Tíminn - 01.08.1930, Blaðsíða 4
TlMINN
3*
Hjalmar lándroth: Island,
motsatsemas 8. Hugo Gebers
Förlag, Stockholm 1930.
Bók þessi mun vera eitt af því
merkilegasta, sem ritað hefir verið
um ísland á erlendum málum í.til-
efni af Alþingishátíðinni. Höfundur-
inn er málfræðingur og háskóla-
kennari i Gautaborg í Svíþjóð, og
dvaldi um hríð hér á landi árið 1926.
Rit þetta er að stærð 240 bls. i
stóru 4 blaða broti. það sem fyrst
v.ekur athygli við skjótan yfirlestur,
er, hversu miklu og fjölbreytilegu
efni höf. hefir komið fyrir í bók,
ekki. stærri, og í öðru lagi, hversu
fróður hann er um ýmislegt það, sem
mönnum ósjaldan sést yfir í fram-
anda landi. En mest af efninu hefir
hann auðvitað úr bókum, innlendum
og erlendum, og eftir frásögnum ís-
lenzkra manna, og er sumra þeirra
getið í formála ritsins. En heimild-
irnar eru sýnilega notaðar með
gætni og um deilumál dagsins talar
höf. varlega, vafalaust í góðum til-
gangi, en ekki hefði þó þurft að
væna hann um hlutdrægni, þó að
hann t. d. hefði skýrt frá samvinnu-
félagsskapnum hér og áhrifum hans
eitthvað nánar en gjört er í bókinni,
og þvi fremur ástæða til þess sem
Svíar eru flestum öðrum þjóðum á-
hugasamari um samvinnumál.
Ritið er handbók um íslenzkt þjóð-
líf og menningu, skemmtilegt af-
lestrar, þó að miklu eíni só þar sam-
an þjappað. Yfirleitt kennir mikillar
velvildar í garð íslendinga og hinu
þó eigi leynt, sem betur mætti fara.
En orð þeirra manna, sem segja
kost og löst á landinu, mega vera
oss íslendingum kærkomnust og
stórum þarfari en lygilegt oflof, sem
ýmsir erlendir ferðalangar hafa sett
saman um landið handa æfintýra-
þyrstu fólki, sem ímyndar sér að
ennþá búi hér sömu mennirnir og
i'yrir þúsund árum.
Bókinni er skipt í þrjá hluta:
þjóðin.
Verkleg menning.
Andleg menning.
og hverjum hluta i smákafla, en
nánari sundurgreining efnisins í
upphafi hvers kafla, handhæg ferða-
mönnum, sem óska upplýsinga um
einstök atriði. í bókinni eru um 50
myndir, efninu til skýringar, ásamt
korti af landinu.
Fyrir íslendinga hefir bókin vitan-
lega iítið fræðslugildi, enda ekki til
þess ætlast, en þeir sem skilja
sænsku og hafa gaman af að vita,
hvernig landið og þjóðin lita út í
augum menntaðra útlendinga, geta
liaft af henni gagn og ánægju.
í augum próf. Lindroth er ísland
nútímans, eins og heiti bókarinnar
ber með sér, fyrst og fremst „land
andstæðnanna", þar sem gömul og
ný menning og lífsskilyrði togast á,
þar sem fornöldin og nútíminn lifa
hlið við hlið. Út frá þessu sjónar-
miði er öll framsetning bókarinnar.
Bókin er eins og áður er fram
tekið lýsing á menningu og lifnað-
arháttum íslendinga. Landfræðilegt
eða sögulegt yfirlit er hún ekki
nema að litlu leyti.
í stuttu en skýru máli er því lýst.
sem setur svip á landið í augum
útlendingsins. En skifting efnisins í
kafla, er á þessa leið:
þjóðin, þjóðbúningamir, Sveitabæ-
irnir, Lífið á íslenzkum sveitabæ,
Samgöngumar, Sjávarútvegurinn,
Heilbrigðismál, Vín og bindindi, f-
þróttir, leikar og dans, Menntun,
skólar og vísindi, Hljómlist, Leiklist
,og myndlist, Tungan, Nútíminn og
fornminjarnar, Bókmenntirnar, auk
inngangs og yfirlitskafla um andlega
menrþngu íslendinga, í upphafi þess
hlut.a bókarinnar, sem um hana
fjallar.
