Tíminn - 26.04.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.04.1930, Blaðsíða 3
TÍMINN Ódýr - sparneytinn. Búinn til af hinum heimskunnu Citroen-verk- smiðjum - verksmiðjunni sem býr til snjóbílinn. Aðalumboð hjá: Sambandí ísl. samvinnuíél. Síuxinn kemur ut einu sinni í viku að minnsta kosti og stundum tvö blöð í einu. Meðaltal síðustu ára 60—70 tbl. Árgangurinn kostar 10 krónur. Gjalddagi er í júní. Skilvísir kaupendur fá ókeypis aukablað Tímans, sem kemur út einu sinni í mánuði. Aukablaðið flytur myndir, ritgjörðir og fróð- leik ýmiskonar, innlendan og er- lendan. Eins og skýrt hefir verið frá áður oru engar líkur til að útvarpsstöðin taki til starfa fyrir Alþingishátíðina. Er þvi ástæðulaust fyrir almenning að hraða kaupum á útvarpstækjum vegna hátíðarinnar. Alþingi hefir afgreitt lög um einkasölu ríkisins á útvarpstækjum. Er þegar liafinn und- irbúningur einkasölunnar og verður aður langt um líður gefin út reglu- gjörð, þar sem nánar Verður kveðið á um fyrirkomulag henuar, ásamt leið beiningum um val á tækjum og notk- un þeirra. Að svo stöddu máli er ekki unt að segja neitt um verð á útvarpstækjum rniðað við það sem nú tiðkast. pó má telja vist, að leitast verði við að hafa það svo iágt sem ástæður leyfa. Eigi er heldur unt að segja hverskonar ráðstafanir verða gerðar viðkomandi þeim tækjum, sem flutt verða inn og liggja óseld hjá tækjasölum. Sig Skagfield söng nýlega í íslend- ingafélaginu i Kaupmannahöfn við góðan orðstír. Úr Strandasýslu: „Nú um mánaða- mótin síðustu var unglingaskólanum i Hólmavík sagt upp. Er þetta annar 'veturinn sem unglingaskóli starfar þar undir stjórn Jónasar porvalds- sonar kennara frá Álftartungu. Mega sýslubúar vera ánægðir yfir því, hve giftusamlegur árangur hefir orðið af þessu stutta skólahaldi í Hólmavik. í bygðinni er vakinn.almennur áhugi A skólahaldi og menntunarstarfsemi. Iíom það Ijóst fram á nýafstöðnum sýslufundi Strandasýslu, þar sem sam þykkt var í einu hljóði að leggja ?0 þús. kr. til héraðsskóla á' Reykjum, í Hrútafirði. Verður þó skóla i Hólma- vík haldið áfram, þar til Reykjaskóh er reistur, sem vonandi verður hið bráðasta." Sigurður Guðmundsson skólameist- ari frá Akureyri var hér á ferð ný- lega, m. a. vegna hátíðahalda þeirra er fram eiga að fara i vor á 50 ára afmæli Gagnfræðaskólans. Stendur hátíð þessi í tvo daga, fyrra daginn á Möðruvöllum, hinu upphaflega skólasetri, og siðari daginn á Akur- eyri. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi hefir ort kvæði er sungið verður, en Páll Isólfsson semur lagið. Minningarrit um 50 ára afmæli skól- ans mun koma út í haust og verður þar m. a. skrá yfir nöfn þeirra er lokið hafa burtfararprófi í skólanum frá því fyrsta. Mun marga yngri og eldri Ég hefi þegar minnst á józka og norska hrossakynið og sýnt fram á ættrækt í þeim báðum. Belgisku dráttarhestarnir hafa, líka gefið ágætis afkvæmi með ættrækt og sama gildir um Shire- hestinn. Hestarnir í Kladrup í Bæheimi eru næstum eingöngu til orðnir með ættrækt og Friðriks- borgarhestarnir dönksu, sem eru bæði til dráttar og reiðar, hafa líka verið ættræktaðir. Nú hefi ég krafið öll þau at- riði, sem ráðunauturinn vildi nota til þess að sanna, hve ætt- rækt væri ómöguleg kynbóta- aðferð. Er þessi „rök“ hans voru athuguð nánar, hafa þau öll snú- ist á móti málstað þeim, sem hann vildi verja. Af þessu má sjá á hve góðum grundvelli þekk- ing hans stendur. Er leitt að vita til þess, hve lítið hann þekkir til þeirrar aðferðar, sem notuð hefir verið til þess að mynda ný kyn og bæta gömul. Aftur á móti er það fyrirgefanlegt, þó hann