Tíminn - 19.04.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1930, Blaðsíða 3
TlMIlf N 81 Refanetín margeftírspurðu nýkomin. Verðið lægra en nokkru sinni fyr. Samband ísl. samvinnufélaga Sambandsþing 9. Sambandsþing Ungmennafélaga ís- lands verður háð á Þingvöllum við Öxará í næstkomandi júní-mánuði. Hefst þingið sunnudaginn 29. júní, árdegis. Sambandsstjórnín KvenfélagasanbaRd Islands Eítir Halldóru Bjaruadóttur. Á íslandi eru rúmlega 100 kven- íélög, sum um 50 ára gömui. Félög þessi hafa, eins og gefur að skilja, margskonar starfsemi með höndum. þau byrjuðu flest sem líknarfélög, settu sér það markmið að hjálpa með samtökum þeim, sem bágt áttu á einn eða annan hátt: vóru veikir eða urðu fyrir eignamissi, þau hjálpuðu einnig þeim, sem áttu erfiðar heim- ilisástaíður, bœði með vinnu og gjöf- um. Á seinni árum hafa kvenfélögin vikkað starfssvið sitt. þau hafa beitt sér fyrir ýmiskonar frœðslu í sveit- um fyrir námsskeiðum og umferðar- kennslu í matreiðslu, handavinnu eða garðrækt. þau hafa mörg gengizt fyrir sýningum, sum hafa haft hjúkr- unarmálin með höndum, sum hafa sett á stofn gamalmennahæli, sum liafa starfrækt gistihús, af því að þess hefur verið sérstök þörf í kauptúni því, sem félagið starfar í, sum hafa tekið sér fyrir hendur að hlynna að safnaðarkirkjunni sinni. þannig mætti lengi telja, þvi kvenfélögin liafa tekið þ au verkefni upp, sem þörf hefir verið á að leysa í það og það sinnið og á hverjum stað fyrir sig. En sitt einkaverkefni að hlynna að og hjálpa þeim sem eiga bágt hafa kvenfélögin ekki yfirgefið, þó verkefnin hafi fjölgað. þökk sé þeim fyrir það. Sérstök hlutverk meðal íslenzkra kvenfélaga hafa verkakvennafélög og kvenréttindafélög, og þau félög, sem vinna að trúmálum og bindindis- málum. íslenzkir staðhættir gerðu það þeg- ar frá byrjun að verkum, að lítil sem engin samvinna gat orðið með félögunum í hinum einstöku sveitum og bæjum. Erfiðleikar eru margir og miklir vegna strjálbyggðar og fá- mennis að halda félögunum saman og hafa fundina fjölbreytta. þess eru þó varla dæmi, að kvenfélög hafi hætt störfum. Konurnar eru þolgóðar og iáta ekki hugfallast þó á móti blási, eru ófúsar á að láta þá starf- semi niður falla, sem þær hafa byrjað á, og sem þær finna að á rétt á sér og gerir gagn. Enda þykir konunum vænt um félögin sín. En þeim varð það brátt ljóst, að ólíkt fleiru mátti lcoma í framkvæmd og kippa í lag, ef mörg félög vnnu saman að ákveðnum verkefnum. Fyrir rúmlega 20 árum síðan mynduðu suður-þingeyskar konur sambandsfélag með sér innan sýslu, og settu sér það markmið að koma á fót húsmæðraskóla í héraðinu. Fyrir þessu máli hafa þær barizt nú í rúm 20 ár, og lagt til þess alt það fé, sem þær hafa getað innheimt, enda er skóiinn nú kominn upp sem deild við Alþýðuskólann á Laugum, og er eftirlæti kvennanna, sem eðli- legt er. Héraðssýningum og fjölmennum kvennafundum hefir Sambandið einnig gengist fyrir og á ýmsan hátt unnið að áhugamálum héraðs- kvenna. Frh. Fréttir Tíðin í þessari viku, sem var 25. vika vetrar hefir verið ágæt um alt land að heita má. Norðangarðurinn í lok siðustu viku fjaraði út á sunnu- daginn og brá síðan til hægrar S- áttar og hlýinda. Á miðvikudag brá snöggvast til N-áttar og hvessti nokk- uð austanlands en veður hélst bjart og frostlaust