Tíminn - 20.07.1929, Blaðsíða 1
- <33jaíbfeti
afgréi&sluma&ur Cimaits rr
Hjannueig þorsteinefcóttir,
Sambanösþústnu, Seyf)ia>if.
j2^fgtdbðCa
Ctmans er i Samban&sljúsinu.
(Ðpin baglega 9—\2 f, 4.
Stmi 99«.
Xm. ár.
Reykjavík, 20. júlí 1929.
47. blað.
Ur utanför forsætisráðherra.
Ódáinsæfi
Lífdagur, hólmganga leikin við dauða,
frá ljóssins boðun, varir til rökkva;
er heimsnóttin leggur himnana auða
og hvelfingar Alvalds á blysunum slökkva.
En alstirni blátjalda á ekki hjarta.
Örend skín sólin á hástólnum bjarta.
— Jörðin vor heimur 0g himnaríki
hringdansar geyminn, með ljósvaka örkum.
Þar bírtist vor ásýnd í Alföður líki
með eilífðar rétt, að veralda mörkum.
En systurhvelin í Sunnuveldi
signast af ljóma frá jarðnesku kveldi.
Röðull er mældur. Vér þekkjum hans þunga
og þræðum stjarnanna sporlausu brautir.
Um jarðnesku undrin er orðlaus tunga.
En eilífð oss fagnar við sigraðar þrautir.
Almættis dáða er örskammt að bíða.
Austbálin skína til norrænna lýða.
Árnum oss fremda á táknanna tíma.
*
Turnar nú hrynja lögmáls og siðar.
Þekking vors dags var sem dvínandi skíma
gegn dýrð þessa ljóss er ei gengur til viðar.
Sveiflurnar hamskipta afli og efni,
Almætti hugarins raknar af svefni.
— Einherjar þeysa til sólarsala
og sökkvidjúpin friðbogum strengja.
Þá kneifast, að háborðum vakinna vala,
veigar sem andann og hjartað tengja.
Þar er oss dauði lirakinn af höndum,
Hirðsjótum Ása jafnir vér stöndum.
Bannið er foreldri saka og syndar.
Sálin í freistni er dygðanna móðir.
Lífið frá dupti til drottins myndar
dafnar í frelsi, við skaraðar glóðir.
Jakobsþrep undir starandi stjörnum
stigin skulu af Eddunnar börnum.
Augnablikið og aldanna veldi
að eilífu vitnar gegn tímans draumi.
Hvar árdegi líður aldrei að kveldi
er æfin hreifing með þrotlausum straumi.
En sálin á líf, hún syrgir og kætist.
Sanntrú á heilagan grun, sem rætist.
Vor stjarna, eitt sandkorn í himnahafi,
heimslíf oss kynnir um alla geyma.
Sunna vor móðir og geislagjafi
guðsríki lætur hjörtun dreyma.
En öræfi hæðanna handan vors anda
herjast af vopnum engils og fjanda.
Andaðir vitrast, að æðri vilja,
endurkvaddir af dánarreitum.
Hvort skynjast nú ljóðbylgjur himinhylja;
heyrum vér Mars, er hann þeytir skeytum?
Ákalli hjartnanna framliðnir fylgja.
Fjarlæg og djúp rís guðvakans bylgja.
Vér skyggnumst í veraldir ósæis agna,
sem alnándar kyngi reisir til valda.
Þróun alls lífs er sinn mátt að magna;
vor mið eru tindar og borgir skjalda.
Þar sækir vort eðli að eigin kjarna
sem æðanna blóðkorn, sem reikandi stjarna.
— Kristni, þú afneitar meistarans mætti.
Manst þú ei kraft sem björgunum lypti?
Stórmerki smáðust að hópsins hætti;
nú hefjist þau endur og fortjöldum svifti.
Dýrð sé þeim konung, er kemur í skýjum.
Vér knéföllum átrúnað máttkum og nýjum.
— Aleyði veralda Útgarðar fagna.
Óskapnaðs húm dvelur Loka í þeli.
