Tíminn - 07.12.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.12.1929, Blaðsíða 2
254 TlMINN sem jafnan hrópar á framtak einstaklingsins í stað skipulags- bundinnar samvinnu fjöldans. Eða þá Eggert Claessen, sem öðru hvoru hefir farið eftirlits- ferðir til Seyðisfjarðar til þess að fylgjast sem best með stjóm Eyjólfs á útbúinu. Er hann ekki íhaldsmaður ? Hversvegna hefir Claessen þagað og lagt blessun sína yfir hinar gengdarlausu lán- veitingar Eyjólfs til bróður hans. Hversvegna þoldi hann að . Stef- án væri gerður að millilið milli útgerðarmanna og yfirleitt lang- flestra sem á fjánnagni þurftu að halda, jafnvel þótt ekki væri nema til þess að koma upp húsi? Er til nokkur önnur skýring en sú, að Stefán og Eyjólfur máttu ekki missast úr liði íhaldsþing- mannsins á Seyðisfirði, og þeir urðu meira að segja að vera geisilega voldugir til þess að orka því að veita honum nægi- legan atkvæðafjölda. í bæjarmál- j efnum vóru andstæðingarnir þeg- ar búnir að ná meirihluta. En á alþingi var íhaldið svo veikt, að ekkert atkvæði mátti missast. En að einstaklingshyggjumenn, sem meta meir hag fárra manna en fjöldans, meti mikils meiri- hluta aðstöðu á þingi þjóðarinn- ar, það sýna þau hundruð þús- unda sem þeir verja í blaðaút- gáfu, það sýnir elja þeirra við að troða þessum blöðum endur- gjaldslaust upp á almenning, það sýnir kaldlyndi þeirra um eftir- lit með opinberum starfsmönnuni og stofnunum, sem sóað hafa al- mannafé svo nemur tugum og jafnvel hundruðum þúsunda, og það sýnir ekki hvað síst þolin- mæði og langlundargeð Eggerts Claessens í eftirlitsferðunum á Seyðisfjörð! Loks freistar Árni að fara í einskonar mannjöfnuð um stjóm Eyjólfs við stjórn annars ein- staklingshyggjumanns og flokks- bróður Eyjólfs á útbúi sem heyrði öðrum banka til. Telur hann að þar hafi mikil töp átt sér stað og á skemri tíma. En var ekki þeim manni vikið frá bankastjórn og það án þess að afskifti landsstjórnar þyrftu að koma til? Hefir ekki fyrir mörg- um árum verið horist í augu við veruleikann á þeim bæ og sett ný stefna til þess að stýra eftir. Eru kaupmenn þar taldir sjálf- sagðir milliliðir milli bankans og framleiðenda? íhaldið hefir skilið við fjár- hag Seyðisfjarðar í rústum. Eg gjöri ekki ráð fyrir að grein Á. J. í Verði á dögunum breyti að nokkru skoðunum manna um það. Er þá eftir að hreinsa til í rúst- unum. Slíkt er höfuðnauðsyn áð- ur en tekið verður að byggja upp að nýju. Guðbr. Magnússon. ---o---- Einar H. Kvaran sjötugur. Einar H. Kvaran skáld og sálarrannsóknarmaður varð sjö- tugur í gær, 6. des. Mintist Leik- félag Reykjavíkur afmælis hans með því að bjóða honum að vera heiðursgestur á leiksýningu, þar : sem sýnt var leikiit hans, Lén- j harður fógeti. En dr. Guðm. Finn- j bogason flutti erindi um skáldið, I áður en ieiksýningin hófst. öll | blöð bæjarins hafa og minst j skáldsins á þessum afmælisdegi hans, hlýlega og þakksamlega. Óþarft virðist að fjölyrða um j Einar H. Kvaran að þessu sinni. Ber það til,að hann er allra