Tíminn - 15.02.1930, Blaðsíða 3
TÍMINN
27
rannsaka hag fslandsbanka. í
nefndinni eru Helgi Briem skatt-
stjóri og hæstaréttnrmálaflutnings-
mennirnir Stefán Jóh. Stefánsson og
Sveinbjöm .Tónsson.
Rannsókn hefir dómsmálaráðu-
neytið íyrirskipað út af framkomu
stjórnar Læknafélags íslands í sam-
bandi við veitingu læknaembætta.
F.i' pórði Evjólfssyni lögfræðingi fal-
in rannsóknin. Gœti svo fariö, að
rannsókn þessi leiddi til málshöfð-
unar nú eða síðar.
Aðalfundur Framsóknarfél. Reykja-
víkur var haldinn í Kaupþingssaln-
um þriðjud. 11. þ. m. Fundurinn var
vel sóttur og bættist við fjöldi nýrra
íélaga. Hermann Jónasson lögreglu-
stjóri var kosinn formaður félagsins
i'ii meðstjórnendur Hannes Jónsson
dýralæknir og Gísli Guðmundsson
ritstjóri. Hallgrímur Hallgrímsson
sagnfræðingur hefir verið fonnaður
télágsins í 6 ár, eða allan tímann
síðan það var stofnað, en mæltist nú
undan ondurkosuingu. Ákveðið var
að gefa kosningablaðið Ingólf úf
eftirleiðis, sem vikublað. Hefur það j
vœntanlega göngu sina á ný um
miðja næstu viku.
V antraustsyfirlýsino á ríkisstjórn-
ina hefir verið felld á tveim lands-
málafundum í Ólafsvík á Snæfells-
nesi. Á Sandi var borin frarn til-
lnga um að lýsa óánœgju yfir em-
hætaveitingum stjórnarinnar og
sömuleiðis felld. Á landsmálafundi
á Ttaufarhöfn i Norður-þingeyjar-
sýslu var samþykkt að lýsa óánægju
vfir framkomu Lroknafélagsins gagn-
a rt ííkisst jórninni.
Samvinnumótið á Ilótel Borg verð-
ur haldið næsta laugardag eins og
gjört var ráð fyrir í síðasta hlaði.
þess er að vauita, að allir samvinnu-
ínenn, som staddir eru i Rvík, taki
þátt í mótinu. Áskril'tarlistar fyrir
þátttakendur í mótinu liggja frammi:
Á afgreiðslu S. í. S. í Sambandshús-
inu, á afgreiðslu Tímans, hjá Vern-
harði Jónssyni i raftækjaverzl. Júl.
Björnssonar Austurstræti 12, hjá
gert á hluta Islendinga sem
hefði þurft að leiða til þess, að
heill landsmálaflokkur væri mynd-
aður á Islandi, með nafni og
stefnuskrá, er benti til þess að
nokkrum hluta Islendinga þætti
líklegt, að Danir væru að inn-
lima landið pólitískt, f.járhagslega
eða menningarlega.
Fulltrúar íhaldsmanna, þeir
Einar Araórsson og Jóh. Jó-
hannesson fengu nú tækifæri til
að sanna Dönum sjálfum með
rökum, að sannanlega stæði ís-
lenzku frelsi hætta af ágangi
þeirra. Var það og heppilegt fyr-
ir Mbl. að hafa til landvarnar í
þessu efni Einar Ainórsson, sem
er nálega hinn eini íhaldsmaður,
meðal hinna þekktari manna í
flokknum, sem í raun og veru er
„sjálfstæðismaður“, án tilvitnun-
armerkja. Fór saman hjá honum
góður vilji til að verja málið, góð
greind, og næg þekking á flestu
er snerti dansk-íslenzk viðskipti.
