Tíminn - 01.02.1930, Blaðsíða 4
¥f MINN
Sáðvörur
Eins og undanfarið munum vér í ár gera allt, sem hægt er,
til þess að tryggja bændum góðar og heppilegar sáðvörur —
grasfræ, sóðhafra og sáðbygg.
Vér kaupum grasfræ frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Dan-
mörku og Kanada og sáðhafra og sáðbygg frá Noregi.
Á komandi vori munum vér selja tvennskonar grasfræblöndu,
aðra fyrir valllendis og harðvellisjarðveg og hina fyrir mýrlendi.
Grasfræblöndur vorai' eru samsettar í samráði við hr. Klem-
enz Kristjánsson tilraunastjóra við grasræktarstöð Búnaðarfélags
íslands á Sámsstöðum.
Öllum kaupendum eru greiðlega látnar í té ítarlegar upplýs-
ingar um uppruna, blöndun og gróðrarhæfi grasfræsins.
Athugið vel hvers virði góðar sáðvörur eru fyrir jarðræktina.
Sendið oss fyrirspurnir og pantanir.
Samband ísl. samvinnuíél.
Östertag-Werke
peningaskápar.
og hurðir fyrir múraða klefa. — Heims-
ins fegurstu og fullkomnustu peninga-
skápar, þó ódýrastir. Hafa fengið verð-
laun í Chicago, St. Louis og Mailand.
Þýzki ríkisbankinn notar þá eingöngu. —
Skáparnir fást af mismunandi stærð og
mismunandi verði. •— Við síðustu útboð
hafa þeir alltaf sigrað. — Islandsbanki,
kaupmenn og einstaklingar hafa nú þeg-
ar keypt marga af þessum skápum. —
Allar upplýsingar fúslega gefnar.
Umboðsmaður fyrir Island:
Halldór Sigurðsson
Austurstræti 14.
Reykjavík.
20
StJórnarfrumvHrpiii
Stjómin hefir lagt fyrir þingið
frumvörp, 21. að tölu og mun von á
nokkrum enn.
Fyrst má telja frumvörp, sem
koma fram jafnan á hverju þingi:
Frv. til fjárlaga, fjáraukalaga og
samþykktar landsreikninganna. A
fjárlagafrumvarpinu fyrir 1931 er
nálega 60 þús. kr. tekjuafgangur.
Gjöldin eru áœtluð rúml. 12 milj.
króna. Helztu nýmœli: Viðlagasjóðs-
lán falla niður, af því að sjóðurinn
liverfur nú inn í Búnaðarbankann.
Tekjur af útvarpi eru áætlaðar 100
þús. kr. en gjöld 281 þús. kr. Gjöld
til landhelgisvarna eru hækkuð um
100 þús. Til vegamála er áætluð
rúml. 1 milj. Til nýju landsshna-
stöðvarinnar 190 þús. Berklavarna-
styrkur áætlaður 800 þús. Nokkurri
fjárhæð á að verja til þess að leið-
beina um meðferð á frystu kjöti. —
Aukafjárveitingin, sem farið er
fram á fyrir árið 1928, er 1822089,15
kr. og niðurstöðutala landsreiknings
ins það ár kr. 14409723,45.
Eftirfarandi frumvörp komu fram
á þinginu í fyrra en urðu eigi út-
rœdd og eru nú aftur borin fram í
svipaðri eða sömu mynd og áður:
Frv. til sjómannalaga, óbreytt.
Frv. um framlenging á dýrtiðar-
uppbót embættismanna til 1832.
Frv. um loftskeytatæki á botn-
vörpuskipum og urn eftirlit með
loftskeytanotkun veiðiskipa. Marg-
rætt áður á þingum.
Frv. um sveitabanka, óbreytt.
Frv. um menntaskóla á Akureyri
og frv. um menntaskóla í Reykjavík.
Frumvarpið, sem stjórnin flutti í
fyrra um menntaskólana er hér
flutt í tvennu lagi, en að öðru leyti
lítið breytt. Aðalbreytingarnar eru
þær, að fella niður latínukennslu í
Akureyrarskólanum, en auka
kennslu í nýju málunum, ennfrem-
ur að fella niður ákvæðin um
„skólaráð. Eru skólaráðsákvæðin
numin brott. eftir óskum kennara í
báðum skólunum. — Menntaskólan-
um á Akureyri á að vera lieimilt,
að halda uppi gagnfræðadeild fyrst
um sinn. — Heimavistum, fyrir 40
—50 nemendur, skal koma upp í
Rvík, svo fljótt sem ástæður leyfa.
