Tíminn - 20.07.1929, Blaðsíða 4
164
TlMINN
Ritfregnir
Sigurjón Frlðjónsson: LJóð-
mæli. Reykjavík. — Prent-
smiðjan Gutenberg 1928.
Oft er talað um kraft í kvæðum og
dáðst að honum, þar sem menn þykj-
ast finna hann. En menn villast oft
í því efni og hyggja, að kraftur sé
fólginn í stóryrðum, klúryrðum og ó-
hemju orðahröngli. En slíkt ber að-
eins á sér yfirskin kraítarins, en af-
neitar hans eðli. — Kraftur ljóða er
fólginn í því, að efnið sé gripið fasta-
tökum næmrar sálar, — í því, að
þróttur innileikans sé lagður í með-
ferð efnisins, — er fólginn í einbeit-
ingu hugans að settu marki, en ekki
í neinum umsigslætti eða handa-
pati til þess að benda á stóryrðin og
glamuryrðin. Kraftur í kvæðum er, í
stuttu máli sagt, alúð (í eiginlegri
merkingu orðsins, al-hugur), inni-
leiki, einbeiting.
Sé þessi skilgreining mín rétt, er
mikill kraftur í kvæðum Sigurjóns
Friðjónssonar, þótt þau séu þýð og
ómblíð, — kraftur, sem „ei vill ærsl-
ast hátt“, en er taminn undir vald
viljans. Innileikinn er eitt aðalein-
kenni þeirra, ásamt falslausri ein-
lægni tilfinninganna.
Hvað er insta eðli ljóðaskáldskap-
ar? það er auðveldara að spyrja, en
að svara. En eg hygg, að sannur ljóð-
rænn skáldskapur sé í innsta eðli
sínu yfirskilvitlegur (transcendental),
jafnvel þótt hann lýsi skynjanlegum
eða skilvitlegum hlutum. Skáldin eru
boðberar himneskrar dýrðar — eða
himnesks harms; þau eru sjáendur,
sem skygnast inn í heim, sem flest-
um er dulinn nema á sjaldgæfum
augnablikum, og þau reyna að bera
boð um reynslu sína, — láta blæ til-
finninganna leika um hrjósturlönd
mannlífsins. í hljóðfalli og átakan-
legum orðum túlka þau óma þá, sem
tilveran leikur á strengi mannlegrar
sálar.
þann dularblæ skáldskaparins, sem
hrífur hugann eins og annarlegur, en
þó kunnuglegur söngur, eiga kvæði
Sigu'rjóns í ríkulegum mæli. þau
opna nýja heima, ný útsýni, þar sem
andann grunar ennþá fleira og
meira en augað sér eða orðin segja,
því lengur sem maður horfir á fjalls-
tinda kvæða hans, því meir dreymir
mann um ónumin dýrðarlönd, er fel-
ist bak við firrðar bláma fjallanna.
Eg ætla að nefna nokkur kvæði,
sem hafa á sér þenna yfirskilvitl.ega
blæ, sem eg hefi minnst á: „Sól yfir
landi ljómar“(bls. 18), „Úr rímu af
Helga Hálfdánarsyni" bls. (75—81),
„Ég heyrði frá Ódáinsakri" (bls. 251),
„Síðkvöld" (bls. 93), „Skammdegis-
stund“ (bls. 133) og fleiri sonnettur.
En þetta yrði of langt upp að telja;
rúmið leyfir það ekki.
Titrandi óró er eitt aðaleinkenni á
kvæðum Sigurjóns. Von og kvíði
togast þar á, þrá og söknuður. Æska
skáldsins er horfin og sést aðeins i
hillingum, en óró æskunnar dvelur
enn með skáldinu, og söknuðurinn
er sár og sæll í einu. En hver veit,
nema fram undan bíði önnur æska,
hugsar skáldið, er hann segir:
„Ljúfsárt tekur hið liðna,
líður hitt fram með grun
um óþektar úthafsstrendur
og ókendra fossa dun“.
Og að endingu fer svo, að
„Kveðju ber geisli úr
kvöldroðans purpuraskrúði
og konunglegt bros niðr djúp
minnar leitandi sálar“.
þó að svo geti litið út, sem
„aldrei fái endursvar
ósk, er dýpst í hug þér var“.
