Tíminn - 15.02.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.02.1930, Blaðsíða 4
TlMINN Nokkrar athugasemdír um hrossai'æktina. Þann 12. okt. f. á. var grein um hrossaræktina birt í Tíman- um. Hún er undirskrifuð Th. A. og mun ekki hægt að eigna hana öðrum en hr. Theodóri Arn- bjarnarsyni, hrossaræktarráðu- naut Búnaðarfélags Islards. í greininni er skýrt frá því, að Bf. Isl. vilji vinna að þeirri stefnubreytingu i hrossaræktinni, að fækka þeim svo að hægt sé að fóðra þau öll sæmilega og jafnframt því, að vanda svo úr- valið á undaneldishrossunum, að andlegir og- líkamlegir gallar þeirra verði að þoka fyrir vax- andi göfgi og þreki, og öðrum þeim kostum, sem pi'ýða góðan hest. Það er sýnilega mjög gott markmið, sem Bf. ísl. hefir sett sér, en við lestur greinarinnar vöknuðu hjá mér þessar spum- ingar: Hvaða stefna réð áður í hrossaræktinni og af hverju var hætt við hana? Hvernig eru vinnubrögð þeirra manna, er vinna að þessu nýja markmiði? Að því er eg fæ skilið af grein- inni og ýmsum skrifum í Búnað- arritinu frá undanförnum árum hefir stefna hrossaræktarmanna áður verið sú, að auka stærð hrossanna. Aðferðin til þess að auka stærðina hefir, að því er eg bezt fæ séð, verið að velja úr stór og stæðileg hross til kyn- bóta. En hr. Th. A. skýrir frá því að hætt sé við þetta úrval vegna þess, að sé stærð áunnin með úrvali einu verði hrossin grófbygð, óþolin og ekki holda- söm. Nú er því svo farið, að inn- an erfðavísindanna er úrval talin seinleg og mjög óheppileg aðferð til þess, að bæta kynstofn, hvort heldur það eru hestar, kýr eða sauðfé. Þessvegna er mjög svo heppilegt að hætta við þessa að - ferð. En að hætta við hana af þeirri ástæðu, sem hr. Th. A. til- færir, bendir bara á, hvað þetta úrval hefir verið framkvæmt af handahófi. Það er sjálfsagt rétt hjá gi-einarhöfundinum, að ekki beri lengur að leggja aðaláherzluna á stærðina, en hún verður samt að aukazt eins og aðrir kostir. Auk- in stærð mun að öllu jöfnu gefa sterkari hross og ef til vill betri útfluttningsskilyrði. Þetta er hr. Th. A. Ijóst, en ráðið sem hann vill nota, er bætt meðferð. Ég býst við að með orðinu meðferð sé fyrst og fremst átt við fóðrun, (sbr. Bún- aðarritið 38. ár, s. 130). Ráðunauturinn telur það meira að segja staðreynd, að bætt með- ferð auki stærð hrossa-stofnsins. Hann heldur því fram, að eigin- leikar, sem foreldrarnir ávinni sér, komi fram á afkvæminu! Mér er ómögulegt að skilja það öðruvísi. Með þessari „staðreynd“ sinni, brýtur ráðunauturinn í bága við allar kenningar erfðavísindanna á þeim sviðum. Allir mestu fröm- uðir á sviði erfðavísindanna (Chr. Wriedt í Noregi, ö. Winge í Danmörku, R. Goldschmidt í Þýzkalandi, T. H. Morgan og lærisveinar hans í Bandaríkjun- um o. m. fl.) hafa aldrei fundið neitt, sem gæti bent í þá átt, að áunnir eiginleikar erfist og telja það ómögulegt. Síðustu 10—15 árin hefir erfðavísindunum farið mjög fram og tilraunir verið gerðar í hundruð þúsunda tali, en aldrei hafa menn rekist á það fyrirbrigði, sem hr. Th. A. kall- ar „staðreynd". Það hefir verið reynt að hala- klippa mýs í marga ættliðu, en altaf hafa ungamir fæðst með hala. Enn þann dag í dag fæðast kínverskar meyjar með óvanskap- aða fætur, þótt fætur þeirra hafi verið eyðilagðir öld eftir öld vegna tízkunnar. Eða eiga feitir menn ávalt feita sonu? Svona mætti lengi telja. Og er nokkur ástæða til að ætla, að íslenzki hrossastofninnn stækki við aukna fóðrun ? En þar eð hr. Th. A. telur þetta „staðreynd", ætti hann að reyna að færa sönnur á mál sitt. Heppnist honum það, yrði hann talinn flestum fremri í erfðavís- indum. Mistakist það, verður hann að nota aðra aðferð en góða meðferð og fóðrun til þess, að auka stærð og kosti íslenzku hestanna. Það sem. að líkindum villir hr. Th. A. sýn, er að sultur og seyra í æsku getur minkað vöxt ein- staklingsins, en slíkt kemur ekki fram á