En jafnvel Einari Arnórssyni
varð um megn að sanna yfirgang
Dana á hendur Islandi, síðan
1918. Mátti heita að hann kæmi
engum vömum við. Jóh. Jóhann-
esson tók í það eina skifti til
máls á fundinum, og benti á
hættu þá er jafnréttið hefði or-
sakað Islandi, ef orðið hefði úr
stórfelldri togaraútgerð Itala í
Færeyjum. En þá kom í ljós að
Danir höfðu sett hjá sér löggjöf
til að hindra þá hættu fyrir ís-
lenzkan sjávarútveg. Lauk svo
þeirri fyrstu brýnu á þann veg,
að fulltrúar íslands gátu ekki
bent á nokkurt raunverulegt
dæmi um danskan „impeiialisma“
á íslandi eftir að sambandslögin
voru gerð.
Mér þótti að vísu málatilbún-
aður Mbl.flokksins ekki þannig, að
hann ætti mikinn rétt á sér í
þessu efni. En er eg sá að landar
mínir, þeir E. A. og Jóh. Jóh.
voru nauðulega staddir, lagði eg
þeim það liðsyrði, að þótt ekki
væri hægt að sanna að Danir
hefðu enn notað hinn sameigin-
lega þegnrétt Islandi til skaða, þá
væri samt í jafnréttisákvæðinu I
„fræðilegur möguleiki“ fyrir j
Itristjáni Kristjánssyni skjalaverði
Alþingis, í mötuneyti stúdenta
Kirkjutorgi 4 og Móhnksverzl. Ilekla,
Laugav. 6.
Gkjstir í bænum: Sigurður Stein-
þórsson kaupfél.stj. í Stykkishólmi,
Halldór Ásgrímsson kaupfél.stj. i
Borgarfirði, Jón þórarinsson bóndi í
Hvammi í Dýrafirði, Jón Guðmunds-
son bóndi í Ljárskógum í Dalasýslu.
Nýfarnir eru héðan af fundi Sam-
bandsstjórnar kaupfélagsstjórarnir
Sigurður Bjarklind í Húsavík og
þorstcinn Jónsson á Reyðarfirði. Með
Esju siðast fór héðan Hólmsteinn
1-lelgason útgjörðarmaður á Raufar-
höfn, er hér hafði dvalið um tíma.
Vifllús Guðmundsson gestgjafi í
Borgarnesi, verður einn þeirra, sem
annast veitingar á Aiþingishátíðinni
í sumar.
Slys vildi til hér í Reykjavík
kvöldið 10. þ. m. Maður að nafni
Guðmundur Brynjólfsson, járnsmiður
í Hamri, réð sér bana með skamm-
byssuskoti. Guðmundur var ungur
maður.
Félag ungra Framsóknarmanna
heldur fund i Snmbandshúsinu
þi'iðjudaginn 18. þ. m. kl. 8% sið-
degis. íslandsbankamálið verður
til umræðu.
----o----
Alþingi
Frumvörpin um íslandsbanka
komu til 2. umræðu í neðri deild síð-
astliðið mánudagskvöld og stóðu um-
rœður til kl. hálf þrjú um nóttina.
Bankanefndin hafði klofnuð í mál-
inu. Meirihlutinn, Hannes .Tónsson,
Héðinn Valdimarsson og Sveinn
Óláfsson, lagði lil að bankinn yrði
tekinn (il gjaldþrotaskifta. Minni-
hlutinn, Magnús Guðmundsson og
Ólafur Thors, hélt aftur á móti fast
\ið tillögur sínar, sem voru á þá
leið, að ríkið skvldi leggja bankan-
stærri þjóðina, að bera hina fá-
mennari ofurliði.
Fulltrúi danskra íhaldsmanna í
nefndinni, Ilendriksen stórkaup-
maður, benti á, að honum væri
ókunnugt um eitt einasta tilfelli,
þar sem danskt fjármagn hefði
leitað til íslands, nema eftir
beiðni Islending'a sjálfra. 0g vit-
anlega væri ekki hægt að áfella
Dani fyrir að vinna Island með
t'járlánum, ef ekki væri um ann-
an fjármagnsinnfluttning að ræða,
en þann sem íslendingar bæðu
um, í fyrirtæki er þeir stýrðu
sjálfir á Islandi.
