Tíminn - 01.03.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.03.1930, Blaðsíða 1
(Sfaíbfcr! o$ afgreibelumafcur Cimans er Hannríig p o r s 11 i n 5 b6 ftir, Samban&eijústnu, HeYfjatríf. ^fgrcibsía Cimans er i Sambanöstjúsinu. ©pin öa$lega 9—12 f. 4, £tmi <*9«. XIV. ár. Vísindin I. Því verður ekki neitað, að Helgi Tómasson læknir á Kleppi liafi verið nokkuð „umtöluð per- sóna“ í Reykjavík og raunar víð- ar á landinu undanfarna daga. Hafði um tíma verið orð á því gjört, að maður þessi væri óvar- kárari í orðum og auðfengnari til að gefa skýrslur um heilsufar fólks en sæmilegt er talið um læknisfróða menn í embættum. Ganga í Reykjavík ýmsar furðu- legar frásagnir um „heilbrigðis- vottorð" þau, sem „sérfræðingur- inn“ á Kleppi á að hafa gefið ýmsum merkisborgurum í þessum bæ. T. d. mun hann hafa látið uppi þá skoðun, að allir þeir, sem hneigst hafa að tilraunum til að sanna framhald lífsins á vísinda- legan hátt, séu meira eða minna veiklaðir á sálinni. Eftir þessu ættu t. d. Einar H. Kvaran rit- höfundur, Einar Amórsson pró- fessor og Þórður Sveinsson lækn- ir, að veca geðveikir og ástæða til að „óttast ósjálfráðar athafn- ir þeirra“ eins og „sérfræðing- urinn“ kemst að orði. Það þykir yfirleitt alveg óvið- eiganda, að læknar gjöri veikindi annara manna að umtalsefni, og það jafnvel þó að þeir hafi haft sjúkling undir hendi um lang- an tíma og séu heilsufari hans og batamöguleikum nákunnugir. Jafnvel dauðvona sjúklingar eru leyndir ástandi sínu í lengstu lög til þess, að valda ekki truflun á hugarjafnvægi þeirra og tiifinn- ingum. Hitt er þó miklu fráleit- ara, að læknir leyfi sér að skeggræða og bera fram fullyrð- ingar um heilaufar manna, sem hann hefir aldrei haft undir hendi og því enga aðstöðu fengið til að vita neitt um. Læknar hafa fengið þá aðstöðu undir allmörg- um kringumstæðum fram yfir aðra menn, þegar um þeima fræðigrein er að ræða, að vera teknir trúanlegir, án þess að þeir færi sönnur á mál sitt. En jafnframt því sem þeir hafa Óðl- ast þessa aðstöðu, hefir þeim verið lögð á herðar sú skylda, að láta aldrei uppi álit sitt á þeim viðkvæmu málum, sem hér er um að ræða, i}£ma þeir séu sérstak- lega til þess kvaddir af hlutað- eigendum sjálfum. Læknastéttin á ekki að vera nein leynilögregla. Þjóðfélagið hefir aldrei ætlast til þess, að hún færi að hnýsast eftir heilsu- farslýtum manna, til þess að búa til úr þeim slúðursögur. Iielgi læknir Tómasson virðist líta öðruvísi á þetta mál en fólk flest. Hann virðist telja sér skylt að binda Kveldúlfstogarana um- svifalaust við hafnarbakkann, svo framarlega, sem einhverjum öf- undsjúkum umrenningi norðan af Sauðárkrók dytti í hug að láta uppi „grun“ um að einn af skip- stjórunum kynni að vera geðbil- aður. Sjálfsagt myndi togarinn verða bundinn þarna nokkuð lengi, því að vísindalegar rann- sóknir á sálarástandi manna taka langan tíma á Kleppi, a. m. k. hefir svo reynst hingað til II. Staðhæfingar Helga Tómasson- ar í Mbl., um að hann hafi vald til að stöðva skip í höfnum og á Kleppi ryðja ráðuneytum úr sessi, eru í sjálfu sér næsta broslegar. En alvaran í þessu máli er eftirtekt- arverðari en það hlægilega. Framkoma Helga Tómassonar gagnvart Jónasi Jónssyni dóms- málaráðherra gefur tilefni til að íhuga margt og hugsa margt um þær afleiðingar, sem þetta fram- ferði geðveikralæknisins kann að hafa haft og myndi geta haft framvegis, ef ríkið þyrfti að hafa hann í þjónustu sinni eitthvað lengur. Það er hreinasta tilviljun í