afkvæmum þessara ein-. . staklinga, njóti þau venjulegra i skilyrða, og er ekki arfgengt, (sbr. margar tilraunir með kan- ínur, marsvín o. fl. úr dýrarík- inu og ennfremur tilraunir Frakk- ans; Bonnie með fífla). En hvernig eru svo vinnubrögð og reglur þær, sem hrossaræktin vinnur með? Því miður er lítið skrifað um það efni síðustu 10 árin. Áður en hr. Th. A. tók við þessu ráðunautsstarfi hafði Sig. heit. Sigurðsson það með hönd- um. Birti hann skýrslur um hrossasýningar á hverju ári í Búnaðarritinu. Hafa þær sjálf- sagt orðið til þess, að auka áhuga manna á þessu nauðsynjamáli og er leitt að hr. Th. A. skuli ekki hafa haldið því áfram. Skýrslur hans til Búnaðarfélagsins eni lít- ið annað en upptalning daga þeirra, sem hann var í þjónustu félagsins það og það árið. Þar að auki hefir hann íitað nokkrar smágreinar, sem eru lofsverðar að því leyti, hvað hann brýnir fyrir mönnum bætta meðferð á hestum, en um kynbætur er lítið talað. Reyndar segir hr. Th. A. frá því víðar en á einum stað, að hann sé að safna ættartölum góðm hesta. Virðist það vera ætl- un hans að vinna eitthvað úr þessum ættum, en fróðlegt væri að heyra á hvaða hátt. Ráðu- nauturinn leggur svo mikið kapp á þessar ættarskýrslur, að hann semur jafnvel spjaldskrá yfir þær. Á 19. öld og fyrstu ár 20. ald- arinnar voru siíkar ættartölur á- litnar ágæt aðferð til kynbóta, en nú eru menn alstaðar hættir að leggja nokkurt kapp á þær. Á- stæðan til þess er sú, að við ættbókafærslur eru dýrin aðallega dæmd eftir svipfari (fenotypus) en mönnum sézt oftast yfir eðlis- farið (genotypus). En það er eðlisfarið en ekki svipfarið, sem ákveður afkvæmin. Og þótt menn hafi ættartölur í 10. lið, er ó- mögulegt að segja hvort einstakl- ingarnir hafi samstæða eða ó- samstæða erfðavísa (homorygot eða heterozygot). Lítið er hægt að segja um ríkjandi eiginleika og ekkert um þá víkjandi, sem eru engu þýðingarminni. Þekki menn ekki þessa upptöldu eigin- leika hjá foreldrunum, er ómögu- legt að geta sér til um afkvæmið og þá verða kynbætur bara fálm út í löftið. Þess vegna mæla allir nútíma- kynbótafrömuðir á móti löngum ættrækt á íslenzku (Indavl sem mun hafa verið mesti kyn- bótafrömuður á Norðurlöndum og jafnvel þótt víðar sé leitað. Enn- fremur leggur hann á móti kyn- bótum með úrvali, því aðferð sú mun ekki svara kostnaði, þar eð önnur bæði ódýrari og betri er til, Sú aðferð hefir verið nefnd ættrækt á íslenzku (Ir.davl, slektskapsavl). Er hún fólgin í því, að láta náskyld dýr tímgast. Þannig er hægt að gera sér grein fyrir erfðavísindunum og sam- stæða þá eftir því, sem þörf krefur. Þar að auki er þetta sú fljótlegasta kynbótaaðferð, sem þekkist. Chr. Wriedt segir meðal annars um hana*): „Sú eina leið, sem með vissu miðar áfram, er að reyna þrönga ættrækt (sterk slektskapsavl) meðal þeirra ein- staklinga, sem hafa þá eiginleika er menn æskja. Við ættrækt er þó það að at- huga, að hún er tvíeggjað sverð, sé hún framkvæmd af þeim mönnum, sem hafa ekki full- komna þekkingu á málinu. En til sönnunar því, að hún sé nothæf, má geta þess, að öll meiriháttar akhesta og reiðhestakyn eru til orðin á þennan hátt. Hr. Th. A. virðist ekki kann- ast við þessa aðferð; að mmnsta kosti hefi ég hvergi rekist á hana í skrifum hans. Hann virð- ist yfirleitt ekki fylgjast með á sviði erfðavísindanna. Dæmi þess er hægt að sjá mjög víða í greinastúfum hans, en ég læt mér nægja að tilfæra eitt einasta. f 23. árgang Freys skrifar hr. Diomedes Davíðsson grein um fjöruskjögur í lömbum. Fyrst og fremst er greinin svo fráleit, að merkilegt má heitá, að útgefend- ur blaðsins léðu henni rúm og þvínæst er hún send hr. Th. A. til umsagnar. Nú var það áður fullvíst, að fjöruskjögrið orsak- aðist af fæðu mæðranna um með- göngutímanum, ef til vill skorti á einhverju af bætiefnum (sbr. grein Dan. Daníelsonar í 19 ár- gangi Freys). En hr. Th. A. vill meðal