Tíminn - 05.10.1929, Blaðsíða 1
©faíbfcrt
©$ afgrei&sluma&ur Cimans er
Hannpeig þorstetnsöóttir,
Samban&síjástnu, &eyfiani(.
^.fgtBibsía
Cimans er i Sambanöstjústnu.
©pin öaglega 9—{2 f. 4*
Sinri ^90.
Xm. ár.
Reykjavík, 5. október 1929.
61. blaS.
Mishepnað stjórnmálafals
Vitnisburður Ihaldsmaaua sjálfra
um „flokkasamsteypuna“
1.
Skömmu eftir þinglausnir á síð-
astliðnu vori birtust í blöðum
íhaldsmanna mjög hátíðlegar j'fir-
lýsingar, þar sem tilkynt var,
að Ihaldsflokkurinn og flokkur
„frjálslyndra“ manna hefðu nú
ruglað saman reitum sínum, geng-
ið í einn flokk saman og tekið
sér hið foma og fræga flokks-
heiti: „Sjálfstæðisflokkur". —
Tilefni þessarar fyrirhuguðu sam-
stevpu var talið það fyrst og
fremst, að samkvæmt reynslunni
á undanfömum tveimur þingum
hefði þessum flokkum, þ. e. full-
trúum þeirra, ekkert borið á milli
í afstöðu til þjóðmálanna. Auk
þess þóttist flokkurinn, samkvæmt
hinu hnuplaða og sögufræga nafni,
taka sérstöðu í sjálfstæðismálum
landsins og borgaranna.
Á landsmálafundunum síðastlið-
ið vor, stundu erindrekar Ihalds-
broddanna hér í Reykjavík upp
skýringum sínum á þessari póli-
tísku hjóhavígslu þeirra Sig. Egg-
erz og Jóns Þorl. En heldur þótti
málsreifun þeirra og skýringar
loðnar og ódjarfmannlegar og
blandaðist áheyrendum lítt hugur
um, að eigi var af heilindum
mælt. Var og skamt þess að bíða,
að Ihaldsmenn yrðu, fyrir eigin
tilverknað, berir að falshætti í
þessu efni. Hefir það orðið með
þeim atvikum er nú skal greina.
Samkvæmt fyrri frásögn hér í
blaðinu birti Alþbl. nýlega nokk-
ur af flokksplöggum IhaJdsmanna,
sem þeir hafa dreift út meðal
kjósenda í Reykjavík og ef til
vill víðar, þar sem þeir efna til
allsherjarsmölunar á sinni póli-
tísku hjörð. Meðal þessara plagga
var skýrsluform það, er hér fer
á eftir, útfylt á þann hátt, sem
hér er sýnt, og skyldi þetta form
vera til leiðbeiningar fulltrúum
flokksins við skýrslugerð yfir
hverja og eina sál, sem náð hefir
kjöraldri hér í bænum. Fer hér á
eftir svonefnd.
Eins og skýrsluform þetta ber
með sér, er hér gert ráð fyrir,
að kjósendur telji sig til sömu,
fjögurra stjórnmálaflokka eins og
áður, þrátt fyrir hina yfirlýstu
samsteypu. Forvígismenn flokks-
ins treysta sér ekki til, að gera
þá kröfu til kjósenda sinna, að
þeir viðurkenni flokkasamsteyp-
una í reyndinni og telji stg
til hins svonefnda „sjálfstæðis-
flokks“. Þeir eru eftir sem áður
taldir til íhaldsflokksins, Frjáls-
lynda flokksins o. s. frv. En svo-
nefndnr „SjáIfstæðisflokkur“ er
ekki nefndur á nafn.
Nú kynnu einhverjir að ætla,
að hér væri um misgáning að
ræða og að þessi flokkaskilgTein-
ing Ihaldsmana væri sprottln af
alkunnri fljótfæmi Guðm. Jó-
hannssonar, sem mun vera eins-
konar yfirsmali flokksins. En full-
víst er, að skilgreiningin er með
ráði ger og reist á gildum ástæð-
um, því hið viðurkenda höfuðmál-
gagn flokksins, Vörður, flytur
þetta ,sama skýrsluform, þannig
úr garði gert, 28. þ. m. Og kveðst
blaðið flytja það til leiðbeiningar
um samskonar skýrslugerð í öðr-
um kaupstöðum og kauptúnum.
