Tíminn - 01.09.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.09.1930, Blaðsíða 2
2 TÍMINN jarðarinnar. Sumir örvæntu um að þetta væri mögulegt. En einn góðan veðurdag mættust norðan- menn og sunnanmenn í miðju fjallinu. Það hefir birt yfir hug okkar allra í þessu yndislega landi. Og manni verður að hugsa: Er það tilviljun að Sviss hefir verið hlut- laust land í hundrað ár, þó að ófriðareldurinn hafi brunnið alla vega? Hvort fyrirverða mennirn- ir sig fyrir að setja blett á hrein- leika náttúrunnar með því að út- hella blóði bræðra sinna? Spurningin bíður svars. Ríki Mussolinis er framundan. ----o---- M y n d i r Ríkarðs Jónssonar. Það er ekki af neinum illvilja, að Tíminn hefir ekkert sagt enn- þá um „Myndirnar' hans Ríkarðs, þegar getið hefir verið ýmsia bóka annara, sem út kom fyrir Alþingishátíðina. Það er ekkert annað en sú gamla og góða for- siálni íslenzkra matmanna að geyma sér það bezta þangað til síðast! Það er ekki ætlunin að rekja hér ættartölur Ríkarðs eða æfi- atriði, enda er sá er þetta ritar, hvorugu kunnugur. Það eitt veit hann, að Ríkaður er alinn upp á Austurlandi einhversstaðar í grend við Búlandstind, og að hann hefir miklar mætur á því fjalli, hefir m. a. sett mynd af því utan á kápu bókarinnar. Frá upp- runa Ríkarðs og uppvexti skýrir Aðalsteinn Sigmundsson nokkuð í inngangi, sem hann í'itar að bók- inni. Tréskurðarnám stundaði Rík- arður í Reykjavík, hjá Stefáni Ei- rikssyni. Síðan nam hann af Ein- ari Jónssyni undirstöðuatriði í myndhöggvaralist. Eftir það stund öasparón Smásaga Eftir Jacinto Octavio Picón. I. Þegar hringt var út um hádeg- ið, tók fólkið í vinnusöiunum óð- ara að streyma út um dyrnar. Það var þögult og steig þungt til jarðar. Enginn mælti orð frá munni; karlmennirnir litu ekki við kvenfólkinu, ógiftu meyjam- ar höfðu ekki hugann við að beina að sér athygli piltanna, unglingarnir spilltu ekki hinum dýrmæta tíma með leikjum eða söng. Hinir þrekmestu virtust að- framkomnir af þreytu, þeir, sem voru í blóma lífsins, höfðu fas og útlit svínbeygðra þræla, en þeir, sem elztir voru, minntu helzt á afsláttarskepnur, sem verið væri að reka í sláturhúsið. Allur þessi söfnuður var hnepptur í ánauð sinnar eigin vanþekkingar og bundinn á klafa eigingimi náung- ans. Þegai’ út úr verksmiðjunni var komið, dreifðist hann eins og ský, sem vindurinn klýfur og eyðir smámsaman; fyrst voru það stór- ir flokkar, síðan smáhópar, því- næst tveir og tveir, sem urðu Jónas Jónsson ráðlierra. Sveinn Ólafsson alþm. Þennan dóm hefir Ríkarður Jónsson kveðið upp yfir mörgum þekktum mönnum bæði hér á landi og annarsstaðar t. d. Einari Benediktssyni, Jóni Öl- afssyni, Steingr. Thorsteins- son, Matthíasi Jochumssyni, Jónasi Jónssyni ráðherra, Sveini alþm. í Firði, Svein- birni Sveinbjörnssyni, Jó- hannesi Kjarval, Benedikt á Auðnum, Guðmundi Friðjóns- syni, Sigurði frá Yztafelli og mörgum öðrum. Ýmsar þess- ara mynda eru frábærlega vel gjörðar. Meðal þeirra beztu er myndin af Sveini í Firði, veru- legt listaverk. Þá má og nefna myndina af Bólu-Iijálmari, sem prentuð er framan við Skólaljóð Jónasar Jónssonar, og gjörð eftir lýsingum, sem Ríkarður hefir fengið af skáldinu. Fyrir nokkrum árum brá dómur hans sjálfs um persónuna, i sem hann mótar í leir eða liti. Og j Pasteurs minning. aði hann nám í ár í „Teknisk Selskabs Skole“ í Kaupmannahöfn og vann þá jafnframt fyrir sér með teiknun og tréskurði, hafði þá m. a. umsjón með teiknun bún- inga, handa leikendum í konung- lega leikhúsinu. Itíkarður Jónsson er fjölhæfari en listamenn yfirleitt. í myndlist- inni er hann jafnvígur á hvort- tveggja, myndamótun og drátt- listina. I tréskurði er hann manna hagastur. Söngmaður er hann góð- ur og hagmæltur vel. í bók þeirri, sem hér um ræðir eru