Tíminn - 14.09.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.09.1929, Blaðsíða 3
TÍMINN 199 fast um umboðið, að marg' ítrek- aðar tilraunir Sambandsins og kaupmanna til að fá áburðinn milliliðalaust urðu með öllu árang- lírslausar. Einn af trúnaðarmönn- um Búnaðarfélags Islands, sem sendur var til umleitana við köfn- unarefnisverksmiðjui nar þýsku, fékk heldur engu um þokað. Fyrst þegai' ríkisvalaið skarst í málið og Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra tók sér ferð á hendur til- Þýskalands,. til samn- inga við forráðamenn köfnunar- efnisverksmiðjanna, tókst að úti- loka þennan erlenda millilið og koma áburðarversluninni í viðun- andi horf. Árangurinn kom einnig fljótt í Ijós, því innkaupsverð á saltpétri í'éll úr $ 46,50 og ofan í $ 42,55 tonnið, eða um $ 3,95. Áburðurinn var með öðrum orðum 9,28% hærri í innkaupi á meðan versl- unin var í höndum hins erlenda milliliðar. Sé gengið út frá því, að áburðarverðið hafi haldist óbreitt bæði árin, hafa sparast við þessa bættu aðstöðu til innkaupa á 13.350 sekkjum $ 5.273.25 eða 24.111.94 íslenskar krónur á ár- inu 1929. Eftir þeim skýrslum, sem fyrir liggja, hefir engin breyting orð- ið á áburðarverðinu í Noregi á ár- inu 1929, frá því sem var árið áður. 1 Danmörku hefir köfnunar- efnisáburður aftur á móti lækkað um nálægt 5%. Mætti ætla, að ísland hefði orðið einhvers að- njótandi af þeirri lækkun, en ber- sýnilegt verður eigi að síður, að afskifti forsætisráðherra af þessu máli spara bændum milli 10 og 20 þús. krónur árlega. Mætti minnast þess, að eitt af dagblöðum bæjarins gerði það að umtalsefni, að forsætisráðherra mundi hafa eytt 5000 krónum í ferðakostnað í þessari för sinni. Iivort upphæð þessi er rétt til- færð eða ekki, skal hér látið liggja á milli hluta, en hitt er víst, að því fé sem til ferðarinn- ar hefir gengið hefir verið vel varið. Augljóst er, að ef vér eigum að annast um utanríkismál vor sjálf- ir, þá hljóta af því að leiða aukin útgjöld fyrir ríkissjóð, en hins vegar mætti ætla, að þeir pen- ingar bæru góðan ávöxt, sem gengju til að vernda hagsmuni al- mennings og verslunarstéttarinnar nákvæmlega sömu skoðun á framtíð- arskilyrðum flugferða hér á landi. Hann var gagnkunnugur flugmálum um alla Evrópu og lét það álit sitt í ljós, að hvergi í Evrópu hagaði eins vel til um flugferðir eins og hér á landi vegna hinnar dreifðu bygðar, járnbrautarleysis og erfiðra sam- gangna. Hófust bréfaskifti okkar á milli um málið og hét hann mér að- stoð sinni. Hann kom mér í bréfa- 1 samband við hið þýska félag Luft- ' liansa óg varð það til þess, að ég !| lagði fyrir þingið .1927 tiiboð um ij flugferðir það sumar á íslandi, sem jj aiþingi því miður af fjárhagsástæð jj um gat ekki gengið að. Sama sumar dvaldi eg erlendis og fór þá til Ber- lin og átti fund með þeim mönnum, er mestu ráða um flu’gmál þýska- | lands. Fékk eg þá ákveðin loforð um, að hið þýska félag skyldi gera til- raunir hér 1928 íslendingum að kostn- aðarlausu. Málið var síðan undirbúið í kyrþey og flugferðir hófust hér 1928. Var þá flogið um landið