Tíminn - 31.05.1930, Page 2

Tíminn - 31.05.1930, Page 2
180 TÍMINN V. myndin er af húsi á fremur litlu býli og mikið eftirsótt. Stærð 9X9 al. einlyft með kjallara og lofti. Baðstofan er 514X9 al., en þannig fyrirkomið að skipta má í tvent. Eldhúsið er lítið, og ,eitt svefnherbergi og geymsla á lofti. í kjallara er geymsla og þvotta- hús og eldhús ásamt borðstofu getur verið þar ef henta þykir. Verð um kr. 7500,00. — I fyrra voru gerð hús áþekk þessu að Amstapa og Litlutjöm í Suður- Þingeyjarsýslu, Klifskaga í Öxar- firði, Ámundakoti í Fljótshlíð og Álfadal í Vestur-ísafjarðarsýslu. I sumar er ákveðið að gjöra hús eftir þessum uppdrætti á eftir- töldum stöðum: I Snæfellsnes- sýslu: Hofgörðum (nýbýli), Syðra-Lágafelli og Hrísum.Ámes- sýsla: Syðra-Seli og Syðri-Gegnis- hólum. Rangárvallasýsla: Bjálm- holti og Háarima. Einnig Stóru- Hvalsá í Strandasýslu. 1 Krums- hólum í Mýrasýslu, Bjarteyjar- sandi og Hrafnabjörgum í Borg- arfjarðarsýslu. — Stærð allra húsanna er miðuð við innanmál og verðið er miðað við að húsin séu vönduð og fullgjörð, en að- flutningurinn er ekki reiknaður. Lán úr Byggingar- og landnáms- sjóði getur numið allt að 3/4 hlutum af nefndum kostnaði. Frh. af „opnu bréíi“ á 1. síðu. 1926 bauð íhaldsflokkurinn fram Jónas Kristjánsson lækni á Sauð- árkróki. Aldrei hafði heyrst neitt um það áður eða hefir heyrst síðar, að J. Kr. bæri neitf veru- legt skyn á stjómmál. En hann var auðvitað ekki heldur kirnnur að því, utan sveitar sinnar, að hafa gjört neitt sérstakt ógagn í opinberum málum. Hitt var flokksforingjunum kunnugt um, að J. Kr. var skráður félagi í Góð templarareglunni. J. Kr. notaði þá bindindismálið eins og þér notið trúmálin nú til þess að afla lista sínum fylgis. En þegar á þing kom daufheyrðist J. Kr. við málum bindindismannanna, svo lengi, sem flokksmenn hans fóru fram á það við hann. Síðastliðið ár var, eins og yður er kunnugt, mikið um það talað, hvernig listi íhaldsflokksins myndi verða skipaður nú við landskjörið. Þrír menn voru eink- um til nefndir sem líklegir til að skipa þar efsta sæti, þeir Þórar- inn Jónsson bóndi á Hjaltabakka, Jón Ölafsson og Ólafur Thors. Þórarinn mun síst hafa komið til greina, af því að mestur hlutinn af kjörfylgi flokksins er í kaup- stöðum, en erfitt að fá þann hluta til að kjósa Þ. J. af því að hann er bóndi, þó að hann hinS- vegar oítast hafi stutt málstað flokksins ótrauðlega. Jón Ólafsson þótti um tíma líklegastur, bæði sökum áhrifa sinna hér í Reykjar vík og ekki síður vegna þess samnings, sem gjörður var við Jakob Möller, þegar nafnskiptin fóru fram vorið 1928. En sá samningur var, eins og þér vitið, á þá leið, að íhaldsflokkurinn skyldi styðja Jakob Möller til þingmennsku í Reykjavík. En það var því aðeins hægt að annar núverandi fulltrúi flokksins viki fyrir honum, og helzt framkvæm- anlegt á þann hátt, að Jón Ólafs- son yrði boðinn fram við lands- kjör í efsta sæti. En á móti framboði Jóns Ólafs- sonar munu hafa verið færðar nokkuð svipaðar ástæður, og framboði Þórarins á Hjaltabakka. Það hefir komið fram á sumum