Umræður voru hóflegar en al-
varlegar um þetta mál. Og þeim
lauk svo, að jafnvel hinn fær-
asti málsvari Mbl.stefnunnar ís-
lenzku, E. A., gat engum vönium
eða afsökunum komið við, til að
réttlæta það framferði íslenzkra
íhaldsmanna, að stofna flokk,
með nafni, stefnuskrá og mála-
fluttningi, sem gæti verið viðeig-
andi og jafnvel lofsamlegur, ef
danska þjóðin væri í raun og
veru að gleypa íslendinga. Einn
merkur stjómmálamaður í Dan-
mörku sagði út af pólitík Sig.
Eggerz og ólafs Thors, að það
væri nýstárlegt að reyna að
byggja upp pólitískan flokk á
gagngerðum ósannindum um er-
lenda þjóð.
Hin fyrri ár dansk-íslenzka
sambandsins var góður friður
milli þjóðanna. Héldu báðar þjóð-
irnar vel sáttmála sinn, og í
stað gamallar danskrar fyrirlitn-
ingar, og íslenzks haturs þróað-
ist gagnkvæm velvildartilfinning
sem vel fer á milli frændþjóða
og nábúa. Kynni þau sem dansk-
ir stjómmálamenn fengu á Is-
landi við komu Dana á lögjafnað-
amefndarfundi sköpuðu skilyrði
fyrir fjárhagslegri samvinnu sem
var til gagnkvæmra hagsmuna,
og ekki fylgdi neinn innlimunar-
blær. Hvað eftir annað gengu
dönsku lögjafnaðarmennimir
fram í að styðja íslenzlt fjár-
málafyrirtæki, eftir íslenzkri
beiðni.
Þannig hjálpaði socialistinn
Hans Nielsen Sigurði Eggerz til
u'm til 3 milj. kr. hlutafé og óbyrgj-
ast innlánsfé og annað innslæðufé
bankans. Héðinn Valdimarsson hafði
framsögu af hálfu meirahlutans en
Ólafur Thors af hálfu minnahlutans.
Frá fjármálaróðherra kom fram
hreytingartillaga á þá leið, að ráð-
herra skyldi heimilt að fresta fram-
kvœmd gjaldþrotaskiftanna til 1.
mai'z n. k. Gaf ráðherrann þá yfir-
lýsingu, að hann ætlaði sér að nota
þann frest, sem gefinn væri, með til-
lögunni, til þess að láta fara fram
rannsókn á hag bankans. Leiddi sú
rannsókn í ljós, að tiltækilegt væri
að halda áfram starfsemi bankans,
myndu væntanleg lög um skiftameð-
ferð okki \erða látin koma til fram-
kvæmda.
Frumvarp íhaldsmanna um liiuta-
fjárframlag og ábyrgð ríkissjóðs, var
fellt með 17:11 atkv. Greiddu íhalds-
monn atkvæði með því, en Fram-
sóknarmenn, Jafnaðarmenn og Gunn-
ar Sigurðsson á móti.
Tillaga fjármálai'áðhcrra um að
fresta framkvæmd skiftameðferðar-
innar, var samþykkt með 18:3 atkv.
Greiddu .Tafnaðarmenn einir atkvæði
gegn henni.
Var frumvarpk Hannesar .Tónssonar
og Sveins Ólafssonar þvínæst vísað
til 3. umræðu með 17:8 atkvæðum.
Greiddi íhaldsflokkurinn atkvæði
gegn frumvaipinu, að undanteknum
Einari Jónssyni og Jóni Ólafssvni,
som ekki greiddu atkvæði og Magn-
úsi Jónssyni, sem farinn var ai'
fundi.