(Haustnótt). þá er hitt þó oftar, að
„vonar fléttast elfarómar
inn í nið frá tregans hafi“. —
Yrkisefni Sigurjóns eru með ýmsu
móti: Náttúran í ýmsum myndum
hennar er honum kær, og um hana
yrkir hann mikið, en stundum hvess-
ir hann sjón yfir mannlífið, og þó að
lítið sé um ádeilur á aðra menn, er
í þeim kvæðum margt spaklega sagt
á yfirlætislausan hátt. En umfram
alt kynnumst vér og sjáum öldurótið
á sálarhafi skáldsins, — í sorg og
gleði( i von og kvíða, óró og ör-
yggi. Og það ber vott um göfuga,
næma og viðkvæma sál.
Sigurjón heyrir betur en hann sér,
í skáldskap sínum. Kvæði hans eru
fremur ómræn, en myndræm. Að því
leyti líkist hann Stgr. Thorsteinsson
og Guðm. Guðmundssyni. Honum er
þetta og vel ljóst, sem sjá má á for-
máianum í bókinni. —
Eg vil ekki haida þvi fram, aö öii
kvæói Sigurjóns séu jaíngóð, nó fuli-
yrða, að ekki finnist tilkomulitii
kvæöi innan um, en ljóðin eru samt
íurðuiega jaínialieg yíirieitt. það er
ekki aiisendis kostur, að raða kvæð-
uuum eins, og höí. heíir gjört, eftir
eini. Með þeim hætti þreytist iesand-
inn á mörgum likum kvæöum og fær
ekki þá hviid, sem breyting á eíni
veitn. En það sýnir m. a. gæöi kvæó-
anna, hvað v.ei þau þola það, að veru
hrúgað svona saman.
Ytri írágangur bókarinnar er góð-
ur að öðru ieyti en því, að prófarka-
iestri er aiimjög áíátt. Eru sumar
prentviiiurnar meinlegar. Eg ætia hér
að ieiðrétta þær heistu, sem eg heii
rekist á:
- Bls. 9: vanræningja í. von-; bls.
37: iö í'. iör; bls. öð: Roðaði himin
i. iioðnaöi kiunin; bis. 79: endurskir
i. endurskin; oitar i. aitui’; bls. 82:
hjóði i. hijóði; bis. 83: ránariund í.
ránar íund; bis. 93: iiver alda hans
i. iiver aida harms; bis. 103—4 ein-
inuua í. eimuna; bls. 114: það iiðna
í. liið iiðna; bis. 128: kasti f. kosti;
bls. 129: að vonum i. aí vonum; bls.
J33: keik i'. kvik; bls. 136: keik f.
kvik; bls. 145: sálartundur f. sólar-,
irá hnjóði í'. i njóði (= veðurþytur,
kuidi); bls. 148: móðumistri í. móðu
rnistri; bls. 149: úr hafísnum í. úr
haiisum; bls. 156: iijrrðir i. hjarðir;
að sólarbrá f. aí s.: bls. 165: vinda i.
rinda; bls. 167: hæru í. hvern; bls.
173: huldar i. huidu; ljómaskin í.
ljóma skin; bls. 174: sem lýsi sól i'.
sem rísi sói; bls. 186: draumvana f.
draumvona; bls. 194: i einu f. í einn;
bls. 199:^ sólarbuga f. sálarbuga; bls.
202 og 203: íeigðar hulda éli f. feigð-
ar kulda éli; bls. 203: að degi dug f.
að deigi dug; bls. 204: berujóður t.
berurjóður; bls. 207: Ástrún f. Ásrún;
bls. 226 finst mór þó f. finst mér þá,
bls. 229: eg fann þig ekki þó f. og
fann o. s. frv.; bls. 233: sólaryls f.
sálaryls; bls. 236: hval f. hvol; bls.
242: Myrkrið f. Myrkvið; bls. 246:
kærri f. hverri; bls. 257: á hjörtum
f. á kjörum; bls. 259: Staðarbarnsins
f. Storðarbarnsins; bls. 263: fer vonin
víða f. fer vorið víða; bls. 265: hans
alföður f. hana ali'öður; hvert ár f.
hvert ar; bls. 266: er varar að nýju
f. er vorar o. s. frv.; bls. 271: Eg
heyrði söng þinn hljóma, heyrði’ hann
hljóma i'. Eg heyrði söng þinn óma,
heyrði’ hann óma; bls. 283: Líkt
fuglinn þeim f. Líkt fuglum þeim.
Jakob Jóh. Smári.
Grásklnna.
Annað hefti af Gráskinnu er nýlega
komið út. Eru i því margar merki-
legar og vel sagðar sögur og sumar
magnaðar. Stendur þetta hefti ekki
því fyrra að baki og er Gráskinna
líkleg til að verða hið vinsælasta
rit. Eiga skrásetjendur og útgefandi
þakkir fyrir að forða slíkum sögum
frá gleymsku.
