Tíminn - 30.11.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.11.1929, Blaðsíða 3
TlMINN 249 heldur aðeins sem skrumauglýs- ingu í umræðum blaða sinna. — Nafnfölsun flokksins mælist hvarvetna mjög illa fyrir; þyk- ir bera vott um eindæma vesal- mensku og falshátt í íslenskri stjórmnálasögu, eigi síst er bert varð, að sjálfir foringjarnir skammast sín og flýja frá ákvörðun sinni, er þeir koma fram fyrir dyr kjósenda. Er það þegar augljóst, að þessi til- raun að „breiða yfir nafn og númer“, flýja frá fortíð sinni og falsa með nafngyllingu innræti sitt, nær aldrei viðurkenningu manna, heldur verður forsprökk- unum til háðungar. Allir heilvita menn sjá, að „hold er mold, hverju sem það klæðist" og að nafnbreyting hið ytra getur engu orkað um að bresyta innræti þeirra manna, sem skammast sín fyrir stefnu sína og stjórnmála- heiti flokks síns. Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Is- lands, hefir verið gefið út á ísa- firði nú undanfarið. Hafa þeir staðið fyrir útgáfunni, Bjöm skólastjóri Guðmundsson á Núpi og Guðmundur myndskeri Jóns- son frá Mosdal. Nú er í ráði, að ritið flytjist aftur til Reykjavík- ur um næstu áramót, og mun Aðalsteinn Sigmundsson, áður skólastjóri á Eyrarbakka, taka við ritstjórn, og jafnframt fleiri störfum fyrir U. M. F. I. Aðal- steinn hefir um mörg ár staðið framarlega í flokki ungmennafé- laga, í sambandsstörfum lands og héraðs, og félag, er hann veitti forstöðu á Eyrarbakka, er meðal stærstu og athafnamestu ung- mennafélaga landsins. Nú s. 1. sumar var Aðalsteinn erlendis og kynti sjer fyrirkomulag og starf- semi æskulýðsfélaga í Englandi, Svíþjóð og Danmörku, til undir- búnings starfi sínu fyrir U. M. F. I. Lætur hann vel af árangri ferðarinnar. — Skinfaxi var eitt sinn meðal bestu rita landsins, en nú um nokkurt árabil hefir lítið að honurn kveðið. Nýi ritstjórinn mun hafa sterkan hug á að hefja ritið aftur til íornrar virðingar. Hefir hann von um aðstoð góðra manna til þess. Mun frágangur ritsins verða í ýmsu bættur, það mun taka að flytja myndir og efni þess haft sem fjölbreyttast og aðgengilegast æskumönnum til lestui’s. K. íhaldsmenn og vextirnir. Blöð íhaldsmanna eru við og við að að deila á ríkisstjórnina fyrir það, að hún hlutist ekki til um lækkun vaxta í bönkunum og telja að hún svíki þar með lof- orð, gefin fyrir síðustu kosning- ar. Eru þessar staðhæfingar bygð- ar á því, að Tíminn hefir á undan- förnum árum déilt skarplega á fjársukkið í liði kaupmanna og stóratvinnurekenda, sem hefir komið hart niður á bönkunum og orsakar það, að þeir þurfa að vinna upp töp sín með sligandi vöxtum um ófyrirséðan tíma. — En hér fer sem oftar fyrir íhalds- mönnum, er þeir taka að deila á andstæðinga, að þeir slá sjálía sig fyrst og fremst á munninn. Eða eru það ekki liðsmenn. Mbl. sem hafa legið eins og mara á bönkunum, verið þar þrálát sníkjudýr, brugðist orði sínu og fengið upp gefnar yfir 20 mill- jónir króna, sem hafa gengið til þess að standast skakkaföll í við- skiftum, f járaustur íhaldsmanna í hlekkingai-málgögn þeirra um alt land og margvíslega óhófs- eyðslu og fjársukk. Vissulega ættu menn, með slíkar sakir á samviskunni, að kjósa þögn um orsakir hárra vaxta. Eða halda íhaldsmenn að fjártöp bankanna vegna afglapa burgeisanna og óhófs, hætti