Tíminn - 01.02.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.02.1930, Blaðsíða 1
©faíbfcr! 04 ofðteiðslumafcur ílmans fr Jiannrtig þ 0 r s 1 e t n s 6<S Itir, í>omban6st;úsinu, Ecyfjapif. jRfgtciböía tlmans er i Sambanösfjúsinu. ©pin baðle$a 9—\2 f. I). £tmi ^90. XIV. ár. Reykjavík, 1. febrúar 1930, 4. blað. Um friðun á laxi Eftir Ketil Indriðason á Fjalfi. I. Landnáma seg-ir svo frá, að þá er ísland byggðist, „var það viði vaxið milli fjalls og fjöru“. Þá voru vötn og firðir fullir veiði- skapar, og rekar svo miklir, að þeim var eigi skift á sumum stöð- um. „Hafði hver þat af, er hann þurfti". Islenzku landnámsmennimir nýttu gæði óbygðarinnar á sama hátt og landnámsmenn allra þjóða hafa gert, og hvorki betur né ver. Nú er svo komið, að öll landgæðin eru mjög til þurðar gengin. Skóg- urinn er aleyddur í mörgum sveit- um landsins, en alstaðar smækk- aður stórum, bitinn, blásinn, og brendur að köldum kolum. Það tekur aldir og of fjár að græða hann að nýju, og mun aldrei verða gert svo, að hann nái nokk- urri líkingu við forna stærð og víðáttu. Fugli landsins er eytt, sumum til fulls, og öllum fækkað stór- kostlega, megin þess, sem eftir er, á líf sitt undir útlendum movðvopnum, víðsvegar um heim, meirihluta ársins. Útlend ásælni hefir nær gereytt öllu stórhveli við strendur landsins; og ú.tlend og innlend atorka eys fiskinum svo gegndarlaust úr „gullkistum" landsins, að stór þurð er á orðin innfjarða og allt til djúpmiða verður áhrifa hennar vart. Leik- uiinn sem áður hefir verið háður innan landssteinanna, er nú haf- inn utan þeirra, margfalt stór- virkari og afkastameiri. Hér eig- um við ekki minna undir öðrum en sjálfum okkur, hvort nokkrar þær skorður verði viðreistar er að gagni komi. Trjárekinn er víða horfinn að fullu og öllu, og al- staðar þorrinn að miklum mun, frá því sem var, og hann vex aldrei aftur, heldur þver æ því meir sem löndin nemast og rækt- ast, þau. er hann stafar frá. Laxi og silungi er eytt stór- kostlega í ám og vötnum lands- ins, frá því, sem verið hefir að fornu. Sá brunnur hefir hvar- vetna verið grynnkaður, 0g víðs- vegar þurausinn. Þetta eru þó þau hlunnindin, sem unnt er að auka og efla á skömmum tíma og með kleifum kostnaði, án þess að undir útlent högg . sé að sækja, gagnsætt því sem er með flest önnur. Hér eig- um við undir viti og hagsýni í lagaskipun skjótfenginn og hand- vissan arð og ágóða. II. Nú situr nefnd manna á rök- stólum í Reykjavík, er lands- stjórnin hefir falið að athuga og endurskoða lög um friðun á laxi frá 1886. Mun henni ætlað að leggja fram tillögur sínar í frum- varpsformi fyrir Alþingi það, er háð verður nú í vetur. Líklegt þykir, að hún muni taka til at- hugunar áskoranir þær og bend- ingar er henni kynnu að berast og nýta það af þeim, er henni þætti þess vert svo að starf hennar gæti orðið sem heilla- drjúgast og til frambúðar. Væri þess mikil þörf að hin gömlu úr- eltu lög — þótt réttarbót væru á sínum tíma —, tæki þeim breytingum er orkað gæti all- miklu ásamt hinum nýju fiski- ræktarlögum um fjölgun laxins, og jafnframt réttlátari notkun þeirra miklu hlunninda sem lax- veiðin gæti verið. I þeirri greinargerð er hér fer á eftir, verður aðallega miðað við það veiðisvæði, sem mér er kunnugast, en það er Laxá í Þingeyj^rsýslu og ár þær er í hana fenna, en þó má ætla að það er hér á við muni að ýmsu leyti gilda viðar um land, enda þótt staðhættir séu að nokkru sérstakir, og við þessi mál eigi það við mörgu fremur, að sinn sé siður í sveit hverri. III. Netaveiði, bæði með drætti og lögnum, er sú aðferð sem þekkt er