Nokkrar minnaháttar villur hafa
slæðst inn í ritið, en ekki svo að
verulegar skemmdir séu að. þannig
hefir höf. misskilið orðið samskólí í
sambandi við atkvæðagreiðsluna um
skólamálið í Rangárvallasýslu haust-
ið 1926 og heldur, að þar sé átt
við skóla, þar sem piltar og stúlkur
stunda qám saman. Er sá misskiln-
ingur ekki ámæiisverður hjá útlend-
ingi, sem hefir orðið að nota „ísa-
fold“ fyrir heimild! eins og próf.
Lindroth segist hafa gjört.
En slíkir smágallar hverfa alveg
fyrir hinu sem vel er gjört. Má þar
af handahófi nefna kaflann um
tunguna, og mun leitun á jafn
glöggri og skemmtilegri mállýsingu
á tæpum 30 blaðsíðum.
Bók próf. Lindroth um ísland er
eitt af mörgum dæmum þeirrar vel-
\ildar og samúðar, sem komið hefir
fram hjá Svíum í garð vor íslend-
inga, og þá eigi síst nú nýlega á
þúsund ára afmæli Alþingis. En slík
rit á erlendum málum, sem breiða
út sannar frásagnir um land og þjóð,
eru oss að ómetanlegu gagni.
Hafi próf. Lindroth þökk fyrir þann
vinargreiða, sem hann hefir gjört oss
íslendingum.
Eimreiðin,
XXXVI. ár, 2. hefti.
Efni: „Boðberar ódauðleikakenn-
ingarinnar", eftir Einar H. Kvaran,
„Skíðaför i Alpafjöllum", eftir Guð-
mund Einarsson, „þjóðskipulag og
þingræði", eftir Gísla Sveinsson,
„þjóðabandalagið tíu ára“, eftir rit-
stjórann, „Og lotusblómið angar",
saga eftir Halldór Kiljan Laxness,
grein um Bayard Taylor, eftir Rieh-
ard Beck, „Kjördæmaskipunin“, eftir
Jónas Guðmundssori, Minnispening-
arnir 1930 (með myndum), Thomas
Goulson: Rauða dansmærin (sönn
saga frá ófriðarárunum, kvæði, fróð-
leilcsmolar, ritdómar o. fl.
Litla tímaritið,
II. ár, 1. hefti.
Efni: Saga svinsins, eftir rúss-
neska skáldið Doroshevitsch, bráð-
fyndin ádeila um svínið, sem varð
að manni, lærði að tala og komst til
metorða og naut vinsælda til dauða-
dags, Jólakvöld, smásaga eftir belg-
iska skáldið Baekelmans, upphaf
skáldsögunnar Carmen eftir franska
skáldið Prosper Mérimée, Um ís-
lenzkan myndskurð, eftir Ágúst Sig-
urmundsson o. fl. Litla tímaritið
flytur aðallega þýddar smásögur, vel
valdar. Heftið er 64 bls. og kostar 1
krónu.
íslenzk Ijóð,
frumkvæði og þýðingar.
Reykjavik 1930.
Bók þessi er safn íslenzkra ljóða í
enskri þýðingu, og er hvorttveggja
prentað, frumtextar og þýðingar.
þýðingamar eru eftir ýmsa höfunda,
aðallega Vestur-íslendinga, þ. á m.
Vilhjálm Stefánsson norðurfara, og
mun mörgum koma á óvart að þess-
um merka vísindamanni skuli vinn-
ast tími til að leggja stund á skáld-
skap. Kvæðasafn þetta getur naum-
ast talist úrval íslenzkra ljóða. Til
þess var of fárra þýðinga völ. En í
því eru þó ýms af okkar fegurstu
og kunnustu ljóðum, svo sem „ís-
land farsælda frón“, Gunnarshólmi,
„O, guð vors lands“, Sólskríkjan,
„Norðurljós" Einars Benediktssonar o.
s. frv.
Um þýðingarnar farast próf. W. A.