undanförnum þingum, að J. Ó. hefir virzt hlynntari ýmsum land- búnaðarmálum Framsóknarmanna en góðu hófi þykir gegna í íhalds- flokknum. En hitt hefir þó lík- lega riðið baggamuninn, að J. Ó. vildi ekki greiða atkvæði á sama hátt og flokksbræður hans í bankamálinu í vetur. Að þessu athuguðu, hefði auð- vitað verið lang eðlilegast, að flokkurinn hefði boðið fram ólaf Thors í efsta sæti á lista sínum. Ó. Th. er nú sá maður, sem einna helzt mætti teljast foringi flokks- ins, hefir verið sendur til fundar- halda víða um land á undanförn- um árum og lagt ríflega fram fé í kosningastarfsemi flokksins. Þar að auki á líklega enginn einn maður í landinu eins mikilla per- sónulegra hagsmuna að gæta og hann með tilliti til löggjafarinn- ar, þar sem hann veitir forstöðu stærsta einkafyrirtæki landsins, Kveldúlfi. En eftir að1 Ólafur var búinn að sýna sig á fundum víðsvegar um land og framkoma hans í þinginu var nokkumveginn kunn orðin, þótti slík ráðstöfun ekki hyggileg. Flokknum varð það þá ljóst, að þessi maður var allt of þekktur íhaldsmaður, til þess að vogandi væri að leggja hann og málefni hans undir dóm þjóðar- innar. Þá var sama ráð upp tekið og haustið 1926. Pétur Magnússon var settur í efsta sæti, af því að flokkurinn treysti því, að hann væri álíka óþekktur í stjórnmál- um og Jónas Kristjánsson. Ingi- björn H. Bjamason var lögð til hliðar, mjög móti hennar eigin vilja, af því að hún átti átta ára þingreynslu að baki og hafði al- drei komið fram neinu nýtilegu máli, en hinsvegar unnið sér mjög til óhelgi hjá konum lands- ins með þvi að standa á móti hús- mæðrafræðslunni. Þér voruð tekn- ar í hennar stað, af því að þér voruð óþekktar í stjórnmálum, en 1. H. B. látin trúa því, að hún ætti að fá þingsæti í Reykjavík, sem líklega verður þó ekki efnt. En að I. H. B. hafi haft einhverj- ar vonir í þessu efni, má ráða af orðum hennar í efri deild rétt íyrir þinglokin, þar sem hún lét í veðri vaka, að hún myndi einn ig í framtíðinni fá tækifæri til að „mæta“ Framsóknarflokknum á Alþingi. Hin ótrúlega tíðu nafnaskipti íhaldsflokksins og framboðin við tvö síðustu landskjör era ekkert annað en tvær hliðar á sama fyrirbrigði, að dyljast. 1 skjóli mismunandi flokksheita og í skjóli fáskiptinna meðalmenna eins og yðar eða Jónasar Krist- jánssonar, standa bakhjarlar íhaldsflokksins, sem eru sjálfum sér meðvitandi um aðstöðu sína og tilgang í stjórnmálabarátt- unni. Á bak við brjóstvöm hinna óþekktu vega mennirnir „sem eru ánægðir með sinn hag“, að fram- faramálum þjóðfélagsins og for- vígismönnum þeirra. Höndin sjálf er dulin, svo að enginn vití, hvað- an lögin koma. Bindindismál eða trúmál eru notuð til að byrgja út- sýnið á vettvangi þjóðmálabar- áttunnar. íhaldsmennimir eru og hafa verið þokulýðurinn í íslenzk- um stjómmálum. V. Þrennt er það í fortíð yðar, sem mér skilst, að þér teljið með- mæli með yður til þingmennsku: að þér hafið „hlustað á mál manna um stjórnmál", að faðir yðar hafi verið al- þingismaður og Kosningaskrifstofa Frain sóknarflokksins er í húsi Búnaðarfélags Islands víð Lækjargötu. Sími 800. Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur alm. landsmálafund á Brúarlandi í Mosfellssveit laugar- daginn 7. júní n. k. kl. 1 e. h. og á Reynivöllum í Kjós mánudag- inn 9. júní n. k.kl. 3 e. h. Umræðuefni: Landskjörið. Frambjóðendum við landskjörið og þingmönnum Gullbringu- og Kjósarsýslu er sérstaklega boðið að mæta á fundum þessum. FÉLAGSSTJÓRNIN. * að þér njótið meira trausts sem fátækrafulltrúi en ég sé líklegur tii að hafa áunnið mér, þegar ég er kominn á yðar aldur! Allar þessar ástæður virðast mér fremur veigalitlar. Fyrstu ástæðuna hefi ég minnst á framar í bréfinu. Um aðra ástæðuna get ég sagt yður það,að eg hefi enga trú á aðvelja menn til þingsetu eftir ættemi. I þriðju ástæðunni felst raunar dálítið hrós um mig, en hvergi nærri nóg til þess að sanna þing- mennskuhæfileika yðar. Bréf mitt í síðasta tbl. Tímans, virðist hafa orðið til þess að þér hafið nú reynt að gjöra yður dá- litla grein fyrir því, hvaða er- indi þér kynnuð að eiga út í ís- lenzk stjómmál. Þér segist vera á móti prestafækkun. Um það at- riði hafa oft verið talsvert skift- ar skoðanir, því að ýmsir hafa haldið því fram, að framfarir í samgöngum ættu m. a. að hafa í för með sér spamað á starfs- mannalaunum. I öðru lagi segist þér vera „mótfallin því, að nokk- ur fátæklingur sé fluttur nauðug- ur á sína sveit“. Yður láist að skýra frá því um leið hvernig þér hugsið yður, að komið verði í veg fyrir fátækraflutninginn. Og öðru hafið þér líklega ekkert tekið eftir, nl. því, að flokkur yð- ar (t. d. Magnús Guðmundsson) hefir verið ákaflega „mótfallinn" því, að þessum fátækraflutningi yrði hætt! En meginkjarninn í „stefnu- skrá“ þeirri, sem þér nú hafið gefið, fyrir minn atbeina, er þessi: Þér viljið láta „bæta að stór- um mun kjör munaðarleysingja, svo sem barna, bágstaddra mæðra og gamalmenna; sömuleiðis auka til muna hagnýta fræðslu ungl- inga, og stuðla að því eftir megni, að skólafólkið venjist við iðju- semi og nýtni og læri að bera virðingu fyrir vinnunni og vinnu- fólkinu“*). En hér farið þér eins og áður fram hjá öllu því sem máli skift- ir, nl. því, á hvem hátt þér ætlið að koma allri þessari óljósu „stefnuskrá" í framkvæmd. — Hveraig ætlið þér að bæta kjör munaðarleysingja og bágstaddra mæðra? Ætlið þér t. d. að gjöra það með því að láta lækka barns- meðlögin í Reykjavík eins og flokkur yðar í bæjarstjórninni vildi gjöra fyrir nokkra síðan? Þér viljið auka hagnýta fræðslu í skólunum. En er yður kunnugt um það, að J. J. ráðherra, efsti ') Með orðinu „vinnufólk" eigið þér sjálfsagt við það fólk yfirleitt, sem leysir störf af hendi. í sveitum landsins hefir þetta orð aðra og þrengri merkingu. þessi meinlausa misnotkun yðar á algengu orði í sveitamáli, gefur bendingu um, að nokkuð langt sé liðið, síðan þér „krupuð fyrir framan hlóðirnar" og fai'ið að fyrnast yfir minningarnar frá þeim dögum. Starf og stefna Jónasar Jónssonar frá HrifJu Hr. ritstjóri! Þér sögðuð við mig áður en ég íbr, að það væri nógu gaman, ef ég vildi gera einhversstaðar nokkru nánari grein fyrir þeim skoðunum mínum um