Tíminn - 12.04.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1930, Blaðsíða 3
TlMINN 77 Aðalbankinn í Reykjavík tekur til starfa í dag, iaugardaginn 12. apríl 1930, kl. 10 árdegis. Bankastjórnin Auglýsingasala á girðinganetum: Til að kynna hinum ýmsu notendum hina sérstaklega góðu teg- und af Gipðinganetum frá .,Middelfaa?t“ höfum við ákveð- ið að selja á tímabilinu frá 14. apríl til 14. maí (eða svo lengi sem birgðir endast) eftirfarandi stærð: 68 cm. há 100 metrar í rúllu 12’, * möskva stærð, príma galvanisering. Verð kr. 20.00 rúllan. (37). — Alls stunda nám heima og erlendis 208 ísl. stúdentar. Orðsending írá útvarpsstjóra: Samn- ingarnir um byggingu útvarpsstöðv- arinnar voru miðaðir við það, að stöðin yrði komin upp og orðin not- hæí fyrir Alþingishátiðina á kom- anda sumri, og voru fésektir lagðar við, ef út aí brigði. Skilyrði af hálfu Marconifélagsins var það, að stöðvar- húsið yrði tilbúið eða byggingu þess yrði svo fram komið, að uppsetning vélanna gæti hafist i byrjun apríl. Af reynslu undangenginna ára og því, sem tiðast er hér sunnanlands, þótti mega vænta, að tóm gæfist til þess að reisa eigi stærra hús og að eigi myndi frost og harðviðri hamla svo gjörsamlega öilum framkvæmd- um í þessa átt, sem raun er á orðin. — Eru nú því miður eigi minnstu líkur til þess, að stöðin verði komin upp fyrir' hátíðina. Fyrir mánaðamót- in síðustu var gjörð athugun um það, hvað kosta myndu sérstakar ráðstar- anir, til þess að koma stöðinni upp í tæka tíð. meðal annars á þann hátt, að slá upp timburskýli utau um nokkurn hluta stöðvarhússins, — vélasalina. En með því að kostnað- ur af því að flýta verlcinu svo mjög, hlaut að verða allmikil, en hinsvegar ekki tryggt, áð stöðin yrði nothæf, þar sem eigi gæfist tími til að prófa hana fyrir hinn tilskylda tíma, þótti ekki ráðlegt að gjöra þessar ráðstaf- anir. Af þessu leiðir, að ástæðulaust er og óráðlegt fyrir almenning að leggja í sérstakan kostnað til þess að geta tekið á móti útvarpi frá hátíð- inni. Fréttir af útvarpsmálinu verða jafnharðan sendar blöðunum, eftir því sem framkvæmdum miðai og leiðbeiningar úm val og kaup á !ækj- um síðar birtar, þegar ákvarð nir liafa verið teknar um það efni. Grein um Kvenfélagasamband ís- lands, eftir frk. Ilalldóru Bjarnadótt- ur, kemur í næsta blaði. Um gerilsneyðingu mjólkur í Flóa- búinu ritar Jörgensen forstjóri bús- ins í næsta blað Ingólfs. Útvegsbanki íslands hf., sem tekur til starfa í dag (sbr. augl.) hefir til umráða 7y2 milj. kr. hlutafé og 4 milj. 700 þús kr. áhættufé, sem verður til tryggingar innistæðum, næst á eft- ir hlutafénu. Um pórsstrandið ritar Runólfur bóndi á Kornsá i næsta blað Timans (svar til Mbl.). Eldspýtnahringurinn. Snemma í I i i I i Reykjayík Sírni 249 Niðursuðuyörur vorar: Kjó't......i 1 kg. og * lfi kg. dósum Keefs .... - 1 -- - 1/2 — Bayjarabjágn 1 - - 1/2 - Fiskabollnr - 1 - - 1/2 — - Lax........- 1 - - 1/2 - hljóta almenntngstof Ef þér hafið ekki reynt vömr þessar, þá gjörið það nú. Notið innlendar vörur fremuren erlendar, með því stuðlið þér að því, að íslendingar verði sjálfum sér nógir. Pantanir afgreiddar fljótt ng vel hvert á land sem er. Lax- og silungs veiðitæki allskonar fyrir stangaveiði. Biðjið um verðskrá. Sportvöruhús Reykjavíkur, Bankastr. 