Frv. um kvikmyndir og kvik-
myndahús er lítið eitt breytt og
nokkuö aukið frá frv., sem stjórnin
flutti í fyrra um sama efni. Fyrir
kvikmyndaleyfi á að greiða 500 kr.
á ári. Dómsmálaráðuneytið skipar
þriggja manna nefnd, búsetta í Rvík,
til þess að hafa á hendi skoðun
kvikmynda. Skal einn þeirra valinn
éftir tillögum Kennarafélags Is-
lands og annar eftir tillögum presta-
stefnu. Enga mynd má sýna opinber-
lega nema með leyfi skoðunar-
nefndar. Til þess að veita börnum
og unglingum innan 16 ára aðgang
að kvikmyndasýningum, þarf sér-
stakt leyfi. Af kvikmyndasýningum
grciðist. 10% viðbótargjald, auk
skemtanaskatts. Ef mynd fær „með-
mæli" frá skoðunarnefnd, greiðast þó
aðeins 5%. Meðmælin má því aðeins
veita, að myndin hafi fræðslu- eða
listagildi meira. en venjulegt er um
kvikmyndir. Verð aðgöngumiða skal
ákveðið í leyfisbréfi.
Frv. mn breyting á yfirsetukvenna-
lögum fei' fram á nokkra hækkun
a launum yfirsetukvenna, þó ekki
eins mikla og frv. þau, sem flutt
hafa verið á undanfömum þingum
af einstökum þingmönnum. Eftir
þessu frv. hækka launin úr 385 kr.
upp í 560 kr„, úr 413 kr. upp í 588
kr., úr 441 kr. upp í 616 kr. o. s.
frv., auk dýrtíðaruppl)ótar.
Frv. um breyting á siglíngalögun-
um, óbreytt frá síðasta þingi.
Eftirfarandi frumvörp eru nýmæli
á þingi:
Frv. um eyðing refa og refarækt,
samið af milliþinganefndinni í land-
húnaðarmálum.
Frv. um lántöku fyrir ríkissjóð, að
upphæð 12 milj. kr. Verður því fé
varið til Búnaðarbankuns og fram-
kvæmda þeirra, sem ráðnar hafa
verið á síðustu þingum. Bráða-
birgðalánið enska, er meðtalið í
heimild þessari.
Frv. um sölu lands undan prests-
setrinu Borg á Mýrum. Á land þetta
að leggjast undir kauptúnið í Borg-
arnesi, til ræktunar og byggingar-
lóða.
Frv. um breytingu á kosningalög-
unum, á þá leið, að alþingiskosning-
ar í kaupstöðum skuli fara fram
fyrsta vetrardag. f fyrra var kjör-
dagur ákveðinn 1. júlí og helzt
hann á þeim tíma í sveitakjördæm-
unum. Breytingin er gjörð vegna
sjómanna, sem á sumrin vinna
fjarri heimili sínu og eiga því óhægt
með að neyta kosningarréttar á þeim
tíma.
Frv. um fræSslumálastjórn. Er
með frv. þessu fært út starfssvið
i'ræðslumálastjóra, og skal álits hans
leitað um öll skólamál, er undir
fræðslumálaráðuneytið falla. Enn-
fremur skal komið á kennslueftii'liti
í barnaskólum. Skal landinu skipt
í eftirlitssvæði og einn eftirlits-
kennari skipaður í hverju, til fimm
ára í senn. Eftirlitskennarar inna af
hendi störf hliðstæð þeim, sem próf-
dómendur nú hafa.
Frv. um byggingar á prestssetrum,
samið af kirkjumálanefndinni að
mestu leyti. Ríkissjóður leggur fram
allt að 40 þús. kr. árlega til að
byggja íbúðarhús á prestssetrum.
Ennfremur lánar Kirkjujarðasjóður
allt að 5 þús. kr. til hvers húss, og
greiðast lánin með 3%% vöxtum og
V2% afborgun ó ári. Söfnuður, sem
telur yfir 3 þús. feimdra manna,
skal koma upp íbúðarhúsi handa
presti sínum gegn þriðjungs fram-
lagi úr ríkissjóði.
Frv. um flugmálasjóð. Ska! gjalda
í sjóðinn 10 aura af hverju máli
bræðslusíldar og sömu upphæð af
hverri tunnu verkaðrar síldar og
beitusíldar. Skoðast það sem endur-
gjald fyrir síldarleit flugvéla. Tekj-
um sjóðsins skal verja til flugferða
og sildarleitar með flugvélum. At-
vinnumálaráðuneytið hefir ó hendi
stjórn sjóðsins.
