Tíminn - 26.02.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1930, Blaðsíða 2
34 TlMINN komið flesta dagana og „penslað" hálsinn. Þetta allt eru í sjálfu sér of- boð hversdagslegir hlutir og varla til að færa í frásögur ef forgöngu yðar í þessari einkennilegu veik- indasmíði, hefði ekki komið til greina. Þegar ég hafði legið 4 eða 5 daga, með lágan hita, en þó ekki fær um að fara út, er hringt um kl. 8 að kveldi. Kona mín varð fyrir svörum. Aðeins kunningjar nifnir komu til mín á daginn og einstöku aðrir menn, sem áttu brýnt erindi við fyrstu skrif- stofu. Konan mín segir mér þá, að þér, Ilelgi Tómassson, biðjið um levfi til að koma. Henni datt í hug’, að þér kæmuð til að karpa um læknamálið, en ég taldi það óhugsandi. Yður sem lækni gæti ekki komið til hugar að fara til- efnislaust, að gera manni, sem væri lasinn og með hita, ónæði rétt fyrir háttatíma til þess eins að þrátta um pólitískt deilumál. Þér komið litlu síðar og yður er boðið sæti hjá rúmi mínu. Ekki eruð þér fyr seztur, en þér segið að þér komið frá forsætisráð- hera og hafið verið að reyna að hindra að framkvæmt yrði eitt- hvert regin hneyksli. Þér bætið við, að ýmsar sgur gangi um mig í bænum, sem séu kenndar yður, en þér segizt treysta mér til að trúa ekki slíkum áburði. Þér sát- uð dálitla stund, undarlega „ner- vous“ og flöktandi. Erindi kom aldrei neitt, en eitt sinn létuð þér í ljósi, að yður fyndist ýmislegt ,,abnormalt“ við framkomu mína. Ég spurði spaugandi, hvort þér kæmuð til að bjóða mér á Klepp. Þér svöruðuð því ekki, en af óljósu fálmi yðar þóttist ég vita um „bombuna“ og segi að ef þér sendið eitthvert skjal af því tægi þá myndi það verða „historiskt p]agg“. Þér þögðuð við því, en virtust vera að tæpa á því, að eg léti undan læknunum um veit- ingar embætta. Eg benti yður á, að ekki væri læknislegt að koma í slíka heimsókn á þeim tíma dags. Um læknana væri ekkert nýtt að segja. Nokkrir þeirra hefðu geid uppreisn móti lögum landsins. Stjómin hefði gert sín- ar ráðstafanir. Þar væru engar millileiðir. Sá sterkari myndi sigra að lokum. Eftir 5 ár skild- um við líta yfir vígvöllinn, ef við lifðum þá báðir. Þá rétti eg yður hendina og gaf yður til kynna að samtalinu væri lokið. Kona mín fylgdi yður 'til dyra. Á ganginum var Ijós, og fólk á ferli. Skrifstofa mín er næsta herbergi við stofu þá er eg lá í og þunnt skilrúm á milli. Þar var dimmt. Þér genguð þar inn og kona mín á eftir inn fyrir þrepskjöldinn. Þér kveiktuð ekki á rafljósinu, þótt þér hlytuð að vita að kveikja mátti við dymar, en þær voru opnar fram á gang- inn. Þegar konan mín er komin inn fyrir þrepskjöldinn, grípið þér þétt með báðum höndum um handleggi hennar og segið í dauðaþungum, alvarlegum róm: Viéið þér að maðurinn yðar er geðveikur. Stutt samtal spannst milli ykkar, þar sem þér bættuð. því við, að hún mætti ekki segja mér, hvað þér hefðuð um mig sagt. Þér voruð rólegur ofan á, en undir niðri svo æstur, að þér virtust eiga bágt með að ganga niður stigann. Framkoma yðar gagnvart konu minni er því undarlegri, þar sem hún hafði gengið til yðar til að fá bættan höfuðverk og of mík- inn blóðþrýsting. Þér höfðuð jafnan komið fram eins og heið- ursmaður gagnvart henni, þar til í þetta sinn, og lækningar yðar í því efni borið nokkurn árang- ur. Því óvæntari kom henni þessi voðaaðferð yðar. Sjálfur höfðuð þér jafnan sagt