Tíminn - 05.10.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.10.1929, Blaðsíða 3
TlMINN 213 Skrifíð eftir plötuskrá nr. 12 yfir nýjar, íslenskar söngplötur og útlendar plötur (danspl. o. fl.). Sendið nafn og heimilisfang og skráin verður send yður að kostnaðarlausú Hljóðíaerahúsíð, Austurstræti í. Reykjavík Sími 656 Elsta og stærsta hljóðfærayerslun landsins. Símnefni: Hljóðfærahús staddur. En hví skyldi ráðherrann eyða tíma sínum, til þess að hlusta á alt mótsagnarug-1 og gagnstríðandi röksemdaleiðslu um þetta mál? Jafnt og aðrar ráð- stafanir kenslumálaráðherrans viðkomandi þessum skóla hefir þessi hin síðasta þegar hlotið al- menna viðurkenningu í landinu. Verður að telja alment sjónarmið um heill skólans og æskumanna meira vert, en stéttarsjónarmið sumra stúdenta, sem eru bersýni- lega blindaðir af stéttarhagsmun- um, stirnaðir í gömlum formum. og flæktir í mótsögnum. — í mótmælatillögunni telja stúdentar ráðstöfun stjórnarinnar órétt- mæta af því „að með henni hafi verið brotnar reglur þær, er gilt hafa og gilda eiga um embætta- veitingar“. Er ekki í tillögunni nánai' tiltekið, h v a ð a reglur það séu, sem „gilt hafa og gilda eiga“. Hafa margir ætlað, að samkvæmt skilningi fhaldsmanna eigi em- bættisaidur að ráða. Verður og eigi fundin nein önnur algild og ótvíræð regla og samkvæmt henni hefði Þorl. H. Bjamasyni borið embættið. En nú hafa íhaldsblöð- in haldið Jóni Ófeigssyni einum fram til embættisins. Þar með hafa Ihaidsmenn gengið á móti málstað embættisaldursins og við- urkent þá eina reglu að veita Jóni Ófeigssyni embætti. Yrði þá torséð, hversu ráðið yrði fram úr þeim vanda, að veita Jóni Ófeigs- syni öll embætti. „JLitli Lárus“ og „Moðhausinn“. Tveir lögfræðingar við Mbl., Lárus Jóh. og Jón Kjartansson, hafa nú um stund ritað hverja skammagreinina af annarí um ungan og einkarefnilegan lögfræð- sjá dögunina. Aðeins fáir vöku- menn, — leitendur sannleikans. Hinir sofa uns dagur er um alt loft. A vorum dögum verður margt merkilegra tíðinda. Hver uppgötv- unin rekur aðra, sumar fræðileg- ar, aðrar verklegar. Margar þessar uppgötvanir virðast munu breyta högum og háttum manna og öllu þeirra horfi við náttúrunni og félagsleg- um málum. Menn heyra og sjá yfir úthöf- in — yfir heiminn allan. Ménn stýra skipum og vögnum með rafgeislum, án þess að koma nokkurstaðar nærri. Menn skapa vélar í mannsins eigin mynd, og þær stjórna sér sjálfar. Og menn finna dulin öfl nátt- úrunnar og leiða þau fram til starfa. Vísindaleg hyggja ryður sér meira og meira til rúms í at- vinnuvegum allra þjóða. Og þess vegna er nú frekar en nokkru sinni fyrr, þörf þess, að menn kynni sér háttu vísindanna, — iæri leitina að sannleikanum. Þetta gildir alla, en einkum þá, sem ætla sér hið mikla hlutverk að verða leiðtogar þjóðanna í at- höfn og andlegum fræðum. Gætið þessa, kæru nemendur! Hjer á landi er hinn nýi tími skamt á veg kominn. Þjóðin er fámenn, en landið stórt og nátt- úra þess torsótt til sigra. Við erum enn háð bellibrögðum náttúrunnar í ýmsu starfi til lands og sjáfar. Við þekkjum ekki landið og er- um ókunnug gæðum þess, og ekki er langt frá, að við óttumst það. En því meiri ástæða er til þess, að við tökum upp vísindalega ing, sem vinnur í stjórnarráðinu. Þótti þetta í fyrstu kynlegt, því að hr. Gissur Bergsteinsson hefir engan þátt tekið í stjórnmála- deilum. En þegar betur var að gáð