að mestu. Mesti hiti í Reykjavik þessa viku var 11,7 st., en -í- 0.2 st. þegar kaldast var. — Alautt er nú talið á láglendi á Suður- og Vesturlandi og mestallt Norðurland. Hinsvegar er talsverður snjór á Aust- urlandi. Stofufundur í væntanlegu Fram- sóknarfélagi í Ivjósarsýslu, verður lraldinn á Brúarlandi í Mosfellssveit á sumardaginn fyrsta. Mun fylgi Framsóknarflokksins hafa aukizt stórum þar í sýslu tvö síðustu árin. Fundarboðendur eru átta: þorgeir Jónsson bóndi Varmadal, Kolbeinn Högnason bóndi Kollafirði, Sigfús Jónsson bóndi Norðurkoti, Sigurður Helgason skólastjóri Klébergi, Gísli Hansson bóndi Fitjakoti, þorkell Kristjánsson Víðinesi. Baldur Páls- son bústjóri Sjávarhólum og Jón Jónsson bóndi Varmadal. Jónas Jóns- son dómsmálaráðherra kemur vænt- anlega á fundinn og e. t. v. fleiri Framsóknarmenn úr Reykjavík. Skattstjóri i stað Helga P. Briem, sem nú hefir tekið sæti í stjórn Út- vegsbankans, hefir verið settur Ey- steinn Jónsson Finnssonar prests á Djúpavogi. Eysteinn hefir undanfarið verið starfsmaður í stjórnarráðinu og hafði jafnframt á hendi endurskoðun fyrir skattstjórann í Reykjavik, eftir að Helgi P. Briem tók við því starfi. Siðastliðið sinnar var E. J. erlendis og kynnti sér m. a. ali rækiiega bok- færslu og reikningshald í fjármala ráðuneytinu danska. Er hann vafa- laust manna bezt til þess fallinn með tillliti til þekkingar, samvizkusenu og hæfileika, að halda áfram þvi um- bótastarfi, sem Helgi P. Briem bankastjóri hefir hafið í skattheimt- unni liér í höfuðstaðnum. M.s. Diskó, skip Grænlandsverzlun- arinnar dönsku, kom. hingað fyr- ir stuttu síðan. Með skipinu var þýzki vísindamaðurinn dr. Wegener með leiðangur sinn,16 menn, á leið til Grænlands. Kom skipið hingað til þess að taka þrjá íslendinga sem vei’ða með í förinni og 25 hesta, sem notaðir verða í leiðangrinum. þeir ís- lendingar sem fóru í íerðina eru Vig- íús Sigurðsson Grænlandsfari, Guðm. Gislason stud. med. frá Eyrarbakka og Jón Jónsson bondi á Laug í Bisk- upstungum. —Er gert ráð fynr að Disko flytji leiðangursmennina til Holsteinsborgarnýlendunnar á vestur- hér að framan, mun nú raunar flestum frjálslyndum mönnum ljóst. En það sést glöggt að íhalds flokkurinn, sem er sjerhagsmuna- samband fjárráðastéttanna og embættismanna, heldur enn fast við erfðavenjuna: Embætti vegna embættismanna. n. Erfðalcenningar hafa einnig ráð ið um veitingar embætta. Þessar venjur eru allar æfagamlar, allai’ arfur frá einveldistímanum, mið- aðar við hag og vilja embættis- mannanna en ekki alþýðunnar. Veigamesta venjan er að véita elzta umsækjanda embætti að öll- um jafnaði. Hyggjum að þeírri venju. Hún hefir verið talin af íhaldsmönnum svo sjálfsögð, að engrar rann- sóknar þyrfti við. Venjulega má telja að eðlilegur starfsaldur manna í embættum sé nálægt 40 árum, þeir taki við em- bættum 25 ára gamlir en séu orðn ir starfslúnir 65 ára. Eg held nú, að engum blandist hugur um að fyrri 20 árin af þessu aldursskeiði séu bezti starfstími manna til allra starfa. Menn eru miklu af- kastameiri fyrra hluta starfstím- ans, miklu frumlegri og hug- kvænmari. Þrátt fyrir þetta getur roskinn embættismaður verið mjög nýtur, þó hann hafi að ö’J- um jafnaði verið betri starfsmað- ur meðan hann var yngri. En roskinn maöur á altaf mjög mikið