IL
Með skýrslugerð þessari, sem
mun hafa átt að fara mjög leynt,
hafa Ihaldsmenn sjálfir vottað, að
upptaka sjálfstæðisheitisins er
ekkert annað en falsháttur, eins-
konar skrumauglýsing út á við, en
sem ekki á sér rætur í raunveru-
leikanum. Jafnframt því, sem þeir
grobba af „sjálfstæðisflokknum",
vinsældunum, er þeir telja að ráð-
stöfunin mæti og öllum sínum
„uppdigtuðu“ fyrirætlunum, brest-
ur foringjana hug, til þess að fara
þess á leit, að nokkur maður úr
hinum eldri flokkum telji sig til
hins nýja, ímyndaða flokks.
Sjálfum er þeim það fyllilega
ljóst, að þar sem „sjálfstæðis-
nafnið“ er, bjóða þeir herrar
svikna vöru. Og þeim er
jafnframt ljóst, að þeir mega ekki
bjóða kjósendum hana í alvöru
og undir f jögur augu. Þeir vita
ennfremur að allur þorri kjósenda
er svo þroskaður, að hann lætur
ekki leiðast eins og sauðkindur á
hinn almenna sölumarkað stjóm-
málasvikanna, sem þeir Jón Þor-
láksson, Sig. Eggerz og aðrir
þeirra líkar hafa stofnað til með
nafnfölsun þessari.
HI.
Staðreyndir þessar munu að
vísu koma fáum á óvart. Nafn-
fölsunin og framangreint stjóm-
málabrask forsprakka Ihalds-
manna var risið af alkunnum
heimilisvandræðum beggja flokk-
anna, sem hér áttu hlut að máli.
Er rétt að rekja hér í fáum orð- v
um raunatölur þessara mairna.
Eins og flestir munu minnast
kölluðu forsprakkar fésýslustétt-
anna hér í Reykjavík saman
landsfund íhaldsmanna síðastl.
vetur. Mættu á fundi þeim all-
margir flokksmenn víðsvegar að
af landinu. Mátti n.ú ætla, að efnt
væri til stórræða þar sem
helstu menn flokksins töldu brýna
nauðsyn á að setjast á rökstóla,
til að ræða vandamál. En það sem
opinberlega kom fram um störf og
ályktanir samkundu þessarar var
svo nauða ómerkilegt, áð bert
þótti, að engum manni, sem þar
var innan veggja gæti dottið
nokkur skapaður hlutur í hug. I
blöðunum birtust nokkrar yfirlýs-
ingar fundarins, en sem voru bók-
staflega ekkert annað en marg-
tuggin efni úr blöðum flokksins.
Þóttu allir þessir ferðamenn ærið
brjóstheilir og eklti klígjugjamir,
er þeir gerðu sér langa ferð, til
þess eins að leggja sér slíkt til
munns.
En jafnframt því, sem kunnugt
varð um þessa andlegu vesöld
fundarmanna kvisaðist það, að
á bak við tjöldin hefðu þeir ærið
vandamál til meðferðar, en það
var að breyta nafni flokksins!
Hreinskilnir og opinskáir Ihalds-
menn viðurkendu í viðtali manna
á milli, að nafnið væri að vísu
réttmætt og vel táknandi um
stefnu flokksins og hlutverk, en
það þætti óaðgengilegt fyrir unga
menn og fyrir þá sök óhentugt
og ekki hyggilegt til frambúðar!
I öðru lagi hafði sá maður, sem
tahnn hefir verið „andríkastur“
meðal íhaldsmanna látið þess get-
ið í opinberum umræðum að
skjöldur flokksins væri „flekkað-
ur“ og að „hundai'“ væru í spili
flokksins, þar sem Jón Þorl. hafði
haldið að „matadorar" væru! Mun
því hafa þótt tvöföld ástæða til
að breyta nafni flokksins.
Myndin, sem hér var dregin upp
í stjómmálasögu landsins, var þá
í stuttu máli þessi:
Helstu menn Ihaldsflokksins
koma saman á landsfund til skrafs
og ráðagerða og þykir mega
vænta, að af hljótist verulegar til-
raunir til úrlausnar á vandamál-
um þjóðarinnar. En er til kemur
verður eina áhugamálið það, að
stelast frá fortíð sinni og nafni
af þeim tveimur ástæðum,
að nafn íhaldsflokksins þyki
fráfæíandi og flokkurinn eigi nógu
sigursæl fallgryfja fyrir unga
menn og
að flokkurinn væri búinn að
gera svo í bólið sitt, að ekki væri
nokkurt viðlit, að ganga til næstu
kosninga án þess að breiða yfir
„nafn og númer“, eins og togar-
inn hans ólafs Thors í Garðsjó!
IV.
