Tíminn - 01.03.1930, Blaðsíða 3
89
Áskorun
til Helga Iæknis Tómassonar.
Þér hafið hr. Helgi Tómasson
viðurkennt í Morgunblaðinu í
gær, að framkoma yðar á heim-
ili Jónasar Jónssonar dómsmálar
ráðherra, eins og skýrt er frá
henni í bréfi ráðherrans til yðar,
sé yður „til mestu vansæmdar
bæði sem lækni og maxmi“.
Ofan á þá ódrengilegu árás,
sem þér hafið gjört á Jónas Jóns-
son ráðherra og heimili hans,
bætið þér þeirri ósvinnu að lýsa
yfir því, að þér munuð hlífast
við að skýra frá því, sem gj irst'
hafi í heimsókn yðar á heimili
hans, af því að þér séuð ófús til
að koma af stað „hneyklissögum"
um hann eða aðra.
Með þessum ummælum gefið
þér í skyn, að framkoma ráð-
herrans eða einhverra vanda-
manna hans í sambandi við heim-
sókn yðar, sé „hneyklissaga“.
Tíminn leyfir sér að skora á
yður, að skýra frá því tafarlaust
iivað þér eigið við með þessum
ummælum, eða þola ella þann
dóm, sem allur almenningur og
þér sjálfur hafið kveðið upp yfir
yður, að framkoma yðar sé yð-
ur til „mestu vansæmdar bæði
sem lækni og manni“.
]?á ekki heldur fengið nema 8000
kg. mjölk á dag, en getur tekið
á móti 10000 kg.
Framtíð búsins veltui' öll á því,
hvort allir komi í búið eða ekki.
Hvort það fær nóg að gjöra eða
ekki. Hafi bændur þann félags-
þroska, sem þarf til að skilja
það, þá verður búið þeim lyfti-
stöng til betri efnalegs sjálfstæð-
is, en vanti þá hann, og geti þeir
ekki tileinkað sér hann, þá verður
búið þeim nýr baggi, sem óvíst
er hvort þeir geta risið undir,
með því sem fyrir er.
P. Z.
-----o——
Spreuglng í kolanámu grandaði
nokkrum mönnum i Englandi. Er
áiitið að tveir menn séu grafnir lif-
andi niðri í námunni. Sprengingin
varð mílu undir yfirborði jarðar.
Sex Gfyðingaprestar i Moskva senda
áskorun tii Gyðinga um allan heim
og livetja þá til að taka ekki þátt
í árásunum á stjórnarfarið i Ráss-
landi.
Innlendar fréttir
Tíðin hefir yfirleitt verið lilý siðast-
liðna viku og áttin að jafnaði suð-
læg eða suðaustlæg og ekki alveg
eins vindasamt og undanfarnar vik-
ur. Lengst af hefir verið autt, eða
því sem nær á láglendi. Á fimmtudag
gerði snöggvast hæga norðanátt með
0—2 st. frosti á Norður- og Austur-
landi og setti niður snjóföl. Samtimis
var suðlæg átt með ð—7 st. hita á
sunnarverðu landinu. í gær heni á
sunjianáttinni, svo hún náði um allt
land með úðaregiii og 8 st. hita á
Suður- og Vesturlandi en þurviðri og
10—11 st. hita víðasthvar á Norður-
og Austurlandi.
í þessari viku hafa alioft verið
sæmilegar gæftir (5 dagar i Vest-
mannaeyjum og 4 í Sandgerði).
Um Bretlandseyjar og suðurhhita
Noregs og Svíþjóðar hefir vei-ið stillt
og rnild veðrátta mestallan þennan
mánuð, en umhleypingar og in'íðar-
garðar i Norður-Noregi.
VerkamannabiistaSir. Úr tveim
stöðum, Revkjavík og Eskifirði, hafa
atvinnumálaráðherra horizt rnála-
leitanir um stofnun byggíngarsjóða
samkvœmt lögunum um verka-
mannabústaði. Eftir lögunum á
stjórnin að skipa formenn slíkra
sjóða. Hefir ráðherrann nú skipað
Magnús Sigurðsson bankastjóra í
Rvík og Ólaf Sveinsson gjaldkera
Landsbankans á Eskifirði í þessar
stöður. Væntanlega fara fleiri kaup-
staðir og kauptún að dæmi Reykja-
víkur og Eskifjarðar.