Craigie svo orð í hátíðarblaði Tím-
ans:
„það væri auðvelt verk, að setja
út á ýms atriði þýðinga þessara.
Góðum skáldskap er aldrei hægt að
snúa úr einu máli í annað, án þess
að hann bíði tjón af, og einkum á
þetta við um íslenzkan skáldskap,
sem er að verulegu leyti undir form-
inu kominn. Smábreytingar á orða-
vali væru víða æskilegar, ýmist til
að fara nær frumtextanum en gjört
er ,eða til að forðast óskáldleg orð
og setningar í enskunni, og sumstað-
ar vegna ríms og bragarháttar" ...
En þó að sitthvað megi að þýð-
ingunum finna, verða þær vafalaust
til þess að vekja áhuga á íslenzkri
tungu og skáldskap meðal ensku-
mælandi þjóða, svo framarlega sem
bókin nær útbreiðslu.
þórhallur Bjamason prentari í
Iteykjavik hefir annast útgáfuna, en
Richard Bech prófessor valið kvæð-
in. Frágangur bókarinnar er óvenju-
lega vandaður og útgelanda til sóma,
og vel fór á því, að hún kom út
einmitt nú á þessu merkisári ís-
lenzku þjóðarinnar.
Finnur Jónsson: Island, fra
Sagatid til Nutid (ísland,
frá söguöld til vorra daga).
I Anledning af Altingets
Tusindaarsfest (í tilefni af
þúsund ára afmæli Alþing-
is). — Köbenhavn MCMXXX.
Rit þetta er 131 bls. að siærð, aulc
mynda, gefið út af Nordisk Forlag
(Gyldendalske Boghandel) í Kaupi
vera. Við höldum að eitthvað
hljóti að vera að honum. Þegar
næsta lag kemur hlaupum við
eins langt út og komizt verður
og erum þá á að giska 30 faðma
frá honum. Þá sé ég að þetta er
rostungur. Um það er ekki að
villast. Bæði eru rostungar ólíkir
selnum á sundinu og svo hefi ég
áður séð lifandi rostunga, á kvik-
myndum teknum í Norðurhöfum.
Þetta er ungt dýr, eða urta, við
eygjum ekki vígtennurnar. Nú
kemur útselur stór úr kafi ekki
langt frá rostungnum svo við get-
um virt þá báða fyrir okkur í
einu. Rostungurinn er miklu
þyngri á bylgjunum en selurinn
og sígur niður í hvert sinn, sem
þær ríða undir, svo aðeins sést
blásnoppan — og stundum ekki.
Þegar hann kafar ep hann niðri í
3—6 mínútur, en færir sig ekki
langt úr stað. Hann virðist hafa
einhvem pata af okkur, er for-
vitinn og færir sig til þegar við
göngum eftir fjörunni. Við horf-
um á hann fara í kaf og koma
upp aftur 12—15 sinnum; göng-
um svo heim að Görðum, því hús-
freyja er búin að hita kaffi handa
okkur. Klemens sér ekkert eftir
stundinni, sem eyðst hefir frá
.heyskapnum; þetta er sjaldgæf
sjón, sem við sáum, því rostung-
ur hefir ekki komið hingað til
lands, svo menn viti síðan 1899.
mannahöfn, en höfundurinn er hinn
alkunni fræðimaður og vinnuvíking-
ur, Finnur Jónsson prófessor. Hefir
próf. F. J. sýnilega ekki sezt í helg-
an stein, þó að hann yrði að láta af
kennslustörfum við háskólann fyrir
aldurs sakir, fyrir stuttu síðan, en
í Khöfn má enginn vera háskóla-
kennari lengur en til sjötugs aldurs.
Bókin er eins og heiti hennar ber
með sér, yfirlit um sögu íslands,
skráð á dönsku og ætlað útlending-
um, og er nafn höf. nægileg trygging
fyrir áreiðanleik efnisins. Til útgáf-
unnar er vel vandað, pappír góður
og myndir prýðilegar, enda prent-
aðar út af fyrir sig á gljápappír.
