Tíminn - 27.01.1930, Page 1

Tíminn - 27.01.1930, Page 1
©taíbfcri chj afgrei6éluma6ur Ciman* cr Hannptij o r * i e t n * bó ttir, £>ambon6sijasinu« &ryfjarif. 2^fgret6ota Cimaní er i Sambanöstjústrtu. ©pin 6agle$a 9—(2 f. 4. S>tmi ^96. XIV. ár. Reykjavík, 27. janáar 1920. Fjárlagafrumvarpið lagt fram y Ræða Eiuars Aruasonar fjónnálaráðlierra við 1. umr. frv. föstud. 24. þ. m. Þetta fj árlagafrumvarp er að miklu leyti sniðið eftir þeim fjár- lög-um. sem síðasta þing afgi’eiddi. Upphæðirnar tekju- og gjalda- megin aðeins lítið eitt hæm. Tekjurnar eru áætlaðar ca. kr. 12.216.000,— og gjöldin kr. 12.157.000,—. Tekjuafgangur því tæp 60 þúsund kr. Við tekju- áætlunina er það að athuga, að tveir verulegir tekjustofnar falla úr gildi við lok þessa ái‘s. Það er verðtollurinn og gengisviðauk- inn. Þó varð ekki komist hjá því við samningu þessa frumvarps að ætla ríkissjóði óskertar þær tekjur, er hann nú hefir og gilt hafa hin síðari ár. Var fyrir- sjáanlegt, að ef rýra ætti tekj- urnar um þá upphæð, sem þess- ir tollstofnar hafa gefið, hefði það komið allharkalega niður á verklegaun framkvæmdum í land- inu. Þar hefði orðið fyrst að skerða af vegna þess, að svo mik- ill meiri hluti af gjöldum ríkis- sjóðs ei'U lögbundin og því ókleift hjá ]>eim að komast. Á undan- förnum þingum hefir verið bætt nýjúm og nýjum útgjöldum á ríkissjóð án þess að ætla honum auknar tekjur í staðinn. Þetta getur flotið þegar árgæska er í atvinnuvegum og verzlun, en hlýtur óhjákvæmilega að svíkja, ef óáran dynur jTir. Alvarleg lcreppa hlýtur fyrst að koma nið- ur á verklegu framkvæmdunum. Það kemui' því elcki til mála, að mínu áliti, að rýra tekjumar, nema að fella um leið úr gildi eitthvað af þeim lögum, sem binda ríkissjóði föst og varanleg útgjöld. Eg hefi rætt þetta við milliþinganefndina í skatta- og tollamálum og var það samhuga álit að ekki mætti rýra tekjumar frá því sem nú er. Ég vil þvl mega vænta þess, að Alþingi greiði götu þeirra væntanlegu frumvarpa, sem flutt verða til þess að tryggja ríkissjóði ekki minni tekjur en hann hefir nú. Um gjaldahliðina er það að segja, að ekki varð hjá því kom- ist að hækka suma útgjaldaliði allverulega og bæta inn í nokkr- um nýjum. Stafar það af eldri og yngri ráðstöfunum Alþingis. Hafa sumir liðir verið áætlaðir of lágt í fjárlögum undanfarið, en aðrir verið ákveðnir með nýj- um lögum, er koma fyrst til framkvæmda á þessu og næsta ári. Skal ég drepa á nokkra helstu liðina. Er þá fyrst liðurinn til landhelgisvama. í fjárlögum 1929 eru ætlaðar 200 þús. kr. úr ríkis- sjóði og 200 þús. kr. úr landhelg- issjóði og sama upphæð 1930. Þetta reynist allt of lágt. Eftir því sem næst verður komist hef- ir farið til landhelgisvama á ár- inu 1929 fullar 600 þús. kr. og það eru engar líkur til að sá kostnaður verði minni næstu ár- in. Þessi liður er því í frum- vaipinu hækkaður upp í 300 þús. kr. úr ríkissjóði og allt að 300 þús. kr. úr landheigissjóði. Að vísu er ekki hægt að fullvrða að tekjur landhelgissjóðs verði svo miklar á árinu 1981, að hann geti borið þetta án þess að innstæða hans skerðist, og þá kemur það niður á ríkissjóði. Þá eru útgjöldin til starfrækslu símans, þau eru í þessu frum- varpi hækkuð um ca. 200 þús. kr. Stafar sú hækkun aðallega af byggingu hinnar nýju landsíma- stöðvai' og