11. Box 384. síðastl. mánuði varð „eldspýtnakóng- urinn" sænski, verkfræðingurinn Iva • Kreuger, 50 ára. Saga hans eftir að hann komst á fullorðins aldur er að miklu leyti saga éldspýtnaiðnaðarins sænska. Hann sameinaði eldspýtna- verksmiðjur víðsvegar um Svíþjóð i eldspýtnahring, Svenska Tándstick- aktiebolaget, sem er orðinn einn af stærstu og auðugustu stóriðjuhring- um heimsins. ])etta fyrirtæki á stór skóglendi bæði í Svíþjóð og í balt- isku löndunum austan Eystrasalts, og eldspýtnaverksmiðjur um allan heim. Sænski eldspýtnahringurinn hefir nú hátt á þriðja hundrað útibú í öllum menningarlöndum, nema Rússlandi, og talið er að þriðji hver maður af íbúum jarðarinnar noti dag- loga cldspýtur frá þessu sænska fé- lagi. Europa, hið nýja skip North Ger- manLloyd hefir nýlega farið fyrstu ferð sina yfir Atlantzhaf á 4 dögum 10 klst. og 48 mín. og þannig verið 54 min. fljótari en „Bremen", sem áður var hraðskreiðasta skip heims- ins. ern vönduðnst og sterknst. Samband ísl. samvinmufél. „Örninn“ Karla-, Kven- og Barna-reiðhjól. „Matador11 karla- og barna- reiðhjól. , V. K. C. kven-reiðhjól. þessar tegundir eru íslands beztu og ódýrustu reiðhjól eftir gæðum. Allir varahlutir til reiðhjóla. Sendum vörur um allt land gegn póstkröfu. Reiöhjólavekstseðið „ÖRNINM“ Svuntuspennur og svuntuhnappar Sent út um land gegn póstkröt'u. Jón Sigmundsson, gullsmiður Sími 383 — Laugaveg 8. Marconi, hinn frægi uppfyndinga- maður, héfir nýlega reynt ný tæki, sem hann hefir fundið upp til þess að s.enda rafmagnsstraum í loftinu. llann sendi straum frá snekkju sinni „Elektra" á höfninni i Genúa og kveikti á 2 þúsund rafmagnslömpum i Sidney í Ástralíu, í tíu þúsund mílna fjarlægð. Marconi spáir því sjálfur, að rafmagnsleiðslur frá afl- stöðvum muni með tímanum verða alveg óþarfar. -----O----- Líftryggingatélagið A N D V A K A veitir yður hagkvæma tryggingu Ný fegurð fyrir bros yðar. Náið burtu húðinni, sem gerir tennurnar dökkar. 'T'ANNHIRÐINGAR hafa tekið stórum * framförum. Tannlæknavísindin rekja nú fjölda tann- kvilla til húðar (lags), sem myndast á tönnunum. Rennið tungunni yflr tenn- urnar; þá finnið þér slímkent lag. Nú hafa vísindin gert tannpastað Pep- sodent og þar með fundið ráð til að eyða að fullu þessari húð. >að losar húðina og nær henni af. >að inniheldur hvorki kísil né vikur. Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernig tenn- urnar hvítna jafnóðum og húðlagið hverf- ur. Fárra daga notkun færir yður heim sanninn um mátt þess. Skrifið eftir ókeypis 10 daga sýnishorni til: A. H. Riise, Afd. 231369, Bredgade 25, EX, Kaupmannahöfn, K. FÁIÐ TÚPU 1 DAG! Afburða-tannpasta nútímans. Hefur tueðmæli heiztu tannlækna í öilum heimi. 2613 talið sér siðferðilega skylt að kveða upp dóm í máli, sem hann ber ekkert skyn á, eins og spek- ingurinn, sem veit á því glögga grein. Sérþekking geðveikralæknisins eykur því að engu siðferðilega skyldu hans til að láta uppi grun sinn um geðbilun dómsmálaráð- herrans, heldur þvert á móti: Hún eykur siðferðilega skyldu hans til að láta ekki uppi órök- studdan grun í svo alvarlegu og margþættu máli. Sérþekking, á hverju sem er, eykur að vísu siðferðilega skyldu þekkingarhafans. En ekki til þess að segja eitthvað, heldur til þess að segja satt og ekki annað en satt um það