henni, að heils- unnar vegna yrði hún að forð- ast geðshræringar. Þér breyttuð ekki alveg eftir því, sem læknir í þetta sinn. Alveg eins og þér vilduð ekki að kona mín segði mér frá hinni „fræðilegu" niðurstöðu yðar, nefnilega að eg væri brjálaður, höfðuð þér beðið forsætisráð- herra að segja ekki að svo stöddu frá samtali ykkar, sem mun þó hafa frá yðar hálfu gengið mjög í sömu átt. En litlu síðar játuð- uð þér annarsstaðar, að þér hefð- uð verið hjá forsætisráðherra hálfan fjórða tíma, og að þér hefðuð tilkynnt honum, að ann- aðhvort yrði eg að fara úr stjórn- inni eða þér mynduð fara frá Kleppi. Sömuleiðis hafið þér ját- að, að forsætisráðherra hafi ekki tekið máli yðar líklega, og talið allt framferði yðar þátt úr bar- áttu embættaklíkunnar. Af ýms- um heimildum er helzt að sjá, sem þér hafið hangt á forsætis- ráðherra með álappalegri frekju, orðið meir og meir undir í deil- unni, og farið þaðan burtu í einu æstur og lamaður. „Stóra bomban“ féll ekki þenn- an dag. Þér virðist hafa látið yð- ur nægja hótanir. Eftir því sem þér segið frá, hefir yður komið sú fáránlega meinloka í hug, að stjómir á fslandi færu frá, eða ráðuneytum væri gerbreytt, ef einn lítill læknir kærni til forsæt- isráðherrans og segðist fara, ef ráðuneytið segði ekki af sér eða væri ekki ummyndað. Að hve miklu leyti þér hafið þar haft í frammi frekari hótanir, kemur væntanlega í ljós síðar. Koma yðar til mín er ekkert nema mjög ókurteis hótunarferð. Þér vitið að ég er rúmfastur og með hita. Þér máttuð vita, að ég tæki ekki á móti yður á þelm tíma dags, nema af því ég hélt, að þér hefðuð nauðsynlegt mál með höndum fyrir spítalann. Að fara að tala um magnað deilumál var í einu ósamboðið lækni og manni, sem nokkrar kröfur voru gerðar til. Þér komið til að hræða. Þér laumist inn í heimilið undir yfirskyni trúnaðar. Þegar til kom eruð þér of þreklaus til að segja erindið nema undir rós. Og þegar ég bendi yður á að deilumar milli uppreistarmann- anna og ríkisvaldsins verði að út- kljá, sterkari málstaðurinn að sigra, þá er yður öllum lokið og þér hörfið undan. En það má ekki gleyma að þér byrjið á öðru. Þér biðjið mig að trúa ekki sögum um mig, sem þér séuð borinn fyrir. Þér, sem í nokkra mánuði höfðuð verið pottur og panna í að búa til sög- urnar um geðveiki mína, dreifa þeim úý, og reyna að fá fólk til að trúa að þér segðuð satt. Þér voruð rétt skilinn við foi’sætis- ráðherra, þar sem þér virtust ekki hafa haft annað erindi en að freista að sannfæra hann um „fræði“ yðar mér viðvíkjandi. Og fáum mínútum eftir að þér fram berið þessa mjög ósönnu afsökun við mig, komið þér að sömu drengskapariðkuninni við konu mína. Kjarkur yðar sýnist þenn- an dag hafa verið á borð við drengskapinn og sannleiksástina, hvernig sem yður kann að vera farið endranær. Framkoma yðar gagnvert könu minni, sem ætlar af kurteisi að fylgja yður til dyra, er þó há- mark „bombustarfsins“ þennan dag. Það er ómögulegt að skilja framkomu yðar öðruvísi en svo, að þér bafið ætlað að lama konu mína. Þér vitið að hún á heilsu sinnar vegna að forðast geðshrær- ingar. En þér komið þannig fram, að það var ekki yðar dyggð að þakka, heldur þreki hennar og hinni öruggu vissu um að þér væruð að segja ósatt, sem bjarg- aði henni úr þessari heiftarlegu árás. Sé ferill yðar rakinn þennan dag, þá er helst að sjá, að um morguninn hafið þér sótt í