Frv. um bændaskóla, samið af
milliþinganefndinni í landbúnaðar-
málum.
Frv. um fimmtardóm, er kemur í
stað hæztaréttai'.
■O
Sáðsléttur og grasfræ
Með hraðvaxandi ræktunarfram-
förum vex þekking manna og trú á
sáðslétturnar, hægt og bítandi. En
því miður ekki nema hægt og bít
andi.
þótt flestum, sem hugsa sæmilega
ítarlega um framtíð túnræktarinnar,
hljóti að vera það ljóst, að vönduð
sáðsléttun sé sú túnræktaraðíerð,
sem að verði að keppa, og bezt sé
til frambúðar, verður margt til þess
að ýmsar einfaldari skyndiaðferðir
e.ru og verða notaðar til þess að
vinna í áttina: a8 stækka túnín og
auka töðufenginn.
Fjármagn bænda og gjaldgeta er
tilfinnanlega takmörkuð. Ræktunar-
menningin, ef svo má að orði kom-
ast, er í blábernsku og óþroskuð.
Sjálfsmat manna, á eigin verkum, á
þessu sviði, er að sama skapi vægt
í kröfuin og óákveðið. Við verðum
því enn um stund að telja margs-
konar skyndiræktun — flagsléttur
og græðisléttur, lierfingu þýfis án
plægingar o. s. frv. — fyllilega
réttmæta, og örfa til hennar í mörg-
um tilfellum. En þrátt fvrir það
■verður að nota hvert tækifæri sem
gefst, til þess að ýta undir útbreiðslu
sáðsléttunarinnar, þvi hún er mark-
ið. Hinat' ómerkari ræktunaraðferð-
ir eru aðems undirbúningur og á-
íangar.
Allra síðustu árin hefir mörgum,
sem gert hafa sáðsléttur, telcizt það
allvel, og ýmsum ágætlega. Ef gera
skal grein fyrir því, hvað það sé
sem helzt hefir stutt að góðum á-
rangri, virðist mér rétt að telja að
það sé aðallega þrennt:
1. Aukin ræktunarþekking. Menn
vita nú betur en fyr, að það þarf
að vanda vel til sáðsléttnanna.
Landið þarf að vera hæfilega þurk-
að. Vinnslan verður að vera vönduð
og framkva.'md á heppilegum tíma,
og áburðurinn mó ekki vera af
skornum skamti. Sáningin vönduð
o. s. frv. Og sem betur fer, eru
menn farnir að breyta eftir því, sem
þeir vita uin þessa hluti.
2. Síðustu ár hefir veðrátta verið
að mörgu leyti mjög hagstæð fyrir
sáðgróður og sáðsléttun. Hjálpar það
mjög til þess að misfellumar verði
minni og árangur góður.
3. Á síðustu árum hefir verlð gert
meira að því en nokkru slnni fyr,
að útvega bændum gott og hoppllegt
grasfræ. Mun það eiga sinn þátt í
því, hve sóðslétturnar heppnast nú
víða vel.
Hið síðastnefnda atriði mun ef til
vill einhverjum þykja vafasamt, en
eg hilca ekki við að nefna það og
dvelja ofurlítið við ýmislegt þar að
lútandi.
Mér er fullljóst, að sú fullyrðing,
að nú sé meira vandað til grasfræs-
ins en oft áður, stingur nokkuð í
stúf við þá staðreynd, að undanfar-
ið hafa einstöku menn, sem vafa-
laust hafa nolckurt vit á þessu máli,
alið á því í ræðu og riti, að mjög
mikið af þeim misfellum, sem væru
á sóðsléttunum víða um land, væri
fyrst og fremst grasfræinu að kenna.
Hefir því um leið verið slegið fram,
að gæði grasfræsins væi’u ef ti) vill
takmörkuð vegna þess, að þeir, sem
með það verzluðu, gerðu það til
þess að græða á því. Ályktunin er
rétt, ef ekki væru til menn sem
hefðu víðari sjóndeildarhring, en
eigin stundarhag. Sem betur fer eru
þeir til. Mér er auðvitað ekki kunn-
ugt um gerðir allra þeirra, sem
verzla með grasfræ á einn eða ann-
an hátt, en geta má þess, að sú
verzlun, (Samb. ísl. samvinnufélaga),
sem mest hefir selt af grasfræi síð
ustu árin, mun tæplega hafa slopp-
ið skaðlaus við þá verzlun, ennþá
sem komið er. Mikið má það vera,
ef aðrar verzlanir, s.em við grasfræ-
sölu hafa fengist, hafa orðið feitar
af því.