þetta sinn, að „sérfræðingurinn“ hefir hafizt handa gegn manni, sem er honum ofurefli, manni, sem er þjóðkunnur, sem einn af mestu vitsmunamönnum, sem uppi hefir verið í þessu landi, situr í einu æðsta embætti lands- ins og á að baki sér stóran stjórnmálaflokk og fylgi mikils hluta íslenzku þjóðarinnar. Þenn- an mann er ekki hægt að eyði- leggja með ósönnuðum slúður- sögum um geðveiki. Dómgreind þjóðarinnar, sem metur sína beztu menn eftir verkum þeirra, hlaut þar að verða þyngri á met- unum en „vísindamennska“ Helga Tómassonar 0g sú vafasama lotn- ing fyrir sérfræðingum, sem inn- rætt hefir verið almenningi hér á landi og annarsstaðar. En hvernig myndi hafa farið, ef „bannfæringin" nýja hefði skollið yfir einhvern umkomulít- inn mann, sem eigi gat viðnám veitt og eigi hafði aðstöðu til að vitna til landskunnrar starfsemi um áratugi og kynningar og sam- starfs við mikinn hluta þjóðar- innar? Þegar Helgi Tómasson gjörist svo fífldjarfur, að bera fram geð- veikisfirru sína, í pólitízkum til- gangi og með þeirri ósvífni, sem raun er á, þegar þjóðkunnur maður á í hlut — hvað myndi þá þessi „vörður vitsmunanna“ leyfa sér, ef í hlut ætti einhver, sem fáir þekktu og lítils mætti sín. iSambúð Helga Tómassonar við starfsfólk sitt á geðveikrahæl- inu og viðmót hans við undir- menn sína, myndi ef til vill gefa einhverjar bendingar í þá átt. Ilelga Tómassyni mun sjálfum vera það ljóst nú, að hann hefir hlotið verðskuldaða óvirðing af þessu máli, að hann hefir brugðizt á raunalegan hátt vonum þeirra manna, sem væntu þess, að sam- vizkusemi hans, skapstilling og ábyrgðartilfinning samsvöruðu námsárafjölda og stöðu. Hann og samherjar hans í læknamálinu hafa kastað dökkum skugga á þá stétt, sem alþýða manna hefir hingað til trúað fyrir lífi sínu og limum. Svar Ilelga Tómassonar, sem Mbl. birti í gærmorgun, er glögg- ur vottur um hugarfar flýjanda manns, sem finnur að hann hefir biðið ósigur í lítilmannlegri bar- áttu. Hinum þungu, hógværu á- sökunum í bréfi dómsmálaráð- herrans er ekki reynt að hnekkja með einu orði. í vörn sinni grípur Helgi Tómasson til þess lítil- mannlegasta úrræðis, sem hann átti kost á: Að gefa það í skyn, að kona mannsins, sem hann hef- ir ráðist á, hafi sagt ósatt frá viðtali sínu og læknisins. Reykjavík, 1. marz 1930. 10. blað. III. Það er fullyrt, að ritstjóri í- haldsblaðs nokkurs hér í bæ, sem ekki þykir sérlega vant að virð- ingu sinni, hafi látið svo um mælt, að svo óviturlega myndi sér aldrei fara, að blanda sér og blaði sínu inn í geðveikismál læknisins á Kleppi. Þannig standa sakir. Helgi Tómasson, sem um undanfarinn tíma hefir fyllt Reykjavík af slúðursögum um geðveiki and- stæðings síns, stendur nú frammi fyrir alþjóð manna sem yfirbugað smámenni, sem orðið hefir fyrir því óláni að hljóta í einu of mikið traust og sér verri menn að samherjum. SnjóbíUinn Veturinn 1923 var eg staddur í Oslo. Heyrði eg þá um að verið var að gera tilraunir með nýja bíla — hina svonefndu snjóbíla. Mér var forvitni á að sjá þessa bíla, fór því til þess staðar, þar sem verið var að reyna þá. Það var skammt fyrir utan Oslo. Snjór var á jörðu og lausamjöll. Þar sem ekið var með bílnum var töluverð brekka og alldjúpir skaflar, lausir mjög. Bílar þeir, sem þarna voru að verki voru fremur litlir, að mig minnir fyrir 2—3 menn. Það voru beltisbílar, er skriðu hæglega upp og yfir fannimar. í fyrra voru bílar þessir betur reyndir í Noregi. Þá var ekið með þeim yfir þveran Harðangurs- jökulinn