Tíminn - 22.03.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.03.1930, Blaðsíða 2
52 TlMINN aldrei hafði dottið í hug, að nota læknisfræðina til persónulegra á- iása á einstaka menn, eða til að reyna að valda straumhvörfum i póiitík með læknisfræðilegum kviksögum og rakalausum dylgj- um. Áður hefir verið sagt frá því að prófessor Arup taldi í Politiken, að sögn Helga væri á- reiðanlega ósönn um jafnskap- fastan og andlega styrkan mann °g J- og árás Helga yrði að skoðast í ljósi þess pólitíska hita, sem væri á Islandi. Arup nefndi hvergi íhaldsþingmennina, að þeir hefðu formlega beðið Helga að gefa vottorð, eins og hann tekur síðar fram í sama blaði. En sá dómur Arups.að frumhlaup Helga stafi frá pólitískum ofsa, er sama og að segja að stjórnarandstæð- ingar J. J. standi hér að verki. Öðrum er ekki til að dreifa. I Noregi virðast blöðin undantekn- ingarlaust hafa fordæmt fram- komu Helga. I einu blaðinu er sagt á þessa leið: „Justitsminister Jonsson be- traktes som Islands sterke mann idag og angrebene paa regerin- gen og særlig pa ham har ofte formet sig som rent personlig förfölgelse“. Síðan er bætt við að framkoma Helga sé fordæmd af öllum almenningi. Og út af grein Helga í Mbl. er sagt, að hún sýni að læknirinn byggi skoðun sína á kviksögum. Við að athuga gang þess föls- unarmáls sést að ásakanirnar koma frá verstu fjandmönnum Framsóknarflokksins hér innan- lands og að það eru eldri og yngri þjónar Mbl., sem síma svo hlutdrægar fréttir til útlanda, íhaldinu í vil, sem frekast verður við komið. — En alveg eins og I-Ielgi er meira fordæmdur innan- lands en nokkur annar af vika- piltum afturhaldsins,þannig hefir máli hans verið tekið erlendis með einhliða fyrirlitningu og van- trausti. Enginn hefir lagt honum lið, og fyrverandi velgerðamenn hans óttast að hann hafi nú þeg- ar brotið svo af sér, að Ameríka væri eina landið, þar sem frum- hlaup hans gæti gleymst, nema í sektarmeðvitund hans sjálfs. En þó að Helgi og félagar hans hafi bæði erlendis og hér heima hlaðið drjúgum undir persónu- fylgi dómsmálaráðherrans, þá hafa þeir samt sett álit landsins í hættu, þegar því er slegið föstu í áliti annara þjóða, að pólitískt siðgæði sé þannig a. m. k. hjá nokkrum hluta íslensku þjóðar- innar, að það sé álitið leyfilegt vopn, til að valda stjómarskipt- um, að búa til vísvitandi ósann- indasögur um það, að pólitískur andstæðingur sé geðveikur. Eitt norska blaðið sagði, að slík fram- koma væri tæplega hugsanleg nema í kvikmyndum af amerísku ræningjalífi. Enn þyngri áfelhsdóm kvað einn af fyrverandi ráðherrum í Danmörku upp í samtali við Is- lending í Khöfn. Hann sagði að sér sýndist hin pólitísku vopn á Islandi vera að verða hin sömu og á Sturlungaöldinni. Og árás Helga og samherja hans á J. J. var tilefnið. Islenzka þjóðin hefir í hundr- að ár bai'ist fyrir að verða frjáls og sjálfstæð þjóð, eins og í fom- öld. Þjóðin hefir þokast nær þessu takmarki ,og ef borgarar landsins og niðjar þeirra kunna með að fara, þá sýnist örugg framtíð blasa við íslenzku þjóð- inni sem frjálsri og giftusælh menningarþjóð. íslendingar voru eitt sinn frjáls þjóð og sterk. En þeir mistu sjálfir frelsi sitt. Spilhng mikil kom upp hjá svokölluðum