Tíminn - 26.04.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.04.1930, Blaðsíða 1
^ <2>faCb£eti cxj afgtei5sluma&ur Cimans er Kannncig p o r s 11 i n * 6<5 tlir, Sambanbsijtisinu. Eryfjanif. J^fgreifcsía Címans er i Sambantsþástnu. (Dpín 6a$Iega 9—(2 f. t}. 5imi $9«. XIV. ár. Reykjavík, 26. aprfl 1930. 23. filaff. Þingstörfin Þingstörfum er lokið í bili. Þinginu er þó eigi formlega slit- ið, heldur frestað til hátíðarinnar í vor. Kemur það á ný saman á Þingvelli 26. júní. Siðasti fundur- inn í samemuðu þingi var á laug- ardaginn fyrir páska, en deilda- fundum lauk á fimmtudagsnótt í sömu viku. Þingtíminn hefir í þetta sinn orðið 93 dagar, 17. jan. — 19. apr., eða svipaður og undanfarin ár. Á þeim tíma voru haldnir alls 178 fundir: I neðri deild 85, í efri deild 83 og í sam- einuðu þingi. 10. Eftirfarand' lög 0g ályktanu- hafa verið afgreidd frá þinginu: Lög frá Alþingi 1930: 1. Eög um heimiid fyrir ríkis- stjórnina til þess að ábyrgjast rekstrarlán til útgerðar. 2. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til nokkurra ráðstafana vegna alþingishíðarinnar 1930. 3. Lög um iántöku fyrir ríkis- sjóð. 4. Lög um breyting á 1. gr. laga nr. 16, 7. maí 1928 (Laun embættismanna). 5. Lög um stofnun flugmála- sjóðs Xslands. 6. Lög um sölu lands undan prestssetrinu Borg á Mýrum. 7. Lög um sölu jarðarhluta Neskirkju og ríkissjóðs úr jörð- inni Nesi í Norðfirði. 8. Lög um breyting á lögum nr. 28 frá 1915, um kosningar til Alþingis (Landskjör 1930). 9. Lög um iöggilding verzlunar- staða. 10. Lög um breyting á lögum nr. 75, 28. nóv. 1919, um skipun bamakennara og laun þeirra. 11. Lög um Útvegsbanka Xs- lands h.f. og um Islandsbanka. 12. Lög um viðauka við lög nr. 36, 27. júní 1921, um samvinnu- félög. 13. Lög um rafmagnsdeild við vélstjóraskólann í Reykjavík. 14. Lög um háskólakennara. 15. Lög um veiting ríkisborg- araréttar. 16. Lög um breyting á lögum nr. 36, 7. maí 1928 (Gengisvið- auki). 17. Lög um heimild handa rík- isstjórninni til að veita lögfræði- kandidat Jóni Emil Ólafssyni em- bætti á Islandi. 18. Lög um greiðslu verkkaups. 19.. Lög um breyting á lögum nr. 86, 14. nóv. 1917 um fiski- veiðasamþykktir og lendingar- sjóði. 20. Lög um breyting á lögum nr. 73, frá 7. maí 1928, um slysa- tryggingar. 21. Lög um sveitabanka. 22. Lög um löggilding verzl- unarstaðar í Selárvík í Árskógs- hreppi. 24. Lög um -breyting á lögum nr. 73, 22. nóv. 1907, um útflutn- ing hrossa. 25. Lög um fræðslumálastjórn. 26. Lög um vigt á síld. 27. Lög um skráning skipa. 28. Lög um breyting á lögum nr. 76, 28. nóv. 1919, um breyt- ing á yfirsetukvennalögum nr. 14., 22. okt. 1912. 29. Lög um framlenging á gildi laga um verðtoll. 30. Lög um breyting á siglinga- lögum, nr. 56, 30. nóv. 1914. 31. Sjómannalög. 32. Lög um mat á kjöti tii út- íiutnings. 33. Lög um greiðsiu kostnaðar af Skeiðaáveitunni. 34. Lög um refaveiðar og refa- rækt. 35. Lög- um aukna landhelgis- gæzlu. 36. Lög um Fiskveiðasjóð ís- iands. 37. Lög um fiskveiðasjóðsgjald. 38. Lög um gagnfræðaskóla. 39. Lög um breyting á lögum m. 37, 14. júm 1929, um héraðs- skóia. 40. Lög um viðauka og breyting á lögum nr. 31, 7. maí 1928, um heimild handa ríkisstjórninm til ríkisrekstrar á útvarpi. 41. Lög um bændaskóla. 42. Lög um breyting á lögum nr. 40, 7. mai 1928, um breyting á jaröræktariögum, nr. 43, 20. júní 1923 (Þurheyshlöður). 