Tíminn - 10.05.1930, Blaðsíða 3
TÍMINW
109
fyrir því, að klíkufundur þessi
hafi átt sér stað, þó vera megi
að eigi hafi verið með venjulegu
fundarsniði, en það telur Tíminn
vel farið og hr. Bjarna Snæ-
björnssyni til sóma, ef þeir at-
burðir hafa fram hjá honum
farið.
Til að forðast misskilning
vill Tíminn í annað sinn taka
það glöggt fram, að skráin um
dauðsföllin á Nýja Kleppi, sem
birtist í síðasta blaði, er tekin
upp nákvæmlega eftir skýrslu
Helga Tómassonar og bókun geð-
veikrahælisins.
----o----
Fréttir
Tíðin. Síðastliðna viku mátti heita
öndvegistið um allt land, bæði stillt
og milt. Áttin hefir verið nokkuð
breytileg og þokusamt á Vestfjörðum
og Norðurlandi. A þriðjudaginn
hvessti snöggvast á NA-landi og
gjörði kuldakast (hitinn um 0 st),
en úrkoma varð mjög lítil. — Á S-
og SV-landi flesta dagana verið 7—10
st. hiti og stundum 12 st. í Reykja-
vík var lægsti næturhiti tæp 3 st. —
Dánardægur. Nýlátnir eruþeirfeðg-
arnir á Stóra-Núpi sr. Valdemar Briem
vígslubiskup og sr. Ólafur sonur
hans, og fór jarðarför þeirra beggja
fram í fyrradag. Urðu aðeins 10 dag-
ar á milli þeirra fegða. Sr. Ólafur
var fæddur 1875, og var fyrst að-
stoðarprestur föður síns á Stóra-Núpi
og var síðan veitt prestakallið 1918,
er sr. Valdemar Briem hætti prests-
skap. — Sálmaskáldið Valdemar
Briem þekkja allir. Hann var fædd-
ur 1848 og var því 82 ára gamall, er
hann andaðist. Var prestur að Hrepp-
hólum og Stóra-Núpi. Vígslubiskup
varð hann 1909 í hinu forna Skál-
holtsstifti. Á 80. afmæli hans kjöri
Háskóli íslands hann doktor í guð-
fræði í heiðursskyni fyrir trúarljóð
hans og andlegan kveðskap.
Lögregluréttarrannsókn hefir dóms-
málaráðuneytið fyrirskipað út af
reikningsskilum borgarstjórans í
Reykjavík.
Látinn er í þessari viku sr. Jón
þorsteinsson, fyrv. prestur á Möðru-
völlum í Eyjafirði.
Lárus Jónsson læknir í Hornafirði
var meðal farþega á Esju hingað
i fyrrakvöld og tekur nú við for-
stöðu nýja spitalans á Kleppi.
Kaupfélagið á Sveinseyri við Pat-
reksfjörð hefir á aðalfundi sínum
samþykkt að taka upp samábyrgð og
æskja inntöku í Samband ísl sam-
vinnufélaga.
Guðni Jónsson hefir lokið meistara-
prófi í íslenzkum fræðum.
Sig. Nordal, prófessor, hefir verið
kjörinn heiðursfélagi í fornfræða- og
vísindadeild háskólans í Ósló — Det
norske Videnskabs Akademi —. Nor-
dal siglir innan skamms á rithöf-
sem heilsuhælin jafnan eru sök-
uð um. Þessi heimsfræga stofn-
un er verk eins yfurburða
manns, Dr. P. C. Varrier-Jones
Þó fást sjúklingamir þar lítils-
háttar við garðrækt. Kostnaður-
inn er vitanlega orðinn mikill,
svo aö stofnkostnaðurinn nemur
nú allt í allt 50.000 pund sterling.
Eg verð að játa, að ýmsir merlc-
ir enskir læknar sögðu við mig,
að England myndi aldrei eignast
mörg berklaþorp á við Papworth
Hall — þjóðin hefði ekki efni á
því, sögðu þeir, og svo væri líka
dr. Varrier-Jones einstakur mað-
ur í sinni röð.
Nú vil ég vekja athygli k því,
að hér á landi er fyllsta ástæða
til að reyna á einhvem hátt að
girða fyrir það, að fjöldi af
vinnufæru berklafólki lifi í iðju-
leysi í sjúkrahúsum landsins á
þjóðarkostnað. Verkefnið er afar
vandasamt hér sem í öðrum lönd-
um.
