Tíminn - 01.02.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1930, Blaðsíða 4
16 TIMINN Laxamál Nor ðmanna fyr og nú. Þegar skyggnast skal um á sviði laxamálanna, bæði að því er snertir löggjöf þeirra, stjóm, veiði og klak, verður fyrst fyrir Noregur. Þar eru staðhættir lík- ir og hér og reynslu langa og merkilega hafa Norðmenn yfir- leitt í málum þessum. Hefir reynsla þessi fengist gegnum nokkurra tuga ára, órækilegt skýrsluhald, um lax- og silungs- veiði, veiðarfæri, áhrif friðunar- ráðstafana og klak. Hin fyrstu laxalög í Noregi setti Kristján V. Kveða þau svo á, að föst veiðitæki í ám megi aldrei setja svo, að það hindri alveg göngu fiskjar upp eða nið- ur. Litla sem enga þýðingu hafa lög þessi haft til vemdar laxin- um, en viðurkenning var í þeim fyrir því, að einn eða tveir mættu ekki taka allan laxinn, sem í ár vildi ganga. 1850 eru hin fyrstu laxafrið- unar lög útgefin. Tiltaka þau árs- friðun frá 14. sept. til 14. febr. og að öll net skulu uppdregin og öll föst veiðitæki opin standa, einn sólarhring í viku hverri. Sömuleiðis var ákveðin minnsta möskvastærð á dráttarnetum við árósana og bönnuð sala á smá- fiski (laxi og silungi). Þá strax var mönnum farið að skiljast, að ránshönd manna mátti ekki óheft vera, ef þessi góða og verðmæta fiskitegund ætti ekki alveg að ganga til þurðar á stuttum tíma. Þessi lög urðu svo grundvöllur núgildandi laxalaga, sem hafa verið í gildi síðan 1905. 1 þeim er ársfriðunin frá 26. ágúst til 14. apríl og 3 daga vikufriðun minnst, ekki megi leggja net lengra út í á en sem svarar V3 miðstraumslínu. (Það er lína, sem ætla má að lax gangi jafnt beggja megin við). Þess utan hafa mörg veiðifélóg og héruð nú í seinni tíð lengt vikufriðun- ina upp í 4 daga samkvæmt heimild í lögunum. Um leið og lögin frá 1850 voru samþykt, var fastur embættis- maður settur í Osló, er hafði framkvæmd og eftirlit allra ferskvatnsfiskimála og svo er enn. Heitir hann Fiseriinspektör og heyrir beint undir landbúnað- arráðuneytið. Hefir hann skrif- stofuhald allt og skýrslusöfnun viðkomandi málum þessum. Hans starfi tilheyra svo aðrír starfs- menn á þessu sviði. í fyrsta lagi tveir fiskerísekriterar, sinn fyrir hvorn landshlutann, sunnan og vestan. Hafa þeir eftirlit með klakstöðvum, seiðaflutningi og veiðistofufiskjarfl. Sér til hjálpar hafa þeir 2 menn (assistenta) hvor. 1 öðru lagi komu vísindamenn- irnir: 1. Vatnalíffræðingur. Rannsak- ar hann lífsorku vatna og fleira þar að lútandi; hefir hann fast- an aðstoðarmann. 2. Tilraunastjóri hefir á hendi tilraunir og rannsóknir viðkom- andi flutningi seiða í áður fiski- laus vötn og ár og breytingar á fiskistofni í slæmum veiðivötnum, tilraunaklak o. fl. Hefir hann að- stoðarmann með sérþekkingu. Af þessu sést, að Norðmenn leggja allríflega til sinna laxa- mála, enda geta vötn og ár gefið góðar tekjur ef mál þessi eru vel og hyggilega rekin. Frá ómunatíð hefir laxinn aðal- lega verið veiddur í ánum; þar var hann kominn saman á tiltölu- lega lítil svæði og því hægra að veiða, þó tækin væri ekki sem fullkomnust. Sérstaklega voru mikið notaðar fyr á tímum þess- ar föstu laxagildrur úr timbri og trjágreinum, einkum