Tíminn - 31.05.1930, Blaðsíða 4
182
TlMINN
Hjartans þakklæti til allra sem
auðsýndu hluttekningu og sam-
úð við andlát og jarðarför Krist-
jáns B. ólafssonar frá Hænuvík
við Patreksfjörð. Sömuleiðis til
allra þeirra er heimsóttu hann á
banásænginni og vildu létta und-
ir þá þungu birði er honum var
lögð á herðar. Biðjum við góðan
guð af alhug að blessa þá alla.
Gróa Brandsdóttir.
Ólafur Pétursson.
Nýr
KelTÍQ - Ricardo - Blindungur
(carburator)
Þeir útvegsbændur sem eiga Kel-
vin-Ricardo motora, geta fengið
nýjan blöndung (carburator) gegn
kr. 48.00. Gamlir blöndungar eru
engurgreiddir með kr. 24.00. Hinn
nýi blöndungur hefir ýmsa stóra
kosti fram yfir hinn gamla.
Menn ættu að gera mér aðvart
sem fyrst.
Ólafur Einarsson
vélfræðingur
ZEISS IKON MYNDAVÉLAR.
Sportvöruhús Reykjavikur.
Hlliinisiílllii
Á Kárastöðum (næsta bæ við Þingvelli) verða hestar
teknir til geymslu í góðar girðingar. Má fá sérgirðingu fyrir
100—200 hesta. Pantanir þurfa að vera komnar fyrir 15. júní.
Gjald: 1 króna fyrir hestinn yfir sólarhringinn.
dvuntuspennur og svuntuhnappar
Sent út um land gegn póstkrðfu.
Jón Sigmundsson, gullsmiður
Sími 383. — Laugaveg 8.
Einar Halldorsson
Kárastöðum (Landsímastöð)
Undravélin
Kelvin - Rieardo
fer nú sigurför um allan heiminn.
Hljóðfæri
Ef leið yðar liggur um Reykjavík, þá kynnið yður af
eigin reynslu bestu tegundir hljóðfæra.
piano og flygel eru best. Brasted piano, góð, mjög ódýr, afar
útbreidd, enda þægilegt að eignast þau. Níendorf piano eru ágæt.
Lindholm orgelin
sórstaklega falleg og vönduð, enda
Lindholm verksmiðjan, af mörgum
talin bezt í þeirri grein í Evrópu.
His Masters Voice
grammófónar og plötur ávalt fyrir-
.liggjandi ásamt öðrum ódýrari teg
undum, (sennilega mesta úrval af
grammóf ónsplötum).
Fiðlur, gitarar, flautur, munnhörp-
ur, orgelstólar, nótnahyllur o. fl. o. fl. Nótur allskonar.
Verzlunin hefir frá byrjun kappkostað að selja góðar
vörur (hljóðfæri og annað) enda notið fyllsta trausts,
Kynnið yður verzlunina. Biðjið um verðlista.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar á hljóðfærum.
Vörur sendar um al t land.
Bankastræti Sími 311.
(Áður verslunin L. G. Lúðvígsson).
Þér, sem heimsækið höfuðborgina
um alþingishátíðina, munið eftir að beztu kaupin á öllum
fatnaði gerið þér í Fatabúdinni.
Ávalt fyrirliggjandi griðarstórf úrval af:
Karlmannafötum, bláum og mislitum, unglingatötum,
rykfrökkum fyrir konur og karla, sumarkápum, kjólum
peysum allskonar, reiðjökkum, sportbuxum og sport-
sokkum, stökum buxum, ljósum og dökkum, skyrtum
og öllum nærtatnadi o. m. íl.
Ennfremur: metravara ýmiskonar, smávara, fiður,
og dúnn.
Verzlið þar, sem þér táið mest og bezt tyrir
minnsta peninga.