Svo var til ætlast, að bankamálið
kæmi til 3. umræðu næsta dag, en
til þess þurfti afbrigði frá þingsköp-
um. Tók forseti málið á dagskrá. En
þá óskaði Magnús Guðmundsson að
málinu yrði frestað, og féllst fjár-
málaráðherra á það, enda munu i-
haldsmenn hafa verið búnir að láta
á sér skilja, að þeir myndu neýta
atkvæðamagns sins til þess að synja
fi'umvarpinu um afgreiðslu þann
dag.
A miðvikudag kom frumvarpið
að fá mjög hagkvæman samning
við Lramsnæs í'jáimálaráðherra
um imistæðu danska ríkisins í
íslandsbanka (ca. 5 miljónir).
tíami Hans Nielsen hjálpaði Is-
landsbanka og Hjalta Jónssyni
til að koma upp hinni miklu kola-
lyftu við Reykjavíkurhöfn. Kragh
hefir að því er virðist a. m. k.
tvisvar hjálpað íslandsbanka
með að fá erlent fjármagn, fyrst
ameríska lánið frá National City
Bank, þai' sem ein miljón varð
föst í bankanum, og síðastliðið
vor til að fá loí'orð fyrir ca.
einni miljón danskra króna handa
hinni svoneí'ndu veðdeild Islands-
banka. Fyrsta árið, sem fulltrúi
danskra íhaldsmanna, Hendrik-
sen, átti sæti í lögjafnaðarnefnd
útvegaði hann hjá dönskum
stórbanka lán það sem Hotel
Borg er byggð fyrir. Um pro-
fessor Arup, fulltrúa frjáls-
lyndra manna í nefndinni, er það
að segja, að hann hefir hjálpað
fjölda íslenzki’a námsmanna í
Khöfn með alveg óvenjulegri
mannúð og drengskap. Að lokum
má geta þess, að tveir af þekkt-
ustu mönnum Mbl.flokksins, þeir
Jón Þorláksson og Kn. Zimsen
hafa báðir fengið stór lán í hús-
byggingar sínar hjá dönskum á-
byrgðarfélögum, með kjörum,
sem munu hafa verið óvenju hag-
felld.
Hér er að ræða um óvenjulegt
utanríkismál. Frjálsai’ og vel
menntar þjóðir umgangast hver
aðra með kurteisi og velvild.
Ekkert þykir í milliríkjaviðskift-
um ósæmilegra, en að gera ná-
búaþjóð tortryggilega. Og þessi
verknaður verður sérstaklega
hættulegur, ef tortryggnin er á
engu byggð.
Hér hefir þá af hálfu leiðtoga
íhaldsflokksins, verið framin óaf-
sakanleg yfirsjón gagnvart vin-
samlegri nábúaþjóð. Sig. Eggerz
og Ólafur Thors hafa reynt að
byggja flokk sinn á þeim grund-
velli, að Danir væru að vinna Is-
land undan Islendingum með læ-
vísi og yfirdrepsskap. Fulltrúar
íhaldsflokksins hafa orðið að
gera grein fyrii’ ástæðunni til
loks til 3. umræðu og stóð hún fram
undir miðnrotti. Höfðu Magnús Guð-
mundsson og Ólafur Thors þá borið
fram nokkrar hreytingartillögur m. a.
um það, að rannsóknarnefnd ís-
landsbanka skyldi skipuð af banka-
stjórn Landsbankans, en ekki fjár-
málaráðherra. En breytingartillög-
ui'nar féllu allar við atkvæðagreiðsl-
una. Var frumvarpið samþykt og af-
greitt til efri deildar með 16 atkv.
gegn 10. Á móti því voru Gunnar
Sigurðsson og íhaldsflokkurinn allur
að undanteknum Einari Jónssyni og-
•lóni Ólafssyni, sem sátu hjá eins og
við 2. umræðu.
