Tíminn - 01.08.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.08.1930, Blaðsíða 3
Brúin (Longíellow). Á brúiini ég tafði, en töldu mér tímana klukkumar. En mánann frá heiðum himni við hæstu turnana bar. Og niðri, hvar mildur máninn mynd sína ánni gaf, sýndist mér bjartur bikar berast með hægð í kaf. Hjúpað og hulið í móðu var héraðið löngu fjær, þar eldur frá glöandi ofni eirrauðum bjarma.slær. Af yiðum, sem brúnni valda, . á vatnsflötinn skuggum brá þeir flögruðu’ á ókyrrum öldum ýmist til eða frá. Við stöplana aldan æddi, útfallið með sér dró í birtuna blöð af þangi og bar út á kaldan sjó. Líkt og brimhvítar bárur byltast við stöplana hér, öldur á hugar míns hafi harmanna brotna við sker. Hve oft um andvökunætur ég aleinn á brúnni var. Hljóðúr til himins starði og hlýddi á öldurnar. Hve oft ég með óþreyju stundi, er útþráin fann sín bönd: „Ó, alda berðu mig yfir á ókunna, fagra strönd“. Ég hugleiddi ör og heitur, hve hörð var mín æfikvöl. Hélt ég mér ofraun yrði örlaga napurt böl. En nú eru sjálfs mín sorgir sokknar í gleymskudjúp. Annara angur bregður yfir mig rökkurhjúp. Ennþá, ef ber mig að brúnni, berst mér svo þýður og kær, sem andvari utan af hafi, æskunnar minninga blær. Hve ótal þeir eru margir, með áhyggjuþunga lund, sem hafa yfir brúna horfið, hvern dag frá þeirri stund. Ég sé þá nú aila í anda ofurhægt reika hjá: LFnglinga æskurjóða, aldna með hárin grá. þeir koma. Óþarfi að spyrja hváðan þeir séu, því þeir eru venjulega úr Mýrdalnum eða frá Vestmannaeyjum. En unginn er sannkallaður fýluungi. I austri, frá Vík sést Hjör- leifshöfði; út við sjó að kalla, á miðjum Mýrdalssandi. Standberg hátt að framan og austan, græn- ar hlíðar niður í sand að vestan. Ifæst uppi á höfðanum er haugur Hjörleifs Hróðmárssonar að því ér munnmælin segja. Og „Hjör- leifur lét þar gjöra skála tvo og er önnur tóftin átján faðma en önnur nítján“, segir Landnáma. Mun Hjörleifshöfði því verá elzta býli landsins. Löngum hefir verið búið vel í Höfðanum, en stórt bú hefir hann þó aldrei borið. Land- kostir eru þar góðir, en landrými ekki mikið. Björgin eru af fýlum full og leggja til mat allt árið og fjaran hefir hingað til séð um eldinn, svo rekasælt hefir þar verið. En einmanalegt hlýtur þar að vera. Síðan ég var í Vík, lítill drengur fyrir 25 árum, hefir mig alltaf langað til að koma í Hjör- leifshöfða, en hefi ekki fengið tækifæri til þess fyr en nú. En nú er Hjörleifshöfði í eyði, máske í fyrsta sinn í þúsund ár. Almannarómur þar eystra segir að reymt sé í Höfðanum. En það er eins og gengur með slíkar sög- ur, að allt mun stórum ýkt og B inn einu sinni áður (1926) gefið út slíkan leiðarvísi, en hann mun eink- um ætlaður þeim mönnum, erlend- um, sem riðnir eru við íslenzk við- skifti. þorsteinn þorsteinsson hag- stofustjóri hefir annast ritstjórn bæklingsins og ritað nokkuð af hon- um. þorkell þorkelsson veðurfræð- ingur ritar um landið, Ólafur Lánis- son prófessor um islenzka löggjöf og útlendinga á íslandi, Georg Ólafs- són bankastjóri um sjávarútveginn, peningastofnanir, mynt, mál og vog, dr. Guðm. Finnbogason um bók- menntirnar, Stefán Stefánsson um ís- land s.em ferðamannaland, Halldór Jónasson um listir og ritstjórinn um íbúafjöida, fjárhag ríkis, bæja og sveitafélaga, landbúnaðinn, handverk og iðnað, viðskifti, samgöngur,. kirkju og