efni, sem sérþekk- ingu hans verður við beitt. Skilningur — eða öllu heldur misskilningur — læknisins á sam- bandi sérfræði sinnar og siðferði- legrar skyldu, virðist því hafa valdið því, að öll þjóðin og enn fieiri vita hinn ægilega grun hans um geðbilun dómsmálaráðherrans. Menn spyrja um rök, en læknir- inn neitar að rökstyðja gruninn fyrir alþjóð og skírskotar til sér- fræðinnar. En, eins og síðar skal að vikið, er það slíkum annmörk- um bundið að fá fullnaðarúrskurð hennar í þessu máli, að það má teljast með öllu ógerandi, að minnsta kosti með þeim hætti, sem læknirinn leggur til. Að svo stöddu er því ekki um annað að gera en að trúa hinum órökstudda grun læknisins eða trúa honum ekki. Meðal hugsandi manna á órök- studdur grunur engan rétt á sér. Hann verður ekki tekinn gildur af öðrum en þeim, sem ekki hugsa og vilja trúa honum. Og þó að einn sérfræðingur bætist í hóp þeirra margfróðu manna, sem dylgjað hafa og dylgja enn urn geðbilun dómsmálaráðher.ra, getur . það ekki orðið til annars en að 1 auka andstyggðina á dylgjunum, og það því meira sem sérfræð- : in leggur þyngri siðferðilega skyldu á lækninni en aðra, í því efni að segja satt og ekki annað j en satt í naf. ú sérfræðinnar. Lækninum var voi’kunnarlaust að sjá það fyrir, að grunur hans, sem engir nema sérfræðingar áttu að vera dómbærir um, átti ekk- 7 j ert erindi til einstakra manna eða almennings nema það eitt að verða skálkaskjól þeiiTa, sem feg- ins hendi taka hvert það vopn, sem þeir ætla að duga megi í bar- áttunni við dómsmálaráðherrann. Læknirinn hefir talið það sið- ferðilega skyldu sína við dóms- málaráðherra 0g konu hans að tjá þeim gnm sinn. Samkvæmt því virðist það skoðun hans, að það sé hættulaust fyrir mann, sem gengur með sjúkdóm eða drög til hans að hafa grun um það. Vera má, að skoðun þessi sé byggð á sérfræði. En víst er um það, að það er nokkuð óbifanlegt álit margra athugulla manna — að meðtöldum læknum — að grunur manns um það, að hann gangi með hættulegan sjúkdóm, geti haft örfandi áhrif á sjúk- dóminn, ef drög eru til hans fyrir — og ekki sízt, ef sjúkdómurinn er andlegs eðlis. Ég hygg því, að örðugt muni að drepa niður því áliti, að för læknisins á heimili dónasmálaráðherra, til að birta þeim hjónum hinn ægilega grun sinn, hafi verið hi’eint og beint sýkingartilræði við ráðherrann og fjölskyldu hans. Og vafalaust mundu flest heimili í landinu mælast undan slíkum hehnsókn- um. Enda mundi þurfa að auka húsrúm á Nýja-Kleppi, ef þær gerðust tíðar. Enda þótt aðgerðir læknisins í þessu máli megi benda á mikinn áhuga á því að vaka yfir andlegri heilsu og velferð landsmanna, þá hlýtui- skilningur hans á rétti sínum og skyldu í þessu efni að mæta hinni snörpustu andstöðu. Menn hljóta að mótmæla tak- markalausum rétti þessa læknis og annara lækna landsins til þess ótilkvaddir að kveða á um það, hverjir skuli grunaðir um að vera með hættulega sýki og hverjir ekki. Og í stað þess, að Alþingí veiti læknunum aðstoð sína í þessu efni, verður að krefjast þess af því, að það haldi verndar- hendi yfir sjálfsákvörðunarrétti borgaranna og friðhelgi heimil- anna í ríkinu, hvaða álit sem ófróðir eða sérfróðir Pétrar eða Pálar kunna að hafa á siðferðileg- um skyldum sínum og rétti til afskipta af einkamálum og opin- berum