Hatur og einvistir myrkvann magna.
Hann mundar sín vopn að ljóssins hveli.
Uns geymurinn leiftrar og skín milli skauta
í skelfingum hrapandi vetrarbrauta.
Einar Benediktsson
Tvent var það, af málefnum Is-
lands, sem langoftast hneigðist
tal að við útlenda menn.
Hið fyrra hinar margháttuðu
ráðstafanir sem nú eru fram-
kvæmdar af Alþingi og stjómar-
völdum til þess að endurreisa
hinn íslenska landbúnað.
Er því svo farið um flesta þá
erlenda menn, sem ekki þekkja
til fslands nema af afspum meira
og minna, að um nútímans fs-
land hafa þeir aðallega heyrt tal-
að í sambandi við þorsk, síld og
lýsi. Þorskurinn er enn merki ís-
lands fram að þessu í hugmynd-
um fjölmargra ytra. — Þeir fá
nú fregnimar af því að ísland er
ekki fiskiver eingöngu. Og þegar
þeir nú heyra mest af því sagt af
íslandi að verið sé að stofna sér-
stakan banka fyrir landbúnaðinn,
sérstaka vísindastofnun vegna bú-
fjársjúkdómaima, jarðræktin
margfaldist, innflutningur tilbúins
áburðar ferfaldist á einu ári og
af jarðyrtkjuvélum aukist inn-
flutningurinn enn gífurlegar —
þá er það víst, að hugmyndir
margra á Norðurlöndum, um ís-
land eru að breytast og þeir fá
miklu réttari hugmynd um gæði
og framtíðarmöguleika landsins
sjálfs, sem þeir hafa hingað til
bundið við sjóinn einan.
Enginn vafi er á að af þessu
vex hróður Islands út á við og
af öllum greindum mönnum og
Islandi velviljuðum, er svo á litið,
að það sé hyggileg stjómmála-
stefna að efla og styrkja land-
búnaðinn í svo ríkum mæli, ekki
síst er þeir sannfrétta að nýrækt-
in á íslandi er framkvæmd á
miklu frjósamari og auðunnara
jarðvegi en Danir eiga við að fást
í sinni nýrækt á Jótlandi og Norð-
menn víðast hvar á Vesturströnd
Noregs og þó telja margir í þess-
um löndum, að þeim peningum
þar í landi sé best varið sem
ganga til styrktar nýrækt og
fjölgun sjálfstæðra heimila út um
bygðimar. —
Hið síðamefnda af málefnum
Islands sem nágrönnunum verður
skrafdrjúgast um við Islending á
ferðalagi, er það, að Islendingar
ætli ekki að fara í slóð Dana og
Norðmanna í gengismálinu held-
ur ætli að verðfesta peningana í
núverandi gildi þeirra. 0g undan-
tekningalítið, eða undantekninga-
laust er þeirri fregn vel fagnað
landsins vegna. — Danir og Norð-
menn hafa fengið hina beisku
reynslu af gengishækkuninni.
Ættu þeir nú að gjöra það kjör,
sem þeir gjörðu fyrir nokkrum
árum, mundu fjármálamenn
þeirra vafalaust heimta verðfest-
ing í stað hækkunar. 1 hundruð-
um miljóna króna má reikna og
benda á beina og óbeina tjónið af
gengishækkuninni þar og glöggir
menn telja að böl gengishækkun-
arinnar í Danmörku og Noregi
hafi beinlínis sett sitt svartsýni-
mark á núverandi kynslóð. Og
um langan aldur enn muni löndin
búa að sjálfskaparvítum gengis-
hælckunarinnar. Blindur má sá
maður vera sem í ljósi reynslunn-
ar frá Danmörku og Noregi hvet-
ur til gengishækkunar á Islandi.