alt, | komið á 25 staði á landinu, flogið yfir 26000 kílómetrar og um 500 ís- lendingar fluttir í lofti. Við urðum fyrir smá óhöppum, sem sumpart mátti kenna ónógum útbúnaði. það sumar þorði varla nokkur íslending- ur að fara i langflug til norðurlands eða austúrlands, en þetta breyttist, er á leið sumarið. þjóðin fékk traust á flugferðunum þrátt fyrir alt og und- irbúningur var hafinn undir flug- ferðir þessa sumars. Alþingi sýndi mikinn skilning á máli þessu, sérstök loftlög fyrir ísland voru samin og samþykt, og 20000 króna styrkur veittur. Póststjórnin trygði Flugfélag- inu 20000 króna tekjur fyrir póst- flutning og var það núverandi at- vinnurniUaráðherra að miklu leyti að þakka, að málið fékk þessar góðu Jarðir til sölu eða ábúðar. Jörðin Egilsstaðir í Vopnaf j arðarhreppi í Norður-Múlasýslu er til sölu eða ábúðar frá næstu fardögum. Fasteignamat er 129 lindr. eftir fasteignabók 1922 (viðbótarmat 1925 51 hndr.). Tún talið 8 ha. i góðri rækt. Útengi 0g beitiland gott. Jörðin Foss í Vopnafj arðarhreppi í Norður-Múlasýslu er til sölu. Fasteignamat er 49 hndr. eftir fasteignabók 1922. Tún talið 4.2 ha. auk nátthaga og beitarhúsatúns. Túnið er í góðri rækt, útengi og beitiland mjög gott. Matjurtagarðar, lax- og silungs- veiði fylgja. Tilboð sendist Jóni Brynjólfssyni, Landsbankanum í Reykja- vík, sem gefur allar nánari upplýsingar viðvíkjandi jörðum þessum. : fyrir érlendri ásælni. Sýtingssemi i; út af slíkum útgjöldum er óvið- j eigandi og ætti ekki að sjást í I blöðum, sem telja sig bera inn- lenda hagsmuni fyrir brjósti. Svafar Guðmundsson. ---o--- IJr bréfum. Úr Ölfusi: „Hér er að vakna ali- mikill áhugi i jarðrækt. Búnaðarfé- iag iireppsins hefir ráðið 2 menn með dráttarvél í alt sumar til jarð- vinsiu. Er meiningin að þeir fuli- vinni ca. 120 dagsl. og plægi auk þess um 100 dagsl. Auk fæðis mann- anna kostar hver fullunnin dagsl. kr. 60.00, en aðeins plægð kr. 25.00. þeir lullvinna dagsf. að meðaltali á 10 st., vitanlega er það mismun- andi eftir jarðlagi. Einkum eru það harðveilismóar sem unnir eru, svo og nokkrar dagsl. í túnum. þannig jörð vinna þeir eingöngu með tvö- földum diskherfum, en eítir er að vita hvort sú jarðvinsla endist vel. 1 ún þau sem unnin voru þannig um miðjan júni siðasti. er útlit fyrir að verði vel sláandi síðari hluta sum- ars. þá hefur búnaðarfélag hreppsins falið Búnaðarfél. ísl. að láta mæla iyrir og gera áætlun um áveitu á iáglendi Ölfusins, þar á meðai frarn- íæsiu foranna, svonefndra Arnarbæi- isfora, sem eru mjög grasgefnir vatnsílóar, íleiri liundruð ha. að fiatarstærð. Feiknar mikið gras deyr þar úti árlega, þvi heyskapur er þar mjög erfiður. Til orðs hefir komið að íljótandi skurðgraía ríkisins, sem nú er að verki norður i Skagafirði, verði látin á Arnarbæiisíorir, að loltnu verki þar nyrðra. Vatnið tii áveitunnai- er meinhigin að hafa einkum úr Varmá. „Mjólkurbú Ölfusinga" er nú lokið við að steypa. Tilhögun vinnunnar hefur verið þanig, að tveir menn, yfirsmiður og múrari, voru ráðnir við byggmguna, en félagar Mjólkur- búsins int af hendi alla