Jónas Jóns- son frá Hriflu, sem ég fann mig knúðan til að láta í ljós út af hinu viðurstyggilega hneykslis- máli geðveikralæknisins í vetur, sem leið. Ég hefi reyndar oft ver- ið að hugsa um að gera þetta, því saga Jónasar frá Hriflu hing- að til er fyrir ýmsra hluta sakir svo skemmtileg, að það fer ekki hjá því, að hún skírskoti til hins skáldlega skilningarvits hjá manni jafnvel þótt hinn pólitiski staður hennar væri látinn liggja alveg á milli hluta. Við þekkjum öll æfintýrið um karlssoninn úr kotinu, sem hefir ekkert upp á að hlaupa annað en sitt eigið hyggjuvit og á engu að tapa, en allt að vinna í baráttu sinni við Rauð ráðgjafa, tröll, forynjur og önnur fjölkunnug meinvætti, en þar kemur þó sögu, að hann stendur á því þingi, sem féndur hans allir verða sér til athlægis og hann gengur af hólmi með pálmann í höndunum, — að ó- gleymdri hylli kóngsdótturinnar. Þannig hljóðar enn í dag sagan um hina beztu menn. Þeir eru upprunnir úr einhverjum litlum og ókunnum húsum, sem standa við sjaldfama leið, komnir af smáu foreldri og enginn kannast við ætt þeirra, þeir leggja af stað út í heiminn, líkt og nafn- lausir, með tvær hendur tómar, enginn hefir ástæðu til að hafa neina trú á hæfileikum þeirra og enginn hefir áhuga fyrir því, sem þeir ætla að segja eða gera. Við höfum öll svo margt merkilegt að sýsla og megum ekki vera að skifta okkur af svoleiðis. En þeg- ar minst varir, þá er einmitt pilturinn, sem vér höfðum allra sizt tíma til að taka eftir eða skifta okkur af, ekki aðeins bú- inn að skáka aftur fyrir sig þeim af jafnöldrum sínum, sem mest áttu af heimafengnum hlunnindum og allar leiðir virt- ust færar til vegs og gengis, heldur jafnvel einnig hinum, sem haldnir vóru heims hjá þjóð höfðingjarnir mestir, — það er alt í einu farið að tala um þessa síðastnefndu með léttúð hjá þjóð- inni og enginn væntir sér fram- ar neins af þeim, — það er leit- að til piltsins úr kotinu. Þetta er í rauninni sagan um „framtak einstaklingsins“, — að vísu ekki í hinni algengu auðvaldsmerk- ingu eins og það er t. d. notað hjá Morgunblaðinu, þar sem framtak einstaklingsins er að- eins álitið lofsverður hæfileiki til þess að kreista peninga út úr saklausum almenningi með ein- hverskonar ,snuðiríi‘ heldur fram- tak einstaklingsins til þess að halda á málum annesjabóndans og dalamannsins, þannig, að bjartara verði og hlýrra á mörg- um óþektum heimilum, hjá ó- nafngreindu fólki í fjarlægum landshlutum. Þannig er að jafn- aði sagan um hina beztu og merkustu menn hverrar kynslóð- ar. Eg hefi þá trú, að þannig verði einhverntíma sögð sagan af Jónasi Jónssyni. Þegar sjálfstæðisbaráttunni lýkur, — og allir vita, að henni er lokið, engu síður þótt nokkrir fjárplógsmenn, sem gefa út blöð í Reykjavík, séu með allskonar apakattagangi að reyna að telja þ.jóðinni trú um hið gagnstæða í þeim tilgangi að draga hug henn- ar frá þeim hlutum, sem máli skifta í landinu. eins og til dæm- is því, hvað þeir hinir sömu era óendanlega leiðinlegir og pirrandi, — þá byrjar framsóknarstarfið heima fyrir. Herinn leitar heim aftur úr