Tíminn - 05.10.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.10.1929, Blaðsíða 2
212 TÍMINN Hagkvæmara ljós glerið skygt að innan í sögu mentaðra þingstjómar- þjóða. Hvergi annarsstaðar eru þess dæmi, að þingflokkur sé svo frámunalega giftusnauður að grípa hvert tækifæri til að hafa óvirðingu eina af málum, sem er einsætt að hljóta og verða fram að ganga. Síðasti þátturinn í þessum ein- kennilega leik em deilumar um það hvort mentaskólinn í Reykja- vík eigi að vera sóðalegt, vanhirt berklabæli, þar sem þjarmað sé að lífsfjöri æskunnar, með úreltri reglugerð, skrópvottorðum, stór- kostlegum frádrætti í einkunnar- gjöfum þeirra manna, sem ekki hafa útflattar ítroðningsgáfur, eða hvort skólinn eigi að vera holl og hreinlát stofnun, þar sem æskan fái að lifa frjálsmannlegu lífi, með marghliða þroskunar- möguleikum. Verður í næsta blaði rakin viðskifti umbótamannanna í því efni, við Mbl. og kögursveina þess. En að þessu sinni skal það aðeins tekið fram, að Mbl. hefir dyggilega varið hvern þuml. af sínum vígvelli. Hver hin minsta umbót, frá þvottaskálum og fata- snögum, upp í nýskipulag á bóka- safni, hinu stærsta á landinu, næst á eftir Landsbókasafninu, hefir kostað Framsókn nokkra baráttu, og trygt íhaldinu eina byltu — nýja hrakför. Frh. J. J. ----o----- A víðavangi Mentaskólinn var settur 1. okt. síðastl. Eftir að sungin höfðu verið skólasetn- ingarljóð undir stjóm Sigfúsar I Einarssonar tónskálds steig hinn : nýi rektor skólans, Pálmi Hannes- son, í ræðustólinn og flutti sköru- lega ræðu. Þakkaði hann fyrst, með hlýjum orðum, Þorl. H. Bjarnasyiii yfirkennara vel unnin störf sem fráfarandi, settum rektor. Þvínæst bauð hann vel- kominn að skólanum nýjan kenn- i ara, Barða Guðmundsson sagn- I fræðing frá Þúfnavöllum. Að því j búnu hóf hann ræðu þá, sem birt- ist á öðrum stað hér í blaðinu. Með því að gustur nokkur hefir staðið um val rektorsins, óskaði Tíminn eftir að fá ræðuna til birtingar. Og þar sem andstæð- ingar rektorsins hafa • stofnað til mótblásturs og því er lýst yfir í Mbl. í gær, að frekari andmæli gegn vali hans muni verða birt, félst hann á að leyfa birtingu hennar. — Setning Mentaskólans fór hið besta fram. Þess má geta kennurunum til hróss, að þótt einhverjir þeirra, er sóttu um em- bættið, telji sig ef til vill móðgaða með ráðstöfun stjórnarinnar, hefir framkoma þeirra öll verið hin prúðmannlegasta. — Einhverjir íhaldsmenn munu hafa verið svo barnalegir að vona, að unt væri að espa nemendur skólans gegn þeim ráðstöfunum stjórnarinnar, sem gerðar haía verið af sér- stakri umhyggju fyrir andlegri og líkamlegri velferð þeirra sjálfra. — Ritstjórar Ihaldsins, sem vegna réttmætrar sektarmeðvitundar fyrir hönd húsbænda sinna, hafa verið ófáanlegir, til þess að líta á ástand skólans og umbætur, snöltruðu nú í göngum hússins og spertu löng eyru í von um að fá að heyra einhvern ávöxt póli- tískra uppeldistilrauna sinna! En slíkar vonir brugðust þeim, jafnt og aðrar vonir þeirra í sambandi við alræmda og hörmulega niður- lægingu skólans. — Æska lands- ins fylkir sér um málstað skól- ans og sinnar eigin velferðar. Mótniælendafundui’ stúdenta. Stúdentar efndu til mótmæla- fundar gegn vali rektorsins við Mentaskólaim. Ljúka allir, sem þar voru, upp sama munni um það, að aldrei hafi verið haldinn hér aumlegri samkoma sömu teg- undar. Formaður félagsins, Thor Thors, bar fram veigalitla og ói-ökstudda mótmælatillögu og mæiti fyrir henni. Enginn virti hann svars. Síðan vai- tillagan samþykt og greiddu mjög fáir atkv. Eftir það leystist fundurinn upp. — Mbl. deilir á