43. Lög um lögskráning sjó- manna. 44. Fjáraukalög fyrir árið 1928. 45. Lög um samþykt á lands- reikningunum 1928. 46. Fjáraukaiög fyrir árið 1929. 47. Lög um breyting á vega- lögum, nr. 41, 4. júní 1924. 48. Lög um viðauka við hafnar- iög fyrir Vestmannaeyjar, nr. 60, 10. nóv. 1913. 49. Lög um skurðgröfur ríkis- ins og rekstur þeirra. 50. Lög mn breyting á áfengis- lögum, nr. 64, 7. mai 1928. 51. Fjárlög fyrir árið 1931. Þingsályktanir: 1. Þál. um dýrtíðaruppbót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins. 2. Þál. um björgunar- og eftir- litsskip við Vestmannaeyjar. ’ 3. Þál. um lækkun vaxta. 4. Þál. um samþykki til frest- unar á fundum Alþingis sam- kvæmt 19. gr. stjórnarskrárinnar. 5. Þál. um skipun miiliþinga- nefndar til þess að undirbúa og semja frumvarp til laga um al- þýðutryggingar. 6. Þál. um ráðstafanir til þess að ná eignarhaldi á lóðum undir ■ þjóðhýsi. 7. Þál. um sæsímasamband við útlönd. 8. Þál. um endurheimt íslenzkra handrita frá Danmörku. 9. Þál. um greiðslu á enska lán- inu. Því verður ekki með rökum neitað, að allmikill árangur hafi orðið af störfum þessa þings, enda þótt heill mánuður í upp- hafi starfstímans færi til af- greiðslu alveg óvenjulegs máls, sem hlaut að draga mjög úr þeirri vinnu, sem unnt var að leggja í afgreiðslu annara mála. Bankamálið er vafalaust það mál- ið, sem mesta athygli hefir vakið út á við af því, sem þingið hefir haft til meðferðar, og það málið, sem mest var undir komið, hversu ráðið yrði til lykta. Hefir þing- inu í þetta sinn tekizt að hrinda af ríkinu því harðasta áhlaupi, sem nokkumtíma hefir verið á það gjört af hálfu þeirra manna, er þyngstum búsifjum hafa valdið í fjármálum landsins á undan- gegnurn áratug. Yfirleitt má segja, að störf þingsins í vetur hafi verið^ beint framhald af löggjafarstarfsemi þeh'ra tveggja þinga annara, sem háð hafa verið síðan stjómar- skiptin urðu. Er þá fyrst að nefna landbúnaðarmálin og menntamálin. Þingið í vetur sam- þykkti endanlega lögin um sveita- banka, sem einnig lágu fyrir síð- asta þingi, en dagaði þá uppi. Er lánastarfsemi landbúnaðarins þannig ákveðin í öllum aðaldrátt- unum, og settur heildarsvipur á það kerfi, sem byrjað var á með lögunum um Ræktunarsjóð og Byggingar- og landnámssjóð og á að gjöra það mögulegt að veita veltufé þjóðarinnar í nýja farvegi, í ræktun landsins, aukn- ing bústofnsins og bætt h úsa- kynni í sveitunum. Af öðrum landbúnaðarmálum, sem fram gengu á þinginu, má m. a. nefna breyting á jarðræktar- iögunum, sem fer í þá átt, að veita styrk til að byggja þurheys- hlöður, sem eigi hefir verið hingað til. — Sömuleiðis lög um skurðgröfur, sem ætlast er til að ríkið kaupi og starfræki, þar sem jarðrækt verður framkvæmd í stórum stíl og mikillar framræslu er þörf, ennfremur lög um bænda- skóla. Merkustu nýmælin í mennta- málunum eru lögin um mennta- skólann á Akureyri og lög um gagníræðaskóla í kaupstöðum. Hin síðarnefndu eru hliðstæð héraðsskólalögunum frá síðasta þingi og miða að því m. a. að koma á samræini um framlög til slíkra skóla frá ríki og bæjai- félögum emstökum, og jafnframt skapa alþýðuskólakerfinu varan- leg vaxtarskilyrði. Lögunum um menntaskóla á Akureyri hefir áður verið lýst í aðaldráttmn hér i blaðinu. Gengu þau fram í þing- inu mótstöðulaust að kalla og hefði slíkt þótt ótrúlegt fyrir fá- um árum. Er það ánægjulegt norðlenzkum