leið- togum þjóðarinnar. Svik og ódrengskapur réði gerðum manna. Þorvaldur Vatnsfirðingur og syn- ir hans hristu blóðug sverðin yfir varnarlausum konum andstæðing- anna og myrtu fólk sofandi í íúmum sínum um dimmar nætur. Siðleysi sumra leiðtoga þjóðar- innar á Sturlungaöld myrti frelsi og sjáfstæði landsins. Og nú hafa komið þau atvik fyrir hér á landi, að merkir stjórnmáiamenn næstu landa sjá í aðgerðum sumra af andstæðingum Framsóknai'flokks- ins merki sem benda á að ný Sturlungaöld sé að hefjast, nýir Vatnsfirðingar að gera þjóðina aftur að undirlægju erlendra valdhafa. R. ---o---- Morgunblaðíð i hallæri Ekki er Morgunblaðinu klígju- gjamt. I hallærinu á sunnudaginn var, hefir það farið að gjöra sér mat úr gamalli meiðyrða-historíu, sem það var búið að kyngja fyrir þremur árum. Ég óska blaðinu til lukku með þessa fágætu krás. Annað mál er það, úr því blaðið hefur fundið ástæðu til að rifja þetta upp, þá skal sízt standa á Kiljani Guðjónssyni. Nú er það kunnugt, að Morgun- blaðið hefir undanfarin ác, að því er virðist, einna helzt \erið gefið út í þeim tilgangi að svívirða einn ákveðinn mann hér í landinu, — með þeim sérkennilega árangri þó, að þessum manni hefir alltaf verið að aukast traust og virðing í sama hlutfalli og fýtonsandi blaðsins hefir tekið á sig hjákát- legri form, svo að nú í svipinn, þegar árásirnar eru hvað fárán- legastar á hendur honum, virðist traust þjóðarinnar á honum al- drei hafa verið ríkara. Þessa staðreynd verða menn að viður- kenna,hvort sem þeim líkar betur eða ver, og hverjar skoðanir sem þeir kunna annars að hafa á þeim stj órnmálaflokki, sem hann veitir forystu. Morgunblaðið hefir brigslað manni þessum um flest- ar upphugsanlegar vammir og skammir og það er erfitt að hugsa sér það fáryrði í málinu, sem ekki hafi verið notað á hann. Næstum því daglega gæti maður þessi látið ritstjóra blaðsins sæta refsidómum samkvæmt meiðyrða- lögggjöfinni, ef hann notaði þá aðferð til að klekkja á fjand- mönnum sínum. Nú víkur sögunni að því, að fyrir þremur ánim hugkvæmdist Morgunblaðinu að bera mér á brýn glæpsamlegan rithátt í til- efni af trúarlegu ríti, sem þá var nýprentað eftir mig hér í bænum, Vefarann mikla. Fann blaðið riti þessu meðal annars til foráttu, að í því kæmu fyrir staðir, ekki ólík- ir því, sem alkunna eru úr viss- um bókum biblíunnar, en þetta reyndust þó álygar einar hjá blaðinu, sem betur fór. En í sömu setningu og aðdróttanimar um hinn glæpsamlega rithátt minn, kom fyrir annað níðmæli um mann þann, sem svívirðingar Morgunblaðsins eru að jafnaði helgaðar. Auðvitað tel ég mér ekki sæmandi að hafa orðbragð Morgunblaðsins eftir, en ég skal geta þess, að hugtak það, sem í orðinu fólst, er almennt notað, hvarvetna í kristnum sið, til þess að tákna höfuðeiginleika djöfuls- ins. Síðan kom setningin: „Hvað elskar sér líkt“, — með öðrum orðum, riti mínu var fyrirvara- laust líkt við þetta höfuðeinkenni djöfulsins. Ég stefndi auðvitað blaðinu bæði fyrir hið fyrra og síðara níðmæli, þau er mig snertu í þessari grein þess. Ég hafði gjört drög til væntanlegrar sókn- ar í málinu, þar sem skýrari greinargerð væri gefin en í sátta- kærunni, en ritstjórai' blaðsins þökkuðu þá sínum sæla fyrir að