kenslumála- ráðherrann fyrir að sýna ekki þessum samblástursfundi stúdenta þá „virðingu“ að vera þar við- vildi flytja skólann að jarðhita- stað, og reisa hann þar aftur. Hinir eldri umbótamenn héraðsins fylgdu breytingunni, og einn 1- haldsmaður sannaði regluna með undantekningu og studdi málið trúlega, en hann var aðeins einn, svo að lögmálið skyldi uppfyllast. Á þinginu í vetur báru þeir B. Á. og P. Ott. fram tillögu um að landið feldi niður gamla skuld á Hvítárbakka, því að án þess var málinu ekki borgið. Nálega allir Ihaldsmenn í Nd. gengu á móti þessu, því að þeir vissu að P. 0. var lítt um málið gefið. Tillagan féll í deildinni, en eg fékk hana samþykta í Ed. nokkrum dögum síðar. Með því var málinu bjarg- að, og trygð hin skörulegu fram- lög Borgfirðinga og Mýramanna. Skólastaður ákveðinn í Reykholti við hin ágætustu skilyrði. Bygg- ing byrjuð nú og verður haldið áfram næsta sumar, og sýnist fullvíst að auk annara kosta verði hið nýja skólaheimili æskumanna í því héraði ein hin glæsilegasta opinber bygging í landinu. En í alt sumar hefir Mbl. og fylgihnettir þess gert alt til að ófrægja Reykholtsskólann. 111- gimin, vonleysið og hinn mátt- vana heiptarhugur hefir soðið úr hverri línu. Blaðið hefir barist eins og það ætti lífið að leysa móti því að æskan í einu feg- ursta og stærsta héraði landsins fái fallegt, stórt, holt og bjart skólahús, með hinum bestu skil- yrðum til andlegs og líkamlegs þroska, í stað hins aumasta hreysis, sem læknar héraðsins hafa ár eftir ár viðurkent sem fullskapað berklahreiður. Ósigur Mbl. og fylgjenda þess, er þvi svo greinúega ákveðinn, sem frekast má verða í þessu sem hmum málunum. Ihaldsstefnan getur þar engu bjargað sér til handa nema varanlegri minningu um bandalag við heimskuna, berklana og vesaldóm í uppeldis- málum. 8. Sunnlendingar hafa frá því Skáiholtsskóli lagðist niður verið algeriega skólalausir, og hefir skólaleysið verið til niðurdreps Eæða Páima rektors Hannessonar við setningu Mentaskólans 1. okt. s. 1. I. Eitt hið besta, sem fyrir mér var haft í skóla þessum, er lítil frásögn eftir þýska skáldspeking- inn Lessing. Jón Ófeigsson sagði okkur hana í sjötta bekk, og hún er á þessa leið: „Ef eg stæði frammi fyrir herra himins og jarðar, og hann héldi í sinni hægri hendi sann- leikanum öllum, en í þeirri vinstri leitinni að sannleikanum og segði við mig: „Veldu!“ Þá myndi eg falla fram í auðmýkt og segja: „Herra, gefðu mér leitina að sann- leikanum, því að þér einum til kemur sannleikurinn allur“. Nemendur! Leitið sannleikans! Þessi er kveðja mín til ykkar. Sannleikurinn er æðsta hugsjón mannanna, og leitin að honum er þeirra æðsta starf — æðsta dygð — æðsta hnoss. Því að hvað skilur manninn frá dýrunum? — Ekki það að fylla munn og maga. Ekki heldur það að fæðast, unnast og deyja. Og ekki það að hryggjast, gleðjast eða þrá. — Það er leitin að sann- leikanum — þekkingunni —, sem gefur manninum valdið yfir jörð- unni og hefur hann yfir alla skepnu. — Yfir jötu mannkynsins birtist stjarna sannleikans, og hún hefir fylgt breyskri mannkind síðan gegnum myrkviði, í hryðjum og hreggi. Hún hefir leitt mennina til allra framfara, og hún mun leiða þá til miklu stærri og veg- legri sigra en oss dreymir um. fyrir héraðið. Árið 1926 var svo komið, fyrir framgöngu Fram- sóknarmanna, að ákveðið var af sýslunefnd Árnesinga og Alþingi að reisa héraðsskóla á Laugar- vatni. En þetta þoldi Ihaldið ekki. Það kom á stað undirróðri aust- anfjalls, til að eyða málinu, og að lokum gekk Ihaldsstjórnin fram fyrir skjöldu, sveik alt sem hún hafði lofað, sveik