þekki lítið til arabisku hestanna. Hr. Th. A. hefur skýrt frá því 12. okt. f. á., að hann vilji stækka og bæta íslenzka hrossastofninn með góðu fóðri, samkvæmt þeirri skoðun sinni, að áunnir eiginleik- ar gangi í erfðir. Nú slær hann aftur á sömu strengi og færir ýms dæmi máli sínu til sönnunar. nemendur fýsa að sækja mót þetta til þess að rifja upp fornar endur- minningar og lritta skólasystkin og fornkunningja aðra. Karlakór Reykjavíkur söng í Nýja Bíó í gær íyrir fullu húsi áheyrenda. Var þeim félögum goldið með miklu og einlægu lófaklappi og urðu að end- urtaka mörg lögin. Samsöngurinn verður endurtekinn á morgun klukk- an 3. íþróttanámskeið verður haldið að Álafossi frá 15. maí til 22. júni í sum- ar. Verður þar kennt sund og alls- konar íþróttir. Kennari námskeiðsins verður Vignir Andrésson frá Stafa- felii. Norsk Hydro hefir ákveðið að auka hlutafé sitt uxn 27 rnilj. kr. svo að hlutafé þess vei-ði rúml. 100 milj. sr. Slys. Islenzkur maður vestan hanfs Tryggvi Oddsson frá Ái-boi-g i "Mani- toba beið bana þ. 1. marz uuð þeinx hætti að malai-bakki féll ofan á hdnn í gryfju, sem hann vann að moksti-i í. Árni Pálsson bókavöi’ður hefir í vet- ur dvalið vestan hafs og ferðast um íslendingabvgðir og flutt fyj'.riestra urn íslenzk efni. Hefir hann ferðast um Saskatchewan og Albei'ta, og fiutt marga fyrirlesti-a í Winnipeg Eru vesturíslensku biöðin mjög ánægð yi- ir komu hans og hefir fyririestrum Árna verið v.eitt mikil eftj.rtekt hvarvetna. FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJA- VÍICUR heldur fund í Sambandshús- inu þriðjudaginn 29. apríl n. k., kl. hálf níu e. h. Landskjörið í sumar verður til umræðu. Slys. það vildi tii i Japan nylega, að eimvagn, seni hextt var fyrir far- þegalest, sprakk í ioft upp. Sevtján menu biðu baua við spreni.in.ama, en margir særðust alvarlega. Við rannsókn kom í ljós að dynanúfi hafði verið blandað saman við kolin. Svíadrottning látin.. þann 4. f. m. andaðist Viktoría Svíadrof.ning suð- ur í Rómaborg þar stm hún hafði dvalið sér til heilsubótar undanfarið. Viktoría drottníng var af þýzkum ætt- um, dóttir Friðriks storhertóga af Baden. Hún giftist Gusta" V. SVa- konungi árið 1881. Frá Vestur-íslendingum. Látinn er vestan hafs Jósep Johnson, austfirzk- ur að ætt. Hann var lengst af í Winnipeg, en nokkur ár í Florida, stundaði húsasmíðar og var hátt á sjötugs aldri er hann lézt. — Látinn er að Gimli Man., Páll Mýrdal, f. 1851. Hairn var sonur Sigmundar Sig- urðssonar og Ingibjargar Sigurðar- dóttur á Heiði í Mýrdal. Lögberg frá 20. f. m. birtir æfiminningu Magn- úsat- Ilalldórssonar vitavarðar að Gimli Man. Hann hafði um 40 ár verið einn af fengsælustu fiskimönn- um við Winnipegvatn. Magnús var fæddur 1850 í Krýsuvík, sonur Hall- dórs f. bónda í Krýsuvík, Magnús- sonar fálltafangara. Brnni. Hjón og 4 börn þeirra, ásamt leigjanda í timburhúsi einu í Long Island brunnu inni nýlega. Talið er I grein minni tilfærði ég nokkra höf., svo hr. Th. A. hefði verið vorkunnarlaust að kynna sér hvaða álit þeir hafi á arfgengi áunnra eiginleika. En úr því að hann hefir látið það undir höfuð leggj- ast, þá tilfæri ég hér skoðun þá, sem bæði þessir vísindamenn og allir líffræðingar nútímans aðhyll- ast. Hún er sú: „að varla er hægb að ræða um erfðir áunninna eig- inleika, sem þýðingu gætu haft fyrir myndun nýrra kynja“. Þrátt fyrir margar tilraunir hefir ekki tekizt að finna eitt einasta dæmi, er brjóti í bága við þessa skoðun. En hr. Th. A. var ekki lengi að finna ýms dæmi er áttu að afsanna hana. Því miður eru öll dæmin gölluð, sakir van- þekkingar á