Fatabúðin
Hafnarstræti 16. Reykjavík Skólavörðustíg 21.
lánveitingar til einyrkjabýla og
smástílaðrar ræktunar muni svara
kröfum framtíðai'innar um bú-
skap á Islandi, — hvort fram-
tíðarleiðin verður ekki einmitt sú,
að veita fjármagninu til jarð-
yrkju í stórum stíl, þ. e. a. s. til
samyrkjabyggða, sem verði þá
ýmist rekin á samvinnugrund-
velli eða sem ríkisbú, en um -hitt
verður ekki deilt, að viturlegasta
ráðið til að innleiða hugmyndina
um alyíirtækar endurbætur á bú-
skap landsmanna eru þessi byrj-
unarlög um Byggingar- og land-
námssjóð, — og það engu síður
fyrir því, þótt sumt í þeim lög-
um komi mér persónulega all-
rómantískt fyrir sjónir. Hinsveg-
ar er frumvarpið um lánveiting-
ar til fyrirmyndarbúa, er fram
kom, en náði að vísu ekki fram
að ganga á síðasta Alþingi, óræk-
ur vottur um þann þroska, sem
hugmyndirnar um endurbætur á
búskap landsmanna taka ár frá
ári í hugum löggjafa vorra. Því
verður ekki neitað, að lög þessi
um Byggingar- og landnámssjóð
hafa óumræðilega mikla þýðingu
í bili sem bráðabirgðalausn á
vandamálum sveitanna. En full-
komin endurreisn sveitanna hlýt-
ur að haldast í hendur við stjórn-
málaþroska og aukinn félagsleg-
an skilning sveitamanna. Bygg-
ingar- og landnámssjóðurinn hef-
ir þannig gildi sem siðferðilegt
tákn, uppörvun frá hendi hins
opinbera, fullvissun þess, að
bóndanum er nú óhræddum óhætt
að hefjast handa með því ríkið
sjálft stendur með honum og á
bak við hann í viðleitni hans. —
Það, blés ekki alténd byrlega fyrir
þessu merkilega landbúnaðar-
frumvarpi framan af fremur en
sundhallannálinu. Einn reykvísk-
ui- íhaldskaupmaður á Alþingi,
Jón Þorláksson, barðist ósleitilega
gegn því, og áleit að með slíkum
stuðningi til handa búnaðinum
væri verið að gera bændum að
ölmusumönnum, — en eins og
fyrri daginn rann upp ljósið fyrir
íhaldinu um þetta mál sem önnur,
þegar það sá sér til óvænna, og
þorir nú enginn lengur á móti að
mæla.
Þetta tvent markar sem sagt
aðallínurnar í stjórnmálaferli J.
J.: í fyrsta lagi umhyggja hans
fyrir menntun þjóðarinnar, sem
varla hefir átt sinn líka hjá nein-
um íslenzkum stjórnmálamanni
fyr, og í öðru lagi umhyggjan
fyrir ræktun landsins og viðgangi
sveitanna. En maðurinn hefir
framúrskarandi glöggt auga fyrir
hinu hagnýta jafnt í smærri at-
riðum sem stærri. Nægir t. d. að
benda á hvernig hann snýr upp
í iðjuhæli fyrir vandræðamenn
hálfbygðum spítala, sem sett
hafði fátækan hrepp skamt frá
Reykjavík í bobba, og leysir
þannig um leið með glæsilegum
hætti úr vandanum um niðursetn-
ingu afbrotamanna, sem jafnvel
íhaldsmenn voru famir að koma
á auga, þótt þeir kynnu þar engin
úrræði, og gætu ekki framkvæmt
refsingar á sakamönnum um sína
stjómartíð, létu suma ganga
lausa, en borguðu undir aðra á
spítölum. Ennfremur má iðjuhæli
það, sem J. J. lét gjöra á Eyrar-
bakka, teljast athyglisverð ný-
breytni í fyrirkomulagi refsivist-
ar, svo að óvíða á byggðu bóli
mun ríki geta fram vísað jafn
mannúðarlegri meðferð á afbrota-
mönnum. Ekki er heldur úr vegi
að nefna snjóbílinn, sem J. J. lét
kaupa, en íhaldið barðist mest á
móti, þótt það vilji eigna sér
heiðurinn af honum nú, eftir að
útséð er, hve vel hann hefur
heppnast. Strandferðaskip hefir
verið gjört með kælirúmi fyrir
tilstilli J. J., svo að afurðir kæm-
ust nýjar á markað, Arnarhvoll
hefir verið byggður svo að ríkið
þyrfti ekki að sæta okurleigu fyr-
ir opinberar skrifstofur hjá ein-
stökum mönnum í bænum o. s.
