Tíminn - 31.05.1930, Page 1
^ ©Jaíbfert
99 afgrei&sluma&ur ([imanf er
HannDttg þ o r s t«4 n sfcó tttr,
Sambanöstjástnu. Hrf fjaDtt.
^fgteibsía
fflmans er t Sambon&sfjústnu.
(Dpin baqieqa 9—(2T f. tf.
- 2bnt 99«.
XIV. ár.
Reykjavík, 31. maí 1930.
36. blað.
„Lánið er bæði um höfuðstól og vexti bein skuldbinding kon-
ungsríkisins íslands, og til frekari tryggingar fyrir greiðslu þess,
sem þarf til að standa straum af láninu, nákvæmlega á réttum
gjalddögum, tiltekur ríkisstjómin hérrneð öafturkallanlega og
bindur sérstaklega til hagsmuna fyrir handhafa, alla jafnt, að
skuldabréfum láns þessa, tolltekjur Islands, þangað til innleystur
hefir verið að fullu höfuðstóll lánsins og greiddir hafa verið allir
• vextir af láninu; því er hérmeð lýst yfir, að tolltekjur þessar
éru óbundnar nú*. (Skuldabréf enska lánsins, 14. gr., dags. 19.
jan. 1922).
Þokulýðurinn
Annað opið bréf til Guðrúnar Lárusdóttur
Við svar yðar til mín, frú
Guðrún Lárusdóttir, í Morgun-
blaðinu 29. þ. m., þykir mér hlýða
að gjöra eftirfarandi athuga-
semdir:
I.
Löngu áður en eg var orðinn
læs, segist þér hafa „hlýtt á mál
manna um stjórnmál". Þau orð
yðar sé eg enga ástæðu til að
draga í efa. Ber þetta sjálfsagt
að skilja annaðhvort á þá leið, að
eg hafi orðið seint læs eða að þér
séuð komnar vel til ára yðar.
En í þessu sambandi vil eg
benda yður á það, með fullri
virðingu, að mér virðast greinar
yðar bera þess vott, að þér haíið
ofmetið þann hagnað, sem af því
hlýst,að „hlusta á mál njanna um
stjómmál". Mér hefir ávalt skil-
izt, að á slíkt „tal“ yrði að
hlusta með mestu varúð og að
þvl aðeins gæti pólitískur þroski
áunnizt í viðræðum, að fleiri en
ein stjórnmálastefna ættu sér
þar talsmenn. Því miður hefir
mér í yðar flokki virst kenna
nokkurrar vanstillingar í þessu
efni gagnvart skoðunum andstæð-
inga. 1 minni sveit þekkti eg eina
konu, sem ekki mátti sjá and-
stöðublöð íhaldsflokksins á póst-
húsinu, án þess að orðfæri Jienn-
ar versnaði til stórra muna.
Jafnvel fyrverandi flokksforingi
yðar, Jón Þorláksson, lýsti yfir
því á opinberum fundi ário 1928,
að hann læsi ekki „Tímann11 —
,.héldi ekki það blað“. Minnist
eg þess, að aðstandendur „Tím-
ans“ ákváðu, að fundi þessum
loknum, að senda Jóni Þorláks-
syni blaðið ókeypis, ef vera mætti
að foringi annars stærsta stjóm-
málaflokksins í landinu fengist
þá til að „hlusta á mál“ annara
en sinna skoðanabræðra í stjóm-
málum.
Vegna þess, að mér þykir, af
framantöldum orsökum, ástæða
til að efast um, að „tal“ flokks-
systkina yðar hafi gefið yður
rétta mynd af stjómmálaástand-
inu, eins.*-og það er í raun og vem
og hefir verið undanfarinn tíma,
vil eg nú nota orðaskifti okkar
sem tilefni til þess að segja yður
stutta en eftirminnilega sögu við-
víkjandi yðar eigin flokki og
starfsemi hans í íslenzku þjóðlífi.
II.
Til þess að gjöra frásögn mína
sem einfaldasta og skilmerkileg-
asta, finnst mér réttast að velja
einn einstakan mann og sögu
hans, sem tákn flokksins alls.
Vitanlega gæti eg valið til þessa
einhvern íhaldsmann af handa-
hófi, t. d. Guðmund Jóhannsson
Lrá Brautarholti eða Stein Stein-
dórsson í Landakoti, sem oft hef-
ir mætt fyrir ihaldsflokkinn á
póiitískum fundum í Reykjavák
og suður með sjó. En eg kýs
heldur að velja einiivern þeirra,
sem lengst haía tekið þátt í
flokksstarfseminni. Þess vegna
vel eg sjálfan fyrv. formann í-
haldsflokksins, Jón Þoriáksson.
Með engu móti er hægt að telja
ilokknum gjört rangt til með því
að taka þann mann sem dæmi um
starfsemi flokksins. Þeim manni
getið þér hvorki né viljið afneita
sem flokksbróðui-.
