Tíminn - 22.03.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.03.1930, Blaðsíða 1
^ ©faíbferi 04 afgrei&slumabur dimans er Hannoeig þ o r s i e i n sbi ttir, Samban&sljíisinu. &rffjaoíf. J2^.fgrci2)öía timans er i Sambanbsljústnu. 0pin baglega 9—[2 f. 4> ^imi <J9«. XIV. ár. Reykjavík, 22. marz 1930. 14. blað. Hverjir sigruðu í bankamálinu? Eins og kunnugt er tókst þing- inu, eftir nærri mánaðar umræð- ur og rannsóknir á íslandsbanka, að finna þá lausn á bankamálinu, sem flestir virtust vel við una. Af lokaatkvæðagreiðslunni um stjórnarfrumvarpið var að minnsta kosti ekki hægt að ráða annað, en að hin endanlega af- greiðsla málsins væri gjörð með svo að segja óskiftum vilja alls þingsins. Hitt var aftur á móti vitanlegt öllum þeim, sem fylgst höfðu með gangi málsins, að íhaldsflokkur- inn g'ekk að því sárnauðugur að leggja íslandsbanka niður og stofna nýjan banka í hans stað, og að flokkurinn greiddi atkvæði með frumvarpinu eingöngu af því, að hann hafði ekki atkvæða- magn til að koma því til vegar, að þingið tæki fyrir ríkisins hönd ábyrgð á skuldum Islandsbanka eða meira eða minna þátt í töp- um hluthafanna. Hinsvegar fór svo, eins og við mátti búast, að flokkurinn þóttist ekki mega við því að baka sér þær óvinsældir, sem hann myndi hafa átt á hættu með því að greiða opinberlega at- kvæði á móti ráðstöfunum stjórnarinnar. Það skiftir náttúrlega minnstu máli í sambandi við stofnun hins nýja banka, hvaða stjómmála- flokkur getur eignað sér heiður- inn af því að hafa sigrað í þeim átökum, sem urðu í þinginu út af meðferð Islandsbanka. Málið er leitt til lykta svo heppilega sem unnt var, og það er aðalatriðið. En af því að blöð íhaldsmanna í Reykjavík hafa látið í veðri vaka, að stjórnin hafi gengið frá stefnu sinni í málinu, og því er haldið fram dag eftir dag, verður ekki hjá því komizt að hrekja slíkar staðhæfingar opinberlega. Er það auðvelt verk, því að málið og meðferð þess í þinginu, liggur ljóst fyrii’. Laugardaginn næstan eftir bankalokunina, rituðu tveir af ráðherrunum, Tryggvi Þórhalls- son og Jónas Jónsson, greinar um bankamálið, og birtust þær hér í blaðinu. Ráðheri'amir báðir gefa það þá í skyn, alveg greinilega, að stefnt muni verða að því að stofna nýjan banka, er taki að sér að sjá þeim atvinnufyrirtækj- um fyrir rekstrarfé, er áður hafi skipt við Islandsbanka, og rekiti séu á sæmilega tryggum grund- velli. Tryggvi Þórhallsson forsætis- ráðherra segir í grein sinni „Lok- un Islandsbanka": „Við ráðum yfir nægu fjármagni lil þess, og við látum það verða*), - að sú stofnun — hvort sem hún áfram ber nafnið fslandsbanki eða annað — sem innan sem fæstra daga tekur til starfa í húsi íslandsbanka við Austurstræti, mun geta, í sam- vinnu við Landsbankann, stutt nægi- iega alla heilbrigða viðskiptamenn íslandsbanka. Seðlarnir verða inn- leystir. Sparifjáreigendum verður veitt hjálp eins mikil og lög standa frekast t,il“. Jónas Jónsson dómsmálaráð- herra • kemst svo að orði í sinni grein: *) Leturbr. ritstj. „Nú er stofnaður búnaðarbanki fyrir forgöngu framsóknarmanna. Landsbankinn liefir verið gjörður að virkilegum þjóðbanka, fyrir iörgöngu iiins sama flokks. þriðja verkefnið bíðui- þeirra, sem liala nógan kjark og manndóm til aö sigrast á stórum crfiðieikmn. það er að láta rísa úr rústum hins hrunua, erleuda, ógiítu- samlega spekulationsbanka, trausta, örugga