strönd Grænlands, en þaðan fara þeir á öðru skipi til Umanak, sem liggur talsvert norðar (á 70° n. br.). Eiga ís- lendingamir að flytja farangurinn á hestunum inn að jöklinum. — Allur útbúnaður leiðangursins er mjög full- kominn. M. a. hafa þeir félagar tvo vélsleða sem knúðir eru með loft- skrúfum, likt og flugvélar. — Dr. Wegener er mjög kunnur visinda- maður fyrir landfræðirannsóknir sín- ar. Hann tók þátt í leiðangri Danans Iíock yfir þvert Grænland árið 1913. í þeirri för var einnig Vigfús Sig- urðsson og gat sér þar hinn bezta orðstir. Hefir hann í’itað bók um þá ferð. Vigfús er nú farinn til Græn- lands í þriðja sinn; hann var með í Gottuleiðangrinum síðastliðið sumar. — Dr. Wegener og menn hans ætla að hafa vetursetu á Grænlandsjöklum næsta vetur en íslendingamir munu fara á skipi til Kaupmannahafnar i des. næstkomandi. Hafísinn er nú alstaðar horfinn frá Norðurlandi. H. C. Andersen. 2. þ. m. voru liðin 125 ár frá fæðingu æfintýroskáldsins fræga H. C. Andersen. í tiletni af því fóru fram mikil liátíðahöid í Danrn., einkum í Khöfn og Odense, fæðmgar- bæ skáldsins; m. a. söfnuðust sanian 70.000 börn á Ráðhústorginu í Kböfn og sungu eitt af ættjarðarjvvæðum Andersens. 3. apríl var gei'ið ,.íri" í öllum barnaskólum i Khöfn. Slys. það slys vildi til í Keilayík nýlega að bát með 5 mönnum hvolfdi og druknuðu fjórir þeirra. Voru þeir að leggja vélbáti sem var nýkominn úr róðri, en stormur var nukill og bar þá af leið er þeir reru í land cg náðu ekki lendingunni, heldur lentu upp á flúð skamt undan landi. Bátur hrekst. Fyrir nokkru vantaði yélbbátinn Snarfara frá Sandgerði í þrjá sólarhringa. Voru menn farnir að óttast um afdrif hans. Var Óðinn seiidur að leita bátsins og fann hanri 30 mílur vestur af Reykjanesi. Alþingi hefir nú lokið störfum í bráð. Síðustu deildafundir voru úti á fimmtudagsnótt. í dag er fundur í sameinuðu þingi og verður þá þing- störfum frestað þangað til á þingvöll- um í vor. Verður þing sett þar að nýju 26. júní. — Tíminn mun í næstu blöðum birta yfirlit yfir þingstörfin í aðaldráttum. Ingóltur Bjarnarson alþm. og þór- ólfur Sigurðsson bóndi í Baldurs- heimi tóku sér far með „Nova" héð- an á fimmtudaginn. Gestir í bænum: Sigurvin Ólafsson skólastjóri Ólafsvík, Jóhannes Ólafs- son bóndi . Svínhóli, Árni Kristjánsson símritari Seyðisfirði. William Tatt, fyrverandi forseti Bandarikjanna, lézt 9. f. m. Taft varð hermálaráðherra í ráðuneyti Roosevelts og þótti þá laginn í samn- erfiðara með að laga sig' eftir nýju umhverfi, hann verður nýtastur ef hann er ekki fluttur milli em- bætta . Þrjár stéttir embættismanna hafa mest skifti við almenning: lögreglustjórar, prestar og lækn- ar. Mikilsverðasta starf lögreglu- stjóra er að vera oddvitar í ýms- um héraðsmálum og lögfræðisleg- ir ráðunautar, sem með lægni geta komið í veg fyrir deilur og illindi. Fyrsta skilyrði fyrir góðum árangri af starfi þeirra, er að þeir verði nákunnugir áhugamálum héraðsbúa, og ávinni sér traust þeirra. Allir góðir læknar viður- kenna að traust sjúklingamia sé þeim ómissanda. Og um prestana gildir þetta allra mest: til þess að vera góðir „sálusorgarar“ verða þeir að afla sér trausts og trúnaðarvináttu sóknarbamanna. Allir þessir embættismenn þurfa því, ef störf þeirra eiga að verða að fullum notum, að