myndir af flestum listaverk- um ltíkarðs. Kennir þar ýmsra grasa. Mesta stund hefir hann lagt á mótun mannamynda. Oft verður sú raunin á, að listamenn- irnir sjá andlit fólks nokkuð á annan veg en ljósmyndavélin, sem enga á skáldskapargáfuna, enda er sitt hvað að sjá og skilja. I listaverkinu verða persónuein- kennin, hinn ytri blær skapsmun- anna, gleggri en í ljósmyndinni. í verki listamannsins kemur ávalt fram að meira eða minna leyti samferða, en venjulegast skildu þeir líka orðalaust og héldu hvor í sína áttina. Sumir áttu stutt heim og fóru þangað, en aðrir hurfu inn í kaffihús eða sóðalega gildaskála, sem þar eru kallaðir „ventorrillos“. Eftir skamma stund var allur söfnuðurinn horf- inn sýnum eins og borgin hefði gleypt hann. Einn af þeim seinustu, sem út gengu, var Gaspar Santigós, kall- aður Gaspar stóri eða Gasparón, því að hann var manna sterkast- ur, hár vexti og eftir því þrekinn. Gezt mönnum strax vel að honum fyrir það, hvað hann var svip- hreinn, haeglátur í framkomu, en upplitsdjarfur. Og hvar sem hann kom, vakti hann athygli, jafnvel þeirra, sem annars virða ekki við- lits þá, sem klæddir eru eins og verkamenn. Hann gekk í forsælunni meðfram löngum kalksteinsvegg, fór yfir tvær eða þrjár götur, þvert yfir torg eitt lítið og svo þaðan eftir troðningum og einka- stígum, til að stytta sér leið, unz hann kom inn á breiða braut, sem prýdd var beggja vegna risavöxn- um álmum, er fléttuðu saman greinar sínar yfir miðri brautinni og mynduðu forsæluríka hvelfingu yfir höfði hans. Ung kona, þokka- leg til fara og lagleg sat þar á föllnum trjábol og beið hans. það er ekki furða, þó að mörgum manninum leiki hugur á að vita þann dóm. Hélt hún á bami í kjöltu sinni, en fyrir framan sig hafði hún körfu fulla af mat. Hundur einn lá skammt frá henni og stökk þeg- ar á móti húsbóndanum. Dreng- urinn rétti út hendumar. Gaspar greip til körfunnar og skipti gul- seyddu brauðinu á milli þeirra. Konan hans hafði ekki augun af honum. Hún tók matinn upp úr körfunni og raðaði fyrir framan þau á jörðina. Þama voru kál- jurtir, ein flaska af rauðvíni, kné- dúkar, spænir, djúpur diskur úr hvítum leir; á hann helti hún baunum, stráði gulleitum flesk- bitum út í og rétti manni sínum. II. I fjarska hvein verksmiðjulúð- urinn til merkis um, að vinnan byrjaði á ný. Gasparón drakk út, vatt saman vindling og kveikti í, kyssti drenginn sinn, henti leyfun- um í hundinn og faðmaði konu sína að sér í kveðjuskyni. Augna- bliki síðar var hann þotinnn af stað til verksmiðjunnar. Þegar hann var kominn inn úr dyrunum, varð hann að sneiða fram hjá jámbútahlöðunum í for- garðinum til þess að komast inn í vinnusalinn. Sá salur var langur og breiður, fékk birtu sína frá heljarstórum gluggum með móðu- glersrúðum, og mátti þó sjá út um þá í svarta múra, kolabyngi, Ríkarður sér suður til Rómaborg- ar. Iíefir hann dregið upp ýmislegt skrítið, sem fyrb- augun bar, í þeirri för, sem sjá má í bókinni. neistafjúkið úr smiðjunum og há- ofnana, sem sendu frá sér kaf- þykka reykjarmekki og koladuft í allar áttir. Hátt og lágt um bygginguna gat að líta óteljandi fágaða stálþræði, galvaníhúðaðar járnpípur, slöngvihjól og önnur hjól tengd sín á milli með ólum, sem sveifluðust upp ug niður í kross eða hring, svo hratt að ekki mátti auga á festa, — eins og líftaugar einhverrar lifandi veru, þar sem ekkert mætti nema stað- ar á þessari fljúgandi ferð, nema öll heildin yrði aflvana. Trégólfið skalf og gnötraði við dynkina í gufuvélinni. Frá öðrum vinnustof- um barst sama jámaglamrið og vélaskröltið, en innan um það mátti þó heyra öðru hvoru slitr- óttan söng kvenfólksins, sem sat þar að vinnu. Við endann á þessari viimu- stofu tók við önnur alveg eins, en bilið á milli þeirra var brúað með