í gair átti frv. að koma til 1. um-
ræðu í efri deild, en úr því gat ekki
orðið vegna þess, að íhaldsmenn
synjuðu um afbrigði.
l'm miðja vikuna barst ríkisstjórn-
inni símskeyti frá bæjarstjórn Vest-
mannaeyja, um það að vandræði
stæðu fyrir dyrum, vegna lokunar
íslandsbanka, ef eyjabúum yrði ekki
á einhvern hátt séð fyrir lánum á
vertíðinni. Forsætisráðherra svaraði
um hrol, að stjórnin myndi gjöra
ráðstafanir til þess að bjarga at-
vinnuvegi Vestmannaeyinga. Um há-
degi í gæi' var svo að tilhlútan ríkis-
stjórnarinnar útbýtt frá meirihluta
sjávarútvegsnefndai' í noðri deild
frumvarpi svoliljóðanda:
„Ríkisstjórninni heimilast að ábyrgj-
ast rekstrarlán, sem Landsbanki ís-
iands veitir á yfirstandandi vertíð,
sem nemi allt að einni miljón króna,
einstökum útgerðarmönnum eða fé-
lögum, sem viðskipti hafa haft við
íslandsbanka, gegn tryggingum í
væntanlegum afla. Hámark lánveit-
inga má ekki fara fram úr þvi, sem
Landsbanki íslands hefir iánað und-
anfarið út á afla, miðað við skip-
pund.
Lög þessi öðlast þegar gildi".
Frumvarp þetta gekk í gær gegu
uin 3 umræður í báðum deildum, og
er heimildin því samþykkt
Andmæli gegn frv. komu aðallega
frá Jóni þoilákssyni, sem hélt því
tortrygg'ninnai' fyrir fulltrúum
þeirrar þjóðar, sem að ástæðu-
lausu hefir verið móðguð. Full-
trúar íhaldsmanna hafa staðið
orðlausir, að verja hina ósönnu
tortryggni. En framkoma þeirra
hefir kastað dökkum skugga á
ísland og' Islendinga.
Yfirsjón íhaldsmanna liggur í
þvi, að þeir gleyma að ísland
hefir nú um nokkur ár verið
frjálst og sjálfstætt land. Þá
minnir að Island sé ennþá hluti
af danska ríkinu, og að þeir geti
beitt við Dani sama orðbragði
og ástæðulausri tortryggni eins
og þeir beita við okkur andstæð-
inga sína í innanlandsátökunum.
Af sama misskilningi er það
sprottið, að þessir háværu og
glamurskenndu ásækjendur sam-
bandsþjóðarinnar leita til Dan-
merkur í öllum meiriháttar vand-
ræðum. Áður er sýnt hversu S.
Eggerz og Eggert Claessen hafa
sótt lán eftir lán til Danmerkur.
Og' þegar banki þeirra stöðvað-
ist á dögunum var fyrsta neyðar-
skeytið sent danska ríkinu, til að
biðja um hjálp.
Þessi tegund af íslenzkri utan-
ríkispólitík verður að hætta.
Borgarar Islands verða að heimta
það af hvaða stjórnmálaflokki
sem starfar í landinu, að komið
sé fram með festu og kurteisi
gagTivart öllum erlendum þjóð-
um, og að aldrei sé beitt ástæðu-
lausri tortryggni og ósönnum að-
dróttunum gegn nokkurri erlendri
þjóð.
Takist ekki að ala íslenzku
þjóðina upp í þeim manndómi, að
hún muni eftir frelsi sínu, mum
eftir sóma sínum, muni eftir að
uppfylla heiðarlega sambúðar-
skylduna við allar vingjarnlegar
þjóðir, þá er vonlaust um að sá
draumur rætist, að Island verði
um ókonmar aldir frjálst land, í
nánum vináttutengslum við allar
þjóðir, en ekki sízt við þær þjóð-
ir, sem eru Islending-um næstar
að frændsemi.
Ekki verður hjá því komizt
að geta þess, að framkoma Sig.
Eggerz, Mbl. og samherja þess,
er búin að gera landinu stórtjón.