yður kjark hjá „collegunum". Þér vitið að ég er lasinn, aldrei þessu vant. Yður og „vinunum“ finnst tæki- færið gott. Þér gerið stórt áhlaup á formann stjómarinnar, en hann virðist taka vísindaskýringum yð- ar með kulda og fyrirlitningu. Þér finnið, að þar hefir ekkert unnist á. Þér hyggist að reyna þá að lina sjálft fórnarlambið, dómsmálaráðherrann, sem ekki vill veita embætti eftir vild yðar, og ekki ganga í miljónaábyrgð fyrir bandamenn yðar, braskar- ana í Reykjavík. En þér bíðið þar enn ósigur. Þá er síðasta úmæðið að búa svo að konu minni, að hún verði fýsandi að eg kaupi mér frið hjá hinum volduga „geð- veikisfabrikant“ á Kleppi. En þar varð ósigur yðar mestur, ef til vill svo mikill, að þér náið ekki með yðar vanköntuðu greind út yfir afleiðingarnar eins og þær hljóta að verða fyrir yður, að reka þvílíka lækningastarfsemi. Vinnubrögð yðar í þessu máli eru býsna undarleg. Ef landið þarf að vita um ástand manna, sem lögreglan hefir grunaðan um geðveiki, þá takið þér þá menn á sjúkrahús yðar, og getið venju- lega ekkert sagt um ástand þeirra fyr en eftir langan tíma, oft marga mánuði. Um leið þarf landsjóður að greiða yður fyrir hinar „vísindalegu athuganir" yð- ar frá 250 upp í 500 kr. fyrir hvert höfuð. En þegar uppreisn- arlæknunum finst sér liggja á að losna við mig úr pólitíkinni dá- litla stund. þá þarf enga rann- sókn. Enginn þarf að kveðja yð- ur til. Þér farið að eins og lög- reglustjóri, sem tekur menn fasta, dæmir þá og hegnir rann- sóknarlaust, aðeins af því, að ein- hverjir „vinir“ telji sér koma vel að vera lausir við einhvern samborgara. Þér hafið efnt til þessarar sóknar út af tilbúinni geðveiki minni, eingöngu eins og hér sé að ræða um pólitískt mál. Þér hafið verið, eins og allir aðrir, svo full- viss um, að þér segðuð allt í þess- um efnum ósatt, að yður hefir ekki dottið í hug nein lækninga- starfsemi, heldur eingöngu stjóm- arskipti, og „system“-skipti í landsmálunum. En úr því, að þér hafið kosið að hefja hér pólitískt mál, í því skyni að valda straumhvörfum í hugum manna í landinu, þá verð- ið þér að enda leikinn fyrir opn- um tjöldum. Þér hafið tvo vegi um að velja: Að taka aftur allar dylgjur yðar og rógmæli um mig, játa opinberlega, að þér hafið verið ginningarfífl annara, að sumu leyti lélegri manna, og sjálfur æstur og vankunnandi í yðar grein, svo sem mest mátti verða. Slík ofaníát eru algeng í þeim pólitísku herbúðum, þar sem vinir yðar „bombumennirnir“ haf- ast við. Það eru ekki nema nokkr- ar vikur síðan að allir þrír höfuð- ritstjórar Mbl. og ísafoldar fram- kvæmdu slíkt ofaníát uppi í hegn- ingarhúsi og síðan frammi fyrir allri þjóðinni. Ilin leiðin er sú, aö leggja fram fyrir þjóðina glögg rök fyrir því, sem þér kallið geðveiki mína. Án þess að eg álíti mér skylt að kenna yður eitteða neitt, gæti komið til mála, að þér reynduð að sanna á mig andlega vanheilsu út frá afskiftum mínum af heil- brigðismálum landsins. Þetta ætti að vera helzt hugsanlegt, með því, að það mun vera eina hliðin á stjórnmálastarfsemi minni, sem þér kunnið að bera eitthvert skynbi’agð á. Þér gætuð tekið þátttöku mína í því að koma upp Kristneshæli, hversu mér tókst að bjarga landsspítala- málinu úr sti’andi því, er G. H. hafði valdið. Þér gætuð máske talið veiklunax-mei’ki að hafa gert menntaskólann að hreinlegri stofnun í stað þess, að það var áður ein