frv., o. s. frv. Þannig mætti lengi
telja atriði, sem bera vott um
hina ágætu ráðsmannshæfileika
Jönasar Jónssonar síðan hann
gjörðist einn af aðalframkvæmd-
arstjórum þess efnilega miljóna-
fyrirtækis, sem nefnt er íslenzka
ríkið.
Þeir, sem þekkja manninn per-
sónulega undrast þetta ekki. Gáf-
ur hans eru í senn skarpar og
l'jölhæfar. Hann þekkir þjóð sína
út og inn, hann er „dús“ við ann-
anhvem mann á landinu, hann
veit um málefni svo að segja
hvers manns bæði opinber og per-
sónuleg og menn af fjarlægum
landshornum koma til hans til
þess að leita ráða jafnvel í einka-
málum. Um hann má segja, að
hann komi öllum mönnum til
nokkurs þroska. Hús hans stend-
ur seint og snemma opið fyrir
gestum og gangandi, — menn af
öllum stéttum, öllum landshorn-
um, allra hugsdnlegra erinda;
hann lifir og hrærist í þjóðinni,
þjóðin í honum. Hann er ráðholl-
ur með afbrigðum, mannþekking
lians ótæmandi, hvers manns
hugljúfi, tryggð hans og vinfesta
slík, að hún hefir ósjaldan verið
lögð honum til lasts. í samtali
verður vart hjá honum einkenni-
legrar ofurgnóttar hugmynda,
eitt málefnið rekur annað, — í
orðasennu sýnast jafnan ciö
sverð á lofti hjá honu'm. nm þótt
hann virðist stundum hafa undra-
margt á hraðbergi í senn, þá er
fáum manni lagið að tæma um-
ræðuefni gersamlega á jafn-
skömmum tíma með þvá að kasta
úr ýmsum áttum í senn ljósum
á kjama málsins. I æsku hefir
hann aflað ágætrar þekkingar og
hefir ljósar og staðgóðar skoðan-
ir á ýmsum greinum menningar,
vel lesinn í bókmenntum og heim-
speki, þaulkunnugur íslenzkum
skáldskap, en af listum er hann
sérstaklega elskur að málaralist
og bygginga og hefir reynst
mörgum listamanni haukur í
horni. Tungumálamaður er hann
góður, emkum orðlagður frönsku-
maður. J. J. hefir haft ágæta
rithöfundarhæfileika til að bera,
það sýna ýmsar ritgerðir hans í
Skinfaxa fi’á fyrri árum, Islands-
saga hans og síðast en ekki síst
margar hinar pólitísku ritgerðir,
sem eftir haim liggja 1 Tímanum.
Margai’ þessara ritgerða hafa
ekki alllítið bókmenntalegt gildi,
enda þótt engin eða jafnvel and-
stæð afstaða sé tekin til þess,
sem þær bera fram. Er skemst að
minnast greinar hans „Stóra
bomban“, sem hann skrifaði með
sótthita á nokkrum klukkutímum,
er kallast má með sanni eitt hið
glæsilegasta skilríki úr sögu ís-
lenzkrar blaðamennsku. Hin óbil-
uga sannfæring hans um rétt-
mæti málstaðar síns er einkenni,
stm hann hefir umfram flesta
pólitíska rithöfunda. Þegar ég
segi, að Jónas Jónsson sjái lengi-a
og hugsi hærra en sá flokkur,
sem stendur að baki hans, þá
þykist ég hvorugum gera lágt
undir höfði. Kanski er himi póli-
tíski þroski Framsóknarmannanna
jafnvel meiri heldur en sann-
gjarnt væri að búast við, þegar
á allt er litið. Þeir hafa a. m. k.
borið gæfu til að hlíta góðum
foringja.
Bergen, 6. maí 1930.
Halldór Kiljan Laxness.