hjáipar- vinnu, sem láta mun nærri að verði 4—5 dagsverk fyrir hverja kú, þegar byggingunni e.r iokið. Um sláttinn verða þar ekki nema 2—3 menn auk smiðanna, en fjölgað aftur mönnum eftir þörfum, þegar úti er sláttur. Hveragufu á að nota til allrar suðu og hitunar, en raforku til ljósa og véla. Búist er við að Mjólkurbúið geti tekið til starfa upp úr næst.u áramótum". Af Austurlandi: „Eg býst við að þið fáið fregnir af fundum Áma og Jóns þorl. frá öðrum hér eystra, svo undirtektir. Útgerðarmenn hafa enn- fremur lofað að greiða 40000 kr. fyrir síldarleit þetta sumar og tekjur af farþegaflutningi þetta sumar munu væntanlega verða nálægt 25000 krón- ur á 2y2 mánuði og eru aðaltekj- urnar af annari flugvélinni, því að liin hefir að' mestu verið notuð i síldarieit. íslendingar leggja því í raun og veru í sumar yfir 100000 kr. til flugferða, en þó vantar nokkuð á, að fyrirtækið hafi borið sig fjár- hagslega. þetta stafar af því, að venjulega er dýrara að leigja hlut en eiga hann sjálfur og flutningskostn- aður vélanna hingað til lands og til baka aftur er allverulegur, um 20 þúsund krónur. Af fjárhagsástæðum gátum við þvi miður ekki byrjað fyr en seinast í júní, en höfum siðan í fyrra flogið yfir 40 staði á landinu og búumst við, er flugferðirnar hætta siðari hluta þessa mánaðar, að hafa ílogið milli 50 og 60000 kílómetra og hafa flutt á annað þúsund íslendinga í lofti. Við höfum á hverri viku flutt póst og farþega um alt landið og furið að jaínaði eirxa ferð vestur á fjörðu til ísafjarðar venjulegast með viðkomu í Stykkishólmi, stundum með viðkomu á Patreksfirði, Dýra- firði, Önundarfirði, eina ferð norður og austur með viðkomu í Stykkis- hólmi, Snuðárkrók, Siglufirði, Akur- eyri, I-Iúsavík, þórshöfn, Seyðisfirði, Norðfirði og. Eskifirði eða Reyðar- firði og eina ferð á viku til Vest- mannaeyja. Komið hefir fyrir, að flugferð hefir seinkað um 1—2 daga vegna veðurs og jafnvel fallið niður ferð, en afar sjaldan. Auk þessa hafa margar aukaferðir verið famar, eink- um til Stykkishólms og nálægra staða og til Norðurlandsins. Eftirspumin eftir flugferðum hefir verið mjög rnikíl í évunar og höfum við ekki eg sleppi að segja það sem eg kann. En geta rná þess, að ekkert munu þeir vinna á neinstaðar, en tapa sumstaðar. Árni er öllu fylgi og heillum horfinn hér eystra, sem annai-sstaðar, og er. þrælslega gert af ihaldinu að hafa hann í sendi- ferðum. Kunningjum Arna er mikil raun í að þurfa að horfa upp á það, að ihaldið hefir leikið hann svo grátt, að hann kunni í engu að blygðast sín“. ----o--- Fréttir. Útvarpsstöðin. Miðvikudaginn 11. þ. m. undirritaði atvinnumálaráðherra samning við Marconifélagið í London um byggingu útvarpsstöðvar íslands. Var tilboð félagsins mun lægra en hinna félaganna. Tekur það að sér að leggja ti! allar vélar fyrir 321 þús. kr. En með stöðvarhúsinu, möstrun- um, leiðslum og fleiru er áætlað að slöðin kosti um 650 þús. kr. Útboð stöðvarinnar var miðað við 7% kw. orku i loftneti. En við samningagerð- ina kom í ljós, að helmingi sterkari stöð gat fengist nú þegar fyrir aðeins 10% hærra