Það myndi stórum bæta úr
slcák ef alþýðutryggingar væru
teknar í lög.
En mér virðist líka, sem vert
væri að reyna að koma upp
berklaþorpi í smáum stíl, því að
ríkið á jörð, sem ótvírætt er
framúrskarandi hentug til þess
undafund í Ósló og síðan mun hann
v.erða á minningarhátíð Ólafs helga
í Niðarósi.
Jeppe Aakjær, danska skáldið og
rithöfundurinn er nýlega látinn á
búgarði sinum í Danmörku, 63 ára
gamali. í bókum sínum hefir hann
einkum lýst dönsku sveitalífi og er
talinn standa mjög framarlega í
flokki danskra rithöfunda. Síðustu
æfiár sín vann Aakjær að endur-
minningum sinum, sem af mörgum
voru illa séðar vegna nokkuð nær-
göngula lýsinga á ýmsum samtíðar-
mömium skáldsins.
Prentvilla. í grein Jóns Sigurðsson
i Yztafelli, 19. f. m. 4 bls., 4. dálki,
27—28 linu að ofan: næstelzti fyrir
næstyngsti. Hefir hr. yfirkennari Jón
Ófeigsson bent blaðinu á þessa prent-
villu, og kann blaðið honrnn þakkir
fyrir.
Landskjörið. Framboðsfrestur var
útrunninn rnn miðjan siðastl. mánuð,
og voru þá þrir listar fram komnir.
Áður hefir verið skýrt frá fram-
bjóðendum á iista Framsóknarflokks-
ins (B-listanum), en hinir tveir eru
svo skipaðir:
A-listi (jalnaðarmenn):
1. Haraldur Guðmundsson Rvík.
2. Erlingur Friðjónsson, Akureyri.
3. Davíð Kristjánsson Hafnarfirði.
4. Elisabet Eiríksdóttir, Akureyri.
5. Gunnlaugur Jónasson, Seyðisfirði.
6. Finnur Jónsson, ísafirði.
C-listi (íhaldsmenn):
1. Pétur Magnússon Rvík.
2. Guðrún Lárusdóttir Rvik.
3. Kári Sigurjónsson, Hallbjamar-
stöðum.
4. Skúli Thorarensen Móeiðarhvoli.
5. Sigurður Kristjánsson ísafirði.
6. Magnús Gíslason Eskifirði.
Hafa iistamir lítið breyzt frá því,
sem um þá heyrðist í upphafi og frá
hafði verið skýrt í blöðum.
Norskur llugmaður, Tryggve Gran
hefir í hyggju að fara á mótorhjóli
til suðurheimskautsins. Hann ráðger-
ir að flytja hjólið á flugvélum upp
á heimskautshásléttuna og aka síðan
eftir hásléttunni til heimskautsins.
Enskt firma hefir boðist til að smíða
mótorhjól handa flugmanninum i
þessu skyni.
Alþingishátíðin. Undirbúningsnefnd
liátiðarinnar vill að gefnu tilefni
taka fram: að aðgangseyrir að þing-
völlum um hátiðina verður enginn,
að fólk mun geta komizt til baka tiJ
Reykjavikur alla hátíðisdagana, að
börnum, á hvaða aldri sem er, er
frjáls aðgangur að liátíðinni jafnt
og fullorðnum og að mönnum er
heimilt að nafa mat með sér og að
Jiita sér kaffi i tjöldum sinum. Tjöld
er ennþá hægt að panta á skrifstof-
unni i Liverpool frá kl. 10—12 f. h.
Fangelsisbruni. Nýlega kom upp
eldur í rilcisfangelsinu í Ohio og
brunnu tvær álmur fangelsisins.
Fangarnir voru gripnir æði og leit-
uðust við að flýja, en var haldiö í
skefjum með hervaldi; margir urðu
brjálaðir. 317 menn biðu bana í orun-
anum, — fangar sem voru lokaðlr
konar afnota. Ég á við Reyki í
Ölfusi. Þar er landrými mikið,
ótal hverir og laugar, næg vatna-
orka, auðvelt að koma upp litlu
raforkuveri. Það er og víst að
gufan í sumum hverunum er
radium-kend. Sumir ætla að
hveragufa sé einkar holl fyrir
brjóstveikt fólk. Það verð ég að
telja órannsakað mál, en sannar-
lega þess vert, að það sé rann-
sakað.