mega kyngja meiðyrðunum á sáttafundi, svo ekkert vai'ð af málsókn. Rétt á eftir tóku þeir þau aftur í blaðinu sínu og féllu þau þannig ómerk. Annars er satt bezt að segja, að ég hefi alltaf vii*t við Morgun- blaðið, vilja þess til að taka aftur hið ógæfusömu ummæli sín fyrir þremur árum. Mér virtist það benda á, þótt í litlu væri, að rit- stjórar þess væru þó ekki alls- endis heillum horfnir. En senni- lega hefir blaðinu nú aukist ás- megin á nýjan leik við að heyra einn af höfuðspekingum íhaldsins, Einar á Geldingalæk, endurtaka á Alþingi þessar glæpsamlegu að- dróttanir, sem blaðið þorði ekki annað en kyngja málsóknarlaust hér á árum. Hitt bið ég menn að virða mér til vorkunnar, þótt ég nenni ekki að láta Einai' á Geld- ingalæk éta ofan í sig þennan g'amla óþverra, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, sem alþjóð er kunnugt, að sá maður er van- ur að kyngja ýmsu, sem kvað vera enn óhollara fyrir ábyrgðar- tilfinninguna og jafnvel gera menn að enn brjóstumkennanlegri aumingjum fyrir Guði og mönn- um en þótt þeir fengju að renna aftur niður nokkrum óhelgisorð- um. Halldór Kiljan Laxness. -------o—.— Framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins. Nú í vor kemur nýr forstjóri að Eimskipafélaginu í stað Em- ils Nielsen. Það er Guðm. Vil- hjálmsson framkvæmdastjóri Sambandsins í Edinborg. Guðm. Vilhjálmsson er alinn upp í Kaupfélagi Þingeyinga og Sambandinu. Hann er lærisveinn og samverkamaður Péturs Jóns- sonar. Benedikts á Auðnum og Hallgríms Kristinssonar. Hann hefir þannig fengið sitt félags- málauppeldi í elzta kaupfélagi landsins og í stærsta verzlunar- fyrirtæki landsins. Samvinnumönnum þykir það að vísu mikill skaði, að hann hverfi úr þjónustu samvinnufélaganna. I hóp sinna gömlu samstarfs- manna þótti hann nálega óbætan- legur maður, enda munu þaðan fylgja honum einróma hamingju- óskir um leið og hann tekur að sér annað ennþá erfiðara verk en liann gegndi fyr. En þó að vinum og samherj - um Guðmundar þyki mikil eftir- sjón að honum frá starfi hans í Englandi, þá þykir þeim flest- um eða öllum miklu skipta að forstaðan fyrir Eimskipafélaginu verði í góðs manns höndum. Og allir þeir, sem þekkja Guðmund Eins og kunnugt er kom Is- landsbankamálið yfir þing og þjóð eins og þruma. Það var al- kunnugt,- að bankinn hafði um langt skeið búið við erfiðleika — en að hrun hans væri yfirvofandi hafði fæsta, ef nokkra, grunað. Síðla kvölds, sunnudaginn 2. fe- brúar voru þingmenn kvaddir til íundar og þeim boðuð þau geig- vænlegu tíðindi, að annaðhvort yrði ríkið að takast á hendur ábyrgð á öllu innlánsfé bankans og öðru innstæðufé í hlaupandi viðskiptum eða ábyrgð á öllum skuldbindingum bankans og nýju rekstrarláni — að öðrum kosti sæi bankaráðið engan veg til þess að opna bankann aftur næsta dag. Þá var og lagt fyrir þingið það álit tveggja manna, sem fram- kvæmt höfðu skyndimat á bank- anum, að nærri mundi láta, að hann ætti fyrir skuldum, að hlutafé frádregnu, ef hann gæti haldið áfram störfum. Undir moi'gun var borin upp sú tillaga „Sjálfstæðismanna“, að stjóminni væri falið að gera ráðstafanir til þess, að starfsemi íslandsbanka þyrfti ekki að stöðvast. Tillagan var eins og kunnugt er felld með