verð og var þá horfið að þvi ráði. Stöðin mun því hafa 16 kw. í loftneti eða meira en tvöfalda orku Kallundborg-stöðvarinnar i Dan- mörku. En við loftskeytasendingar verður orkan tvöföld eða 32 kw. og mun því heyrast til stöðvarinnar um alla Evrópu. Möstur stöðvarinnar verða 150 metra há. — Félagið hefir skuldbundið sig til að hafa stöðina tilbuna fyrir Alþingishátíðina næsta ár og greiða liáar sektir að öðrum kosti. -- Gert er ráð fyrir að með góðum kristalstækjum, sem kosta um’ 20—30 kr. heyrist til stöðvarinnar i 120 km. fjarlægð á alla vegu og eru 60 af hverju hundraði landsbúa bú- settir innan þess svæðis. þeir sem fjær búa þurfa sterkari tæki og all- miklu dýrari. í fyrradag var stöð- inni ákveðinn staður. á svonefndri Vatnsendahæð sunnan Elliðavatns 8% km. frá Rvik. Ber það hæst í ná- grenni Reykjavikur. Svartlist. Eggert Guðmundsson, ung- ur listamaður, ættaður úr Reykjavík, liefir um þessar mundir sýningu á listaverkum sinum í húsi K. F. U. M. Og verður sýningunni lokað annað kvöld. Eggert hefir stundað nám i þýskalandi einn vetur og átt við þröngan kost að búa, eins og flestir listamenn okkar. — Undrast flestir, sem skyn bera á, hversu honum hefir skjótlega miðað og hverjum tökum hann hefir þegar náð á list sinni. — Eggert leggur einkum stund á svart- getað flutt nema lítinn hluta þeirra manna, er ferðast hafa viljað í loft- inu. Við höfum haft þá ánægju að hafa tvisvar sinnum flutt sjúklinga í lofti til Reykjavíkur, sem hefði ekki getað komist með öðnim farar- tækjum. Við höfum haft þá ánægju að fá þakkarbréf viðsvegar af land- inu einkum fyrir póstflutningana, en líka fengið tóninn sendan af- ýmsum landshonium fyrir að hafa stundum ekki getað staðið við áform okkar. Hreppsnefndir og kauptún hafa sent símskeyti til landstjórnar og póst- stjórnar með beiðni um að bæta nýjum stöðum við í póstferðunum og óánægðir farþegar hafa stungið niður penna með niðrandi ummælum um flugfélagið, af því að þeir hafa ekki komist ferða sinna i loftinu. , Flugfélagið sjálft hefir aldrei kært undan skilningsleysi sumra farþega. Sumir hafa verið þeirrar skoðunar, að stundum hafi verið hægt að fljúga, þegar flugferð hefir verið frestað um einn eða tvo daga, en þetta er vitan- lega sprottið af þekkingarleysi. Við liöfum haft því láni að fagna að hafa þetta sumar til skiftis tvo þýska sér- fræðinga i veðurfræði, vegna þess að veðurstofan hefir ekki getað annað veðurfregnum þeim, er nauðsynlegar eru til þess að flugferð megi telj- ast örugg. Við höfum á hverjum degi tvisvar og þrisvar á dag fengið ná- kvæmar veðurfregnir af öllu landinu, veðurathugunarstöðvum hefir verið bætt við vegna flugíerðanna og verð- ur óhjákvæmilegt í framtíðinni að bæta nýjum veðurathugunarstöðvum við. Tökum dæmi: Ákveðið hefir verið að fljúga til norður- og austur- landsins. í Stykkishólmi er ef til vill gott veður, logn inni á Akureyri og Seyðisfirði, en svört þoka á öllum Húnaílóa eða norðanrok á BorðeyrL list. En svo kallast einu nafni „graph- ik (steinprentun), „radering" og „linoleum“-skurður. þykja sumar myndir hans