í straum- hörðum ám. í kringum 1845 byrjuðu ríkir Englendingar að leigja smáár og efri hlutann af stórum laxám til stangaveiði. Urðu þá þessi föstu veiðitæki að víkja. Eftir því sem árin liðu fjölgaði þessum sport- mönnum og laust fyrir stríðið voru það 80 ár, sem þannig voru leigðar af um 160, sem lax geng- ur í, voru þá í Noi-egi. Ársleig- an eftir þessar 80 ár vor 300.000 kr. Á stríðsárunum fór allur þessi leigumáti á ringulreið og hefir ekki náð sér nema að litlu leyti síðan. Þýðingu mikla hafði þessi stangaveiði fyrir laxastofninn, bæði með því að breyta veiði- aðferðum og leyfa laxinum upp á hrygningarstaðina. Jafnvel meiri þýðingu en löggjöfin. Upprunalega var laxveiði í sjó eingöngu bundin við ármynnin. En eftir því sem veiðarfærin urðu fullkomnari var hægt að færa út kvíarnar. Má í þessu sambandi sérstaklega nefna fleygnætumar, sem gerðu kleift að veiða lax, með endilöngum ströndum Noregs. Byrjað er að nota þær; laust fyrir 1870, en nú er tala þeirra orðin um 9000. Segja nýjustu skýrslur, að 85% af laxveiði Noregs sé tekin í sjó, og það aðallega í fleygnætur. Þó er meðaltalsveiði í nót hverja, ekki nema 100 kg. á ári nú, en hefir komizt hæzt 1925 í 116 kg. pr. nót. Þessa sjóveiði telja sérfræðing- ar þá hættulegustu fyrir laxa- stofninn, vegna þess, að þá fækk- ar svo mjög þeim laxi, sem mögu- Iegleika hefir til að komast á hrygningarstaðina og auka kyn sitt. En á þeirri leið eru margar hættur og hindranir ogþvíþynnri sem fylkingin er, sem þreytir skeiðhlaupið, því færri einstak- lingai' ná takmarkinu. Það er nú komið svo, að mjög treglega gengur að veiða lax á hrygningartíma til klaks. Ljóst dæmi um það, er tala klakstöðva og útklakin hrogn 1927 (síðasta skýrsluár). Það ár voru 53 klak- stöðvar, sem eingöngu voru ætl- aðar til laxaklaks (fyrir silung voru þær 127) af þessum stöðv- um, voru aðeins 37, sem náðu í laxahrogn og ekki hærri tölu en 2.600.000, eða tæpum % meira en Árni í Alviðru einn klakti út það ár (það voru um 2 milj.). Sömu sögu er að segja frá Danmörku, nema ennþá rauna- legri, þar eru velunnarar og for- ingjar laxamálanna, alveg að gefa upp vömina, í baráttunni við sérgæði og skammsýni sjó- veiðimanna*). Þekking á laxa- og silungaklaki barst til Noregs frá Þýzkalandi í kringum 1850, en þá hafði hús- maður nokkur, Jakob Sandungen, að Efri-Eikum, skamt fyrir ofan Drammen, þekkt og framkvæmt klak í 10 ár. Vafalaust hefir þessi klakþekk- ing lyft undir laxafriðunarlögin og stofnun Fiseriinspektorsstöðv- arinnar. Allan þennan tíma síðan, hafa Norðmenn rekið laxa og silunga- klak og upp á síðkastið árlega fjölgað stöðvum. Enda hefir náðst ágætur árangur hvað sil- ungsveiði áhrærir og laxveiði væri án efa horfin, ef ekki hefði klakið verið. Um þýðingu klaksins er auð- veldast að dæma, út frá þeirri umsögn sérfræðinga, að þegar laxinn hrygnir á sínum náttúr- legu kringumstæðum, frjóvgist ekki yfir 7—10%, af hrognunum. Þar að auki eru hrogn og seiði á fyrsta skeiði lífsins í stöðugrí hættu fyrír aðvífandi fiskum og fuglum, ísreki o. fl. Aftur á móti frjóvgast 97—100% hjá vÖnUm klakmanni. Svo þegar þar við bætist, að hrogn og seiði eru varðveitt innan 4 