Tíminn - 20.07.1929, Síða 2
162
TlMINN
en flestar þjóðir aðrar. Danmörk
er eitt þeirra landavþar sem sarri-
vinnustefnan hefir haft mestan
framgang og borið glæsilegastan
árangur. Engin þjóðfélagsstefna
er líklegri til að varðveita heims-
friðinn en einmitt hún. Og vel
færi á því, að það land, sem svo
greiðlega hefir veitt viðtöku hug-
sjóninni um bræðralag í atvinnu-
háttum, gangi á undan öðrum í
því að nema úr lögum- drápsvéla-
smíði og mannavíg. X.
Æg i v
Strandvamarskipið nýja, Ægir,
kom hingað um síðustu helgi frá
Danmörku.
Ægir er hið prýðilegasta skip,
nokkru stærra en Óðinn og mun
að mörgu leyti vera hið fullkomn-
asta skip, sem íslenska þjóðin á.
Skipið er 170 fet á lengd og 29 V2
á breidd, en dýptin er 17^. Það
hefir tvær 75 mm. fallbyssur og
nákvæma miðunarstöð. Skipið
gengur fyrir 1300 hestafla Diesel-
hreyfli og brennir því olíu í stað
kola, og á að geta farið 16 mílur
á vöku. Alt er skipið upphitað
með rafmagni. Ægir hefir enn-
fremur dráttaráhöld og dælur
stórar, ef hjálpa þarf við björgun
skipa; og ýmiskonar nýtísku
björgunartæki, svo sem línubyss-
ur sem draga frá 250—500 metra.
Ekki hefir neitt verið sparað til
þess að gera skip þetta sem vand-
aðast í alla staði, enda mun það
hafa kostað fast að einni miljón
króna. Dieselhreyfillinn hefir
hleypt verðinu fram um hundrað
þúsund krónur, en mun aftur gera
rekstur skipsins ódýrari.
Skipstjóri á Ægi er Einar Ein-
arsson, sem áður var 1. stýri-
maður á Óðni, en 1. vélstjóri er
Þorsteinn Loftsson; var hann áð-
ur vélstjóri á Óðni.
Þriðjudaginn 17. þessa mán.
bauð ríkisstjómin alþingsmönn-
um, blaðamönnum o. fl.; þar á
meðal ýmsum sem á einn eða ann-
an hátt höfðu verið við strand-
vamarmálin 0g byggingu skipsins
riðnir, til að skoða það. Menn
söfnuðust saman klukkan 4 og
Lúðrasveit Reykjavíkur, sem var
með í förinni, lék „Ó, guð vors
lands“, er Ægir lagði frá bryggju.
Veður var hið fegursta og ládauð-
ur sjór. Var silgt upp í Hvalfjörð,
Varðskipsljóð
Nú er fi’amfara tíð;
yfir fjörðum og hlíð
leikur fjörblær, sem drunganum bægir.
Aftur Ingólfs um jörð
halda Æsimir vörð.
Hjer er Þór, hjer er Óðinn og Ægir.
Skjótt vex þjóðinni þor,
er hið vaknandi vor
fær til viðreisnar kraftana gefna.
Fylgi hamingjan heið,
greiði gæfan þeim leið,
sem til gróðurlands óskanna stefna.
Blátt og blikandi haf
okkur alfaðir gaf
með þeim eilífu framtíðar vonum.
Víði, voldugi sjór,
fagur, sterkur og stór,
vertu aflgjafi ísalands sonum.
Þ. G.
Karl Einarsson fyrv. alþm. bað
gestina að minnast skipstjóranna
á Óðni og Þór, er hefðu reynst
sérlega vel í sínu vandasama
starfi og var skál þeirra drukkin
með fögnuði.
Að máltíðinni lokinni sýndi
skipstjón boðsgestunum björgun-
artækin og var skotið þremur
línuskotum. Þótti tilkomumikið er
þau riðu af. Dáðust menn mjög
að hinu nýja skipi og öllum út-
búnaði þess, bæði undir og yfir
þiljum.
Sumir gestimir bmgðu sér í
skipsbátnum yfir í Geirhólmann;
skoðuðu hann og mintust Hólm-
verja og hins frækilega afreks
Helgu jarlsdóttur. — Um tíuleyt-
ið var haldið heimleiðis og skriður
var á Ægi út fjörðinn í kvöld-
kyrðinni og fagurt á fjöllin að
líta. Komið var til Reykjavíkur
um miðnætti og var förin í alla.
staði hin ánægjulegasta.
Varðskipið Ægir.
inn að Þyrli og lagðist Ægir þai’,
nálægt Geirshólma. Þá var reidd-
ur fram kvöldverður á þilfari fyr-
ir boðsgestina, um 60 manns.