ákvæði fjáriaganna, og eyðiiagði málið svo greypilega að það var trú manna, að heill aldarfjórðungur yrði að líða, áður en hugsanlegt væri að taka það upp. Alment er svo álitíð, að ofbeld- isstöðvun Jóns Magnússonar í skóiamáium Sunnlendinga, sé eini sigur Ihaidsins í þessum efnum, meö því aö ihaldsflokknum tókst með þessum hætti að tefja byrj- un skólans í tvö ár. En að því ioknu varð ósigur Íhaldssteínunn- ar um Xjaugarvatn því hraklegri, því nú er svo kornið að varla er til sá „ínaidsskariur“ í öllu land- inu, sem ekki viidi þá „Lilju kveöiö naía“, aö styðja þá menn- ingarstofnun hérlenda, sem best herir nattúruskiiyrði, sem hægt er að njóta á Islandi fyrir þróskavæmegt æskumannaheim- íli. I oiiuin þessum málum hefir sagan venð nin sama. Framsókn nem’ stuöst viö nútímaþekking- una í uppeidismálum og gert oanaaiag viö æskuna um að reisa eoa öæta úverja menningarstofn- umna i iandmu eftir aðra, sam- Kvæmt kröium nútímans og heii- ongorar æsku. íhaidið hefir gert oandaiag viö heimskuna, van- peKkmguna, síngirnina, hreppa- pontikma og veikmdahættuna. En eítir stutt átök hefir heyrst hár og mikill brestur, þegar Ihaldið var lagt kylliflatt 'að velli, og síðan leyft að standa upp aftur til þess eins að biessa þá umbót, sem æskan 1 landinu og Framsókn var búin að gera, og búa sig undir næstu hrakför um nýtt menn- ingarmál. Að minni hyggju er aðstaða íhaldsins í þessum, og fjölmörg- um öðrum málum alveg dæmalaus Þess vegna boða eg ykkur leit- ina að sannleikanum.Eg boða ykk- ur hana ekki sem ígripaverk til hugleiðinga á helgum stundum. Eg boða ykkur hana sem starf — sem æfistarf. Vera má, að ykkur þyki ófýsi- legt að yfirgefa hin breiðu stræti og klifa einstigi leitandans. En munið þá, að leitin ber launin í sér sjálfri. Og þau laun eru gleði þekkingarinnar, sem er hverjum manni í brjóst borin. Lítið á smá- börnin hversu þau gleðjast yfir hverjum þekkingarauka, hverri vísu, hverju orði, hverri hreyf- ingu, sem þau læra. Það er gleði þekkingarinnar, og hún er yndis- leg meðan hún er óvelkt í skami tregðu og sinnuleysis, þvi að hún er svölun á instu eðlishvöt mann- anna, leitinni aö sannleikanum. — Vera má og, að leitin að sann- leikanum leiði ykkur burt frá auði og kjötkötlum, út á auðnir og fimindi frömuðanna. En munið, að eitt sandkorn af sannleika er meira virði en fjall af rauða gulli. Munið, að það besta, sem heim- urinn á, hafa leitendur sannleik- ans gefið honum — af fátækt sinni. Nemendur! Þið eruð hingað komin, til þess að leita mentunar, — menningar. Hafið þið lært eða gert ykkur ljóst hvað menningin er? Meningin er tvennskonar: ytri og innri, Hin ytri mening, það er þekk- ing mannanna og vald á náttúr- unni. Hin innri menning er aftur þekkingin og valdið á sjálfum sér: hug og hönd, líkama og sál. Gamalt spakmæli segir, að sá, sem kann að stjóma geði sínu, sé meiri en sigurvegarinn, sem vinnur borgir. Gætið þessa. Gætið hinar inri menningar, því að án hennar er ■ valdið á náttúrunni eins og hnífur í höndum óvita, og sjálf sannleiksleitin snýst í villu og hlaup eftir hrævareldum hleypidóma og blekkinga. Og gæt- ið þess, að sannleikurinn er oft furðu torfundinn. Á sölutorgi mannlegs iífs eru hvarvetna boðnar fram ódýrar eftirlíkingar af sannleikanum. Varist þær. Og varist að blekkja ykkur sjálf, þvi að fátt er mönnunum betur lagið en að ljúga að sjálfum sér. • Eg get einskis betra óskað ykk- ur en þess, að þið verðið fundvís á sannleikann og hugprúð að fylgja honum fram. Og eg get einskis betra óskað skólanum en þess, að hann glæði þrá nemenda sinna á sannleikan- um og laði