lánsstoinun iyrir sjávarútveg- inn*)“. Þannig hefir ríkisstjórnin, þeg- ar í upphafi þessa máls, opinber- iega, utan þmgs og iiman, mótað þá stefnu, sem þingið endanlega tók í bankamálinu, að stofna nýjan banka á rústmn Islands- banka. Svo giftusamlega hefir ríkis- stjórninni tekizt í þessu máli, að hin yfirvofandi .fjárhagskreppa af völdum Islandsbanka, hefir í liennar höndum snúist upp í stór- nauðsynlega og aðkallandi umbót á bankastarfseminni í landinu. Stjórnin hefir notað tækifærið til að koma á þeirri eðlilegu verka- skiptingu í útlánastarfseminni, sem drögin voru lögð að með stofnun Búnaðarbankans og varð að komast í framkvæmd fyr eða síðar. Ihaldsflokkurinn var á móti því frá byrjun, að nýr banki væri stofnaður. Ihaldsmenn börðust fyrir því, í upphafi, að ríkið tæki ábyrgð á skuldum Islandsbanka. Það var þeirra lausn á bankamálinu. En sú tillaga var felld á Alþingi. íhaldsmenn í efri deild gjörðu á síðustu stundu tilraun til þess að bjarga erlenda hlutafénu. Þar urðu þeir einnig ofui’liði bornir. Blað íhaldsmanna á Akureyri hefir lýst yfir því opinberiega, að íslandsbanki hafi verið „að velll lagður“. Sjálfsagt er sú yfirlýsing ekki gefin í samráði við „forráða- menn“ íhaldsflokksins hér, og ef- laust í óþökk þeirra. En yfirlýsing ritstjórans á Akureyri sannar það, að íhalds- menn vita það vel sjálfir, að vöflur flokksblaðanna hér í Reykjavík, um „stefnuskipti“ ríkisstjómarinnar í bankamálinu, eru ekkert annað en sáraumbúðir, sem flokkurinn ætlar sér að not- ast við eftir ósigurinn á Alþingi. -----o---- Fjárlögin komu til 3. umræðu í neðri deild síðastliðinn miðvikudag. Hefir sú umræða staðið þrjá und- anfarna daga, en atkvæðagreiðsla um breytingartillögur fór fram í gærkveldi. Búizt er við að „eld- húsumræður“ hefjist í dag. Eld- húsdeginum, sem venjulega er við framhald 1. umræðu fjárlag- anna, var að þessu sinni frestað til 3. umræðu, og munu tilvon- andi „eldabuskur“ hafa farið bón- arveg að stjórninni um að fá þennan frest. *) Leturbr. ritstj. Kviksetningartilraun íhaldsins og áhrif hennar á frelsi þjóðarinnar. I Ameríku er Gosenland fyrir sérfræðinga í geðveilq’amálum. Þar borgar sig að stunda lækn- ingar fyrir afturhaldsliðið. Þar er algeng-t að „sálsýkisvísindin“ eins og Mbl. kallar hinar pólitísku umþenkingar Kleppverja koma að notum á beinan hátt fyrir peningavald landsins. Ef einhvei’ milj ónamæringur drepur mann eða fremur annan siíkan stórglæp, þá kemur einliver tiltölulega vandaöur vísindamaður úr hópi sérfræöinganna og gefur vottorð um að inorðinginn sé geðbilaður og megi ekki hegna honum. Glæpamaðurinn er þá ekki sett- í fangelsi, heldur í fína stofnun íyrh’ veiklaða heldrimenn. Eftir íáeinar vikur eða mánuði hverf- ur svo sökudólgurinn út í mann- félagið aftur til að njóta peninga sinna eins og fyr. Hin hliðin á hinum heppilegu notum sáisýkisvísindanna er það þegar auðvaldið í iandinu kemst að þeirri niðurstöðu, að einhver Írjáíilyndur maður sé óþægilegur í mannfélaginu, vegna áhrifa í ræðu og riti. Þá hvíslar mamm- on fáeinum orðum í eyru vísind- anna, og vísindin bregða strax við og kveða upp úrskurð sinn. Það er andað heitu og köldu úr sama munni, eins og í dæmisög- unni. I Evrópu einx þesskonar vísindi mikið tii óþekkt. Og af öllum sæmilegum læknum í næstu lönd- um er tekið ákaflega hart á því, ef læknisvottorð eru gefin út í bláinn, án tilefnis, án