Tíminn - 21.09.1929, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.09.1929, Blaðsíða 1
^ ©faíbfcti 09 afgrei6slumaður Cimani er Sannoeti} þorstetnsðóttir, Sambanðsþúsrau, Seyfjoinf. 2^fgrct5ðla Clmans er I 5ambanösl?úsinu. (Dptn baglega 9—\2 f* 4* 5tmi ^90. XHLCr. Reykjavík, 21. sept. 1929. Póstmálastjórnin og eftirlitið Hneykslanleg vanskil á póstsendingum. I. Tímanum hafa borist frá kaup- endum sínum víðsvegar að megn- ar umkvartanir yfir vanskilum á blaðinu. Hefir það að vísu lengi brunnið við, að treg skil væru á póstsendingum í sveitum landsins og eru landsmenn seinþreyttir til vandræða út af þeim málum, enda litlu góðu vanir. Nú mætti ætla að umkvartanir þessar væru flestar úr strjálbýl- um útkjálkasveitum, þar sem örð- ugast er um póstsambönd og ferð- ir ótíðar. En svo er ekki. Um- kvartanir eru mestar í nágrenni Reykjavíkur, þar sem póstflutn- ingar eru tíðastir með bílferðun- um, svo að póstur er fluttur frá Reykjavík á póstafgreiðslustöðv- amar og bréfhirðingar einu sinni í viku, tvisvar í viku eða jafnvel annanhvom dag. Til þess að finna stað þessum orðum skulu hér tilfærð nokkur dæmi. 1. dæmi. Jakob Benediktsson Ytri-Njarðvík (póstafgr. í Kefla- vík), gerist kaupandi Tímans sein- ast í maí síðastl. Honum er sent blaðið vikulega til Keflavíkur. Þann 13. júlí skrifar hann af- greiðslunni; kveðst hafa þýfgað Keflavíkurpósthús hvað eftir ann- að um blaðið en fengið það svar, að blaðið væri þar ekki. Umkvört- un var send til póststjómarinnar og hún sendi Keflavíkurpósthúsi erindið til umsagnar. Svar póst- hússins var það, að J. B. hefði síðastl. vor komið á pósthúsið og beðið um að blaðið yrði „tekið frá“, hefði það verið gert „og hann ýmist látið sækja blöðin eða þau send honum“. — Sam- kv. bréfi J. B. til afgreiðslu Tím- ans 8. ágúst síðastl. höfðu 16. júlí „komið upp úr kafinu“ í póst- húsinu í Keflavík 4 júníblöð af Tímanum. Þann 17. júlí sendi afgr'. að nýju öll blöðin frá júníbyrjun til þessa kaupanda, ásamt bréfi. Fékk hann blöðin 31. mánaðarins og bréfið þann 4. ágúst. Til Keflavíkur munu vera dag- legar póstgöngur. 2. dæmi. Vilhjálmur Ásmunds- son í Vogsósum (póstafgr. á Kot- strönd), kom til afgreiðslu blaðs- ins 3. sept. síðastl. og óskaði eftir því, að afgreiðslan tæki upp aftur þann hátt, að afgreiða blaðið mánaðarlega, eins og gert hafði verið, áður en samgöngumar bötnuðu! Frá Kotströnd gengur póstur í Selvog einu sinni í mán- uði. Kvað hann stundum koma til sín 1 af 4 blöðum, stundum 2, stundum kæmu þau nýrri, en eldri blöð mánuði seinna, eftir að hafa verið send austur í Rangárvalla- sýslu og fengið að liggja þar. Þegar Vilhjálmur var að fara að heiman frá sér 2. sept., voru júníblöðin að koma til hans ! Kvað hann meiri von til þess, að fleiri blöð næðu til sín, ef þau væri fleiri saman í umbúðum. 3. dæmi. Kaupandi blaðsins einn, ofarlega úr Biskupstungum, kvartaði um vanskil svipuð þeim, sem hér hefir verið lýst. Þó var sú nýbreytni á póstskilum þar um slóðir, að hálfir blaðastrangar bárust viðtakanda, þ. e. strang- arnir kubbaðir sundur! 