hin hættulegasta berkla- stía í landinu. Að sömu niður- stöðu kynnuð þér að komast í sambandi við þá breytingu, sem hefir orðið á líðan sjúklinga á Vífilstöðum. Þeir una nú vel hag sínum, en fóru of oft áður með hatux-sorð og bölbænir á vörun- um í gröfina eða heim í átthag- ana um vissar starfsmanneskjur á hælinu, sem embættaklíkan hélt verndai’hendi yfir. 1 augum yðar er það sennilega sjúkleikamerki í heilbrigðismálum, að hafa komið sundhallarmáli Reykjavíkur með 8 ára erfiði í það horf, sem nú er. En sú barátta hefir aftur ýtt undir hina öru fjölgun sundlauga út um land, sem aldrei hefir ver- ið unnið jafnmikið að og í tíð núverandi stjórnar. Tvö mál vli ég að síðustu nefna, sem eru meðal hinna þýðingarmestu átaka í heilbrigðisstarfsemi þjóðai’innax*. Fyrst kaupin á hverajörðunum í Ölfusinu, þar sem unnt er að korna upp hinum heppilegustu sjúkra- og vinnuheimilum fyrir berklaveika menn, létta miklum kostnaði af landsjóði og hjálpa mörgum hinna sjúku til sjálfs- bjargar. 1 öðru lagi byggingar og landnánassjóðurinn, sem er að skapa alveg nýjan gnxndvöll fyrir heilsusamlegu lífi sveitafólksins 4 Islandi. Ef til vill skilst yður, að það verði nokkrum erfiðleikum bund- ið að sanna fyrir almenningi, að þessi og önnur vinnubrögð í þágu betra og heilbi’igðara lífs í land- inu, séu vottur um sjúkleika. En í hverju er þá heilbi’igði stjórn- málamanna fólgið? Er heilsa og hreysti slíkra manna að ý5ar áliti bezt sönnuð með augljósum dæm- um um heimsku, þekkingarleysi, vöntun á skapandi krafti, og kjarki til fi-amkvæmda? Sennilega finnst yður svo vei’a. Ég tek að síðustu eitt dæmi til skýringar á þessu fyrii’brigði, sjúkleiki og heilsuhi’eysti stjórn- málamanna. Þér vitið, að í 70 ár hefir staðið steinhús á lóð menntaskólans. Þetta hús var fullt af bókum. En fyrir því var þung járnhurð og hún var nærri alltaf lokuð. Sárfáir af hinum mikla fjölda nemenda kom nokk- urntíma inn í þetta hús. Hvoi’ki húsið eða bækurnai’ höfðu nokkra lífræna þýðingu fyrir skólann. Skólann vantaði tilfinnanlega meira húsrúm, og nemendur vant- aði bókasafn. Hvortveg’gja var til. En hvorki bókasafnshúsið né bækurnar voru notaðar. Við skól- ann starfaði áratug eftir áratug rnikill fjöldi lærðra manna, sem ekkext gerði alla æfina nema sýsla við bækur. Og í skólanum voru tugir og hundruð af ungu fólki, sem var verið að ala upp til að lesa bækur. En hvorki þeir ungu eða gömlu fundu þetta hús. Það var sama sem týnt inni í miðjum Reykjavíkui’bæ í 70 ár. Þetta hús fannst, og sá sem fann þennan dýrmæta hlut, var einmitt eg, þessi hættulegi „sjúklingur", sem þér bei’ið mjög fyrir brjósti. Ég hefi látið opna húsið, setja í það ofna og ljós, mála veggina, prýða salinn, koma bókunum svo fyrir, að þær vei’ði nothæfar daglega fyrir nemend- ur menntaskólans, eftir því, sem þeir vilja og hafa tíma til að vinna. Viðgerð hússins er að verða lokið. Skólafólkið hlakkar til að koma í nýja bókasafnið, sem lá falið fyrir augum þeii’ra heilbiigðu í 70 ár, en fannst og vai’ opnað aftur af manni, sem þér álítið og segið að sé hættu- lega andlega sjúkur. Auðvitað dettur mér ekki í hug að það sé neitt kraftavei’k að finna Iþökuhúsið, og láta gera það nothæft, Mér finnst það of- boð sjálfsagt, einmitt þannig, að hver heilbrigður maður hefði átt að sjá, að það sem ég hefi látið gera þar hefði átt að vera búið að framkvæma fyrir