Eins og kunnugt er, er ennþá ekki
í annað hús að venda með grasi'ræ-
kaupin, en að kaupa útlent grasfræ.
En hér hentar bezt að nota í gras-
íræblandanir allmikið af ýmsum
írætegundum, sem eru lítið notaðar
annarsstaðar ó Norðurlöndum. Eru
þess vegna mikil takmörk á því,
live mikið og gott fræ er hægt að
útvega af sumum tegundunum, að
minnsta kosti ef halda skal fast við
þá reglu að krefjast þess, að fræið
sé ræktað i norðlægum löndum. En
það mun engum vafa undirorpið, að
sú krafa ó afai-mikinn rétt á sér.
Fræ frá Ástralíu eða Suður-þýzka-
landi verður alltaf vafasamt til rækt-
unar á okkar norðlæga íslandi.
þegar frænotkunin er farin að
skii'ta tugum tonna, eins og nú er
orðið, er það töluvert vandamál að
sjá fyrir nægilega miklu af góðu og
heppilegu fræi. það sem mest er um
vert er að bændur hugleiði og geri
sér ljóst, að slæmt fræ verður altaf
dýrt, hversu „ódýru“ verði sem það
er keypi. Eg vil skýra þetta með
dæmi, gripnu beint úr veruleikanum.
Ein af þeim fraitegundum, sem
mest eru notaðar hér á landi, er fræ
ai' háliðagrasi. Sérstaklega þykir það
ómissandi til sáningar í mýrlendi.
Er það að jafnaði þriðjungur fræ-
þungans þegar blandað er fræi í
slíka jörð. þó hefir það því miður
komið fyrir einstaka sinnum, að lít-
ið eða ekkert liefir verið af káliða-
grasi í fræblöndu, sem seld hefir
verið. Háliðagrasfræið er mjög vand-
gæft með það, hve erfitt er að
hreinsa. það> og oft er tiltölulega
mikið af þvi algerlega dautt og ó-
hæft til spírunar og gróðurs. það
þykir gott þegar ekki eru nema 20%
af rusli í háliðagrasfræinu, og ef
80% af því sem eftir er, þegar ruslið
hefir verið talið frá, spírar. En ef
reiknað er með þessum tölum verða
í 100 kg. af slíku lræi ekki nema 64
kg. af raunverulegu verðmætu fræi.
Eg hefi verið að leitast fyrir um
háliðagrasfræ til notkunar á kom-
andi vori. Á borðinu fyrir framan
mig liggja tvö tilboð. Munurinn á
þeim er athyglisvorður, þótt. bæði séu
þau fró merkum fræverzlunum.
Frá öðrum staðnum býðst fræ sem
i eru 48% af rusli, og af hreina fræ-
inu spíra 65%. það kostar í inn-
kaupi ca. kr. 1,7.5. í 100 kg. af þessu
l'ræi eru aðeins 33,8 kg. af nothæfu
fræi. Hið raunverulega vei'ð á kílói
af því sem er nothæft af fræinu
vcrður kr. 5.18.
Frá hinum staðnum býðst fræ
sem í eru 30% af rusli, og af hreina
fræinu spíi'a 80%. það kostar í inn-
kaupi ca. kr. 2,40. í 100 kg. af því
fræi eru 56 kg. af nothæfu fræi. —
Vérðið á kílói af nothæfa fræinu
verður kr. 4,28, eða 90 aurum ódýr-
ara en fyrtalda fræið, sem þó er
langt.um ódýrara í innkaupi, ef litið
er eingöngu á verðið á kg., eins og
oft vill verða.
En það er ekki nóg með það, að
„ódýra“ fræið sé langtum dýrara.
Ef bóndi kaupir „ódýra" fræið og
Auglýsið í Tímanum
(y^cyxyxyxyxyxyxy^
sáir. þvi, 40 kg. á ha., þá grær ekki
upp af nema 13Vi kg. Sléttan verður
illa svikin. Árangurinn afleitur, og
trú ■ bóndans á sáðsléttunaraðferðina
ef til vill lömuð um nokkur ór.