Það, sem ég hefi í huga, er
þetta, að fá reistan á Reykjum
skála fyrir svo sem 32 berkla-
veika karlmenn. Húsið má vera
af mjög einfaldri gerð í líkingu
við þau hús fyrir einhleypt fólk,
sem ég sá í Papworth Hall á Eng-
landi í fyrra. Ég hugsa mér 16
tveggja manna herbergi, breiðan
gang, eldhús, rúmgott búr, bað-
herbergi, vatnssalemi. Ég hefi
rætt þetta mál við húsameistara,
og ætlar hann að reisa megi þess
konar hús fyrir um 50,000 kr.
Nú verður spurt: Hvaða vinnu
getur berklaveikt fólk fengið á
Reykjum, er sé við þess hæfi?
Ég tel mjög góðar horfur á því.
Jörðin er prýðilega vel fallin til
alls konar garðyrkju, en það er
sú útivinna, sem bezt er við hæfi
berklafólks. Þar mætti og hafa
inni í þeim hluta byggingarinnar
sem brann og búizt er við að tnargir
deyi af brunasárum. — Fangelsið var
byggt fyrir 2200 fanga, en í því voru
nú 4950. Yíirvöldin halda því fram,
að fangamir hafi kveikt í fangelsinu
og ætlað síðan að strjúka, þegar allt
væri komið í uppnám.
----o-----
„Qrjót“
þetta var líkt Kjarval varð mér
að orði þegar ég sá „Grjótið" hans
í glugganum í Bankastræti. Engum
sem sér Kjarval eða gefur verkum
hans gaum blandast hugur um það,
að þar er enginn miðlungsmaður á
ferð. þar er á ferðinni stórhuga og
djarfur landnámsmaður, sem þorir
að hugsa og ganga sínar eigin götur.
þar bólar hvergi á miðlungsmannin-
um með vasaljós í hendinni til að
lýsa eftir hvar almannatroðningurinn
er glöggvastur og hvar muni vera
arðvænlegast og öruggast að stíga
niður.
Öll verk Kjarvals bera það með
sér, að hann er skáld, en að hann
væri rithöfundur haía sjálfsagt færri
vitað, en nú eru tekin af öll tvímæli
með það.
það er ekki tilætlunin með þessum
línum að fara að gefa yfirlit yfir
bókina, enda er hún þess efnis að
slíkt er ekki gjörlegt í stuttri grein.
Nei, menn verða að kaupa bókina og
lesa hana og líkast til oítar en einu
sinni til þess að hafa liennar full
not.
það kennir þarna margra grasa.
þarna eru gullfalleg æfintýri, þrung-
in af hugsun og spakmælum, langur
kafli um skipulag Austurvallar, sem
einhverjir líta nú kannske á sem
loftkastala, en sannleikurinn mun
vera sá, að hverri þjóð, sem á svo
skapandi og stórhuga son, sem lýsir
sér i þeim kafla, sé ekki allur merg-
ur úr beinum. Já, það er svo ótal
margt, sem þarna ber á góma og
ástin er þarna á ferðinni, sem allir
vilja, hugsa, tala, ræða og rita um.
Listamaðurinn er aldrei staðbundinn.
Hann er hugmyndir úr ótal haus-
um eins og höfundurinn kemst svo
hnittilega og- spaklega að orði. Heiti
bókarinnar er sjálfsagt ekki valið út
í loftið. þeir, sem ganga fram fyrir
skjöldu og ryðja nýjar brautir, þeir
þekkja grjótið og vita hvers virði það
er. það er því óhætt að treysta þvi,
að höfundurinn er þama ekki að
bjóða okkur steina fyrir brauð, held-
ur „Grjót", sem við getum byggt á
og úr.
þvi hefir löngum verið haldið
fram, að við íslendingar værum fá-
tækir og um það náttúrlega deila, en
hitt er satt, að við erum ekki svo
ríkir, að við megum við þvi að þegja
i hel þá, sem hæst vilja lyfta merk-
inu til eflingar islenzkum anda.
Halldór Pétunson.
-----O-----
stór vermihús, sem ættu að geta
gefið mjög góðan arð. Þar mætti,
hygg ég, einnig reka hænsnarækt
í stórum stíl með góðum arði.
Væri svo til vinnuskáli, þar sem
stunduð yrði ýms innivinna, netar
gerð, ýmsar smíðar o. s. frv., þá
virðist augljóst, að nóg myndi
verða um hentuga vinnu bæði
vetur og sumar.