rannsókn- ar, og þvert á móti betri vitund. Hér skal ekki farið út í það hvaða hvatir hafa legið til þess að Helgi á Kleppi vildi koma á stjórnarskiftum með rógi og dylgjum um geðveiki í einum ráðherranum. En í næstu lönd- um hefir mál hans verið hart dæmt, og framkoma hans og þeirra lækna sem honum eru samsekir. Eftir að Kleppverjar voru bún- ir að bera út rógsögumar um J. J., svo að bærinn talaði ekki um annað, síma tveir af fyrverandi og núverandi starfsmönnum Mbl. inntakið úr dylgjum Þórðar og IJelga til tveggja stærstu blað- anna í Khöfn, auðsjáanlega í þeim einum tilgangi að halda á- fram erlendis sömu iðju og sam- herjar þeirra hér heima fyrir. En árangurinn varð minni en við var búist. Rétt um sama leyti birtist í einu stórblaðinu danska þýðing á grein J. J„ er hann hafði skrifað rétt áður en hann lagðist í hálsbólgunni, um grund- völlinn undir pólitískri sambúð Dana og íslendinga. Vakti grein þessi mikla athygli í Danmörku, og bjargaði, eftir því sem urrnt var, áliti íslenzku þjóðarinnar, því að atferli Mbl. og Sigurðar Eggerz, að skríða fyrir Dönum þegar íhaldinu íslenzka lá á, en bera hinsvegar á dönsku þjóðina ósannar sakir, þegar búist var við, að slíkar getsakir myndu auka kjörfylgi hér heima fyrir, var á góðri leið með að koma ó- f verðskulduðu óorði á alla ís- Utan úr heimi. I. Hér á landi hafa, tvær síðustu vikumar, verið meiri kuldai’ en nokkru sinni áður á þessum vetri. I byggðum norðanlands hefir frostið oftar en einu sinni komizt upp í 20 stig og á Hólsfjöllum upp í 28 stig, kaldasta daginn. En suður á meginlandi Evrópu er vorið þegar gengið í garð. Eii breyting veðráttunnar hefir sum- staðar orðið með þeim tíðindum, að fólkið undii' hinum suðræna himni hefir meiri ástæðu til að kvarta yfir komu vorsins en við íslendingar yfir vetrarhörkunni. I suðvesturhéruðum Frakklands hafa vorleysingarnar haft í för með sér ægilegt vatnsflóð, sem lagt hefir 1 eyði blómlegai’ byggð- ir og firrt fjölda manns lífi. Stórfljótin hafa brotizt úr úr farvegum sínum og flætt yfir hina lágu frjósömu sléttu. Þar, sem áður voru akrar og fjölmenn bændaþorp, varð á einum sólar- hring eitt óslitið stöðuvatn. Jám- brautarlestirnar stöðvuðust. Fólk- ið flýði í ofboði frá heimilum sín- um, til þess að komast undan vatnsflóðinu, sem steig hæma 0g hærra og breiddist yfir sléttuna. Þeir, sem ekki höfðu ráðrúm til að flýja klifruðu upp á húsþökin. Var margt af því fólki aðfram komið af hungri, þegar flóðið þvarr og hægt var að veita því hjálp. Víða skoluðust húsin sjálf með öllu, sem í þeim var, burt með flóðinu og fórst þannig fjöldi manns. Mestur hluti af búpeningi bænda á flóðasvæðinu mun hafa drukknað, og geisilegar skemmd- ir orðið á hverskonar mannvirkj- um. Á einum stað braut vatnið upp kirkjugarð, og vom kistum- ar á reki niður eftir Loirefljót- inu. Sló óhug á marga við svo óvenjulega sýn. Mestu leysingarnar eru nú um garð gengnar og flóðið þorrið. Fólkið, sem fyrir ógæfunni hefir orðið, leitar nú aftur rústanna af heimilum sínum og vandamanna, sem farizt hafa í flóðinu. íbúar hinna eyðilögðu héraða eiga fyr- ir höndum mikið viðreisnarstarf, sem þeir geta ekki framkvæmt, nema með opinberri aðstoð. Tjón- ið er áætlað um 250 miljónir króna, og 4—500 manns hafa lát- ið lífið. Borgarstjórnin í París hefir ákveðið að leggja 250 þúsundir króna til endurreisnarinnar. Páf- inn í Rómaborg hefir