El' annar bóndi kaupir „dýra" fræ-
ið — sem raunverulega er ódýrara
— og notar sama sáðmagn, þó grær
upp af 22,4 kg. af fræinu á ha. hjá
honum. Sú slétta hlýtur að bera af
hinni fyrri, þótt í báðum dæmunum
sé eflaust of lítið að gera ráð fyrir
40 kg. sáðmagni á ha. Niðurstaðan
verður alveg sú sama þó háliðagras-
fræinu sé ekki sáð einsömlu, en sé
blandað saman við aðrar tegundir
eins og vanalega á sér stað hér á
landi.
Eg er ekki í vafa um, hverju
binna umræddu tilboða beri að taka,
hvað bændum og jarðræktinni sé
fyrir beztu, og eg vona að enginn,
sem kaupir grasfræ til innflutnings
sé í vafa þegar eins stendur á. En
þetta dæmi sýnir líka, að það er
hægt að græða á því — í hili — að
selja lélegt grasfræ i skjóli þeirra,
sem selja gott fræ og verða þess
vegna að selja það töluvert dýrt.
Ef þessar línur gætu orðið til þess
að sannfæra einhvern bóndann um
það, að grasfrækaupin eru ekki ein-
göngu undir verði fræsins komin, þá
hafa þær gert tilretlað gagn. það er
ekki vist, að það fræið. sé í raun
og veru dýrara, sem kostar kr. 3,50,
en hitt sem ef til vill kostar ekki
nenia kr. 3,00 kílóið.
Reykjavík, 22. janúar 1930.
Árnl G. Eylands.
-----O----
RitBtjói’i: Gísli ttuðrauáideaon.
Hólatorgi 2. Sími 124*.
Prentsmiðjan Acta.
Úr bréfam.
i.
Póstskiliu. Eftirfarandi bréf hafa
Tímanum m. a. borist fyrir nokkru
viðvíkjandi póstskilunum í landinu:
„Eftir ósk þinni í Tímanum nýlega
vil eg benda á eitt dæmi um af-
greiðsluna á pósthúsum landsins. Við
hér eystra liöfum ekki séð Reykja-
víkurblöð síðan fyrstu dagana í okt.,
t. d. Tímann fró 5. okt. Næsta póst-
ferð beint liingað var Esja frá Rvík
28. okt. og var hún hjer í gærkvöldi.
Átttu nú allir von ó þriggja vikna
forða af blöðum, og sendi eg á póst-
húsið, en fæ það smr til bakt, a8
enyin blöð hafi komið hingað með
Esju frá Reykjavik. Síðar í iag fi:
jeg þær fréttir hjá póstafgreiðslu-
manninum hér, að blaðanóstui Fá-
skrúðsfjarðar liggi á Reyðarhrði. en
Reyðarfjarðarpóstur finnist hverg !
Senniiega hefir hann verið m.-rktur
Eskifirði eða Norðfirði, því að Fá-
skrúðsfjarðarpóstur \ar merktur
Reyðarfirði! Esjupóstinn frá 28.
okt. fáum við þá vonandi með Nóvu
um miðjan nóv., því það mun verða
fyrsta ferð að norðan. Verða þá
blöðin orðin 5 vikna gömul. Við er-
um ýmsu vanir hér á Austfjörðum
íneð póst. og samgöngur, en þetta
í'inst okkur óþörf iykkja á póstleið-
inni milli Fáskrúðsfjarðar og Reykja-
víkur. Eiður Albartsson".
II.
„Herra ritstjóri!
Vegna áskorunar yðar í 59. tbl.
„Tímans" leyfi eg mér að gera þá
umkvörtún að þnð eru oft vanskil á
blaðinu. Til mín koma stundum
yngri sendingar fyr en þær eldri.
Með sept. pósti sem kom þann 23.
íékk eg ekkert blað, en með þessum
pósti, sem kom þann 22., fékk eg þó
58., 59. og 61. blað, en vantar alger-
iega 54., 55., 56. tölublað, og 48. og
6. tölublað frá sumar og vetur. Hvar
6. tölublað þessa órs. Hvar þessi
blöð eru að flækjast, er alls ekki
ekki liggja á afgreiðslunni á Prests-
bakka. það er ósk mín, að öll þau
'blöð af Tímanum, sem send eru með
sama pósti væru lótin í einn stranga,
því þá er fremur von með að þau
komi.
Virðingarfylst.
Hólmi í Hornafirði, 23, okt. 1929.
Halldór Eyjólfsson
(bréfhirðingarmaður).