Aldrei verður nógsamlega brýnt
fyrir fólki, sem á slíkar gersimar í
fórum sínum og sumar alþýðusagnir
eru, að skrásetja þær og forða þeim
frá gröf gleymskunnar. þjóðsögumar
hafa svo margskonar menningargildi
að þær mega hiklaust teljast tii
hinna dýrmætustu minja þjóðarinnar
og ættu sem flestir að hjálpa þeim
þórbergi þórðarsyni og prófessor
Nordal við að halda þeim til haga.
Ekkert er vissara en að mörgu
slíku er enn ósafnað á landi voru,
hœði af gömlum og nýjum sögum
sem fengur er í.
Allur er frágangur á Gráskinnu
hinn prýðilegasti og líklegt er að
þjóðsagnasafn þettað verði vinsælt.
Árbók hins íslenska Fomleifafélags
er nýkomin út. Er Árbókin að vanda
fróðleg og skemtileg aflestrar, þeim
sem fornum fræðum unna. Ritið
liefur m. a. inni að halda þrjár rit-
gerðir eftir þá fróðu bræður Skúla
á Keldum, Jón heitinn á Ægissíðu og
Vigfús Guðm. fyrrum bónda í Haga
Ritar Skúli um nokkur ömefni og
staðhætti í Njálu, en Jón um Holts-
vað, Holtavað m. m., en Vigfús um
Landnám Flosa þorbjarnarsonar. Ei-
ríkur Briem prófessor ritar um nokk
ur örnefni i Víga-Glúmssögu, en þorst.
þorsteinsson sýslum. um bæinn
Hafratindar. En síðast koma tvær rit-
gerðir um örnefni. Önnur um örnefm
■í Reykjahverfi eítir Skúla þorsteins-
son, en hin eftir Guðm. Árnason í
Múla á Landi um örnefni á Land-
mannaafrjetti. Em báðar þessar
greinar hinar fróðlegustu og er það
vel þegar fróðir menn bjarga hin-
um góðu og gömlu örnefnum írá
gleymsku. Guðm. í Múla tekur og
réttilega fram er hann segir frá: „Og
þess fremur tel eg þess þörf, að á
síðari árum hafa fjallaferðir kaup-
staðarbúa og útiendinga farið í vöxt,
en þeir oftast ókunnugir og freistart
til að gefa ýmsum stöðum nöfn, sem
geta valdið ruglingi síðar". Síðast í
ritinu er skýrsla Fomleifafélagsins og
félagatal, og er næsta furðulegt að fé-
lag sem þetta skuli ekki hafa fleiri
félaga en talan ber með sér.
Nýjar kvöldvökur.
þegar Nýjar Kvöldvökur voru stofn-
aðar, árið 1907, varð séra Jónas Jón-
asson skáld á Hrafnagili ritstjóri
þeirra. Undir stjóm hans urðu þær
hið vinsælasta tímarit, enda vóru
þær alþýðlegar, fjölbreyttar og vand-
aðar að efni. Hafa þær lengi síðan
búið að þeim vinsældum og um skeið
sennilega verið útbreiddasta tímarit
landsins.
En síðan séra Jónas sálugi lét af
ritstjórn N. K., 1917, hefir verið hljóð-
ara um þær, þar til þorst. M. Jóns-
son bóksali á Akureyri keypti ritið,
fyrir rúml. ári síðan.
þ. M. J. hefir ráðið Friðrik Ás-
mundsson Brekkan fyrir ritstjóra N.-
K. og eru hefti þau sem gefin hafa
verið út síðan hann tók við, fjöl-
breytt að efni og hin læsilegustu.
Virðist alt benda til að ritstjóra og
útgefanda takist að afla N.-K. á ný
þeirra vinsælda sem þær nutu áður.
R. Á.
----o----
Frá
Borgarnesgfundiniim.
Fundurinn var haldinn 24. júní i
slátrunarhúsi Sláturfél. Borgarfj. Á
fundinum voru mættir 150—200
manns, þar af vorum við allmörg
hingað og þangað að af landinu, sem
biðum eftir fari á „Suðurlandinu“ til
Rvíkur. Mjög fátt mun hafa verið af
sveitamönnum úr héraðinu.
Til máls tóku af hálfu íhaldsins:
Sig. Eggerz, Kristján Jónasson
kaupm., Pétur Ottesen, Stefán
Bjömsson í Borgarnesi og Guðm. Jó-
hannsson kaupm. úr Rvík, en af
hálfu Framsóknar: Jónas þorbergs-
son,. Hannes dýralæknir, Bjarni Ás-
geirsson, Vigfús Guðmundsson og
Hervald Bjömsson.