að verka, jafnskjótt og þeim hefir verið velt úr völd- um? Því miður munu slíkar verk- anir verða langvinnar í almennu viðskiftalífi þjóðarinnar og verð- ur enn ekki með vissu sagt hverj- ar afleiðingar þær kunna að hafa. Læknaklíkan játar sekt sína. Byltingarklíka lækna í Rvík reynir að færa fram í Mbl. vöm fyrir athæfi sitt. En ekki hefir tekist betur til en svo, að alt sem komið er af vörninni, er opinská játning um sekt klíkunnar. Mbl. játar, að ástæðan til uppreisnar- innar sé sú, að núverandi stjórn hefir veitt þrjú læknisembætti eftir óskurn margfalds meirihluta héraðsbúa, sem njóta áttu lækn- isins. Þar með er játað af þeim seku, að uppreisnin er ekki móti landsstjórninni, heldur móti borg- urum landsins, sem leyfa sér að hafa sjálfstæða ósk um það, að hafa heldur góðan lækni en lé- legan. Sannast hér grunur Snæ- fellinga. Þeir báðu stjórnina um ungan, reglusaman lækni, sem þeir þektu. Óskum þeirra var sint og þeir una hið besta við. En þeir vissu að læknaklíkan ætlaði að senda þeim lélegan og lítilf j örleg- an lækni, en gæðing klíkunnar. Snæfellingar þektu áður um- hyggju íhaldsklíkunnar fyrir heil- brigðismálum þein-a, því að um langt skeið hafði heilsa og líf þeirra verið falið fjörgömlum, heilsubiluðum lækni, sem veitti úr sæti sínu aðallega eina tegund af heilsustyrkjandi meðulum, nefnilega vínanda, meira eða minna blandaðan. Snæfellingum og fleiri borgurum mun ekki koma á óvart þessi óvirðulega sektar- játning sem Mbl. birtir. X. Framsóknarfélagið og bæjannál Reykjavíkur. I gærkvöldi var haldinn mjög fjölmennur og fjörugur fundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Umræðuefnið voru bæjarstjórnar- kosningar í Reykjavík nú í janú- | ar. Þótti öllum ræðumönnum sjálfsagt að efna til flokkslista við kosningarnar, til að hefja í bæjarmálum svipaða hreingern- ingu og í landsmálunum. Hefir nú slegið ugg miklum á bæjarbúa, við hað að bæjarstjórnin gerir sig líklega til að hækka útsvörin um nálega miljón, án þess að sýnilegt sé, að fénu eigi að verja til nokk- urra nýrra stórframkvæmda. En öll veruleg hækkun á niðurjöfnun útsvara í kaupstöðum liggur undir úrskurði atvinnumálaráðherra. Og á fundinum lýsti hann því yfir, að ef bæjarstjórnin ekki félli frá þessari gegndarlausu og að því er virtist lítið rökstuddu skatta- hækkun, þá myndi hann ekki sjá sér annað fært, en að grípa til sinna ráða, og stöðva þessa ó- venjulegu og óeðlilegu eyðslu. Nefnd var kosin til að undirbúa framboðslista. Mun bráðlega vikið að því nánar hér í blaðinu;, hversu málefni höfuðstaðarins þurfa þess með, fyrst og fremst í fjármál- um, eíns og forsætisráðheiTa benti á, og síðan á fjölmörgum öðrum sviðum, að nýjum straum- um verði veitt inn í bæjarmálin. Fundarmaður. Læknaklíkan og Hæstiréttur. Mbl. getur þess fyrir munn læknaklíkunnar, að þeir muni hefja málaferli við landsstjórn- ina. Og er helst svo að sjá, sem Hæstiréttur sé þar álitinn þrauta- vígi uppreisnarlýðsins. Ósennileg-t er að Hæstiréttur hafi gefið lög- brjótum þeim, sem hnuplað hafa mun þykja höf. harður í kröfun- um, þegar hann áætlar fóður- þörfina í meðalvetri þannig: Fyrir kúna 1500 fóðureiningar — kindina 75 ---- — hrossið 400 ---- en fóðureining er 2 kg af töðu eða 2,5 kg. af meðalútheyi úr stáli — og auk þess fóðurforða, sem