Jón Þorláksson hefir fengizt
við stjórnmál rúmlega 20 ár, og
ailtaí verið talsverður áhrifamað-
ur meðal samherja sinna. T. t.
mun hann jafnan hafa ráðið
miklu um nafngift flokks síns,
þangað til fyrir einu ári síðan.
En á þessum tuttugu árum hefir
flokkur hans gengið undir sjö
nöfnum alls, en þau eru þessi:
. 1. Heimastj ómarflokkur.
2. Sambandsflokkui-.
3. Hinn nýi heimastjómar-
flokkur.
4. Sparnaðarbandalag.
5. Borgaraflokkur.
6. Ihaldsflokkur.
7. Sjálfstæðisflokkur.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Stundum hefir flokkurinn
verið í svo miklu nafnahraki, að
andstæðingar hans hafa orðið að
velja honum nafn, til þess, að
hægt væri að tala um hann opin-
berlega. Þannig var flokkurinn
urn hríð nefndm- Moi’gunblaðs-
flokkur eftir aðalmálgagni sínu
hér í Reykjavík, af því að honum
hafði þá verið svo brátt að kasta
nafni sínu, að ekki vannst tími
til að taka upp annað nýtt!
Á landsfundi íhaldsmaxma, sem
haldinn var seinnahluta vetrar
1929, í þeim tilgangi fyrst og
fremst að ráða fram úr nafna-
vandræðunum síðustu, komu fram
eigi færri en 10 tillögur um nýtt
naín og voru sumar þeirra jafn
íjarri hver annari að merkingu
og austrið vestrinu. Gömlu nöfn-
in reyndust þá öll ónothæf sök-
um óvinsælda. Þá var það ráð
upp fundið að taka upp vinsælt
flokksheiti fornra andstæðinga.
En eins og yður er kunnugt,
hafa gamlar minningar og blöð
annara flokka, bjargað þessu
nafni frá því að festast við í-
haldsflokkinn.
Þrátt fyrir þessi sífelldu nafna-
skifti, hefir stefna Jóns Þoriáks-
sonar og þeirra stjórnmálamanna,
sem honum líkjast í hugsimar-
hætti, jafnan verið hin sama.
Greinargjörð Jóns Þorlákssonar
fyrir þessari stjórnmálastefnu f
birtist í einu víðlesnasta blaði
landsins árið 1908 og hljóðar
svo:
„pað eru venjuiega hinir einaöri
liorgaiar 1 hverju þjóOl’álagi, sem
sKipu íhaidsilokkinn. þeir eru ánægö-
ii' meo sinn eigin liag og iinna
þessvegna ekki, ao þörl sé hreytinga
eoa hóta á hag þjóöarinriar".
ruttugu arum siðar, áriö 1928,
mynoi don Poriáksson ekki hala
geiio snka jatningu. Því aö þeg-
ar aöstaöa augnabiiksms krafðist
þess, og þegar J. Þ. héit, að
játningm væri gieymd, tók liann
sjáiíur upp iiLaidsnaínið handa
ser og samherjum sínum.
III.
Finnst yður það ekki eftirtekt-
arvert, að Jón Þorláksson eða
samherjar hans, skuh sex sinn-
um hafa séð ástæðu til að skifta
um nain á fiokki sínimi ? Og
finnst yður þetta ekki ennþá eft-
irtektarverðara, ef þér lítið á það,
að hinir tveir aöalfiokkarnir í
iandinu hafa aldi-ei séð ástæðu
tii slíkra breytinga?
Ef þér viljið skilja þetta fyrir-
brigði tii íulis, ættuð þér að lesa
dáiítið meira í áðurneíndri grein
Jóns Þorlákssonar frá 1908. J. Þ.
skýrir frá því í þessari grein, að
íhaldsmennirnir vilji aldrei láta
bera á því, að þeir „séu ánægðii’
með siim hag“ eða, að þeir „fmni
ekki, að þörf sé breytinga eða
bóta á hag þjóðarinnar“. J. Þ.
segir, að þessir menn hafi æfin-
lega á stefnuskrá sinni einhver
mál, sem gangi 1 augun á almenn-
ingi, t. d. sparsemi á fé rikisins.
En hann segir líka, að stefnumál
íhaldsflokkanna séu sjaldan ann-
að en fögur orð, því að þeir reyni
æfinlega að sjá svo um, að ekki
verði hróflað við þeirra edgin
hagsmunum.
Ef þér hefðuð verið andstæð-
ingur Jóns Þorlákssonar árið
1908, myndi hann vafalaust hafa
sagt, að þér gætuð talað djarft
um ^piðgæðis-, mannúðar- og
uppeldismál“, því að þetta orða-
lag væri svo óákveðið, að þér
gætuð a. m. k. alltaf sloppið frá
því, með því að ganga í „spam-
aðarbandalag“.