En í nágrenni íhaldsflokksins
var ofurlítið flokkshokur, svo-
nefndur „Frjálslyndur flokk-
ur“. Þar á heimili vom eigi minni
vandræði sökum fátæktar af á-
hugamálum. Flokkurinn voru leif-
ar Sjálfstæðisflokksins, en uppi-
skroppa af viðfangsefnum. For-
ingjarnir áttu ekki nema tvö lítil
áhugamál. Annað var það að
koma Jak. Möller á þing. Hitt var
að gefa Sig. Eggerz vonir um ráð-
herradóm!
Sannaðist nú sem oftar „að
þegar neyðin er stærst er hjálpin
næst“. Vegna sameiginlegrar, and-
legrar fátæktar og þrenginga litu
þessir nágrannar hýru auga hvor
til annars. Eins og nú var högum
háttað virtust ástæður vænlegar
til viðskifta:
Annar flokkurinn átti liðsmenn,
en lélega fortíð og vantaði nafn.
Hinn flokkurinn átti glæsilega
fortíð og frægt nafn, en vantaði
liðsmenn og framtíðarvonir!
Og viðskiftin tókust. Jakob
Möller fekk ioforð um gott sæti á
lista Ihaldsmanna í Reýkjavík og
Sig. Eggerz um I’naldsblessun í
Dölum! Og fyrir þessi fríðindi
seldu þeir sál sína, þ. e. sitt
fræga flokksheiti.
Og nú skreyta þeir sig með
„sjálfstæðisnafninu“ Fenger,
Knútur, Magnús Guðm., Jón Þor-
láksson og allir aðrir trúir vinir
erlendrar ásælni hér á landi.
Þannig er hið forna nafn smán-
að í þágu stjórnmalasvikanna. En
inn á við er alt óbreytt um þessa
flokka, eins og skýrsluform Guðm.
Jóhannssonar vottar, því menn-
irnir breytast ekki með flokks-
heitum.
----o----
Æskan í landinu
íhaldið og Framsóknin.
Um nokkur undanfarin ár hafa
verið töluverð átök milli aðal-
flokkanna. í landinu um aðstöð-
una til þi'oskaskilyrða æskunnar í
landinu. Framsóknarmenn hafa
lagt töluvert mikla vinnu fram
til að tryggja það, að næstu
komandi kynslóðir í landinu hafi
mörg menningar- og þroska-
skilyrði, sem þjóðina vantaði
meðan hún lifði við kúgun og
eymd. íhaldsflokkurinn hefir tek-
ið sér andstöðu í þessum málum
og kosið að verja hið gamla á-
stand, leifamar frá dönsku kúg-
uninni, eymdinni og fátæktinni.
Skulu nefnd nokkur dæmi úr sögu
síðustu ára og mánaða, og þó ekki
tekin nema ein deild mála, skóla-
málin.
1. Fyrir nokkram árum bar eg
fram tillögur á þingi um að und-
irbúa stofnun húsmæðraskóla á
Hallormsstað, fyrir konur á Aust-
urlandi. Ingibjörg Bjarnason í
fararbroddi, og alt Ihald efri-
deildar reis á móti með fjandskap
og e.vddi málinu. En það varð
ekki kæft. Framfaramenn lands-
ins þokuðu því í áttina. Síðast-
liðið vor var byrjað að reisa skól-
ann á Hallormsstað. Næsta haust
verður har. i fullgerður og tekur
til starfa.
2. Mörg ár lét íhaldið sand-
og malarhrúgur sem áttu að vera
í höfuðskóla Austfirðinga, fjúka
fyrir öllum_ vindum út í túnið á
Eiðum. En í gamla skólahúsinu
var yfirfult af nemendum og
kennurum, svo að heilsu þeirra
var voði búinn. Framsókn í þing-
inu heimtaði að byggingunni væri
haldið áfram, og sæmd Austur-
lands og heilsu ungmeima þeírra
bjargað. Ihaldið beitti sér af al-
efli á móti í þinginu. En það tap-
aði, og Framsókn vann. Málinu
var bjargað og austfirsku ung-
lingunum boðin góð þroskaskil-
yrði í stað ófremdarástands þess
sem áður var.
3. Þingeyingar vildu byggja sér
ungmennaskóla. Félög ungu
mannanna í sýslunni höfðu lagt
á sig þungar byrðar í vinnuloforð-
um og fégjöfum til að koma skól-
anum upp. En þingið þurfti og
átti að styrkja. En Ihaldið reis á
móti, fyrst hinir þjáðu og marg-
hreldu þjáningabræður Guðm. á
Sandi, í sýslunni, og síðan Ihald-
ið í þinginu, Mbl. og dilkar þess.