atkvæðum Framsóknar- og Jafn- aðarmanna, enda var ekki gott að koma auga á hvað stjómin gæti gjört á þeim fjórum stundum, sem voru til stefnu þar til opna átti bankann, annað en að taka óákveðna eða algjörða ábyrgð á öllu saman. En það var meiri hluta þings andstætt eins og at- kvæðagreiðslan sýndi. Sú lausn hefði verið ósamboðin þinginu og ekki til þess fallin að gefa bank- um þann styrk, sem hann skorti eða varðveita óskaddað lánstraust þeirrar þjóðan, sem svo gálaus- lega hefði tekið á sig óljósa, en þó stórfellda ábyrgð. Orsakir ástandsins lágu dýpra en það, að hægt væri að blása burtu þeim vandiæðum, sem steðjuðu að, með óákveðinni, undirbúnings- lítilli ályktun. Afleiðingarnar af seðlabólgu ófriðaráranna, gengis- hækkunum síðari ára, sparifjár- flótta, dýru starísfé, vöntun á eigna fé o. fl., krafðist meiri um- hugsunar og stærri átaka en svo. Næsta dag voru lögð fram tvö frv., annað að tilhlutun stjóm- arinnar um skiptameðferð á búi íslandsbanka en hitt fyrir tilstilli „Sjálfstæðisflokksins“ um opnun bankans með þeim hætti, að rík- ið legði honum 3 millj. króna for- gangs-hlutafé og tæki ábyrgð á öllu innlánsfé hans og innstæðum í hlaupandi viðskiptum gegn því, að aðgengilegir samningar næð- ust við helztu erlenda lánar- drottna bankans. Að rúmri viku liðinni var síðara frv. fellt með atkvæðum Framsóknar- og Jafn- aðarmanna. Samþykkt þess hefði ekki gefið bankanum þann styrk, sem þurfti til endurvakins trausts, en skapað ríkinu ábyrgð, sem enga ljósa hugmynd var hægt að gera sér um á þessu stigi málsins. Á skyndimatinu vildi meiri hluti þings ekki byggja framtíðina, og auk þess var um fleiri aðila að ræða en ríkið, sem höfðu hagsmuna að gæta, og skylt var að taka þátt í endur- reisninni. Hér á landi er gert of mikið að því að hrópa á ríkið eitt til að leysa allan vanda. Á stjómarfrumvarpinu var aftur gerð sú breyting eftir til- lögu fjánnálaráðherra, að skifta- meðferðinni mætti fresta í þrjár vikur. Við þá breytingu urðu kaflaskifti í sögu bankamálsins á þinginu. I danskri bankalöggjöf er veittur fjórtán daga frestur til viðreisnarumleitana frá því banka er lokað og þar til skylt er að taka hann til skiftameðferðar. Við höfum enga almenna banka- lögg'jöf og átti það eðlilega sinn þátt í, að málið var af engum rjett upp tekið í byrjun. Hinn setta frest átti að nota til að láta fram fara ítarlegt endurmat á bankanum og útibúum hans, leita samninga við helztu lánar- drottna bankans erlendis og afla hlutafjár hjá öðrum aðiljum en ríkinu. Að loknum þessum athug- unum og umleitunum var fyrst hægt að taka rökstudda ákvörð- un um meðferð málsins. Fjár- málaráðherra skipaði þriggja manna nefnd til að framkvæma mat á aðalbankanum og auk þess einn mann til að meta hvert úti- bú. Án öruggs mats gat enginn vitað hvers þyrfti til að bankinn gæti opnað aftur, eða yfir höfuð hvort möguleikar væru til nokk- urs áframhalds. Bankaráð Is- landsbanka tók að sér samninga- umleitanir við erlenda lánar- drottna og fól Jóni Þorlákssyni að standa fyrir þeim fyrir sína hönd, en forsætisráðherra heim- ilaði, að Sveinn Björnsson sendi- hera stæði fyrir samningum er- lendis. Samningaumleitanirnar við dönsku stjórnina, vegna póst- sjóðsskuldarinnar, og