veggja klak- hússins, yfir allan hættutímann, þar til þau eru sjálfbjarga, sést hinn mikli munur. *) þ. e. þeirra manna, sem veiða lax í sjó. fslenska ölið h«ör bhsm lof ttlhtt MjteBda F«t 1 SOmn 'rmkaa- nzn og y$StíagahúawBa ölgerðin Egill Skallag'rlmssoxi P.WJacobsenfcSðn Timburverslun. Símnefni: Granfuru. StofnaC 1824. Garl KðbmhAYB. Afgreiðum frá Ksuprnannahöfn bæöi stórar og litlar pantBnlr og heila skipsfarma frá Sviþjóð. Sis og umboðssalar annaat pantaafa*. EIK 08 SFNI I ÞILFAR TIL &KIPA. t; :: ÞAKKARÁVARP. Horfur laxamálsins í Noregi má nokkuð ráða af nefndaráliti milliþinganefndar er starfaði i haust að breytingum á laxveiði- löggjöfinni. Fékk nefndin miklar áskoranir frá báðum megin aðil- um, sjóveiðimönnum og árveiði- eigendum. Vildu aðrir 2 daga, en hinir 4 daga vikufriðun. Studdu allir sérfræðingar 4 daga friðun og töldu það eina frambærilega úrræðið, til að bjarga laxastofn- inum frá tortímingu. Sjóveiði væri svo rótgróin, að hana væri því miður ekki hægt að banna. I nefndinni náðist ekki sam- komulag um meira en 3 daga vikufriðun, en aftur á móti lagði nafndin það til, að skattleggja laxinn um 2% (brúttó) til klaks og annars kostnaðar, við laxa- málin. Er þetta framkomið vegna þess, að flestir sjóveiðimenn hafa ekki viljað eyrisvirði á sig leggja til klakmála. Þessi reynsla Norðmanna bend- ir ótvírætt á eftirtalin atriði: Laxveiði í sjó er afarhættuleg fyrir stofninn, en ekki að sama skapi arðsöm (sbr. 100 kg. í fleygnót á ári). Ætti að vera bönnuð. Sömuleiðis ádráttarveiði, við árósa og í ám. Lagnet notuð með 4 daga vikufriðun, og ekki lengra framí á en Vs hluta að miðstraumslínu. Eftir því sem þekking og hugvit eykst á út- búnaði veiðitækjanna, því stærri hætta er á, að meira sé veitt, en laxastofninn þolir, er því ekki um annað að gera en setja strang- ari friðunarreglur. Stangaveiði er sú eina veiði- aðferð, sem ekki virðist ganga of nærri stofninum, þó engin sé vikufriðunin. Getur þessi hug- næma veiðiaðferð verið mjög arð- söm, ef einungis er beðið litla stund (fá ár) meðan verið er að koma upp góðum laxastofni. ólafur Sigurðsson Hellulandi. -----o---- t linar Wkssi Bændaöldungurinn Einar Friðriks- son í Reykjahlíð við Mývatn lést að hejmili sinu 6. september s. 1. í hárri éJJi, næstum 90 ara gamall. Var hann íæddur 13. apríl 1840 í Hrapppstaða- seli á Fijótslieiði við Bárðardal. For- eldrar iians Friðrik og Guðrún Um leið og eg óska íbúum Hraunhrepps í Mýrasýslu gleði- legs árs og þakka fyrir liðna og liðnu árin, minnist eg, að þeir og maður í Reykjavík hafa rutt mér braut til velmegunar með miklum fjárgjöfum og stutt mig á marg- an hátt til sjálfstæðis. Þetta kær- leiksverk bið eg Guð að launa á hagkvæmasta hátt og blessa mér. — Þá nöfn gefenda séu hér ekki skráð er trúarfullvissa mín, að þau séu það óafmáanlega hjá drottni drottnanna, sem blessar öll kærleiksverk. Ritað að Skálanesi 1. jan. 1930. Sigurður Þórðai-son og fjölskylda. uoð jorð í Rang'árvallasýslu til sölu. Laus úr ábúð frá næstu fardög’um. Ólafur Þorgrímsson Aðalstræti 6 Reykjavík Bími 1825 Tófuyrðlinga kaupir í ár eins og að undanförnu Isl. refaræktarfél. u l.juggu þar lengst af á