tveimur mannsöldrum. Það er engin ástæða að þakka mér fyrir bókasafnið. Mitt hrós, ef eitthvert er, byggist á saman- burði við marga farisea og skrift- lærða, sem gengu blindandi fram- hjá, en sáu hvorki húsið né bæk- urnar, áratug eftir áratug. Auð- vitað eruð þér einn af þessum Áskorun Á næsta sumri heimsækja land vort miklu fleiri erlendir menn en nokkru sinni fyr og af fleiri þjóð- löndum. Mörgum þeirra mun einkar kært að hafa með sér vel gerða muni, íslenzka sem sýnilega minningu um komu sína hingað. Thorvaldsensfélagið í Reykja- vík skorar því á karla sem kon- ur um land allt að senda því til sölu hverskonar íslenzka handa- vinnu, svo sem vefnað, tóvinnu, útsaum, útskurð, smíðisgripi og annað þess háttar, hverju nafni sem nefnist. Munirnir mega gjarnan vera litlir, vetlingar, íleppar, — en vandaðir þurfa þeir að vera, bæði að efni og vinnu. Seljandi ræður verði, en skylt er að stilla því í hóf. Sölulaun er 10%. Sendið muni yðar hið allra fyrsta! Haglega gerður hlutur, þó lítill sé, getur í sumar borið hróður íslenzkrar smekkvísi og listfengi lengra og víðar en yður grunar. blindingjum. Aldrei hefði yður dottið í hug að eyða einum þús- undasta parti af þeirri orku, sem þéi hafið notað í geðveikisbomb- una fyrir íhaldið, til að leysa, úr jafnaugljósu máli og bókasafns- týnslunni við menntaskólann. Nú liggur einmitt þetta dæmi l’yrir til skýringar. Á sömu mán- uðunurn, sem þér og „vinir“ yðar eruð að búa ykkur undir að heimta mig úr landstjóminni sök- urn andlegrar vanheilsu, þá leysi ég þetta litla mál, þannig að hver maður segir nú: Auðvitað var sjálfsagt að gera við húsið og hleypa æskunni úr skólanum inn í það. Nú spyr ég yður aftur: Voru allir þeir, sem gengu blindandi framhjá hinu týnda húsi, hinir rosknu kennarar skólans, gamlir lærisveinar eins og þér, Þórður á Kleppi, Dungal og Sigurður á Vífilstöðum, gamlir menntamála- ráðherrar eins og iSig. Eggerz, M. Guðmundsson og Einar Amórs- son, sannanlega andlega heil- brigðir af því að þeir kunnu ekki að sjá lausn á svo einföldu og sjálfsögðu máli, en eg aftur á móti sjúkur af því eg réði þessa litlu gátu þannig, að allir segja nú: „Einmitt svona átti að leysa málið“. Þér hafið leiðst út í mikinn vanda, og gerið nú bezt í að sýna nokkra karlmennsku, og leggja gögn yðar fram fyrir al- menning. Ég skal játa, að þó að mér finnist niálstaður yðar hvorki viturlegur né drengilegur, þá er ekki laust við að ég kenni í brjóst um yður. Iijá „blaðakóngum“ íhaldsins eruð þér nú þegar sett- ur á bekk með Einari Jónassyni eftir að Mbl. var búið að birta fyrsta úrskurð hans, og með Ein- ari á Ilvalnesi eftir að Tíminn var búinn að flytja lesendum sín- um ljósmynd af bréfi hans. I læknahópnum er orðið þunnskip- að utan um bombuverkstæðið, og lítur helst út fyrir að nú sem stendur, þangað til meira reynir á, standi með yður aðeins sá læknir, sem í sumar talaði við livern sem var með sorgmæddu, en varla nógu hanuþrungnu yfir- bragði, um að 8 dauðsföll hefðu orðið hjá yður í nýja spítalanum fyrstu starfsmánuðina. En hvað, sem öllu líður, þá reynið að bera yður karlmannlega og lyfta einn, ef ekki vill betur til, „stóru bombunni“, sem „vinir“ yðar eru búnir að smíða handa yður, og sem yður mun nú orðið talið skylt að kasta — þótt vonin sé veik að hæfa markið. J. J. -----<►---

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.