Stórmerk samgöngubót. Á miðviku-
dagsmorgun bauð samgöngumálaráð-
herrann, Tryggvi þórhallsson, sam-
göngúmálanefndum Alþingis, ásamt
vegamálastjóra, nokkrum blaðamönn-
um o. fl. austur að Kolviðarhóli, til
að .reyna snjóbíl þann, sem lands-
stjórnin liefir nýlega keypt. — Um
snjóbíl þennan er það að segja i
stuttu máli, að hann mun hafa vak-
ið undrun og aðdáun allra við-
stnddra. Fór hann yfir krapablár,
alldjúpa lausam,jöll og svo mikinn
bratta að undrum sætti. Skammt ofan
við Hveradali fór liann hátt upp 'í
brekku, þar sem gizlcað var á, að
brattinn væri 1:3. Má það snarbratti
kallast. þegar kom austur undir
Smiðjulaut var i einni reynsluferð-
inni snúið út af veginum til vinstri
handar og valin leiðih eftir snjð-
þyngstu lægðunum,. stefnt norður
fyrir Reykjafell og kornið niður Ilell-
isskarð að Kolviðarhóli. Er þar svo
bratt niðar að fai'a, að eigi mun það
hafa verið með öllu geiglaust sum-
urn farþegununt, en allt fór billinn
þetta léttilega og örugglega. þegar
komið var á hæsta leitið, vestan
Reykjafells, var stigið út úr bifreið-
inni og fundu þá allir til þess, að
með þessu farartæki væri yfirunninn
einn örðugasti hjallinn i íslenzkum
samgöngum. Árnuðu menn því heilla
með fagnaðarópum.
þessar prentvillur hafa orðið í
grein Björns Pálssonar um íslenzka
kjötið, sem birtist í Tímanum 22.
febrúar. „Reynslan hefir sýnt, að
kjöt af ágætum karldýrum verður
aldrei selt“, Átti að vera: kjöt af
ógeltum karldýrum er lakara og
óseljanlegra. í yfirlýsingu Jóns
Pálmasonar er sagt, að hann hafi
gelt flesta einlembingshrúta sína sið-
an 1927, og hafi þeir orðið feitari, en
þeir ógeltu. Á að vera tvilembings-
hrútar. í greininni stendur, að hænd-
um í Ástrnlíu þyki æskilegast að
skrokkarnir vegi 22—33 pd. Á að vera
26—33 pd.
-----o-----
Snjóbíllinn.
Hug-vitsmaður sá, aem fundið
hefir upp snjóbílinn, er rússnesk-
ur, Kegresse að nafni. En hinar
frægu Citroén-verksmiðjur í Par-
ís smíða bifreiðar þessai’. Sam-
band ísl. samvinnufélaga hefir
umboð verksmiðjunnar hér á
landi, og mun Sambandið hafa
snúið sér til samgöngumálaráðu-
neytisins um að >að keypti sam- ,
göngutæki þetta til reynzlu. —
Fyrir nokkrum árum vak'ti það
eftirtekt þegar fregnir bárust af
því, að bifreið hefði verið smíð-
uð suður í Frakklandi með það
fyrir augum, að geta farið veg-
leysur, og mikill viðburður þegar
þessi sama bifreið hafði farið
fram og aftur yfir mestu eyði-
mörk veraldarimtar endilanga.
Um það leyti bar Jónas Jónsson
fram tiilögu um það á Alþingí, að
landið keypti slíka bifreið til
reynzlu. Ihaldsflokkurinn fór þá
með völd og eyddi málinu, en
keypti skömmu síðar „snjóplóg-
inn“ sæla. Veit enginn um það
hvað íiialdið í þessu efni hefir
hamlað miklum umbótum á bif-
reiðasamgöngum á þeim árum,
sem liðin eru síðan, þótt nokkrar
minniháttar umbætur hafi átt
sér stað á biíreiðategund þessari
í millitíð. En þá strax var farið
að nota þessa bifreið í þungfær-
um snjó suður í Sviss.
En reynzluferðii'nar benda til
þess að vetrarferðir með fólk,
póst og þungavöru muni geta átt
sér stað framvegis á mörgum leið-
um, sem hingað til hafa verið
lokaðar.
-----o-----
Áburðarkaup
Eins og tvö undanfarin Ar verða
það aðallega 4 teg. af tilbúnum á-
burði, sem notaðar verða á kom-
andi vori. þessar teg. eru: Kalksalt-
pétur I G, Nitrophoska I G, Superfos-
fat og Kalí. þær eru allar nokkuð
kunnar og það reyndar, að ekki er
brýn þörf að benda á notagildi
þeirra.