menntamönnum, að hljóta slíka gjöf frá Alþingi á 50 ára afmæli skólans. Er þar og að makleikum viðurkennd mannlund og rausn Akureyrarbúa, sem lagt hafa skólanum ókeypis lana- rými, sem ætla má, að honum nægi um ófyrirsj áanlegan tíma. Af almennum framfaramálum skulu hér nefnd lögin um Flug- málasjóð Islands og lög um einka- sölu á útvarpstækjum, sem eiga að greiða þjóðinni aðgang ,að þeim tveim framfaramöguleikum, sem merkilegastir mega teljast af afrekum vísindanna, síðustu árin, hvor á sínu sviði. Hér er á fátt eitt minnst. Að öllu samanlögðu má fullyrða, að árangurinn af þingstörfunum sé góður, þrátt fyrir óvenjulegar truflanir af völduna bankamálsins og' 9 daga málþóf stjórnarand- stæðinga við eldhúsumræður. ----o---- Velvild læknaklikunnar til Keflvíkinga. Nýlega sátu þeir á fundi sam- an hjá Bjarna Snæbjömssyni „praktiseranda“ lækni í Hafnarf., Helgi Tómasson á Kleppi og Sig- urður á Vífilstöðum. Þangað höfðu þeir boðað Helga Guð- mundsson lækni úr Keflavík. Þótti Hafnfirðingum lítill vafi á leika, að tilgangur þeirra þre- menninganna væri sá að flæma llelga burtu úr Keflavík til þess að minni yrði læknisþjónusta í héraðinu. Mega kjósendur Ólafs Thors þar suður frá eiga von á einni og annari greiðvikni um heilbrigðismál sín frá samherj- um hans, uppreistarlæknunum. Kunnugur. Utan úr heimi. I. Borgin Chicago stendur norð- arlega í Bandaríkjunum sunnan- vert við vötnin miklu og er ein af mestu borgum Norður-Ameríku, fræg fyrir skýjaskafa, miljóna- mæringa og æfintýramenn eins og títt er um stórborgir Vestur- heims. En nú í vetur hefir borg- in einkum dregið að sér athygli vegna óaldar þeirrar og fárlegra. viðburða, sem þar hafa orðið undanfavið. Út af fyrir sig mátti það furðulegt heita, að borgin, sem að íbúatölu jafnast á við Danmörku eða Noreg var um eitt skeið nærri því orðin gjaldþrota og varð að leita á náðir' ríkisins um fjárhagslegan stuðning. Eigi skullu þó vandræði þessi yfir fyr- ir fátæktar sakir gjaldendanna eingöngu, heldur var meginástæð- an sú, að gjaldendur og hið opjn- ber? greindi á um innheimtuna, svo að til málareksturs dró og innheimtust eigi opinber gjöld - fvr en úrskurður dómstólanna var fallinn. Hitt er þó stórum alvarlegra, að lögbrjótar og illræðismenn aðr- ir hafa vaðið uppi í borginni svo geipilega, að heita má, að lög hafi verið að vettugi virt og frið- helgi lífs og eignarréttar að engu haft. Skipulagsbundin leynifélög glæpamanna hafa risið upp og vaxið hröðum fetum og ægt sjálfu löggæzluvaldinu. Foringjar glæpamannafélaganna hafa bein- línis hafið ófrið gegn hinu lög- skipaða þjóðfélagsfyrirkomulagi og keypt sér hlutleysi lögreglunn- ar með mútugjöfum. Um síðir hófst almenningur í borginni sjálfur handa og kom á fót ’ög- reglu, sem eigi var 'háð glæpa- mannafélögunum. En veldi „undir- heimakonunganna“ eins og ræn- ingjaforingjarnir eru nefndir þar í borginni, er fjarri því að vera brotið á bak aftur, og svo má heita, að veröldin öll stari skelfd á þau átök, sem þarna eiga sér stað milli þjóðskipulags siðaðra manna og einstaklingsstjálfræðis- ins í þess ískyggilegustu mynd. • r A víðavangi. íhaldið og Thorkilliissjóðurinn. Enn eru í fersku minni átök þau, sem urðu á Alþingi 1928 um Thorkilliissjóðinn. thaldið hafði fengið hann í hendur mönn- um, sem víst mátti telja, að hann yrði að engu í höndunum á, en núveranda dómsmálaráðherra