trúarbrögð, fræðslumál o. fl. Er út- gáfa þessi hin þarfasta og á stjórn Landsbankans þakkir skyldar fyrir. Útvarpsárbók 1930 kom út í vor, gefin út af „Félagi víðvarpsnotenda" (einkennilegt ósam- ræmi í orðalaginu!), 56 bls. að stærð, skemmtileg aflestrar og hefir ýms- an fróðleik að geyma um útvarps- siöðina, sem nú er verið að byggja, ennfremur skrá urn erlendar stöðv- ar og styrkleika þeirra, og tölu út- varpsnotenda í ýmsum löndum. En tala þeirra var i lok síðastl. árs sem bér segir (broti úr þúsundi sleppt): Austuri’íki... .. 376 þús. Danruörk ..308 — Estland .. 15 — Finnland .. 95 — írland .. 25 — Ítalía .. 85 — Jugoslavía. .. .. 29 — Lettland .. 29 — Lithauen .... . .. 10 — Noregur .. .. .. 71 — Pólland .. 202 — Rúmenía .. 32 — Stóra Bretland . ..2956 — Sviss .. 83 — Sviþjóð .. 423 — Tékkoslovakía ..267 — LFngverjaland . .. 266 — þýzkaland........3066 — Fleiri landa er eigi getið. Tiltölu- lega flestir voru útvarpsnotendur í lfannrörku (8,7% af ibúunum), þá í Svíþjóð (7%), Stóra Bretlandi (6,7%) og þýzkalandi (4,3%). — þá flytur árbókin nokkrar stuttar greinar um væntánlegt hlutverlc útvarpsins og rnyndir af útvarpsstjóra og útvarps- ráði. Rökkur, alþýðlegt tíma- rit. I., 2. hefti. Útgefandi Rökkurs er Axel Thor- steinsson forstöðumaður Fréttastof- únnár. Stofnaði hann ritið vestur í Winnipeg árið 1922, og hefir haldið útgáfu þess áfram, eftir að hann fluttist heim. Rökkur flytur einkum smásögur og yfirlitsgreinar um er- fenda viðburði. í þessu hefti er mei-kileg grein eftir Sigurgeir Frið- riksson um bókalán Alþýðubókasafns Reykjavíkur til sjómanna á togurum. Eiga flestir togaramir bókaskáp, en hásetar velja sér bókavörð. Ýmsir óttuðust i upphafi, að sjómenn myndu lítið nota bækur í veiðiferð- um en reynslan hefir orðið önnur. Iðunn, XIV. ár, 2. hefti. Efni: Sigurður Einarsson: þúsund ára óður ísl. verkamanna (kvæði), Anatole France: Putois, saga, þýdd af Magnúsi Ásgeirssyni, Ragnar E. Kvaran: Urn tregðu, Rögnvaldur þórðarson: Tvö smákvæði, HaUdór Kiljan Laxness: Tvær stúlkur (saga), Einar Ól. Sveinsson: Hugleiðingar um íslenzkar samtíðarbókmenntir, Jónas S. Jakobsson: Bólu-Hjálmar (mynd), Asgeir Magnússon: Efnisheimur, Bókafregnir. — Lengst er grein E. Ól. S. urn ísl. samtíðarbókmenntir. Margt er þar vel og spaklega athugað. Kaflinn um „stílinn og sannleikann" lýsir t. d. nijög skörpum skilningi á eðli ritlistar, enda mun E. ó. S. vera einn þeirra yngri menntamanna vorra, sem mest hefir um bólcmennt- ir hugsað. Hitt er aftur á móti leiðin- legt, að jafn glöggur maður og E. Ó. S. skuli eklci vera búinn að hefja sig upp úr þeirri sálusorgaratízku, að úthúða íslenzkri blaðamennsku og setja hana skör neðar en erlenda án nánari greinargjörðar og án þess að taka tillit til aðstöðumunar, svo sem fátæktar og fámennis. En það er mála sannast, að íslenzk blaða- mennska stendur að sumu leyti tals- vert framar blaðamennsku í ýmsum öðrurn löndum. En harðasta dóma fær hún jafnaðarlega frá mönnum, sem engin blöð lesa, hvorki innlend né erlend! Grein sína um t r e g ð u segist sr. Ragnar Kvaran rita af þvi, að þess sé „tekið að gæta nokkuð í rituðu máli islenzku, að mönnum virðist sem himinn væri höndum tekinn fyrir fullt og allt, ef ráð fyndist til þess að varpa þessum höfuðóvin — tregðunni — út fyrir landamæri al- heimsins", en tregðuna telur höf. þvert