málum. Sé tillaga læknisins um það, að Alþingi fái hingað nefnd erlendra sérfræðinga „til að rannsaka and- lega heilbrigði dómsmálaráðherr- ans“ borin fram í alvöru, er hún óvenjulega ísjárverð. Því í fyrsta lagi felur hún í sér römmustu árás á almenn mannréttindi; í öðru lagi alvarlega hættu fyrir raunverulegt vald Alþingis; og í þriðja lagi fer hún fram á „utan- stefnur 1 nyjum stíl — þar sem hún ætlast til að úrskurðar- valdið um andlega heilbrigði ís- iöienzks sjórnmálamanns sé lagt undir erlendan dóm. Það er viðurkenndur réttur hvers sjálfráða manns að ráða því sjálfur, hvort hann leitar sér læknis eða ekki. Vitanlega getur hann fariö að ráðum annara í því efni, ef honum þóknast, en eng- inn á rétt til að þröngva honum til þess, meðan hann missir ekki sjálfræði sitt að lögum — þar á meðal sóttvarnarlögum. Þeir ein- ir, sem ekki eiga að lögum ráð- stöfunarrétt á sjálfum sér, svo j sem börn, vitfirringar og glæpa- menn, verða að hlíta forsjá ann- ■ ara í þessu efni sem öðrum. Nú leggur læknirinn til, að AI- þingi taki sjálfsákvörðunarrétt- inn, í þessu efni, af dómsmála- ráðherra ríkisins, og fái útlenda ! sérfræðinga til að rannsaka and- lega heilbrigði hans. Þetta er til- laga um það, að farið sé með i dómsmálaráðherrann eins og t. d. i vitfirring eða glæpamann. Og ; ástæðan til þessarar gífurlegu til- lögu er ekki sú, að ráðherrann sé vitfirrtur eða hafi drýgt glæp, heldur aðeins grunur læknisins sjálfs og dylgjur ýmsra annara um þáð, að ráðherrann kunni að vera eða verða geðbilaður, og kunni að fremja eitthvert ódæði einhverntíma. Ef Alþingi teldi sig eiga rétt á því og léti leiðast til þess að taka þessa tillögu alvarlega og svifta ráðherrann ráðstöfunarréttinum á sjálfum sér, í þessu efni, og bygði slíka ráðstöfun á grun ein- um og dylgjum, þá er auðséð hvert steinir um manméttindi annara borgara ríkisins. En jafn auðséð er lútt: í hendur hvers eða hverri hinu raunverulega valdi Aiþingis væii stefnt. Yfirlæknir- inn á Nýja-Kleppi og samherjar hans yrðu hinir raunverulegu stjórnendur ríkisins, því hinn ægilegi grunur yfirlæknisins héngi eins og biturt sverð yfir höfði hvers þess stjórnmála- manns, sem ekki kynni eða vildi haga sér í hvívetna að skapi þes* volduga manns. Vitanlega mundi læknirinn æfinlega hafa sína sið- ferðilegu skyldu til að taka í taumana, hvenær sem hann grun- aði, að þjóðinni stafaði hætta af gerðum einlivers tilþrifamikils stjórnmálamanns. Og siðferðilegu skylduna dæmir hann sér sjálfur, eftir því, sem hann er maður til. Loks skal bent á það, að ef Alþingi legði það undir dóm er- lendra sérfræðinga, fyrir hönd sína og þjóðarinnar, hvort at- hafnamesti og alkunnasti stjóm- málamaður þjóðarinnar væri brjálaður eða ekki, þá væri þar með gefin ótvíræð yfirlýsing allri veröldu um það, að „þessi þjóð“ sé ekki fær um að dæma um það, hvort forystumenn hennar séu með öllum mjalla eða ekki, og þori því ekki að Stj óma sér sjálí. í þessu máli á þjóðin um tvo kosti að velja: Annar er sá, að leggja málið undir úrskurð er- lendra skeikulla sérfræðinga, og afsala sér þar með réttinum til að ákveða sjálf, hverjum hún skuli treysta og hverjum ekki. Hinn er sá, að leggja málið í dóm óskeik- ullar reynzlu með hugrekki þess,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.