Auk mynda frá þingvöllum, má
sérstaklega nefna Ijósmynduð sýnis-
horn handrita af Hauksbók (Land-
námu), Staðarhólsbók (Grágás), Flat-
eyjarbók og Heimskringlu, ennfrem-
ur blaðsíðu úr Guðbrandarbiblíu.
Aarbog, udgivet af Dansk-
isl. Samfund, II—III, 1929—
30; Kbh. 1930.
Efni: Finnur Jónsson próf. ritar
sögu Alþingis á þjóðveldistímanum,
sr. Arne Möller um íslenzkt og
danskt lundarfar, dr. Sigfús Blóndal
um íslenzkar lausavísur, Gudmund
Schutte um áhrif íslenzku á dönsku,
Markrethe Löbner Jórgensen um llug-
ferðir á íslandi, Tryggvi Sveinbjörns-
son sendiherraritari um atvinnuvegi
og fjárhag íslendinga, sr. þórður
1 ómasson um islenzku kirkjuna og
loks koma blaða- og bókafregnir eft-
ir Sigius Blöndal og P. Severinsen.
Dansk-islenzka félagið hefir þeg-
ar geíið út fjölda rita á dönsku í
því skyni að halda uppi fræðslu um
íslenzk efni. Má þar til nefna bók
sr. Arne Möller um Passíusálma
Ilallgrims Péturssonar og þýðing á
Einokunarsögu Jóns Aðils, gjörða af
Friðrik Á. Brekkan. Félagið heldur
uppi ýmiskonar starfsemi annari til
að útbreiða fræðslu um ísland og
greiða fyrir íslendingum, sem til
Danmerkur koma, gekkst m. a. fyrir
sýningu „íslandskvikmyndarinnar"
víða í Danmörku fyrir tveim árum
síðan.
. - 1
Morgunn,
janúar—júní 1930.
Eíni: Upprisa Jesú Krists, krist-
indómurinn og sálarrannsóknirnar,
eftir Einar H. Kvaran, Hjá miðlum
í Englandi og Danmörku, eftir Aðal-
lijörgu Sigurðardóttur, Erindi eftir
Halldór Jónasson um dulrænar frá-
sagnir úr bókum mrs. Violet
Tweedale, „Nokkur atriði úr dul-
rœnni reynslu minni", eftir Guðrúnu
Guðmundsdóttur frá Berjanesi, hina
umtöluðu lækningakonu úr Vest-
mannaeyjum, „Sálfarir“, eftir Eggert
P. Briem, Ritstjórarabb o. fl. — Eru
ýmsar af greinum þessum hinar
merkilegustu, og þó einkum erindi
Einars Kvarans, sem er svar til
annars dómkirkjuprestsins í Rvík,
En oft flækjast þeir óraleiðir frá
heimkynnum sínum í norðrinu.
T. t. var rostungur drepinn fyrir
fáum árum á Vendilskaga nyrzt
á Jótlandi. En hvar skyldi þessi
enda æfi sína?
Um kvöldið rölti ég um Reynis-
hverfið, meðfram fjallinu, inn að
Suður-Hvammi og gisti þar hjá
Hallgrími bónda og konu hans,
húsfrú Áslaugu Skæringsdóttur,
sem áður var gift Markúsi Lofts-
syni í Hjörleifshöfða. Um kvöld-
ið kom Kjartan Markússon heim,
hafði hann farið á fjöru við Hjör-
leifshöfða um daginn og reiddi
flugfýlakippur með sér heim.
Morgumnn eftir gengum við í
Moldarhelli hjá Norður-Hvammi
— einn móbergshellinn enn. En
svo mikið hey var nú í hann kom-
ið að lítið sást af honum.
Síðan kom hinn frægi „vatna-
bíll“ og tók mig með í vestur-
átt. Brúin á Hafursá stóð nú á
þurru, því áin hafði breytt far-
veginum, og varð nú að velja
vöð fyrir bílinn rétt eins og hest-
ur væri og gekk það greiðlega.
Verri var Klifandi í þetta sinn og
vatnsmeiri. Við fórum sunnan við
Pétursey, framhjá Eyjarhólum.