á móti „skilyrði framsóknar- innar" og segir, að í henni séu „franrar öðru falin landmörkin miRi heilvita manns og fífls". Er greirún að mestu heimspekilegur orðaleikur, skemmtilegur aflestrar, en undarlegt er það, að höf., sem mun vera bylt- ingamaður í skoðunum, skuli ekki leggja meira áherzlu en hann gjörir á það, að f y r s t a á t a k i ð fer a. m. k. æfinlega í það, að vinna bug á mótspyrnu tregðunnar. Óneitan- lega er það dálítið skrítin skoðun, að „prósa (óbundið mál) sé uppreist mannssálarinnar gegn hinni frum- stæðilegu faRandi í aRri skynlausri náttúru". Eftir því ættu t. d. þeir íslendingar, sem ekki hafa rímeyra, að vera hæst hafnir yfir viRimennsk- una! Svo lengi sem fljótiS fellur freyðandi’ í djúpan sjá, ætíð mun eitthvert hjarta af áköfum harmi slá. Og meðan frá mána skærum, myndina í vatni sér, ímynd af æðri heimi endurspeglast hér. (Hildur þýddi). ----o----- Bækur Halldór Stefánsson: í fáum dráttum. Tíu smásögur. Ber- lin, 1930. Ilalldór Stefánsson er Austfirðing- ur að uppruna, lagði fyrst stund á prentiðn, gerðist síðan bankaritari, en hefir dvalið í þýzkalandi undan- farið og samið sögur þessar í Ber- lín og prentað. Bókin er fyrir ýmsra hluta sakir athyglisverð og fágætt að byrjandi ríði svo myndarlega úr hlaði. Iiann skrifar heilar blaðsíður eins og þaulæfður rithöfundur. Mái- far hans býr yfir glæsilegum blæ- brigðum óg ekki óvíða furðanlegum krafti. Hann hefir lært mikið af út- lendingum, einkum í stíl, semur sig víða að siðum kjamsýnismanna (expressionista), en þó alt í hófi. Iiann hefir mjög næma eftirtektar- gáfu og heiini tengdan hæfileika til þess að mála með æpandi litum það, sem fyrir annara sjónum er litlaus veruleiki. Hann er kýminn í mann- lýsingum, elskur að hinu ósnortna og upprunalega og lætur einkar vel að lýsa stúlkum, sem alast upp á afskekktum stöðum, en alt borgara- legt stúss verkar mjög hlægilega á hann. því ber ekki að neita, að sumar sögurnar eru all-lausar í böndunum og svið þeirra eða umhverfi fremur óveruleg og sumstaðar kemur fram alveg úrelt rómantisk afstaða gagn- vart viðfangsefninu, sem erfitt er að sætta sig við fyrir lesendur, sem eru orðnir dálitið sjóaðir. Einatt finst manni stíRinn bera efnin ofurliða, — blaðsíður víða prýðilega frágengnar og gætu staðið í fullu gildi út af fyrir sig sem smámunir (skissur), en heildarlínur sagnanna ekki að sama skapi vel dregnar sem ein- stakar blaðsíður eru vel skrifaðar. Sumstaðar eru viðvaningsleg lýti á máli, sem eru að minnsta kosti jafn óþörf og prentvillur. Höfundar, sem eru ekki nógu útfamir í hrein-mái- fræðilegúm vinnubrögðum, eiga að láta laga slíkt áður en þeir prenta, á saffla liátt og höfundar, sem vita sig sltema prófarkalésara, eiga að fá kunnáttumenn til að ljúka því verki; eir margir lesendur hanga í slíkum fært í stýlinn. Og af allt öðrum ástæðum mun hinn síðasti ábú- andi, Brynjólfur Einarsson frá Reyni, hafa flutt þaðan. Þó er það ætlun kunnugra, að fótur sé fyrir sumu af því sem sagt er, en engum silfurhnappi þurfti ég að „spandera“ þar. En það er gamla íslenzlta þjóðráðið, að skjóta þeim á drauga. Kjartan Markússon í Suður- Hvammi, — sonur M. Loftssonar fyrrum bónda í Hjörleifshöfða — var svo góður, að bjóða mér fylgd sína út í Höfðann síðastl. sunnudag, sem Mýrdælingar nefna „fýlasunnudag“, því þá koma Ey- fellingar æfinlega