uppsetningu bæjar- símastöðvar. Þessi hækkun hefði vitanlega engin áhrif á heildar- útkomuna, ef gera mætti ráð fyrir samsvai'andi auknum tekj- um af landsímanum og bæjarsím- stöðinni. En við því þarf ekki að búast á árinu 1931, vegna þess að þessi útgjaldahækkun stafar aðallega af vöxtum og áfborgun- um af ,væntanlegu láni, sem not- að verður á þessu og næsta áiú til byggingarinnar og miðstóðv- artækjanna. En auknar tekjur koma litlar fyr en miðstöðin er tekin til starfa. En það mun tæpast verða fyr en í ársbyrjun 1932. Ur því má búast við tekju- auka, sem geti borið vexti og af- borganir af láninu að miklu eða öllu leyti. Þá athugasemd vil eg þó gera við þennan lið, að eftir það að fjárlagafrv. var fullbúið komust á samningar um bygg- ingu stöðvarinnar. Voru þeir sanmingar bæði um lánskjör og stofnkostnað hagkvæmari og ó- dýrari en maður hafði þorað að vona. Upphæðin er því sennilega full hátt sett í frumvarpinu og mætti ef til vill lækka hana eitt- hvað. Næst vil eg drepa á útgjaldalið sem ekki hefir verið í fjárlögum fyr. Það er kostnaður við hina væntanlegu útvarpsstöð. 1 Þessu frumvarpi eru gjöldin vegna hennar áætluð ca. 180 þús. kr. meiri en tekjurnar. Um rekstur þessa fyrirtækis er að vísu ekki hægt að gera neina ábyggilega áætlun. Til þess brestur reynslu. En tæpast mun varlegt að gera ráð fyrir minni halla en 180—200 þús. kr. fyrstu árin. Þá eru 100 þús. kr. ný útgjöld til Búnaðar- bankans, sem ekki hafa áður vei'ið í fjárlögum. Einn af stærstu útgjaldaliðum fjárlaganna, eru berklavarnir. Þegar lög um berklavarnir voru sett á þinginu 1921 hefir for- göngumenn þess sennilega ekki órað fyrir hversu geysileg byrði sú ráðstöfun myndi verða fyrir ríkissjóð. Að minsta kosti var ekkert gert í þá átt að afla rík- issjóði nýrra tekna til að stand- ast þann kostnað. Fjárhæðir þær, sem til þess hafa verið ætl- aðar á fjárlögum, hafa árlega verið hækkaðar, en hafa þó aldrei hrokkið. í þessu frumvarpi ev upphæðin hækkuð um 200 þús. frá því sem hún er sett í fjái'- lögum yfirstandandi árs. Má þó búast við að frekar sé of lágt á- ætlað, nema leitað sé nýrra ráða um að létta þessi gjöld. Þá eru gjöldin samkv. jarðræktarlögun- um og vegna ráðstafana um til- búinn áburð hækkuð í þessu frumvarpi um samtals 75 þús. kr. Notkun tilbúins áburðar er óhjákvæmileg afleiðing af auk- inni ræktun í landinu, og þar sem j arðræktarframkvæmdir aukast nú hröðum skrefum verð- ur að gera ráð fyrir vaxandi framlagi úr ríkissjóði, samkvæmt þeim lögum er um það gilda. Þessi útgjaldahækkun, sem hér hefir verið drepið á, nemur þá samtals ca. 950 þús. kr. Og þar sem allir liðirnir mega teljast lögbundnir, verður naumast hjá því komist að ríkissjóður verði að greiða þá með ekki minni upphæð en áætluð er í frumvarp- inu. Þessi mikli útgjaldaauki frá því sem stendur á gildandi fjár- lögum gerði nokkra erfiðleika á því að gera frumvarpið svo úr garði að þingið hefði rúmar hendur til að hækka útgjöldin. Sérstaklega vil eg vekja athygli hv. fjárveitinganefndar á því- að eg tel tekjurnar svo hátt áætlað- ar í frumvarpinu, að í meðal ári megi ekki gera ráð fyrir nemum umfram tekjum. Hinsvegar vona eg að gjaldahliðin yfirleitt sýni réttari mynd af hinum raunveru- legu útgjöldum en stundum áð- ur hefir átt sér stað. Það verð- ur því vel að gæta