og reyndust þeir þar ágætlega. Það ferðalag tók 6 daga. Snjóbílarnir eru smíðaðir í Frakklandi. Rússneskur maður hefir mest fengist við það. Fyrir rúmum 20 árum er sagt að byrj- að hafi verið að smíða bíla, sem ætlaðir voru til að ganga yfir sanda, vegleysur og snjófannir. Á síðari árum hefir gerð bíla þessara verið mikið endurbætt, enda er nú farið að nota þá mik- ið, t. d. á eyðimörkinni Sahara, á jöklunum í Sviss og nokkuð í Noregi. Á elleftu stundu fær svo Island sinn snjóbíl. Hann kom nýlega til landsins fyrir atbeina landsstjórnarinnar og var sendur austur á Hellisheiði. Ég átti ferð austur í Flóa og tók mér far með snjóbílnum yfir Ilellisheiði, því þá voru þar snjóar allmiklir. Bíln- um stjórnaði hinn ágæti bílstjóri, Jón Hjartarson. Ferðin gekk þannig, að ég minnist vart að hafa ánægjulegra ferðalag. Mér fannst sem að með þessu farar- tæki væru að opnast nýir mögu- leikar í samgongumálum vorum, að hér væri komið farartæki til sögunnar, er gerði mögulegt að tryggja samgöngur, þrátt fyrir snjókyngi og fannbreiður, og á þennan hátt kæmust sveitir, bæir og landshlutar í nánara samband en verið hefir, allan ársins hring. Þetta gæti verið mjög mikilsvert ef vonirnar rætast. Snjóbíllinn lítur út, fljótt á litið, líkt og aðrir bílar. Þó er sá mun- ur að hjólaumbúnaðurinn er ann- ar. Framhjólin ganga niður 1 gegn um ca. 45 sm. breið og ca. 1,5 m. löng stálskíði. Þegar vegurinn er harður eru skíði þessi 10 sm. frá jörðu, en þegar bíllinn gengur í lausum snjó, þrýsta skíðin snjón- um saman svo afturhjólin fá meiri festu. Afturhjólin eru gúmmíbelti, klædd með gáruðum aluminíumplötum. Flötur sá, er nemur við jörðu er 35 sm. breið- ur og 1,5 m. langur. Belti þetta gengur á mörgum tannhjólum. Að öðru er bíllinn líkur venju- legum fólksflutningsbíl, með þægilegum sætum. ökuhraði bíls- ins er frá 1,5 til 30 km. á klukku- stund, allt eftir færð. Vélin er talin að hafa 40 hestöfl. Bíll þessi kostar um 18000 krónur. — Flutningabílar kosta að sjálf- sögðu minna. Bíllinn gengur hæglega upp lausar og’ allbrattar snjófannir, t. d. hefir hann farið upp skarð- ið fyrir ofan Kolviðarhól. Eng- inn vafi leikur á því, að hann getur komist um allar heiðar og fjallvegi þar sem jafnlent er, þar sem eigi er svo mikill hliðarhalli, að hætta sé á að springi undan honurn eða ár eða vötn er hann geti fallið niður í. Tilvaldar leið- ir eru t. d. Hellisheiði og Mos- fellsheiði, Kaldidalur, Holtavörðu- heiði, Vaðlaheiði, Reykja- og öx- arfjarðarheiði og ef til vill Fagri- dalur. Yfir höfuð allar sveitir þegar fannbreiður leggur yfir þær. En hér kemur einnig annað til greina. Vöntun á bílfærum veg- um er tilfinnanleg í ýmsum iands- hlutum. Þar sem mjúklent er, sandur' og leir, ættu slíkir bílar sem þessir að vera nothæfir. Að- eins þarf þar að ryðja vegi, svo eigi sé stórgrýti á leiðinni. Hugs- um oss t. d. veginn um Hólsfjöll, Mývatnsöræfi, sumsstaðar í Skaftafellssýslum og víðar. Þetta geta nú allt verið draum- órar, reynslan er hér engin enn, en hennar þarf að afla og það sem fyrst. Vér þurfum**að vita hve bíllinn er dýr í rekstri. Hvað hann endist lengi eðá hvað við- haldið kostar. Engin reynsla er að sjálfsögðu fyrir þessu hér. Um þetta allt og margt fleira þárf að gera athuganir í vetur. I reynsluför ætti að senda bílinn norður í land. Vér þurfum um- fram allt að fá sem fyrst reynzlu um allt er lýtur að nothæfi þess- ara bíla. Ef sú reynzla sannar, að hér sé farartæki, er að minnsta kosti í bráð geti bætt