við Privat- bankann, fóru fram í Kaup- mannahöfn og þangað sendi Vilhjálmsson munu treysta því, að honum muni takast að stýra Eimskipafélaginu þannig, að það verði vaxandi þáttur í athafna- lífi Islendinga. Fram að þessu hefir Guðmundi Vilhjálmssyni gengið allt til vegs og giftu. Hann hefir fram að þessu átt því láni að fagna, að hafa sem yfirmenn í stjóm Sambandsins þá menn eina, sem honum voru samhentir um já- kvæða lausn góðra málefna. Og eftir þeirri reynslu ætti að mega gera sér vonir um, að hin sama gifta fylgi honum í forstöðu Eim- skipafélagsins, svo framarlega sem stjórn þess ber giftu til að nota til fulls krafta hans. J. J. ----o--- Opið bréf til Magnúsar Jónssonar alþm. Að gefnu tilefni neyðist ég til þess, hr. alþingismaður, að benda yður á, að það er ljótur vani að segja ósatt, og allra helzt fyrir menn í yðar stöðu, þegar þeir skrifa í blöð um opinber mál. I fyrrasumar varð yður það á, að gefa út bækling nokkurn í söguformi, þar sem þér birtuð margar mjög villandi og ýmsar alveg rangar frásagnir um störf Alþingis 1928. Þetta virtist í fljótu bragði mjög óhyggilegt af yður, því að sannleikurinn um það, sem gjörist á Alþingi, er öllum opinn í þingtíðindunum. Við nánari athugun fannst mér þó ekki útilokað, að þér hefðuð búizt við, og það með réttu, að bók yðar, sem að mig minnir, var eitthvað nálægt 100 bls. að stærð, yrði aðgengilegri aflestrar en Alþingistíðindin, sem eru 20 sinnum stærri. Þessvegna þótti mér rétt, vegna almennings í landinu, að leiðrétta verstu mis- sagnirnar, sem stóðu í „þingsög- unni“ hjá yður. Leiðréttingar mínar studdi eg við orðréttar til- vitnanir í Alþingistíðindin. Þér gáfust upp eftir örstutta ritdeilu og viðurkennduð þannig í kyrþey, að þér telduð yður ekki fæi't að réttlæta gjörðir yðar og að þér hefðuð skýrt rangt frá staðreyndum. Síðan hefi eg ekki skipt mér af ,,sagnaritun“ yðar. Mér er þó tjáð, að þér hafið sent frá yður nýja „þingsögu“ og birt hana í tímariti, sem kvað vera styrkt af ýmsum flokksbræðrum yðar, og það í fremur ógöfugum tilgangi. Hambrosbanki umboðsmann sinn. Umleitanir þessar bar ekki að skilja sem neina hjálparbeiðni, heldur var hér eingöngu um það að ræða, hvað hver málsaðila vildi gera vegna sinna eigin hags- muna. Nefnd sjálfboðaliða tók svo að sér að safna nýju hluta- fé innanlands og unnu að því margir menn af hinum mesta dugnaði og ósérplægni. Að sjálf- sögðu voru vonir manna mjög misjafnar um það, hvaða árangur mundi verða af öllu þessu starfi. Sumir voru svartsýnir á það, að nokkur árangur mundi af því verða, en aðrir bjartsýnir, þrátt fyrir öll þau ljón, sem sjá mátti á veginum. En um eitt mun flestum hafa borið saman, að þessa aðferð væri skylt að hafa, áður en til skiftameðferðar kæmi, ef við vildum afgreiða málið að hætti siðaðra þjóða. Ríkið hafði knýjandi ástæður til að nota þá möguleika, sem upp kynnu að koma. Banki, sem hefir ársum- setningu, sem nemur 3—400 milj- ónum, verður ekki lagður niður án þess að afleiðingarnar komi óþægilega, beint eða óbeint, við næstum hvert heimili á landinu. Erlent lánstraust einkafyrir- tækja var í voða. Lánstrausts- spjöll ríkisins hefðu komið þvmgt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.