þess, að ef nauðsynlegt þykir að bæta við nýjum útgjaldaliðum, þá verður að lækka. í sama hlutfalli þá liði í frumvarpinu, sem ákveðnir eru til verklegra framkvæmda. Um það hverjar framkvæmdir eru nauðsynlegastar og mest aðkall- andi ætla eg ekki að metast, að minsta kosti ekki fyrirfram. Þá slcal að venju gefið stutt yfirlit yfir fjárhagsástandið s. 1. ár. En um leið og það er gert vil eg taka það skýrt fram, að fyrir- vara verður nokkurn að hafa um einstaka liði. Sérstökum erfið- leikiyn veldur það að þessa skýrslu verður að gera fáum dög- um eftir áramót og þá er ekki nákvæmlega séð um ýmsa út- gjaldapósta. Gi'eiðslum sem til- h.eyra árinu 1929 er enn ekki lok- ið en í yfirlitinu er gert að nokkru fyrir því. Hvort það er nægilega mikið verður ekkert fullyrt um. (Sjá skýrslu um bráðabyrgðauppgerð hér að neð- an). Eins og þetta yfirlit sýnir hafa ýmsir ýmsir liðir bæði tekjur og gjaldamegin farið allmikið fram úr áætlun. Tekjumegin eru það sérstak- lega þessir: (Sjá töflu I.). Auk þess eru gjöld utan fjár- laga samkvæmt eldri og yngri lögum þingsályktunum og fjár- aukalögum er nema samtals 1 Ys milj. króna. I þessari li/2 milj. kr. eru þetta 1 stærstu útgjaldaliðimir: (Sjá 1 töflu II). Af upphæðinni til Vestmanna- eyjahafnar eru fullar 100 þús. krónur , sem ríkissjóður iiefir í greitt vegna ábyrgðar er á hann i hefir fallið fyrir Vestraannaeyjar. 3, blað. I Svipuð upphæð hefi) verið greidd ! árlega undanfarið ot, á yfirstand- andi ári er búist við að ábyrgðar- skuld þessari verði lokið. Hinn hluti fjárhæðarinnar er til endur- bóta á höfninni í Vestmannr.eyj- um. Sá gjaldaliður fjárlaganna, em nxest hefir farið yfir áætlun eru vegamálin. Til þeirra hefii' farið alls á árinu yfir 1 milj. kr. Er það stórum meiri upphæð en nokk-ru sinni áður hefir geng- ið til vegamála á einu ári. Þó er ekki þar með talinn Þingvallaveg- urinn nýi, en í hann eru komnai' 235 þús. kr. á 2 - síðustu ái'um. Aðalliðimir í vegamálunum eru nýbyggingar vega, brúagerðir og viðhald veganna. Mímu brúa- gerðirnar og viðhaldið hafa skap- að all mikið af umframeyðslunni. er ákaflega knýjandi og ,þá eru Þörfin fyrir bættar samgöngur er ákaflega kýjandi og þá eru brúargerðimar aðkallandi til að tengja saman vegina og héruðin. Eftir því sem vegirnir lengjast og biíreiðaumferðin vex verður viðhaldið alltaf dýrara og dýrara með hverju ári, og undan því ver®ur ekki komist, ef þessar dýru vegalagningar eiga ekki að fara forgörðum. Þegar litið er yfir tekjuhliðina og athugaðir þeir liðir, sem mest- ar umfram tekjur gefa, þá er það bert, að það er vöruinnflutningur- inn. Það er nú að vísu gott fyrir rikissjóðinn að fá tekjumar og þessi miklu vörukaup virðast I fljótu bragði bera vott um mikla kaupgetu. En þó verð eg að segja það að þessi geysilegi innflutningur er ekki óblandið ánægjuefni. Við- skiftajöfnuðurmn út á við hefir orðið óhagstæður, þrátt fyrir góðærið. Óhagstæðari miklu held- ur en árið 1928. Samkvæmt bráðabirgðaskýrsluni hefir inn og útflutningurinn verið þessi: Innflutt: Ár 1929 .........um 70 milj. kr. — 1928 ..........— 58 — — — 1927 ..........