frá aldaöðli, og haldizt hefir, að líkindum óbreytt til þessa dags. Ilvorttveggja veiði- aðferðin hefir verið rekin í Laxá og vötnum hennar svo lengi, sem vitað er. Þó liefir dráttarveiðin tíðkast miklu meir. Er víða of straumhart til þess að lagnet standi, og auk þess veldur grózka árinnar því, að net fyllast á stuttri stund, þegar líður á sum- ar, af svokölluðu slavaki og leggj- ast þau af þeim sökum; gengur fiskur þá ógjaman í þau, þótt þau stæðu. Fleiri veiðibrögð hafa þó þekkst áður, þau, sem nú eru lögð niður, og engin von er til að framar verði leyfð. Þannig er getið þeirra réttinda Grenjaðarstaða- kirkju fyr á öldum, er nafnd er „laxastunga í Ósi“. Er þar efa- laust átt við Mýrarfossa i Laxá. Má nærri geta, að þar hefir ver- ið þykkt fyrir er slíku veiðitæki varð við komið, svo verulegt gagn væri að. Nálægt miðri 19. öld hófst sú veiðiaðferð í Laxamýrarfossum, sem óvinsælust hefir orðið allra veiðiaðferða, en það eru laxa- kisturnar. Var þeim áður langt leið frá upptöku þeirra, beitt svo ósleytilega, að veiðieigendum upp með Laxá þótti með öllu óþolandi undir að búa. Fóru þá Aðaldælir og Reykdælir til ein- hvefju sinni og steyptu kistun- um af stalli. Var sr. Benedikt Kristjánsson í Múla, höfðingi mikill og þingmaður, fyrirliði þeirrar atgöngu. Eigi varð af eftirmálum og heldur skipaðist við þetta í bráð, en þó dró fljótt til þess að öll megínveiðin gengi Laxamýrarbónda í greipar; var þar og alls neytt með hinu mesta harðfylgi, og hverskyns veiði- brögð höfð við.. Kistunum haldið í þeim kvíslum árinnar, sem mest gengd var um, búnaður þeirra bættur og fullkomnaður eftir því sem þekking og reynsla óx. Netalög höfð þar, sem þeim varð við komið og dráttur stund- aður bæði ofan og neðan foss- anna, þeirra, sem kisturnar eru í, og jafnvel í sjó, í og úti fyrir Laxárós. Þá og jafnan síðan var háfur- inn fengsælt veiðitæki í þeim stöðum í fossunum, er honum verður við komið, gömlu stungu- stöðvunum, Bættust nú nýjar stöðvar við sökum girðinga og slagbranda kistanna. Þessu tæki verður hvergi kom- ið annarsstaðar við en þar sem iður myndast við fossa, þarf þess bæði, að laxinn sjái það ó- gjörla og að allþétt sé fyrir. Þai'f bæði mikinn handstyrk og karlmensku til þess að beita háfnum svo að fult gagn verði að, en eigi hefir það staðið fyrir að honum hafi orðið beitt þar til fullrar hlítar. Þá var stangar- veiðin óspart rekin eftir að hún fluttist hingað með Englending- um. Hefir hún haldizt við tii þessa dags, ýmist leigð útlendum eða innlendum veiðimönnum eða iðkuð af heimilismönnum. Með öllum þessum aðförum á þeirri jörðinni er næst lá sjó, og svo því að haldið var til hins ýtrasta fornum veiðivenjum fram til dalanna, var ekki að undra, þótt þynntist fylking laxanna ár frá ári, sú er leitaði á uppeldis- stöðvarnar, enda varð þá er stundir liðu sú þurð á laxinum, að til auðnar horfði, ef ekki hefði verið aðgert. Raunar mundi hann aldrei hafa aieyðst, til þess eru lífsskilyrði og fylgsni árinnar of mikil og góð, en ástæðumar til þess að enn er dálítil veiði í ánní eru þær 1. Að tryggð var nokkur árleg friðun í allri ánni með lögunum frá 1886 „um friðun á laxi“. 