæmist pólitík inn í Eim- skipafélagið“. Ekki skýrði hann frá því, hverjir hefðu falið hon- um þennan erindisrekstur, og heldur ekki á hvem hátt „pólitík ekki skuli komast inn í Eimskipa- félagið“. Eru slík skilaboð ærið skopleg, þegar þess er gætt, að mestur hluti stjórnarinnar er skipaður harðvítugum Ihalds- mönnum. Verður ekld séð hvem- ig þessu verði fullnægt, nema Jón Þorl. og eindregnustu fylgjendur hans vilji segja sig úr stjóminni og kosnir séu í staðinn menn, sem ekki gefa sig við stjómmálum. — Svo sem kunnugt er hefir ríkis- sjóður lagt fram 100 þús. króna hlutafé í Eimskipafélagið. Hefir ríkisstjórnin skipað einn mann í stjóm félagsins, en ekki haft að órðu leyti atkvæði um stjórnar- kosningu i félaginu. Aftur á móti hefir ríkissjóður jafnt atkvæða-- magn fyrir hlutafé sitt sem aðrir hluthafar, í öllum öðrum málum, eða 1 atkvæði fyrir hverjar 25 kr. og er þá atkvæðamagn ríkissjóðs 4000 atkvæði. Jón Þorláksson er ritari félags- ins og sér um afhendingu að- göngumiða og atkvæðaseðla þeirra, sem notaðir eru við kosn- ingar og atkvæðagreiðslur á fund- um félagsins. Er jafnan, lagður fram listi á fundunum um hve mikið sé afhent af atkvæðaseðl- um. Á fundum Eimskipafélagsins fer fjármálaráðherra með atkvæði ríkissjóðs, eða sá, er hann felur það. Að þessu sinni var umboðs- H.f. Eimskipafélag Islands Arður af hlutafé. Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands 22. júní 1929 samþykti að greiða hluthöfum félagsins í arð af hlutafé sínu, 4°/0 — fjóra af hund- * raði — fyrir árið 1928. — Arðurinn verður greiddur hluthöfum gegn framvísun arðmiða fyrir árið 1928, á aðalskrifstofu félagsins í Reykja- vík og hjá afgreiðslumönnum þess utn land alt. Ath. Vegna þess að á siðustu árum munu hafa orðið nokkur eigendaskifti á hlutabréfum félagsins án þess að þau hafi verið tilkynt félagsstjórninni og sam- þykkis hennar leitað, en hinsvegar er nauðsynlegt að öil slik eigendaskifti séu jafn- óðum tilfærð i lilutliafaskránni, og hlutabréfin skráð á nöfn hinna réttu eigenda, eru menn vinsamlega beðnir að skrifa nöfu núverandi eigenda aftan á hvern arð- iniða, og fá jafnframt eyðublöð fyrir tilkynningar uin eigendaskifti, sem samþykki félagsstjórnarinnar óskast á. — Eyöublöð þessi geta menn fengið á aðalskrifstofu félagsins i Eeykjavik og hjá afgreiðslumönnum þess úti um iand. maður ríkissjóðs Sigurður Krist- insson forstjóri S. I. S. Menn veittu því athygli í fund- arbyrjun, að samkvæmt atkvæða- skýrslunni hafði verið afhentur aðgöniguseðill fyrir öll 4000 at- kvæði ríkissjóðsins, en afhentir atkvæðaseðlar ekki taldir nema fyrir 500 atkvæði. Áður en atkvæðagreiðsla byrj- aði beindi Jón Ámason þeirri fyrirspurn til ritara félagsstjóm- arinnar, Jóns Þorlákssonar, hvers- vegna ekki hefði verið afhent umboðsmanni ríkissjóðs full at- kvæðatala, 4000 atkvæði alls, eins og ætíð hefði verið gert síðan ríkissjóður gerist hluthafi í Eim- skipafélaginu. Þessu svaraði J. Þ. þegar á þá leið, að hann hefði ekki veitt því eftirtekt fyr en nú, að enginn mætti fara með meira en, 500 atkv. alls á fundum fél. fyrir sjálfan sig og aðra og vitn- aði í þessu efni til 10. gr. fé- lagssamþyktanna. J. Á. kvað það nokkuð einkennilegt að J. Þ. ekki hefði munað eftir þessu ákvæði samþyktanna fyr en að morgni þess dags sem fundurinn var haldinn, eða eftir að búið var að afhenda aðgöngumiða og fundur átti að fara að byrja. Samþyktum félagsins hefði verið breytt 1924, en J. Þ. hefði sjálfur farið með 4000 atkvæði í umboði ríkissjóðs, árin 1925, 1926 og 1927 og afhent umtölulaust * 4000 atkvæði 1928. Að vísu hefði J. Þ. farið ólöglega