Þar er fagurt og þar er Þorlákur,
aðalstoð og stytta íhaldsins á
þeim slóðum. En tími var enginn
til að stansa.
Það birti í lofti þegar vestar
sr. Friðriks Hallgrímssonar, og írá-
sögn frú Aðalbjargar um óskýrð fyr-
irbrigði, s.em hún var sjálf vottur að,
ljósmyndir og líkamningar, en tæp-
lega er spiritistum ávinningur í að
halda á iofti öðrum eins kynjum og
þeirri „mytologisku" andatrú, sem
íram kemur í frásögnum þeim, sem
haíðar eru eftir mrs. Tveedale.
Træk al islandsk Kirke- og
Menighedsliv i Nutiden. —
(Ýmisl.egt um kirkju- og
safnaðarlif á íslandi). Ud-
givet aí „Dansk-isl. Kirke-
sag“. — Kbh. 1930.
Rit þetta, er 106 bls. að stærð, meö
myndum og ritgjörðum eftir Jón
Heigason biskup, Sigurð Sivertsen
prófessor, sr. þorstein Briem, Jón
Helgason prentara, sr. Gunnar Árna-
son, Steingrim Benediktsson, sr. Sig-
trygg Guðlaugsson á Núpi, sr. Frið-
rik Haligrimsson og sr. Ófeig Vig-
fússon — og æíiágrip höfundanna
eítir sr. þórð Tómasson, sem séð
hefir um útgáfu bókarinnar,
De islandske Sagaer, paa
Dansk ved Selskabet til Ud-
givelse av islandske Sagaer
med Tegninger fra Island af
Johannes Lars.en. Gylden-
dalske Boghandel. Nordisk
Forlag, Kbh. MCMXXX. —
Heíte 1.
þetta er fyrsta lieftið af hinni
stóru útgáfu íslendingasagnanna i
danskri þýðingu, sem nú er á upp-
sigiingu 1 Danmörku og á að koma
út i þrem bindum á næstu tveim ár-
um. í safninu verða: Egils saga
þýdd aí Johaimes V. Jenssen, Lax-
dæia saga þýdd af Thöger Larsen,
Gunnlaugs saga ormstungu þýdd af
Knud.lljortö, Kormáks saga þýdd af
Tom Kristiusen (sem i fyrra þýddi
„lm westen niciits neues" á dönsku),
Njála þýdd af Ludvig Holstein, Eyr-
byggja þýdd aí Thöger Larsen, Viga-
Glúms saga þýdd af Hans Kyrre,
Grettis saga þýdd af Gunnari Gunn-
arssyni, Halifreðar saga vundræða-
skáids þýdd af Joliaunes Bröndum-
Nielsen, Gísla saga Súrssonar þýdd
ai' Villieim Andersen og nokkrar
minni sögur. Formálar fylgja hverju
bindi, eítir i'ithöíundana Johannes
V. Jensen, Guuuar Gunnarsson og
próí. Vilhelm Andersen. í fyrsta
lieítinu er inngangur eftir Johannes
V. Jensen, uppliaf á þýðingu Egils
sögu og landslagsmyndir frá ströndum
Noregs og Skotlands. Háskólakenn-
ararnir i norrænum fræðum við
Khainarliáskóla, dr. Bröndum-Niels-
cn og dr. Jón Helgason, vinna að út-
gáfunni það, sem að fræðimennsku
lýtur.
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Ásvallagötu 27. Sími 1245.
Prentsmiðjan Acta.
dró og Eyjafjallaskallinn gamli
var heiður. Við töfðumst í 3—4
stundir við stóru vötnin og geng-
ur þó allt vel. Hjá Teigi blður
bíllirm. Við kornhlöðuna miklu á
Sámsstöðum hitti ég Klemens
Kristjánsson. Þrátt fyrir vætutíð
stendur kornið á ökrunum með
bezta móti. Eitt vekur þó einkum
undiun mína. Nágranni Klemens-
ar, Árni bóndi á Sámsstöðum,
hefir farið að dæmi Klemensar og
sáð byggi í hátt á 6. dagsláttu.
Það er einnig ágætlega þroskað.