nema hug manna í héruðunum. En það er nú svo um alt nám, hvort sem landnám telst, hugnám eða fræði- nám, að það verður léttara ungum en gömlum. Gamall maður á erf- iðara með að kyimast mönnum og málefnum, erfitt með að hrífa og verða hrifinn, en honum veitist létt að halda því trausti og þeim kynnum, sem hann einu sinni hefir náð. Hann getur verið ágæt- ur starfsmaður í gamla héraðinu, en mjög lélegur ef hann flytur sig. ingum. Iíomst hann að friðsamlegu samkomulagi við uppreisnarmenn á Filippseyjum og gjörði samning við smáríkið Panama, þar sem Banda- ríkjunum voru tryggð réttindi yfir landi undir skipaskurðinn mikla. Árið 1909 varð Taft forseti og gegndi þeirri stöðu til 1913. En við kosning- arnar 1912 beið hann ósigur fyrir Wilson, frambjóðanda Demokrata, enda voru Taft og Roosevelt þá báð- ir i kjöri af hálfu Republikana og dreifðust þannig atkvæði. Engisprettur. Mikill felmtur hefir gripið Egypta vegna yfirvofandi engi- sprettuplágu um alt landið. Engi- spretturnar koma í stór hópum yfir Transjordaniu og Palestinu að Suez- skurði og óttast menn að lióparnir muni stefna upp Nildalinn. Sumstað- ar hafa járnbrautarlestir stöðvast vegna plágunnar. Stjórnin í Egypta- landi liefir samþykt að veita 50 þús. sterlingspund til þess að verjast plág- unni. Menn hafa verið settir til þess að hafa umsjón með að dreifa vökva er drepur engispretturnar. Stjórnin hefir einnig kallað menn til skyldu- vinnu til þess að verjast plágunni. — Eins og menn muna voru engisprett- urnar ein af þeim 10 plágum, sem gamla testamentið segir að gengið hafi yfir Egyptaland á dögum 'Mósé! Tilraunir Marconis, er hann gjörði fyrir skemmstu með að senda raf- magnsstraum loftleiðina frá Genúa •til Sidney hafa nú vei’ið endurteknar með góðum árangri. Var sendur straumur á stuttum bylgjum frá Malabar i hollenzku Austur-Indíum og kveikt á lömpum á sýningu í Za- greb. Freymóður Jóhannsson málari, frá Akureyri, er nýlega kominn liingað til bæjarins og mun dvelja hér um nokkurn tíma. Hefir Heimujsiðnaðar- félag Islands ráðið hann til að sjá um fyrirkomulag á landssýningu þeii-ri á heimilisiðnaði er það gengst fyrir í sambandi við Alþingishátíðina í sumar, og fenginn hefir verið stað- ur í Menntaskólanum. Málverkasýningar hafa þeir nú hér i bænum málararnir Freymóður Jóhannsson, Ásgrímur Jónsson og Kristján Magnússon. Er hinn siðast- taldi ungur maður nýkominn frá Vesturheimi og sýnir eingöngu vetr- armálverk. Dánarfregn. 16. þ. m. andaðist eftir langvarandi vanheilsu Ólafur HaR- dórsson konferenzráð og fyrrum skrif- stofustjóri í íslenzku stjórnardeild- inni í Khöfn. Hann var sonur hins þjóðkunna merkisprests Halldórs Jónssonar á Hofi. Stjórnin í Póllandi hefir sagt af sér. Forseta efri deildar þingsins, prófessor Szymanski, hefir vei’ið falið að mynda stjórn. —---O*---- Þetta finnur heilbrigð skynsemi alþýðu. Það er áreiðanlegt að sá embættismaður hefir kynnt sig langt um lakar en í meðal lagi, sem héraðsbúar vilja losna við. Venjulega kjósa menn ekki skifti þó árin færist yfir embættismenn- ina. En aftur á móti má það heita nær undantekningarlaus regla að héraðsbúar kjósa helzt að ungir menn setjist í embætti þegar skifti verða. Þetta er alkunnugt frá prestkosningum, og hefir veit- ing embætta til gamalla lækna oft orðið til