Dómsmálaráðherra bauð gesti
velkomna og voru síðan sungin
„Varðskipsljóð“ Þorsteins sikálds
Gíslasonar.
Því næst rakti ráðherrann að
nokkru sögu strandvamanna, frá
því er séra Sigurður Stefánsson
frá Vigur, kom fram með hug-
mynd sína um að verja sektarfje
botnvörpunga til landhelgisvama
og til þessa dags er Ægir kom úr
hafi. Dvaldi hann og við það, hve
þýðingarmikið það er fyrir sjálf-
stæði landsins, bæði útávið og
innávið, að Islendingar eiga sjálf-
ir strandgæsluskipin, sem sigla
undir íslenskum fána og með ís-
lenskri skipshöfn. Þá mintist ráð-
herrann einnig á að ef til vill yrði
þess ekki langt að bíða, að hin
allranýjustu farai*tæki, flugvél-
arnar, yrðu teknar í þjónustu
landhelgisgæslunnar. Að síðustu
þakkaði ráðherrann öllum, sem
unnið höfðu að vörslu landhelg-
inn og aðstoðað stjómina við út-
vegun og byggingu Ægis. Drukku
menn síðatí skál hins nýja skips.
Magnús Torfason forseti sar.i-
einaðs þings hélt stutta tölu og
bar fram þá ósk, að brátt yrðu
strandvarnir hér svo máttugar,
að landhelgin yrði friðlýstur
blettur, svo að enginn botnvörpi-
ungur sæi sér fært að sigla til
veiða inn fyrir línuna.
—_—0 •
Á víðavangi.
Dekur Mbl. við Framsóknarmenn.
Kunnugir fullyrða að Ihalds-
menn séu þess fullvissir að hverir
10 Framsóknarmenn séu að
minsta kosti ígildi 20 Mbl.-
manna, þvílíkur sé manndóms-
munurinn. Þetta sést þráfaldlega
á því hve miklu hærra Mbl. set-
ur samherja Tímans en sína eig-
in menn. Mbl. þótti það tíðindi
að Þór flutti J. J. upp í Borgar-
nes, en ekki umtalsvert er Óðinn
sótti J. Þ. til sama staðar. Mbl.
og fylgifiskar þess gátu ítarlega
um að J. J. væri kvefaður, er
hann var á fundum fyrir norðan,
og gat hann þó til fulls tekið þátt
í öllum þeim fundum, sem hartn
ætlaði að sækja. En Mbl. minnist
ekki einu orði á, þó að helstu
samherjar þess liggi í þrálátum
veikindum, t. d. M. Guðm. í gulu
og Jón Þorl. í brjóstveiki. I aug-
um Mbl. eru það áreiðanlega
miklu meiri tíðindi, ^eins og fram
hefir komið, ef bíll sem einlrver
af náverandi ráðherrum situr í,
verður fyrir lítilfjörlegri snert-
ingu af öðrum bíl á þröngum vegi,
heldur en ef einn af eigendum
Mbl. verður fyrir því óhappi að
missa 12 þús. kr. bíl öfugan út í
urðina við þjóðveginn austan við
Reykjavík, af því að sonur hans,
ölvaður og fákunnandi í bifreiðar
keyrslu ók bílnum þar í því á-
standi, að líf allra sem um veginn
fóru og piltsins sjálfs, var í stór-
hættu. Að Mbl. telur slíkt ekki
frásagnarvert, kemur eingöngu af
þeirri rótgrónu fyrirlitningu sem
blaðið hefir á sjálfum sér og öll-
um þess aðstandendum. Á hinn
bóginn virðist dekur Mbl. við
Framsóknarmenn benda á, að
blaðið viti að í þá átt vilji þjóðin
heyra talað.
Tveir „sparsemdarmenn“.
Jón á Reynistað og Pétur Otte-
sen munu vera einhverar htil-
sigldustu aurasálir sem setið hafa
á þingi Islendinga. Stóreyðslu eins
og gjaldþrot Mbl.-spekulanta
gagnvart bönkunum, skilja þeir
ekki. Heldur ekki eyðslu gengis-
hækkunarinnar þegar Kveldúlfur
einn mun hafa tapað hátt upp í
2 miljónum kr. á kaupmanns-
hyggju Jóns Þorlákssonar. Spar-
semi þeirra náði heldur ekki sýni-
lega til þess þegar Árni í Múla
eyddi 11 þús. kr. á 6—7 vikum í
Kaupmannahöfn, þegar Jón Þorl.
sendi hann til Ameríku, hverja,
hann ekki fann. Alveg var-
það eins þegar Jón Magnússon
eyddi 9 þús. kr. í einni ferð til
Lundúna og Hafnar. Þar af 3
þús. kr. í Lundúnum á einni viku.