2. Að með þeim sömu lögum voru veiðiréttindin tekin af öllum þorra jarðanna, þó óbeinlínis væri, með því að heimila kistu- veiðina. Fyrir þetta hefir hvorki verið beiðst bóta né þær boðnar nokkru sinni, alger daufheyrsla verið eina svarið við öllum kröfum þeim, er lotið hafa að rýmkvun og fyrirgreiðslu á þessu sviði, allt til þessa dags. Réttarbótin er fékkst með lögunum frá 1886, ovkaði engu um fjölgun laxins, aðeins hindraði hún Laxamýrar bónda frá því að eyða honum svo gífurlega, að jafnvel þar yi'ði skaði að veiðitilraunum, jafn- framt því, sem hún staðfesti þá hefð er á vav komin, að hann hlyti einn meginhlut allrar veið- innar og tryggði honum svo að segja friðun laxins fram í dölun- um, því raunverulega lagðist veiðin þar undir Laxamýri. Þeg- ar svo var komið, að handvíst ár- legt tjón var að veiðitilraunum, leiddi það af sjálfu sér að hætta varð með öllu. Fyrir því urðu stór- ir hlutar árinnar alfriðaðir, svo þar er aldrei bleytt net, varia kastað stöng, né nokkur viðleitni höfð til að ónáða eða styggja þann laxslæðing, er þar kynni að vera, allt til þessa dags. Eftir stærð þessara dauðu svæða fer veiðivon Laxamýrarbónda, að miklu leyti, því minni viðleitni og á færri stöðum fram í dölun- um, því meiri veiðivon á Laxa- mýri. Því meir og víðar, sem urið er hið efra, því minni lax- von á Laxamýri næstu árin. Sú var tíðin, að Laxamýrarbóndi átti nokkrar jarðir norðan til í Aðal- dal, þær er næstar ligg'ja, þar var alfriðað fyrir netaveiði og öðrum föstum vélum, mátti því segja með nokkrum sanni, að þær væru lagðar laxinum til uppel.lis, Nú eru þessar jarðir allar orðn- ar eign ábúendanna með ö'lum féttindum, en enn sem komið er, hefir lítil breyting á orðið. Þær hafa að vísu laxveiðiréttinn, en hann notast þeim líkt og jörð- um hið fremra er veiðin hefir lagst niður á sökum fullkomins vonleysis um nokkuiTi arð. IV. Eigi væri langt mál um að hafa, ef hér ætti hlut að einhver árspræna, eðlisvond og óaðgengi- leg, er fáir menn ættu, cg einn þó mest. En hér er eigi um slíkL að tefla, heldur um eina af stærn ám landsins að vatnsmagni, og þá, er talin er samkvæmt eldri og yngri rannsóknum hin alfrjósam- asta og að öllu bezt fallna til mik- illar laxtímgunar og veiði, fyrir margra liluta sakir. Að henni og ám þeim er í hana renna eiga um 50 jarðir land, með 75 ábúend- um, þær, sem nú er laxgengt að. en við þá tölu bættust mílli 20— 30 ef laxgengt yrði upp yfir Þverárgljúfur í Reykjakvísl, Mýrakvísl og Brúarfossa í Aðal- dal, en þess er að vísu engin von meðan svo standa sakir sem nú, að enginn hreyfir hönd eða fót til þess. Kæmi svo að þar yrði í'áðin bót á, nytu nær 80 jarðir með um 120 ábúendum þessara hlunninda. Þykir því rétt að fara nokkur- um orðum um vatnahverfi þetta, með því að ekki er kunnugt um nókkura ítarlega lýsing af því né af veiðibrögðum og staðháttum í Mýrarfossum, gæti það orðið til frekari glöggvunar og skilnings á málaefnum. V. Laxá fellur úr norðvesturhorni Mývatns vestur heiðina milli Geirastaða og Arnarvatns niður í botn Laxárdals. Á þeirri leið fell- ur Króká í hana sunnum úr heið- um, alla leið undan ódáðahrauni, vatnsmikil á og gróðursæl hið ytra. Eftir Laxárdal fellur áin straumhörð og kvíslótt víða; en lygn á parti utan til í dalnum. Eru þar hvarvetna hin ágætustu skilyrði til stangarveiði. Þar sem áin brýzt gegnum hálsinn, er lok- ar Laxárdal að norðan, eru nefnd Laxárgljúfur og í þeim eru Brú- arfossar, þangað gæti lax gengið, en sjaldan verður þess þó vart, eru líkindi til að gera megi fært þai' upp yfir, annað hvort með stiga í fossunum eða með vegi meðfram þeim fossi, sem örðug- astur er. Frá Brúarfossum fellur áin lygn og breið, fyrst vestur eftir Aðaldal norðan við Gren- jaðarstað og Múla, allt í miðja sveit; þar rennur Eyvindarlækur í hana, en hann kemur úr Vest- mannsvatni á sveitannótum Aðal- dals og Reykjadals, en í Vest- mannsvatn fellur Reykjadalsá, og í hana Seljadalsá eða Mýrará, og þær báðar af heiðunum milli Mý- vatnssveitar og Bárðardals. Vex