forkunnarvel gerðar og er sýning hans tilbreyting mikil með- al íslenskra listasýninga og góð hvíld frá sumum þeirra. — Tíminn vill hvetja menn, til þess að sjá list Egg- erts og kaupa myndir hans, sem eru tiltölulega ódýrar. Er honúm nauð- syn mikil á fé til nýi’rar farar á kom- andi vetri og framhaldsnáms á lista- skóla í þýskalandi. Sjúkrasamlag Reykjavíkur hélt liá- liðlegt tuttugu ára afmæli sitt með samsæti i Alþýðuhúsinu (áður Iðnó) & fimtudagskvöldið var. Stofnandi sjúkrasamlagsins og formaður frá upphafi er Jón Pálsson fyrrum banka- féhirðir. Hefir hann, ásamt fjölmörg- um öðrum ágætum styrktarmönnum hreyfingarinnar, unnið feiknarmikið starf í fágu almennrar heillar og aldrei tekið nein laun fyrir. Eru slík daimi einhver hin fegurstu, er gerast i lifi hverrar þjóðar. í samlaginu mun nú vera 6.—5. hver maður í Reykjavík, þegar börn eru talin með. Hefir það greitt stórkostlegar upp- liæðir fyrir. sjúkrahjálp handa sam- lagsmönnum og borið þannig af mörgum þung efnahagsáföll. Brestur enn mjög á almennan skilning á gildi og nauðsyn þessháttar samtaka. En sjúlu’asamlög eru ein tegund trygg- inga, sem ættu að ná til allra. Engin samtök ei'u fremur í samhljóðan hinu postullega boðoi’ði: „Berið hver ann- ars byrðar". Og aldrei er meiri þörf á slíku, sameiginlegu átaki, heldur en þegar sjúkdómana ber að höndum. Barnslát. Sigurður Kristinsson for- stjói’i og kona hans Guðlaug Hjör- leifsdóttir urðu nýlega fyrir þeim harmi að missa dóttur sína, Sigur- laugu, nokkurra daga gamla. Guðm. Einarsson rafstöðusmiður frá Vik í Mýrdal kom nýlega hingað til bæjarins vestan frá Ögri í ísafjarðar- sýslu, þar sem hann hefir reist 15 Flugferð er frestað um einn dag eða svo, Norðfjörður sendir kvörtunar- skevti, af því að þar er gott veður, en þó er ef til vill hvassviðri á Langanesi eða ómögulegt að komast þar yfir vegna þoku. íslenskar veður- athugunarstöðvar liggja mai'gar inni á djúpum fjörðum eins og á Akur- eyri og Seyðisfirði og þó að veður sé þar gott, getur verið ófært úti á an nes j um. V eðurathugunarstöð var vegna flugfei'ða verða að liggja á annesjum í framtiðinni. þokan er versti óvinur flugvéla, því að vegna hins mikla hraða er ávalt hætta á í þoku, að flugvél geti rekist á og þá er dauðinn vís. þá er enn eitt atriði, sem mönnum er ekki nógu ljóst. Gera verður ráð fyrir, að svo kunni að fara, að flugvél þurfi að lenda skyndilega vegna hreyfilsbilunar eða af öðrum ástæðum og getur sjór þá verið svo úfinn, að erfitt sé fyrir flugvél að athafna sig og hætta þar á ferðum, þótt veður sé annars gott. Veðurfregnir vegna flugferða skýra þvi einnig frá ýmsu sem ekki er tek- ið íram í venjulegum veðurskeytum, t. d. um öldugang sem er tilgreindur í stigum, um skýjaliæð, hversu mikið af himinhvolfinu sé skýjað, hversu hátt skýin ná,' hve langt skygni sé aætlað í kílómetrum o. fl. Á hverj- um morgni fáum við nákvæmt veð- urkort af öllu landinu, er skýra frá öllum ati’iðum, veðurfræðingur og flugstjóri ráðgast um veðrið og á- kvöi’ðun er tekin um, að flogið verði, þegar gengið er úr skugga um, að fiugfært sé. Ef