annars ráða bót á þessum lasleika með því, að nota „hrúta af ættum, sem ekki hafi gengið við sjó“. Undarlegar hljóta hug- myndir ráðunautsins að vera um æxlunina, ef hann heldur að sæði hrútsins, sem er ekki 100. hluti úr millimeter að lengd, innihaldi þau lyf er læknað geti skjögur. Sé þekking ráðanautsins á öðr- um sviðum erfðavísindaima lík þessu, og skrif hans benda frek- ar í þá átt, er varla hægt að bú- ast við skjótum framförum í kyn- bótastarfseminni. Það, sem Búnaðarfélagi íslands ber að gera í þessu máli, er að stofna nokkur kynbótabú, — helzt í sambandi við búnaðarskól- ana, — þar sem ættrækt væri rekin af sérmenntuðum mönnum. Á þann hátt mætti fá góð kyn á styztum tíma. Þær hrossakyn- bætur, sem nú eru, gefa enga vissu fyrir því, að árangurinn vei'ði nokkurntíma sæmilegur, hvað þá góður. Hákon Bjarnaeon. ----o---- ORÐSENDING TIL BÆNDA frá Trésmiðjunni Fjölnir. Bændur, sem síðastliðið sumar hafa notað hrífur frá okkur, stimplaðar „Trésmiðjan Fjölnir“ bæði á hausinn og skaftið, eru vinsamlegast beðnir að láta okk- ur vita hvemig þessar hrífur hafa reynst og erum við einnig injög þakklátir fyrir, ef okkur er bent á eitthvað, sem hægt er að brevta til batnaðar. Getið þess um leið, hvar þið keyptuð hrífurnar og hvort þær voru með tindum úr aluminíum. Við höfum orðið þess þráfald- lega varir, að bændur víða í sveit- um landsins hafa staðið uppi í vandræðum þegar kominn er sláttur, vegna þess, að þeim hef- ir reynst með öllu ómögulegt að fá heyvinnutæki, sem vinnandi er með og þarafleiðandi hefir hey- fengur þeirra orðið mun minni en hann hefði getað orðið ef þeir hefðu unnið með sæmilegum verkfærum. Þessvegna biðjum við þá bændur, sem ekki hafa hingað til getað fengið hrífur frá okkur í þeirri verzlun, sem þeir að jafn- aði skifta við, að snúa sér beint til ökkar. Utanáskrift á jióstbréf er Trésmiðjan Fjölnir, Reýkja- vík. Símanúmer 2336. (Augl.). *) Chr. Wriedt: Arvelœren og den ökonomiske husdyravl. Oslo 1922, s. 114. Skemtisamkomð verður haldin laugardaginn 22. febrúar kl. 7 e. m. á. Laagarratmi Til skemtunar verður: 1. Sjónleikur (Frænka Karls). 2. Ymsar iþróttir. 3. Bög‘glauppboö„ 4. Dans Kaupmenn og Kaupfélög þurfa að panta okkar ágætu AMBOÐ sem fyrst, til að hægt sé að afgreiða pantanirnar nægilega snemma. Kirkjustræti 10, Reykjavík, Pósthólf 906. Sími 2336. Símnefni Fjöl. orðm Kjóastaðir í Biskupstimgum fæ3fc til ábúðar í næstkomandi far- dögum. Kaup geta einnig komið til greina. Frekari upplýsingar hjá Steinunni Egilsdóttur, Spóastöðum og Jónasi Magnússyni í Stardal. Sími á báðum stöðum. P.WJacobson&SðR Timburverslun. Simnefni: Granfum. G«url Laadwedk Stofnað 1834. KSbeaduim. Aígmðom frá KftapnaennehttfB bæði atórar og litkur pantanlr og heila skipsfarma frá Svfþjóð. Sis og umboðsaalar nnn—t paataate. EEK OG EFNI I ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: j: hefir hlotið einróma lof allra ne y t e n d a Fæst í öllum verslun- um og veitingahúsum AUGLÝSING. Siðastliðinn mánuð voru mér sendir peningar fyrir lamb, sem var selt með mínu marki, sem er: biti aftan hægra, sýlt og fjöður aftan vinstra. Þar sem ég á ekki lambið, getur réttur eig- andi vitjað verðsins, til mín, að frádregnum kostnaði og samið við mig um markið. Jörva í Dalasýslu 13. jan. 1930. Marta M. Árnadóttir. Ritstjóri: Gíali GuðmundMon, Hólatorgi 2. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta. Reykjarík Sími 249 Niðursuðuvömr vorar: Kjöt......11 kg. og */2 kg. dósurn Ktftfa . ... - 1--1/2 -* - Bayjarabjógn 1 - - 'þ - Fitkabollur - 1 - - >/j — Lax.......- 1 --''*/* - hijóta alaienniugslof Ef þér Uafið ekki reyut vörar þessar, þá gjöriö þaö uú. Notlb innlendar vörur freinureu eilendar, meö þvi stuðliö þér aö þvi, að íslendiagar rerðl íjálfum sér aógir. Pantanlr afgreiddar fljótt og vel hvert á iand sem er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.