4. dæmi. Bréf, dags. 18. ágúst á Holti í Flóa náði til afgreiðslu Tímans 6. sept. og er þá búið að vera tæpar 3 vikur á þeirri leið, sem farin er á þrem klukkustund- um. Póstgöngur um þessar slóðir munu vera 2—3 sinnum á viku hverri. Aulc þessara sérstöku dæma, mætti nefna almennar umkvart- anir um frámunanleg vanskil á póstsendingunum og að því er virðist meg .an trassaskap á póst- afgreiðslum hér á Suðurlands- undiriendinu. Hefir Tíminn tapað' kaupendum á Eyrarbakka, vegna vanskila á blaðinu af hálfu pósts- ins. Mælt er að blöð komi þangað stundum, eftir' að hafa farið milli ýmsra póstafgreiðslustöðva aust- an fjalls, margra vikna gömul og alsett póststimplum. Skulu hér til- færð ummæli úr bréfi, sem blað- inu hefir borist um þetta efni: „Öllum, sem á þetta minnast, ber saman um, að þetta séu hin mestu vandræði, en almenningur er orðinn því svo vanur að geta ekki reitt sig á póstinn og að vera búinn að frétta. á skotspónum allar helstu nýjungar löngu áður en blöðin koma með þær. Og bex-a flestir þetta möglunarlaust eins og hvert annað óhjákvæmilegt böi. — Sumir vilja ekki kvarta, vegna þess að þeir sem afgreiða póstinn, eru nágrannar þeirra eða kunningj- ar, en þó er það mjög algengt, að bréf koma aldi’ei til skila fx'á sumum póstafgi-eiðslustöðvunum og liggur þá nserri að geta sér til, að þegar þau eru orðin margra rnánaða gömul á af- greiðslunni fyrir hirðuleysi, þyki skömm' að því að senda þau! Blöð virðast ekki eiga neinn rétt á sér og ekkert eftirlit með því, að þau lcoinist i réttar hendur. Aðbúnaður á póstafgi’eiðslustöðvunum afarléleg- ar. Óvíða munu vera hillur eða skáp- ar undir póstinn, lieldur er honum víðast hvar lirúgað í kassa, þar sem hver xnaður rótar síðan í eftir vild og eftirlilið frá hálfu póststjórnar- innar mun ekki vera neitt“. H. Þetta eru lýsingamar á póst- skilum sunnanlands á 20. öldinni eftir að bílsamgöngur hafa tengt saman bygðir landsins og aðalhöfn þess með hraðferðum oft á hverj- um degi mestan hluta ársins. Er það almannarómur, að póst- skilin hafi stórversnað við hinar öru samgöngur. Að fengnum þessum lýsingum fór ritstjóri Tímans á fimd aðal- póstmeistara og spurðist fyrir um það, hversu háttað væri eftirliti með póstskilunum í landinu. Fékk hann þau svör, að eftirlit væri ekkert með póstskilum í sveitum landsins. Hinsvegar væri leitast við að sinna beinum umkvörtun- um. En að refsing komi fyrir hirðuleysi og trassaskap í póstaf- greiðslu, mun vera óþekt hér á landi. 1 fáum efnum munum við Is- lendingar hafa verið þvílíkir eftir- bátar annara þjóða, sem í póst- samgöngum. Ber vitanlega margt til þess. Landið er strjálbýlt, bygðir þess sundur girtar með torsóttum fjallgörðum. Sam- göngubætur nútímans hafa komið seint til okkar Islendinga. Þó mun það mestu valda um sleifarlag alt, hirðuleysi og tómlætd í þeim efn- um, að við yfirstjórn þeirra mála situr maður, sem virðist vera allra manna gersneiddastur allri hug- kvæmd um nýbreytni í fram- kvæmd þeirrar starfrækslu, sem honum er falin til umsjár og yfir- stjómar. Á síðastliðnu ári var nefnd skipuð, til þess að gera athuganir og tillögur um nýja skipun póst- mála og póstsamgangna. Setti þingið síðan lög um þetta efni og er þar gert ráð fyrir miklum breytingum á póstgangnakerfinu samliv. þeim breytingum, sem orðnar eru og verða munu á sam- gangnakerfi landsins. — En í bráðabirgðaákvæði gerir nefndin, svo og þingið hálft um hálft ráð fyrir því, að núverandi yfir- póstmeistai’i vérði látinn gegna póstmálastj órastörfum framvegis. Eru slík ummæli að vísu ekki bindandi fyiir veitingarvaldið. En undarlega hafa þeim góðu mönn- um verið mislagðar hendur. — Sigurður Briem hefir að vísu ver- ið trúr og samviskusamur em- bættismaður. Hann hefir verið mjög reglusamur um hii.a almennu afgreiðslu á skrifstofum póstmál- anna, unnið mikið starf og er að því leyti góðs maklegur. En hann hefir um nálega hálfa öld set- ið yfir 18. aldar póstmálaskip- un, án þess að hafa látið sér hug- kvæmast neitt um umbætur, eftir- lit eða annað. Að láta sér detta í hug, að slíkur maður fram- kvæmi nýja skipun 0g byggi nýtt kerfi