Eggerz talaði um sjálfstæðið og var
gamansamur, Kristján einnig, og líkti
saman Jóni Sigurðssyni og Eggerz!
Guðmundur mintist einhverra
„sterta", „gróssera" og Ameríkana og
hve illa Framsóknarstjórnin færi að
ráði sínu, að vilja hegna glæpa-
mönnum. Bar hann ótt á og sagði
mörg orð á sínum ræðutíma, enda
kvað hann vera ein helsta upprenn-
andi stjaman hjá Ihaldsflokknum í
Rvík. Stefán Björnsson mintist helst
á lagabrot og hve óheiðarlega væri
unnið frá Framsóknar hálfu í stjóm-
málum og að Framsóknarmenn væru
svo óvandir að meðulum!
Ottesen hélt sig mest við bitlinga
stjórnarinnar og að reyna að draga
heiðurinn af því sem gert hefir verið
í landbúnaðarmálum að undanfömu
yfir á íhaldið. Bað hann bændur að
taka vel eftir, að örlítið brot af verði
allrar síldar væri eftir síldarlögunum
nýju lagt i sjóð til að tryggja verka-
fólkinu kaup sitt, sem að síldinni
vinnur. það væri hin mesta óhæfa
og sannaði bolsa-vináttu Framsóknar
eins og að vilja draga úr braski með
jarðir samkvæmt 9. gr. í lögum um
Byggingar- og landnámssjóð.
Ottesen var sniðugur að blekkja
og hefir hæst og mestan kraft þegar
hann er að sniðskera utan við sann-
leikann.
Bjarni Ásgeirsson talaði íyrstur af
hálfu Framsóknar og hrakti margar
staðhæfingar Eggerz og seinna Otte-
seiis. Jónas þorbergsson mintist sjálf-
stæðisbrölts Eggerz, sem endaði nú í
því, að hann fengi í lið með sér öll
óþjóðlegustu öflin í landinu: Útlend-
ingana, leppana og hálfdanska Is-
lendinga. Og þetta lið þættist svo
sérstaklega ætla að standa á verði
um sjálfstæði íslahds. Virtist mér
Jónas vera skemtilegasti og rökfim-
asti ræðumaðurinn, sem þarna lét til
sín heyra. — Hannes sýndi fram á
baráttu Framsóknar í landbúnaðar-
málunum, þrjósku íhaldsins gegn
Höfum til:
Amerfsk garðyrkjuverkfæri af besfu gerð
s. s., garðhrífur, handherfi og hðggkvíslar
Samband isl. samvinuufél.
Reykjavík
Gagnfræðaskólinn í Flensborg,
Hafnarfirði.
Eldri nemendur og nýir, er hafa í hyggju að sækja um inn-
töku í Flensborgarskólann næsta vetur, verða að hafa sent undir-
rituðum umsóknir um það fyrir 1. september. Heimavistarmenn
verða að leggja sér til rúmföt, svo og nóg fé, eða tryggingu fyrir
heimavistarkostnaði, er svari til 60 kr. á mánuði í 7 mánuði. Skól-
inn verður settur 1. október, og verða þeir, sem vilja setjast í 2.
eða 3. beikk og hafa ekki tekið þessi bekkjarpróf, að ganga undir
inntökupróf, sem verður haldið 2. og 3. október. Nýir nemendur,
sem ganga inn í 1. bekk, verða einnig prófaðir sömu daga.
Skilyrði fyrir iimtöku í skólann eru:
a. að umsækjandi hafi óflekkað mannorð og engan næman sjúk-
dóm,
b. að hann hafi lært svo vel þær námsgreinir, sem heimtað er í
fræðslulögunum að 14 ára nemendur hafi numið og kennarar
skólans gera kröfu til.
c. Að hann verði í skólanum allan skólatíminn.
Heimavistarmenn verða að hafa fjárhaldsmann í Hafnarfirði
eða Reykjavík, sem skólastjóri tekur gildan.
Hafnarfirði, 15. júlí 1929.
Ögmundur Sigurðsson
Ziýðháskólinn i Voss
Lýðhéskólinn í Voss byrjar 7. október næstkomandi og steadur ytir
til páska.
Undirritaður gefur skýringar um skólann og tekur é móti umaóknucn.
Yfir 60 íslendingar hafa stundað nám í Lýðháskólanum 1 Voaa.