Dragið ekki
til morguns
það sem þér getið gjört í dag
Líftryggið yður!
A N D V A K A
Sími 1250
fram, að fénu myndi vera varið gá-
lauslega, ef ríkisábyrgð yrði veitt.
Scx ihaldsmenn i neðri deild og
fjórir i efri deild sótu hjá við at-
kvæðagreiðsluna.
-----O----
Þjónustan við íslandsbanka.
Allur íhaldsflokkurinn 1 efri
deild synjaði þess í gær með
nafnakalli, að deildin fengi að
ræða frumvarpið um Islands-
banka. Með því er málið tafið um
einn dag að minnsta kosti. Áður
hafa ihaldsmenn fundið mjög að
því, að málinu væri ekki flýtt
nógu rnikið. Þegar um það er að
ræða að veita ábyrgð fyrir 1
miij. kr. láni úr Landsbankanum,
til að koma í veg fyrir atvinnu-
stöðvun í Vestmannaeyjum, ótt-
ast Jón Þorláksson, að gálauslega
verði með féð farið. Islandsbanka
einum er eftir þessu trúandi til
að misnota elcki ríkisábyrgð! Eitt
enn, sem ekki má gleymast: Tíu
íhaldsmenn á Alþingi hafa sann-
anlega neitað að leggja lið sitt
til þess að hindra yfirvofandi
neyð. Dýr gæti hún orðið land-
inu þjónustan við íslandsbanka.
Munið
samvhmumótið á Hótel Borg
næstkomanda laugardagskvöld.
Danir finna, að þeir hafa verið
hafðir fyrir rangri sök af hin-
um háværu, ábyrgðarlausu skraf-
skjóðum og skriffinnum Mbl.-
flokksins á íslandi. Fregnir frá
Danmörku herma að viðhorfið til
íslands sé ekki hið sama og áð-
ur. Eitt af dæmunum sem sýnir
hið breytta viðhori', er uppsögn
Privatbankans á skuld Islands-
banka, nokkrum dögum áður en
íslandsbanki lokaði. Litlu eftir
að bréf það var skrifað í Khöfn,
hrundu hlutabréf Islandsbanka í
verði á kauphölhnni í Khöfn, og
þaðan fluttist svo brotaldan heim
að dyi'um bankans. Mætti vera að
iSig'. Eggerz og Ólafur Thors
mætu í þessu sambandi minnast
þess, að þeir hafa látið blöð sín
og flokk á fölskum grundvelli
liefja árásir, á vingjamlega
frændþjóð. Má vera að þeim lær-
ist, að slíkt framferði getui' eng-
um flokki, og engi’i þjóð haldist
uppi, án þess að mein verði að.
Framsóknarflokkurinn hefir
oi'ðið að marka framtíðarveginn
fyrir þjóðina alla í nálega öllum
innanlandsmálum. Það er bersýni-
legt, að frelsi og sæmd landsins
glatast, ef þeim flokki auðnast
ekki að fara hinu sama fram í
utanríkismálunum. íslenzka þjóð-
in á ekki að finna til, og finnur
ekki til, sem undirlægja nokkurr-
ar annarar þjóðar. Þvert á móti
finna allir sæmilegir Islendingar
til þess að þeir standi hverri ann-
ari þjóð jafnfætis,- þótt fámenn-
ið sé óvenjulegt. En jafnframt
finna allir góðir Islendingar
til þess að þeim beri að virða
rétt annai’a þjóða, og að það sé
dauðasynd hverrar þjóðar, sem
vi 11 vera frjáls, ef hún notai’ við-
horfið til annara þjóða dreng-
skaparlaust í innanlandsbarátt-
unni. J. J.
----o----
Nýja stúdentafélaglð hélt lund á
Hótel Borg í fyrrakvöld. íslands-
bcnkamálið var til umræðu. Héðinn
Valdimarsson alþm. hafði framsögn,
en fjöldi manna tók til máls.