En Framsóknin ruddi allri hinni
heimsku og illviljuðu mótstöðu
úr vegi. Skólinn var bygður. Nú
eru þar um 80 nemendur á ári,
og um 20 konur í húsmæðradeild
þeirri, er síðar var bygð. Jafn-
frarnt vai’ð skóli þessi merkileg
nýjung í uppeldismálum landsins,
ein hin stærsta, sem hér hefir
orðið. Ösigur íhaldsins varð þar
þess vegna óvenjulega áberandi
og fcítirminnilegur.
4. Gagnfræðaskólinn á Akureyri
hafði lengi verið helsta menta-
stofnun landsins, utan Reykjavík-
ur. Lengi höfðu bjartsýnir á-
hugamenn í landinu viljað efla þá
stofnun, gera hana að fullkomnum
mentaskóla, arfþega hins foma
Hólaskóla. En Ihaldið reis á móti
og lagði hina síðustu krafta fram
til að hindra þessa umbót. En
Framsóknin sópaði íhaldsdátun-
um af sundurskotnum virkisleif-
unum, hrinti málinu í framkvæmd
og gaf um leið öllum þeim gáfu-
mönnum landsins, sem vilja fá
stúdentamentun skilyrði til að ná
því marki, þótt þeir hafi ekki á
annað að treysta en vinnu sina
Nú íinst mönnum breytingin svo
sjálfsögð, að jafnvel hin blind-
asta kyrstöðustjóm þyrði ekki
annað en láta mentaskólann á Ak-
ureyri haida áfram starfi síhu.
5. Undir stjórn fhaldsins hafði
mjög dregið úr Hólaskóla, svo að
hann fékk illa notið sín. Aðsókn
var um tíma nálega þrotin. Á-
þingi í fyrra gerðu Framsóknar-
menn breytingu á skólanum, til
að lífga hann við. Ein var sú, að
þai- mætti hafa héraðsskóla-
íræðslu, eftir því sem húsrúm
leyíði. íhaldsmenn urðu hinir æf-
ustu, og voru þó verstir Ihalds-
þingmenn Skagfirðinga sjálfra.
M. G., J. S. og J. Kr. En þeir
voru sem oftar bornir ráðum um
hin góðu málin. Hólaskóla var
breytt, eins og Framsókn vildi.
Og um leið óx aðsóknin. Skólinn
vai’ð fullur af nemendum,, og hin-
ir betri menn í Skagafirði fögn-
uðu viðréttingu hins foma höfuð-
staðar þeirra, en -Jónas læknir,
Jón á Reynistað og fylgilið þeirra
alt höfðu sem endranær minkun-
^ina eina fyrir skammsýni og ill-
vild í garð æskumiar í landinu.
6. Allfræg eru skifti Ihalds-
manna og Framsóknar um Stað-
arfellsskólann. Hefir I. H, B.,
Steinsen og Hákon og nær því
alt þeirra lið spilt fyrir því máli.
En nú er skólinn samt byrjaður,
og þrátt fyrir fjandskap þing-
mannanna frá Breiðafii'ði geta
nú um 20 stúlkur á ári fengið á
Staðarfelli hina bestu húsmæðra-
mentun, sem völ er á hér á landi.
En svo var ósigur íhaldsins gífur-
legur í þessu máli, að hvorki
Steinsen né Hákon voguðu að
minnast á Staðarfellsmálið á
þingmálafundum í vor sem leið.
7. Skólinn á Hvítárbakka hafði
lengi að því er húsakost snerti
verið í megnustu niðurlægingu.
Eftir stjóraarskiftin 1927 fóru
Framsóknamienn að beita sér
fyrir viðreisn skólans. Kom í Ijós,
að heilsu nemenda og kennara var
stofnað í bersýnilegan voða í hin-
um gömlu húsaskriflum, þar sem
hver vindblær næddi inn gegnum
veggina. Unga fólkið í Borgar-
firði og Mýrum fann þörfina og
Skýrsla
um kjördeild nr.
Nftfn Staða Oata Aldnr Tllheyrlr hvaða flokki Athugasemdir Upplýsingar gefur
Árnl Jónatansson trjesmiður 17 42 íhaldsm.
Þórarinn Guðmnndsson múrari 88 38 Frjálsl.
Bjarni Þorateinsson blikksm. 67 24 ? Jón Þorsteinsson, Framnesveg 17.
Guðm. Hjálmarsson verkam. 78 67 Jafnaðarm.
Arni Leifsson kaupfjel.st. 35 29 Frams.m. Vlnnur hjá Guðm. Árnas., Bald. 36.
Helga Árnadóttir vinnukona 25 38 ?
Hjaltí Þórðarson sjómaður 37 26 ? Vinnur hjá Allíance. - Upplýsingar sennil. hjá Guðm. Þorleifss. Bald. 11.