nú- lifandi íslenskra skálda þektast- ! ur og mun eiga einna dýpst ítök | í hugum landsmanna sem sagna- 1 skáld. Bera bókasafnaskýrslur vott þess, að verk hans eru alt af mikið lesin og á hann djúp ítök í hugum íslenskrar alþýðu. Einar Kvaran sker sig mjög úr meðal íslenskra sagnaskálda á síðustu áratugum. Verk hans eru ait af hrein. Þau eru ekki flekk- uð eða sýkt af smekkleysum, klúrum lýsingum eða kveinstöf- Framsóknarfél&g Reykjavíkur heldur fund í Sambandshúsinu mánudag 9. þ. m. kl. 8V2 e. m. Umræðuefni: Bæjarstjórnarkosningarnar. Stjórnin um kynferðisþjáninga, eins og nú virðist einkenna íslenska skáld- sagnagerð. Kvaran hefir verið boðberi mannkærleikans, mál- svari lítilmagnans og haft til síns ágætis dýpri skilning á sálarlífi sögupersóna sinna en flestir eða allir skáldsagnahöfundar, síðan Gestur Pálsson leið. Hinsvegar má með miklum rétti segja, að Kvai'an hafi ekki verið dj.úpúðugt skáld í samsvörun við list hans \ meðferð ytri efna. Hann hefir boðað fyrirgefningu, bygða á mannúðlegri innsýn í sálarlíf og þjáningar misferlis- manna. En hann hefir ekki skygnst niður að rótum mann- félagsbölsins; dvalið meira við það að jafna yfirborðsmisfellurn- ar en að ryðja til á grundvelli alls mannlífs, í skipulags- og uppeldismálum. Hefir honum ver- ið bi'ugðið um lausung í þjóð- málaskoðunum og þrekbrest í baráttunni á grundvelli mann- félagsmálanna. Að því leyti, sem þessar ásak- anir kunna að vera á rökum bygðar, þá mun eigi valda brest- ur á þreki, heldur brestur á rannsókn og sannfæringu um, hverjum ráðum beri að hlíta í þessum efnum. Sker það úr um sálarlegt þrek Kvarans, að hann gerðist frumherji sálarrannsókn- anna hér á landi. Reis hann þar, með djörfung og þrautseigju, gegn ofsóknum heimskunnar og fordómanna og vann glæsilegan sigur. Hefir það málefni náð mjög almennri lýðhylli hér á landi. Mun Einar H. Kvaran hafa fundið eigin sáluhjálp á þeirri leið. Skorti hann þar eigi þrek né baráttukjark. Ilann hefir jafnan verið varkár rannsóknari, og fræðaxi þjóðar sinnar um þau mái. Einar H. Kvaran hefir því nú þegar skilað miklu og stóxmerku æfistarfi. Á víðavanöí. íhaldsumhyggjan í Túngötu. Ihaldsmönnum hér í Reykjavík er mjög meinlega við það tiltæki miðflokksmanna í bænum, að setja upp sérstakan lista við bæjarstjórnarkosningarnar í jan- úar næstkomandi. Er þar, sem annarsstaðar, auðsæ frekja þeirra manna sem sitja yfir hlut allrar alþýðu, hafa atvinnuráð maima í hendi sér og þykjast eiga fé bankanna. Þeir vilja líka eiga bæ- inn og ráða þar einir öllu. En aðrir borgarar bæjarins, sem | vinna engu ómerkari störf fyrir þjóðfélagið, þykjast einnig vera bornir til nokkurra réttinda. Mun alimörgum blöskra hlutdrægni ! Knúts borgarstjóra og gæðinga | hans í bæjarstjóm og telja sig i eiga rétt til nokkurrar hlutsemi um bæjarmálefni, ef unt væri að hnekkja að einhverju leyti of- ríki Knúts-kiíku. Eitt dæmi um meðferð á vegafé bæjarins vottar ljóslega um ástandið. Síðastliðið sumar var hafin maibikun Tún- götu. Furðar