þá til að leita hans, því að af öllu miklu er sannleik- urinn mestur, og af öllu góðu er hann bestur. II. Saga liðinna tíma er sagan af baráttu mannanna við náttúruna — og sjálfa sig. Lengst af virð- ist baráttan hafa verið vonlaus, og ómur af ekka og stunum stígur til vor upp af gröfum ald- anna. Náttúran er harðhent móðir. Hún er tiftunarmeistari, en einn- ig uppfræðari. Eins og hin mikla Sfinx leggur hún gátur fyrir kynslóðirnar — Þjóðirnar. Og hver sú þjóð, sem ekki kann svör, verður að deyja, en hinar, sem ráðningu finna, hljóta veg og vald. Þannig hefir nýtt og gam- alt átt í ófriði alla stund, því að óvinur þess góða er annað, sem er betra. I þessum harða skóla hefir mannkynið þróast. Og það eru ekki sigrandi hershöfðingjar, ekki stjómmálamenn né konung- ar, sem leyst hafa gátur náttúr- unnar, heldur leitendur sannleik- ans á öllum öldum. Yfir höfðum þeirra skína heiðnar stjömur í nótt sögunnar. Og gætið þess vel, að fyrsta gáta Sfinxinnar er um manninn sjálfan. . Fyrsta skylda leitandans er sú áð læra að þekkja sjálfan sig. Þekkja og sigra sjálfan sig. Vísindin eru skipulagsbundin leit að sannleikanum. Þau eru ung og enn á bernskuskeiði. En þau þróast og vaxa ár frá ári og aldrei örar en nú. Og með þeim þróast þekking mannanna á nátt- úrunni og vald þeirra yfir henni. Hver ný vísindakenning, hver ný uppfundning boðar nýjan sigur mannsandans — og nýtt vald hans. Fyrir hundrað árum voru nátt- úruvísindin — vísindin — naum- ast til. Menn vissu fátt um nátt- úruna og óttuðust hana því meir. Síðan hafa vísindin margfaldað þekkinguna og valdið á náttúi’- unni og dregið úr óttanum að sama skapi. Nýr tími hefir runnið upp — tími rannsókna og þekkingar — öld hjóla og ása. Lítið á skipin sem skríða um hafið; óháð straumum og storm- um. Lítið ,á járnbrautir og bifreið- ar, sem bruna yfir holt og hæðir, gljúfur og gil. Lítið á loftskip og flugvélar, sem svífa um lönd og höf. Lítið á verksmiðjurnar, hinar miklu gróttakvamir, sem mala gull og auð. Og lítið á ræktun landanna, hina hagfeldu nýtingu á lífsorku jarðarinnar. Alt þetta eru tákn hins nýja tíma. Alt þetta sýnir vald mann- anna yfir náttúrunni. Og alt þetta er runnið upp af þekking- unni á náttúrunni — náttúruvís- indunum. Þessi nýja "menning berst við þá gömlu og hún mun sigra, því að hún er hagfeldari, — betri. Og þessi nýja menning hefir fætt nýja lífsskoðun, sannleiks- þyrsta, hispurslausa, vélræna. Gamli tímiim hristir höfuðið yfir henni — og hneykslast. Því verður ekki með sönnu neit- að, að alt þeta eru tákn ytri menningar. Og hinu verður naum- ast neitað, að þekkingin á mann- inum sjálfum — hin innri menn- ing — hafi ekki þróast að sama skapi. Að yísu hafa læknavísindin unnið stóra og frægilega sigra og bægt mörgu böli frá þjökuðu mannkyni. Að vísu er marghátt- uð líkamsmenning tákn hins nýja tíma. — En þekkingin og valdið á sinni og sál hefir aukist lítið. Þess vegna er öll þessi mikla menning tvíeggjað sverð. Þess vegna mala gróttakvamir mann- anna ekki aðeins gull og auðsæld, heldur og hatur og þjáningar. En einnig hér mun einlæg leit að sannieikanum leiða mennina fram til nýrra framfara, nýrra tíma. Ný menning er að fæðast, — nýr tími að renna. Tími vísinda- legrar hyggju — og vísindaiegs siðgæðis. Tími hinnar tuttugustu aldar. Hann kemur hægt og hljóð- lega, eins og dögunin, en líkt og morgunsárið berst við myrkur næturinnar, þannig ryður hinn nýi tími sér til rúms. — Flestir menn eru morgunsvæfir. Og flestir byltast nú í drauma- móki liðinna tíma. Aðeins fáir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.