úr brýnni nauðsyn, verður ríkið að styðja að útvegun og starfrækslu þessara bíla, hér er um svo mik- ilsvert mál að ræða. Hugsum oss hve mikla þýðingu snjóbíllinn gæti haft í harðindum, eða þegar brýna nauðsyn ber að höndum, eða póstferðir yfir erfiða fjall- vegi. I bráð geta þeir tryggt samgöngurnar yfir Hellisheiði. (Um það mál verður ef til vill tækifæri til að ræða síðar). Og sama má segja um ýmsar sveitir, þar sem snjór eða vegleysur eru mestar. Ilinsvegar þarf þess að gæta, að til þess að samgöngur séu tryggar yfir vissa fjallvegi, í hvaða veðri sem er, þá þarf að merkja leiðirnar betur en nú er títt, svo nothæft sé. S. Sigurðawm. Ctan úr heimi, Jan Mayo»i heíir orðið ,að deilu- eíni milli norsku stjórnarinnar og skipstjóra nokkurs, er heitir Jnc.ob- sen, og kveðst hafa numið eyna, on Norðmenn hafa slegið eign sinni á hana. ——o------ I. Eftir útliti að dæma verða á þessu ári haldnir fleiri alþjóða- fundir en nokkru sinni áður. Tíminn hefir áður getið um ltola- málið og flotamálaráðstefnuna í Lundúnum. Þessa dagana byrjar í Genf fundur, sem á að athuga möguleika til þess að koma í veg fyrir framhaldanda tollstríð milli ríkja. Er sú stefna mjög uppi á þessum tíma að útiloka fram- leiðslu annara landa með því að leggja svo háan toll á innfluttar vörur, að þær verði ókaupandi og þoli ekki samkeppni við inn- lenda framleiðslu. Verndartoll- arnir eru eitt hið bitrasta vopn í fjárhagsbaráttunni milli þj óð- anna, og leiðir af sér þrotlausar samningatilraunir og þref milli ríkisstjórnanna. Er fyrirsjáan- legt að slík tollabarátta muni enda í blindri samkeppni og blóðugri styrjöld, ef ekki er tek- ið í taumana. Athygli hefir það vakið, að dönskum manni, Moltka greifa, er falið að stjórna fund- inum. Þykir það bera vott um, að Danmörk njóti álits í þjóða- bandalaginu, enda hefir athygli erlendra þjóða nú mjög beinst að Dönum vegna frjálsrar stefnu í tollamálum og þó eigi síður vegna þeira tilrauna, sem danska Jafnaðarmannastjórnin hefir gert til takmörkunar á vígbúnaði. II. I Frakklandi munu vera tíðari stjórnarskipti en í nokkru öðru landi Evrópu. I byrjun ágúst síð- astliðið sumar lét Poincaré af völdum sökum sjúkleika, enda er hann nú maður háaldraður (verð- ur sjötugur á þessu ári) og hefir í mörgum stórræðum staðið, m. a. verið forseti Frakklands árum saman. Þegar Poincaré dró sig í hlé, varð Briand forsætisráðherra, en hann er einkum kunnur vegna afskipta sinna af utanríkismálum, var m. a. mjög riðinn við Locarno samninginn. En í november í haust, hlaut Briand og ráðuneyti hans vantraust í þinginu. Stóð í löngu stappi um hver mynda skyldi nýja stjórn, enda eru flokkarnir margir og ber lítið milli þeirra sumra. Var fyrst í ráði, að Jafnaðarmaðurinn Poul Boncour yrði stjómarformaður með stuðningi hinna frjálslvndari flokka, að kummúnistum . und- anskildum. Þaö varð þó eigi og hallaðist þingið meir og meir til hægri og að endingu tókst íhalds- manninum Tardieu að mynda sambræðslustjórn, sem var í and- stöðu við Jafnaðarmenn. En í byrjun þessa mánaðar féll sú stjórn. Stóð þá yfir flotamáiaráð- stefnan í Lundúnum, en ágrein- ingurinn, sem vantraustinu olli var um minnaháttar skattaniál — um það hvort giftar konur. sem vinna á skrifstofum eigin- manna sinna eigi að greiða skatt. En stjórnin, sem við tók af Tardieu, var ekki við völd nema þrjá daga, og nú stendur yf'r ný stjórnarmyndun í Frakklandi, sú fjórða síðan á miðju sumri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.