Öystein Eskeland, Voaa, Noregi.
hverskonar umbótum, en jafnframt
græðgi þess að eigna sér þær þegar
þær væru komnar fram. Hve það
væri heimskulegt að ásaka stjórnina
um, þótt hún borgaði einhverjar
smærri upphæðir til einstakra
manna eða nefnda, til undirbúnings
eða rannsóknar á störfum, sem gæfu
oft þó aftur margfaldar tekjur í
ríkissjóð, stundum tífaldar og stund-
um hundraðfaldar á við „bitlinginn",
sem íhaldið væri að gera sér mat
úr. Nefndi hann svo til þessa ýms
dæmi, en Ottesen sæi þetta ekki, því
liann endurskoðaði aldrei nema
auradálkana og sæi í hæsta lagi
„tíkallana“.
Vigfús mintist á veiði Eggerz í
„bláu vökinni". Nú héldi hann að
hann hefði veitt allan íhaldsflokk-
inn, en sannleikurinn væri sá, að
druknandi úr þeirri „vök“ væri fhald-
ið að draga hann up á land sitt og
þar myndi hann bíða sínar pólitísku
dauðastundir í faðmi broddborgara
og dansklundaðasta hluta þjóðarinn-
ar, sem tæki að sér að verja hvers-
konar óþrifnaðarmál sem upp kæmu
hjá „þessari þjóð“. — Hervald sýndi
fiam á að svokallaðir „bitlingar”
hefðu engu síður þekst hjá fyrver-
andi stjórn. Munurinn væri sá, að
nú sæti verulega starfsöm og dugleg
stjórn að völdum, sem kostaði ýmsu
til framkvæmda þjóðþrifamálum.
Fundartíma var skift jafnt á milli
flokkanna og sýndu forráðamenn í-
haldsins ekkert ofbeldi yfirleitt á
fundinum. En það var samt illver-
andi þarna; fundarhúsið ekki gott,
en út yfir tóku* skrílslæti allmikils-
hiuta íhaldsliðsins. þegar ræðumenn
Framsóknar byrjuðu ræður sínar
gerði Ihaldsliðið svo mikinn hávaða
með samtölum og gangi um gólf og
stundum lófaklappi og fótastappi, að
illmögulegt var að heyra til ræðu-
manna. þótti mér einkennilegt að
meðal þeirra sem skrílslegast létu
og ekkert vildu heyra hjá artdstæð-
ingunum, voru stúlkur innaru við
tvítugsaldur með líkamann „sveip-
aðan í silki og flos“. Var mér sagt
að sumt af þeim hefðu verið nemend-
ur undanfarna vetur hjá Ingibjörgu
þingmanni í Kvennaskólanum. Ótrú-
legt að þær læri þar slíka kvenlega
Ný fegurð
fyrir bros yðar.
Náið burtu húðinni, sem gerir
tennurnar dökkar.
'T'ANNHIRÐINGAR hafa teklð stórum
framförum.
Tannlæknavísindin rekja nú fjölda tann-
kvilla til húðar (lags), sem myndast á
lönnunum. Rennið tungunni yflr tenn-
urnar; þá finnið þér sllmkent lag.
Nú hafa vlsindin gert tannpastað Pep-
sodent og þar með fundið ráð til að eyða
að fullu þessari húð. Það Iosar húðina og
nær henni af. Það inniheldur hvorki
kísi! né vikur.
Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernig tenn-
urnar hvítna jafnóðum og húðlagiö hverf-
ur. Fárra daga notkun færir yður heim
sanninn um mátt þess. Skriflð eftir
ókeypis 10 daga sýnishorni til: A. H.
Riise, Afd. 201*80 'Bredgade 25, EX,
Kaupmannahöfn, K.
EÁIÐ TÚPU I DAG!
flBBHMBIflHBnB Skrásett m
P^pMÍáM
Vörumerkl BSiMS1,
Afburða-tannpasta nútimans.
Hefur nteðmæli hclztu tannlækna I öllum heimi. 28
háttprýði! Yfirleitt varð því fundur-
inn íhaldinu til skammar.
Suðurlandið blés til brottferðar. Bú-
inn að vera á einum af þessum um-
töluðu Borgarnessfundum. Óbeitin á
íhaldinu óx. Skrílslæti og blekkingar
fanst mér aðallega einkenna það á
þessum furidi. Og a. m. k. ýmsir af
málsvörum þess höfðu verið sam-
boðnir málstaðnum.
Ferðamaður.
Rltstjóri: JÓD88 MwtgHMB.
Ásvallagötu 11. Hfmi 2819.
PrentamRJjan Acta.