minnast menn þess, að Giss- ur endurskoðaði hjá Jóh. Jóh., þegar upp komst um 60 þús. kr. sem liann hafði dregið sér frá ekkjum og munaðarleysingjum. Er mælt að þeir Lárus og Jóh. hafi þá við endurskoðenduma og einkum Gissur, hegðað sér eins og óðir menn og haft í hótunum við hann, ef hann gæfi rétta skýrslu. Sömuleiðis mun moðhaus- inn hafa hugmynd um að Gissur hefir, sem endurskoðandi, grafið nokkuð djúpt í hneykslismáli í Skaftafellssýslu, þar sem helst lítur út fyrir að iandið eigi að tapa framundir 20 þús. kr. sök- um síngirni og spillingar nákom- inna vina J. Kj. Ó. M. ---o--- FréttíF. Jónas Jónsson ráðherra kom frá út- löndum með Goðafossi á þriðjudaginn var ásamt frú sinni og dætrum. Kaupgjaldssamninaar. Samningar þeir, er tókust loks siðastliðinn vetur fyrir milligöngu Tryggva þórhailsson ar íörsætisráðherra, milli Sjómanna- lélags Reykjavíkur og Sjómannafé- lags Hafnarfjarðar annarsvegar og Félags íslenskra hotnvörpuskiiiaeig- enda hinsvegai', voru þannig úr garði gerðir, að yrði þeim eigi sagt upp af öðrurn hvorum aðila fyrir 1. okt. síðastl., þá skyldu þeir gilda til árs- loka 1930. — Nú var samningunum ekki sagt upp fyrir tilskilinn tíma og er þar með trygður vinnufriður um togarana alt nresta ár. hugsun og aðferð í atviimulífi voru. Og því furðulegra er það, hve margir af mentamönnum vor- um eru frábitnir öllum náttúru- vísindum og skilningslausir á gildi þeirra. Hve seint þeir skilja hinn nýja tíma, og hve tregir þeir eru að gerast fylgjendur hans. Flestir þeir, sem fræðimensku stunda hér á landi, fást við sagn- fræði og ættfræði og, að því er virðist, alloft á heldur óvísindaleg- an hátt. Og gleðin virðist vera hér meiri yfir einu fornbréfi, sem finst, heldur en níutíu og níu upp- götvunum hins nýja tíma. Menn eru hér ófundvísir á hið nýja. Margir horfa aftur, en fáir fram. Menn ganga aftur á bak móti framtíðinni og stara í nótt hins liðna, og ef þeim verður að líta um öxl móti morgni hins nýja tíma, fá þeir glýju í augun, og sjá fátt af samtíð og framtíð. Þannig hefir farið mentamönn- um víðar en hér og oftar en nú. Ef til vill er það ekki gríska goð- sögnin ein, sem veldur þvi, að uglan er höfð að tákni mentunar- innar, og ekki öm eða valur. Við lifum á óróaöld, í ljósa- skiftum gamallar og nýrrar menn- ingar. Margt það, sem löngum hefir verið talið bjargfast, rask- ast nú, og jafnvel grundvöllur vís- indanna sjálfra er hvergi nærri öruggur. Menn æðrast yfir öllu hinu nýja og eru kvíðnir fyrir komandi stundum. Satt er það, að ekki er ugg- laust í heimi hér, hvorki í and- legum efnum né verklegum. En til hvers er að æðrast og berja sér á brjóst? Eg veit að- eins tvent, sem hér má að haldi koma: annarsvegar einlæga leit að sannleikanum og hinsvegar karlmannlega ró. Helgi Briem, settur skattstjóri, heí- ir nú af fjármálaráðlierra verið skip- aður, til þess að gegna embættinu íramvegis. Eins og kunnugt er, hefir Helgi getið sér hið ágætasta orð sem röggsamur, óhlífisamur en réttlátur skattstjóri. — I-lelgi Briem hefir ný- lega kvongast og gengið að eiga enska stúlku, Doris Parker að nafni. Voru þau lijón meðal farþega á Goða- l'ossi siðast. Framtíðarheimili þeii-ra verður í Knaragötu 3. Brúðhjón. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Klemenz Kristjánsson forstöðumaður grasræktarinnar á Sámsstöðum og Ragnheiður Nikulás- ardóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlið. Banaráð. Jón Guðmundsson, for- stjóri Bifreiðafélags Reykjavíkur, réði sér bana síðastliðna fimtudagsnótt með þeim hætti að hann ók bifreið sinni á fullri ferð af hryggju frarn i sjóinn. Hafði hann áður skrifað vin- um sínum og kunningjum kveðjubréf. IJm oi'sakir er það tilgreint, að ný- lega bránn bifreiðaskúr B. S. R. hjá Tungu, hér innan við bæinn. Var mælt að starfsmaður félagsins einn hefði í ölæði dylgjað um það, að hann hefði verið fenginn til að kveikja í skúrnum og iiefir síðan gengið sterkur orðrómur í bænum um, að bruninn haíi verið með ráði ger. Umræddur maður hefir veriö hneptur í varðhald, en vill elcki kann- ast. við að hann hafi farið með um- ræddar dylgjur. Hefir lögreglustjór- inn leyft blöðunum að hafa það eft- ir sér, að í rannsókn málsins hefði alls ekkert komið fram, sem bendi á, að bruhinn hefði orðið með vitund eða vilja Jóns Guðmundssonar. Hins- vegar mun Jón hafa gefið það ótví- rætt í skyn í kveðjubréfi, að hann treystist ekki til að lifa, eftir að á mannorð sitt félli skuggi, sem hann myndi aldrei geta losnað við. Kunn- ugir menn Jóni telja, að sálarleg veiklun liafi verið frumorsök þessa tiltækis hans. Iiinn nýi tími er bjartsýnn, því að hann veit vald sitt. Hann veit að alt böl á sér einhverja bót, og hver gáta ráðningu. Það þarf oft ótrúlega þraut- seigju og karlmensku, til þess að finna bót á bölinu og ráðningu á gátunum, en það tekst, ef nóg er leitað. Menn ræða oft um skyldur sín- ar við feðurna, en miklu sjaldn- ar um skyldurnar við niðjana. Og þó er ónýtt að vinna fyrir þá framliðnu, en hagur niðjanna og heill hvílir á verkum vorum og allri afstöðu til þess, sem er þroskavænt og gróandi. Hinn gamli tími segir: „Dóm- stóll yðar er sagan“. En nýi tím- inn segir: „Þér eruð dómarar sög- unnar og þér munið dæmdir verða af framtíðinni. Hversvegna skyldum við ekki horfa fram, þegar starf okkar hlýtur að heyra framtíðinni til, bera þar ávöxt og fá þar sinn dóm. Mentun og uppeldi æskumanna er hið inikilsverðasta framtíðar- starf kynslóðanna. því að á því veltur að miklu hagur hinnar upprennandi æsku og heill fram- tíðarínnar. Varla getur leikið á tveim tung- um, að þetta merkilega starf hafi verið miklu miður rækt, oft og á mörgum stöðum, en vera ber, bæði í heimahúsum og skólum. Menn ala æskuna upp meira eftir vana og reglum heldur en af skiln- ingi á högum æskumanna og þörf framtíðarinnar. — Flestir dæma æskumanninn eftir prófseinkunnum, enda þótt allir megi vita, að þær eru engan veginn einhlítur mælikvarði á gáf- ur manna, því að þær segja að- J| FHILIPS |6ELL1B Til skamms tíma hafa gellarnir (hátalarnir) staðið viðtækjun- um að baki. Hefur því á síðari árum verið varið miklum tilraun- um til að endurbæta þá og eru menn nú horfnir frá gömlu horn- unum og í þeirra stað eru notaðir hinir svonefndu keilar (eones). PHILIPS RADIO búa eingöngu til gella af þeirri gerð og fást þeir í 10 mismunandi gerðum, við allra hæfi. Bestur árangur fæst með því að nota saman PHILIPS tæki, PHILIPS MINIWATT og PHILIPS gella. Allar upplýsingar viðvíkjandi PHILIPS RADIO látnar í té og ókeypis verðskrá send hverjum sem óskar eftir. Umboðsmaður fyrir FHILIFS BADIO A.S. Snorri F. B. Arnar Reykjavík Hljódíæri Kaupið ekki hljóðfæri án þess að kynna yður Lindholm har- monium og Gotrian-Steinweg piano, sem taka öðrum fram. — Orgelin kosta 300 kr. og þar yfir. Ódýr píanó fyrirliggjandi, sem kosta 1000 kr. og þar yfir, og Grammófónai- frá kr. 35,00. Mikið úrval af grammófónplötum, þar á meðal allar íslenskar plötur. Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar á hljóðfærum. Hljóðfæraverslun Helga Hallgrtmssonar Sími 311. Bankastræti. (áður versl. L. G. Lúðvígssonar). Fyrírliggjandi: •8 ha. Kelvin-Ricardo, Ankerspil (hljóðlaust), Línuspil (hljóðlaust) og Mótorkerti allskonar vélfræðingur Simi 1340 eins til um námshæfileika, en lítið I eða ekkert um dómgreind eða skapandi gáfu. Og þó eru það þessar gáfur, sem að haldi koma í lífinu. iSkólarnir gera þetta sama víð- ast hvar á landi hér. Þeir þraut- reyna námsgáfu nemendanna, en dómgreind (analytiska gáfu), skapandi gáfu (syntetiska gáfu) og alla skaphöfn þeirra láta þeir sig litlu skifta. Þetta er ekki rétt- látt og ekki heldur heillavænlegt. I skólamálum eru ýmsar nýjar stefnur að þróast. Þar, eins og annarsstaðar, er hinn nýi tími að ryðja sér braut. — Flestar þjóðir álfu vorrar eru að umskapa skólakerfi sín, — breyta um stefnu i skólamálum. Stefnubreytingin gengur alstaðar í þá átt, að auka náttúruvísindin, efla sjálfstæðan þroska nemend- anna og veita þeim miklu meiri líkamsmenningu en áður hefir veríð. — Breytingar þessar munum við ræða síðar. Hjer er ekki tóm til þess. Nýr tími er að renna, og hann sækir hvarvetna fram: í athafna- lífi, félagslífi og uppeldismálum. Og ný lífsskoðun er að skapast í skjóli hans. Upp af blóði og tár- um liðanna ára hefir gróið ný löngun mannanna eftir friði og farsæld, eftir samræmi og sann- leika. Eg tel mig til fylgjenda hins nýja tíma og ihinnar nýju lífsskoðunar. Og erindi mitt að þessum skóla er það, að veita nýjum straumum inn í hann, eftir minni litlu getu. Andstæðingum mínum til hugarhægðar skal það tekið fram, að með nýjum stefn- um á eg ekki við stjórnmála- stefnur. Iðuköst þeirra læt eg mig litlu skifta, og álit mitt á þeim er stöðu minni alls óviðkomandi. Með nýjum stefnum á eg við vísindalega hyggju — leitina að sannleikanum. Hvernig starf mitt reynist og vonir mínar rætast fær enginn vit- að fyrir. Menn mega ræðá um það mál og rita, eins og þeim lík- ar best. En orð hafa þar engan sannanamátt, heldur verkin ein. Síðar, þegar lífi mínu er lokið, mun framtíðin kveða upp sinn dóm yfir mér, því að hæsti sjónar- hóllinn yfir manniegt líf — er grafarbakkinn. Saga liðinna alda er sagan af baráttu mannanna við náttúruna — og sjálfa sig. Og saga vorra daga er það einnig. — Hvarvetna eru gátur til að ráða, sjúkdómar til að lækna — böl til að bæta. Og hvarvetna blasir við yfir- gangur og dramb.kúgun og hatur. Mikið starf bíður ungra huga og handa. — Nemendur! Búið ykkur undir hið mikla starf, sem bíður ykkar í framtíðinni. Munið, að þið eruð nemendur í dag, en á morgun er- uð þið stjórnendur og eigið vald á örlögum þjóðarinnar. Veriö vit- andi um gildi ykkar og eignist takmark í lífi ykkar, því að ann- ars fer ykkur eins og því skipi, sem rekst kjölfestulaust fyrir stormi og straumi. Og hve mörg- um er þannig farið. En örugt stefnumið og vitund- in um eigin gildi réttir margan manninn við, þó að skeiki frá réttu skeiði um stund. — Svo kveð eg ykkur til starfs og drengilegrar athafnar. Gangið fram og hlúið þið að hverju líf- grasi, sem grær við götu ykkar. — En um fram alt leitið sann- leikans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.