með atkvæði ríkissjóðs, því stjórnendur Eimskipafélagsins mættu ekki fara með umboð ann- Stjórnin ara hluthafa á fundum félagsins. Mótmælti hann skilningi J. Þ. á 10. gr. samþyktanna og taldi það gerræði að ætla að svifta ríkið rétti sínum til íhlutunar um mál Eimskipafélagsins. Svaraði J. Þ.. aftur og hélt enn við fyrri fram- burð sinn, að þetta stafaði af gleymsku hjá sér, en kvaðst ekki geta fallist á að ríkið ætti rétt til meira en 500 atkvæða. Tóku margir fundarmanna til máls og deildu liarðlega á J. Þ. fyrir þetta gerræði. Heimtaði Jón Baldvins- son alþm. að þessi skilningur J. Þ. væri borinn undir álit fundar- manna. Bjarni Benediktsson stud. jur. kvað það fjarstæðu eina, að skilja bæri þessa tilvitnuðu grein samþyktanna þannig, að hægt væri að svifta ríkissjóð 7/8 hlut- um af réttmætu atkvæðamagni. Allur andi samþyktanna benti til þess, að ríkið hefði rétt til að láta nota atkvæðamagn sitt óskert. Eftir langar umræður lagði formaður, E. Claessen, það til að umboðsmanni ríkissjóðs væri leyft að nota öll atkvæðir: að þessu siimi. Fundarstjóri (Jóh. Jóh.) kvaðst ekki geta borið þenn- an ágreining undir atkvæði fund- armanna, þar sem samþyktir fé- lagsins mæltu svo fyrir að fundar- stjóri úrskurðaði ágreining um at- kvæðagreiðslur. Kvaðst hann að vísu hafa sama skilning á málinu og J. Þorl., en sinn úrskurður yrði þó sá, að umboðsmaður ríkis- jóðs skyldl hafa leyfi til að neyta allra atkvæða ríkisins, 4000 alls, að þessu sinni. Bókmenta- hugleiding-ar I. fsland og Norðurlörid. í einu af ritum sínum (Stor- hetstid) bendir norska skáldið og fræðimaðurinn, Hans E. Kinck, á hvemig íslendingar smám sam- an drógust aftur úr í bókment- um á miðöldunum, hvemig þeir hættu að nýskapa, en fóru í stað þess að lifa á því, sem þeir þegar vom búnir að skapa og að líkja eftir sjálfum sér, ef svo mætti að orði kveða. Þegar öldur nýrra tíma og nýs skáldskapar flóðu yfir Norður- lönd og breyttu bæði máli og formi — og þjóðkvæðið (folk- visan) varð til — þá sátu íslend- ingar einir eftir og sýsluðu með bergmál skáldakvæðanna og hetjusagnanna frá fornöldinni og fóm að rita „lygasögur“ og yrkja rímur. — Nú hefi eg ekki þetta ágæta rit þessa látna, norska snillings við hendina, og get því ekki rakið hugsanir þess til neinn- ar hlýtar í þessum línum, enda var það ekki tilgangur minn. En, í seinni tíð hefi eg ekki get- að komist hjá því, oftar en einu sinni, að hugsa um þessa greinar- gerð fyrir ástæðunum að því, að vér íslendingar urðum á eftir í skáldskap og öðru þar að lútandi á miðöldunum — að vér dvöldum í skjóli þess liðna, hlustuðum á bergmál fornrar frægðar í stað þess að skapa nýja og kváðum rímur, einmitt á sama tíma sem frændþjóðirnar, og þar á meðal móðurþjóð vor, Norðmenn, gengu inn í nýtt skeið skáldskapar. — Andlega séð er það eiginlega hér, sem vegir vorir og Norðmanna ’skilja — stjómarfarslega vorum vér tengdir norska ríkinu, en upp- fré þessu eru þjóðirnar greinilega orðnar tvær, sem hver um sig gengu sína eigin andlegu götu. Þangað til voru það Islendingar, sem með sögunum — og ekki minst Noregskonungasögunum — báru hina vestrænu grein and- legrar menningar uppi. Ástæðan fyrir þessu er sú, að ísland lá of langt burtu frá menn- ingarstraumum álfunnar, þegar þeir náðu ströndum vorum, Var svo úr þeim dregið, að þeir höfðu ekki mátt til að gerbreyta eða nýskapa. Franska ljóðagerðin (Balladen), sem á norðurlanda- grundvelli verður að þjóðkvæði alla leið norður á Færeyjar, verð- ur aðeins ríma hjá oss. — Afleið- ingin varð stöðnum (stagnation) í skáldlegum sköpunarkrafti. Mál inu héldum vér óbreyttu — eða lítt