eftirminnilegrar óá- nægju. Alveg hið sama gildir um kenn- ara. Þeim veitist starfið léttast á yngri árum. Um allar aðalstéttir embættismanna gildir sama meg- inreglan: Það er heppilegast að færa gömlu mennina sem minnst til og skipa sem yngstum mönnum í embættin þegar þau losna. Ef fara á eftir hag almennings og vilja, verður erfðavenjan að víkja. Vanasetning embættisvaldsins seg ir: Aldurinn ráði, hinir gömlu sitji fyrir. Heilbrigð skynsemi al- mennings segir: Æskan ráði, hin- ir ungu sitji fyrir. III. Eg hefi oft haft gaman af að athuga verklund manna við líkam- leg störf. Mér virðist að verka- mönnum megi skifta í tvo flokka: Þá sem aðeins vinna með höndun- um, og þá sem bæði vinna með huga og höndum. Allur þorri manna vinnur verk sitt án veru- legrar hugsunar, lætur sér aðeins nægja að fylgja sem nákvæmast þeim starfsaðferðum sem þeir hafa fyrst lært fyrir einhverja tilviljun, án allrar rannsóknar eða heilabrota. Hinn flokkurinn er miklu fámennari, sem aldrei treystir nokkurri gamalli starfs- aðferð heldur kryfur þær allar til rótar og leitast við að umbæta þær, lætur ætíð eigin heila stai’fa með eigin höndum. Góðir starfs- menn geta verið í báðum flokkum, en. aðeins frá síðara flokknum er umbóta að vænta. Þaðan koma þeir brautryðjendur, sem leiða þró un verklegrar menningar. Alveg hið sama gildir um and- leg’ störf. Miklum meiraliluta rit- höfunda dettur aldrei neitt veru- lega nýtt í hug, starf þeirra er aðeins „altaf í þynnra að þynna“. Fræðimennirnir finna fæstir nokk- uð nýtt. Starf flestra er fremur að safna en sá, fremur að apa en skapa. Stjórnmálamennirnir eru flestir með sama marki, þeir fylgja flestir án rannsóknar gömlum stj órnmálakenningum og eru ófærir til að ryðja nýjar brautir, og svo ragir að þeir þora ekki út af troðinni slóð. En vic5 öll andleg störf eru til örfáar und- antekningar. Fáeinir menn að rannsaka og kryfja til mergjar allar erfðavenjur og foma þjóð- hætti og fræðikenningar, og leggja nýjar brautir. Á þessum fáu mönnum hvíhr öll andleg framþróun. IV. Eg er svo lánsamur að hafa um langt skeið haft náin kynni af einum þessara brautryðjenda. Jón_ as Jónsson dómsmálaráðherra er uppalinn hér í sveitinni. Engir menn á landinu hafa betri aðstöðu til að þekkja hann og skilja en við Ljósvetningar. Þess vegna er okkur það í raun og veru skyld- ugt að bera vitni í málum hans —ekki síst nú, þegar á þau hjón- in hefir verið ráðizt með meiri ósvífni, ódrengskap og fúlmensku heldur en sögur fara af hérlendis. — Og' það er hrein og skír mynd, sem við eigum allir af okkar forna sveitunga. Ætt hans er þekkt hér fyrir góðar gáfur, festu og dreng- lyndi. — Þegar í æsku var cllum ljóst að J. J. hafði frábæra hæfi- leika og viljaþrek. Öllum okkar er J. J. enn hinn sami og þegar hann hvarf héðan. Hann sameinar óvenjulega sterkar og frumlegar gáfur og óvenjulegt andlegt starfs þrek, sem hann notar til að vinna með óvenjulegri ósjerplægni að framgangi hugsjóna sinna. öllum okkar, sem síðar hafa hitt hann, hefir hann sýnt sömu Ijúfmennsk- una og drengilegu hjálpfýsina sem í fyrri daga. Enginn Ljós- vetningur (þegar frá eru skildir 3 aðfluttir menn, sem aldrei nafa haft kynni af J. J.) trúir orði af öllu því illa, sem íhaldsblöðin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.