tókst að heimta hann aftur og fjekk því ráðið að telja mátti víst, að hann næði tilgangi sín- ub. En ekki skorti hrakspár né ásakanir þá fremur en jafnan. „Þeir glamra hæst, sem heimsk- astir eru“. En ef íhaldið hefði ráðið, þá væru ekki komnir upp heimavistarskólar á Kjaiamesi og í Mosfellssveit. Það að vita Thor- killiissjóðinn sem eins konar bak- hjarl var sú hvatning og hjálp, sem reið baggamuninn, þegar rætt var um koma upp þessum skólum. Og þótt skólamir hefðu verið byggðir samt sem áður, þá IL Veröldin er í lok þessa vetrar óvenjulega auðug að umtalsefn- mn. Og einkenni þessara umtals- efna er, að þau eru óstaðbundari og meir við alþjóðahæfi en nokkru sinni áður. Með hverju ári og hverjum mánuði, með hverri nýrri uppgötvun, með hverri nýrri andiegri hreyfingu færast þjóðirnai' hver annari nær og nær. Viðskipti, verzlun og at- vinnurekstur íærast xengra og lengra I það horf að vera miðuð við heiminn allan en ekki einstök lönd eða þjóðarhagsmuni. Nú- tímamanninum er ekkert framar óviðkomanda, hvar sem það gjör- ist á hnettinum. Beinlínis og óbeinlínis getur hversdagslegur atbui’ður, nú fremur en áður, orðið tii þess að. breyta lífskjör- um og framtíð þjóða og einstak- hnga í þúsund mílna fjarlægð. Austur í landi morgunroðans er að gjörast æfintýri, sem eng- hm veit um, hversu enda muni, en Vesturlandabúar hlýða á eins og barn á álfasögu. Indverskur heimspekingur og meinlætamaður, æruverður öldungur, friðsamur og óheimsvanur hefir sagt brezka heimsveldinu stríð á hendur, og það vopnlaus með tvær hendur tómar, og brezka hervaldið þorir ekki að snerta hár á höfði þessa gamla manns. — Vestur í Amer- íku leggja ránsmenn og tugthús- limir undir sig heila stórborg og bjóða lögunum birginn. — Fimm ára áætlun ráðstjórnarinnar í Rússlandi er í þann veginn að gjöra kommúnista um allan heim ærða af fögnuði og íhaldsflokk- ana andvaka af áhyggjum. — 1 Lundúnum sitja á fundum nokkr- ir „mektarmenn“ frá stórveldim- um og brjóta heilann um það, hvernig eigi að fara að því að losna við að eyða peningum til að byggja herskip, sem allar stjóm- ir vilja vera lausar við, en þora eigi af ótta hver við aðra. — Suður í Geneve hefir setið önnur ráðstefna, sem átti að fá Norður- álfuríkin til þess að hætta að heyja tollstríð sín á milli. — En yfir hið áhyggjuþreytta mann- kyn hljómar nú boðskapurinn um síðasta sigur vísindanna — afrek galdrameistarans Marconi, sem er að gefa mönnum trúna á það, að rafmagnið sé almáttugt. hefðu þeir orðið langalengi snauðir að kennslutækjum, en af því að sjóðsins nýtur við eru þeir nú þegar á fyrsta ári orðnir sæmilega birgir. Og þeir sem svo eru efnum búnir, að þeir að- eins geta veitt bömum sínum það, sem þau þurfa til hnífs og skeið- ar, en ekkert meira og ef til vill knapplega það, hefðu orðið að knékrjúpa sveitastjómunum til að fá hinn lögboðna styrk handa börnum sínum, eða þau hefðu að öðrum kosti orðið að búa við sama andlega umhirðuleysið, sem átt hefir sér stað vor á meðal og enn er of algengt. Ihaldið sýndi þá eins og ávalt, bæði áður og síðan, að það lokar augunum fyrir þörfum þeirra, sem búa við þröng kjör, að því liggur í léttu rúmi þroski heildar- innar, því að fylgi þess byggist á auðhyggni almennings, að það þykist hafa hugsjónir, en hefir þær einar að viUa á sér heimUdir. Kjalnesingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.