mjóum plönkum og alveg rétt þar við sveiflaðist slöngvihjólið í hinum tröllaukna gangstilli. Þegar Gasparón var rétt kominn á miðja brúna, sér hann, hvar lærlingur einn kemur hinum megin frá á harða hlaupum, svo hratt að fyr- irsjáanlegt er að hann getur ekki stöðvað sig. Gasparón var orðinn of seinn til að hörfa aftur til sama lands, en hinsvegar var ekki hægt fyrir þá að mætast á þess- Erfið lífskjör Ríkarðs munu valda því, að hann hefir eigi kom- ið því við að gefa ímyndunarafli sínu svo lausan taum í verkum sínum sem hann sjálfur myndi hafa kosið. Þess vegna liggur minna eftir hann af táknrænni list en ella myndi verið hafa. Er þó enginn vafi á, að hann hefði getað orkað miklu i þá átt. Af slíkum myndum, sem í bókirmi eru, skal hér aðeins minnt á „Pasteurs minningu“. Franski vísindamaðurinn Pasteur varð til þess, eins og kunnugt er, að vekja athygli mannanna á því, að hiiur svokölluðu smitandi sjúkdómar or- sökuðust af lifandi sýklum, og er það stærsta skrefið, sem lækna- vísindin hafa stigið í baráttunni gegn líkamlegum veikleika maim- kynsins. Áhrif þessarar merka uppgötvunar, sér Ríkarður, með listamannsauga sínu, í liki dauð- ans, sem situr áhyggjufullur yfir skörðóttum ljánum. Sjaldan hefir íslenzku skáldi tekizt jafn vel að k.veikja eld ímyndunaraflsins í köldum veruleika en Ríkarði í þessari litlu, óbrotnu mynd af beinagrindinni með voðann í hönd- unum. Ríkarður hefir giöggt auga fyr- ir ýmsu skoplegu í tilverunni. Um það vitna myndirnar: Eljumaður á ferðalagi, Neftóbaksmaðui’ í Horngrýti. Staður Pegasus (þ. e. skáldfákurimi prjónandi undir \esalings leirskáldinu). 1 kvalar- stað hinna fordæmdu er syndar- inn bundiim á bakinu, en yfir honum hangir það, sem hann hef- ir þráð mest í lífinu, nl. nef- tóbaksbaukurinn, en þó pkkí svo nærri, að unt sé að ná tii hans — kátleg stæling af grísku goð- sögninni um kvalir Tantalos. Eftir Ríkai’ð liggur margt af fögrum munum, útskorunum í tré, rúmfjalir, vegghyllur, hús- gögn og ski’autgripir ýmiskonar. Eru margir þeirra nú þegar í eigu einstakra manna, því að mik- ií eftirsókn er eftir verkum Rík- arðs, en þó mun eim um nokkuð auðugan garð að gresja í vinnu- stofu hans. Og margt á hami vafalaust óunnið enn, ef honum endist aldur og heilsa til. Sjálfur hefir hann gefið sköp- unai’þrá sinni form í þessu ein- falda erindi: „Ef ég Uefði aðeins nógar krónur, skyldi ég höggva heig og merk liundrað þúsund listaverk". Svona höfum við heyrt það gégnum aldirnar, — andvarp listamannsins, sem fátækur er fæddur hjá fátækri þjóð. um þrönga stíg. Hann beygði sig út yfir brúnina öðrum megin. I því bar lærlinginn að eins og ör; hann varð of seinn til að átta sig, rakst á Gasparón og féll kylli- flatur á brúarbarminn, næstum því allur út af brúnni og hafði ekkert til að grípa í. Gasparón sá, í hvaða hættu hann var staddur og rétti honum höndina. Dreng- urinn greip í hana af svo miklu afli, sakir þess hvað hann var skelkaður, að verkamaðurinn rið- aði á fótunum. Til þess að ná jafnvæginu, rétti hann höndina, sem laus var ósjálfrátt aftur fyr- ír sig, en svo slysalega, að einn pílárinn á slöngvihjólinu lenti á handleggnum upp við olnboga og molaði hann í sundur. Drengurinn sagði síðar, áS hann hefði heyrt hljóð líkast því sem viðarbútur væri klofinn með öxi. Ennþá hafði þó Gasparón mátt og rænu til að draga dreng- inn upp og koma honum heilu og höldnu niður í vélasalinn. En þá féll hann á gólfið yfirbugaður af sársauka. Féiagar hans tóku hann upp, og þar sem enginn lækningastofa var í verksmiðjunni, báru þeir hann á stól til næsta spítala og það sama kvöld varð að taka af honum höndina upp við olnboga. Legan var löng. Það sem Gasp- arón hafði sparað saman sagði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.