að kauphöndla um fýl. Við komum í Höfðann eftir hádegi. Fagur er hann til- sýndar, grænn niður að sandi. Neðst í brekku einni vísaði Kjartan mér á leifar af æfaforn- um rústum. Geta menn til að þar hafi bær Hjörleifs staðið. Brekk- an þar sem rústimar komu í ljós heitir „Bæjarstaður“. Um tveggja metra þykt moldarlag hefir myndast ofan á rústunum. Eftir Kötlugosið síðasta lagðist kvísl ein upp að brekkunni og braut jarðveginn, en þá komu veggimir, hlaðnir úr grjóti, í ljós. Hefir kvíslin brotið mjög mikið af rúst- unum, síðustu 3—4 árin, en er nú lögst frá aftur. Er ilt til þess að vita, að rústir þessar, sem TIMINN viRum (sem reyndar er von), sér og höfundinum til leiðinda. Beztar þykja mér sögumar Heim aJtur og Hrotur. í þeim báðum kem- ur fram hjá höfundi í senn undir- förul sálræn innsýni, ráðin og raun- gæt ýfirsýn sagnsviðsins bæði í tíma og rúmi, sem byrjendum veitist ann- ars hvað erfiðast að ná, og ákveðið sögulegt ris. Höfundurinn kann víða góð skil á töluvert græskufuliu gamni og kemur það hvergi eins vel fram og í Ilrotum, sem er að öðru leyti skáldskapur þeirrar tegundar, sem kallað er burlesque. þessi höfundur ætti að skrifa reyf- ara upp á fimm hundruð síður til þess að þenja kraftana og sýna, hvað liann getur. H. K. L. Iðunn, XIV. árg., 1. hefti. Efni: Guðmundur Karnban: Á Al- þingi 1631, sögubrot er fjallar um lögmánns- og biskupskjör á Alþingi eftir lát Gísla lögmanns Hákonar- sonar og Odds biskups Einarssonar, Sigurður Einarsson: Sérhættir í skólamálum, Helgi Pjeturss: Vís- indaleg rannsókn á eðli drauma, Böðvar frá Ilnífsdal: Ég þekki konur (kvæði), Guðm. G. Hagalín: Ungir rithöfundár (grein um Kristmann Guðmundsson), Sigurður Skúlason: Ársrit nemendasambands Laugaskóla, AnatoleFrance: Signoi'a Chiara (smá- saga þýdd af Magnúsi Ásgeirssyni), Jónatan Sigtryggsson: Vorhugur (stökur), Guðbrandur Jónsson: Sjálf- stæðismálið, Hákon J. Helgason: Heimskautafærsla. Athyglisverðastar eru greinai' þeirra sr. Sigurðar Ein- arssonai' og Guðbrands Jónssonar. „Ekkert er rauiialegri áfellisdómur yfir sjálfum sér, en þá er roskin kynslóð lætur i ljós bölsýni og hryggð yfir þeim börnum, sem hún sjálf hefir alið og fóstrað", segir S. E. í hugleiðingum sínum um uppeld- ismálin. „ „Heimur versnandi fer“ er viðkvæði þeirrar aldar, sem afglöp og vanræksla liðinna ára „lyfjá hugarstríð í elli“. Eru þessi orð holl hugvekja þeim, sem lítið hirða um að skilja samtíð barna sinna, en kvarta síðan um ónytjungshátt ungu kynslóðarinnar. Grein G. J. um sjálf- stæðismáiið, er skemmtileg og skarp- leg athugun á afstöðunni til Dana og nafnaskiftum íhaldsflokksins, sem höf. finnst „ekki ósvipað því þegar i hernaði er reynt að fela fall- byssur undir grænu skógarlimi“. — Grein Sigurðar Skúlasonar um árs- rit Laugaskóla er hlýlega rituð í garð skólans og af góðum skilningi á starfsemi alþýðuskólanna, þó eigi hafi höf. kynni af þeim persónulega. Iceland 1930. Reykjavík 1930. þetta er handbók um ísland og íslendinga, nál. 200 smáleturs blað- síður að stærð, rituð á ensku og gef- in út af Landsbankanum. Hefii’ bank- g-eta verið leifar hins fyrsta bæj- ar á landinu, skuli hafa eyðst ó- rannsakaðar —- dagleið frá höf- uðstað landsins, þar sem forn- minjavörðurinn situr. Veggirnir sem nú sjást í rofinu, eru um 150 em. háir. Fúinn drumb sá ég þar við annan