— 50 — — Útflutt: Ár 1929 . . . . um 69V2 niiij. kr. — 1928 _ 74 — — — 1927 .... — 571/a — — Brádabirgðaruppgerð á tekjum og gjöldum ríkisejóðs árið 1929. Fjárlög T e k j u r: Áætlun líeikn. Reikn. )cr. kr. kr. 2. gr. I FasteignaskaUur 240.000 269.679 2 Tekju- og eignaskattur 1050.000 1659.355 • 3 Lestagjöld af sklpum 40.000 54.692 4 Aukatekjur 400.000 599.202 5 Erfðafjárskattur 35.000 60.207 6 Vitagjald 468.469 7 Levfisbrófagjald . Stimpiigjald 10.000 14.565 8 300.000 395.810 9 Skólagjald 15.000 20.000 10 Bifreiðaskattur . 30.000 70.907 11 Utflutningsgjald Afengistollur 950.000 1205.420 12 325.000 659.128 13 Tóbakstollur 850.000 1249.736 14 Kaffi- og svkurtollur 850.000 1079.230 15 Annað aðfíutningsgjald 160.000 310.014 16 Vörutollur 1250.000 2023.545 17 Verðtoliur 1325.000 2173.676 18 Gjöld af sætinda- og brjóstsykurgerð . . 25.000 120.822 19 Pósttekjuv . . . 450.000 624.450 20 Simatekjur 1500.000 1750.000 21 Vineinkasala 1000.000 15816.907 O.'gr. 1 Eftirgjald c-ftir jaröeignir áætlab . . . 30.000 35.000 2 Tekjur af kirkjuin 100 3 Tekjur af silfurbergi 1000 5.261 4 Legkaup til kirkjugarðe dómk. áætlaö 3500 3.000 48.261 4. gr. 1 Tekjur af bönkum 50.000 2 Vextir af bankavaxtabr. samkv. 1. nr. 14. 1909 27.000 24.079 Væntanl. útdr. af þeim bréfum .... 24.000 48.000 4 Vextir af innstæðuin I bönkum .... 8.000 23.000 5 Vextiv af viblagasjóöi 60.000 65.000 6 Aðrir vextir 100.000 20.000 180.079 5. gr. 1 Óvissar tekjur áætlað 50.000 35.000 2 Eudurgreiddar fyrirframgreiöslur . . . Endurgr. lán og andvirbi seldra eigna 10.000 32.500 3 20.000 31.453 Q8 QftQ 10883.600 16139.200 Fjárlög 7 gr. 1. II. 111. 8. gr. 9. gr.1-2 10. gr. I. II. III. 11. gr.A. B. 12. gr. 18. gr. A. B. c. D. E. 14. gr. A. B. la. gr 16. gr 17. gr 18. gr 19. gr 20. gr 28. gr 20. gr. G j ö 1 d: Voxtir af lánum rikissjób*.............. Afborganir iána......................... Framlag t.il Landsbankans . . . . . . Borbfé Hans Hátignar konungsins . . . Alþing-iskostnaður...................... Ráðuneytið, rikisfé o. fl............... Hagstofan............................... Utanrlkismál o. fl...................... Dómgsesla og lögreglustjórn............. Sameiglnl. kostnaöur vlð emb»tt.isrekstur Læknaskipun og heilbrigðismál .... Póstmál............................... Vegamál................................. Samgöugur á sjó......................... Ilraðskeyti og talslmasambaud .... Vitamál................................. Andlega stóttin......................... Kenslumál............................... Visindi, bókmentir og listir . . . , . Verkleg fvrirtœki....................... Almenn styrktarstarfsemi . . . . Et'tirlaun og styrktalfé................ Oviss útgjöld........................... Lögboðnar fyrirframgrelðslur............ Eimskipafélag Islauds, Mjólkurbú og fleira Greiðslur samkv. löguin, fjáraukalögum og þlngsályktunum....................... Tekjuaígangur Fjárveit, Reikn. Reiku. kr. kr. kr. 577.961 660.000 639.238 636.551 100.000 100.000 1396.551 60.000 60.000 204.350 247.199 187.100 256.885 46.100 53.120 84.000 86.555 396.560 651.440 864.748 144.000 254,991 1119 739 751.355 815.379 481.000 521.133 929.650 1561.000 346.750 350.000 1418.500 1596.708 265.700 265.800 4296.141 314.756 283.552 1134.590 1341.947 1 KQfi 4QQ 230.860 229.820 1297.0b0 1283.298 679.800 928.356 196.748 203.731 100.000 276.829 10.000 44.357 177.452 1887.71 1 14438.624 1700.576 10850.958 16139.200

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.