í þessari grein, er vitanlega fjarstæða, ósanngjarnt gagnvart þessum embættismanni sjálfum og móðgun við þjóðina. Því virðist svo háttað, að al- menning í landinu skorti enn menningu til þess að geta hag- nýtt sér nýja skipun samgangna og póstmála. Mun svo verða enn um stund meðan ekkert er hirt um eftirlit með póstskilum. Slíkt hirðuleysi gagnvart almenningi og sjálfsögðum menningarkröfum er ekki afsakanlegt. Með nýrri skip- un póstmálanna þarf vitanlega að koma eftirlit með því að hin al- mennu afgreiðslustörf séu rækt af fullri hirðusemi og samvisku- semi. Og jafnvel þó að stjórn- ir iandsins, þingið og aðalpóst- meistari hafi litið svo á, að spam- aðurinn eigi að réttlæta margt, þá réttlætir hann þó ekki það, að við séum um póstskil og almenna reglusemi í opinberri starfrækslu settir á bekk með skrælingjum. ---0---- Frá gengisnefnd Útflutt í jan,—ágúst 1929: 35.894.950 kr. — - 1928: 38.738.830 — — - 1927: 30.109.890 — — - 1926: 25.954.260 — í júlilok nam innfl. kr. 37.115.046 en útfl. — 25.954.260 * Aflinn: Skv. skýrslu Fiskifél. 1. sept. 1929: 366.760 þur skp. 1. — 1928: 346.913 — — 1. — 1927: 273.266 — — 1. — 1926: 221.379 — — Fiskbirfðir: Sliv. reikn. Gengisnefndar. 1. sept. 1929: 149.252 þur skp. 1. — 1928: 138.223 — — 1. — 1927: 128.773 — — 1. — 1926: 158.645 — — ------O----- 59. blað. Skemdir í saltkjöti Þess var nýlega getið í norsk- um blöðum, að ónýttar hafi verið vegna skemda 150 tn. af íslensku saltkjöti í Stafangri og þess jafn- framt getið; að undanfarin tvö ár hafi oft komið kjötsendingar frá Islandi, sem norskir kjötskoðun- armenn hafi verið í vandræðum með. Það er rétt með farið að ónýtt- ar voru vegna skemda 150 tn. af íslensku kjöti, en hitt er rangt, að mikil brögð hafi verið að skemdum í íslensku saltkjöti und- anfarin tvö ár, því öðruvísi verða ummælin ekki skilin. Sltemdir af þessu tæi voru talsvert algengar þangað til 4—5 síðustu árin. Á því tímabili hefir þeirra lítið orðið vai’t. En svo brá við í fyrrahaust, að kvartanir um skemdir urðu talsvert almennar í Noregi, þó stórtjón hlytist ekki af fyr en í sumar að umræddar 150 kjöttunn- ur voru eyðilagðar. Eins og eðli- legt er reyna flestir, sem eitthvað fást við meðferð á saltkjöti, að gera sér grein fyrir orsökum til skemdanna og hvernig helst verði komið í veg fyrir þær. Hefir eng- inn hérlendur maðm’ þó lagt eins mikla vinnu í það og Gísli heit- iim Guðmundsson gerlafræðingur, enda mun mega þakka honum öðrum fremm: að hin síðari ár hefir borið lítið á þessum ófögn- uði, þó noltkuð bæri út af í fyrra. Mest ber á súrskemdunum, þeg- ar haustin eru hlý og votviðrasöm. Þetta bendir ótvírætt til þess, að skemdirnar byrji strax að haust- inu og ágerist svo fram eftir vetri, ef ekkert er aðgert. Áður fyr á meðan kjötskemdir voru al- gengastai- var kjötið saltað mun mixma en nú er gert. Það er og álit flestra, sem hafa haft tæki- færi til að kynnast saltkjöti að öruggasta vörnin sé mikil söltun og sterkm saltpækill. Eg vil benda á nokkur atriði mönnum til at- hugunar nú í kauptíðinni. Er flest af því kunnugt áður, en þó þarflegt að rifja það upp á ný. 1. Ilreinsa sláturhúsin vel áður en slátrun byrjar og halda þeim hreinum á meðan slátrun stendur yfir. Best er að þvo húsin að ixm- an hátt og lágt úr kalkvatni. 2. Slátra ekki uppgefnu fé eða hlaupamóðu. 3. Slátra aldrei fleiru fé á dag en hægt sé að viðhafa nægilegt hreinlæti og svo rúmt sé á kjöt- inu í hengirúminu að það nái að kólna sem fyrst. 4. Sé mjög heitt í veðri, er sjálfsagt betra að salta kjötið nokkuð fljótt (t. d. 12—16 tíma) heldur en bíða eftir að það kólni og eiga á hættu að byrjuð sé gerð í þyí áður en það kemst í saltið. 