vegginn. Brynjólf- ur frá Reyni ihafði fundið þar ösku og sent sýnishom af henni ásamt bréfi til þjóðminjavarðar — svari við fyrirspurn hans — en hvorugt mun hafa komizt til skila. Frá rústaleifum þessum riðum við upp að bænum. Fátt er eins ömurlegt og yfirgefin mannlaus býli. En Ilöfðinn sjálfur var fag- ur í sínum dökkgræna skrúða, þó sólskinslaust væri og heldur vont veður þennan dag. Hann er um 700 fet á hæð og bærinn stendur um 400 fet yfir sjávarmáli. Stór- fagurt var að líta niður á djúp- bláan sandinn fyrir neðan. Og glæsilegt er útsýnið inn til jökla, þegar bjart er. Nokkra faðma frá bænum gengur bjargið þverhnýpt niður í sand. En þar í bjarginu er einstigi, sem heitir Lásastíg- ur. Þetta einstigi gengu mjalta- konur upp og niður kvölds og morgna, með mjólkurskjólurnar, til að stytta sér leið. Beit var þá fyrir kýrnar fyrir neðan, eti henni eyddi Katla 1918 er hlaupið æddi fram beggja megin höfðans. Fyrir framan Höfðann em drangar og heitir einn þeirra Lásadrangur, kendur — eins og einstigið '—i við einhvem Nikulás, sem þar bjó eitt sinn. Drangurinn er 100 fet á næð. Þangað kleif Lási fyrstur manna, hafði með sér keriingu sína og skildi hana eftir þar. — Myndu víst fáir leika það eftir nú, aðrir en Hjalti. Frá bænum gengum við upp að „haugi“ Hjörieifs. Hann er byggð- ur úr móbergshnullungum og eng- in munnmæli benda til þess að hann hafi verið rofinn. En trú hefir verið á, að til góðs myndi það fyrir Höfðabóndann að bæta grjóti í Hjörleifshaug“. Undur má það heita, að haugur þessi skuli ekki enn hafa verið rannsakaður itkriega og gengið úr skugga um hvort munnmælin hafi við rök að styðjast. — Við hliðina á haugn- um er grafreitur Markúsar Lofts- sonar, því hvíla vildi hann í Höfð- anum gamli maðurinn. Við gengum aftur niður að bænum, því Kjartan hafði sagt okkur frá svölum, sem bygt höfðu hreiður sín og ungað eggjum sín- um út þar í hesthúsi. Þegar við komum þangað inn flögruðu ung- arnir til og frá þar inni. Ekki komum við tölu á þá. Einn þeirra, sem flögraði á glugga, handsöm- uðum við. Var það svölutegundin Hirunda rustica. Hreiðrin voru tvö, límd sitt á hvom bita í hús- inu og úr leir. Nokkuð voru skál- amar flatari en svöluhreiður þau, sem ég hefi séð erlendis, líKlega verra efni að byggja úr hér en þar. Eftir því sem Dr. Bjami Sæmundsson segir mér, er þetta í fyrsta sinn, 'sem svölur koma upp ungum sínum hér á landi svo kunnugt sé. En síra Björn í Ás- um í Skaftártungu sagði, að svala hafi orpið fyrir nokkrum árum á Steinsmýri í Meðallandi, en kött- ur hafi grandað ungunum þar. Veðrið var eins og áður var sagt heldur illt á fýlasunnudag- inn og fýsti okkur því ekki að vera í Höfðanum yfir nóttina. Iléldum við því á stað aftur, eftir að hafa gert nestinu skil, þar á meðal soðnum fýlungum, eins og við átti þennan hátíðisdag. Við höfðum vel bjart yfir Múlakvísl og að Ilöfðabrekku. — En sorg- legt er að vita af Hjörieifshöfða í eyði, allra hluta vegna. Hæst uppi undir hömrunum við Ilöfðabrekku er Klukknahellir. Þangað flutti klerkur klukkuna, þegar Kötluhlaup tók bæinn í Höfðabrekku af fyrir langa löngu. Nú liggur kirkjuklukka sú hin sama úti í kinkjugarði fyrir ofan hamarinn, en „kirkja fyrirfinnst engin“. Á Höfðabrekku skildi Kjartan við okkur og þökkuðum við honum góða fylgd. en Þor-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.