sviði erfðafræðinnar i ins og sýnt nmn verða, Eg mintist dálítið á eðlisfar (genotypus) og svipfar (feno- typus) í fyrri grein minni, en þau hugtök virðist hr. Th. A. alls ekki þekkja eftir svari hans að dæmá, jafnvel þótt þau séu undirstaða erfðavísinda nútímans. Þess vegna verð eg víst að fara dálítib nán- ar inn á þau efni. Hver einasta vera, sem fæðist, hefir þegar frá upphafi vega sinna svonefnt eðlisfar. Það mót- ar hana hið innra sem ytra og ákveðpr hvaða vaxtarlag og eigin- AUGLÝSING. Samkvæmt leyfi stjómarráðs íslands, dagsettu 13. febr. 1930, hefir verið breytt nafni jarðar- innar Spena í Fremmri-Torfu- staðahreppi, V.-Hún. Heitir nefnd jörð Litlihvammur.. Litlahvammi, 5. apríl 1930. Daníel Helgason. að kviknað hafi í húsinu vegna gá- leysis leigjandans, er hafði þann vana að reykja í rúminu á kvöldin. Einkeimilegt veðurafbrigði. Bjarn- freður Ingimundarson A Efri Steins- mýri í Skaftafellssýslu ritar Tinran- unr á þessa leið: — „Aðfaranótt lrins 5. des. í. á. var hér frenriu- hæg sunnanátt nreð skúrum, en nálægt kl. 3 unr nóttina skall á óvenjuleg vindhviða, svo nreð fádæmum má teljast hér um slóðir á sléttlendinu, þar senr venjulega er jafnvinda. — Vindhviðan varaði 2—3 mínútur, að því búnu, sanra veður og áður, dálítil gola. Ofsa úrfelli var þessu sanrfara, en varaði litlu lengur og kom úr íriðdimmum skýflóka, sem hafði þó ekki eins og venjulega festu við sjóndeildarhring, heldur sást í loft allt’ um kring. Hver maður lirökk úr fasta sveíni, því hús hristust mjög af hinum ferlegu átökum. Af sumum liúsunr flettist grúið torfþak og á einú húsi brotnuðu þil, og mun- aði minnstu að húsið, sem var hey- liiaða, fyki með öllu. Ýmsir lauslegir munir, svo sem spýtur og fleira, hóf- ust í loft upp og íluttust langar leiðir. það sem einkenndi þetta veð- urafbr. var það, að það virðist ekki hafa komið fram nema á litlu svæði, hér á Eíri Steinsmýrarbæjum og hjá- lendu frá Efri Fljótum, sem er hér í 2—300 m. fjarlægð. — Ennfremur virðist, eftir ýmsum merkjum, t. d. hvernig þak sViftist af húsum og fl., sem vindurinn hafi snúist líkt og öfugstreymi. Mjög virtist vindhijóðið einkennilegt, svo sogkennt, og með sívaxandi rykkjum, þar til það á einu augnabliki féll niður eins og það konr. — það er alveg víst, að liefði vindhryna þessi staðið 5—15 mínútur, þá hefði hún gert hér rrrjog nrinnilegan skaða, og eg gæti trúað, að færri hús hefðu staðist”. Húsbruni. þann 23. þ. m. brann kvikmýndahúsið á ísafirði sem jafn- framt mun hafa verið aðalsamkomu- hús bæjarins. Stomrur var og hrið en þó tókst slökkviliðinu að verja iræstu hús, exr kvikmyndahúsið brann tri kaldra lcola. þar Brann m. a. bún- ingar og tjöld leikfélagsins á ísa- firði. Giskað er á að kviknað hafi út frá rafmagni. Eldsvoði. Fyrir skörrrmu konr upp eldur við höfnina í Iloboken í New Jersey og eyðilögðust tvær hafnar- bryggjur. Fimm bresk Atlantzhafs- línuskip -voru unr tínra í mikilli AUGLÝSING. Samkvæmt leyfi stjómarráðs Islands, dagsettu 11. júlí 1929, hefir verið breytt nafni jarðar- innar Rófu í Fremri-Torfustaða- hreppi, V.