Alt þetta var og er of stórt fyrir
dómgreind Jóns og Péturs. Sömu-
leiðis hafa viðskifti þessara dánu-
manna við ríkissjóð orðið þeim
sjálfum ofurefli. Pétur var eitt
sinn hrossakaupmaður fyrir lands-
sjóð, og tók þá 3—4 kaupamanna-
kaup á degi hverjum fyrir erfiði
sitt. Jón á Reynistað hefir sótt
fast að lándið keypti skurðgröfu
fyrir 30 þús. kr. og lánaði hana
íyrir ekki neitt til að ræsa fram
blautar mýrar. Að sjálfsögðu
voru Rejmistaðamýrar mest þurf-
andi, og þangað fór áhaldið. Jón
átti auðvitað að standa fyrir
verkinu, eða vera trúnaðarmaður
landssjóðs, sjá um að vel væri
unnið, og hið dýra áhald kæmi
sem flestum að notum. En í
fyrrasumar, eftir að búið var að
grafa á Reynistað, var* skurðgraf-
an lengst af ónotuð, vélin lá und-
ir stórskemdum, og í sumar réði
Jón bílstjóra, sem hefir áætlunar-
ferðir frá Sauðárkróki til- Borg-
arness, til að stunda vélina þegar
hann mætti vera að.
Fjólupabbinn 0g kóngurinn.
Valtýr fjóluræktarmaður fekk
Það var til nýlundu í Menta-
skólanum nú í vor að mentamála-
ráðherrann beitti sér fyrir því, að
5. -bekkjar nemendur fengju
tækifæri til þess að fara fræðslu-
för austur í Hornafjörð, þegar
vorprófum var lokið. Veitti
stjórnin nemendum ókeypis far
með varðskipinu óðni fram og
aftur, kostaði flutning á farangri
milli áfangastaða þar eystra, en
skólinn lagði til tjöld, ábreiður
og annan tjaldútbúnað, en nem-
endur sáu sér fyrir fæði þar
austurfrá.
21 nemandi tóku þátt í förinni,
þar af 8 stúlkur. Tveir af kenn-
urum skólans voru leiðsögumenn
nemenda í förinni, undirritaður
og ungfrú Anna Bjarnadóttir.
Lagt var af stáð úr Rvík síð-
degis 11. júní. Dimmviðri og úf-
inn sjór var fyrir sunnan land um
nóttina og sást ekkert til lands úr
því komið var suður fyrir Reykja-
nesskaga; allir fengu rúm til að
hvíla í og nutu hvíldarinnar um
nóttina, enda munu flestir hafa
fengið að kenna á sjóveikinni.
Milli nóns 0g hádegis 12. júní
lagðist óðinn inn í ósinn á Homa-
firði. Þegar vér stigum á land í
Höfn í Homafirði, stóð hópu”
ungra manna á bryggjunni, er tók
á móti okkur með fögnuði og
hlýrri kveðju. Vom þar komnir |
nokkrir samkennarar mínir frá
Gagnfræðaskólanum á Akureyri
og Pálmi Hannesson og allmargir
af síðustu nemendum mínum þar
við skólann. Voru báðir flokk-
arnir samferða að mestu næstu
dagana. Var mér ánægja að því
að nemendur mínir úr báðum
skólunum skyldu fá tækifæri til
að takast í hendur og ná að
kynnast í þessu víðfeðma og
fagra héraði Austanlands.
Strax um kvöldið fengum vér
bíla og ókum með allan farangur
upp í Nesin og tókum tjaldstað á
fögrum stað undir Ketillaugar-
fjalli rétt við vatnið Þveit. Tjöld-
in voru 3 og að auki eitt lítið til
eldamensku og matreiðslu.
Morguninn eftir (13. júní) var
sólskin og fagurt veður. Gengum
vér þá upp á hæðimar ofanvert
við tjöldin og sumir klifruðu upp
í hlíðar Ketillaugarfjalls og litu
eftir jurtum og bergtegundum.
Var þá fagurt útsýni inn eftir
héraðinu og til vesturs. Vatna-
jökull bar við himinn og skrið-
jöklarnir vestan fljótsins blikuðu
í sólskininu og teygðu sig eins og
mjallhvítir armar frá jöklinum
niður dalinu, alla leið ofan á flat-
lendið. Mikið af flatlendinu var
grænt og gróið og myndaði fagra
umgerð um hin víðáttumiklu vötn,
er falla um mitt héraðið.