svarar til þessarar fóður- þarfa vill hann að sett sé þannig á, að fyrningar verði 20% af haustíorðanum. Sé fóðrið talið í rúmmáli, telur höf., að kýrfóðrið sé 25 rúmmetra (= 4200 kg. sumarfengin eða 3500 kg. úr stáli), kindarfóðrið 1 rúmmeter rösklega, hestfóðrið 6 númmetrar, alt miðað við töðu. Ef gert er ráð fyrir að 1 ha. í túni gefi af sér 3000 kg. sumar- fengin eins og búnaðarskýrslur sýna, þá þyrfti hvert meðal- sveitaheimili að hafa 10 ha. tún, eða nálega þrefalda þá túnstærð, sem nú er talin á meðalbýli, en væri túnræktin bætt, svo að 4500 kg. fengjust af ha. — og það ætti í rauninni að vera hægðar- leikur, ef tilbúinn áburður er skynsamlega notaður og búfjár- áburður vel hirtur — þá þyrfti að tvöfalda túnstærðina rösklega, til þess að fóðra mætti alt bú- fé, sem nú er í landinu, á töðu einni saman og væri þó sett svo á, að búast mætti við 20% fyrn- ingum eftir meðalvetur. Höfundur sýnir fram á, að kýr okkar þurfi um 1100 fóðureining- ar (fe.) til viðhalds yfir árið og ganga má út frá að 0,4 fe. þurfi til þess að kýrin geti gefið 1 kg. af mjólk, með 4% feiti. Ut frá þessu má aftur reikna sér til hversu mikið fóður kýrin þarf alls yfir árið — þegar mjólkur- magnið er þekt — og hversu mikill hluti fóðursins fer til við- halds og hversu mikill hluti til afurða (mjólkur). Niðurstaða þeirra útreíkninga verður þannig (bls. 329): Arsnyt kg. rneð Af heildarfóðrinu fer til viðhalds til afurða 4 o/o feiti 2000 3000 4000 5000 6000 58 48 41 35 31 42 52 59 65 69 Þetta sýnir greinilega hversu viðhaldskostnaðurinn lækkar stór- kostlega með vaxandi nythæð, og þar af má draga þá ályktun, að svara muni kostnaði að nota kjarnfóður, en vitanlega þó innan vissra takmarka, og til þess að finna þau, verður að gefa ná- kvæmar gætur að hverjum ein- stakling, því að það er mjög mis- jafnt, hversu mikið fóður þeir geta „umsett“ svo að hagnaði verði. Nánari skýringar á þessu og ótal mörgu öðru sem fóðrun við- kemur gefur bókin og mun bónd- inn fljótt græða þær 12 krónur, sem hún kostar, ef hann hag- nýtir sér með skynsemi ráðlegg- ingar hennar og leiðbeiningar. Bókin fæst keypt hjá Búnaðar- félagi Islands og send gegn eftir- kröfu um alt land. Trúnaðarmenn félagsins og foi’menn hreppabún- aðarfélaga og búnaðarsambanda, svo og kaupfélög geta fengið hana og önnur búfræðirit Bún- aðarfélagsins í umboðssölu. Af þessum ritum er auk Fóðurfræð- innar komin út kenslubók í efna- fræði (160 bls., kostar 5 kr.) og Líffræði búfjárins og helstu störf þeirra (263 bls., kostai’ 10 kr.) báðar eftir Þóri Guðmunds- son kennara á Hvanneyri. Allar eru bækurnar í bandi og seljast aðeins þannig. Metúsalem Stefánsson. -----o---- Samkomudagur Alþingis. Sam- kvæmt konunglegri tilkynningu í Lögbirtingi 28. þ. m., er Alþingi stefnt til reglulegs fundar föstudag- inn 17. jan. 1930. Er það nálega mán- uði fyr en venjulega og mun flýtt vegna þeirra atburða, er fyrir dyrurn standa næsta sumar: landkjörs og þúsund ára afmælis Alþingis. Dánardægur. Nýiega andaðist í Hafnarfjarðarspítala, eftir uppsk'urð, Gísli Jónsson bóndi í Galtavílc í ; Skilamannahreppi í Borgarfirði, bróð- ir Ölafs J. Hvanndal myndmótasmiðs og þeirra systkina, drengskaparmað- ur og sérlega vinsæll. 