margan á því, þar sem annarsvegar eru aðeins fá íbúðarhús, en hinumegin ekkert, nema Landakot., Hinsvegar eru iátnar bíða aðgei'ða þéttbygðar götur, algerlega óviðunandi, eins og Bergstaðastræti, Laufásvegur, Bræðraborgarstígur o. fl. En skýringin er ekki torfengin. Öði’u- megin við Túngötu búa nokkrir lxarðsnúnir fhaldsmenn og mun Pétur Halldórsson bæjarfulltrúi vera þeirra, aðgangsfrekastur. Pétur er sannti'úaður íhaldsmað- ur, hefir komist í tölu þeirra, sem njóta sérstakrar velgerða- semi íslenskra banka. Og þar sem honum hefir með þeim hætti vei’ið gefið nokkuð af almanna- fé, mun hann telja aurum al- mennings í bænum vel varið til þess að steinleggja götuna heim að húsdyi’um sínunx. En þótt þeir Knútur, Pétur og aðrir svipað skapi farnir menn beri 1 brjósti djúpa fyx’irlitningu fyxir fátækri alþýðu manna, mætti svo fara, jafnvel í þessum bæ kauphyggj- unnai' og oddboi’garamenskunnar, að slíkir menn ættu eftir að lifa sína pólitísku skuldadaga. Dregur nú brátt til þessháttar átaka, þar sem eru kosningai’nar í janúar næstkomandi. Hátíðamótsnefnd f S. f. hefir sent Tímanum til birting- ingar opið bréf til sambandsfé- laga f. S. í. í sambandi við aug- lýsingu hennar á öðrum stað í blaðinu. Birtist hér inntak bréfs- ins: Nefndin brýnir fyrst fyrir sambandsfélögunum, að sérstak- lega verði vandað til íþróttanna næsta ái’, með því að þær verði prófsteinn á þjóðina í þessu efni frammi fyrir augum þúsunda gesta, innlendra og erlendra. Verði og íþróttir mikilvægur þáttur í hátíðahöldunum, bæði á Þingvöllum og í Reykjavík. — Þá skýrir nefndin frá, að þrjú félög í Reykjavík gangist fyrir mótinu og sjái um framkvæmd á því, að tilhlutun f. S. í. En félögin eru Ármann, f. R. og K. R. Formann hátíðarmótsnefndarinnar skipar f. S. í. — Þá skýrir nefndin fi’á því, að hún hafi ákveðið að fá hingað á,gætan íþróttamann, sænskan, sem dvelji hér fi’á því í febrúar og til júníloka. Er svo til ætlast, að liann veiti tilsög-n í fi’jálsum íþróttum og þjálfi íþróttamexm eftir föngum. Hvetur nefndin íþi’óttafélögin að senda hingað til Reykjavíkur íþróttamenn þá, er hyggjast að taka þátt í mótinu til þess að njóta tilsagnar hans. — Loks endar nefndin bréf sitt með stei-kum hvatningarorðum til íþróttammina í landinu, um að bregðast nú við og vinna sem kappsamlegast að undii’búningi þáttöku í mótinu, því að nú skifti meiru en nokkru sinni fyr hversu tekst að sýna líkamsþrótt og íþróttasnilli ungra íslendinga. Móttaka erl. stúdenta. Snarpar umræður urðu nýlega á sameiginlegum stúdentafundi hér í bænum um væntanlega mót- öku ei’lendi’a stúdenta næsta sum- ar. Vildi Thor Thoi*s og fleiri ,,sjálfstæðis“-hetjui’ láta flytja ávarpsræður á tungumáli dönsku mömmu sinnar við Eyi’arsund, en hinir þjóðræknari stúd- entar mótmæltu mjög harðlega slíkum miðaldaundirlægjuhætti og danska flaðri þeii’ra Mhl.