-Hún. Heitir nefnd jörð Uppsalir. Uppsölum, 5. apríl 1930. Jón Leví Sigfússon. hættu, en þó tókst að draga þau út a Hudsonsfljótið og forða þeim þann- ig frá tjóni. Fjögur hundruð vöru- flutningabifreiðir eyðilögðust á einni bryggjunni. þrír slökkviliðsmenn nreiddust. Tjónið er áætlað 4 milj. dollara. Ibúðarhús úr timbri og jám- klætt er til sölu á Stokkseyri nú þegar. Húsinu fylgir fjós og hey- hlaða. Lysthafendur snúi sér til Ás- geirs kaupm. Eiríkssonar á Stokkseyri, sem gefur allar nán- ari upplýsingar. Flug. það hefir verið tilkynnt opin- berlega, að loftskipið þýzka, Graf Zeppelin, muni leggja af stað i flug- ferð til Suður- og Norður-Ameríku 10. maí næstk. ingurn hans sjálfs mundu þau sækja í gamla horfið, væru þau ílutt aftur til Lapplands. Hr. Th. A. talar einnig um dvergfíla, sem eiga að hafa mink- að sakir erfiðra lífsskiiyrða. Eg hefi spurt dr. phil. M. Thomsen prófessor í dýrafræði við Land- búnaðarháskólann í Höfn hvaða álit náttúrufræðingar hefðu á þessum fílum. Tjáði hann mér að þeir væru taldir sem hliðstæð grein við 'Afríkufílinn, alveg eins og sá indverski er það, og væru sjálfstæð ætt, en ekki nein úr- kynjun né smækkunartegund stærri fíla. Enda væri undarlegt ef lífsskilyrði þrengdu kosti þeirra, þar eð þeir lifa upp með Kongoáimi á einhverjum frjósam- asta stað hnattarins. 1 fyrri grein minni minntist eg á ættai-tölur og sagði greinilega af hvaða ástæðum hætt væri við að rekja ættir langt aftur í tím- ann. Ilr. Th. A. er mjög hróðug- ur af því að hann þykist hafa hrakið það, er eg sagði um þær, en beri menn grein mína og svar hans saman, sést fljótlega að „rök“ hrossaræktarráðunautsins eru ekki annað en loðnir útúr- snúningar. 1 lok svars síns reynir hr. Th. A. að losa sig úr óþægilegri klípu, sem hann hefir lent í vegna lækn- leika veran fær. Og eðlisfarið er arfgengt. Svipfarið lýsir sér í útliti ver- urmar og myndast vegna þeirra iífsskilyrða, sem hún á víð að búa. Svipfarið er ekki arfgengt. Svipfarið er til orðið sakir utan- aðkomandi áhrifa á eðlisfarið. Eðlisfarinu mætti ef til vill líkja við beina línu, sem gengur eins eg rauður þráður gegn um ættirnar. Svipfarið fylgir þessari línu en tekur þó víxlspor til beggja handa, án þess þó að fjar- lægjast línuna mjög. Danski vísindamaðurinn próf. W. Johansen fann fyrstur manna þetta lögmál og gat sér heims- frægð fyrir. Sannanir þess eru óteljandi. Ef svín eru t. d. illa fóðruð í marga ættliði, þá mink- að stærð þeirra, en strax og af- kvæmi þessara litlu svína eru fóðruð á venjulegan hátt, þá ná þau venjulegri stærð. Dæmi þau er hr. Th. A. færir þeirri „staðreynd“ sinni til stuðn- ings, að lífsskilyrðin hafi áhrif á kynin, sýna líka greinilega, að hér er að ræða um svipfar en ekki eðlisfar. T. d. hlýtur stærðarmunur hrossa í Eyjafirði og Skagafirði að byggjast á svipfari því hr. Th. A. segir sjálfur að hross flutt úr lökum skilyrðum í betri gefi stærri afkvæmi og öfugt. Og hvernig getur hr. Th. A. dottið í hug að kynið breytist, ef hann flytur hesta úr Eyjafirði til ; Skagafjarðar, því strax og hann flytur afkvæmi hrossa þessara aftur á gamlar stöðvar, verða þau eins og forfeðurnir. Ef kynið hefði breyzt þá væri það hrein- asta hending ef hægt væri að fá | skepnurnar til þess að líkjast for- feðrunum á ný. Þessar breyting- ar eru ekki arfgengar og verða því að táknast sem svipfar. Ilvað sauðfé í ýmsum lands- lilutum viðvíkur gildir það sama og sagt er um hestana. Annars er það einkennilegt að sumstaðar virðist hr. Th. A. halda því fram að áunnir eigin- leikar erfist, en annarstaðar fal- ar hann um að kynin stækki við flutning í betri skilyrði. Þetta er mótsögn, því ef svo væri, að áunnir eiginleikar gengju að erfð- um, ætt fé það, sem alizt hefir upp í Eyjafirði í marga ættliðu ekki að breytast þegax í stað við flutning til annara héraða. Slíkar mótsagnir ættu ekki að geta kom- ið fyrir, ef erfðahugtök hrossa- ræktarráðunautsins væru skýr. Það, sem hr. Th. A. segir um þyngdarmismun hreindýra í Al- aska og Lapplandi mun vera svip- farsmunur, því samkvæmt kenn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.