Auk þess mun Áburðareinkasala
ríkisins hafa á boðstólum ofurlítið
af öðrum áburðartegundum, sérstak-
lega köfnunarefnisáburði. Tilgajigur-
inn með þvi uð hafa þessar teg. á
boðstólurn er tvennskonar: Annars-
vegar að verða við. sérkröfum ein-
stakra manna, sem æskja að fá
keyptar aðrur teg. en hinar fyrtöldu,
og hinsvegar að ýta undir bændur
að reyna lítillega og með fullri
gætni, vissar áburðartegundir sem
hugsanlegt er, að geti haft varanlega
þýðingu fyrir jarðræktina, þótt þær
séu, enu sein komið er, flestum
bændum lítt eða ekki kunnar. Fyrsta
spoi’ið í áttina er að benda á þessar
tegundii' og gera með fáum orðum
grein fyrir því, sem við vitum um
þær.
Kalkammonsaltpétur I G. í honum
oru 20J/2% áf köfnunarefni. Helm-
ingurinn auðleyst saltpétursköfnun-
nrefni og helmingurinn sem am-
moniak köfnunarefni, sem er nokkru
torlevstara og seinvirknra.
Kalkammonsaltpéturinn er því rétt
um það fjórðungi „sterkari" en hinn
venjulegi Kalksaltpétur, og áhrifa
lians mun gæta lengur og jafnar
fram eftir sumri eftir því sem bezt
verður vitað. Sumstaðar getur það
verið kostur að verkanimar séu
nokkuð langdregnar, en það sem að-
allega er athyglisvert um þennan á-
burð, er það, hve hann er „sterkur"
eða köfnunarefnisauðugur, það getur
haft mikla þýðingu fyrir liinar af-
skektai'i sveitir, sem verða að hlíta
dýrum og örðugum vöruflutningum.
Má t. d. nefna Skaftafellssýslurnar
eða þær sveitir þeirra, sem búa við
algjört hafnleysi.
í þremur pokum af Kalkammon-
saltpétri er svo aö seyja sami forði
af jurtanæriugu eins og í fjórum
pokum af Kalksaltpétri.
í vor verða sennilega fluttir að Ing-
ólfshöfða, Hvalsýki, Skaftárósi og til
Víkur um 500 pokar af Kalksaltpétri.
Til þess að jafngilda þessu þyrfti 375
poka af Kalkammonsaltpétri. það er
víst ekki ótítt að uppskipun við
Sandana kosti 5 kr. á 100 kg. og í Vík
um 3 krónur. Við að nota Kalkam-
monsaltpétur í stað Kalksaltpétui-s,
gætu bœndurnir, sem hlut eiga að
má.li, sparað sér um 500 króna upp-
skipunarkostnað og auk þess % af
KeyhjaTÍk 8ími 249
Niðursuðuvörur vorar:
Kjöt.....11 kg. og 1/2 kg. dósum
Ktefa .... - 1 — - 1/2 --
Bayjnrabjúgn 1 - - 1/2 -
Fiskabollur - 1 - - 1/2 - -
Lax........- 1 - - 1/1 -
bljóta almenningslof
Ef þér hafib ekki reynt vörur
þesaar, þá gjörið þaö nú. Notiö
innleudar vörur fremureu erlendar,
ineö þyt stuðliö þér aö þvt, að
ísleudingar verði sjálfum sér aógir
Pantanir afgreiddar fljótt og-
vel hvert á land sem er.
}
landfluttningnum. Um leið sparaði
í'íkissjóður !/4 af sjófluttningnum.
þótt hér sé ekki um háar tölur að
t'teða, virðist full réttmætt að livetja
til þess að bændur þar eystra reyni
Kalkammonsaltpéturinn, og hið sama
gildir auðvitað víða um land. Hundr-
að kíló af Kalkammonsaltpétri kosta
23,75 krónnr. Kílóið af köfnunarefni
i honum kostar því 115,8 aura, en í
kalksaltpétri 131,6 aura.
Chilesaltpétur. Einstöku menn hiðja
ákveðið um Chilesaltpétur. Hvort það
er af gömlúm vana eða af því að
þeir séu sannfærðir um að þeir hafi
hans betri not en Kalksaltpétursins,
skal látið ósagt. þær tilraunir sem
gerðar hafa verið, henda ekki til
þess að munur sé á verkunum
þessara tveggja teg. En Chilesaltpét-
urinn er töluvert dýrari. Kílóið af
köfnunarefninu í honum kostar um
155 aura. Innfluttningur hans og
notkun virðist því alls ekki vera
léttmæt meðan þau verðhlutföll
haldast sem nú eru. það er því að-
eins til þess að þóknast einstökum
mönnum, að ofurlltlð er flutt inn af
honum.