1 síðustu mannsaldrana hafa
nágrannaþjóðir okkar glímt við
þau vandamál, sem nú fyrst era
alvarlega að koma upp í hend-
urnar á okkur: um verkbönn,
verkföll og tilraunir að koma á
vinnufriði. Og þó að bestu menn
þjóðanna þar hafi í mannsaldra
leítað ráða við erfiðleikunum í
þessu efni, þá dettur engum í
hug þar í löndum, að halda því
fram að ráðið sé fundið, og þó
síst með harðsnúnum þvingunar-
ráðstöfunum fyrir aiman aðila
eða báða. Sá maður er ekki til á
Norðurlöndum, sem heldur að
þessi miklu vandamál verði leyst
með þvingandi dómstóli.
Norðmenn hafa einmitt nú full-
reynt sig á tilraun í þessu efni.
Þeir lögleiddu gerðardóm ákveðið
árabil. Fresturinn var útrunninn
nú. Tilraunin hafði mistekist svo
átakanlega, að aðeins mjög lítill
hluti stórþingsins gat hugsað til
að framlengja gerðardómslögin.
Og nú eru þau fallin úr gildi og
koma fyrirsjáanlega ekki í gildi í
tíð þeirrar kynslóðar sem man
hvemig þau gáfust.
Við eigum að læra af reynslu
nágranna okkar, Islendingar. Við
eigum að geta sparað okkur að
hnjóta um þá þröskulda sem þeir
hafa hnotið um og yfirgefið að
fullu. Það sem við þörfnumst er
að fá hlutlausa fræðslu um
reynslu annara þjóða í þessum al-
varlegu og þýðingarmiklu málum.
Vanþekking manna hér á landi
um þessi mál er ekki óeðlileg, en
þjóðin getur búið lengi að skað-
vænum afleiðingum, ef farið
verður með fljótræði og vanþekk-
ingu að stíga stór spor í þessu
efni. Væri vel ef hlutlaus fræðsla
um þessi mál fengist áður en
næsta Alþingi fjallar um þau að
nýju.
Skamma vegalengd frá Björg-
vin liggur einn af elstu búnaðar-
skólum Norðmanna, búnaðarskól-
inn á Stend. Gafst Tr. Þ. tími
til að skreppa þangað um leið og
farið var hjá — meðfram vegna
þess að sá skóli kemur eigi lítið
við búnaðarsögu Islands á sinni
tíð. Fyrir 1880 sóttu íslenskir
búfræðinemar þann skóla meira
en nokkurn annan erlendan bún-
aðarskóla. Árin 1874—76 eru t. d.
sjö íslenskir námsmenn á Stend,
og nálega 20 alls fram að 1880,
en úr því strjálast. Urðu margir
þeirra síðar kennarar og leiðtog-
ar hér heima í búskap, t. d.
Sveinn Sveinsson skólastjóri á
Hvanneyri, Jónas Eiríksson og
Guttormur Vigfússon skólastjórar
á Eiðum, Jósep Bjömsson skóla-
stjóri á Hólum, Bjöm Bjarnarson
bóndi í Grafarholti og Eggert
Finnsson bóndi á Meðalfelli, —
og löngu síðar fór Sigurður bún-
aðaimálastjóri sömu leiðina. Lif-
ir ekki annað en minningin ein
um Islendingana á Stend og þó
óljós.
Skólinn er rekinn á líkan hátt
og ömtin ráku búnaðarskólana
hér fram yfir síðustu aldamót.
Opinber búrekstur, skólastjórinn
bústjórinn, nemendumir vinna
alla vinnu sem til fellur á hinu
stóra búi og við margvíslegar til-
raunir, þá 18 mánuði samfleytt
sem þeir eru nemendur 0g vinnu-
menn skólans. Og þar er þáð
orðin regla, nálega án undantekn-
ingar, að piltarnir fara fyrst á
lýðskólana til hins almenna náms,
og síðan á búnaðarskólana til
sérfræðinámsins, verklegs og
munnlegs. Fjömtíu búnaðarskóla
slíka eiga Norðmenn, áuk búnað-
arháskólans í Ási og ýmissa
fræðslustofnana vegna sérstakra
búvísinda, styrktir af ríki og
fylki, en reknir af fylkjunum.