Eftir hádegi fengum vér klifja-
hesta og vagna undir farangur og
gengum þann daginn að Hoffelli
og settum tjöldin vestan vert við
túnið. Þá um kvöldið klifruðu
ýsmir nemendanna uppá Hoffell.en
sumir litu eftir jurtum, tóku ljós-
myndir, athuguðu kortið, rituðu í
dagbækur sínar og spurðust fyrir
um nöfn á fjöllum, dölum og
, skriðjöklum 0. fl., sem blasti við
■ frá tjaldstaðnum.
! 14. júní fór allur hópurinn inn
| að Svínafellsfjalli, sem er geisi-
| mikill og hrikalegur skriðjökull,
er fellur niður á sandana milli
Svínafells og Geitafells. Gengið
I var spöl upp á jökulinn. Var hann
i ósléttur og nokkuð sprunginn. Af
' jöklinum var farið austur á Geita-
fell, er það lágt fell, en alt úr gabb-
rói. Undan skriðjöklinum koma
oft fornar sæskeljar, og móflúr
með kvistum. Sáum sér vott þess.
Þar sem jökullinn fellur nú, hefir
um eitt skeið verið fjörður og síð-
an gróið mólendi. — Innanvert
við Geitafell komum vér að djúp-
um þverdal, þar var uppi stöðu-
vatn við jökuljaðarinn áður en
vér komum. En daginn áður en
vér komum þar hafði það fengið
framrás undir jökulinn og dalur-
inn tæmst, höfðu smájakar fjar-
að uppi í dalnum.
15. júní var farið inn í Hof-
fellsdal og s/koðuð silfurbergsnám-
an þar í íjallinu, og fengu leið-
angursmenn þar steina til minja.
Þegar komið var þaðan heim að
Hoffelli höfðu hjónin þar bor-
ið * fram mat handa okikur úti í
túni, settumst vér þar allir um-
hverfis hvítan dúk í grængresinu,
er skipað var réttum. Var sú gest-
risni veitt af hugulsemi, því að
ýmsir voru lystugir eftir göng-
una, og búið var að taka upp
tjöldin og lagt af stað með allan
farangur út í héraðið. Þann dag
gengum vér að Laxá og tjölduð-
um þar. Á þeirri leið skoðuðum
vér meðal annars ölkeldu hjá
Þveit.
16. júní var ekið með allan far-
angur frá Laxá og tjaldað undir
Almannaskarði. Síðan var haldið
gangandi út fyrir Vestrahom, alt
að bænum Horni. Athugað og
safnað sýnishornum af gabbrói og
granafýr, skoðaðar tóftarleifar
undir Litlahorni, sem sumir telja
eftir fyrsta bæ Hrollaugs land-
r.ámsmanns. Þá um daginn klifr- ;
uðu tveir nemendur upp á tinda |
við Almannaskarð, þar á meðal i
Klifatind. Eigi vom allir komnir |
til tjalda fyr en 'eftir miðja nótt. !
17. júní fórum vér inn að Laxá,
gengum upp á Meðalfell, fengum
þaðan besta útsýni yfir héraðið.
Sáum yfir forna malarkamba, er
loika mynni Laxárdals, er bera
vott um 40—50 m. hærri sjávar-
stöðu en nú. Söfnuðum klettafrú
í fjallinu. — Fórum á héraðs-
skemtun um kvöldið, er haldin var
í fundarsal í kjallaranum undir
kirkjunni við Laxá. Dvalið þar
fram á nótt við ýmsar skemtanir
og dans. Þá skildu leiðir. Norð-
lendingarnir fóru niður að Höfn
og tóku þar skip annan daginn
eftir. En vér fórum í tjöld vor
undir Almannaskarði
18. júní var stórfeld rigning fram
yfir hádegi, fylgdi hvassviðri með
og tjöldin láku. Tók að létta milli
nóns og hádegis. Tíminn notaður
til að skrifa í dagbækur og undir-
búa ferðalag næsta dag. Síðari
hluta dags sýndu allar stúlkumar
og nokkrir piltanna þann rösk-
leik að ganga ofan að Höfn og til
baka aftur um kvöldið, er það 2
klukkustunda ganga hvora leið.
Þegar heim kom um miðnætti var
orðið ágætt veður og fagurt út-
sýni vestur til jöklanna, hjeldu þá
sumir enn af stað upp á Almanna-
skarð til að njóta sem oest nætur-
fegurðarinnar og útsýnisins.
19. júní gengum vér yfir Al-
mannaskarð austur í Lón og tjöld-
uðum hjá Volaseli. Athugaðar
bergtegundir í Endalausa dal,
teknar ljósmyndir af Homunum
og öðrum fjöllum.
20. júní snéri meirihluti leið-
angursmanna aftur, síðari hluta
dags, vestur yfir Almannaskarð í
tjaldstaðinn þar. — Var öllum