Sjúklingarnir eiga að fá sann
gjarnt kaup fyrir það, sem þeir
vinna, og þeir eiga þá líka að
borga með sér. En ég gjöri ráð
fyrir að meðgjöfin þyrfti ekki að
vera há. Reksturskostnaðurixm
yrði miklu minni en í heilsuhæl-
unum, vonandi ekki meiri en 2^
kr. á dag, kannske enn minni.
Ég lít á þetta sem tilraun. Ég
vil ekki neita því, að hún geti að
einhverju leyti misheppnast. En
eitthvað verðum við að reyna til
að komast úr þeim kostnaðar-
ógöngum, sem við nú erum í með
berklafólkið.
Reykjavík, 11 apríl 1930.
Virðingarfyllst
G. Björnson.
Til Dómsmálaráðherra.
-----Q.---
Samvinnnmál
Hraðvaxandi viðskiptavelta. — 236 þús. kr. sjóðaaukning á árinu.
— 11% aiður til félagsmanna. — Mjólkursamlagið. —
Frystihúsið. — Smjörlíkisverksmiðjan.
Aðalfundur félagsins var hald-
ixm í Nýja Bíó á Akureyri dag-
ana 14.—16. f. m. og stóð þann-
ig yfir í 8 daga. Fundarstjóri
var kosinn Davíð Jónsson hrepp-
stjóri á Kroppi og varafundar-
stjóri Þórhallur Ásgrímsson bóndi
á Þrastarhóli. Skrifarar fundarins
voru Ilalldór Guðlaugsson bóndi
í Hvammi og Tryggvi Konráðs-
son bóndi í Bragholti. Á fundin-
um voru mættir 85 fulltrúar af
87, er kjörnir höfðu verið heima
í deildunum. Auk þess voru mætt-
ir 5 stjómarnefndarmenn, fram-
kvæmdarstjóri félagsins og end-
urskoðendur, og þar að auki sátu
fundiim margir aðrir kaupfélags-
meim.
Framkvæmdarstjóri lagði fram
endurskoðaða reikninga félegsins
fyrir síðasta ár, skýrði þá og
gerði glögga grein fyrir hag fé-
lagsins og ástæðum við síðustu
áramót.
Innstæður í eftirtöldum sjóðum
félagsins voru sem hér segir:
maxma af ágóðaskyldri vöru-
úttekt þeirra var 11%.
Eftirstöðvar sláturhússreikn-
ings nægðu til þess að kjötfram-
leiðendum væri bætt upp kjöt sitt
1929 með 15 au. á kg. og gærur
með 10 au. á kg. Var það sam-
þykkt. Afgangurinn yfirfærist til
næsta árs. Ennfremur var sam-
þykkt að eftirstöðvum ullarreikn-
ings yrði varið til uppbótar á ull
með 20 au. á kg.
Uppbætur af innlendum vörum
og óúthlutaður arður af erlendum
vörum var 66.500 kr. hærri en
næsta ár á undan.
Helstu nýjar framkvæmdir fé-
lagsins á síðasta ári eru þessar:
1. Lokið byggingu Mjólkursam-
lagsins og vélauppsetningu.
2. Endurbót gjörð á frystihúsi
og bryggju á Oddeyrartanga.
3. Reist að nokkru nýtt verzlun-
arhús á Torfunefi.
4. Gjörður fiskreitur og reist
geymsluhús á Gleráreyrum.
5. Reist að nokkru smjörlíkis-
í árslok 1928 I árslok 1929 Vöxtur á árinu
Stofnsjóður 495 þús. kr. 597 þús. kr. 102 þÚS. kr.
Innlánsdeild 402 — — 412 — — 10 — —
Varasjóður 139 — — 181 — — 42 — —
Try ggingars j óður 45 — — 48 — — 3 — —
Fyrningars j óður 87 — — 101 — — 14 — —
Byggingarsjóður 64 — — 111 — — 47 — —
Sambandsstof ns j óður 85 — — 101 — — 16 — —
Skuldatryggingarsj. 3 — — 5 — — 2 — —
Samtals 1320 þús. kr. 1556 þús. kr. 286 þús. kr.
Nemur þá vöxtur ofangreindra
sjóða á síðasta ári hátt upp í
f jórðung milj. kr.