Brennísteinssúr stækja. í þeim á-
iiurði eru 20,6% af köfnunarefni, allt
saman ammoniakköfnunarefni. Stækj-
an hefir verið reynd allmikið bæði í
tilraunum B.fél. íslands og Ræktun-
arfél. Norðurl. í þurviðrasveitum
virðast verkanir liennar vera nokkru
lakari en saltpétúrs, en í votviðra-
sveitum hefir hún reynst standa
honum jafnfætis að nothæfi. Köfn-
unarefnið í stækjunni er ódýrara en
í saltpétri, kílóið al’ því kostar ekki
nema 114,5 aura. Er því töluverð á-
stæða til þess að reyna stækjuna
nokkuð meira en gert heiir verið,
sérstaklega í votviðrasveitunum. þeir
gras. Hafragrasiö mundi oft vera
frosið á haustin og síðast á
sumrin, og þegar lömbin gengju
um það, brotnuðu stönglarnir, og
grasið sparkaðist niður. En væri
hafragrasið slegið að sumrinu og
lömbunum svo beitt á hána að
haustinu, mundi hún notast
sæmilega, þó að frost væru.
Ýmsar rófnategundir býzt eg við
að iiægt væri að nota, þó að
stundum væru frost, til að fita
lömb á. En það þarf að rækta
mikið af rófum, ef lömbunum er
beitt í rófnagarðana, því að þær
ódrýgjast alltaf eitthvað við
traðk lambanna. Ég býst við
að það þyrfti að rækta rófur á
einum hektara, til þess að það
nægði 40—50 lömbum í þrjár
vikur, því að skemmri tími næg-
ir tæplega til þess að gera þumi-
holda lömb vel feit. Ef til vill
gætu sumir íjáreigendur hýst
mögrustu lömbin einhvern tíma
af haustinu og’ gefið þeim hafra-
gras og rófur, því að þannig
notast fóðurgildi þeirra bezt. En
þetta kostar mikla vinnu, svo að
ólíklegt er að því verði víða við-
komið. Eg býst því við, að það
verði svo erfitt og kostnaðar-
samt fyrir bændur að fita lömb
á landi, sem eingöngu er til þess
ræktað, að tæplega verði mikið
að því gert næstu árin. En það,
sem fjáreigendur geta gert, til
þess að fá holdgóð og feit lömb,
er að fóðra æmar svo vel, að
lömbin hafi nóga mjólk á vorin,
og láta þau ekki horast niður að
úaustinu, áður en þeim er slátr-
að.
Eg' hygg, að margir bændur
hafi tekið eftir því, að lömbin
eru léttari, og’ þó einkum magr-
ari síðast á haustin heldur en
fyrst. Sjálfur sá eg þetta glöggt
austur á Reyðarfirði síðastliðið
haust, því að flest lömbin sem
slátrað var fyrri hluta haustsins,
voru svo feit, að mikill meiri-
hluti kjötsins fór í fyrsta flokk.
Síðari hluta haustsins voru lömb-
in orðin að mun magrai’i og
meiri hluti kjötsins fór í annan
flokk af þeirri ástæðu.
Héraðsbúar hafa að ýmsu leyti
betur vaxið fé en almennt ger-
ist. Það er yfirleitt styttra, hef-
ir breiðari lend og þykkri læri
en noi’ðlenzka féð. Eg er því
sannfærður um að ef þeir láta
lömbin ekki horast niður á haust-
in í heimalöndunum og á margra
daga rekstri, þá tekst þeim að
fá mjög gott kjöt, eftir því sem
um er að gera hér á landi.
Þó að eg sæi þess svo glögg
dæmi í haust austur á Reyðar-
firði, að lömbin rýrnuðu, >á er
það ekkert einsdæmi hér á landi.
Líklegt er að lömbin verði. ékki
jafn viðkvæm fyrir misfellum
að haustinu, ef hrútlömbunum
er útrýmt, en samt sem áður
verður altaf hætt við því, að
lömbin rýrni á óræktuðu landi
og í misjafnri tíð, þegar líður á
haustið, þó að það fari eðlilega
mjög eftii’ landgæðum heima-
landanna. Það er því sennilegrt
að í ýinsum stöðum verði hent-
ugt að byrja að slátra fyr á
haustin, því að varla verður
hægt að stytta tímann sem sláti’-
að er. Til þess þyrfti rnikið
stærri írystihús og sláturhús, og
hvorttveggja er dýrt.