smájörð við lítil efni. Einar hlaut því frá æsku að ryðja sér braut af eigin ramleik og treysta á sjáifan sig. Hann gift- ist árið 1868. Guðrúnu Jónsdóttur frá Baldursheimi; ágætiskonu, sem látin er fyrir 4 árum síðan. þau hjón hjuggu nálega i aldarfjórðung í Svartárkoti, fremsta bæ í Bárðardal, upp við Ódáðaliraun. Eignuðust þau 14 börn, 5 dóu í æsku, en 9 komust til fullorðinsára. þessum barnahóp fleyttu þau einangruð og af eigin ramleik á öræfa-koti. þrekraunir ein- yrlyabúskaparins hvetja til hug- kvæmda og karlmensku; og æfistarf Einars ber vott um, að í honum var ósvikinn manndómur. Árið 1895 fluttu þau hjónin frá Svartárkoti að höfuðbólinu Reykja- hlíð við Mývatn, keypt.u þá jörð og bjuggu þar til 1911, að 4 börn þeirra slciftu jórðinni á milli sín til bú- skapar. En æfikvöldið var gömlu hjónunum friðsælt eftir dáðríkt og drengilegt æfistarf. Revkjahlíð er í þjóðhraut, eins og kunnugt er, og heíir þar marga menn að garði borið, innlénda og eiienda. þess vegna er mörgum kunnugt iiversu gift.usamlega þessum bjónum íiefir tekist að reisa sér þar óhrotgjarnan minnisvarða. Einar var eljumaður til búskapar, verklaginn og hagur á tré og járn, ör til verk- legra umhóta og nýjunga á þeim sviðum. Engrar fræðslu naut hann i æsku, en þó benda ýmsar fram- kvæmdir hans á sjálfstæða athugun; einkum að því er snerti silungsklak og ræktun veiðivatna; munu afrek hans á þeim sviðum ávalt þykja merkileg. Haustið 1883 gerði Einar í Túnanutn koma auglýsingar fyrir augu fleiri mauita, eu í jjgg nokkru öðru blaði landsins fyrstur manna tilraun til að flytja frjóvguð silungahrogn úr Mývatni í Svartárvatn; en á milli þeirra vatna er næstum dagleiö. þó hafði hann aldrei heyrt gelið _um aðferðir til þess. þessum tilraúnum hélt hann á- iram í nokkur ár, enda báru þær mikinn og góðau árangur. í Svartár- vatni var áðúr lélegur smásilungur, en við. klakið breyttist hann og þroskaðist stórum, og vciðin marg- íaldaðist í Svartárvatni. —- Einstöku menn i þingeyjarsýslu fóru að dæmi Einars í þessu efni, áður en farið var að stunda silungsklak í Mý- vatni i stærri stýl nú á síðustu ár- um. Á þessu sviði var Einar Frið- riksson fvrsti forgöngumaður; og þess vegna mun hans jafnan verða minst méð þökkum. Á búskaparárum sínum í Reykja- lilíð vann Einar einnig með elju og áhuga að jarðabótum með aö- stoð sona sinna. Fyrir því mun hon- um vorða skipað á hekk með iremst.u lapdnámsmönnum nútimans, sem æðrulaust leggja höndina á plóginn, og láta enga stund fara til ónýtis. P■ ---o---- ReyljaTÍk Síiui 249 Niðursuðuvðrur vorar; KJtlt......i 1 kg. og >/2 kg. dósum K»ffl .... - 1------1/2 — - Bayjarabjág'n 1 - - >/2 - Flskabollnr - l - - 1/2 — Lax........- 1 - - 1/2 - hljótu almenningslof Ef þér hafið ekki roynt rörur þessar, þá gjörið það nú. Notiö innlendar vörur freinuren erlendar, með þyl gtuðlið þór að þvi, að íslendiugar rerði ijálfum sér nóglr. Pantantr afgreiddar fljótt og vel hvert á land sem er. Trúlofunarhringar wl Sent út um land segn póstkröfu. Jón Sigmundsson, gullsmiður Sími 383. — Laugaveg 8,. Ritstjóri: Gísli (Suðmundsson. Hólatorg'i 2. Sími 124S. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.