breyttu — það er að segja orðaforða málsins og beinagrind málfræðinnar, en enginn mun neita því, að hljóðbreytingarnar hafa orðið æði miklar — þegar á alt er litið er vókal-breytingin ís- lenska að öllum líkindum víðtæk- ari og róttækari en í nokkru öðru Norðurlandamáli. En um það verð- ur nú ekki rætt hér. — Þetta að vér varðveitum málið eigum vér að miklu eða öllu leyti stöðnun- inni að þakka. Þegar málið hætti að vera ný-skapandi, hætti að vera boðberi nýrra hugsana og skáldskapar, hætti það eðlilega að endurnýja sig, foma ritmálið varð að alþýðumáli, og það þekkjum vér, að málin geymast undarlega lengi óbreytt í alþýðumunni, þav sem skilyrðin eru fyrir hendi. Þessi verndun málsins verður því hjá oss afrek aðeins í óeiginleg- um skilningi — það lifði langan vetur á líkan hátt og björninn 1 híðinu. En þegar litið er á bjöm- inn, sem líf, verður manni það ósjálfrátt að finnast hann meira verður vakandi og starfandi — jafnvel þegar breyting verður á dagfari hans og hann rífur kýrn- ar bóndans í sundur. En samt sem áður eigum vér það þessari vemdun íslenska málsins að þakka, að vér þann dag í dag eigum íslenskan skáld- skap, íslenska andlega menningu, og að sá skáldskapur og sú menn- ing er beint áframhald aí því, sem forfeðumir grundvölluðu hér í fornöld. Vér getum því á viss- an hátt verið ánægðir með af- leiðingu einangrunarinnar, eða- jafnvel þakklátir fyrir að saga vor er sú sem hún er. Eins og ,eg gat um hér að ofan hefir mér stundum orðið það nú í seinni tíð, að mér hafa dottið í hug ástæður vorar á miðöldunum, þegar einangrunin tók fyrir kverkarnar á íslenskum skáld- skap, og er það einkum sprottið af þeimi ástæðu, að þrátt fyrir samgöngubæturnar, þrát-t fyrir símasamband og loftskeyta og alt annað, sem nú tengir oss við um- heiminn, þá er talsverð hætta á, að vér getum orðið andlega ein- angraðir aftur á ýmsum sviðum, og þá ekki hvað minst á bók- mentasviðinu; vér eigum hér í raun og veru við mjög mikla erfiðleika að etja, einkum þó það, að vér höfum yfirleitt lítil tök á að kynnast útlendum bókment- um við vort hæfi. Kynningin, ef nokkur er, verður á yfirborðinu og af handa hófi. En ef vér eig- um að geta haldið oss við og endurnýjað oss bókmentalega, þurfum vér að hafa eitthvað ut- anaðkomandi að nærast af, ann- ast er hætt við að alt lendi í ein- strengingishætti, sérvisku og svo að síðustu í deyfð og afslætti á listrænum og bókmentalegum kröfum. Aðeins það að hafa víð- tækari samanburð en kostur er á hér heima er skáldum og rithöf- undum nauðsynlegur, og að hann vantar sýna því miður alt of mörg rit, sem út eru gefin, og ennþá átakanlegar ýmsir svo nefndir „ritdómar“, sem eru ritaðir af himinhrópandi vanþekkingu og skilningsleysi á öllu, sem að list lýtur, jafnvel þótt oft beri á tals- verðum lærdómi — eða kannske öllu heldur lærdómshrdka — hjá slikum „ritdómendum“. Öftast nær eru þeir svo uppbólgnir af líílausum lærdómi og ímyndaðri málfræðisþekkingu, að þeir alveg gleyma, að tungan er ekki dauð- ur hlutur, heldur lífræn. Þeir halda í þeirri stýfingu .andans, sem þeim er orðin eiginleg, að hægt sé að loka tunguna inni í fáeinum ,;formúlum“, sem þeir liafa búið til sjálfir, eða (í besta laga) hafa lært á skólabekknum, en eru þeir andlegu umskiftingar, að þeir hafa aldrei athugað, að tungan er lifandi og getur sýnt sig í ótal myndum. Það eru aldrei tveir menn, sem tala alveg eins, aldrei tveir rithöfundar, sem rita alveg eins, hugsa eins eða hafa báðir sama lyndisfar. Tungan hlýtur altaf, á meðan hún er lif- andi og skapandi, að endurnýja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.