sigursælu stríði og tekur að beita kröftum sínum á verk- efni, sem hafa heðið óleyst inn- anlands. Nú fyrst geta menn með góðri samvizku gengið til starfs heima fyrir, þegar þeir hafa gengið úr skugga um að landið er þeirra eigið. Og menn sjá að heima bíða ógróin tún, illa hýstir bæir, óræktað land, — óræktuð þjóð, kraftamir mókandi í skipu- lagsleysi. Til þess að reisa landið úr rústum þarf ný átök, nýjar aðferðir og herbrögð, nýtt lið, nýja foringja. I sjálfstæðishem- um, þar sem barizt var um rétt- arhugtök, lagasetningar og grund- vallaratriði, bar auðvitað mest á embættismönnum, lærdómsmönn- um ýmsra tegunda og kaupstaða- búum uppöldum ýmist í Reykja- vík eða Kaupmannahöfn og mentuðum í yfirstéttaskólum, inenn, sem löngu voru komnir út úr takti við æðaslög sveitalífsins. En þegar viðreisnarstarfsemin hefst innanlands sem einskonar rökrétt framhald sigursællar sjálfstæðisbaráttu, þá sker hún einkum upp herör í fjarsveitun- um. Hinir nýju menn viðreisnar- innar eru flestir norðan úr Eyja- firði eða Þingeyjarsýslu og andi uppsveitanna er þeim runninn í merg og bein. Það eru ungir sveitamenn, sem aldrei glötuðu í sjálfstæðisbuldrinu hæfileikanum til að sjá fegurð túnanna og skilja þýðingu sveitalífsins. Utan um hinar margvislegu viðreisnar- hugmyndir sveitanna myndast um þetta leyti stjórnmálaflokkur með ákveðinni stefnuskrá og starfsgrundvelli, og þessi flokkur, sem heita má beint áframhald á frelsisbaráttu þjóðarinnar, hinn svokallaði Framsóknarflokkur, verður nú hið pólitíska inntak þess tímabils, sem við tekur, þeg- ar sjálfstæðisþættinum er lokið. Um það skal ekki rætt á þessum blöðum, að hverju leyti Fram- sóknarflokkurinn nái skammt sem umbótaflokkur að dómi þess, sem hér skrifar, né hitt, hve æskilegt hefði verið, að hann hefði samið sig betur að siðum alþýðlegra umbótaflokka erlendis, sem eiga eins og hann undir högg að sækja hjá óþjóðlegu og kald- rifjuðu verzlunarvaldi, en þess að vænta, að samstarf hans við jafnaðarstefnuna og verklýðs- hreyfingarnar eigi eftir að auðga hann að skýrari og stórbrotnari sjónarmiðum í framtíðinni. Meðal margra ágætismanna, sem mega heita merkisberar þess tímabils, þá á eg þess von, að framtíðin verði mér samdóma um það, að fáa hafi borið jafn- hátt og Jónas Jónsson frá Hriflu. Það er enginn efi á því, að hann er hinn sterkasti persónuleiki þessa tímabils. Hann hefir það umfram marga flokksbræður sína, að hafa á unga aldri sótt menntun sína jöfnum höndum út fyrir landsteinana, en þar skilur á milli hans og sjálfstæðishetj- anna gömlu, að hann hefir hvorki fengið uppeldi sitt í yfirstéttar- skólum í Reykjavík og Kaup- mannahöfn, heldur auk hinnar heimafengnu þjóðlegu menntun- ar, einkum sótt áhrif sín í lifandi þjóðlíf stærri og fjarlægari landa. Hann kemur sem sagt upphaf- lega af fátækum smábæ, sem fá- ir höfðu heyrt nefndan fyr, norður í Þingeyjarsýslu, brýst á- fram til náms á Gagnfræðaskól- anum á Akureyri, fer síðan utan, fyrst til Norðurlanda, en dvelur síðan í Þýzkalandi, Frakklandi,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.