vatnsmagn Laxár mjög við komu og sameining Eyvindarlækj- ar. Beygir hún þaðan norður eftir dalnum um hríð, en sveigir svo aftur austur til Hvammsheiðar, austan við dalinn. Verður þar átta bæja bygðarlag í árbugnum, sem nefnast Hvammar, lykur Laxá um það á þrjá vegu. Eftir að Laxá hefir náð heiðinm, norð- an við Hvamma, fellur hún með henni, unz hana þrýtur og Mýrar- kvísl fellur í hana norðan við heiðarendann, sunnan úr Reykja- hverfi slcamt vestan við- Laxa- mýri. Á þessari leið er hún straumharðari en sunnar í daln- um og þó dýpri, skiptast þar á strengir og straumsveipir við djúpa hylji og breiður, eru hvergi vöð á henni eftir að hún beygir austur til heiðarinnar, sem fyr er getið. Mýrarvatn er nefnt í ánni skamt utan við mynni Mýrar- kvíslar, er það breiða mikil með fegurstu engjaeyjum og varj)- löndum. Ur vatninu fellur áin, örstuttan spöl norður og steypist svo fram af brún hrauns þess, sem liggur undir öllum dalnum, niður á sandana fyrir botni Skjálfanda, og eftir þeim nokk- urra hundraða faðma bug til sjávar. Frá upptökum sínum fellur Laxá eftir fornum hraunum, þeim, er hún hefir grætt svo, að iar eru nú víða orðin hin frjó- sömustu engjalönd, allt norður á brúnina, sem hún fellur af niður á sjávarsandinn. Þar eru Mýrar- fossar. Enginn mun svo fróður að viti tölu eyja og' hólma í Laxá, en víða kvíslast hún enn, og hefir þó verið meir áður, en á hraunbrúninni yzt í Aðaldai skiptist hún í þrjár meginkvísl- ar, auk einnar lítillar. Austasta kvíslin fellur bratt- ast, þar heita Austurfossar. Klofna þeir í tvennt, og skilur þá lítil hólmatöpp, sem ófært er í. Er austari hluti fossins þeim mun brattan, að hann er ófær hverju kvikindi, en hinn vestari er nokkuru lægri, hefir þó lítiíl munur verið á til skamms tíma, en á síðustu árum hefir hann lækkað eitthvað og má því telja að hann muni vera að einhverju leyti laxgengur, þó hefir engin sú breyting orðið á honum, að þess gæti að nokkru fram í dölunum, enda þótt stöku maður vilji telja að hann hafi lækkað svo að mun- ur sé að. Miðkvísl fellur ekki jafnbratt og- Austuvfossar, en þó þykir hún ekki öllu líklegri til uppgöngu en þeir, veldur það nokkurti að foss hennar er vatnsminni og' því erf- iðaii, einkum er líður á sumar og dráttur er úr ánni og allir vextir. Vestasta kvíslin heitir Kistukvísl, Hún er langaðgengilegust, en þar er sá vágestur fyrir, sem eng'u minni fyrirstaða er að en foss- um hinna, en það eru laxakist- urnar. Þeim er svo háttað, að girL er þvert út í ána með kláfum fylltum grjóti og er grindum með þéttum rimlum lagt á rnilli þeirra. Kistan er sett þar í girð- inguna, sem líklegast þykir, en hún er þríhyrndur rimlakláfur ca. 2—3 m. á hvem veg. Snýr hún einu horni í strauminn, en flat- vegi undan; á þeirri hlið er smuga eða op á henni, það, sem laxinum er ætlað til inngöngu. Er það krektarlaga rimlastokkur sem snýr þrengra opinu inn. Nær það nokkuð inn í kistuna, er sá endi litlu víðari en svo að lax- gengt sé um. Veit enginn þess dæmi að lax fari þá leið til baka, sem hann var innkominn. Á þeim hluta kistunnar, sem verður ofan þvergirðingarimiar. er einn rimi hafður með þeim umbúnaði að draga má hann upp, sem hleypilok. Þegar það er gert, er kistan talin opin, og sá skiln- ingur lagður í það, að með því sé fullnægt þeirri málsgrein í 1. gr. friðunarlaganna“ frá 1886, er segiv svo. „Og skulu þá öll laxa- net tekin upp, og allar veiðivélar standa opnar, svo lax hafi frjáls- ar göngur“. Vera má að bókstaf- ur laganna sé ekki brotinn með þessari framkvæmd, en andi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.