Allir sjóðirnir, að undanskild-
um tveimui’ hinum fyrst töldu,
eru óskiftilegir. Nam upphæð
þeirra um síðustu áramót 547
þús. kr., eða nokkuð yfir helming
miljónar. Skiftilegu sjóðimir,
stofnsjóður og innlánsdeild, eru
eign einstakra félagsmanna, og
voru þeir samtals rúmlega ein
miljón á sama tima.
Innieignir félagsmanna í við-
skiptareikningum við aðalverzlun-
ina og útbúið á Dalvík voru við
reikningslok 295 þús. kr. og er
það 35 þús. kr. hærra en í fyrra.
Á árinu hafa því innstæður fé-
lagsmanna í stofnsjóði, innláns-
deild og viðskiptareikningum auk-
izt um 147 þús. kr.
Við áramót voru peningar í
sjóði 266 þús.; er það 47 þús. kr.
hærra en í fyrra.
Gömlu skuldirnar frá 1921, sem
upphaflega voru um hálf miljón
og á sínum tíma ollu nokkrum
áhyggjum, ern nú komnar niður i
29 þús. kr., hafa lækkað um 11
þús. kr. á árinu. Eru þær nú eklu
lengur áhyggjuefni, þar sem
sjóður sá, er stofnaður var til
þess að mæta skakkaföllum af
völdum þeirra, er nú 19 þús. kr.
hærri en skuldaupphæðin sjálf.
Vörusala félagsins var á árinu
sem hér segir:
Alls hefir félagið selt vörur
innanlands fyrir 3.147.000 kr.; en
árið 1928 var samskonar sala
1.917.000 kr. Hefir því innan-
landssala á vörum hækkað um
1.230.000 kr.
I sölu þessari er ekki meðtalin
innanlandssala sláturfjárafurða
frá sláturhúsi félagsins, né sala
frystisíldai’ frá frystihúsinu.
Innlendar afurðir að frádregn-
um vörum, sem kjötbúðin hefir
keypt, hafa verið teknar til sölu-
meðferðar fyrir alls 1.561.000 kr.;
en árið 1928 fyrri 1.282.000 kr.;
mismunur 279 þús.
Vörubirgðir í árslok af frá-
dregnum afföllum voru rúmlega
1 milj. kr.
Úthlutaður arður til félags-
verksmiðja í Grófargili.
Samþykkt var að veita ung-
mennafélögum í Öngulstaðahreppi
2000 kr. styrk til sundskálabygg-
ingar í hreppnum.
Samþykkt, að nýir félagsmenn
leggi allan ágóða af vöruúttekt
sinni í stofnsjóð, þangað til inn-
stæða þeirra í sjóðnum er orðin
300 kr. Er þetta gjört til örugg-
ari tryggingar viðskiptum þeirra
við félagið.
Þá lagði stjómin fyrir fundinn
uppkast að reglugjörð um eftir-
launa- eða lífeyrissjóð fastra
starfsmanna félagsins. En þar
sem deildum félagsins hafði ekki
gefizt kostur á að hafa það mál
til athugunar, samþykkti fundur-
inn að fresta úrslitum þess til
næsta aðalfundar.
Á fundinum flutti ólafur Jóns-
son framkvæmdarstjóri mjög
fróðlegan fyrirlestur um ræktun
lands. Var erindi því vel tekið af
fundarmönnum og spunnust
nokkrar umræður út af því.
Eitt fundardagskvöldið var
fundarmönnum sýnd kvikmynd af
samvinnuhreyfingunni í Svíþjóð.
Eins og kunnugt er, er samvinnu-
þroskinn kominn á hátt stig þar
í landi.
Úr stjóminni gengu formaður
félagsins Einar Árnason fjár-
málaráðherra og varaformaður
félagsins Ingimar Eydal, en voru
báðir endurkosnir.
Ennfremur var 1. endurskoð-
andi, Stefán Stefánsson, endur-
kosinn.
Til þess að mæta sem fulltrúar
félagsins á aðalfundi Sl 1. S. voru
kosnir þessir aðalfulltrúar: Bene-
dikt Guðjónsson á Moldhaugum,
Þórarinn Eldjám á Tjöm; Vil-
hjálmur Þór kaupfélagsstjóri og
Júlíus ólafsson í Hólshúsum.
Ennfremur voru kosnir tveir
aukafulltrúar, þeir Stefán Stef-
ánsson á Varðgjá og Valdemar
Pálsson á Möðruvöllum.
(Dagur).
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Hólatorgi 2. Sími 1245.
Prentsmiðjan Acta.