17 umsóknum um læknisembætti frá hinni löglegu stjóm landsins, nokkurt umboð upp á vasann. Fyrr meir var Mbl. sjálft sífelt að ógna Framsóknarmönnum með Hæstarétti, en nú sýnist „um- boðið“ vera að flytjast yfir á upp- reisnarherinn sjálfan. C. ---o--- Kappreiðarnar á Þingvöllum 1930. Undirbúningsnefnd alþingishá- tíðarinnar 1930 og Hestamanna- félagið Fákur hafa þegar komið sér saman um, að „Fákur“ gang- ist fyrir kappreiðaliöldum á Þing- völlum að vori komandi. Eins og gefur að skilja, ríður eigi alllítið á, að þessar kapp- reiðar fari vel úr hendi, því það á að vera metnaður Islendinga, að alt það, sem þar verður þá j sagt og sýnt, takist það vel, að það megi skrifast ágóðamegin hjá þjóðinni. Til þess að þessar kappreiðar geti farið sómasamlega fram, ber að vanda til hestakosts og knapa. Allir þeir, sem góðhesta eiga, verða að koma með þá til kapp- reiðanna, í góðu standi og vel æfða, svo mistökin verði sem minst, því eins og gefur að skilja, verða þessar kappreiðar sóttar af múg og margmenni, útlendum sem innlendum, og að sjálfsögðu verða þar margir við- staddir, sem fult skyn bera á kappreiðar, því verður vandinn meiri fyrir þá, sem að þeim standa. Við þessar kappreiðar verður þess vandlega gætt, að kapp- reiðahestarnir séu vel til fai’a og lýtalausir hvað byggingu snertir; þá verður og þess einnig gætt, að reiðveri og beislaumbúnaður verði í sem bestu lagi. Ennfrem- ur verður ekki gleymt, að hafa eftirlit með að knapar séu snyrti- lega til fara, og gert verður knöpum að skyldu, að hegða sér að öllu leyti eins og sæmir góðum reiðmönnum. — Lemja ekki fóta- stokkinn, eða baða út öllum skönkum, eins og því miður hef- ir oft brunnið við hjá sumum knöpum við kappreiðar hér. Við þessar kappreiðar verður hlaupvöllurinn sem hér segir: Illaup stökkhesta 400 metrar og skeiðhesta 250 metr. Skeiðhest- um verður gert að skyldu, að fara 200 metra á hreinu skeiði, en 50 metr. mega ’þeir fara á hvaða gangi sem vera vill. Við þessar kappreiðar verða verð- launin óvanalega há. Verðlaunin verða tíu, fimm fyrir hvort, skeið og stökk, og skiftast þannig: Fyrstu verðl. kr. 1000. 2. verðl. 400. 3. verðl. 200. 4. verðl. 150 og 5. verðl. 100. Þessi sömu verð- laun verða fyrir skeið og stökk. Þetta eru óvanalega há verð- laun og því skyldi mega vænta, að menn fjölmentu með góðhesta sína á Þingvöllum að vori kom- andi og reyndu hvort lukkuhjól- ið snerist þeim í vil. Dan. Daníelsson. -----o---- Drukknanir. pað sorglega slys varð ;í Daðastöðum i Núpasveit í N.-þing- eyjarsýslu að Stefán sonur bóndans þar, þorsteins hreppstjóra þorsteins- sonar, drukknaði, er hann freistaði þess að bjarga bróður sínum, er fallið liafði í uppistöðulón rafveitunnar á bænum. Yngri bróðirinn komst af. — Páll Runólfsson, vélamaður frá Ak- ureyri féll út af bryggju á Siglufirði 28. þl m. og druknaði. Nýja studentafélagið nefnist félag frjálslyndra og framsækinna stud- enta. Var stofnfundur félagsins síð- astl. fimtudagskvöld. Um 90 manns eru gengnir í félagið. Formaður var kosinn Pálmi rektor Hannesson, vara- formaður þorkell .Tóhannesson skóla- stjóri, meðstjórnendur: I-Ielgi P. Bi’iem, Einar Magnússon, Sigurðúr Sk. Thoroddsen, Jóhann Skaftason og ' Sigurður Ólason. IslHnder Schule Regine Dinse St. Peter Nordsee. Þýskalandi Námsskeið hefst í skólanum 15. apríl næstkomandi. Þar verð- ur kent: Þýska, garðrækt, nátt- úrufræði, matarefnafræði, landa- fræði og handavinna. Mánaðargjald er 100 mörk. Nemendum verður gefið kost- ur á ódýrum ferðalögum um Þýskaland. Gerið svo vel að snúa yður til Lúðvígs Guðmundssonar skóla- stjóra á Hvítái’bakka, sem gefur allar upplýsingar. Regine Dinse St. Peter Nordsee Þingmálafundur var haldinn í Borgarnesi 22. nóv. af Bjarna Asgeirssyni alþingismanni. Voru fleiri og færri mættir úr öllum sveitum sýslunnar. Hafði íhaldið haft talsverðan viðbúnað og smalað á bílum allmiklu af sínu liði úr hér- aðinu. Gekk sú saga, að lið þess hafi þó orðið að kaupa sér bílsæti heim aftur! Aðalmálsvari íhaldsins var Stefán Björnsson. það markverðasta, sem þama kom fram voru eftirfarandi tillögur, all- ar fluttar af Vigfúsi Guðmundssyni: 1. „Fundurinn skorar á Alþingi, að láta byggja, eða leigja þægilegt skip til að annast ferðirnar á milli Borg- arness og Reykjavikur. Telur hann liæfilega stærð þess skips ca. 80— 100 tonns nettó og taki það 1—2 bif- reiðar á þilfari. Fari skipið helst á hverjum degi vor, sumar og haust fram og til baka milli Reykjavíkur og Borgarness, en tvisvar í viku á vetrum". — Samþykt með 128 sam- hljóða atkv. 2. „Fundurinn óskar að póstgöng- um sé sem fyrst komið í það horf, að póstar séu sendir í og um hverja sveit ekki sjaldnar en einu sinni i viku“. — Samþ. með 103 samhlj. atkv. 3. „Fundurinn lýsir megnri óánægju sinni yfir að fé bankanna hefir verið mjög lánað einstökum „spekúlönt- um“ tryggingarlítið svo að tapast hefir og vaxtahækkun lilotist af. — Skorar fundurinn á stjórn, Alþing og aðra forráðamenn bankanna að lána fé þeiira einkum til eflingar framleiðslu er skapar sem flestum einstaklingum sjálfstætt starf“. — Samþ. með 82 : 47 atki. 4. „Fundurinn skorar á Alþingi að breyta sjórnarskránni þannig: að allir, konur og lcarlar, hafi kosn- ingarétt, sem orðnir eru 21 árs að aldri, liafa óflekkað mannorð og tald- ir eru með fullu viti“. — Samþ. með 81 : 8 atkv. 5. Dagskrá sem eyðilagði lniífla- tillögu er komin var fram frá íhaldinu: „í futlu trausti þess, að landstjórn og Búnfél. ísl. styðji rækt- un landsins framvegis eins og liing- að til, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá". —- Samþ. með 77.23 atkv. 0. „Fundurinn lætur eindregið i Ijósi ánægju sina yfir röggseini og framtaki landstjómarinnai’ í fjól- mörgum framfaramálum þjóðarinn- ar. — Telur fundurinn að aldrei hafi setið áður jafndugleg stjórn við völd á Islandi, og slcorar hann því u Al- þingi að styðja hana áfram ekki síð- ur en hingað til“. — Samþ. með 72 :54 atkv. Fundurinn var oft fjörugur og skemtilegur og fór að mcstu leyti ágætlega fram. Fundarmaður. ----O----- Nýtisku kenslubifrcið. Kristinn llelgason, Laugaveg 50, hefir nýlega eignast nýtisku kenslubifreið. Er hún gerð með þeim hætti að stýrisumbún- aður allur og hemlar er tvöfalt og geta því tveir setið við stjórn í einu. þannig gctur kennarinn gripið fram í stjórn nemanda síns til þess að af- stýra mistökum og er það mun ör- uggara. — Bifreiðin er frá hinum víð- frægu Citroén-verksmiðjum i Frakk- landi. A öð'rum stað auglýsir Samb. ísl. samvinnufélaga bifreiðar þessar. Eni þær taldar meðal ailra - fullkomn- ustu bifreiða sem til landsins flytj- ast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.