sent 25 þús. kr. gjöf. Franski þjóðbankinn gengst fyrir söfnun fjárframlaga um allt landið til þess að byggja upp hin eyðilögðu héruð. II. Látinn er fyrir fáum dögum einn þeirar manna, sem mest var lenzku þjóðina. Með grein sinni sannaði J. J„ að íslendingar stefndu að fullkomnu sjálfstæði, en vildu búa með réttlæti og drengskap að hverri annari þjóð, og þá ekki síður að svo náinni frændþjóð sem Dönum. Árás Ilelga á Kleppi á J. J. varð í Danmörku að athlægi þegar 1 stað, því að eins og sum blöðin sögðu, benti slík grein, sem dró landamerkjalínuna skýrt í sam- talað um í heiminum í byrjun ófriðarins mikla og hlýtur ávallt að verða eitt af „stærstu nöfn- unum“ í sögunni um aðdraganda styrjaldarinnar. Það er flota- foringinn þýzki, von Tirpitz. Tirpitz var háaldraður maður, fæddur 11. marz 1849. Hann mundi tímana tvenna: Sigur Þjóðverja yfir Frökkum og sam- einingu Þýzkalands 1870 og dag hefndarinnar, þegar sigurvegar- amir urðu sjálfir sigraðir. Það var v. Tirpitz, sem áform- in lagði að hinum mikla þýzka herskipaflota, sem ægði Englend- ingum í augum, og gjörði þá að fjandmönnum Þýzkalands. Þegar v. Tirpitz tók við flotamálastjóm- inni átti Þýzkaland öflugasta landher í Evrópu. En v. Tirpitz vildi, að það ætti líka sterkasta flotann. Árið 1897 gjörði hann fram- tíðaráætlun um herskipabygging- ar Þjóðverja. Sú áætlun átti að vera að fullu framkvæmd 1917. E11 áður en það yrði, var heims- styrjöldin skollin á og höfundur áætlunarinnar búinn að leggja niður völd. Það gjörði hann vegna ósamkomulags við yfirherstjóm- ina, sem ekki vildi leyfa flotan- um að reyna sig við nerskip óvin- anna, heldur geymdu hann sem varahð inni í höfnunum við Eystrasalt. Það var v. Tirpitz, sem átti upptökin að hinni stórfelldu og margumtöluðu kafbátasmíð Þjóð- verja. Hann átti einnig mestan þátt í fjölgun flugvélanna, og ætl- aði þeim náið samstarf við her- skipaflotann. Bismarck hafði ávallt verið á móti því, að Þýskaland ynni að því að verða stórveldi á sjónum. Ilann lét sér líka fátt um það finnast, að Þjóðverjar legðu kapp á að afla sér nýlendna í öðrum heimsálfum. Hann óttaðist Eng- lendinga og vissi að þeir myndu verða fjandsamlegir þeirri þjóð, sem reyndi til að skerða vald þeirra yfir höfunum. Tirpitz var aftur á móti fremstur í flokki þeirra manna, sem kröfðust þess, að Þýzkaland „fengi sinn skerf af sólskininu“ og ekki þótti ástæða til að vægja fyrir heims- veldinu brezka. Tvö áhrifarík augnablik átti liinn aldurhnigni „faðir þýzka flotans“ eftir að lifa, þegar hann hvarf frá sínu langa og afleið- ingaríka starfi: Sjóorustuna miklu við Jótland, þegar þýzki flotinn sýndi það, að hann var jafnoki hins enska, og eyðilegg- ingu þessa sama flota, þegar sjó- liðsmennirnir þýzku söklctu skip- um sínum við Orkneyjar, til þess að koma í veg fyrir, að „óvín- irnir“ fengju þau í hendur til af- nota. Við útsýnið yfir rústirnar af löngu og miklu lífsstarfi eyddi öldungurinn síðasta áratug æfi sinnar. búðarmálum frændþjóða, er lengi hafa deilt harðlega, síður en svo á andlegan veikleika hjá hinum íslenzka stjórnmálamanni, er greinina hafði skrifað. Enginn maður í Danmörku lyfti hönd til varnar Helga og félögum hans, og engum dönskum mönnum mun hafa verið meiri raun að hinu heimskulega framferði hans, heldur en læknum, sem kennt höfðu honum og leiðbeint, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.