Árni mun vera einn af þeim
fyrstu bændum hér, sem fer að
ráði Klemensar og tekur upp
kornyrkju sem lið í túnræktinni.
Fleiri koma á eftir. Trúin á land-
ið vex jafnóðum og komið þrosk-
ast og vel sé þeim, sem ganga á
undan öðrum á þeirri slóð.
29. ág.
Ragnar Ásgeirsson.
----o-----
Talandi myndir byrjuðu kvik-
myndahúsin hér í bænum að sýna
inánudaginn 1. sept.
Kennarastöður. Freysteinn Gunnars-
son hefir verið skipaður skólastjóri
Kennaraskólans, sr. Ingimar Jónsson
skólastj. gagnfræðaskólans í Reykja-
vík og Árni Guðnason málfræðingur
kennari við sama skóla.
Aukablaðið fyrir ágústmánuð er á
eftir áætlun, vegna fjarveru ritstjór-
ans.
steinn bóndi lét fylgja okkur að
Kerlingardal, því þá var myrkt
orðið. En þaðan og til Víkur kom-
umst við með hjálp Einars
Hjaltasonar. Þaðan þarf þrívegis
að fara yfir Kerlingardalsá. En
við Einar höfum þekkst síðan
hann dró mig upp úr snjófljóði í
Vík fyrir aldarfjórðungi. Margir
hafa heyrt getið Einars Hjalta-
sonar og sem mest er um vert,
víst flestír að góðu.
Daginn eftir „visiteraði“ ég
Víkina og lagði síðan á stað á
„hestum postulanna“ yfir Reynis-
fjall, en Kristján varð eftir í
Víkinni. Dásamleg var útsýnin af
fjallinu, til austurs og vesturs og
inn til jökla. Hafði birt um stund
svo að Mýrdælingar sáu aldrei
þessu vant í heiðan himininn og
voru Reynishverfingar að bjarga
hinni bliknuðu töðu sinni. Þeir
láta ennþá rosann ráða, Mýrdæl-
ingar, og hugsa ekki um vot-
lieysgerð, þó þeir búi í einu mesta
rosahéraði landsins. Ég gekk
fremst út á fjallið og síðan niður
brekku eina afarbratta, að Görð-
um, sem er syðsti bær í hverfinu
og sá syðsti á landinu. Bæði fýsti
mig að koma þar vegna hinnar
miklu fegurðar og ennfremur til
að sjá þar hella tvo í móbergs-
klöpp, sem þar er, út við Dyr-
hólaós. Þeir eru Grænkötluhellir
0g Heyhellir og Klemens bóndi
Ámason í Görðum sýndi mér þá.
Hellar þessir eru nú mjög niður-
brotnir, Dyrhólaós hefur unnið á
þeim þegar hann hefur „verið
uppi“ — ekki haft framrás og
vatnið því hækkað mjög. En nær
Görðum benti Klemens mér á
liellisop í móberginu. Það er upp-
fyllt og hleðsla fyrir í opinu. En
nokkru frá opinu er djúp laut nið-
ur í túnið, hringmynduð. Er þar
auðsjáanlega „loftstrompur“ frá
þessum helli, sem hefir fyllst og
fallið í gleymsku. Hér er senni-
lega um helli að ræða samskonar
og hina merkilegu hella í mó-
bergsklöppunum í Rangái*valla-
eýslu, væri ef til vill fróðlegt að
grafa hann út.
Frá hellisopi þessu gengum við
Klemens niður að sjó að sjá hina
stórhrikalegu náttúrufegurð und-
ir Reynisfjalli. Þar eru stuðla-
bergsmyndanir miklar og fagrar
. og í þeim gríðarstór hellisskúti
myndaður af öldurótinu. Urðin
fremst undir fjallinu er stórkost-
leg og björgin skjálfa þegar öld-
urnar skella á. Fremst til austurs
blasa Víkurdrangar við, en Dyr-
hólaey til vesturs. — Á þriðju
bylgju frá landi sjáum við eitt-
hvað fljóta. „Skrítinn selur
þetta“, sögðum við Klemens báð-
ir í senn, því okkur varð star-
sýnt á. Hann er miklu langra upp
úr sjónum en selir eru vanir að