Níutíu þúsund krónu ársstyrk
fær skólinn á Stend — lítið fleiri
nemendur en bændaskólamir okk-
ar geta tekið við —- auk teknanna
af hinu stóra þrautræktaða landi,
rétt við hliðina á markaðinum í
Björgvin. Er það af öllu ljóst að
fylkin og ríkið norska skerá ekki
við nögl sér framlögin til þess að
vandað sé til uppeldis bændaefn-
anna.
----o-----
Samkepni listamanna um minn-
ispeninga alþingishátíðarinnar er
nú lokið. Tíu krónu peningar verða
gerðir eftir fyrirmjmd Einars
Jónssonar frá Galtafelli, en fimm
krónu peningar eftir fyrirmynd-
um Guðmundar Einarssonar frá
Miðdal og Baldvins Bjömsonar
gullsmiðs í Vestm.eyjum. Tveggja
krónu peningar verða gerðir eftir
fyrirmyndum Tryggva Magnús-
sonar málara og Baldvins gullsm.
Utan úr heimi.
Vígbúnaður Dana.
Þess var getið í Tímanum í vor,
að afstaðan til hermálanna hefði
orðið dönsku Vinstrimannastjóm-
inni að falli. Stjórninni hafði tek-
ist að koma á nokkrum spamaði
á útgjöldum til hersins og vildi
halda honum áfram. Ihaldsmenn
vildu meiri vígbúnað en áður.
Jafnaðarmenn og Radikali flokk-
urinn vilja hinsvegar helst leggja
niður her og vopnaburð í landinu.
Nú hafa Jafnaðarmenn völd.
Fer fylgi þeirra vaxandi og er
mjög mikið, einkum í bæjunum.
I Khöfn hafa þeir meirahluta í
bæjarstjórn. Vilji stjóm þeirra
halda fast við það, sem þeir hafa
látið í veðri vaka, verður hún nú
að draga úr vígbúnaðinum til
muna. Mun hún og hafa hug á
einhverjum slíkum ráðstöfunum.
Hernaðarstefnan virðist hafa
mjög lítið fylgi í Danmörku.
Danir eru góðlyndir og frábitnir
blóðsúthellingum. Ibúamir í Khöfn
kvarta um óþægindi af heræfing-
um, sem fram fara í borginni.
Úti á Amager er staður, þar sem
fallbyssuliðið æfir sig í skotfimi.
Þykir það valda hávaða og jafn-
vel slysum. Nú er stjómin að
kaupa heiðalönd vestur á Jót-
landi og ætlar að láta stórskota-
liðsæfingarnar fara þar fram
eftirleiðis. Á svo að táka landið til
ræktunar, þegar fallbyssumar
verða lagðar niður, sem sennilega
verður bráðlega, ef hinir óherskáu
stjómmálamenn verða við völd
eftirleiðis.
Fyrir nokkru síðan var háð
knattspyma milli nágrannaþjóð-
anna þriggja, Dana, Svía og
Norðmanna. Danir urðu undir i
þeim viðskiftum. Létu þá sum
íhaldsblöðin svo um mælt, að með
hernaðarandanum væri öll hetju-
dáð horfin úr þjóðinni. En ekki
tóku blöð hinna flokkanna þau
ummæli alvarlega.
Danir hafa undanfarin ár varið
um 40 miljónum króna til her-
mála. Mun sú upphæð vera ná-
lægt 8% af ríkisútgjöldunum. Al-
menn vamarakylda er ennþá í
landinu. Auk landhersins, heldur
ríkið uppi nokkmm herskipum.
Þegar Estrup fór með völd fyrir
nokkrum áratugum, var unnið að
því að víggirða Kaupmannahöfn.
En lítil not eru nú þeirra víggirð-
inga, og sjá víst flestir eftir því
fé, sem til þeirra var varið.
Það mun ekki ofmælt, að Danir
standi mjög framarlega í menn-
ingu meðal Norðurálfuþjóða.
Land sitt yrkja þeir svo vel, að
svo að segja hver blettur er gró-
inn. Alþýðuskóla eiga þeir betri