nokkur vafi leikur á um veðrið eða snögg veðrabrigði eru væntanleg er flugferð frestað. Svo mikillar varkárni er gætt, því að veð- urfræði og flugferðir eru óaðskiljan- legir hlutir. í sumar hefir oft legið hafísþoka á Húnaflóa og fyrir öllu S. Jóhannesdóttir Austurstræti (beint á móti Landsbankanum) hefir mest og best úrval af alls- konar álnavöru til heimilisþarfa og fatnaði á konur ag karla, ung- linga og börn. Verðið hjá þessari verslun er mun lægra en fólk á að venjast. Ættu því allir, sem koma til Reykjavíkur og þurfa að kaupa einhverskonar vefnaðarvöru eða fatnað, að líta inn í Soffíubúð ha. raforkustöð. í haust setur hann upp tvær stöðvar í Skaftafellssýslu, — í Flögu í Skaftártungu og Fossi i Mýrdal. Guðm. mun hafa i hyggju að flytjast búferlum til Vestfjarða, enda mun þar vera ærið verkefni í raf- yrkju. Eggert Stefánsson söngvari endur- tók söng sinn á mánudagskvöldið. Hlaut hann góða aðsókn og ágætar viðtökur áheyrenda. Hefir Eggert jafnan verið mjög vinsæll söngvari meðal Reykjavíkurbúa, þrátt fyrir misjafna dóma blaðanna. Ungfrú Gagga Lund söng í Gamla bio í fyrrakvöld við góða aðsókn og mikil fagnaðai’læti áheyrenda. Dr. Alexander Jóhannesson for nú í vikunni í hringferð umhverfis land til þess að flytja fyi’irlestur um fram- tið flugferðanna hér á landi. Birtist fyrirlesturinn á öðrum stað í blaðinu. Var svo til ætlast að fyrirlestur hans birtist hér í blaðinu í þann mund er hann lyki ferð sinni. En nú hefir hann, að sögn, tafist eitthvað vegna óhagstæðs veðurs. Norðurlandi og þó höfum við getað haldið uppi reglubundnum flugferð- um alt sumarið og spáir það góðu um framtíðina. Við höfum oft flogið í sumar, þótt skýin hafi náð upp yfir alla fjállatinda, ef himininn hef- ir verið heiður fyrir ofan og hefir þá verið flogið í 5—60.00 feta hæð og altaf gengið vel. Um vindhraðann má segja, að hægt sé að fljúga í livaða vindi sem er, en áreynsla er það mikil fyrir flugmanninn og eink- um dregur hann mjög úr hraða flug- vélarinnar, ef flogið er beint á móti vindi, en benzineyðslan vex að sama slcapi. Flugvélar þær, er við höfum notað í sumar, taka jafnaðarlega ekki meira benzin en til fjögurra flugtíma og er þá einsýnt, að ef flog- ið er frá Reykjavik til Siglufjarðar eða Akureyrar gegn stinnum norðan- vindi, getur hætta verið á, að flug- vélin verði uppiskroppa af benzini og verði að lenda aí þeim ástæðum. þessu má ráða bót á með því að hafa benzin á öllum eða flestum viðkomu- stöðum. Flugvélarnar í sumar hafa stundum flogið í veðri með vind- hraða 7 og má af því sjá, að vind- hraðinn þarf ekki áð tálma flug- ferðum að ráði, en vindur að baki eykur flughraðann, enda hefir ein flugferð milli Akureyrar og Reykja- víkur verið farin á einum tíma og fimmtiu mínútum og önnur milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur á andfjöi’utíu mínútum. (Niðurl.). -----o----- Hval, 40 álna langan, dauðan, fann vélbátur einn nýlega á reki hér í fló- anum og dró hann til Keflavíkur. Hvalurinn var nýdauður og engin skotmerki á honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.