Hér á' landi er féð víðast hvar
haft á afréttum yfir sumarið og
líklegt er, að það verði einnig í
framtíðinni. Afréttirnar verða
hvort sem er, ekki notaðar til
annars en sumarbeitar fyrir fé
og' hross. iSéu heiðaniar víðlend-
ar og grösugar, fer fé oft fullt
eins vel að á þeim að sumrinu
og í heimalöndum, því að þar
eru grösin jafnvel næringarmeiri.
Iiér kemur tæplega til mála að
beita á ræktað graslendi að sumr-
inu, þó að það sé gert í löndum,
þar sem féð gengur sjálfala og
lítilla eða engra heyja þarf að
afla. Islenzkir fjáreigendur verða
fyrst og fremst að nota grasið
I af ræktaða landinu til þess að
! fóðra skepnurnar á yfir vetur-
' inn, og enn er ræktaða landið
; svo lítið, að þeir þurfa að heyja
mikið á þýfðu og óræktuðu landi.
I Það gæti verið hentugt samt sem
’ áður, ef ræktaða landið stækkar
' að mun, að beita þeim lömbum,
1 sem mögrust eru eða síðast á að
• slátra, á hána að haustinu. Rækt-
| aða landið verður hvort sem er
; tæplega allt tvíslegið og þó að
I það sé slegið tvisvar, þá verður
það varla svo vel slegið, að ekki
sé sæmilegur hagi fyrh- fé á því.
Gras á íæktuðu landi er alltaf
næringarmeira og lömbunum
mundi líða betur, ef þau fengju
að vera í næði á túnunum, þó að
þau íitnuðu ef til vill ekki að
mun, þegar grösin eru orðin
visin á óræktaða haglendinu á
haustin.
1 Húnavatns-, Þingeyjar- og
Múlasýslum eru víða grösug
heimalönd og góðar afréttir, enda
verða lömbin talsvert þroskamik-
il og íeit í þessum héruðum.
Það sem fjáreigendur í þessum
sveitum þurfa því fyrst og
fremst aó gera, er að láta lömb-
in rýrna sem minnst að haust-
inu. Ef afréttimar eru víðáttu-
miklai’, verður alltaf óhjákvæmi-
legt, að lömbin leggi talsvei’t af
við reksturinn til byggða. Til
þess að rninnka tjónið, sem af
þessu leiðir, væ«i æskilegasí að
lömbin gætu fitnað dálítið, eítir
að þau koma í heimalöndin. ln
lömb fitna tæplega á óræktuðu
landi eftir fjárskilaréttir nema
leitir fari fyr fram en verið hef-
ir. Eg býst samt við, að þetta
verði varla framkvæmanlegt
fyrst um sinn, því að víðast hvar
hér á landi heyja bændur meira
eða minna af heyskap sínum á
óræktuðu landi, sem oft er bæði
þýft og blautt. Heyskapurinn
verður á þennan hátt miklu sein-
teknari en þar, sem svo að segja
eingöngu er heyjað á ræktuðu
landi, og hægt er að vinna með
vélum. Með aukinni ræktun og
notkun véla, eru líkur til þess,
að heyskapur á óræktuðu landi
minnki, og heyskapai’tímimi
styttist, því að kunnugt er, að
það er mjög hentugt að afla
heyja á óræktuðu landi, þegar
grösin eru fai’in að visna að mun
síðast á sumrin, sökum þess hve
fóðurgildi grasanna hefir minnk-
að. Þegar engjaheyskap er lokið
ætti það að vera skaðlaust fyrh
bændur að láta smala afréttirn-
ar og fé fé sitt heim. Ég hygg
því að í framtíðinni geti >að
víða verið hentugt að láta leitir
fara fram nokkru fyr en nú ger-
ist. Bændur þyrftu þar fyrir
ekki að byrja á því að slátra
lömbunum strax eftir fjárskila-
réttir, frekar en verkast vildi,
því að ef lömbin misstu ekki
mæður, og féð fengi að vera í
næði, mundu þau halda áfram að
fitna í nokkum tíma á eftir, þar
sem haglendi er gott í heima-
högum. En á meðan bændur
heyja jafn mikið á óræktuðu
landi og enn er gert, þá eru
litlar líkur til þess, að þeir vilji
eyða vinnu í að smala víðáttu-
miklar afréttir, eða fá allt fé
sit heim, fyr en venja hefir ver-
ið til.
Nl.
-----o----