-ma.nna.. Fengu „sjálfstæðis“-hræsnaraxm- Island og Þjóðabandalagið ísiand og Danmörk gerðu samning um gömul og ný stjórn- skipuleg deilumál sín á milli síð- asta vorið, sem heimssyrjöldin stóð yfix’. En upp úr friðarsamn- ingunum í Versölum, ái’ið eftir spratt þjóðabandalagið. Það er byrjun að innbyrðistryggingu flestra menningarþjóða móti yfir- gangi og styrjöldum ágengra þjóða. I skjóli þjóðabandalags- ins eiga stói’ar og litlar þjóðir að geta lifað frjálsu og óháðu menningarlífi. Aldrei fyr hefir í heiminum verið gerð jafn áhrifa- mikil tilraun til að vemda frelsi og líf smáþjóðanna eins og stofn- un þjóðabandalagsins. Það gegnir mikilli furðu, að ís- lendingar voru töluvert lengi að átta sig á því, að fyrir fáar eða engar þjóðir í heiminum er þátt- taka í þjóðabandalaginu jafn nauðsynleg og þýðingarmikil eins og einmitt fyrir þá. Islendingar hafa ö’ll þau einkenni og aðstöðu, sem skapar sjálfstæða þjóð. Landið er glögt afmarkað frá öðrum ríkjum. Bygðin er gömul. Ein þjóð byggir landið. Allir í landinu tala sama mál og hafa haldið þeim sið í þúsund ár. Bók- mentir þjóðariimar eru tiltölulega auðugar og mynda að heita má óshtna keðju frá öllum þeim öld- um, sem landið hefir verið bygt. Að lokum hefir þjóðin myndað sjáifstætt lýðveldi og haldið frelsi sínu í margar aldir. Erlend á- gengni og innlend spilling or- sakaði það, að landið týndi sjálf- stæði sínu og hiaut að lúta fram- andi þjóð um margar aldir, uns frelsið var að nokkru endurfeng- | ið í skjóli vaxandi manndóms í landinu. Islendingar hafa öll einkenni fullkomlega frjálsrar þjóðar. Að- eins tvent getur svift Islendinga frelsinu, annaðhvort ágengni stei’kari þjóðai’, sem notar sér fámenni Islendinga, eða þá and- leg og siðfei’ðileg veiklum borg- aranna sjálfra, sem uppleysir þjóðfélagið og felhr landsins börn í annað sinn undir erlent vald. Skal síðar vikið að því lxversu þátttaka íslendinga í þjóðabandalaginu ætti að vera allmikil vörn gegn báðum þessum hættum. Fyrst eftir að ísland var viðui’- kent sjálfsstætt ríki voru lítils- háttar umræður viðvíkjandi upp- töku Islands í alþjóðabandalagið. En ekki verður séð, að þar hafi neinn hugur fylgt máli hjá þeim stjórnmálamönnum, sem höfðu þá foi’göngu um þjóðmálin. Leið svo þar til sumarið 1926. Þá kom ungur, íslenskur mentamaður, IJelgi P. Briem, nú skattstjóri í Rvík, frá Oxford til Geneve, og kynti sér aðstöðu og skilyrði fyrir inngöngu íslands í þjóða- bandalgið. Litlu síðar ritaði hann grein um máhð í Samvinnuna og ' komst að þeirri niðurstöðu, að ! íslendingar gætu á engan hátt betur trygt frelsi sitt og sjálf- stæði, en með því að ganga í þjóðabandalagið. Næsta skref í málinu er það, að núverandi foi’sætisráðhexra fjekk dr. Björn Þórðarson til að ! fai'a til Geneve vorið 1928 og kynna sér rækilega skilyrði fyrir inngöngu Islands í þjóðabanda- lagið. Ritaði dr. B. Þ. eftir heim- komu sína tvær gremar um mál- ið, aðra lögfi’æðilegs efnis í And- vara, hina almenns efnis í Sam- vinnuna. Komst dr. B. Þ. að sömu niðurstöðu og Helgi Briem, að það væri íslendingum einsær hagur að ganga í þjóðabandalag- ið. Að vísu fylgdi því nokkur kostnaður/ og vissir formlegir