5. Nota a. m. k. 12 kg. af góðu salti í tuxmuna og hafa pækilixm aldrei veikari en 24°—26° og pækla stöðugt meðan kjötið tek- ur móti pæklinum. — Stungu skal gera milli bógs og bringu og fylla salti, eimfremur dæla pækh í læri ef kostur er. 6. Sé kjötið flutt út svo fljótt (t. d. 3—4 daga) að það sé ekki búið að taka nægilegan pækil má bæta það upp með því að láta meira af þurpækli í tunnuna. 7. 1 venjulegri vetrarveðráttu þarf ekki að umsalta kjöt fyr en kemur fram í marslok, ef þess er gætt að halda við á því sterkum pækli. En í hlýrri veðráttu má ekki draga umsöltunina lengur en fram um áramót. Skal þá hella niður öllum gömlum pækli, þvo tunnumar vandlega úr sterkum, hreinum saltpækli og pælda kjötið vel á eftir. Sjálfsagt er fyrir útflytjendur að notfæra sér leiðbeiningar kjöt- matsmanna sem best og láta þá hafa eftirlit með því kjöti, sem geymt er fram eftir vetri. Eftirlit með kjötinnflutningi er strangt í Noregi. Kjötskoðunin fer þannig fram, að af hverju merki er skoðað í 10. hverja tunnu. Ef ekkert finst athugavert er leyfður innflutningur. Finnist aftur á móti skemdavottui’ í einni tunnu er alt kjötið með því merki lagt til hliðar og rannsakað vand- iega. Sé lítið um skemdir er það tekiö úr, sem tahð er skemt og þaö eyöiiagt, en leyfður innfiutn- ingur á hinu. Séu mikil brögð að sxemdunum, er kjötið alt ónýtt. Fram að árinu 1923 gátu út- fiytjendur fengið það kjöt endur- sent frá Noregi, sem talið var, af eftirlitsmönnum, óhæft til neyslu. Við skoðun hér heima reyndist þetta kjöt oft tiltölulega ntiö sKemt. Benoir þetta á eitt af tvennu: Aö eftirlitsmennirnir í iNoregi haí'i verið óþarflega strangir, eða íslensku kjötmats- mennirnir ónæmir á skemdirnar. Arið 1923 vai’ bannað að endui’- senda það kjöt frá Noregi, sem þarlendir el'tirlitsmenn dæmdu ó- hæft til neyslu, og hefir alt slíkt kjöt síðan verið eyðilagt. Bygðist bann þetta á ótta við það, að þetta kjöt kynni að verða flutt til Noregs aftur. Islensk stjómarvöld hreyfðu eitthvað málaleitun í þá átt að fá bann þetta afnumið. Var um mál þetta leitað álits Sambandsins á sínum tíma og í álitsskjali sínu benti það á meðal annai’s, að ef hið skemda kjöt væri smáhöggvið í Noregi undir opinberu eftirliti áður en það væri flutt úr landi, væri f'yrir- bygt að það yrði flutt til Noregs aftur, því eftir gildandi lögum þar í landi má ekld flytja inn kjöt í smærri stykkjum 'en 2 kg. — Engan árangur virðist mála- leitun þessi hafa borið, þó hún sé bygð á fullri sanngirni, og Norðmönnum geti ekki stafað hætta af, ef svo er með kjötið farið, sem bent var á. Reynsla margi’a undangenginna ára hefir sýnt það, að hægt er að fara svo með saltkjöt, að það ekki skemmist. Væntanlega gæta útflytjendur allrar varúðar fram- vegis, því auk eignatjónsins, sem af skemdunum leiðir, er það van- virða fyrir landsmenn að senda úr landi skemdar vörur. Jón Árnason. -----0---- Bækur, sendar Timanum: Annáll nítjándu aldar, er safnað hefir síra Pétur Guðmundsson, er prestur var í Gríinsey, 5. hefti II. bindis. Mann- lífiö, ljóðmæli eftir Guðmund Sæ- mundsson. Hjarðir, ljóðmæli eftir Jón Magnússon, Fleygar stundir, sinásög- ur eftir Jakob Thorarensen, Ný kvæði, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. pjóðskipulag íslendinga, kensluhók handa skólum og í heima- húsum, eftir Benedikt Björnsson skólastjóra í Húsavík og Mahatma Gandhi, eftir séra Friðrik Rafgnar. — Verður sumra þessai’a bólta getið nánar síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.