En J. Þ. láðist að, geta eins,
þegar hann var að lýsa íhalds-
flokkunum árið 1908. Hann
gleymdi að geta þess, að sann-
leikurinn kemur æfinlega fram
um síðir. „Maðurinn frá Suður-
Ameríku“ kemur upp um þá, sem
ekki sjá „þörf breytinga eða bóta
á hag þjóðarinnar“. Þá eru
nafnaskiftin eina úrræðið.
IV.
Eg veit ekki, hvorfc þér hafið
tekið eftir því, að nafnaskiftin
á flokki yðar, eru nokkumveginn
jafn mörg og þær aðal þingkosn-
ingar, sem fram hafa farið í
landinu á sama tíma. Af hverju
haldið þér, að flokkurinn leggi
mesta stund á að dylja sig, þegar
kosningar fara í hönd? Ef yður
væri ekki málið skylt, mynduð
þér svara þeirri spurningu án
þess að taka yður umhugsunar-
frest.
Þó er annað fyrirbrigði í flokki
yðar, sem eg býst enn síður við,
að þér hafið veitt athygli, en
gjört hefir vart við sig við tvö
síðustu landskjörsframboð. Þetta
fyrirbrigði er í því fólgið, að
flokkurinn býður fram óþekkta
menn við kosningar. Um haustið
Frh. á 2. síðu.
Þegar „verkin tala“
Nl.
Hér birtast sýnishorn af upp-
dráttum, sem gjörðir era fyrir
mínniháttar býli, en til þeirra
eru veitt flest lán úr Byggingar-
og landnámssjóði. Þeir eru allir
(J. Þ.)
skúr. Verð nálægt kr. 6000,00. I
sumar verða gjörð svona hús í
Akurseli, Hróastöðum og Vestra-
Landi, allir í Norður-Þingeyjar-
sýslu og Kálfalæk í Mýrasýslu.
Akursel í Norður-þingeyjarsýslu (vesturhlið, suðurstafn).
gerðir af teiknistofu sjóðsins(Jóh.
Kr.) og einnig uppdrættimir af
sveitabæjum, sem út komu síðast.
I. myndin sýnir hús að stærð
IOV2XII álnir (innanmál), ein-
III. íhyndin sýnir noklcru
stærra hús, enda eftirsótt teikn-
ing. Stærð 9V^'X tæpar 12 al,
einlyft með rismiklu lofti og
geymslukjallara. Á aðalhæð er
Sandnes í Strandasýslu (austurstafn, suðurhlið).
lyft með lítið niðurgröfnum kjall-
ara. I kjallara er eldhús og borð-
stofa sameiginlegt, búr, þvotta-
hús og geymsla, auk fordyris og
stigagangs. Á aðalhæð baðstofa,
fordyri, rúmgott og vel bjart and-
dyri, baðstofa, hjónahús og eld-
hús, sem 6—8 manns geta borðað
í. Á lofti þrjú svefnherbergi og
geymsla. Áætlað verð kr. 9000,00.
Holtsmúli í SkagafirSi (austurstafn, suðurhlið).
tvö svefnherbergi og forstofa, en
geymsla á lofti. Til þess að draga
úr verðinu eru herbergin lítils-
háttar undir súð (vegghæð 3 al.).
í fyrra var hús í Akurseli í
(suðurstafn).
Norðurþingeyjarsýslu gjört eftir
þessum uppdrætti. Allur kostnað-
urinn, án flutninga, vai’ð nálægt
kr. 7000,00. Allir útveggir tví-
steyptir og hitun frá miðstöðvar-
eldavél. I sumar verður svona
hús gjört að Þórastöðum í
Strandasýslu.
II. mynd sýnir húsið í Sand-
nesi í Strandasýslu. Stærð 7X12
al. Það er einlyft án kjallara og
loft yfir með hálfveggjum. Niðri
er eldhús og borðstofa (sameigin-
legt), búr, „stofa“, anddyri og
fordyri. Á lofti þrjú herbergi og
rúmgóður skápur. Við norðurhlið
þess koma útihús eða geymslu-
I sumar á að byggja upp bæi eins
og uppdrátturinn sýnir: að
Holtsmúla í Skagafirði, Hálsi í
Öxnadal, Bitru við Eyjafjörð,
Sýrnesi í Suður-Þingeyjarsýslu
Ámundakot í Fljótshlíð
(suðurstafn).
og víðar. I fyrra var gjört ný-
býlishús í Fremstafelli í Suður-
Þingeyjarsýslu mjög áþekkt þess-
um uppdrætti, en talsvert minna.
IV. myndin sýnir lítið eitt
stæn-a hús en mynd III. og með
jafnmörgum herbergjum niðri, en
einu fleira á lofti. Stærð: IOI/2X
12 al. Verð um kr. 9500—
10000,00. Eftir þessum uppdrætti
og öðrum áþekkum verða gjörð
allmörg hús. Þar á meðal að
Knaramesi í Gullbringusýslu,
Norður-Reykjum í Kjósarsýslu,
Eldjárnsstöðum á Langanesi,
Túni í Flóa og sennllega að Eyri
við Fáskrúðsfjörð.
4