erfiðleikar, en það væri ekkert á móti þeim ávinningi, sem af því leiddi að taka þátt í hinu skipu- lagsbundna samstarfi nálegra allra frjálsra þjóða, sem fullkom- lega jafnrétthár aðili, eins og hin elstu menningarríki. Eftir för dr. B. Þ. fór mjög að vaxa áhugi þjóðrækinna manna hér á landi fyrir því að ísland gengi í þjóðabandalagið, og þótti möi’gum sem vel ætti við að fulltrúat þjóðarinnar tækju þá ákvörðun á 1000 ára afmæli hins íslenska ríkis. Aðalfundur eða þing þjóða- bandalagsins eru háð í Geneve í Svisslandi í september ár hvert. Nú í sumar stóð svo á, að eg var ei’lendis um sama leyti og þurfti að sinna erindum á fleiri en einum stað, ekki allfjarri Geneve. Þótti mér þá ómaksins vert, að íslenskur þingmaður heimsækti þing þinganna áður en hið elsta þing í heimi tæki ákvörðun um þátttöku sína. Geneve er ein helsta borgin í Svisslandi, við stóii; vatn sam- nefnt. Hæðótt er í kringum bæ- inn og fjöllótt í austurátt. Þar eru Alparnir og á björtum dögum sést af götum bæjarins Mont Blanc, „hilmir fjallanna“ eins og Byi'on og sr. Matthías nefna hann. Stór mannflutningaskip ganga oft á dag milli borga við Geneve-vatnið. Þaðan liggja og járnbrautir og flugleiðir í allar áttir. Má fljúga þaðan til Norð- urlanda á einum degi. Mjög er skamt frá Geneve í suður- og vesturátt að landamærum Frakk- lands, ekki nema fáeinir kíló- metrar. Eru borgarbúar alfransk- ir að máli, en í menningu standa þeir nær norrænum þjóðum. Kal- vin siðabótahöfundur átti heima í Geneve, og hefir mótað borgar- lýðinn á varanlegan hátt. Meiri- hluti borgarbúa ei’u strangir mót- mælendur, fálátir, alvörugefnii’, en fésælir eins og Skotar. Bærinn er í andlegum efnum líkastur því, að hinn mikli siðbótarhöfundur hefði alveg nýverið hætt að vera andleg forsjón borgarbúa. Geneveboi'g stendur við syðstu og vestustu vík hins mikla stöðu- vatns. Garðar stórir og allfagi’- ir liggja út frá bænum. Vestan- vert við vatnið, utanbæjar, stend- ur mikil höll, sem reist er af þjóðabandalaginu. Þar er verka- málaskrifstofan. Henni stýrir Al- bert Thomas, sem var hergagna- ráðherra Frakka á stríðsárunum og gat sér þai’ mikið frægðarorð. Vinna um 400 rnanns á þeirri skrifstofu, úr öllum löndum ver- aldar að kalla má. Þar og í sjálfri höfuðskrifstofu bandalags- ins vinna allmargir menn frá Norðurlöndum. En litlu fjær vatninu á að reisa hið mikla þinghús þjóðabandalagsins. Var homsteinn þess lagður í sumar. Verður sú bygging furðustór; framhliðin hálfur kílómeter. Stíll- inn einkennilegur, hallarstíllinn, sem nefndur hefir verið, nálega alt beinar línur, alt einfalt en stórskorið. Það mun taka möi’g ár að koma upp þessari miklu höll. Á meðan eru skrifstofur og þingfundir þjóðabandalagsins í stóru hóteli, alveg í útjaði’i bæjarins, lítið inn- ar en hið tilvonandi þinghús. I þjóðabandalaginu er Englend- ingurinn Sir Ei'ic Drummond for- seti og hefir verið það síðan starfsemi þess hófst. Eru þeir Albert Thomas og hann miklar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.